Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016

Innistæðutryggingakerfi Evrusvæðis drepið í fæðingu - þýskir bankar "fullir af eitri"

Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, drap í ítalska þinginu í fyrradag tilraunir jötunuxa myntbandalags Evrópusambandsins til að koma á sameiginlegum innistæðutryggingum í bankakerfum hins deyjandi myntsvæðis. Tilraunir sem háðar eru vissum forsendum sem útflutningssteikt Þýskaland krefst. Renzi sagðist beita neitunarvaldi gegn tilraunum Þjóðverja til að takmarka ríkisskuldabréfaeignir banka evrusvæðis. Þar með er óhugsandi að tillögur um innistæðutryggingakerfið nái fram að ganga. Og Þýskaland getur ekki gengið gegn Ítalíu án þess að skjóta sig í báða fætur

Enn fremur sagði ítalski forsætisráðherrann að þýskir bankar væru barmafullir af eitruðum og einskis virðis úrgangi þýskra fjármálagjörninga og í raun aðeins lifandi lík. Nefndi hann sérstaklega Deutsche Bank og Commerzbank sem dæmi um líkkisturekstur fjármálastofnana Þýskalands. Fólk ætti frekar að beina spjótum sínum að þýskum bönkum í stað ítalskra banka, sagði hann

Virði hlutabréfa í Deutsche Bank nálagst nú hratt núllið og ólögmætið. Þau eru fallin um 85 prósent síðan í maí 2007 og er virði bankans nú lægra eða svipað og það var er heimurinn í ESB var að farast í upphafi þúsund þátta neyðarfundaseríu árin 2008 til 2009. Atburðarrás er varir enn í hinu pólitískt- og peningalega gjaldþrota myntbandalagi Evrópusambandsins. Já, evran kemur - líklega á undan Rússunum

Evrópa, fyrir tilstilli sjálfrar tilvistar Evrópusambandsins, er komin í óafturkallanlegt upplausnarferli sem enginn veit með vissu hvernig endar. Og upplausn Evrópusambandsins, sem hófst um leið og það var stofnað, er aðeins ein byrjunin á þeim tryllingi. Komandi ríkisgjaldþrot Kína mun heldur ekki sprengja nein blóm "Sonderwegar" út úr bergnumdu fjármálakerfi Þýskalands í vöggu Hegels. Kína mun fara í greiðsluþrot innan næstu 10 ára - ef vel gengur

Fyrri færsla

Já, raunveruleikinn hélt síðan áfram


mbl.is Helgi Hjörvar gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, raunveruleikinn hélt síðan áfram

Eftir að Sovétríkin féllu, þá féll Rússland í einskonar dá. Það lagðist í trans með Boris Jeltsin við stýrið. Ekið var í hlutlausum gír fyrir engu afli þar til að sú stutta ökuferð stöðvaðist af sjálfu sér. Sumir héldu að þarna væri Rússland komið í sitt eðlilega ástand á ný. Þeir voru ekkert smá skrítnir sem hugsuðu þannig

Á meðan Boris var úti að aka, notaði ESB og NATO tækifærið til að gúffa í sig það sem annars hefði ekki verið hægt: sjálft öryggissvæði Rússlands öldum saman. Svæðið sem verndar Rússland gegn innrásum, því ekki gerir landslagið það fyrir þetta landmassaríki, sem er án náttúrulegra landamæra og þarfnast því manngerðra stuðara. Pólitískra stuðara

Svo hætti Boris að dunda sér við aksturinn á sjáfum sér, missti reyndar prófið, og þá hrökk Rússland í sinn gamla gír á ný. Og fór þar með að hugsa um hin gömlu utanríkisliggjandi öryggissvæði sín

Þetta var svo ofur eðlilegt að engum þurfti að koma þetta á óvart. Þeir sem eru hneykslaðir, eru það bara í þykjustunni. En þannig hefur utanríkispólitík ávallt verið. Þykjusta að mestu, en þó án þess að vera það að fullu

Allt er við sitt gamla á ný. Það fer veröldinni best, því Útópía er og verður alltaf einungis klikkunarmannadella er hvergi tollir við veraldlegt landakort

Fyrri færsla

Hvað eru mörg núll í Evrópu?


Hvað eru mörg núll í Evrópu?

Það er athyglisvert að fylgjast með upplausn Evrópu undir stjórn Evrópusambandsins. Það er einnig athyglisvert að fylgjast með síðustu andartökum sovétsins anda hinu stóra Rússlandi hratt kólnandi út um vitin. Og það er einnig athyglisvert, en fyrirsjáanlegt, að fylgjast með djúpfrystingu Kína sem búið er að vera miðað við síðustu 30 árin, eða svo. Það Kína er búið að vera. En þegar það þiðnar -ef það þá þiðnar- þá þiðnar það til að bráðna, hægt en örugglega

Öll þau núll sem núllast þarna út, eru meginlands-evrópsk hugmyndagloría að uppruna. Öll eru núllin fundin upp á meginlandi Evrópu

Það eina sem -í megindráttum- stendur eftir, eru Bandaríki Norður-Ameríku. Og svo mun verða um aldur og ævi. Þau eru ósigrandi, enda var vel til þeirra vandað

Einu sinni voru Bandaríkin þar sem hið ódýra vinnuafl veraldar átti heima. Allt var framleitt í Bandaríkjunum. Einu sinni sáu Bandaríkin veröldinni að miklu leyti fyrir olíu. En aldrei verða Bandaríkin samt eins og núllið Evrópa. Það var með sjö-tommu saum geirneglt djúpt niður í stjórnarskrá þeirra

Hvorki Evrópa, Rússland né Kína munu ná að komast heil á húfi frá langferð umbyltinganna á eins giftusamlegan hátt og Bandaríkin hafa gert. Falli lauf og falli jafnvel Kína og falli jafnvel Rússland og hverfi fallin Evrópa, þá munu Bandaríki Norður-Ameríku ekki falla með. Þau eru ekki þannig byggð. Sjálf gerð þeirra er ekki svo vonlaus. Þau voru ekki byggð þannig. Þau eru voldugasta þjóðríki mannkynsins. Takið eftir orðinu þjóð-ríki

Ísland á ekki að hanga aftaní töpurum. Það eru bara ein Bandaríki Norður-Ameríku í veröldinni. Og þau liggja í vestur

Fyrri færsla

Angela Merkel mun þurfa að flýja til Suður-Ameríku


Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband