Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2010

Brakandi ESB-ţurrkur. Gefiđ okkur tífalt bankahrun.

"Óđi hattarinn sagđi Lísu í Undralandi ađ orđ hafa ţá meiningu sem ţú vilt ađ ţau hafi. Óđi hattarinn hefđi veriđ eins og heima hjá sér í Evrópusambandinu ţví ţar fćr orđiđ “nei” ţýđinguna “já” og pólitískum áróđri er básúnađ út sem upplýsingum." Tekiđ úr Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands 
 
 
"Stórkostlegur árangur Lettlands" skv. framkvćmdastjóra efnahagslegs stöđugleika hjá ESB
 
Efnahagssamdráttur á Íslandi og Lettlandi frá fjórđa ársfj. 2007 = 100
Mynd, Paul Krugman; Efnahagssamdráttur á Íslandi og Lettlandi frá fjórđa ársfj. 2007 = 100. Ţví meiri samdráttur ţví betra, samkvćmt ESB. 
 
Vissuđ ţiđ ađ hjá framkvćmdastjóra efnahagslegs stöđugleika hjá Evrópusambandinu, (já veriđ róleg, hann er til, embćttiđ og persónan í embćttinu eru til) eru ţađ merki um ótrúlegan árangur ef tćplega einn fjórđi hluti af hagkerfi ESB-lands hverfur í samdrćtti.   

Samkvćmt ţessu línuriti Paul Krugmans hér ađ ofan, ţá er Ísland einfaldlega heimsmeistari í hagvexti í bankahruni. Allir Íslendingar ćttu ţví ađ geta séđ ađ innganga í Evrópusambandiđ myndi ađeins ţýđa ţađ ađ hagvöxtur yrđi miklu betri neikvćđur en hann var hér í samdrćttinum mikla. Gefiđ okkur tífalt, nei tuttugufalt bankahrun, og viđ munum sýna ţessum framkvćmdastjóra efnahagslegs stöđugleika hjá Evrópusambandinu hvar Íslendingar keyptu sér öliđ. Atvinnuleysi í Lettlandi er nú um ţađ bil 20 prósent.
 
A few more such successes and Latvia will have no economy at all. 

Hér sjá allir sćmilega frjálsir og hugsandi menn ađ ađeins um trúarbrögđ getur veriđ ađ rćđa hjá hjá framkvćmdastjóra efnahagslegs stöđugleika hjá Evrópusambandinu. Ţetta líkist mikiđ frétt frá ESB-DDRÚV. 
 
Fćrsla Paul Krugmans; They Have Made a Desert 
 
Ég leyfi mér ađ pósta hér aftur eftirfarandi fćrslu mína frá 15. febrúar í ár; (merki um mikinn árangur Lettlands skv. framkvćmdastjóra efnahagslegs stöđugleika hjá Evrópusambandinu) 
 
ERM-land myntbandalags Evrópusambandsins setur heimsmet í hruni efnahags 
 
Sögulegur samanburđur á samdrćtti hagkerfa og tímalengd samdráttar
Miđstöđ efnahagsrannsókna (e. CEPR, Center for Economic and Policy Research), hefur sent frá sér skýrslu um efnahagssamdráttinn í Evrópusambandsríkinu Lettlandi. En landiđ er í hinu svo kallađa ERM-ferli inn í myntbandalag ESB. Gengi myntar Lettlands er ţar af leiđandi bundiđ fast viđ evru.
 
Alţjóđa Gjaldeyrissjóđurinn (AGS) var kallađur til Lettlands ţegar fjármálakreppan skall á 2008. Í sameiningu komu AGS og stjórn Evrópusambandsins sér saman um "hjálparpakka" handa Lettlandi. Stjórn ESB er sögđ hafa krafđist ţess ađ gengi myntar Lettlands yrđi ekki fellt. En ţađ er oft eitt af ţví fyrsta sem AGS krefst, ef ţörf krefur, ţegar sjóđurinn kemur löndum til ađstođar. AGS virđist ekki hafa viljađ ganga gegn vilja ESB í ţessu máli og hefur gengis-bindingunni ţví veriđ viđhaldiđ allan tímann. Sćnskir bankar eiga mikiđ í húfi í Lettlandi og myndi gengisfelling koma bönkunum afar illa. Forsćtisráđherra Svíţjóđar hélt á formannsembćtti Evrópusambandsins seinni helming ársins 2009.

Samkvćmt kenningu og stefnu Evrópusambandsins, sem mörkuđ er af grunnleggjandi fćđingargalla myntbandalagsins - ţ.e. einn peningur og eitt gengi fyrir alla - ţá átti svo kölluđ "innvortis gengisfelling" (launalćkkun og verđhjöđnun) ađ koma í stađ snöggrar hefđbundinnar gengisfellingar myntar Lettlands. En nú hefur atvinnuleysi í Lettlandi náđ ţeirri ótrúlegu tölu ađ vera 22,8% - og á síđustu tveimur árum hefur raungengi (miđađ viđ laun og innra verđlag í landinu) ađeins lćkkađ um 5,8%. 

Í skýrslu CERP kemur fram ađ ein afleiđing gengisbindingarinnar sé ađ heimsmet í hruni landsframleiđslu nokkurs ríkis síđan sögur hófust, sé nú veriđ ađ setja međ 30% hruni landsframleiđslu Lettlands í Evrópusambandinu. Samdrátturinn í landsframleiđslu Lettlands á ţremur árum verđur nefnilega yfir 30%. Ţetta er meira en landsframleiđsla Bandaríkjanna féll í stóru kreppunni frá 1929-1933.       

The Latvian recession, which is now more than two years old, has seen a world-historical drop in GDP of more than 25 percent. The IMF projects another 4 percent drop this year, and predicts that the total loss of output from peak to bottom will reach 30 percent. This would make Latvia’s loss more than that of the U.S. Great Depression downturn of 1929-1933;
 
 
Vefslóđir: CEPR  | PDF
 
Fyrri fćrsla
 
 

Hmm, seđlabankar. Eru ţeir bara orđnir munkaklaustur nútímans?

"Pabbi, ţađ nennir enginn ađ hlusta á svona hagfrćđi í dag, get real mađur." Ţetta samtal viđ dóttur mína - ţjóđhagfrćđing - átti sér stađ fyrir einum 5 árum síđan. Á háskólaárum mínum var ég einn ţeirra síđustu sem náđu í skottiđ á ţví sem hagfrćđingurinn John Maynard Keynes stóđ fyrir. Stuttu seinna var kenningum og frćđum Keynes skolađ út međ nýrri hagfrćđi. Nýja hagfrćđin sem kennd var í skólum eftir 1980-1985 gerđi grín ađ öfum okkar og ömmum í kreppunni miklu, og ţeim lćrdómi sem foreldrar okkar drógu svo af ţessari stóru kreppu ţeirra, sem varađi árin 1930-194x. Sú hagfrćđi, sem dró lćrdóm af kreppunni miklu, var svo klár til notkunar rétt fyrir 1950 og var kennd og stunduđ fram til um ţađ bil 1980-1985.
  
Sýnist ykkur ađ seđlabanki Evrópusambandsins hafi stađiđ sig međ Austurríska skóla sínum? Hann handjárnađi hagvöxtinn og sprengdi mörg lönd evrusvćđisins í loft upp međ einglyrnis vaxtastefnunni frá ađalstöđvum verđbólgunasistanna í Frankensteinfürt. Nú stumra óttaslegnar ríkisstjórnir yfir seđlabankanum sjálfum og myntinni sem ekki er hćgt ađ bjarga, og sem á ađeins 10 árum hefur ţegar kostađ efnahag Írlands, Grikklands, Portúgals og Spánar lífiđ nćstu áratugina. Eilíf efnahagskreppa bíđur alls evrusvćđisins, ellegar kjarnorkusprengju-hrun alls myntsvćđisins, međ tortímingu Icesave-eigna Landsbankans sem líklega aukaverkun. Ţá mun tortímast bróđurpartur bankakerfis allra evrulanda. Bankakerfin eru nú ţegar á nippinu. Rugga eins og Royalbúđingur gerđi um hádegiđ á sunnudögum, eins og ţeir voru í ţá gömlu góđu daga ţegar fábjánar voru fábjánar, eins og ţeir sönnu grasasnar sem sömdu og bjuggu til myntbandalag Evrópusambandsins. Ţarf ekki ađ fara ađ loka skólum einhvers stađar?
  • Intellectual instability
  • Political instability
  • Financial instability 
En hvađ ég vildi segja var ţetta. Heimurinn vćri ekki í svona djúpum skít ef ţessi nýja hagfrćđi hefđi virkađ. Hún virkađi ekki, ţví ţrátt fyrir hiđ svo kallađa sjálfstćđi seđlabanka heimsins, ţá gátu ţeir ekki komiđ í veg fyrir kreppuna. Ţeir sáu hana heldur ekki koma ţví ţeir eru kannski orđnir eins og munkaklaustur. Ágćtis frćđisetur, en úr tengslum og oft mannađir munkum. Nema ţegar Davíđ var í einum ţeirra. 

Seđlabankar nútímans eru sumir hverjir (Íslands?) farnir ađ minna dálítiđ á banka sem bannađ er ađ stunda fractional banking; ţeir verđa ţá bara stofnanir úr tengslum viđ hagkerfiđ. Hver leyfđi gengi krónunnar ađ hćkka á ný? Hvađa hagfrćđi er ţetta eiginlega? Ţetta er mjög óviturlegt.

En ég hef samt frekar mikla trú á The Federal Reserve. Ţar er enginn Már kommúnisti, engin Jóhanna hin ömurlega og enginn Steingrímur J. Hyde. The Fed virđist vera vel jarđtengdur og ţora. Hiđ sama er ekki hćgt ađ segja um ríkisstjórn né stjórnarandstöđu ţess lands, sem ćttu ađ vinna međ seđlabananum. Hönd í hönd. Jep, ţessi seđlabanki Bandaríkjanna virđist vinna í ţágu samfélagsins.
 
It’s possible to be both a conservative and a Keynesian; after all, Keynes himself described his work as “moderately conservative in its implications.” 
 
Já. Samfylkingin er ekki stjórnmálaflokkur, ţađ vitum viđ. Ţađ sést á ţví ađ hún getur ekki tekiđ á móti auđćfum úr heilabúi annarra en sinna eigin manna, sem hafa ţau engin. Seđlabankinn undir stjórn Davíđs Oddssonar hefđi átt ađ fá Iceasve máliđ til lausnar. En Samfylkinginni er bara svo hjartanlega sama um Ísland og Íslendinga ađ ţađ mátti ekki. Ţađ sama má segja um forystu Vinstri grćnna, Putin toppinn. En Davíđ Oddssyni var hins vegar ekki sama. Og honum er ekki sama ennţá. Gott hjá honum. Ég vona ađ hann geti notađ alla sína krafta til ađ lúberja fast á ţessari ömurlegu ríkisstjórn Íslands, ţví ţađ á hún svo sannarlega skiliđ. Myrkraverk hennar eru ömurleg. 

Krugman segir ađ ţetta sé allt saman ţví ađ kenna ađ lćrdómur foreldra okkar, sem byggđi á reynslu afa okkar og ömmu, fjarađi út í heilabúi nýrrar kynslóđar. Reynslan feidađi út. Ţvarr. Ţađ sama er ađ gerast međ sjálfstćđi og fullveldi Íslands. Ţađ er ađ fjara út í heilabúi nýjustu kynslóđa og nú notađ sem söluvara valdadópista í póltísku hazardspili Steingríms J. Hyde, sem kjósendur höfnuđu í samfleytt 20 ár, eđa svo. En nú er hans tími kominn. Ţađ sést bćđi og heyrist út um allt. Ţví miđur. Feliđ ykkur. Ekki var ţví ađ undra ađ ég spyrđi sjálfan mig ađ ţví hvort ég vćri orđinn geđveikur; Er ég geđbilađur? Verndađ viđtal viđ fjármálaráđherra

Tralla lalla la . .
 
Uppfćrt: Ha? Lánshćfnismat ríkissjóđs Írlands var lćkkađ rétt í ţessu um heil fimm ţrep. Hvernig gat ţetta gerst? Ţeir eru međ Evrópuvexti Össurar, evrur Jóhönnu og glatađ fullveldi Steingríms. Moody's segir lánshćfnismat ríkissjóđs Írlands vera BAAA1 núna - og horfur neikvćđar. Evrulandiđ sjálft! 
 
Tralla lalla la . .
 
 
Fyrri fćrsla

Slóvakar vonsviknir međ evru. Bjuggust viđ gjaldmiđli. Vilja skila henni.

 Slóvakía nokkrar lykiltölur áriđ 2009
Slóvakía, nokkrar 2009 lykiltölur; atvinnuleysi mćldist ţar 14,7 prósent í október 2010
 
Ţađ sem átti ađ vera svo gott á árunum frá 1999 til 2008 er nú orđiđ svo slćmt ađ Slóvakar íhuga plan-B. Ţađ var ekki hin stórpólitíska evra dagsins í dag sem Slóvakar tóku upp í byrjun síđasta árs. Ţeir álitu, vegna ţess ađ hin pólitíska elítu-stétt ESB sagđi ţeim ţađ svo oft, ađ 2008-evra seđlabanka Evrópusambandsins vćri fyrsta flokks sannur gjaldmiđill. Og ţeim var líka sagt ađ ţessi seđlabanki, sem gefur út evrumyntina, vćri svo góđur ađ fýsilegt vćri ađ leggja niđur slóvensku korun mynt landsins og taka hennar í stađ upp evru ESB.  

Stöđugleiki myntbandalaga
Slóvakar höfđu ţá vćntanlega skođađ í pakkann, skođađ og metiđ kosti og galla ţess sem ekki er hćgt ađ vita, og myndađ sér síđan skođun, byggđa á ţví sem ţeim var alls ekki sagt frá; ađ evrumynt Evrópusambandsins vćri eingöngu pólitískur gjaldmiđill, dulbúinn sem efnahagslegt fyrirbćri en hornsteinninn í myndun Bandaríkja Evrópu. 

Forseti slóvakíska ţingsins, Richard Sulik, skrifađi ţví eftirfarandi í blađagrein í Hospodarske Noviny: "ESB lofađi okkur stöđugum og traustum gjaldmiđli. Ţví lögđum viđ mikiđ á okkur viđ ađ uppfylla skilyrđin fyrir evruupptöku. Okkur hafđi veriđ lofađ stöđugum gjaldmiđli byggđum á vönduđu og traustu regluverki. Tveimur árum síđar er hins vegar dapurlegt ađ sjá ađ ţessar reglur og regluverkiđ allt er ekki eins fyrir öll löndin, svo mađur komi sér nú hjá ađ ţurfa ađ segja ađ engar reglur gildi um myntina í ţessu myntbandalagi. Tíminn er kominn til ađ viđ gerum okkur áćtlun-B, hćttum ađ treysta blint á ţađ sem leiđtogar evrusvćđis segja, segjum okkur úr myntbandalaginu og tökum aftur upp okkar eigin mynt."         

Kosningaţátttaka í heild til Evrópuţingsins 2004

Mikil er einfeldni mannanna hér. Slóvakar hefđu átt ađ stunda ţá sönnu upplýstu ESB-umrćđu sem hvergi hefur fariđ fram í Evrópusambandinu nokkurn tíma. Stjórnmálamenn landsins áttu ađ segja Slóvökum ađ mynt Evrópusambandsins vćri ţađ sem hún er; ţ.e.a.s. pólitískur gjaldmiđill sem hefur nákvćmlega ekkert ađ gera međ efnahagsmál. Ţeir hefđu líka átt ađ upplýsa ţjóđina um ađ engin leiđ vćri út úr myntbandalaginu aftur. Einnig hefđu ţeir átt ađ upplýsa ţjóđina um ađ Slóvakía hafđi ekki um neitt ađ velja, hún var skyldug til ađ leggja niđur sinn eigin gjaldmiđil. Ţađ stendur í sáttmála ESB. Ţeir hefđu átt ađ segja ţjóđinni ađ hún má aldrei aftur gefa út sína eigin mynt. Aldrei! Ţetta eru reglur Evrópusambandsins. Ţegar ţjóđir ganga í ESB ţá missa ţćr fullveldiđ ađ fullu og öllu leyti, međ smáum sem stórum skrefum, og fá ţađ aldrei aftur - án styrjaldar.   


Öllu hefur alltaf veriđ logiđ, međvitandi sem ómeđvitandi, ađ ţjóđum Evrópusambandsins um Evrópusambandiđ. Engin upplýst umrćđa hefur fariđ fram í neinu landi um Evrópusambandsađild nokkru sinni, aldrei. Ţetta, mínar dömur og herrar, er nefnilega ekki efnahagsbandalag. ESB er einfaldlega stórríki í smíđum. Ţađ er vel hćgt ađ kalla ţađ fyrir hiđ pólitíska óstöđugleikasamband Evrópu, enda er ţađ einmitt gert í ţessari grein í Wall Street JournalThe European Destabilization Mechanism. Mikil möguleg áhćtta er hér á ferđum fyrir Evrópu.
 
Ţjóđmál : Vetur 2008 Númer 4 2008
Ég bendi einnig á mína eigin grein, Seđlabankinn og ţjóđfélagiđ, sem birtist í tímaritinu Ţjóđmálum 4. hefti 4. árgangi veturinn 2008/9 - og sem kemur einmitt inn á pólitíska mynt Evrópusambandsins og hiđ óendanlega stóra mikilvćgi seđlabanka Íslands sem og annarra seđlabanka fyrir fullveldi virkra ţjóđfélaga.
 
Ég mćli einnig međ ţessari grein dagsins á EvrópuvaktinniEr ţetta sú framtíđ sem viđ sćkjumst eftir?
 
Ekkert af ofangreindu mun birtast í ESB-DDRÚV. 
 
Krćkjur
 
 
Tengt

Fyrri fćrsla

Mynt Evrópusambandsins skapar fátćkt og sundrung. Restin af Brusselveldinu skapar ekkert.

Evrópsambandsfáni 
Lönd evrusvćđis 
Mynd; Evrusvćđiđ 
 
Í jađarlöndum evrusvćđ . . .  Nei, bíddu ađeins. Hvers vegna tala menn um jađarlönd myntsvćđis Evrópusambandsins? Er eitthvađ viđ hliđina á Ţýskalandi sem kemur í veg fyrir ađ ţađ falli í jađarinn? Ekki mér vitanlega. Pólland er hinumegin og Sviss er í neđri kanti. Ţýskaland er líka jađarland myntsvćđisins.

The Irish economy blog (ţiđ muniđ bréfiđ frá Dyflinni) bendir á ađ ţađ er Evrópusambandiđ (og ekki AGS) undir forystu Olli Rehn sem skipađ hefur svo fyrir ađ lágmarkslaun á Írlandi verđi lćkkuđ. Ţetta sést og heyrist hér, um ţađ bil tvćr mínútur inni í myndskeiđinu. Yfir ţessu gleđst ESB trúuđ yfirstjórn Alţýđusambands Íslands. 

Svona fer ţegar lönd missa fullveldiđ. Ţá verđur viđkvćđiđ oftast, "ţví miđur, viđ getum ekkert gert í ţessu, ţetta er alfariđ í höndunum á Brussel. Sorry." 

Nýjasta hagspá Ernest & Young yfir evrusvćđiđ er komin út. Ţar er Írland dćmt til dauđa. Landiđ mun ekki ná hagvexti í gang til ađ geta glímt viđ hrikalegan taprekstur ríkissjóđ, mikla skuldabyrđi og ţar af leiđandi ekkert ađgengi ađ alţjóđlegu lánsfé. Hagvöxtur á Írlandi verđur ađeins 0,3 prósent ađ međaltali á ári frá 2009 til 2014, eđa á fimm árum. Hér má lesa dálítiđ um forsögu ţessa máls: Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands
 
Mikill fjármagnsflótti er nú í gangi frá Írlandi, Spáni, Portúgal og Grikklandi. Heilir 107 miljarđar evrur flúđu ţessi lönd á öđrum fjórđungi ţessa árs, samkvćmt tölum Bank for International Settlements hér
  
Myntbandalag Evrópusambandsins gerir lönd fátćk. 

  • Atvinnuleysi á Spáni verđur í kringum 20 prósent öll nćstu fjögur árin. Ţađ er yfir 40 prósent hjá ungu fólki.
  • Atvinnuleysi á Írlandi verđur í kringum 15 prósent nćstu fjögur árin. 
  • Atvinnuleysi í Grikklandi verđur í kringum 15 prósent nćstu fjögur árin.
  • Atvinnuleysi í Portúgal verđur í kringum 11 prósent nćstu fjögur árin. 
  • Atvinnuleysi á öllu evrusvćđinu verđur í kringum 10 prósent nćstu fjögur árin.
Velkomin í Evrópusamband fátćktar. Ţađan flýr fjármagniđ og fólkiđ til betri haga, eins hratt og komist verđur. Bráđum hlýtur ađ koma nýr múr.  
 
 
Fyrri fćrsla

Ríkisstjórn myrkraverka sćkir um ađild ađ stćrra vandamáli

Fyrst Evrópa hefur átt og á enn viđ svona mikil vandamál ađ stríđa, ađ hún - samkvćmt stjórnmála- og embćttismannastétt ESB - ţarf heilt Evrópusamband međ öllu tilheyrandi, til ađ reyna ađ lćkna vandamálin, af hverju, já af hverju vill ţá Samfylkingin og Vinstri grćnir ganga inn í ţetta vandamál? Af hverju vilja ţeir sćkja um ađild ađ vandamálinu? 

Langar stjórnmála- og embćttismannastétt sósíalista og kommúnista Samfylkingar Vinstri grćnna svona mikiđ inn í ađild ađ ţessu eilífđarvandamáli Evrópu vegna ţess ađ vandamálin hér heima eru svo smásmuguleg ađ ekki tekur sig ađ leysa ţau? Ţarf ađ búa til ný risavaxin vandamál handa ţessari stétt? Sérferđ handa ţessum fáu sem fóru á mis viđ síđasta stóra misfóstur heimsins? Er ţađ ţetta sem ţeim vantar. Stćrri vandamál?    

Evrópusambandiđ var stofnađ sem eins konar hjálpartćki Ţýskalands og Frakklands. Ţađ átti ađ reyna - og einungis bara reyna - ađ gera ţessum tveim löndum kleift ađ búa í sömu bygginu. Ţetta er eins konar hćkja handa fötluđum sem ţessir tveir krónískt mölbrotnu sjúklingar Evrópu nota í neyđ sinni. En ţví miđur. Ţrátt fyrir ţessar hćkjur er Evrópa á góđri leiđ međ ađ sprengja sig í loft upp aftur. Eina ferđina enn.

Viđhorf marga nágrannaríkja ţeirra hefur veriđ ţađ ađ fyrst ţessi tvö lönd ganga um á báđum mölbrotnum - og međ hćkjur - ţá hljóta hćkjur ađ vera góđar. Alveg burtséđ frá eigin heilsufari. 

En viđhorf Samfylkingarinnar og Vinstri grćnna er hins vegar svona; "Mamma mamma, ég fór yfir í nćsta hverfi og ţar ganga allir, já alveg allir, um međ hćkjur. Ég vil fá hćkjur."   

En ríkisstjórn sem gengur erinda annarra ríkja, hundsar algerlega vilja ţjóđarinnar og hagsmuni hennar, er ţegar orđin hćkja og skćkja. Hún er orđin verri en engin ríkisstjórn. Ţessi ríkisstjórn hefur nú sýnt sig sem verandi ţjóđfjandsamleg og stórhćttuleg Íslandi. Ţessi Icesave ríkisstjórn er Vinstri grćnir og Samfylkingin. Hún er lýđveldi og lýđrćđi okkar hćttuleg. Ţessi ríkisstjórn er hćttuleg öllu heiđarlegu fólki međ jarđsamband viđ rétt og rangt. Hún er börnum Íslands óholl. Ţau munu skammast sín fyrir ţetta fólk. 

Ţetta minnir allt saman - frekar óneitanlega og óţćgilega - á myrkraverk í Moskvu.
 
Fyrri fćrsla

Nokkur vel valin orđ um land, fjármálaeftirlit og regluverk í Evrópusambandinu

Ađvörun. Hrjúft málfar. Ţarfnast ţetta viđtal nánari útskýringa? Eđa hvađ. . 

Jóhanna Sigurđardóttir formađur Samfylkingarinnar og sitjandi forsćtisráđherra Íslands, skilur ţú engilsaxnesku?

Ef ţađ vćri íslenskur her á Íslandi, ţá vćri hann líklega búinn ađ taka völdin af ríkisstjórn Íslands núna.   

Fyrri fćrsla

Evrópusambandiđ er 84 milljón fátćklingar og 22 milljón atvinnuleysingjar. 


Evrópusambandiđ er 84 milljón fátćklingar og 22 milljón atvinnuleysingjar.

Evrópsambandsfáni
Samkvćmt upplýsingum miđstjórnar ráđstjórnarríkis Evrópusambandsins í Brussel, eru nú 84 af 500 milljón íbúum Evrópusambandsins fátćklingar. Og fjöldi atvinnuleysingja í ESB er heilar 22 milljónir manns. Takiđ eftir ađ hér er um lifandi mannlegar verur ađ rćđa, ekki evrur. En ţađ er örugglega alger tilviljun ađ orđin evra og vera eru svona keimlík í munni (ţau flćkjast dálítiđ í neđri vörinni). Miklu meiri áhersla er ţó lögđ á evrur en verur í ráđstjórnarríki Brussel. Ţađ er vegna ţess ađ miđstjórn ESB er illa viđ fólk, ţađ ţvćlist svo fyrir. 

Rétt og satt atvinnuleysi í ESB er líklega hátt í tvöfalt hćrra en ţetta, ţví svo miklu af fólki Evrópusambandsins hefur veriđ hent á ruslahaugana á síđustu ţremur áratugum. Hent í kassageymslur ríkisins.    
 
ESB vísar okkur veginn 
 
Ţetta er mesta fátćkt og atvinnuleysi í ESB-löndum frá lokum seinni heimsstyrjaldar Evrópu. En henni, styrjöldinni, lauk međ sigri Bandamanna áriđ 1945. Skyldi ţetta mikla frambođ af atvinnuleysingjum og fátćku fólki vera árangurinn af Evrópusambandinu sjálfu? En ESB hefur jú evrur og Brussel í Belgíu. Hvernig gat ţetta ţá gerst? Af hverju er Grikkland gjaldţrota eftir 29 ára veru landsins í Evrópusambandinu? Og eftir 86,4 miljarđa evrur í fátćklingaađstođ frá miđstjórn lands- og mannréttinga í Brussel. Ţetta hlýtur ađ kalla á enn meira og enn sterkara Evrópusamband, og miklu miklu meiri ordnung

Af hverju er hagvöxtur nćstum horfinn í Evrópusambandinu og sérstaklega á evrusvćđinu? Af hverju hefur atvinnuleysi í ESB veriđ á bilinu 8-10 prósent í samfleytt 30 ár? Af hverju er Evrópusambandiđ ađ breytast í háborg nútíma eymdar og hnignunar? Hvađ er ađ? Virkar ESB ekki? Er Evrópusambandiđ kannski á leiđinni ađ verđa hin nýju Sovétríki okkar tíma? Er von ađ mađur spyrji. En svariđ er ţví miđur já. Framtíđ ESB er mjög svört - og hćttuleg.  
 
USSE 
 
Skyldi Steingrími J. Sigfússyni stórkosningasvikara Íslands takast ađ gera land okkar fátćkt á ný? Eigum viđ ađ biđja saman, - eđa kjósa?

Já, vel á minnst; Eins og ţiđ kannski muniđ spáđi Lars Christensen, ćđsti ESB-prestur hjá Danske (over) Bank, ađ verđbólgan yrđi 50 til 75 prósent á Íslandi eftir hrun. Verđbólga er ţví engin. Líđur ykkur ekki annars vel í ekki-verđbólgunni? Nú hafiđ ţiđ skođađ kosti og galla ekki-verđbólgu. Skođađ í ţann pakka. Ţađ er svo gaman ađ skođa upp í byssuhlaup. 

 
Fyrri fćrsla
 

Markađurinn skilur ekki evruna, segir hann

 
Hádegisţáttur DDR-ESB-RÚV; Viđsjáumekkineitt

Ţeir skilja ekki evruna, segir hann

Ţetta segir fjármálaráđherra Ţýskalands. Hann segir ađ markađurinn "skilji ekki" evruna. Ţađ evru myntbrandaralag, sem spilađ er upp í rúmi Alţjóđa Gjaldţrotasjóđsins á bak viđ evruna, skilur markađurinn ekki heldur. Ţessi evra var búin til á hryllingsverkstćđi Evrópu. Ţađ verkstćđi starfar enn, ţrátt fyrir heilar tvćr heimsstyrjaldir á innan viđ 100 árum. Vilt ţú eiga mynt sem enginn skilur?

Evrópa lćrir aldrei neitt. Hún er líklega glötuđ, ađ eilífu. Og bráđum verđur hún horfin, ţví svo fáar konur hafa viljađ, og vilja ekki enn, fćđa ţar börn. Ţćr eru farnar í ćvilangt verkfall ţví ţćr búa í Evrópu, sem er meginland tapara, segja sumir, e. a continent of loosers.    

Allir skilja krónuna. Hún gefur eftir ţegar brotsjóir ríđa yfir. Hún beygir sig og brotnar ţví ekki. Hún er sveigjanleg. Ţegar vel gengur á búgörđum ţjóđarinnar, ţá styrkist krónan, réttir sig viđ. Íslenska krónan er alvöru gjaldmiđil. Hún er ekta gjaldmiđill. Á bak viđ krónuna stendur heil ţjóđ, heilt land, heilt ríki og öll auđćfi ţess. Ţessi króna er verđmiđaprentari, eđa, hún er verđađlögunarvél íslenska hagkerfisins. Hún sér til ţess ađ viđ verđleggjum okkur ekki út af landakorti heimsmarkađa (e. the price adjustment mechanism). Ţađ er ákaflega gott ađ eiga gjaldmiđil sem allir skilja. 

Samfylkingin ein myndi skilja evruna. Hún veit ađ ţegar viđskiptavinir hćtta ađ koma í verslun hennar, ţá á hún auđvitađ ađ hćkka vöruverđin. Hćkka verđin ţangađ til allir hćtta alveg ađ koma í verslunina. Ţá er loksins hćgt ađ loka alveg og leggjast afvelta úr heimsku í kommasófann. Láta svo ađra borga sér fyrir ađ bora í nefiđ á međan eitthvađ er til í andskotans kassanum. Svo ţegar allir eru orđnir atvinnulausir ţá grenjar mađur af frekju og kafnar svo úr henni ađ lokum.   

Enginn skilur evruna. Brussel skilur ekki hvađ hún bjó til. Engin evruţjóđ skilur evruna. Engin ţjóđ skilur af hverju gjaldmiđill hennar hćkkar í verđi gagnvart flestu ţegar sem verst gengur heima hjá ţeim sjálfum. Engin mađur međ sćmilega greind skilur af hverju myntin ţeirra er svona Sovésk. Ţessa vegna er og verđur evran alltaf Frankenstein fjármála Evrópu. Vanskapađur krypplingur og ekki af ţessum heimi.

Ţegar markađurinn skilur ekki sameiginlegan gjaldmiđil 16 ţjóđa sem vinna allar í sameiginlegri evrópskri fangabúđ, ţá er alveg örugglega hćgt ađ ganga út frá ţví ađ ţessari fangabúđ verđur lokađ. Búđin fer bara á hausinn. Viđ lifum á sögulegum tímum. Gćtiđ ykkar.
 
Krćkjan
 
 
Fyrri fćrsla
 
 

Írland á engan Davíđ Oddsson. Bréf frá Dyflinni.

Hér heima er okkur sagt ađ Davíđ Oddsson hafi skađađ hagsmuni Íslands. Samt var hann einn fárra sem bćđi sagđi og gerđi ţađ sem best var fyrir Ísland. Svona manns er sárlega saknađ í höfuđborg Írlands.
 
"Iceland is an obvious model for us. In a referendum, her voters have already rejected a proposal to pay back their banks’ creditors, who will take major losses." 
 
Munurinn á Íslandi og Írlandi er ekki einn bókstafur. Nei, hann er sá ađ Ísland er fullvalda ríki sem á sína eigin mynt. Ţađ er Írland ekki. Ţađ er ekki fullvalda. Ţađ er berstrípađ Evrópusambandsland án myntar og getur ekkert gert sér til sjálfshjálpar. Ţađ á raunar fátt eftir, nema ađ pakka saman og loka. Ţví miđur.  

Evrópusambandiđ kom til Dyflinnar í síđustu viku, tók fram fyrir hendur ríkisstjórnar landsins, handjárnađi Alţjóđa Gjaldeyrissjóđinn, og stakk skuldum sem nema helmingi ţjóđarframleiđslu Írlands ofaní ţegar stórskuldugt heimilisbókhald allra landsmanna Írlands. Fyrir ţetta ógagn er svo krafist óheyrilegra okurvaxta. Á mannamáli heitir ţetta ađ láta írskan almenning bjarga Brussel frá ţví sem hlaut ađ koma ađ, eftir ţriggja áratuga stansausa valdníđslu og pólitískum sem efnahaglegum undangreftri í Evrópu. Fátt skítapakk sögunnar kemst í hálfkvisti Brusselelítuna.   

Reiđin er ţvílík ađ áköfustu Evrópusambands-ađdáendur Írlands eru ađframkomnir af sorg og reiđi. Landinu ţeirra hefur veriđ fórnađ á altari myntarinnar evru, sem engum hefur gagnast, nema samskonar fjárglćframönnum og komu fjármálakerfi Íslands á kné. Muniđ ávalt ađ bankar okkar fóru á hausinn inni í miđju ESB. En Ísland var svo ljónheppiđ ađ ţađ átti einn mann sem heitir Davíđ Oddsson. Einn góđan, ásamt nokkrum öđrum - og svo Geir H. Haarde.

Brusselveldiđ og seđlabankinn á snjóţrúgunum frá Frankensteinfurt, gekk um á skítum fótabúnađi sínum í ţví sem hugsanlega er hćgt er ađ líkja viđ stjórnaráđiđ okkar hér heima. Veldiđ frá Brussel skipađi ríkisstjórn Írlands fyrir verkum međ offorsi, gekk svo burt frá öllu sem ţeir sönnu drulluháleistar sem ég alltaf hef vitađ ađ ţeir vćru. Evrópuelítan var komin til Dyflinnar til ađ bjarga sjálfri sér og myntinni ömurlegu. Til helvítis međ smáţjóđina írksu. Viđ ráđum, ţiđ ţegiđ, ţiđ eruđ núll, eruđ örsmátt ESB-ríki í okkar veldi. Viđ eigum ykkur.      

Muniđ ţiđ ESB-lygina um:

Regluverkiđ mikla sem átti ađ vera svo til fyrirmyndar
Bakhjarlinn mikla
Ţúsund ára myntina evru 
Ađ deila fullveldinu međ öđrum vćri svo gott
Finnsku leiđinni hennar Jóhönnu sem er lygi
Lánstraustiđ sem átti ađ aukast viđ ţađ ađ sćkja um ofaní drullupoll ESB
Vextirnir sem áttu ađ lćkka - og hćkka úr öllu samhengi viđ skynsemina 
Traustiđ sem átti ađ aukast viđ ađ sćkja um 
Lýđrćđi sem átti ađ batna viđ ađ leggja ţađ niđur
 
Listinn er endalaus, en algerlega fullur af ósannindum, falsi og óheiđarleika

Aumingjaveldi ríkisstjórnar Íslands hér heima er ömurlegt. Ţessi ríkisstjórn mun fara inn í Íslandssöguna sem örverpi og ónytjungar á launum viđ ađ eyđileggja hér sem mest á sem skemmstum tíma. Forsćtisráđherrann, utanríkisráđherrann og sérstaklega fjármálaráđherra Íslands (sem pólitísk grćđgi bar ofurliđi á fimm sekúndum) eru ađ verđa smćstu örverpi nútíma sögu lands okkar. Ekkert mun lagast hér á međan ţessi dragnót rekur um međ völdin í forarpytti Samfylkingarinnar og stórkosningasvikara Íslands, mannsins í Vinstri grćnum. 
 
Eins og hinn nú reiđi ESB-ađdáandi, Barry Eichengreen prófessor viđ Berkeley í Kaliforníu, skrifađi í Handlesblatt í gćr: "John Maynard Keynes, sem ţekkti máliđ um stríđsskađabćtur ákaflega vel, sagđi eftirfarandi; ađ vera leiđtogi krefst ţess ađ sannleikurinn sé sagđur miskunnarlaust." Ţađ gerđi Davíđ Oddsson hér heima. Hann ţyrftum viđ ađ hafa sem leiđtoga á Íslandi núna. Hans er sárlega saknađ.   
 
"As John Maynard Keynes – who knew about matters like reparations – once said, leadership involves “ruthless truth telling.” In Europe today, recent events make clear, leadership is in short supply. | á ţýsku: Handelsblatt | á ensku: Irish economy blog 
 
Hér er bréfiđ frá Dyflinni. Ţađ er eftir hagfrćđinginn og (fyrrum?) Evrópusambandsađdáanda Kevin O'Rourke og birtist á Eurointelligence: Letter from Dublin (ath; vefţjónn Eurointelligence virđist vera niđri (orsök? krćkja á blog Paul Krugmans?), ţví hef ég í leyfisleysi útbúiđ PDF skrá af bréfi Kevin O'Rourke frá Dyflinni - og viđhengt ţađ sem skjal hér neđst í fćrslunni)
 
"nothing quite symbolised this State’s loss of sovereignty than the press conference at which the ECB man spoke along with two IMF men and a European Commission official. It was held in the Government press centre beneath the Taoiseach’s office. I am a xenophile and cosmopolitan by nature, but to see foreign technocrats take over the very heart of the apparatus of this State to tell the media how the State will be run into the foreseeable future caused a sickening feeling in the pit of my stomach.
 
 
Og svo er ţetta hér til viđbótar. Bein tilvitnun úr borgaralega ESB-falsinu ţann 12. janúar 2009.   
 
Allir erlendir álitsgjafar sem fjallađ hafa um íslenska vandann - ţeirra á međal Willem Buiter og Richard Portes - hafa kallađ eftir brottvikningu seđlabankastjóra. Brottvikning myndi senda fjármálamörkuđum heimsins merki um ađ Íslandi vćri alvara međ ađ koma sér aftur á beinu brautina.
 
Muhahah ha ha ha ha ha hah ha hah hah ha hha! Senda merki!! Ha ha haha ha
 
Verst er ađ smjörfjalliđ Willem Buiter er kominn međ evru-hatt úr álţynnu og felur sig nú undir skrifborđunum í banka sínum. En hann segir ađ írska máliđ sé bara byrjunin á upphafi óperunnar um gjaldţrot ríkja Evrópusambandsins. Senda merki!! Ha ha haha ha
 
   
 

Buiter’s Bombshell

Despite the recent drama, we believe we have only seen the opening act, with the rest of the plot still evolving. Although we have not had a sovereign default in the AEs since the West German sovereign default in 1948, the risk of sovereign default is manifest today in Western Europe, especially in the EA periphery. We expect these concerns to extend soon beyond the EA to encompass Japan and the US.

Accessing external sources of funds will not mark the end of Ireland’s troubles. The reason is that, in our view, the consolidated Irish sovereign and Irish domestic financial system is de facto insolvent. The Irish sovereign cannot from its own resources ‘bail out’ the banks and make its own creditors whole. In addition, a fully-fledged bailout (permanent fiscal transfer) from EA partners or the ECB is most unlikely. Therefore, either the unsecured non-guaranteed creditors of the banks, and/or the creditors of the sovereign may eventually have to accept a restructuring with an NPV haircut, even if it is not a condition for accessing the EFSF or the EFSM at present . . 
 
Irish Economy Buiter’s Bombshell (PDF) 
 
Ekkert af ţessu mun koma fram í ESB-DDR-RÚV. 
 
Fyrri fćrsla
 

Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Geir H. Haarde kemst ekki, - í ríkisréttinn

Ríkisútvarpiđ greinir frá ţví ađ Geir H. Haarde hafi veriđ varpađ í tímabundiđ leyfi frá pólitískum ofsóknum ríkisstjórnarinnar. Ţessi fyrrum forsćtis- og fjármálaráđherra Íslands hefur ţví ekki tíma til ađ standa skil á ţví fyrir ríkisrétti Samfylkingar Vinstri grćnna af hverju hann bjargađi Íslandi frá ţeim hamförum sem nú ríđa yfir evru ríkiđ Írland.

Írska ţjóđin vill ráđa ţennan ríkisákćrđa íslenska mann til starfa viđ björgun Írlands. Bjarga á írska lýđveldinu undan ţeim nýju Versala-samningum sem fulltrúar írskra banka í ríkisstjórn Írlands lögđu á írsku ţjóđina, undir vopnavaldi 26 trúarofstćkismanna samfylkingarlausnar Evrópusambandsins. Mest ţýskra, belgískra og stórhertoga Lúxemborgardóms.

För Geirs H. Haarde til Írlands verđur ekki útvarpađ. Umbođsmađur ţeirra tekna sem för Geirs H. Haarde mun afla Íslandi, er Atli Gíslason, yfirverkstjóri á pólitísku mannréttingaverkstćđi ríkisstjórnarinnar. Hann, ásamt forsćtisráđherraínu Íslands, frú Jóhönnu Sigurđardóttur, munu ekki leggja í ţessa för međ Geir H. Haarde. En í stađinn koma ţau bćđi fram í ríkisútvarpsţćtti ríkisstjórnarinnar; viđ sem heima sitjum.
    
Paul nokkur Krugman (ekki starfsmađur á RÚV) bendir okkur á eftirfarandi:
 
 

I’ve been reading Kevin O’Rourke at the Irish Economy blog, watching with astonishment and admiration as the mild-mannered economic historian becomes Isaiah, righteously denouncing what has been passing for responsible policy. Now the even more usually mild-mannered Barry Eichengreen weighs in, calling it what it is: reparations imposed on an innocent public.

 

Read the comments, too — especially the ones in sort-of German.

 

Meanwhile, I was remiss in not posting this, from FT Alphaville — originally posted on an Irish property site: 
 
Fyrri fćrsla
 

Nćsta síđa »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband