Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst. Vinstri grænir víti vil varnaðar.

Það er ánægjulegt að fylgi Sjálfstæðisflokksins skuli hafa aukist við það að grasrót flokksins bankaði fast og örugglega á hurðirnar í turninum - og minnti yfirstjórn flokksins rækilega á stefnuskránna: fullveldi og sjálfstæði Íslands er ekki til sölu. Þetta var og er ákaflega ánægjulegt. 

Ísland rennur ekki inn í evrópska svartholið ef Sjálfstæðisflokkurinn fær að ráða. Umsókn Íslands inn í svartholið á tafarlaust að draga til baka. Það umboð er byggt á svikum. Það er algerlega í andstöðu við þorra þjóðarinnar og því miður afar illa fengið.

En hér sendi ég þó eina þunga aðvörun til stjórnar Sjálfstæðisflokksins. Látið ykkur ekki dreyma um að feta í fótspor Vinstri grænna sem loðmyntuðust með fúna fætur inn í stjórnarmyndun sem skóf af þeim holdið og stubbaði kyndilljós flokksins í þjóðslökkvivökva Samfylkingarinnar. Tómið og náttmyrkrið eitt hvílir nú á herðum vonsvikinna kjósenda Vinstri grænna, sem skutu sig sjálfa óafvitandi í báða fætur. Meira að segja andstæðingar þess flokks eru enn gapandi því þetta er svo svæsið. 

Það var því ekki vanþörf á að grípa í axlir og hrista rækilega til að tryggja að svona svikráð festu sig ekki í sessi í íslenskum stjórnmálum. Vinstri grænir urðu biturt víti til varnaðar öðrum flokkum. Þeir eru búnir að vera.
 
  


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskur almenningur Evrópusambandsins sem skilur ekki neitt

Fæðingar- og erfðagallar myntbandalags Evrópusambandsins. The Economist desember 1996
Samkvæmt könnun Eurobarometer telja 54 af hverjum 100 Spánverjum að Spánn hefði getað brugðist sterkara við hörmungum efnahags- og fjármálakreppunnar ef landið hefði haft sína eigin gömlu peseta mynt ennþá - og því komið betur út úr kreppunni. Á Spáni ríkir neyðarástand í atvinnumálum. Tæplega 20 prósent Spánverja eru atvinnulausir eða 19,9 prósent. Hjá ungu fólki undir 25 ára aldri ríkir 40,5 prósent atvinnuleysi. Bankakerfi landsins riðar til falls og útlán til fyrirtækja og heimila eru í járnum. Flest er á hausnum á Spáni. 

Ég skil þetta ekki. Spánn er með evrumyntina frægu svo þeir ættu jú flestir að vera hamingjusamir í stanslausum innkaupaferðum erlendis, ásamt Grikkjum, með fulla vasa af evruseðlum. Það er jú það sem Evrópusambandssinnar á Íslandi hafa sagt okkur að muni sjálfkrafa gerast. 

Nýlega hvatti fjármálaráðherra landsins hins vegar (og allra peseta) til að menn hættu áskriftum á erlendum dagblöðum um t.d. fjármál og viðskipti. Að Spánverjar ættu í staðinn frekar að kaupa spænsk viðskiptadagblöð. Það væri hvort sem er flest þvættingur sem stæði þessum erlendu blöðum um efnahag Spánar. Svo myndi þetta líka bæta hið hörmulega atvinnuástand á Spáni. 

Viðbrögð yfirmanna Evrópusambandsins á Spáni við þessari skoðun þjóðarinnar eru þau að þeir sögðu að almenningur á Spáni "skildi ekki" kosti evrunnar. Skildi ekki kostina væni minn.  

Raun-stýrivexti á Írlandi 1999-2009. Í stórum dráttum
Auðvitað skilja Spánverjar ekki kostina við að raunstýrivextir evru á Spáni hafa næstum aldrei verið í neinu samhengi við verðbólgu í landinu frá því að hún var tekin upp. Hver ætti svo sem að skilja svona geðbilaða peningastefnu með neikvæðum raunstýrivöxtum? Ekki ég. En einmitt þessi sjúka peningastefna seðlabanka Evrópusambandsins hefur sprengt efnahag Spánar, Írlands og Grikklands í tætlur.  

Þetta sem yfirmenn ESB á Spáni sögðu um heimsku spænsku þjóðarinnar kemur einnig innilega illa heim og saman við það sem sjálfur hinn ókjörni forseti Evrópusambandsins sagði. Hann sagði að myntin evra hefði virkað eins og svefnpilla á lönd sambandsins. Hann sagði líka að almenningi hefði alls ekki verið gerð grein fyrir neinu í sambandi við myntina. 

Það skyldi þó ekki vera þannig að evrunni hafi verðið logið upp á lönd Evrópusambandsins? En það er nú sem vandræðin hefjast fyrir alvöru. Það er nefnilega engin leið út úr þessum lygavef Brusselmanna aftur. Mynt er órjúfanlegur hluti af sjálfsæði þjóða. Ef eigin mynt landa er kastað fyrir róða þá glatast stór hluti sjálfstæðisins. Spánn getur ekkert annað gert en að stikna áfram í evrum á steikarpönnu Evrópusambandsins. Það er heldur engin leið til að losna við hvorki forseta Evrópusambandsins né neina yfirmenn þess. Þeir eru hafnir yfir öll lög og allan rétt alls staðar í hinu stóra embættismanaheimsveldi Evrópu: La Vanguardia | Open Europe: Peseta dreams and euro nightmares
 
Tengt frá 6. júní 2010: Evrunni var logið inn á almenning í Evrópu.  
 
 

Einu sinni var það gæsagangur, en nú er það fíflagangur

Molbúasyrpa Samfylkingarinnar spilar sig vel

Fyrst var það evrópski stofugangurinn í Gúlag og kjallarakerfi Dzerzhinsky við torgið fræga. Svo kom gæsagangurinn í hjarta Evrópu. En nú þrammar höfuðlaust ESB í nýjum fíflagangi sem fær sanna Evrópusinna til að tárast á ný. Alltaf skulu fæðast nýjar vörur á hryllingsverkstæði Evrópu. Ný kerfi væni minn. 

Allt í sambandi við þetta ESB-einkamál Samfylkingarinnar er ein, tví- og allsber fíflagangur. Það gerðist líka í gær að prestur einn á blog.is sagði að Ísland ætti heima í ESB. Þetta er illgjörn fullyrðing. Engin þjóð á skilið að eiga heima í ESB. Og enginn á raunverulega heima í ESB nema Þjóðverjar og Frakkar.
 
Kratakomban ESB er geðlyf þessara tveggja krónísku vandræðagemlinga Evrópu. Enginn veit ennþá hvort lyfin muni virka þegar til geðkasta þeirra kemur á ný. Síðasta geðkast var hryllilegt og mun líklega endurtaka sig í nýrri mynd þegar afurðir Evrópusambandsins fara að springa innvortis í hinu nýja himnaríki embættismannaheimsveldis Evrópu. Elítuveldi Evrópusambandsins. Hinni nýju Evrópu væni minn.  

Ísland er svo óskaplega og fágætilega lánsamt að þurfa ekki að þramma stofugang með þýsk/franskar hækjur á fíflagangi doktors Össurar Ötkers Skarphéðinssonar á einkasjúkrahúsi Samfylkingarinnar.
 
Einkasjúkrahús þetta er staðsett í Brussel í Belgíu og er öskuhaugur og endastöð stjórnmálamanna Evrópu. Hin fullkomna lausn. Þar rotna þeir í getuleysi á kostnað skattgreiðenda sem eru að verða brjálaðir á massífu 30 ára atvinnuleysi í ESB og ömurlegum framtíðarhorfum hinnar deyjandi Evrópu.
 
Nú segir þessi ESB-elíta að tíminn fyrir Evrópu sé afar naumur. Alveg bráðnauðsynlega þurfi allt í einu allt að renna saman í eitt nýtt stórríki ef allt á ekki að fara úr takti við fíflaganginn sem er að verða sjálfkeyrandi í Evrópu, en sem er í algerri óþökk þegnana. Einkennin eru að byrja brjótast út. Mikið er búið að vera í gerjun og mjög lengi. 

Íslenska þjóðin neitar að borga lengur fyrir fíflagang Samfylkingarinnar. Nóg er komið. Lokum sérdeild Össurar. 
 

Frétt Morgunblaðsins; Jón vill hætta viðræðum 

Hvað fékk Vinstri græna til að setja land okkar og þjóð í sölumeðferð til útlendinga?

Af hverju? 
 
Hvað olli því að flestir þingmenn og allur formaður Vinstri grænna gengu hver eftir annan upp í ræðustól á Alþingi Íslands til að tilkynna þjóðinni að nú ætti að hefja sölu á Íslandi og íslensku þjóðinni til embættismanna í Brussel, fyrir minna en ekki neitt? Hvað olli þessu? 

Hvað er það sem varð þess valdandi að flestir þingmenn Vinstri grænna og sérstaklega formaður Vinstri grænna gengu svona ruddalega og ósvífnilega á bak allra orða sinna um sjálfstæði og fullveldi Íslands? 

Hvað fékk Vinstri græna til að svíkja flest það sem þeir höfðu lofað kjósendum sínum í Alþingiskosningum?

Svarið við þessu þrennu er þetta:
 
Pólitísk græðgi. Ekkert annað en pólitísk græðgi fékk Vinstri græna til að svíkja á svipstundu allt sem þeir höfðu sagt okkur öllum í mörg mörg ár. Að þeirra mati er pólitísk græðgi göfugari en efnahagsleg græðgi. Þarna sannast vel að hjá veiku fólki er allt til sölu ef um persónulegan ávinning er að ræða og ef verðið er rétt. 
 
En sumir þingmenn VG stóðu þó fast við sannfæringu sína og létu ekki undan eins og allir hinir þingmenn VG hafa látið undan í næstum öllum prinsippmálum flokksins. Þeim, hinum fáu, staðföstu og hugrökku, ber að hrósa og restinni að blóta
 
Fyrri færsla
 

Leiðrétting: hrun evru-landsframleiðslu Finnlands í fyrra varð ekki 7,8% heldur varð hrunið heil 8%

Hið stóra 2009 hrun hagkerfis Finnlands undir evru og ESB.

Paradís fyrstu kynslóðar áætlunarhagkerfis Evrópu
Hin svo kallaða "finnska leið", eins og erlendir sem íslenskir blómaskreytingamenn Evrópusambandsins hafa kynnt hana á Íslandi, reyndist Finnum verri en nokkurn hafði órað fyrir. Finnland var um stund - ásamt Írlandi - kynnt á plakötum og skiltum seðlabanka Evrópusambandsins eins og undraverk á borð við Úkraínu var kynnt á póstkotum Intourist ferðaskrifstofu Sovétríkjanna. Einnig þá stóðu Aglir Helgasynir og álíka einfeldningar síðustu aldar og dáðust að skiltum og tímaritum þessum um undaverkin í litum og oft á rándýrum glanspappír. Kökuboðin breyttust því miður oft í trúarsamkomur fyrir tilstilli einfeldninganna. Þessa menn langar aftur í kökuboðin. Þeir hafa það of gott núna.   

Mynt Finnlands heitir evra og hefur engin önnur mynt reynst landinu svona hörmulega illa. Á síðasta ári hrundi því landsframleiðsla Finnlands um heil 8 prósent, samkvæmt endurskoðuðum tölum finnsku hagstofunnar. Þetta er enn verra en flestir gerðu ráð fyrir og mun verra en hrunið sem varð í landsframleiðslu Íslands sökum bankahrunsins í vanræksluvörslu Fjármálaeftirlits Íslands undir stjórn Samfylkingarinnar. Það ríkir ennþá samdráttur í landsframleiðslu Finnlands. Bæði ef mælt er á milli ársfjórðunga og miðað við sama fjórðung í fyrra.   

Uppá brúsapallinn sprettur því finnska evruhagkerfið sem efnahagsleg undanrenna ESB. Rjómanum í samfélaginu hefur verið þeytt frá. Finnska hagkerfið er rekið áfram með svo gott sem gagnslausum myntvafningi sem heldur hagkerfi Finnlands í járngreipum sem Finnar hafa alls enga stjórn á. Myntinni og peningamálum Finna er stjórnað af Þjóðverjum og Frökkum í Frankfurt og Brussel án nokkurs tillits til þarfa finnska hagkerfisins. Enda er það yfirlýstur vilji ókjörinna yfirmanna Evrópusambandsins að eyða sjálfstæðum hagkerfum og efnahagstjórn í öllum löndum Evrópusambandsins. Útflutningur Finnlands fór í klessu, innflutningur sömu leið og tekjur ríkisins stórféllu. Atvinnuleysi er að nálgast 9 prósent og hefur það verið krónískt hátt allan tímann sem landið hefur verið í ESB. Þetta er næstum algild regla fyrir öll lönd sem ganga í ESB. Eftir 29 ár í ESB verður Finnland líklega Grikkland norðursins.  

Þegar síðasta bankakreppa skall á Finnlandi árið 1991, féll landsframleiðsla Finnlands um 6 prósent það árið. Þetta varð svona slæmt því samtímis féll fyrsta kynslóð evrópskra áætlunarhagkerfa saman og ofan á alla þegnana í Sovétríkjunum nema elítuna, allar nýlendur þeirra og svo einnig ofan á Finnland, því Finnar áttu mikil viðskipti við Sovétríkin sem þeir stóðu í skugganum af. 

Árið 2009 endurtekur sagan sig. En nú bara sem enn verri, svæsnari en áður og svo að segja án íhlutunar Finna sjálfra. Það sem gerðist var að nýjasta kynslóð evrópskra áætlunarhagkerfa, Evrópusambandið sjálft, banka og myntkerfi þess, sýndi sig verandi verra og gagnslausara en ekki neitt. Evrópusambandið reyndist Finnum ennþá verra en vanræksluvarsla Fjármálaeftirlits Íslands varð undir stjórn Samfylkingarinnar á Íslandi. 

Hér ber að nefna að eini kosturinn við Samfylkinguna á meðan við erum ekki í ESB, er sá, að hægt er að losna alveg við hana á í mesta lagi fjórum árum í Alþingiskosningum sem haldnar eru á Íslandi fjórða hvert árið. Finnar geta hins vegar aldrei losnað úr Evrópusambandinu. Enginn getur losnað úr Evrópusambandinu ef einu sinni er gengið inn í það. Að ganga í Evrópusambandið er eins og að ganga í Samfylkinguna að eilífu. Aldrei er hægt að strjúka um frjálst höfuð aftur. Það er þetta sem er í "boðinu". Það er þetta sem er í "pakkanum". Samfylkingin er því að flýta sér mjög hratt núna og Vinstri grænir eru notaðir sem prímus, mótor og grænir rómenn af bæði fávisku og ógleði. 

En það sem verra varð, er það að Finnland gat ekki aðhafst neitt sér til sjálfshjálpar eins og áður. Þeir eru jú fastir í myntinni ógurlegu og fastir í Evrópusambandinu ömurlega. Þess vegna reyndist árið 2009 það langsamlega versta í hagsögu Finnlands frá árinu 1918. Myntin gagnslausa og Evrópusambandsaðildin sáu fyrir því. 

Svona mun velmegun og sjálfsbjargarviðleitni Finnlands fara því Finnland er fast í kökuboðinu. Eyðni fullveldis og lýðræðis mun smá saman gera útaf við Finnska samfélagið. Það mun því verða fátækt í framtíðinni og bíða sömu örlaga eins og hinna jaðarríkjanna sem álpuðust í hræðslukasti inn í nýjan evrópskan áætlunarbúskap sem nú heitir Evrópusambandið. Og sem er fullkomlega andlýðræðislegt fyrirbæri eins og Sovétríkin voru alltaf og alveg eins og Evrópusambandið hefur verið og verður alltaf. Því ber að farga og eyða áður en það sjálft eyðir gömlu Evrópu á ný.
 
Alltaf er best að halda sig frá svona evrópskum ömurleikakerfum. Best er að halda fast við fullveldið og sjálfstæðið. Það kostar oft líf þjóða að glata þessum tveim dýrgripum.
 
 

Hvernig líkar ykkur pólitísk græðgi Vinstri grænna og pólitískt vændi Samfylkingar?

Skyldi einhver efast lengur um að pólitísk græðgi spilli stjórnmálamönnum? Horfið bara smá stund á Vinstri græna sem strax urðu pólitískri græðgi að bráð í versta Kremlar og Brussel anda. Allt þeirra borðsilfur fór á brunaútsölu samstundis og formaður flokksins settist að réttunum. Hann hefur nú selt allar sálir. 

Horfið svo á Samfylkinguna. Ef pólitískt vændi væri bannað þá sætu þeir ævilangt í steininum fyrir að reka hóruhús samkvæmt stóriðjuuppskrift.

Gott var að Sjálfstæðisflokkurinn sá loksins að sér í mikilvægasta og heilagasta máli lands okkar; fullveldi og sjálfstæði Íslands verður ekki selt til Evrópusambandsins fyrir einn sjúss í stólnum ef þeir fá að ráða. Loksins kom fram flokkur sem ætlar að reyna að koma í veg fyrir að Ísland verði pólitískri græðgi Vinstri grænna og Samfylkingarinnar algerlega að bráð.

Nú þurfa VG og S að sjá að sér líka. Tíminn er kominn til þess. Þolinmæði okkar er ekki lengri. Nóg er komið. Drífið ykkur.  

Þetta myndskeið segir og minnir okkur á margt.


Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband