Leita í fréttum mbl.is

Ađ tryggja sig gegn hagsćld

 
Evrópa hefur ekki efni á ađ bjarga Grikklandi 
 
Ţetta átti bara ađ verđa örstutt vangavelta, en svo varđ ekki. Ţađ er hćgt ađ tryggja sig gegn ţví ađ verđa fyrir hagsćld. Auđveldasta leiđin til ađ komast hjá hagsćld í dag virđist vera sú ađ ganga bara beint í myntbandalag Evrópusambandsins. Ţetta er lćrdómurinn af málum myntbandalags Evrópusambandsins.

Fyrir nokkrum árum horfđi ég á sćnskan sjónvarpsţátt. Hann fjallađi um ţann klofning sem varđ í sćnska samfélaginu ţegar vindar jafnađarmennsku blésu hvađ harđast í ţví ţjóđfélagi - og ţegar sćnskir jafnađarmenn lögđu stóran hluta gamla bćndasamfélags Svíţjóđar í rúst međ nýjum áćtlunarbúskap og nýju samfélagsskipulagi. Margir áttu um sárt ađ binda mjög lengi. Um 500 smábýli voru leyst upp á hverjum degi.

Rćtt var viđ fyrrverandi nemendur í skóla nokkrum í einu af fátćkari hverfum Stokkhólms. Ţeir lýstu skólagöngu sinni á ţessum tímum á átakanlegan hátt. Ţađ sem skapađi samstöđu og samheldni međal nemenda í skólanum var sú hefndarlega "samhygđ" ađ sýna ekki betri árangur en sá lélegasti gat sýnt í bekknum. Ţeir tóku sig af sínum á ţennan hátt. Ţarna datt mér eftirfarandi í hug: ţetta er kjörin leiđ til ađ tryggja sig gegn hagsćld (e. hedge against prosperity). Síđan ţetta var er Svíţjóđ dálítiđ breytt. En margir ţessara nemenda urđu ţó neđanveltu í ţví sćnska samfélagi sem varđ seinna meir.

Í dag virđist svipađ vera í gangi í myntbandalagi Evrópusambandsins. Ţýskaland er skammađ fyrir ađ vera samkeppnishćft. Skömm Ţýskalands felst í ţví ađ Portúgal, Ítalía, Írland, Grikkland og Spánn eru orđin ósamkeppnishćf lönd innan ţess myntbandalags sem ţau eru í međ Ţýskalandi. Ţetta, segja menn, gerđist vegna ţess ađ Ţýskaland lagđi sig fram. Ţetta gerđist líka vegna ţess ađ ţau lönd sem eru ekki eins og Ţýskaland, gátu ekki lengur lagfćrt samkeppnisađstöđu sína međ ţví ađ breyta verđmiđanum á sjálfum sér. Breyta honum međ gengisbreytingu á sinni eigin mynt, eins og ţau svo oft gerđu áđur en ţau köstuđu gömlu myntinni fyrir borđ. 

Ţau hafa ţví  enga sjálfstćđa mynt og ekkert gengi gagnvart Ţýskalandi lengur. Svo ađstođađi seđlabanki myntsvćđisins viđ ađ magna upp vandamálin međ ţví ađ ausa peningum á neikvćđum raunstýrivöxtum yfir ţau lönd sem pössuđu ekki viđ kjarnaverđbólguna í kjarnalöndum myntbandalagsins. Miklar bólur urđu til á vakt ţessa seđlabanka Evrópusambandsins.

Ţađ var ţetta sem sölumenn myntbandalagsins sögđu okkur upphaflega ađ ćtti ađ lagast međ tilkomu ţessa sameiginlega gjaldmiđils. Hann, nýi gjaldmiđillinn, átti ađ jafna út efnahagslegu ójafnvćgi, innri spennu og mismun í samkeppnisađstöđu á milli landanna. Ţessi útgáfa af sannleiknaum gildir ekki lengur í ESB. Ţar er allt á hvínandi hvolfi núna. Vandamálin geisa innbyrđis í myntbandalaginu eins og flugeldur í lokađri tunnu. Mennirnir eru ađ verđa sótsvartir ofaní tunnunni. Svartir af reiđi. 

Tunnuverksmiđjan á Siglufirđi brann ţegar ég var polli, hún logađi í ţrjá daga. Tunnur loga yfirleitt vel og lengi. Nćgur var ţví tíminn til ađ ná góđri mynd. Ţví stćrri verksmiđja, ţví lengur logar, nema náttúrlega ef um púđurtunnuverksmiđju sé ađ rćđa. 

Í reiđinni og vandrćđunum ţeysast ţessir menn nú um á sínum pennum og prikum og gleyma alveg öllu ţví sem ţeir voru búnir ađ segja og skrifa undanfarin mörg ár. Nú er veriđ ađ reyna ađ finna smugu. Sama hversu lítil hún er, ţađ vantar smá smugu til ađ svindla á öllu ţví sem ţeir sögđu um forsendur ţessa blessađa myntbandalags Evrópusambandsins. Ţeir segja ađ ţýska ţjóđin skilji ekki vandamálin og sýni enga samúđ. Ţeir segja ađ Grikkland skilji heldur ekki neitt og geri of lítiđ sem aukiđ gćti skilning manna hinum megin í myntbandalaginu.

Viđ ţurfum ađ leyfa Ţjóđverjum ađ vera Ţjóđverjar, Svíum ađ vera Svíar og Grikkjum ađ vera Grikkir. Ţađ hentar öllum best. Ţađ er óđs manns ćđi ađ ćtla ađ reyna ađ breyta og mublera um á heimilum heilla ţjóđfélaga: FT | FT
 
Ađ ganga ekki í takt

Ađ ganga ekki í takt
Konan mín sagđi mér ađ ţađ hefđi komiđ heimspekingur í danska ríkissjónvarpiđ (já, ríkis). Hann var ađ gefa út bók. Hann sagđi ađ Adolf Hitler hefđi orđiđ mjög ánćgđur međ samfélagiđ í dag. Hvađ meinarđu?, spurđi fréttamađurinn vandrćđalega. Jú hann vildi ađ viđ gengjum öll í takt. Lýđrćđiđ vćri sett til hliđar sagđi heimspekingurinn Sřren Gosvig Olesen. Í dag hlýđa menn og gera eins og ţeim er sagt. Til dćmis fer öll ţjóđin eftir ţví sem heilbrigđisyfirvöld segja. Spinn doktorar stjórnvalda gegna hlutverki áróđursráđuneytis.

"Ţetta er rétt hjá honum Gunni, enginn hefur lengur góđan rétt á ađ segja neitt sem brýtur í bága viđ pólitískan rétttrúnađ í dag", bćtti konan mín svo viđ. "Sjáđu bara umhverfismáliđ" sagđi hún. Ţađ er hiđ svo kallađa hlýnunarmál sem hún á viđ - og fjölmiđlana. "Hmm já, ţetta er kannski rétt hjá honum," sagđi ég viđ konuna mína. Svo labbađi ég burt. Á leiđinni ađ skrifborđinu datt mér í hug ađ vandamáliđ í myntbandalagi Evrópusambandsins núna vćri ţađ ađ Grikkland gengi ekki í takt - bara alls ekki í takt.
 
 
 
Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net
 
Fyrri fćrsla
 
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

ţetta er alveg rétt....og eiginlega ekkert meir um ţađ ađ segja

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráđ) 11.3.2010 kl. 20:44

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir Anna 

Kveđjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2010 kl. 12:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband