Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sameiginleg mynt hefur ekki leitt til meiri viðskipta á milli evrulanda

Myntbandalagið gagnslaust og hinn "innri markaður" aðeins kenning á blaði

Joao M C Santos Silva prófessor í hagfræði
Samkvæmt frétt netútgáfu fréttablaðs háskólans í Bergen, Forskning Norge, sem fjallar um rannsóknir í Noregi og á alþjóðavettvangi, hafa viðskipti á milli evrulanda ekki aukist neitt umfram það sem gerst hefur hjá öðrum löndum heimsins frá því sameiginlegur myntvafningur myntbandalagsins, evra, kom í umferð fyrir 11 árum. Forskning Norge vitnar í rannsókn hagfræðinganna Joao M. C. Santos Silva við University of Essex og Silvana Tenreyro við London School of Economics (ég hef ekki lesið skýrsluna ennþá)

Silvana Tenreyro hagfræðingur
Auknum viðskiptum á milli evrulanda var lofað þegar myntvafningnum evru var komið á fót. Eins átti evran að vera vopn í alþjóðasamkeppninni og þá sérstaklega við Bandaríkin og Asíu. En samkvæmt rannsókninni hefur aukning í viðskiptum á milli evrulanda ekki verið meiri en aukningin var á milli annarra landa heimsins á sama tímabili (aukin hnattvæðing almennt). Verslun og viðskipti á milli evrulanda hefur ekki aukist meira en viðskiptin á milli evrulanda, EES-landa og ESB-landa sem nota ekki evru sem gjaldmiðil.

Rannsóknin tekur til hóps OECD-landa og leggur til grundvallar, EES-lönd (athugið, Ísland er í EES) sem eru ekki með evru, ESB-lönd án evru og svo sjálfra evrulandanna. EES-lönd sem hafa ekki tekið upp evru hafa aukið viðskiptin við evrulönd og ESB-lönd án evru jafn mikið og evrulöndin hafa upplifað sín á milli, segir Joao M. C. Santos Silva prófessor.

Forskning.no bendir einnig á hina frægu rósarskýrslu eftir hagfræðinginn Andrew K. Rose sem sagði að verslun og viðskipti á milli evrulanda myndi þrefaldast þegar löndin fengju sameiginlega mynt. En raunveruleikinn, samkvæmt þessari og fleiri rannsóknum, er sem sagt núll, hvað varðar verslun og viðskipti.

Jan Tore Klovland prófessor við verslunarháskóla Noregs segir að evran sé meira pólitískt verkfæri en efnahagslegt verkfæri. Um efnahagslega ávinninga séu fáir sammála segir hann. Steinar Holden prófessor við Óslóarháskóla segir að  erfitt sé að sanna neitt í þessum efnum. Hann álítur að viss ávinningur og samhæfing hafi náðst á fjármálasviðinu
 
[já, t.d. opnað á möguleika á sameiginlegu gjaldþroti evruríkja sem nú hugsanlega stendur fyrir dyrum. Eftir að internetið kom með verðsamanburðarvélar handa öllum þá er sameiginleg mynt orðin nánast fornaldargripur, afsakið. Það þurfti t.d. ekki sameiginlega mynt til að erlendir ferðmenn uppgötvuðu verðfall á Íslandi]
 
En í núverandi kreppu, segir Steinar, að það sé augljóst að þau lönd sem hafa sjálfstæða mynt hafi notið mikils góðs af þeim sveigjanleika sem því fylgir; Forskning Norge
 
Sama sagan í Danmörku? Hinn innri markaður ESB, engin áhrif

Skuffende effekt af EUs indre marked på eksporten
Síðasta haust kom einnig út dönsk rannsókn sem sýndi að vera Danmerkur í hinum svo kallaða innri markaði ESB og í ERM hefur ekki leitt til neinnar aukningar í utanríkisviðskiptum Danmerkur við evrulönd né ESB lönd. Tilgangur rannsóknarinnar var ekki að sanna né afsanna neitt í þessum efnum, en lesa mátti þetta út úr skýrslu þjóðhagfræðistofnunar viðskiptadeildar Árósarháskóla, sem kom út í júní 2009. Þar kom í ljós að eftir að Danmörk gerðist aðili að hinum svo kallaða innri markaði ESB hefur útflutningsfyrirtækjum fækkað. Það hefði ekki skipt neinu máli fyrir Danmörku að standa utan við þennan innri markað ESB, skrifaði rannsóknarvefurinn "Videnskab DK" í þessu tilefni; Videnskab
 
20% raunvextir á útlánum á Írlandi (lögleiddir okurvextir?)

Samkvæmt vef Money Guide Ireland eru vextir á yfirdráttarheimildum á venjulegum bankareikningum á Írlandi um það bil 14-15%. Sé bætt við þeirri 4-6% neikvæðu verðbólgu sem ríkir á Írlandi núna, eru raunvextir á svona lánum um og yfir 20%. Ofaní þetta kemur í mörgum tilfellum 25 evru gjaldtaka. Mynt Írlands er evra; MGI
 
Fyrri færsla
 


Hvað gerist þegar unga fólkið missir vonina?

Atvinnuleysi ungmenna í Evrópusambandinu 
Atvinnuleysi ungmenna í Evrópusambandinu - "tifandi tímasprengja"
 
Norska dagblaðið Dagsavisen var með grein um atvinnuástand hjá ungmennum Evrópusambandsins undir fyrirsögninni "tifandi tímasprengja Evrópu". Eins og er standa 20% af ungmennum Evrópusambandsins án atvinnu og eru heldur ekki í skóla. Þetta er aldurshópurinn frá 15 ára og til 25 ára. Þetta þýðir að einn af hverjum fimm í þessum aldurshóp er hvorki í vinnu né skóla. Samtals er um 5,5 milljón ungmenni að ræða. Þetta er skuggalega há tala því um sögulega litla árganga er að ræða, hlutfallslega séð.

Atvinnuleysi ungmenna í Evrópusambandinu síðustu 10 árin
Blaðið bendir á að atvinnuleysi þessa hóps sé að aukast. Þetta er alveg rétt hjá blaðinu en málið er mun verra en þetta því atvinnuleysi evrópskra ungmenna hefur verið mjög hátt síðastliðin 10 ár og jafnvel miklu lengur. Það var aðeins í bóluástandi síðustu fárra ára að atvinnuleysi þessa hóps mjakaðist undir 15% í ca. eitt ár. Frá árinu 2000 hefur það verið mun hærra mestan hluta tímans.
 
– På 30-tallet opplevde vi at både brunskjortene, svartskjortene, men også rødskjortene marsjere i gatene i Tyskland. Historien viser at slike politiske reaksjoner kan slå begge veier. Høyere kriminalitet er ofte en direkte konsekvens av høy ledighet blant unge, noe de baltiske landene er et eksempel på, sier Aarebrot.
 
 
Ástandið er grafalvarlegt í Suður- og Austur-Evrópu. Tölurnar eru hvergi sæmilegar nema í Noregi og Hollandi. Einn af frammámönnum norsku verkalýðshreyfingarinnar, Knut Arne Sanden, bendir á að stór hluti Evrópu hafi misst mikið af sínu unga fólki í styrjöldum á síðastliðnum 100 árum. En í dag er það atvinnuleysið sem kemur í veg fyrir að unga fólkið komist inn á vinnumarkaðinn. Þetta er fólkið sem fær síðast atvinnu í uppsveiflum og það fyrsta sem sagt er upp þegar niðursveiflur koma.

Atvinnuleysi í Þýskalandi og kosningafylgi öfgahóps nasista
Þetta er einnig pólitískt vandamál, segir Frank Aarebrot prófessor við háskólann í Bergen. "Það afl og þau áhrif sem svona stór hópur fólks getur haft má ekki vanmeta. Brúnstakkar, svartstakkar o.fl. komust til áhrifa í Þýskalandi 1930. Sagan segir okkur að pólitískir vindar geta blásið til beggja átta. Að hafa atvinnu er það sama og að tilheyra samfélaginu" | Dagsavisen
 
Mynd; kosningafylgi nasista og atvinnuleysi í Þýskalandi 1920-1932, Brad DeLong
 
Meira efni og fréttir hér í glugganum á tilveraniesb.net
 
Fyrri færsla
 

Imba Lances - hin framlengjandi

Hin framlengjandi kreppufyrirkomulög Evrópusambandsins
 
Fæðingar- og erfðagallar myntbandalags Evrópusambandsins. The Economist desember 1996
Myntbandalagið (EMU) kom vegna þess að EMS/ERM I virkaði ekki. Það hrundi árið 1992 í svarta september og gerði George Soros ríkan. Þá sáu menn að þetta EMS virkaði ekki. EMS var oft kallað e. The extended recession mechanism. Það þyrfti heila og áþreifanlega mynt í umferð til að losna við ágallana.  

Svo kom myntin fræga. En þá kemur þetta nýja, já þið vitið, - sjálft ójafnvægið (e. imbalances). Og allt er uppí loft eina ferðina enn. Nú standa menn eiginlega ráðþrota. EMS'inn dugði ekki og myntin dugar greinilega ekki heldur.
 
Nú hefur skyndilega komið í ljós að það vantar einn sameiginlegan ríkissjóð. Einn full hertan skattgreiðanda sem myntin fræga þyrfti að komast í himneskt jarðsamband við. Skattgreiðanda sem dettur ekki í sundur. Sem raknar ekki upp eins og myntslangan EMS gerði - og sem er ekki hægt að fletta í sundur eins og um vafning væri að ræða (subprime skuldabréf eða þvílíkt).

"Hvað er þetta þarna innan í myntinni ykkar? Er þetta Grikkland, þarna í geira 36 til 37 gráður austur af miðju? Við höldum að Grikkland sé að fara á hausinn og það muni tosa fleiri lönd með sér í fallinu - og mest allt bankakerfi myntbandalagsins með sér í leiðinni. Þannig að við höldum að það muni rakna ofan af myntvafningnum ykkar. Getið þið ekki prjónað eitthvað betra en þetta?" Fullt stopp. 
 
 
Fyrri færsla
 

Imba Lances

Vinsælasta orð meðal efnahagsmálamanna ESB í dag er orðið ójafnvægi eða e. imbalances. Þessu orði var fyrst skotið af fallbyssuhlaupum Brussels þegar myntbandalagið var stofnað. Það, myntbandalagið, átti nefnilega að laga ójafnvægið. En núna er myntbandalagið komið og búið að spilast hér í samfleytt 11 ár. Maður skyldi ætla að við þetta hefði hugtakið ójafnvægi fallið um sig sjálft, því lækningin væri komin. Það myndi því ekki lengur ríkja hér ójafnvægi, heldur jafnvægi.

Ríkir hér jafnvægi Gunnar? Láttu ekki svona maður.
 
 
Jafnvægi evrusvæðis í hnotskurn smáræðis

Ábyrgðarlausir stjórnmálamenn ESB. Grikkland er eins gjaldþrota og hægt er að verða

 
Ábyrgðarlausir stjórnmálamenn ESB 
 
Simon Johnson og Peter Boone birtu í síðustu viku grein sína um Grikkland - og vandamál þess fyrir Grikki og evrusvæðið. Simon Johnson var áður yfirhagfræðingur AGS og er nú prófessor við MIT og "senior fellow" við Peterson stofnunina og situr í stjórn fjárlaganefndar bandaríska þingsins. Peter Boone er við London School of Economics. Greinin birtist bæði í New York Times og á bloggsíðu höfunda, The Baseline Scenario.

Ef sumum finnst ég vera neikvæður út í þau vandamál sem myntbandalag ESB stendur frammi fyrir, þá eru það smámunir miðað við þær staðreyndir sem Simon ber á borð fyrir lesendur.

Gróf þýðing; Grikkland er eins gjaldþrota og hægt er að verða. Evrópskir stjórnmála- og embættismenn eru jafn ábyrgðarlausir og fjárglæframenn. Þeir stunda fjárhættuspil. Þeir eru að lokka fjárfesta í píramídaspil (Ponzi scheme; að borga fjárfestum með peningum nýrra fjárfesta í stað þess að borga þeim með peningum frá þeim hagnaði sem fjárfestingin skilar). Það væri óafsakanlegt ef fjárfestar á borð við lífeyrissjóði séu að fjárfesta í grískum ríkisskuldabréfum.

Tölurnar: Árið 2011 mun Grikkland skulda 150% af landsframleiðslu sinni. Um 80% af þessu skuldar landið til erlendra fjárfesta og þeir eiga flestir heima í Þýskalandi og Frakklandi. Fyrir hvert 1 prósentustig sem vextir hækka þarf Grikkland að senda 1,2 prósentustigi meira af landsframleiðslunni til útlanda. Ef vextir hækka til dæmis í 10%, sem er ekki ólíklegt og reyndar mjög varfærið mat fyrir land sem getur ekki greitt einn aur niður af höfuðstól skuldanna - rúlla þarf skuldunum endalaust áfram - þá þarf Grikkland að senda 12% af landsframleiðslu sinni til lánadrottna erlendis, á hverju einasta ári. Helming skulda landsins þarf að endurfjármagna á nýjum vaxtakjörum innan þriggja næstu ára.

Þetta er gersamlega óheyrð og óþekkt staða sem Grikkland er í. Stríðsskaðabóta greiðslur Þýskalands voru 2,5% á ári af þjóðartekjum Þýskalands frá 1925-1932. Suður-Ameríku skuldavandamálin frá og með árinu 1982 þýddu 3,5% greiðslur af landsframleiðslu (1/6 af útflutningstekjum) landanna til erlendra kröfuhafa. Hvorugt þessara tilfella var skemmtileg reynsla.

Grikkland er algerlega gjaldþrota án ennþá meiri niðurskurðar en nú þegar hafa verið auglýstir. Svo þarf landið hjálp frá ESB. Reyndar þarf landið á báðu að halda samtímis. Og ennþá eru stjórnmála og embættismenn Evrópusambandsins að hvetja fjárfesta til að stuðla að frekari lánum til Grikklands og að gríska ríkið taki á sig ennþá meiri skuldir. Þetta er að blekkja illa upplýst fólk segir Simon, t.d. lífeyrissjóði, sem eiga peninga á meðan þeir sem eru vel upplýstir flýja öskrandi burt; t.d. stórir bankar sem vita hvað er að gerast.

Þetta er að gerast með aðstoð klappliðs ESB. Komið til okkar og fjárfestið í gjaldþrota ríki. Þetta er sama liðið og er að berja á vondum spekúlöntum með annarri hendinni á meðan hin höndin ginnir saklausa nýja fjárfesta í netið. Hvað er hægt að gera, spyr Simon:

1) Gikkir og ESB verða að ákveða hvort þeir vilji halda evrunni eða ekki.

2) Ef þeir vilja halda evrunni í Grikklandi þá þarf að senda peninga. Ekki bara smá vasapeninga upp á 20 miljarða evrur, eins og stjórnmálamenn eru að gæla við. Nei, það þarf að senda alvöru peninga. Minnst 180 miljarða evrur. ESB þarf að fjármagna skuldasúpu Grikklands 100% í nokkuð mörg ár.

3) Ef þeir vilja ekki halda evrunni, þá þarf að útbúa áætlun fyrir úrsögn úr myntbandalaginu, strax. Þá þurfa Norður Evrópubúar að bjarga eigin bönkum fyrst (bail them out) vegna þess að afskrifa þarf miklar grískar skuldir. Það verður að gefa Grikkjum þennan skuldaafslátt - eða - breyta þeim yfir í nýja drachma mynt Grikklands og samþykkja að Grikkir komi verðbólgu nægilega mikið af stað til að brenna hluta skuldanna af.

Innistæðum og skuldum bankakerfis Grikklands yrði breytt í drachma; endursamið yrði um skuldasamninga. Þetta verður erfitt og sóðalegt, en því lengur sem tíminn líður án aðgerða þá mun þetta verða betri og betri lausn.

Svo þarf að kalla á Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn. Það er eini trúverðugi aðilinn sem eftir er í þessu máli og sem hefur getu til að glíma við vandamálið. En jafnvel AGS er að sumu leyti að klúðra trúverðugleika sínum með laumulegum athugasemdum á meðan gríska skuldablaðran þenst út.

Ef þessi skref verða ekki tekin þá fáum við járnbrautar-stórslys. Búið er að að sannreyna og þrautprófa evrópska stjórnmálamenn í þessu máli. Við þekkjum útkomuna úr því prófi núna: þeir eru ekki varkárir*, þeir eru tillitslausir og kærulausir (reckless).
 
*Þeir höfðu lofað fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Tim Geithner, "varkárri lausn" (a careful solution, sjá Mánudagur 15. febrúar 2010)

Lesendur; hafið þið nokkurn tíma séð risaolíuflutningaskip með 27 skipstjórum í brúnni. Jæja ekki það. En þið sjáið það núna. Það er M/S ESB. Skip sem lagði upp í siglingu en mun aldrei ná hvorki áfangastað né neinni höfn nokkurn tíma. Draugaskip. Og nú er farmurinn farinn að gerjast; The Baseline Scenario
 
Fyrri færsla
 
 

Við, gullforðinn, erum ekki heima og verðum ekki heima

Innkeyrslan við þýska seðlabankannSeðlabanki Þýskalands, Deutsche Bundesbank, segir að gullforði Þýskalands sé ekki viðlátinn sem fjármagn til notkunar í hugsanlegan björgunarsjóð fyrir hálf gjaldþrota ríki myntbandalags Evrópusambandsins. Hvorki núna né nokkurn tíma.

Nánar í glugganum á tilveraniesb.net í dag, mánudaginn 15. mars.

 

Tvær fyrri færslur

Evran: byggð á lygum II - Hertan Maastricht brotavilja þarf til

Evran: byggð á lygum. Grikkir þurfa að fara fyrr á fætur


Evran: byggð á lygum II - Hertan Maastricht brotavilja þarf til

 
Hertan Maastricht brotavilja þarf til 
 
Hertan brotavilja þarf til - og svik og pretti 

Mikill kjáni gat ég verið. Þetta var of augljóst til að ég tæki eftir því strax. Einhvers staðar og einhvern tíma skrifaði ég um að grófan yfirgang gegn sumum smáríkjum myntbandalagsins væri alltaf hægt að afsaka með röksemdinni um að þau ógni "fjármálalegum stöðugleika" myntbandalagsins. Þá væri hægt að dusta rykið af eins konar efnahagslegum herlögum sem hægt væri skella á ríki þegar þau ógna tilveru myntbandalagsins. Þetta hefur nú þegar verið gert. En það er meira.

Það vakti undrum mína að virt blað eins og Der Spiegel skyldi eyða svona miklu plássi (greinin sem ég benti á í fyrri færslu) undir útþynntan og ótrúverðugan sálmasöng um vonda spekúlanta. Að það væru þeir sem væru að spá gegn gríska ríkinu og gegn evrunni. Staðreyndin er sú að þeir sem kaupa skuldir gríska ríkisins núna eru í hæsta máta að stunda stórhættulega spákaupmennsku og taka mikla áhættu. Til dæmis væri varla hægt að afsaka það ef peningum lífeyrissjóða væri varið í að kaupa skuldir af gríska ríkinu. Það væri að spila hasar með sparifé sakleysingja.
 
The 2001 currency-swap deal arranged by Goldman trimmed Greece's deficit by about a 10th of a percentage point of GDP for that year. By comparison, Greece failed to book €1.6 billion ($2.2 billion) of military expenses in 2001—10 times what was saved with the swap, according to Eurostat, the EU's statistics authority
 
 
En það er samt það sem gríska ríkið er að reyna að fá fjárfesta til að gera. Gríska ríkið þarf að bjóða þeim svo háa ávöxtun að mjög erfitt verður fyrir ríkið að standa undir greiðslunum. Og enginn hefur ennþá komið og sagt neinum fjárfestum í grískum ríkisskuldabréfum, að framtíðarhorfur gríska ríkisins væru öfundsverðar, eins og Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn sagði stuttu eftir komuna til Íslands.

Þá sagði sjóðurinn að framtíðarhorfur Íslands væru öfundsverðar. Ísland á mikil auðæfi. Ekki bara land og náttúruauðlindir, heldur er þjóðin líka ung, áhugasöm, vinnusöm og nennir að fæða af sér börn framtíðarinnar. Þjóðin trúir á sig sjálfa og á framtíðina í eigin landi. Frjósemi á Íslandi er ein sú hæsta í hinum vestræna heimi og framfærslubyrði íslenska ríkisins er var lauflétt miðað við gömlu Evrópu. Staðan er ekki svona öfundsverð í Grikklandi. Þar er framtíðin þeldökk. Þar verða of fáir til að borga skuldir foreldranna í framtíðinni. Þessi staða er álíka svört í næstum öllu ESB nema hugsanlega í Frakklandi og Írlandi. Öldrunarvandamál þessa myntbandalags verða hrikaleg fyrir skattgreiðendur framtíðarinnar.

Mér fannst líka átakanlegt að horfa á forsætisráðherra Grikklands ferðast um Evrópu og þar á eftir yfir til Bandaríkjanna, haldandi ræður um þessa ofangreindu vondu spekúlanta sem væru að gera tilræði gegn fjármálum Grikklands. Hvað var það sem fékk manninn til að leggjast svona lágt?

Það var ekki kvartað og kveinað yfir neinu þegar þessi sömu vondu spekúlantar lækkuðu vaxtakostnað gríska ríkisins á árunum á undan inngöngu Grikklands í myntbandalagið. Þá var alls ekki öruggt að Grikkland kæmist með í myntbandalagið. En þá trúðu þessir vondu spekúlantar á að sú yrði reyndin og krafa þeirra til ávöxtunar á grískum ríkisskuldabréfum hríðféll. Þeir sem eru að flýja fjárfestingar í Grikklandi og evru núna eru Evrópubúar sjálfir, og svo auðvitað prófessional fjárfestar sem bera ábyrgð á fjármunum launþega. Þeir sjá vandamálin hrannast upp og þeir sjá að logið hefur verið að þeim. Þetta var nú öll vörnin í myntbandalaginu.

Plottið
 
Það stutta í því langa er að Brussel, sum evruríkin, frammámenn ESB og sumir innan seðlabanka Evrópusambandsins hafa greinilega bundist höndum um að skapa hið rétta andrúmsloft áður en Maastricht sáttmálinn verður þverbrotinn á hinn grófasta hátt. Spunninn er sá lygavefur að á land innan myntbandalagsins hafi verið ráðist og að sú árás ógni tilveru myntbandalagsins. Á myntina sjálfa hefur þannig verið ráðist í sjálfu sér. Þá er hægt að virkja klásúluna um "fjármálalegan stöðugleika" og hamfarir sem ekki var hægt að sjá fyrir eða gera að. Þetta er spuninn um vondu spekúlantana sem eru að ógna tilveru myntbandalagsins.
 
Are wicked speculators using the CDS market to drive borrowing costs up artificially? Not according to the Bank for International Settlements. Net CDS on Portugal amounted to only 5% of outstanding Portuguese government debt. For other countries, including Greece, the ratio of sovereign CDS contracts to government debt was even lower.; hér
 
 
Efnahagsleg herlög verða þá sett í gagnið og peningum skattgreiðenda í öðru evrulandi verður varið til að bjarga Grikklandi frá gjaldþroti. Þetta verður gert svo bankakerfi Þýskalands, Frakklands og fleiri landa muni ekki kikna undan gjaldþroti gríska ríkisins og þeirra sem koma þar á eftir. Eitt afbrigðið gæti heitið "björgunarsjóður", eða EGS. Stranglega bannað samkvæmt Maastricht sáttmálanum.

Ergo
 
fyrsta skrefið var að reyna að bjarga fjármálageira myntbandalagsins með miklum ríkisábyrgðum haustið 2008, þegar hrun fjármálamarkaða skall á. Við það opinberuðust 64+ brot á Maastricht sáttmálann fyrir umheiminum. Vegna þess að löndin eru læst og múruð inni í myntbandalaginu geta þau ekkert gert sér til sjálfshjálpar - nema farið í gjaldþrot. Engin leið er fær til að leiðrétta nógu hratt fjárlagahalla og ósamkeppnishæfni þeirra ríkja sem um er að ræða; öll PIIGS löndin. Því ekkert hafa þau gengið lengur.

Haustið 2008 fór í það að bjarga einkageiranum (bankakerfið og sparifjáreigendur) með peningum skattgreiðenda. Þetta mátti ekki samkvæmt Maastricht sáttmálanum, en var samt gert. Eina leiðin til að bjarga hlutunum núna er að taka allt þetta og henda því aftur yfir á skattgreiðendur og fyrirtækin. Einkageirinn í ESB mun verða laminn sundur og saman í stórum hluta myntbandalagsins á næstu áratugum. Hver vill þá fjárfesta í einnota bleyjum sem hanga til þerris á snúrum myntbandalagsins: enginn! Hrikalegt atvinnuleysi, stöðvun hagvaxtar, verðhjöðnun og hrikaleg afkoma hins opinbera og einkageirans verður útkoman. Hin efnahagslega eyðni myntbandalagsins mun bara aukast. Evran verður plat gjaldmiðill áfram og myntbandalagið mun leysast upp hraðar en allir héldu. Holskefla lögsókna á hendur yfirvöldum mun skella á í Þýskalandi. Almenningur verður æfur af reiði.

Hvað þarf til þess að spuninn gangi ekki upp og áhætta þeirra með einbeitta brotaviljann verði of mikil? Það kemur í ljós á næstu vikum. Andstaðan í Þýskalandi verður að minnsta kosti mikil. Finnar geta varla glaðst mikið þessa dagana.

Ef þú vilt stunda spákaupmennsku farðu þá og keyptu skuldir af gríska, írska, spænska og portúgalska ríkinu. Það er í hæsta máta hárreisandi spákaupmennska, þ.e. ef plottið hér að ofan gengur ekki upp. En ef plottið gengur upp, þá batnar staða þín sem spekúlant enn meira til langframa, því þá verður líka hægt að bæta þýska ríkinu á þennan lista yfir "feasible objects for speculators, soon". Þvílíkt klandur. Þetta er martröðin sem Þjóðverjar óttuðust alltaf. Að auðæfi Þýskalands myndu enda á kistubotni ríkja Suður-Evrópu. 
 
Ef flóðgáttirnar verða opnaðar eins og Issing skrifaði um í FT, þá verður fossinn án enda. Hér er einn sem hefur líka tekið eftir þessu: AEP
 
In the meantime, for the sake of the citizens in the peripheral eurozone nations now facing fiscal retrenchment, pray there is life on Mars that exclusively consumes olives, red wine, and Guinness beer
 
 
Leyfi mér einnig að benda á ágætis grein um hluta þessa máls: Leading PIIGS to Slaughter
 
Vondur Góður Vondur 
Myndskeið; Brynjólfsson  Papandreou  Rogers 
 
Fyrri færsla
 

Evran: byggð á lygum. Grikkir þurfa að fara fyrr á fætur

 
Evran: byggð á lygum 
 
Der Spiegel var með ágætis grein um myntbandalagið undir fyrirsögninni "byggt á lyginni - grunnleggjandi gallar myntbandalagsins". Eftir að hafa lesið greinina, sem er löng, dettur mér í hug að fæðing myntbandalagsins er hin dæmigerða franska lausn á málunum. Í gamla daga var það Kirkjan sem átti að vera rót vandamála Frakka - og náttúrlega helst allrar Evrópu í leiðinni. Kirkjan og völd hennar voru sögð hindra framfarir í Frakklandi. Völd kirkjunnar voru þá að sjálfsögðu brotin niður og hefur hún aldrei beðið þess alveg bætur síðan, a.m.k. ekki í Frakklandi. Napóleonska tók svo við. Ríkið fékk völdin.

Hvað tók við? Jú, RÍKIÐ varð svo öflugt, eyðslusamt, valda- og tekjuþyrst að jafnvel gluggar og hurðir í húsum voru skattlögð eftir fjölda. Fólk brást við með því að múra fyrir gluggana. Myntbandalagið er franskt fyrirbæri. Lausn verkfræðinga Napóleons. Ekkert var hlustað á akademísku hagfræðingana. Til að halda myntbandalaginu gangandi þarf helst að múra þjóðirnar inni í því. Múra fyrir gluggana.
 
The Delors proposal was "a muddled vision" with "wild ideas," Karl Otto Pöhl, the then-chairman of Germany's central bank, the Bundesbank, later told author David Marsh. Pöhl didn't believe that a monetary union would materialize within the foreseeable future. "I thought that maybe it would happen sometime in the next 100 years," he said.
 
 
Þetta er franska verkfræðingalausnin á (external) gengisfellingum og trú þeirra á "vélvirkni" peningamála. Að múra sig inni. Svo er lyklinum kastað burt og þjóðirnar látnar kála hvor annarri með innvortis gengisfellingum í staðinn. Fáum virðist detta í hug að hagvöxtur, velmegun, framleiðni og slíkt geti orðið sjaldgæfur fugl inni í fuglabúrinu. Kannski er kolanáma betra og meira viðeigandi orð hér. Eitt er víst. Þetta mun ekki enda vel. Greinin er á ensku; Der Spiegel
 
Evran fær aðeins 4,9% kosningafylgi

Meðal stjórnenda fjárfestingasjóða, sem þora að taka áhættu, ríkir ótrú á gjaldmiðlinum evru. Könnun meðal 61 stjórnenda svona sjóða sýnir að 57% þeirra kjósa Bandaríkjadal sem örugga mynt. Aðeins 5,9% kusu myntvafninginn evru sem örugga eða ákjósanlega mynt til starfseminnar. Um 60% þeirra trúa að vandamálin í Grikklandi muni smitast yfir til annarra evrulanda. Heil 15% trúa á að myntbandalagið leysist algerlega upp að fullu, núna.

Því trúi ég ekki, ég trúi að upplausnarferlið muni taka langan tíma. Á meðan á því stendur mun það eyðileggja hagvöxt og loka á fjárfestingar; svipað og að fá efnahaglega eyðni (AIDS). Hægfara kvalarfullt andlát. Ekkert getur bjargað myntbandalaginu, það er enginn efi í mínum huga lengur. Ef það verður reynt þá verður að fórna hagvexti og velmegun í staðinn. Það myndi þýða fátækt og uppreisn í endanum, í versta falli styrjöld á einn eða annan máta; WSJ | BW

Grikkir þurfa að fara fyrr á fætur 
 
Uppeldis fyrirlestrarnir eru byrjaðir. Samkvæmt Berlingske Tidende hefur þýska blaðið Bild birt opið bréf til forsætisráðherra Grikklands þar sem honum er bent á að Grikkir ættu að fara að hætti Þjóðverja; vakna fyrr á morgnana og taka upp þýskan vinnuaga. Mörg ráð eru Grikkjum gefin og taldar eru upp þær byrðar sem Þjóðverjar sjálfir þurfa að bera. Spennan eykst; Berlingske
 
Fyrri færsla
 
 

Að tryggja sig gegn hagsæld

 
Evrópa hefur ekki efni á að bjarga Grikklandi 
 
Þetta átti bara að verða örstutt vangavelta, en svo varð ekki. Það er hægt að tryggja sig gegn því að verða fyrir hagsæld. Auðveldasta leiðin til að komast hjá hagsæld í dag virðist vera sú að ganga bara beint í myntbandalag Evrópusambandsins. Þetta er lærdómurinn af málum myntbandalags Evrópusambandsins.

Fyrir nokkrum árum horfði ég á sænskan sjónvarpsþátt. Hann fjallaði um þann klofning sem varð í sænska samfélaginu þegar vindar jafnaðarmennsku blésu hvað harðast í því þjóðfélagi - og þegar sænskir jafnaðarmenn lögðu stóran hluta gamla bændasamfélags Svíþjóðar í rúst með nýjum áætlunarbúskap og nýju samfélagsskipulagi. Margir áttu um sárt að binda mjög lengi. Um 500 smábýli voru leyst upp á hverjum degi.

Rætt var við fyrrverandi nemendur í skóla nokkrum í einu af fátækari hverfum Stokkhólms. Þeir lýstu skólagöngu sinni á þessum tímum á átakanlegan hátt. Það sem skapaði samstöðu og samheldni meðal nemenda í skólanum var sú hefndarlega "samhygð" að sýna ekki betri árangur en sá lélegasti gat sýnt í bekknum. Þeir tóku sig af sínum á þennan hátt. Þarna datt mér eftirfarandi í hug: þetta er kjörin leið til að tryggja sig gegn hagsæld (e. hedge against prosperity). Síðan þetta var er Svíþjóð dálítið breytt. En margir þessara nemenda urðu þó neðanveltu í því sænska samfélagi sem varð seinna meir.

Í dag virðist svipað vera í gangi í myntbandalagi Evrópusambandsins. Þýskaland er skammað fyrir að vera samkeppnishæft. Skömm Þýskalands felst í því að Portúgal, Ítalía, Írland, Grikkland og Spánn eru orðin ósamkeppnishæf lönd innan þess myntbandalags sem þau eru í með Þýskalandi. Þetta, segja menn, gerðist vegna þess að Þýskaland lagði sig fram. Þetta gerðist líka vegna þess að þau lönd sem eru ekki eins og Þýskaland, gátu ekki lengur lagfært samkeppnisaðstöðu sína með því að breyta verðmiðanum á sjálfum sér. Breyta honum með gengisbreytingu á sinni eigin mynt, eins og þau svo oft gerðu áður en þau köstuðu gömlu myntinni fyrir borð. 

Þau hafa því  enga sjálfstæða mynt og ekkert gengi gagnvart Þýskalandi lengur. Svo aðstoðaði seðlabanki myntsvæðisins við að magna upp vandamálin með því að ausa peningum á neikvæðum raunstýrivöxtum yfir þau lönd sem pössuðu ekki við kjarnaverðbólguna í kjarnalöndum myntbandalagsins. Miklar bólur urðu til á vakt þessa seðlabanka Evrópusambandsins.

Það var þetta sem sölumenn myntbandalagsins sögðu okkur upphaflega að ætti að lagast með tilkomu þessa sameiginlega gjaldmiðils. Hann, nýi gjaldmiðillinn, átti að jafna út efnahagslegu ójafnvægi, innri spennu og mismun í samkeppnisaðstöðu á milli landanna. Þessi útgáfa af sannleiknaum gildir ekki lengur í ESB. Þar er allt á hvínandi hvolfi núna. Vandamálin geisa innbyrðis í myntbandalaginu eins og flugeldur í lokaðri tunnu. Mennirnir eru að verða sótsvartir ofaní tunnunni. Svartir af reiði. 

Tunnuverksmiðjan á Siglufirði brann þegar ég var polli, hún logaði í þrjá daga. Tunnur loga yfirleitt vel og lengi. Nægur var því tíminn til að ná góðri mynd. Því stærri verksmiðja, því lengur logar, nema náttúrlega ef um púðurtunnuverksmiðju sé að ræða. 

Í reiðinni og vandræðunum þeysast þessir menn nú um á sínum pennum og prikum og gleyma alveg öllu því sem þeir voru búnir að segja og skrifa undanfarin mörg ár. Nú er verið að reyna að finna smugu. Sama hversu lítil hún er, það vantar smá smugu til að svindla á öllu því sem þeir sögðu um forsendur þessa blessaða myntbandalags Evrópusambandsins. Þeir segja að þýska þjóðin skilji ekki vandamálin og sýni enga samúð. Þeir segja að Grikkland skilji heldur ekki neitt og geri of lítið sem aukið gæti skilning manna hinum megin í myntbandalaginu.

Við þurfum að leyfa Þjóðverjum að vera Þjóðverjar, Svíum að vera Svíar og Grikkjum að vera Grikkir. Það hentar öllum best. Það er óðs manns æði að ætla að reyna að breyta og mublera um á heimilum heilla þjóðfélaga: FT | FT
 
Að ganga ekki í takt

Að ganga ekki í takt
Konan mín sagði mér að það hefði komið heimspekingur í danska ríkissjónvarpið (já, ríkis). Hann var að gefa út bók. Hann sagði að Adolf Hitler hefði orðið mjög ánægður með samfélagið í dag. Hvað meinarðu?, spurði fréttamaðurinn vandræðalega. Jú hann vildi að við gengjum öll í takt. Lýðræðið væri sett til hliðar sagði heimspekingurinn Søren Gosvig Olesen. Í dag hlýða menn og gera eins og þeim er sagt. Til dæmis fer öll þjóðin eftir því sem heilbrigðisyfirvöld segja. Spinn doktorar stjórnvalda gegna hlutverki áróðursráðuneytis.

"Þetta er rétt hjá honum Gunni, enginn hefur lengur góðan rétt á að segja neitt sem brýtur í bága við pólitískan rétttrúnað í dag", bætti konan mín svo við. "Sjáðu bara umhverfismálið" sagði hún. Það er hið svo kallaða hlýnunarmál sem hún á við - og fjölmiðlana. "Hmm já, þetta er kannski rétt hjá honum," sagði ég við konuna mína. Svo labbaði ég burt. Á leiðinni að skrifborðinu datt mér í hug að vandamálið í myntbandalagi Evrópusambandsins núna væri það að Grikkland gengi ekki í takt - bara alls ekki í takt.
 
 
 
Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net
 
Fyrri færsla
 
 

Gjaldeyrishöft innleidd á evrusvæði

Þriðjungur allra fasteignalána í evrulandinu Austurríki eru í erlendri mynt. Mest í svissneskum frönkum eða japönskum jenum. Seðlabanki Austurríkis segir að almennir Austurríkismenn skuldi nú um 35 miljarða evrur í erlendum fasteigna- bíla- og spákaupmennskulánum.

Þessar lántökur fóru fram í gegnum austurríska bankakerfið á meðan gengi franka og jens gagnvart myntvafningnum evru var lágt á árunum fyrir hrunið 2008. Nú hefur gengi þessara erlendu gjaldmiðla hækkað mikið eða um 13% til 30% og fer hækkandi í takt við að myntvafningurinn evra fellur í gengi og myntbandalagið þar á bak við fer inn í sinn endanlega upplausnarfasa. Sá fasi getur orðið langur og strangur.

Það eru fjármálayfirvöld í Austurríki sem eru orðin hrædd. Þau ætla því að banna svona lán og loka fyrir aðgengi almennings að lánum í erlendri mynt. Aðeins ríkt og mikilvægt fólk mun fá að nota þessa þjónustu framvegis. Ef evran mun hrynja verulega hratt á næstu árum þá mun það hafa slæmar afleiðingar fyrir bankakerfið og lánþiggjendur þess í Austurríki.

Hypo Adria
Evrubankakerfi Austurríkis hefur átt erfiða daga og hafa tveir af sex kerfislega mikilvægum bönkum landsins þegar verið þjóðnýttir. Síðast var það Hypo Group Alpe Adria sem var þjóðnýttur þann 14. desember síðastliðinn. Þá þurfti Fransmaðurinn og seðlabankastjórinn Jean-Claude Vigilant Trichet að eyða helginni í Austurríki.

Þeir sem áttu þennan nú þjóðnýtta banka voru að mestu leyti þýskir þegnar og stjórnmálmenn sem stýra ennþá í Bayern Landesbank í Þýskalandi. BLB átti 67% í HGAA. Forstjóri Bayern Landesbank sagði af sér um leið.

Fyrri bankinn sem þjóðnýttur var í evrumyntvafnings landinu Austurríki hét Kommunalkredit Austria AG, sem þýðir eiginlega Bæjarútgerð Austurrísku Sveitafélaganna. Mikið af útlánum bankakerfis Austurríkis hefur farið til Austur-Evrópu og landa á Balkanskaga.

SNB
Svissneski seðlabankinn hefur verið að reyna að gera sitt besta til að halda gengi svissneska frankans niðri með aðgerðum á gjaldeyrismörkuðum. Hátt vanskilahlutfall lántakaenda í Austurríki, Austur-Evrópu og á Balkanskaga vegna gengisáhættu mun ekki gagnast svissneskum bönkum sérstaklega vel. Gert er ráð fyrir að reglur fjármálayfirvalda Austurríkis verði kynntar þann 22. mars næstkomandi og settar í framkvæmd án tafar.

Ef fjármálaeftirlit Íslands hefði haft augun framan á höfðinu hefði mátt sporna við miklum vandræðum á Íslandi. Svona augu framan á höfðinu virðast Þjóðverjar hafa haft því lítil sem engin lán eru þar tekin né veitt í myntum sem Þjóðverjar fá laun sín ekki greidd í. Bloomberg | FTD | WSJ
 
Meira um málefni ESB og Íslands hér í glugganum á tilveraniesb.net
 
Fyrri færsla
 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband