Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2010

Má bjóđa ţér írska evru ađ láni?

Ţú getur fengiđ hana á 10% raunvöxtum á Írlandi í dag. Ţađ er mínus 4 til 5% verđbólga á Írlandi núna. Írski hagfrćđingurinn David McWilliams vill alls ekki ţessa írsku evru.
 
Má bjóđa ţér einn írskan banka? Ţeir eru allir liđnir og náfölir sem lík. Líkfylgdin er írska ţjóđin sem nú er bundin á skuldaklafa um komandi kynslóđir. Hinir fáu grćddu á ţví fjármálasukki sem seđlabanki Evrópusambandsins jós yfir í aska nokkurra feitra írskra evruvíkinga.
 
Nú er tapinu ţurrkađ yfir á ţjóđina. Ţetta er kjarninn í grein David McWilliams á bloggsíđu hans. David vann áđur hjá seđlabanka Írlands.

Atvinnuleysi ungra karlmanna á Írlandi er yfir 30%, og eykst hratt, segir David. Fólksflótti er ađ aukast. Hrikalegur samdráttur er í útlánum úr dauđa-bönkum Írlands. Mismunurinn á milli innlána og útlána er 100% af landsframleiđslu. Yfir 300.000 manns eru međ neikvćđa eign í fasteignum sínum. Landiđ er gersamlega ósamkeppnishćft. Allt er of dýrt. Smásala fellur, atvinna minnkar, skattatekjur ríkisins falla, vinnuafl flýr landiđ og ţrýstir fasteignaverđi ennţá lengra niđur.

Ţetta var á árunum 1980 kallađ "misheppnuđ tilraun til jafnvćgis í ríkisfjármálum". Reynt er ađ stoppa í tekjugöt ríkissjóđs međ niđurskurđi, svo er fariđ út í skattahćkkanir. Ţegar ţćr mistakast og skattatekjurnar halda áfram ađ falla, ţá hvolfist ţjóđarskútan og ríkisstjórnirnar gefast upp og falla. Ţá hćttir fjármálamarkađurinn ađ sinna liđnu líkinu. Nýjar ríkisstjórnir koma og fara. Fjármagniđ flýr svo sköttun og ríkisgjaldţrotaáhćttu í senn. 

Nćst flýr svo fjármagniđ ţađ óhjákvćmilega. Allir vita ađ á endanum verđur hiđ lćsta gengisfyrirkomulag landsins ađ bresta. Fjötrar evru munu ţá falla eins gullfóturinn féll. Fyrst var ţađ bara Keynes sem talađi einn í eyđimörkinni gegn frosnu gengisfyrirkomulagi frosinna manna. En í tak međ ađ armćđa ríkjanna jókst, vissu ţau öll innra međ sér ađ Keynes hafđi rétt fyrr sér. Gengisfelling kom. Írland yfirgefur myntbandalagiđ og rífur af sér evruhandjárnin. Ţađ er ósk Davids McWilliams;

Innlánsvextir í ERM landinu Danmörku

Daninn Kurt Nřhr Pedersen er viđskiptavinur í Lĺn & Spar Bank í Danmörku. Hann er ţar međ "hávaxta bankareikning". Innlánsvextirnir á ţessum hávaxtareikningi eru núll komma núll prósent á ári. Í Danmörku hafa sjö bankar skrúfađ innlánsvexti niđur í núll. Ţetta ţýđir ađ ţú borgar bankanum peninga fyrir ađ geyma peningana ţína. Ódýrara vćri ađ grafa ţá niđur úti í garđi.

Já en menn verđa ađ muna, segir John Christiansen bankastjóri Lĺn & Spar bankans, ađ viđ bjóđum 0,25% ársvexti ef ţú setur 100 ţúsund danskar krónur inn og lćtur ţćr standa ţar kyrrar. Svona virkar Dansave; Břrsen

Ţađ er eins gott ađ hinn svo kallađi "innri ţjónustumarkađur" Evrópusambandsins virki ekki. Ţá vćri fjármagniđ flúiđ yfir í verđtryggđa íslenska krónu. Gengi íslensku krónunnar vćri ţá komiđ ţangađ sem íslenskir ESB-menn vilja hafa ţađ; ein á móti öllum 
 
Fyrri fćrsla
 

Lítill áhugi fyrir ESB-fátćkt í Noregi

Skortur á upplýsingum. 

Ný skođanakönnun í Noregi sýnir ađ ađeins 33% Norđmanna hafa áhuga á ţví ađ ganga í ESB. Í nćsta mánuđi munu skođanakannanir í Noregi hafa sýnt ţvert nei viđ ESB í samfleytt fimm ár.

Ţađ er lítill vafi á ţví hvađ ţessi afstađa fólks endurspeglar, segir formađur norsku samtakanna "Nej til EU", Heming Olaussen. Međ evrunni hefur ESB komiđ sér út í öngţveiti. Fólk veit núna ađ enginn vafi er á ţví ađ ađild Noregs myndi fela í sér aukiđ atvinnuleysi, lćgri laun, lćgri ellilífeyri, minni réttindi, tapađ fullveldi og sjálfsstjórn. Ţetta er alveg öndvert viđ ţađ líf sem fólk óskar sér.

"Óđi hattarinn sagđi Lísu í Undralandi ađ orđ hafa ţá meiningu sem ţú vilt ađ ţau hafi. Óđi hattarinn hefđi veriđ eins og heima hjá sér í Evrópusambandinu ţví ţar fćr orđiđ “nei” ţýđinguna “já” og pólitískum áróđri er básúnađ út sem upplýsingum": Pistill: Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands    

 

Já-hliđin kennir, eins og venjulega, skorti á "upplýsingum" um ófarirnar. Já, skorti á upplýsingum. Hafiđ ţiđ heyrt ţetta áđur? Skortur á upplýsingum! Nationen | Folkebevćgelsen | Morgunblađiđ 

Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net 

 

Fyrri fćrsla

Ţá voru 155 hagfrćđingar sammála um eitt


90% Hollendinga vilja fá sína gömlu mynt til baka

Hollenskt gyllini

 

Reuters greinir frá ţví ađ hollensk skođanakönnun sýni ađ yfirgnćfandi meirihluti hollendinga vilja fá sína eigin mynt til baka. Mynt Hollands frá 17. öld til ársins 2002 var hollenskt gyllini (NLG). En áriđ 2002 tók Holland upp evru. Ţar međ deila Hollendingar mynt međ 15 ólíkum ríkjum og ríkisstjórnum ţeirra. Gyllini er ennţá gjaldmiđill hollensku Antillaeyja (ANG).

Hollenska skođanakönnunin náđi til 5300 manns. 92% ađspurđra vildu ađ Grikkland yfirgćfi myntbandalagiđ. Meira en 90% ađspurđra vildu ađ Holland og Ţýskaland tćkju aftur upp gömlu gjaldmiđla sína (mark og gyllini) og yfirgćfu myntbandalagiđ. Meira en 60% ađspurđra höfđu áhyggjur af ađ ţróunin í Grikklandi myndi valda usla í bankakerfi Hollands; Reuters

Tvćr slóđir til aflestrar á sunnudagsensku.

Boris Johnson um gríska máliđ;

"The Greeks must be rueing the day they whacked the drachma. If Hellenic pride is currently at a low ebb, just wait until the EU steps in".  It was late last night and I was rifling through the sock drawers for euros to fund the annual half-term skiing. There were all sorts of useless coins – Uzbek som, Iraqi dinars, 2d bits – and there it was, like a sudden Proustian blast from our childhood. It was a 50-drachma piece, with Homer on one side and a boat on the other. It was dull and scuffed and technically as worthless as all the other coins in my hoard. But as I turned it over in my hand it seemed to glow like a pirate's doubloon, radioactive with political meaning" (lesa)

Norman Tebbit, líka um gríska máliđ;

"Our masters in Brussels will use the Greek crisis to try to impose a single government across Europe." It is a long time ago that I explained to my old friend and former colleague (he was the Chancellor at that time) Ken Clarke that no currency could have more than one Chancellor of the Exchequer, or chief Finance Minister, to its name; and no Chancellor without a currency to his name was worthy of that title. He demurred a bit, so I asked hime to name a Chief Finance Minister without a currency of his own, or a currency with more than one. Alas, 15 years later I still await his reply" (lesa)

Fyrri fćrsla

Fátćkt hefur aukist mikiđ í Ţýskalandi - 11,5 milljón manns nú fátćkir. 


Fátćkt hefur aukist mikiđ í Ţýskalandi - 11,5 milljón manns nú fátćkir.

 Mynd úr sjónvarpsţćtti danska ríkissjónvarpsins um sameiginlegt sjálfsmorđ Evrópu

Mynd úr sjónvarpsţćtti danska ríkissjónvarpsins um sameiginlegt sjálfsmorđ Evrópu dr.dk 

Á síđustu 10 árum hefur fátćkt aukist mikiđ í Ţýskalandi. Ţađ er efnahagsrannsóknastofnun Ţýskalands (Deutschen Institut für Wirtschaftsforschung) sem segir ţetta í nýrri skýrslu. Alls eru 14% allra íbúa Ţýskalands fátćkir. Samkvćmt mćlikvarđa stofnunarinnar telst fólk fátćkt ţegar ţađ ţarf ađ lifa af á undir 60% af međaltekjum allra í landinu. Um 30% fleiri eru fátćkir í Ţýskalandi í dag en voru ţar fyrir 10 árum. Úr hópi ungs fólks á aldrinum 19-25 ára falla 25% ţeirra í flokk fátćkra. Um 40% einstćđra foreldra međ eitt eđa fleiri börn eru fátćkir. Bandalag ţýskra fylkisbanka (Landesbank) ađvarar stjórnvöld um ađ fátćkt međal gamals fólks í Ţýskalandi muni verđa vaxandi vandamál; Berliner Zeitung 

300.000 manns fóru úr ţýska hagkerfinu á síđasta ári

Ekki nóg međ ţađ ađ allir vilji fá lánađ AAA kreditkort Ţýskalands núna, ţá sagđi ţýska hagstofan frá ţví um daginn ađ Ţjóđverjum hefđi fćkkađ um 300.000 manns á árinu 2009. Ţjóđverjum byrjađi ađ fćkka áriđ 2003 og var fćkkunin um 400.000 til 500.000 manns frá 2003-2008. Harđi fćkkunar er ađ aukast og mun hann aukast ár frá ári nćstu áratugi. Mannfjöldaspá ţýsku hagstofunnar gerir ráđ fyrir ađ ţýsku ţjóđinni geti fćkkađ úr 80 milljón manns og niđur í 60-65 milljón manns áriđ 2045-2055. Vöxtur verđur varla mikill í svona hagkerfi í framtíđinni. Hćtt er viđ ađ kjör ungs fólks verđi litiđ ađlađandi í ţessu erfiđa ellisamfélagi; Hagstofa Ţýskalands

Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net 

Fyrri fćrsla

Ef Bretland vćri međ evru ţá vćri atvinnuleysi ţar tvöfalt meira. Evran deyr innan nćstu 4 ára. 


Ef Bretland vćri međ evru ţá vćri atvinnuleysi ţar tvöfalt meira. Evran deyr innan nćstu 4 ára.

Gordon Brown mun verđa minnst fyrir ţađ afrek ađ hafa haldiđ Bretlandi utan viđ myntbandalag Evrópusambandsins 

Gordon Brown mun verđa minnst fyrir ţađ afrek ađ hafa haldiđ Bretlandi utan viđ myntbandalag Evrópusambandsins. 

Miđstöđ efnahags- og viđskiptarannsókna í Bretlandi (CEBR) segir ađ Bretar muni minnast Gordon Brown fyrir ţađ afrek ađ hafa haldiđ Bretlandi utan viđ myntbandalag Evrópusambandsins. Gordon Brown var fjármálaráđherra í ríkisstjórn Tony Blair frá 1997 til 2007, áđur en hann tók viđ núverandi forsćtisráđherraembćtti áriđ 2007. Allan tímann undir Tony Blair beitti Gordon Brown sér ákaft gegn evruáhuga Tony Blairs, en ríkisstjórn Tony Blair komst til valda í maí 1997.

Niđurstöđur útreikninga úr efnahagslíkani CEBR segja ađ ef Bretland hefđi gengiđ í myntbandalagiđ vćri atvinnuleysi í Bretlandi um 15% núna. Ţađ vćri ţá um ţađ bil tvöfalt hćrra en ţađ er í reynd í dag.

CEBR segir ađ hagvöxtur í Bretlandi á tímabilinu 1998-2006 hefđi orđiđ örlítiđ meiri undir evru. En á sama tíma hefđi verđbóga orđiđ meiri ţví stýrivextir myntbandalagsins voru lćgri en ţeir voru undir sjálfstćđri peningastjórn Englandsbanka. En ţegar kreppan fćrđist yfir í byrjun ársins 2007 hefđi samdráttur í Bretlandi orđiđ 7% undir evru í stađ 5% undir sjálfstćđri mynt Bretlands.

Í viđtali viđ Reuters sagđi Gordon Brown ađ hann álíti ađ sveigjanleiki breska hagkerfisins vćri meiri međ ţví ađ standa utan myntbandalagsins.

Hvađ varđar vandamál myntbandalagsins ţá segist CEBR alltaf hafa álitiđ ađ ţađ muni koma til nokkurs konar ESB-björgunarađgerđa í Suđur-Evrópu til ađ byrja međ. En í endanum verđur ESB ađ velja á milli miklu meiri samruna (sameiginleg skattheimta, fjárlög og skuldir) og ţess brjóta myntbandalagiđ upp og leggja ţađ niđur. 

CEBR segir ađ latínska myntbandalagiđ á milli Sviss, Frakklands, Ítalíu og Belgíu (fleiri lönd komu ţar einnig viđ sögu) á miđri 19. öld hafi fariđ í ţrot á innan viđ 30 árum. CEBR segist eiga erfitt međ ađ tímasetja komandi atburđarás. En í ljósi ţess ađ allt gerist miklu hrađar í dag en á 19. öldinni ţá er ţađ skođun CEBR ađ myntbandalag Evrópusambandsins muni brotna upp áđur en áriđ 2015 rennur í garđ; CEBR | PDF | Telegraph

 

Viđauki - hlýnun smjörfjalls - skemmt(i)atriđi frá 2002

WHY BRITAIN SHOULD JOIN THE EURO

Eftir: Willem Buiter,  Willem Buiter  og  Willem Buiter

og nokkra ađra - viđ hengd PDF-skrá

 

Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri fćrsla

ERM-land myntbandalags Evrópusambandsins setur heimsmet í hruni efnahags. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

ERM-land myntbandalags Evrópusambandsins setur heimsmet í hruni efnahags.

Sögulegur samanburđur á samdrćtti hagkerfa og tímalengd samdráttar 
 
Miđstöđ efnahagsrannsókna (e. CEPR, Center for Economic and Policy Research), hefur sent frá sér skýrslu um efnahagssamdráttinn í Evrópusambandsríkinu Lettlandi. En landiđ er í hinu svo kallađa ERM-ferli inn í myntbandalag ESB. Gengi myntar Lettlands er ţar af leiđandi bundiđ fast viđ evru.
 
Alţjóđa Gjaldeyrissjóđurinn (AGS) var kallađur til Lettlands ţegar fjármálakreppan skall á 2008. Í sameiningu komu AGS og stjórn Evrópusambandsins sér saman um "hjálparpakka" handa Lettlandi. Stjórn ESB er sögđ hafa krafđist ţess ađ gengi myntar Lettlands yrđi ekki fellt. En ţađ er oft eitt af ţví fyrsta sem AGS krefst, ef ţörf krefur, ţegar sjóđurinn kemur löndum til ađstođar. AGS virđist ekki hafa viljađ ganga gegn vilja ESB í ţessu máli og hefur gengis-bindingunni ţví veriđ viđhaldiđ allan tímann. Sćnskir bankar eiga mikiđ í húfi í Lettlandi og myndi gengisfelling koma bönkunum afar illa. Forsćtisráđherra Svíţjóđar hélt á formannsembćtti Evrópusambandsins seinni helming ársins 2009.

Samkvćmt kenningu og stefnu Evrópusambandsins, sem mörkuđ er af grunnleggjandi fćđingargalla myntbandalagsins - ţ.e. einn peningur og eitt gengi fyrir alla - ţá átti svo kölluđ "innvortis gengisfelling" (launalćkkun og verđhjöđnun) ađ koma í stađ snöggrar hefđbundinnar gengisfellingar myntar Lettlands. En nú hefur atvinnuleysi í Lettlandi náđ ţeirri ótrúlegu tölu ađ vera 22,8% - og á síđustu tveimur árum hefur raungengi (miđađ viđ laun og innra verđlag í landinu) ađeins lćkkađ um 5,8%. 

Í skýrslu CERP kemur fram ađ ein afleiđing gengisbindingarinnar sé ađ heimsmet í hruni landsframleiđslu nokkurs ríkis síđan sögur hófust, sé nú veriđ ađ setja međ 30% hruni landsframleiđslu Lettlands í Evrópusambandinu. Samdrátturinn í landsframleiđslu Lettlands á ţremur árum verđur nefnilega yfir 30%. Ţetta er meira en landsframleiđsla Bandaríkjanna féll í stóru kreppunni frá 1929-1933.       

The Latvian recession, which is now more than two years old, has seen a world-historical drop in GDP of more than 25 percent. The IMF projects another 4 percent drop this year, and predicts that the total loss of output from peak to bottom will reach 30 percent. This would make Latvia’s loss more than that of the U.S. Great Depression downturn of 1929-1933; 
 
 
Vefslóđir: CEPR  | PDF
 
Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net
 
Fyrri fćrsla
 
 


Hiđ heimagerđa gríska eldhús Fredrik Reinfeldts og heimska svona almennt

Desember 2009:

Ţáverandi yfirmađur Evrópusambandsins í hálftíma var forsćtisráđherra Svíţjóđar í frístundum. Hann sat ţá ábúđarfullur viđ ađra hvora vinnu sína og sagđi ţetta: 

The Greek situation, he said, was "of course problematic, but it is basically a domestic problem that has to be addressed by domestic decisions"

 

Ţýđing: Hann sagđi ađ vandamál Grikklands vćri innanhússmál (svona eins og gerist og gengur í sjálfstćđum ríkjum). Hann sagđi líka ađ Grikkir yrđu ađ leysa ţetta vandamál sjálfir. Ha ha ha ha.

Stuttu áđur:

Skömmu eftir ađ Lehmansbrćđrabanki féll, ţá skaut - alla leiđ frá Stuttgart - Peer Steinbrück fjármálaráđherra Ţýskalands ţví ađ heiminum öllum, og auđvitađ í fullum trúnađi, ađ fall bankans og undirmálslánakreppan í Bandaríkjunum vćri bandarískt innanhússvandamál. Ha ha ha ha.

Stuttu eftir ţetta bjargar seđlabanki Bandaríkjanna (ekki í Stuttgart) tryggingafélaginu AIG frá gjaldţroti. En bíddu, af hverju gerđi seđlabankinn ţetta? Jú ţví annars hefđi allt bankakerfi Evrópusambandsins hruniđ til grunna. Ţađ sem meira var: fyrsta verk Bandaríkjamanna ţegar fjármálakreppan skall á haustiđ 2008 var ađ tryggja ţađ ađ enginn erlendur ađili myndi tapa einum dal á ţví ađ eiga eitthvađ af pappírum sem hugsanlega vćri hćgt ađ bendla viđ bandaríska ríkiđ.

Nú er Reinfeldt kominn í ađra hvora vinnu og Steinbrück er laus viđ atvinnu. Tveir spámenn Evrópusambandsins. Hver tekur svona blómabeđ alvarlega? Ekki ég. Er eitthvađ sem getur bjargađ ţessu? Nei, ekkert. FT

Tvćr teiknimyndir

Erlendar skuldir 20 ríkja

 

Lánshćfnismat ríkissjóđa evrulanda febrúar 2010 

Fyrri fćrsla

Ađeins "járnagi" getur bjargađ evrunni. Mörg ný Weimar lýđveldi í uppsiglingu í Evrópusambandinu. 

Eitt lag enn

 


Ađeins "járnagi" getur bjargađ evrunni. Mörg ný Weimar lýđveldi í uppsiglingu í Evrópusambandinu.

Ţetta minnir mig á eitt eđa tvennt.

Ástand ríkisskuldabréfamarkađs 16 ríkja undir einni mynt og ca 17 seđlabönkum

Ţađ var ritstjórnargrein í Die Welt núna í vikunni. Höfundurinn vill ađ Grikkland segi sig úr myntbandalaginu. Ţađ er eina leiđin til ađ bjarga Grikklandi sem sjálfstćđu ríki og samfélagi. Fyrir Grikkland virkar myntbandalagiđ eins og fangelsi, segir höfundur. Eina leiđin til frelsis fyrir Grikkland er ađ taka gömlu Drachma myntina sína í notkun aftur. Allt sem átti ađ tryggja líf myntbandalagsins er hruniđ. Stöđugleikasáttmálinn svo kallađi er orđinn ađ pappírstígrisdýri. Ţađ sem Evrópusambandiđ er ađ krefjast af Grikklandi, Spáni og Portúgal núna er ţađ sama og Heinrich Brüning kanslari Ţýskalands reyndi í Weimar lýđveldinu sem stofnađ var í Ţýskalandi eftir fyrri heimsstyrjöldina. Fyrir Grikki er ţađ ţví til baka til gömlu myntar landsins međ ađstođ AGS; Die Welt

Ađeins "járnagi" getur bjargađ evrunni

Viltu fá ţýska markiđ aftur eđa halda evrunni. Já 76%

Í annarri grein á Die Welt er fjallađ um sama efni, ţ.e. evruna og myntbandalagiđ. Fyrirsögnin er "ađeins međ járnaga getur Berlín bjargađ evrunni". Ţađ verđur ađ stíga skuldabremsurnar á evrusvćđinu í botn, ef ţađ á ađ bjarga evrunni. Sem betur fer er Grikkland loksins komiđ undir umsjá evrulanda, segir greinin. "Loksins vaknađi Berlín". Ađ öđrum kosti myndi Ţýskaland segja sig úr myntbandalaginu eđa ţađ brotna upp. Annar möguleikinn er líka ađ Grikkland, Spánn eđa Portúgal sé hent út úr myntbandalaginu, nema ţau kalli á AGS sér til hjálpar strax.

Á síđunni er lesendum gefinn kostur á ađ kjósa um hvort ţeir vilji taka gamla ţýska markiđ í notkun aftur, eđa halda fast í evruna. Tćplega 1000 hafa kosiđ. Heil 76% vilja fá ţýska markiđ aftur. Ađeins 24% vilja halda evrunni; Die Welt

Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri fćrsla

Hinn hreini ráđgjafakynstofn Samfylkinga Evrópusambandsins 


Hinn hreini ráđgjafakynstofn Samfylkinga Evrópusambandsins

Eitt mikilvćgt og fram til ţessa vanrćkt og óleyst verkefni í ţessu sambandi, eru nýjar ađstćđur og brýn ţörf á viđbrögđum viđ málefnum landa suđ-austur Evrópu. Samkvćmt efnahagslögmálinu um ađ gjöfum fylgja kvađir, ţá verđa lífsvenjur fólks í ţessum löndum ađ breytast. Ađ öđrum kosti mun "ferliđ" stoppa einn góđan veđurdag. 

Prófessor Dr Heinrich Hunke, efnahagslegur ráđunautur Ţjóđarsósíalistaflokksins, 1942 Berlín; ráđstefnuskjöl efnahagsmáladeildar (economic conference paper).

  

Ekkert hefur breyst.

Lesandi góđur. Ţú verđur ađ breyta ţér. Nú fer Grikkland á skurđarborđ hinna rétttrúuđu Evrópumanna, eina ferđina enn. Nćst koma svo Portúgal, Spánn og Ítalía. Ert ţú nćstur?

Sósíaldemókratar hafa hins vegar ekkert breyst. Allt hér í ESB er ennţá viđ ţađ sama gamla. Hinn eini sanni og hreinrćktađi stofn réttra ráđgjafa Samfylkingarinnar í ESB standa ţér ávalt reiđir og vel búnir til ađstođar.

Samfylkingin og Vinstri-grćnir bjóđa ţig velkominn.  

Slóđ: FT

 

Fyrri fćrsla

Frjálsir kjarasamningar í ESB í húfi? Óhug slćr á Evrópubúa. 


Frjálsir kjarasamningar í ESB í húfi? Óhug slćr á Evrópubúa.

"A monetray union too far".

Mótmćli í Grikklandi. Dagblađiđ Politiken

Danska dagblađiđ Politiken, ţriđjudaginn 2. febrúar.

Dönsk verkalýđsfélög eru afar óánćgđ međ ađ yfirmenn Evrópusambandsins geti ţröngvađ launalćkkunum í gegn í Grikklandi. Í fyrsta skipti í sögu hinnar sameiginlegu myntar Evrópusambandsins er evruland ţađ nálćgt ríkisgjaldţroti ađ ESB er ţví sem nćst ađ yfirtaka stjórnun ríkisfjármála og hins opinbera í landinu.

Í dag munu yfirmenn Evrópusambandsins afhjúpa fyrir ríkisstjórn Grikklands bindandi áćtlun ţar sem miklar og bindandi kröfur verđa gerđar til innheimtu skatta og niđurskurđar launa hjá opinberum starfsmönnum í landinu. Hér er ekki um ađ rćđa vinsamlega beiđni. Hér er um ađ rćđa skuldbindingu. Ef Grikkir brjóta skuldbindinguna ţá munu ţeir ţurfa ađ greiđa miljarđa evrur í sektir.

"Aldrei fyrr hefur verđiđ sett fram svo nákvćmt, ţröngt og ósveigjanlegt eftirlitskerfi međ skýrslugerđarkvöđum og heimildum til refsiađgerđa", segir evrukommissar Joaquin Almunia.

Ţađ er óttinn viđ ađ ástandiđ í Grikklandi muni ná ađ smita allt evrusvćđiđ međ skulda- og gjaldţrotaáhćttu, sem fćr ESB til ađ koma međ svo harkalegar kröfur á hendur Grikkjum, segir blađiđ.

Politiken segir ađ hćtta sé á ađ ađgerđirnar í Grikklandi muni vekja upp mikinn óhug út um alla Evrópu. Blađiđ hefur eftir formanni launţegasamtaka opinberra starfsmanna í Danmörku, Dennis Kristensen hjá FOA (verkalýđsfélag opinberra starfsmanna), ađ ţađ ađ Evrópusambandiđ sé ađ grípa inn í launamyndun og kjarasamninga sé algerlega ósamţykkjanlegt.

Dennis Kristensen segir ađ verkalýđssamtökin hafi aldrei skipt sér af ţjóđaratkvćđagreiđslum í Danmörku. En ţađ sé alveg á hreinu ađ ef viđ erum komin svo langt út á plankann ađ ESB sé fariđ ađ skipta sér af kjarasamningum og krefjast launalćkkunar í löndum sambandsins, ţá munum viđ taka upp til endurskođunar hvort viđ eigum ekki beita okkur gegn ţví ađ Danmörk taki upp evru. Ţví ţá er í raun launamyndun og hiđ frjálsa kjarasamningakerfi okkar í húfi fyrir alla Danmörku;

Politiken | Krugman; a monetary union too far

Fleiri esb-fréttir í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri fćrsla

Stál- og Kolabandalagiđ áriđ 2010 

 

PS:nćsta bloggfćrsla gćti heitiđ: "Fara Grikkir í innkaupaferđir til Kaupmannahafnar og rápa ţar um í verslunum Hennes & Martröđ". Ţetta er eđlileg spurning ţví Grikkir eru međ evrur. Ţetta vćri verđugt rannsóknarefni fyrir kven- og karlkerlingar viđ efnahagsmáladeild Háskóla Íslands og Bifastekki. Evrópusamtökin á Íslandi gćtu auđveldlega fjármagnađ ţessar rannsóknir međ smáauglýsingum á bloggsíđu samtakanna. 


Nćsta síđa »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband