Leita í fréttum mbl.is

Evran: byggð á lygum. Grikkir þurfa að fara fyrr á fætur

 
Evran: byggð á lygum 
 
Der Spiegel var með ágætis grein um myntbandalagið undir fyrirsögninni "byggt á lyginni - grunnleggjandi gallar myntbandalagsins". Eftir að hafa lesið greinina, sem er löng, dettur mér í hug að fæðing myntbandalagsins er hin dæmigerða franska lausn á málunum. Í gamla daga var það Kirkjan sem átti að vera rót vandamála Frakka - og náttúrlega helst allrar Evrópu í leiðinni. Kirkjan og völd hennar voru sögð hindra framfarir í Frakklandi. Völd kirkjunnar voru þá að sjálfsögðu brotin niður og hefur hún aldrei beðið þess alveg bætur síðan, a.m.k. ekki í Frakklandi. Napóleonska tók svo við. Ríkið fékk völdin.

Hvað tók við? Jú, RÍKIÐ varð svo öflugt, eyðslusamt, valda- og tekjuþyrst að jafnvel gluggar og hurðir í húsum voru skattlögð eftir fjölda. Fólk brást við með því að múra fyrir gluggana. Myntbandalagið er franskt fyrirbæri. Lausn verkfræðinga Napóleons. Ekkert var hlustað á akademísku hagfræðingana. Til að halda myntbandalaginu gangandi þarf helst að múra þjóðirnar inni í því. Múra fyrir gluggana.
 
The Delors proposal was "a muddled vision" with "wild ideas," Karl Otto Pöhl, the then-chairman of Germany's central bank, the Bundesbank, later told author David Marsh. Pöhl didn't believe that a monetary union would materialize within the foreseeable future. "I thought that maybe it would happen sometime in the next 100 years," he said.
 
 
Þetta er franska verkfræðingalausnin á (external) gengisfellingum og trú þeirra á "vélvirkni" peningamála. Að múra sig inni. Svo er lyklinum kastað burt og þjóðirnar látnar kála hvor annarri með innvortis gengisfellingum í staðinn. Fáum virðist detta í hug að hagvöxtur, velmegun, framleiðni og slíkt geti orðið sjaldgæfur fugl inni í fuglabúrinu. Kannski er kolanáma betra og meira viðeigandi orð hér. Eitt er víst. Þetta mun ekki enda vel. Greinin er á ensku; Der Spiegel
 
Evran fær aðeins 4,9% kosningafylgi

Meðal stjórnenda fjárfestingasjóða, sem þora að taka áhættu, ríkir ótrú á gjaldmiðlinum evru. Könnun meðal 61 stjórnenda svona sjóða sýnir að 57% þeirra kjósa Bandaríkjadal sem örugga mynt. Aðeins 5,9% kusu myntvafninginn evru sem örugga eða ákjósanlega mynt til starfseminnar. Um 60% þeirra trúa að vandamálin í Grikklandi muni smitast yfir til annarra evrulanda. Heil 15% trúa á að myntbandalagið leysist algerlega upp að fullu, núna.

Því trúi ég ekki, ég trúi að upplausnarferlið muni taka langan tíma. Á meðan á því stendur mun það eyðileggja hagvöxt og loka á fjárfestingar; svipað og að fá efnahaglega eyðni (AIDS). Hægfara kvalarfullt andlát. Ekkert getur bjargað myntbandalaginu, það er enginn efi í mínum huga lengur. Ef það verður reynt þá verður að fórna hagvexti og velmegun í staðinn. Það myndi þýða fátækt og uppreisn í endanum, í versta falli styrjöld á einn eða annan máta; WSJ | BW

Grikkir þurfa að fara fyrr á fætur 
 
Uppeldis fyrirlestrarnir eru byrjaðir. Samkvæmt Berlingske Tidende hefur þýska blaðið Bild birt opið bréf til forsætisráðherra Grikklands þar sem honum er bent á að Grikkir ættu að fara að hætti Þjóðverja; vakna fyrr á morgnana og taka upp þýskan vinnuaga. Mörg ráð eru Grikkjum gefin og taldar eru upp þær byrðar sem Þjóðverjar sjálfir þurfa að bera. Spennan eykst; Berlingske
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

4.9%! Það þó! Samkvæmt þessari grein í BW kjósa menn nánast hvað mynt sem er umfram evru.

Skyldu þeir hafa heyrt af krónunni?

Ragnhildur Kolka, 13.3.2010 kl. 09:53

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Fyrr upp á morgnanna: ARBEIT MACHT FREI. "Þýskaralegra" getur það ekki orðið. Hvernig ætli slíkur mórall falli að skapi og eðlisfari letingjanna í íslensku ríkisstjórninni? Þeir vilja greinalega punga út tugmilljörðum til að Íslendingar þurfi að fara á fættur kl. 4 og að sofa kl. 24.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.3.2010 kl. 10:39

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Gunnar í samhengi Icesave dettur mér þessi spurning í hug :
Peningaprentvélrarnar í USA, UK eru á fullu að prenta seðla. Prentvélarnar í ESB hafa ekki rúllað jafn hratt af stað. Er ekki líklegasta niðurstaðan sú að verðbólga fylgi (þó það þurfi ekki að koma eftir vikur eða mánuði). Og þá að Icesave. Ef Ríkisstjórnin lemur þann ófögnuð í gegn að Icesave samningurinn verði undirrutaður, er þá ekki stórhættulegt að það væri með breytilegum vöxtum ?

VÖV...ég er þér ósammála...Steingrímur er í raun ágætlega duglegur maður. Gallinn felst meira í því að gagnið af vinnu verkamannsins sem grefur skurðinn í ranga átt er harla rýrt. Það þarf samt enginn að saka hann um leti...það má hins vegar saka hann um annað...
-þrjósku (blindu)
-verkstjórnarskort (átti ekki Jóhanna að koma með það element?)
-heimsku (ég myndi ekki kalla hann það)

Haraldur Baldursson, 13.3.2010 kl. 11:59

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir

Haraldur B

Bretland er því miður í ESB (fruss) og mér sýnist peningamagn á evrusvæði hafa aukist ekki minna en í Bandaríkjunum (M1 growth in charts: the Majors vs. the BIICs) En það mun sennilega reynast erfiðara fyrir ECB að soga það inn í fjárhúsin aftur úr því sem komið er, því helmingur evrusvæðis (40%) er á barmi gjaldþrots - bara svona allt í einu. 

Kannski mun verðbólga láta á sér bæla í lokin. En ekki eins og er. Mér sýnist flest vera á leiðinni niður. Verðlag heldur ekki (og þar eru meðtaldar eignir Landsbankans), verðin falla, og húnæðismarkaðir eiga eftir að hrynja í ca 500 ár í viðbót á evrópska elliheimilinu. Bankar evrusvæðis eru að kyrkja fyrirtækin með sífellt minna aðgengi að lánsfé. Laun eru að lækka. Svo á bankakerfi ESB ennþá eftir að gíra sig mikið niður og afskrifa gífurlegt magn subbulána. Ég sé ekki hvaðan verðbólgan ætti að koma í bráð.

En það er vonlaust að spá fyrir þessu til lengri tíma. Þeir sem þykjast vita þetta vita ekki neitt í raun. Einungis getgátur.

Eins og er þá er ástandið þannig að á mánudegi er heimurinn að farast og á miðvikudögum opnast himnar manna í hysterískri bjartsýni vegna þess að iðnaðarframleiðsla mánaðarins í landi X batnaði um 3% á milli ára - en einungis vegna þess að menn eru að bera sig saman við tómu sundlaugina frá því fyrir meira en 12 mánuðum síðan. Það birtist einn vatnsdropi og menn tryllast af kæti. 

EN: staðreyndin er alltaf sú að breytilegir vextir eru pr. definition það sama og óútfylltur víxill. Óþekkt stærð. Svo er þetta í erlendri mynt og á myntsvæði sem þarf líklega að fara í gegnum erfiða tíma. Innheimtuharkan mun þá ekki lempast. Hún mun bara harðna. 

Það má ekki samþykkja Icesave. Má ekki. Það væri glæpur gegn Íslandi.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2010 kl. 13:16

5 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ég er sammála þér Gunnar að það má ekki samþykkja Icesave. Enda er það alveg út í hött að samþykkja eitthvað áður en búið er að gera upp þrotabú bankans.

Flestar eignir bankans eru í Bretlandi og ef við samþykkjum fyrirfram að greiða, geta bretar keypt eignirnar fyrir slikk og rukkað okkur svo um eftirstöðvarnar.

Það hefur aldrei þótt merki um viðskiptavit að samþykkja óútfylltan víxil.

Það þarf að stilla dæminu þannig upp að það sé sameiginlegt verkefni allra að fá sem mest fyrir þrotabúið. 

Varðandi verðbólguna í heiminum þá hef ég á tilfinningunni að bandaríkjamenn muni reyna að keyra verðbólguna upp á næstu árum. Það er auðveldasta leiðin fyrir þá út úr sínum skulda vanda.

Sigurjón Jónsson, 13.3.2010 kl. 15:13

6 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Ég hef dálítið velt þessu fyrir mér. Þess vegna gaman af að skoða hvað þú skrifar.

Auðvitað er það svo að við viljum vita hve mikils virði gjaldmiðill okkar er. Þess vegna er auðvitað freistandi að trúa á eitthvað eins og Evru. Þetta verður stórt og stabílt og þess vegna gott. Þessu hefur fólk trúað.

Mér finnst aftur á móti ekki hljóma sniðugt að yfirvöld geti prentað sig út úr hvaða vanda sem er. Það er engin lausn og skapar ekki grundvöll fyrir ábyrgri stjórn yfirvalda, eins og sést núna þegar stóru vestrænu löndin bara prenta og prenta. Það þarf jú ekki einu sinni að eyða bleki og pappír í prentun peninga í dag.

Er ekki það eina skynsama að tengja gjaldmiðil við grunnatvinnuvegi viðkomandi svæða. Ein ISK jafnt og 1 lítri af olíu eða eitt kíló af áli vegna mikillar orkuframleiðslu hér sem ríkið er stór aðili að og gæti lagt að hluta inn á seðlabanka.

Eða jafnvel bara eins og í den að miða við ærgildi!

Væri það ekki eina skynsemin?

:)

Jón Ásgeir Bjarnason, 13.3.2010 kl. 15:39

7 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Eini gjaldmiðillinn sem sem eitthvað er að marka er vinnuframlag fólks.

Við vitum hvað margir vinna á Íslandi, við getum ímyndað okkur hvað fólk er tilbúið að greiða mikla vexti næstu t.d. 10 árin. Svo ákveðum við vaxtaprósentuna sem ætti að vera nálægt hagvexti (ef það er nokkur leið að reikna hann af einhverju viti) 

Þegar við höfum þessar tölur þá vitum við raunverulegt peningamagn í umferð.

Síðan er bara að ákveða með hvaða hætti við setjum þetta fram sem peninga.

Það getur verið ærgildi álgildi þorskígildi rafgildi.

Eða pólitíkusargildi, sem við höfum reyndar notað árum saman.

Hvaða gildi sem við notum þá verður að prenta á forsíðu Morgunblaðsins á hverjum degi hver vaxtaskuld hvers vinnandi manns er þann daginn.

Sigurjón Jónsson, 13.3.2010 kl. 15:59

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir

Já, það liggur ekkert á að loka Ícesave málinu. Ekkert. Ef mótaðilar málsins eru að flýta sér þá geta þeir lögsótt okkur. Þá fer málið í réttarkerfið þar sem það á heima. 

1) Ganga frá þrotabúi Landsbankans fyrst. 

2) Þá vitum við hvar við stöndum. Þá er hægt að taka afstöðu og ganga frá málunnum. 

3) Ekkert liggur á. Ekkert veltur á Icesave. Ekkert.  

Svo þarf að henda AGS út úr landinu strax

Þetta er fakta. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2010 kl. 21:21

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

- ég er sammála því að margar erlendar ríkisstjórnir munu sjá hag sinn í dálítilli verðbólgu, til að brenna af skuldavirði. En það krefst þess að þær hafi stýrivaxtavopnið.

Það er erfitt að búa til verðbólgu núna. Neytendur eru í verkfalli. Það þarf líka afl og unga neytendur til að búa til verðbólgu.

Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2010 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband