Leita í fréttum mbl.is

Evran: byggđ á lygum II - Hertan Maastricht brotavilja ţarf til

 
Hertan Maastricht brotavilja ţarf til 
 
Hertan brotavilja ţarf til - og svik og pretti 

Mikill kjáni gat ég veriđ. Ţetta var of augljóst til ađ ég tćki eftir ţví strax. Einhvers stađar og einhvern tíma skrifađi ég um ađ grófan yfirgang gegn sumum smáríkjum myntbandalagsins vćri alltaf hćgt ađ afsaka međ röksemdinni um ađ ţau ógni "fjármálalegum stöđugleika" myntbandalagsins. Ţá vćri hćgt ađ dusta rykiđ af eins konar efnahagslegum herlögum sem hćgt vćri skella á ríki ţegar ţau ógna tilveru myntbandalagsins. Ţetta hefur nú ţegar veriđ gert. En ţađ er meira.

Ţađ vakti undrum mína ađ virt blađ eins og Der Spiegel skyldi eyđa svona miklu plássi (greinin sem ég benti á í fyrri fćrslu) undir útţynntan og ótrúverđugan sálmasöng um vonda spekúlanta. Ađ ţađ vćru ţeir sem vćru ađ spá gegn gríska ríkinu og gegn evrunni. Stađreyndin er sú ađ ţeir sem kaupa skuldir gríska ríkisins núna eru í hćsta máta ađ stunda stórhćttulega spákaupmennsku og taka mikla áhćttu. Til dćmis vćri varla hćgt ađ afsaka ţađ ef peningum lífeyrissjóđa vćri variđ í ađ kaupa skuldir af gríska ríkinu. Ţađ vćri ađ spila hasar međ sparifé sakleysingja.
 
The 2001 currency-swap deal arranged by Goldman trimmed Greece's deficit by about a 10th of a percentage point of GDP for that year. By comparison, Greece failed to book €1.6 billion ($2.2 billion) of military expenses in 2001—10 times what was saved with the swap, according to Eurostat, the EU's statistics authority
 
 
En ţađ er samt ţađ sem gríska ríkiđ er ađ reyna ađ fá fjárfesta til ađ gera. Gríska ríkiđ ţarf ađ bjóđa ţeim svo háa ávöxtun ađ mjög erfitt verđur fyrir ríkiđ ađ standa undir greiđslunum. Og enginn hefur ennţá komiđ og sagt neinum fjárfestum í grískum ríkisskuldabréfum, ađ framtíđarhorfur gríska ríkisins vćru öfundsverđar, eins og Alţjóđa Gjaldeyrissjóđurinn sagđi stuttu eftir komuna til Íslands.

Ţá sagđi sjóđurinn ađ framtíđarhorfur Íslands vćru öfundsverđar. Ísland á mikil auđćfi. Ekki bara land og náttúruauđlindir, heldur er ţjóđin líka ung, áhugasöm, vinnusöm og nennir ađ fćđa af sér börn framtíđarinnar. Ţjóđin trúir á sig sjálfa og á framtíđina í eigin landi. Frjósemi á Íslandi er ein sú hćsta í hinum vestrćna heimi og framfćrslubyrđi íslenska ríkisins er var lauflétt miđađ viđ gömlu Evrópu. Stađan er ekki svona öfundsverđ í Grikklandi. Ţar er framtíđin ţeldökk. Ţar verđa of fáir til ađ borga skuldir foreldranna í framtíđinni. Ţessi stađa er álíka svört í nćstum öllu ESB nema hugsanlega í Frakklandi og Írlandi. Öldrunarvandamál ţessa myntbandalags verđa hrikaleg fyrir skattgreiđendur framtíđarinnar.

Mér fannst líka átakanlegt ađ horfa á forsćtisráđherra Grikklands ferđast um Evrópu og ţar á eftir yfir til Bandaríkjanna, haldandi rćđur um ţessa ofangreindu vondu spekúlanta sem vćru ađ gera tilrćđi gegn fjármálum Grikklands. Hvađ var ţađ sem fékk manninn til ađ leggjast svona lágt?

Ţađ var ekki kvartađ og kveinađ yfir neinu ţegar ţessi sömu vondu spekúlantar lćkkuđu vaxtakostnađ gríska ríkisins á árunum á undan inngöngu Grikklands í myntbandalagiđ. Ţá var alls ekki öruggt ađ Grikkland kćmist međ í myntbandalagiđ. En ţá trúđu ţessir vondu spekúlantar á ađ sú yrđi reyndin og krafa ţeirra til ávöxtunar á grískum ríkisskuldabréfum hríđféll. Ţeir sem eru ađ flýja fjárfestingar í Grikklandi og evru núna eru Evrópubúar sjálfir, og svo auđvitađ prófessional fjárfestar sem bera ábyrgđ á fjármunum launţega. Ţeir sjá vandamálin hrannast upp og ţeir sjá ađ logiđ hefur veriđ ađ ţeim. Ţetta var nú öll vörnin í myntbandalaginu.

Plottiđ
 
Ţađ stutta í ţví langa er ađ Brussel, sum evruríkin, frammámenn ESB og sumir innan seđlabanka Evrópusambandsins hafa greinilega bundist höndum um ađ skapa hiđ rétta andrúmsloft áđur en Maastricht sáttmálinn verđur ţverbrotinn á hinn grófasta hátt. Spunninn er sá lygavefur ađ á land innan myntbandalagsins hafi veriđ ráđist og ađ sú árás ógni tilveru myntbandalagsins. Á myntina sjálfa hefur ţannig veriđ ráđist í sjálfu sér. Ţá er hćgt ađ virkja klásúluna um "fjármálalegan stöđugleika" og hamfarir sem ekki var hćgt ađ sjá fyrir eđa gera ađ. Ţetta er spuninn um vondu spekúlantana sem eru ađ ógna tilveru myntbandalagsins.
 
Are wicked speculators using the CDS market to drive borrowing costs up artificially? Not according to the Bank for International Settlements. Net CDS on Portugal amounted to only 5% of outstanding Portuguese government debt. For other countries, including Greece, the ratio of sovereign CDS contracts to government debt was even lower.; hér
 
 
Efnahagsleg herlög verđa ţá sett í gagniđ og peningum skattgreiđenda í öđru evrulandi verđur variđ til ađ bjarga Grikklandi frá gjaldţroti. Ţetta verđur gert svo bankakerfi Ţýskalands, Frakklands og fleiri landa muni ekki kikna undan gjaldţroti gríska ríkisins og ţeirra sem koma ţar á eftir. Eitt afbrigđiđ gćti heitiđ "björgunarsjóđur", eđa EGS. Stranglega bannađ samkvćmt Maastricht sáttmálanum.

Ergo
 
fyrsta skrefiđ var ađ reyna ađ bjarga fjármálageira myntbandalagsins međ miklum ríkisábyrgđum haustiđ 2008, ţegar hrun fjármálamarkađa skall á. Viđ ţađ opinberuđust 64+ brot á Maastricht sáttmálann fyrir umheiminum. Vegna ţess ađ löndin eru lćst og múruđ inni í myntbandalaginu geta ţau ekkert gert sér til sjálfshjálpar - nema fariđ í gjaldţrot. Engin leiđ er fćr til ađ leiđrétta nógu hratt fjárlagahalla og ósamkeppnishćfni ţeirra ríkja sem um er ađ rćđa; öll PIIGS löndin. Ţví ekkert hafa ţau gengiđ lengur.

Haustiđ 2008 fór í ţađ ađ bjarga einkageiranum (bankakerfiđ og sparifjáreigendur) međ peningum skattgreiđenda. Ţetta mátti ekki samkvćmt Maastricht sáttmálanum, en var samt gert. Eina leiđin til ađ bjarga hlutunum núna er ađ taka allt ţetta og henda ţví aftur yfir á skattgreiđendur og fyrirtćkin. Einkageirinn í ESB mun verđa laminn sundur og saman í stórum hluta myntbandalagsins á nćstu áratugum. Hver vill ţá fjárfesta í einnota bleyjum sem hanga til ţerris á snúrum myntbandalagsins: enginn! Hrikalegt atvinnuleysi, stöđvun hagvaxtar, verđhjöđnun og hrikaleg afkoma hins opinbera og einkageirans verđur útkoman. Hin efnahagslega eyđni myntbandalagsins mun bara aukast. Evran verđur plat gjaldmiđill áfram og myntbandalagiđ mun leysast upp hrađar en allir héldu. Holskefla lögsókna á hendur yfirvöldum mun skella á í Ţýskalandi. Almenningur verđur ćfur af reiđi.

Hvađ ţarf til ţess ađ spuninn gangi ekki upp og áhćtta ţeirra međ einbeitta brotaviljann verđi of mikil? Ţađ kemur í ljós á nćstu vikum. Andstađan í Ţýskalandi verđur ađ minnsta kosti mikil. Finnar geta varla glađst mikiđ ţessa dagana.

Ef ţú vilt stunda spákaupmennsku farđu ţá og keyptu skuldir af gríska, írska, spćnska og portúgalska ríkinu. Ţađ er í hćsta máta hárreisandi spákaupmennska, ţ.e. ef plottiđ hér ađ ofan gengur ekki upp. En ef plottiđ gengur upp, ţá batnar stađa ţín sem spekúlant enn meira til langframa, ţví ţá verđur líka hćgt ađ bćta ţýska ríkinu á ţennan lista yfir "feasible objects for speculators, soon". Ţvílíkt klandur. Ţetta er martröđin sem Ţjóđverjar óttuđust alltaf. Ađ auđćfi Ţýskalands myndu enda á kistubotni ríkja Suđur-Evrópu. 
 
Ef flóđgáttirnar verđa opnađar eins og Issing skrifađi um í FT, ţá verđur fossinn án enda. Hér er einn sem hefur líka tekiđ eftir ţessu: AEP
 
In the meantime, for the sake of the citizens in the peripheral eurozone nations now facing fiscal retrenchment, pray there is life on Mars that exclusively consumes olives, red wine, and Guinness beer
 
 
Leyfi mér einnig ađ benda á ágćtis grein um hluta ţessa máls: Leading PIIGS to Slaughter
 
Vondur Góđur Vondur 
Myndskeiđ; Brynjólfsson  Papandreou  Rogers 
 
Fyrri fćrsla
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband