Leita í fréttum mbl.is

Imba Lances - hin framlengjandi

Hin framlengjandi kreppufyrirkomulög Evrópusambandsins
 
Fćđingar- og erfđagallar myntbandalags Evrópusambandsins. The Economist desember 1996
Myntbandalagiđ (EMU) kom vegna ţess ađ EMS/ERM I virkađi ekki. Ţađ hrundi áriđ 1992 í svarta september og gerđi George Soros ríkan. Ţá sáu menn ađ ţetta EMS virkađi ekki. EMS var oft kallađ e. The extended recession mechanism. Ţađ ţyrfti heila og áţreifanlega mynt í umferđ til ađ losna viđ ágallana.  

Svo kom myntin frćga. En ţá kemur ţetta nýja, já ţiđ vitiđ, - sjálft ójafnvćgiđ (e. imbalances). Og allt er uppí loft eina ferđina enn. Nú standa menn eiginlega ráđţrota. EMS'inn dugđi ekki og myntin dugar greinilega ekki heldur.
 
Nú hefur skyndilega komiđ í ljós ađ ţađ vantar einn sameiginlegan ríkissjóđ. Einn full hertan skattgreiđanda sem myntin frćga ţyrfti ađ komast í himneskt jarđsamband viđ. Skattgreiđanda sem dettur ekki í sundur. Sem raknar ekki upp eins og myntslangan EMS gerđi - og sem er ekki hćgt ađ fletta í sundur eins og um vafning vćri ađ rćđa (subprime skuldabréf eđa ţvílíkt).

"Hvađ er ţetta ţarna innan í myntinni ykkar? Er ţetta Grikkland, ţarna í geira 36 til 37 gráđur austur af miđju? Viđ höldum ađ Grikkland sé ađ fara á hausinn og ţađ muni tosa fleiri lönd međ sér í fallinu - og mest allt bankakerfi myntbandalagsins međ sér í leiđinni. Ţannig ađ viđ höldum ađ ţađ muni rakna ofan af myntvafningnum ykkar. Getiđ ţiđ ekki prjónađ eitthvađ betra en ţetta?" Fullt stopp. 
 
 
Fyrri fćrsla
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Er máliđ samt ekki ađ ţetta er ađ gerast hrađarn en nokkurn órađi fyrir ?

Haraldur Baldursson, 18.3.2010 kl. 13:00

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir Haraldur

Eins og hendi vćri veifađ er myntbandalagiđ komiđ í hrikalegar ógöngur. Erfitt er ađ sjá hvađ er ađ gerast. En ađ mínu mati er ekkert sem getur hindrađ upplausn myntbandalags Evrópusambandsins lengur. Ţetta er byrjađ. Er komiđ í gang. Hrađann og ađferđir er erfitt ađ spá um. En upp mun ţađ leysast. 

Kveđjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.3.2010 kl. 07:32

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ţegar mađur heyrir tilvitnanir eins og ţćr ađ frakkar meini ađ ţjóđverjar verđi ađ flytja minna út, ţá er ljóst ađ alvarlegir vírusar eru farnir ađ breiđa úr sér, ekki bara í Evru-samhengi.

Haraldur Baldursson, 19.3.2010 kl. 10:34

4 identicon

Góđan dag

Ég held ađ ţetta evruvesen hljóti ađ sýna ađ ţađ er vonlaust ađ vera međ sameiginlega mynt á stóru svćđi, ef ţađ er ekki eitt ríkisvald á bakviđ sem jafnar kjör og deilir almennilega á milli svćđa (eđa deilir ekki og ákveđur ţannig ađ fćkka fólki á kreppusvćđum).  Ađ láta sér detta í hug ađ skuldsetja ţjóđir sem lausn á efnahagsvanda er bull.  Ţađ sem er hćgt ađ gera er ađ styrkja atvinnulífiđ á svćđinu međ framlögum og freista ţess ađ ná ţví upp.  Svćđiđ getur líka haldiđ í sjálfstćđi sitt međ mynt og öllu saman og látiđ gengiđ sjá um ađ gera ţađ samkeppnishćft á nýjan leik.  Vel síđari kostinn.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráđ) 20.3.2010 kl. 15:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband