Leita í fréttum mbl.is

Gunnar Rögnvaldsson

Gunnar Rögnvaldsson

Fullt nafn mitt er Gunnar Albert Rögnvaldsson. Ég fćddist áriđ 1956 á Siglufirđi og ólst upp í ţeim einstaka bć fram ađ 12 ára aldri.


Foreldar mínir - Rögnvaldur Rögnvaldsson vörubílstjóri (F 73) og síđar vagnstjóri Strćtisvagna Kópavogs og Guđrún Albertsdóttir formađur verkakvennafélagsins Vöku og síđar gjaldkeri endurskođunarskrifstofu N. Mancher & Co - ég og ţrjár systur mínar, Anna fiđluleikari, Ţórdís myndlistarkona og Ţorbjörg skrifstofumađur og landsliđsleikmađur í blaki, fluttum suđur til Kópavogs áriđ 1968, en ţá var komiđ atvinnuleysi ţví síldin á Siglufirđi hvarf og ţjóđin missti stóran hluta ţjóđartekna sinna.


Ég byrjađi snemma "ađ fara í sveit" og ţá í torfbć ađ Syđri-Reykjum í Miđfirđi í Vestur-Húnavatnssýslu og seinna á nýtískulegu stórbýli ađ Bjarnargili í Fljótum í Skagafirđi. Ţannig kynntist ég bćđi "gamla" og "nýja" tímanum. Ég vann á sumrin í byggingarvinnu frá 14 ára aldri og lćrđi síđan múrvek í Kópavogi á táningaárum mínum. Seinna, eftir frekari undirbúningsnám, flutti ég ásamt konu minni, Sigrúnu Guttormsóttur Ţormar og dóttur okkar, til hagfrćđináms viđ háskólann í Árósum. Ég lauk ekki námi heldur fór út í atvinnurekstur í Danmörku og hef stundađ hann síđan. Fyrstu 12 árin á fjarverslunarsviđi smásölugeirans og frá og međ árinu 2001 hef ég starfrćkt eigiđ ráđgjafafyrirtćki.


Viđ Sigrún eigum tvö uppkomin börn: Valdísi, ţjóđhagfrćđing frá Ĺrhus Universitet og Sorbonne í París og sem starfađi hjá Accenture hinu alţjóđlega bandaríska ráđgjafafyrirtćki í sömu borg, en sem Ísland, frá og međ ágúst 2016, hefur nú sótt og tekiđ heim, - og Gunnar Freyr, endurskođanda frá CBS Viđskiptaháskóla Kaupmannahafnar og sem starfađi hjá Price Waterhouse Coopers í sömu borg, ţar til ađ Ísland tók hann heim. Sigrún kona mín er einnig hagfrćđingur og rekur eigiđ fyrirtćki - svo hćgt er ímynda sér hvađ rćtt er um viđ kvöldmatarborđiđ - og ég tek fram ađ ţađ eru ekki alltaf allir sammála um allt.


Áriđ 2010 var viđburđaríkt fyrir okkur Sigrúnu. Börnin voru orđin ţví sem nćst fullorđin og uppeldishlutverki okkar var ađ mestu lokiđ. En ţađ mun ţó vonandi aldrei hćtta alveg. Viđ vorum ađ verđa óţörf og ţađ er einungis gott merki árangurs. Ţví gátum viđ hugsađ viđ okkur til hreyfings aftur, ég og Sigrún, og já, langţráđ stefnan var tekin til Íslands međ vorskipum áriđ 2010, međ allt okkar hafurtask og fyrirtćki í lestinni. Ţetta var mjög kćrkomiđ og lögnu tímabćrt eftir 25 ára fjarveru.

Ábyrgđarmađur skv. Ţjóđskrá: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband