Leita í fréttum mbl.is

Lenín verđbólga

 Vladimir Lenin sagđi -

"besta leiđin til ađ henda samfélagi eđa samfélagsskipan úr stólnum, er ađ pilla viđ gjaldeyri ţess. Ţví ţá mun manni takast ađ grafa undan trú flestra á valdhöfum og á sitjandi samfélagsskipan. Ţá mun manni jafnvel takast ađ grafa undan trú harđsvíruđustu kapítalista á markađssamfélagi sínu". Ţegar verđgildi og eignir flytjast til á tilviljunarkenndan hátt, og ţar sem allir eru Birnir og Bearish, jafnvel án ţess ađ vita af ţví. Allir verđa spekúlantar án ţess ađ vita af ţví. Og ţeir munu alltaf spekúlera á móti markađinum, á móti ţeim sem eiga verđmćtin. Bjarnaröld ríkir. Ísar og ísbirnir koma.  

 

Spurningin er ţví - hvađ munu Lettar, Litháar, Búlgarar og Eistlendingar gera núna? Hvađ munu ţeir gera samkvćmt verđbólgutölunum hér ađ neđan? Munu óánćgđir borgarar ţessara landa krefjast ađ löndin ţeirra gangi úr ţessu bandalagi eđa í hitt bandalagiđ, eđa ađ ţađ komi ný bylting? Munu ţeir hlaupa heim til mömmu sem passar gjaldmiđil ţess og deilir gćđunum réttlátlega á milli "allra" ţegna, alveg jafnt? Alveg allra? Alveg. Munu ţeir hlaupa heim til Rússlands ?  Svariđ er nei. Ţeir munu ekki hlaupa heim til mömmu ţví mamma er dáin. En heyrđu, úr hverju dó hún?  Láttu ekki svona, ekki koma međ svona bjánalegar spurningar Gunnar.

 

En biddu nú hćgur, hmm. Eru ţeir ekki nú ţegar heima hjá mömmu? Heima hjá ESB? Nei ţeir eru ekki heima hjá mömmu. Ţeir hanga einungis í pilsfaldinum ennţá og bíđa eftir ađ komast alveg heim til mömmu. En áttu ţeir um eitthvađ betra ađ velja ţegar ţeir fóru af stađ? Eđa voru ţeir ađ flýta sér burt frá einverjum öđrum vandamálum? Já sennilega.  

 

En 

Var ţađ ţetta sem skeđi hjá frćndum vorum góđum? Var ţađ ţetta sem skeđi hjá Svíum á ţví herrans ári 1992? Var ţađ ţetta sem fyrir alvöru  sjanghćađi Svíum inn í ESB? En á ţví ári skeđi ţetta:

 

  • 10 janúar - fjárlög Svíţjóđar kynnt og reynast vera međ  71 SEK milljarđa halla
  • 26. ágúst - sćnski seđlabankinn hćkkar stýrivexti í 16 prósent
  • 8. september - sćnski seđlabankinn hćkkar stýrivexti í 24 prósent 
  • 9. september - sćnski seđlabankinn hćkkar stýrivexti í 75 prósent
  • 16. september - sćnski seđlabankinn hćkkar stýrivexti í 500 prósent
  • 23. september - sćnska ríkisstjórnin gefur út ábyrgđ fyrir alla banka í landinu, "enginn banki má verđa gjaldţrota"
  • 30. september - enn einn áfallapakkinn frá ríkisstjórninni kynntur
  • 19 nóvember - klukkan 14.28 er einhliđa fastgengi sćnsku krónunnar gagnvart EMS-gjaldeyrisbandalagi EB lagt niđur, og á augnabliki fellur sćnska krónan 10 prósent. Síđan ţá hefur sćnska krónan aldrei náđ sér alveg.     

Leiddi ţetta af sér ađ Svíar urđu hrćddir og gengu í ESB? Gjaldeyrisbindinguna hafa ţeir aldrei ţorađ ađ taka upp aftur. En ţađ var risastór og illa rekinn ríkiskassi međ hrćđilega stórum opinberum velferđarkassa sem gat ekki fjármagnađ sig lengur sem loks skar undan Svíum. 

Mun fara eins fyrir ESB ? Munu birnirnir koma og éta mömmu ?

 


Athugasemdir

1 identicon

Heill og sćll frćndi góđur. Gaman ađ les pistlana ţína.
Af ţví ađ ţú nefnir til Lenín ţá er ađferđ han margsönnuđ. Ţetta hefur veriđ helsta leiđ Bandaríkjanna gagnvart löndum S-Ameríku. Ţetta var og er leiđ Nýnýlendustefnu gagnvart nýfrjálsum löndum ţegar ţau hafa reynt ađ koma sér á kreik.
Svo er ţađ ESB. ESB er ekki fullkomiđ og á margan hátt frekar vanskapađ. Ţađ er skrifrćđisbákn og fáránlegar reglur (líkist helst skrifrćđinu í Sovét forđum) og ţađ er greinileg viđleitni til samrćmingar á pólitík landanna, m.a. til ţess ađ ţau vinni saman en ekki hvert gegn öđru.
Ţér finnst stađa Danmerkur í ESB ekki upp á marga fiska. Ţú nefnir m.a. hćkkandi verđlag. Varla eru verđhćkkanir síđustu mánađa í Danmörku afleiđing 35 ára ađildar ađ ESB? Ég myndi heldur skođa hvernig dönum hefur tekist ađ halda á auđi sínum ţessi árin. Ţjóđarauđur dana er meiri en norđmanna, ađ olíunni međtalinni. Munurinn liggur í mannauđi, danir eru einfaldlega betur menntađir og uppskera meira en norđmenn. Ávöxtun ţessa sést m.a. í ađ viđvarandi atvinnuleysi áratugum saman (fyrir og efir ađild ađ ESB) er nú minna vandamál eđa ekki vandamál.
Ţú nefnir Svíţjóđ og ţann möguleika ađ svíar hafi veriđ hrćddir til ţess ađ gang í ESB međ ţví ađ pólitískir ráđamenn hafi skapađ óviđunandi efnahagsástand. Ţađ er sjálfsagt rétt ađ pólitíkusar skópu óviđunandi ástand, ţ.e. sćnska velferđakerfiđ var vaxiđ öllum yfir höfuđ og ţađ var ekki lengur efnahagslegur fótur fyrir ţví ađ halda áfram. Ţađ voru svo sósíaldemokratar sem undu ofan af ţessu (ég segi sem betur fer, hinir hefđu rústađ ţví alveg). Í dag sćkja margir á ný til Svíţjóđar um fyrirmynd ađ velferđarerfi sem um leiđ er á heimstoppi í framlegđ. Dćmiđ um Svíţjóđ er gott dćmi um ađ land sem á í efnahagsöđruleikum getur bćđi sótt um og orđiđ ađili ađ ESB án ţess ađ bíđa skađa af.
Varđandi Ísland og ađild ađ ESB ţarf bara ađ svara einni spurningu. Hver á ađ ađ hafa forrćđi yfir náttúsuauđlindum á Íslandi, sérstaklaga fiskimiđum. Fćrist forrćđiđ alfariđ til ESB er kosturinn viđ ađild slćmur. Haldi íslendingar forrćđinu telja kostirnir viđ ađild miklu meira. Og ađ síđustu Gunnar, er enginn munur á ađ reka fyrirtćki í ESB og EES. Allur sá kafli er sambćrilegur, bara mismunandi eftirlitsstofnanir og dómstólar. Bless.

Albert Einarsson (IP-tala skráđ) 21.5.2008 kl. 07:54

2 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Komdu blessađur Gunnar,  gaman ađ rekast á ţig ţarna skćlbrosandi á bloggsíđunni.

Ţú ert ekkert smá málefnalegur í ţessum fćrslum....ţađ hálfa vćri nóg HaHa !!

Eftir ađ hafa lesiđ yfir listann um bćkur á náttborđinu hjá ţér varđ mér litiđ yfir á náttborđiđ hjá mér....HaHa!!

Stephen King: The Dead Zone

Sophie Kinsella: Shopaholic & Sister

Ken Follett: The Pillars of The Earth

Ein spurning...hvađ lestu ţér til skemmtunnar ?

Ég er nú ekkert í blogginu en ţađ er oft gaman ađ sjá hvađ landanum liggur á hjarta.

Ţví miđur virđist sem fjármálageirinn hér sé ađ hallast ađ ESB ađild....ég kvíđi ţeim degi ef af verđur, er algerlega mótfallin ESB....allt of mikil miđstýring og hún er aldrei til góđs.

Ţađ vćri kannski ekkert verra og jafnvel betra fyrir okkar fyrirtćki ţar sem öll starfsemi hjá okkur fer fram erlendis og allt fjármagn sem inn kemur er í evrum....en mér dettur ekki einu sinni í hug ađ kanna máliđ !!

Jćja, hvađ um allt ţađ...ég er enginn sérfrćđingur.

Hilsen

Anna Grétars.

Anna Grétarsdóttir, 21.5.2008 kl. 11:17

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sćll kćri frćndi :)

Sumu svara ég ţér í nýjum pistli sem ber yfirskriftina "Koss mömmu"

Vera Dana í ESB hefur lítiđ hjálpađ hvađ varđar matarverđbólgu. Danir framleiđa mat til útsflutnings og eru ţví ađ missa samkeppnishćfni viđ önnur lönd ESB.

En stađa Danmörku í dag er sú ađ raunverulegt atvinnuleysi er hćrra en 12%. Ţađ eru 800.000 manns á framfćrslu ríkis og bćja (sem er 20% kjósenda - námsmenn, efturlauna og ellilífeyrisţegar hér undanskildir). 25% af ţjóđinni eru opinberir starfsmenn. Ţegar allt er taliđ saman ţá fá um 75% af öllum kjósendum sitt viđurvćri ađ hluta til eđa ađ fullu úr hinum opinbera kassa. Allir vita ađ í svona umhverfi geta aldrei orđiđ neinar pólitískar breytingar ţví enginn kýs undan sér annann fótinn sem jú er deponerađur í ríkiskassann. Virkt lýđrćđi er í raun horfiđ og gömlu ţjóđkirkjunni hefur í raun veriđ skipt út međ kirkju ríkiskassans - trúnni á Ríkiskassann og á Ríkiđ. Hvorki meira né minna. Ađgerđaleysi sest ađ og athafnamenn, sem eru undirstađa velmegunar, eru lagstir fyrir inni í svefnámunni ţarna innaf afgreiđslulúgunni hjá félagsmálaráđherra og kommissörum ESB.

Svíţjóđ er engin undantekning hér. Ţó svo ađ viđ myndum frysta hagkerfi Bandaríkjanna á hagtölum ársins 2002 og fram til ársins 2022 ţá mun Svíţjóđ ekki ná hagsćld Bandaríkjamanna fyrr en áriđ 2022. Fyrir ESB í heild ţá er stađann ţó mun verri, ţví áriđ 1985 nutu Bandaríkjamenn ţeirrar hagsćldar sem ESB nýtur í heild núna í dag - og fer biliđ vaxandi og ekki minnkandi

Kćrar kveđjur til ţín og okkar góđu frćnda í hinum fallega og enn sjálfstćđa Norvegi.

Gunnar Rögnvaldsson, 21.5.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hć Anna

Til skemmtunar les ég ţađ sem er á náttbođinu. Saga Evrópu er meira spennandi en flesta grunar. Og oft ótrúlegri en villtustu reyfarar megna ađ bjóđa uppá :)

Kćr kveđja

Gunnar Rögnvaldsson, 21.5.2008 kl. 11:24

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband