Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Hverjir eru að græða á olíunni?

Svar: hérna í Danmörku að það ríkið sem græðir mest, og svo einnig hugsanlega eigendur olíunnar. 

 

Verðið á 95 oktan bensíni var hér fyrir skömmu 10,58 danskar krónur (DKK) fyrir hvern líter, en þetta verð hefur svo hækkað síðan og er núna ca. 11,30 DKK. Af þessum 10,58 DKK þá fékk ríkið 6,22 DKK, eða 59% af verði vörunnar.  

 

Afgangnum er svo deilt á milli eftirfarandi aðila:

  1. þeirra sem eiga olíuna (framleiðendur)
  2. olíufélögin sem kaupa hana af framleiðendum og flytja hana
  3. þeir sem hreinsa olíuna
  4. og svo loks þeir sem selja olíuna til neytenda, þ.e. bensínstöðvar

Þessum 4,02 DKK sem ríkið fær EKKI er sem sagt deilt á milli þessara fjögurra aðila. Af þessum 4,02 DKK þá fá bensínstöðvarnar 34 aura DKK eða sem svarar til 3% af verði til neytenda.    

 

Svarið við spurningunni hérna í Danmörku er því: RÍKIÐ ! Ríkið þénar mest. En ríkið hér í Danmörku fær þessar tekjur inn í formi a) skatta á orku b) CO2 gjalds og svo c) 25% virðisaukaskatts

 

Spurningin um háar álögur ríkisins á olíu hafa einnig komið upp hér í Danmörku. Skattamálaráðherra Danmerkur var spurður að því hvort ekki væri gott að ríkið lækkaði álögur sínar á olíu þar sem það þénaði meira og meira efir því sem olíuverð hækkaði.

 

"Nei", sagði skattamálaráðherrann - "það munum við ekki gera því það mun aðeins þýða það að fólk og fé mun nota peningana í eitthvað annað, og ríkið græðir jú mest á olíunni í gegnum há gjöld og á virðisaukaskatt sem er 25%.

 

Sem sagt: af því að ríkið er með puttana og innheimtuna allsstaðar, að já, þá þýðir ekkert að lækka neitt, því lækkunin mun hvor sem er alltaf lenda í ríkiskassanum í einu eða örðu formi. 

 

Ég er ennþá að tyggja á þessari útskýringu. Ég tel þetta þó vera eina af þeim bestu "bortforklaringer" (þokuútskýringum) sem ég hef heyrt í langan tíma. Það virðist engum detta í hug að minnka umsvif hins opinbera til að auka dýnamík í hagkerfinu.  

 

Fyrir Ísland þá finnst mér enn frekari skattalækkun vera umhugsunarverður möguleiki hér, og sem myndi auka enn á dýnamik og samkeppnishæfni íslenska hagkerfisins.

 

Ég fylgist með ársreikningum margra stærri hlutafélaga á hlutabréfamarkaði. Olíufélagið Exxon Mobile er núna eitt af stærstu hlutafélögum heims þegar að markaðsvirði kemur. En við síðustu afkomutilkynningu Exxon Mobile í byrjun þessa mánaðar þá féllu hlutabréf Exxon því þau lifðu ekki upp til væntinga greinenda. Hyldjúp gróðafljót peningana er ekki að finna hjá olíufélögunum nema að litlu leyti.  

 

 

Uppfært:

Þess ber að gæta að þær hækkanir sem orðið hafa á díselolíu hafa verið lang mestar, og hafa bitnað hrottalega á öllum vöruflutningabransanum og á skipa og bátaflotanum. Það tekur langan tíma fyrir olíuhreinsunarstöðvar að gíra sig inná áróður magra fyrir aukinni díselbílaeign til einkanotkunar.  

 

 


Bancor og löngutöng á 500.000 kall

Bancor

Fjármálamaðurinn George Soros talar máli gamallar hugmyndar Keynes um nýjan alþjóðlegan gjaldmiðil sem hægt væri að nota í alþjóðaviðskiptum. Þessi hugmynd var á sínum tíma kölluð Bancor. George Soros, sem er svartsýnismaður að atvinnu, trúir að það muni taka langann tíma að koma á stöðugleika í alþjóðahagkerfinu og kallar núverandi stöðu breska hagkerfisins fyrir "grískan harmleik". En George Soros varð frægur á árinu 1992 fyrir að sprengja kassa seðlabanka Bretlands og þar með bomba breska pundið út úr gjaldmiðlasamvinnu ESB, allt á meðan seðlabankar ESB horfðu tómum augum á hamfarirnar. Sjálfur held ég að fingraför George Soros sé að finna á núverandi fjármálakreppu hins alþjóðlega hagkerfis. En þetta eru einungis mínar persónulegu getgátur. Hvað gerir ESB ef Bancor kemst á koppinn?

Löngutöng á 500.000 kall

Berlíngskurinn skrifar hér i dag að það muni kosta allt að 500.000 íslenskar krónur að reka löngutöng framan í andlit samferðamanna sinna í umferðinni í Þýskalandi. Ég veit ekki hvort þetta sé dagsatt, ég tek öllu svona með stórum fyrirvara. En ég veit þó að þegar frelsi þegnana minnkar í stórum ríkis- og pappírsveldum embættismanna, að þá hafa þegnar þessara samfélaga tilhneigingu til að fara að iðka það takmarkaða frelsi sem þeir enn hafa til umráða á hinn ótrúlegasta hátt. Samkvæmt fréttinni þá hvetur félag þýskra bifreiðaeigenda menn til að gefa engin merki til samferðamanna sinna í umferðinni. Hvorki jákvæð né neikvæð. Langfinger 

Svo er önnur frétt í blöðunum hér í dag, frétt sem ég þori ekki að skrifa um hér. Hún er um gleðiútgáfu af gamla DDR í ESB nútímanns, staður þar sem þegnarnir elska Ríkið. Þessi frétt er í Politiken.


Hrun olíuverðs

Norski olíugreinandinn Arnstein Wigestrand spáir að olíuverð muni hrynja á seinnihluta þessa árs. Arnstein Wigestrand er ekki hver sem er. Hann var einn þeirra fáu sem sáu fyrir að olíuverð myndi hækka í 70 dollara á árinu 2007 og hann sagði það á árinu 2006. Núna er hann einnig einn örfárra greinenda sem talar á móti samhljóða skara þeirra ljósritunarvéla sem starfa á sviði greininga.

Arnstein segir að núverandi olíuverð sé byggt á spákaupmennsku og á flótta fjármagns frá rústum hruninna fjármálamarkaða. Núverandi verð á olíu er búið að missa jarðsambandið vil hjónakornin herra&frú framboð og eftirspurn.

Sjálfur held ég að Arnstein Wigestrand hafi rétt fyrir sér og að þær aðgerðir Seðlabanka Bandaríkjanna sem ég skrifaði um í Koss mömmu muni fara að bera árangur innan skamms. 

Slóð: Spår oljepris-kollaps


Dauði banka í ESB

Í gær skrifaði Berlíngskurinn hér í gömlu Danmörku að það séu um 208 sjálfstæðar peningastofnanir í Danmörku. Af þessum 208 stofnunum eru 42 sem kallast "litlir bankar og sparisjóðir". Margir þessara eru yfir 100 ára gamlir. Samkvæmt frétt Berlingske er nýr reglugerðar frumskógur á bankasviði ESB að taka lífið af þessum "litlu" fyrirtækjum einmitt núna. Þessir litlu bankar og sparisjóðir hafa nefnilega ekki mannskap til að annast sömu stærð pappírsfjalla og stóru bankarnir einnig fá úthlutað frá herveldi hugrakkra hermanna pappírsheimsveldis ESB. Það er ekki gert uppá milli, segja þeir. Litlir bankar og litlir sparisjóðir fá sama skammt og stórir bankar og alþjóðabankar fá.


Sumir þessara gömlu banka og sparisjóða hafa einungs 10 starfsmenn. Sjálfur er ég með bílalán mitt í Sparekasse Helgenæs, en hann er rekin í hlutavinnu eins manns sem einnig er lektor við verslunarháskóla Árósa. Ég held að þetta sé ein elsta starfandi peningastofnun Danmerkur. Við gengum frá bílaláninu yfir kaffibolla og vínabrauði í fallegum og notarlegum húsakynnum bankans sem er á Helgenæs á hinu gamla Mols víkinganna. Nánast engin pappírsvinna og mun lægri vextir en annarsstaðar. Ekkert veð tekið því hann þekkti okkur af fyrri viðskiptum. Síðan spjölluðum við um heimsmálin áður en sparisjóðsstjórinn fylgdi okkur úr bæjardyrum.


Það er ekkert skilti við veginn og einginn sem ekki þekkir til staðhátta veit að þarna á sveitabænum við gömlu kirkjuna sé bankastofnun. En hann er þarna samt og hefur verið þarna síðan 1869. En samkæmt vilja ESB mun þetta breytast. 


gaarden_nedefra_300

Haraldur Blátönn var særður dauðasári þarna á bökkum sparisjóðsins árið 985. En bráðum verða grasi vaxnir bakkar þessa fagra staðar teppalagðir með nýjum reglugerðum ESB í staðinn. Hugrakkir menn í Brussen munu stjórna útförinni.


Þetta er kanski einmitt í anda þróunarvilja ESB, eða ætti maður heldur að kalla þennan vilja fyrir vanþróunarvilja? Í ESB er það nefnilega svo að yfir 98% af öllum fjölda fyrirtækja innan  landamæra ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki. En það undarlega er samt, samkvæmt nýjustu tölum EuroChambers, að einungis 7% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB. Einungis 7% hafa fundið ástæðu til að hafa viðskipti við önnur fyrirtæki og neytendur í öðrum löndum INNAN landamæra ESB. Ég undrast. Þetta lifir jú svona rúmlega núll prósent upp til gömlu loforða ESB um hinn innri markað og þann sökkul sem þeir sögðu okkur að ESB myndi byggja á. Samvinnu viðskipta og verslunar og sameiningu markaða.   


En kanski er það einmitt ætlunin. Kanski er það einmitt ætlun ESB að ráða niðurlögum þessara fyrirtækja þannig að hin stóru alþjóðavæddu geti yfirtekið markaði þeirra. Að það verði alltaf lengra og lengra á milli bankana fyrir fyrirtæki, launþega og bændur í ESB.  


En þetta lítur samt enn verra út fyrir viðskipti ESB við umheiminn utan landamæra ESB. Og já, umheimurinn er þarna, hvað svo sem kjánaklúbbur ESB segir. En hinn nýi ESB her er að samt að verða öflugur, það verður maður að viðurkenna. Þetta er aðdáunarverður árangur. Hugrakkir menn frá Brussel. Skítt með Harald Blátönn og gamaldags her hanns. Hann hafði nefnilega enga pappíra.

 

Þess skal geta að Copenhagen Business School er lítt hrifinn af þessari þróun sem sumir munu kanski heldur vilja kalla vanþróun markaðarins því næstum öll ný störf verða til í litlum, minni og millistórum fyrirtækjum innan ESB og víðar. Þetta er ákveðinn sigur fyrir þá sem vilja koma okkur á kassann.


Små banker drukner i lovkrav


Verðbólga í Evrópu

 Mikið er rætt um verðbólgu. Undanfarna marga mánuði hafa dunið yfir heiminn verðbólguskot af ýmsu tagi. En mestar hafa þó verið hækkanir á matvælum og fyrir Bandaríkjamenn hefur olíuverð hækkað einna mest því olíuverð er í dollurum. Evrópubúar hafa sloppið nokkuð vel hér því dollari hefur lækkað mikið gangavart evru.

Hér í Danmörku hefur allt hækkað, meira eða minna. En þó koma hækkanirnar seinna út í verðlag hér en á Íslandi því hagkerfið hér hefur mun lægri pass-through virkni en á Íslandi. Það er meiri dýnamík á Íslandi og virkni hagkerfisins er miklu stærri og hraðvirkari þar en hér.

Til að nefna eitthvað sem dæmi þá hefur t.d. líter af mjólk hækkað 28% á síðustu 24 mánuðum og brauð hefur hækkað um 22% á sama tímabili. Stærsti hluti hækkunarinnar hefur verið á síðustu 12 mánuðum.  Konan mín er ennþá hoppandi af bræði yfir að ferjumiðinn með bílaferjunni frá Árósum til Sjálands Odda var hækkaður um 34% á einu bretti fyrir tveim vikum.

 

Verðbólga í Evrópu - apríl 2007 til apríl 2008 - prósentur (heimild: Eurostat)

Latvia (LV) 

17,4

Bulgaria (BG) 

13,4

Lithuania (LT) 

11,9

Estonia (EE) 

11,6

Iceland (IS) 

10,7

Romania (RO) 

8,7

Hungary (HU) 

6,8

Czech Republic (CZ) 

6,7

Slovenia (SI) 

6,2

Greece (EL) 

4,4

Cyprus (CY) 

4,3

Luxembourg (LU) 

4,3

Poland (PL) 

4,3

Spain (ES) 

4,2

Belgium (BE) 

4,1

Malta (MT) 

4,1

Slovakia (SK) 

3,7

Italy (IT) 

3,6

EU (EICP) 

3,6

EEA (EEAICP) 

3,6

France (FR) 

3,4

Austria (AT) 

3,4

Denmark (DK) 

3,4

Ireland (IE) 

3,3

Finland (FI) 

3,3

Euro area (MUICP) 

3,3

Sweden (SE) 

3,2

United Kingdom (UK) 

3

Norway (NO) 

2,7

Germany (DE)

2,6

Portugal (PT) 

2,5

Switzerland (CH)

2,3

Netherlands (NL) 

1,7


Gott skref. Til hamingju!

Þetta er enn einn þáttur í alþjóðavæðingu hagkerfis Íslands.

Currency Swap á milli seðlabanka eru einn af hornsteinum hins alþjóðlega bankakerfis. Eitt frómasta og mikilvægasta hlutverk allra seðlabanka er að vera banki fyrir bankana.

Seðlabanki Evrópu (ECB) er einnig að koma á Currency Swap á milli síns og seðlabanka Bandaríkjanna (The Fed) til þess að geta veitt dollurum til evrópskra banka á auðveldari hátt á erfiðleikatímum.Þetta er hið besta mál og markar enn eitt framfaraskrefið í alþjóðavæðingu íslenska hagkerfisins.


mbl.is Skiptasamningar gilda út árið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

17 aura frávik

Eins og er þá er leyfilegt frávik dönsku krónunnar í umsjá Danmarks Nationalbank frá gengi Evru aðeins 17 danskir aurar í plús/mínus. Danmarks Nationalbank hefur að undanförnu eytt töluverðum fjárhæðum af gjaldeyrisforða sínum til varnar dönsku krónunni. En danska krónan er gagnkvæmt bundin gengi Evru í gegnum EMS gjaldmiðlasamstarfi ESB.

Um þessar mundir er hér í Danmörku á ný dálítið rætt um upptöku evru. Athyglisvert fannst mér að hlusta á aðalbankastjóra danska fjárfestingabankans Saxo Bank, en hann hefur í þessu tilefni sagt að hann muni leggja inn mannorð sitt í baráttu geng upptöku evru í Danmörku. Hann segir að Danmörk eigi of lítið sameiginlegt með þeim vandamálum sem evru-svæðið þarf að glíma við í formi lágs hagvaxtar og stórra vandamála Suður Evrópu (stundum nefnd junk-economies) og að Danir megi fyrir engan mun missa stýrivaxtavopn sitt niður til Brussel og Frankfurt. Að Danmörk þurfi nauðsynlega á eigin peningastjórntækjum að halda.


mbl.is Danski seðlabankinn hækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíu þýsk frostmörk

Hagvöxtur í Þýskalandi byggist mest megnið á útflutningsgreinum Þýskalands. Þýskaland er hugsanlega að verða Japan Evrópu, -land með nánast engum hagvexti og neikvæðum spíral verðhjöðnunar (deflation).

Hagkerfi og útflutningur Þýskalands einkennist mikið af því að hann byggir að miklum hluta til á framleiðslu og sölu á vörum sem notaðar eru til að byggja upp innviði vanþróaðra þjóðfélaga sem eru að þróast og byggja upp innviði sína. Þetta eru oft nákvæmnistæki (precision tools) og innviða-vörur sem minna þróaðar þjóðir geta ekki apað eftir eða fjölfaldað. Þess vegna er Þýskaland að mörgu leyti ólíkt hinum Evru-þjóðunum og útflutningur oft ónæmur fyrir þeim sveiflum sem önnur lönd ESB verða fyrir.

En peningamála- og stýrivaxtastefna seðlabanka Evrópu (ECB), sem gildir jú fyrir allar evru og EMS þjóðinrar, byggist að miklum hluta til á þörfum þýska iðnaðarins. ECB er því nánast einkaseðlabanki fyrir þýska iðnaðarþjóðfélagið. Þetta er oft afar slæmt fyrir hinar Evru-þjóðirnar. Margar þjóðir ESB hafa liðið mikið undan stýrivaxtastefnu ECB og Deutsche Bundesbank.

 10araDEfrostmark 


mbl.is Vöxtur umfram vonir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Altari smámunaleika og skammsýni

ESB ræðst til atlögu við ofurlaun

Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag, að ráðast til atlögu við ofurlaun forstjóra og hóta því að leggja sérstaka skatta á fyrirtæki, sem talin eru greiða óhóflega há laun til stjórnenda. 
 

Þá hvöttu fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja verkalýðsfélög einnig til að sýna hóf í kröfum um launahækkanir í ljósi þess að nú er mjög að hægja á efnahagslífi víða um heim. 

Á tveggja daga fundi komust fjármálaráðherrarnir að þeirri niðurstöðu, að ekki væri hafið samdráttarskeið í ESB en rétt væri að ganga hægt um gleðinnar dyr vegna þess að dregið hefur úr hagvexti og á sama tíma fer verðbólga vaxandi vegna hækkandi eldsneytis- og matvælaverðs.  

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, segir að þar í landi áformi stjórnvöld að leggja sérstakan 30% skatt á fyrirtæki sem greiða stjórnendum yfir hálfan milljarð evra, jafnvirði 62 milljóna króna, við starfslok. Sagði Bos, að ráðherrar allra aðildarríkjanna hefðu á fundinum lýst áhyggjum af svonefndum „gullnum regnhlífum" stjórnenda og öðrum starfstengdum greiðslum, sem fréttir hafa verið af að undanförnu.

Í Hollandi fékk Rijkman Groenink, forstjóri bankans ABN Amro, m.a. 22 milljóna evra greiðslu, jafnvirði 2,7 milljarða króna, í vasann þegar bankinn var seldur á síðasta ári. 
 
 
 

Oft sem áður þá er málið "ekki bara svona einfalt".

 

Tökum sem dæmi fyrirhugaðann samruna tveggja stórra og vel stæðra fyrirtækja í t.d. BNA og ESB. Samruni sem ef til vill mun ráða úrslitum um að fyrirtæki X í ESB geti lifað af í hinni hörðu alþjóðasamkeppni og þar með að þeir 80.000 manns sem vinna hjá því geti allir haldið vinnunni sinni og hagur þeirra muni einnig ef til vill vænkast enn meira á komandi árum.  Hvað gerir maður til þess að þetta geti átt sér stað ? 

 

Hvað gerir maður til þess að innbyggður mótþrói og skemmdarverkastarfssemi hlutaðeigandi, hluthafa, yfir- og undirmanna muni ekki eyðileggja þennan samruna? Við verðum jú að muna að það eru margir samrunar sem fara í vaskinn einmitt vegna valdabaráttu, innbyggðum menningarmun og mótþróa eldri fyrirtækja á móti breytingum.  Hvað gerir maður til þess að samruninn geti tekist vel og muni ekki ríða fjárhag allra viðkomandi of illa ??

 

Jú - maður hengir stórann stórann poka fullann af stórum fjármunum fyrir framan nefið á þeim forstjórum og þeim hlutaðeigandi aðilum sem hafa möguleika á að láta þennan stóra samruna fara í vaskinn. Við tryggjum að þeir sem áður voru ekki "okkar menn" verði "okkar menn" og leggi 500% orku og áhrif sín á vogarskálar áhættunnar við að kaupa þetta gamla fyrirtæki í ESB. Svona gerum við þetta.  

 

Hinn valkosturinn er jú að stofna nýtt fyrirtæki og skera undan gamla fyrirtækinu í ESB með  þeim peningum sem annars hefðu verið notaðir í samruna og einnig í gyllt handtök - eða - við stofnum ekkert fyrirtæki í ESB, en flytjum í staðinn fyrirtæki okkar sem núna er staðsett í landi-X í ESB til Sviss, Íslands eða Austur Evrópu - svona eins og Google og Yahoo hafa flutt aðalstöðvar sínar í Evrópu frá London og til Sviss. Það er hægt að geta sér til hversvegna!

 

Eftirfarandi geta svo hálf-kommarnir í ESB lapið sinn dauða úr skel skattfrjálsu launa sinna frá Brussuseli - og sent löngutöng til veðurs framan í nefið á þeim 80.000 manns sem misstu vinnuna á altari smámunaleikans. 

 

 

mbl.is ESB ræðst til atlögu við ofurlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málið er ekki endilega svona einfalt

Besta lausnin á þessum vanda er að mati Ásgeirs innganga í myntbandalag Evrópu en hann leggur áherslu á að einhliða upptaka evru gagnist ekki að þessu leyti enda felur hún ekki í sér stuðning Seðlabanka Evrópu við íslenska bankakerfið. 

Málið er ekki endilega svona einfalt. Árið 1992 var Breska Pundið (GBP) bombað út úr gjaldmiðlasamstarfi EB (þá kallað EMS á meginlandi Evrópu en ERM í Bretlandi) og gengisfellt allt að 15% á einum degi. Dagurinn var kallaður Black Wednesday.Þáverandi "Seðlabanki Evrópu" gat ekki varið breska pundið. En ekki nóg með það. - viljinn til harðara varna fyrir hönd Bank of England var ekki fyrir hendi því ECB var ekki sammála peninga- og stýrivaxtavaxtastefnu breska seðlabankans og efnahagsstefnu breska ríkisins. Þessvegna gafst ECB upp og Pundið féll stórt, þrátt fyrir gagnkvæmu bindinguna.

Til þess að ECB verji einhvern gjaldmiðil fyrir áhlaupi þarf viðkomandi land og fjármálakerfi þess að vera undirgefið allri stefnu og skimálum ECB og ESB. Einungis þá er hægt að eiga von á að ECB hlaupi undir bagga og þrautverji. En ég efast um að við þessar aðstæður muni fjármálageirinn á Íslandi uppfylla þær kröfur, og jafnvel alls ekki á næstu árum.

En ef þetta ætti að koma til greina, yfir höfuð, þá þyrfti Ísland fyrst að ganga í ESB og komast í gegnum nálarauga þeirra upptökuskilyrða. Þetta tæki nokkur ár, kanski 4-5 ef vel tekst til. Næstu árin þar á eftir yrði að semja um upptöku Evru, og það tæki einnig nokkur ár.

Mér finnst miklu vænlegra að Íslensku stórbankarnir setji á stofn sameiginlegan vinnuhóp færra hagfræðinga, sem einnig hafa starfað utanlands, og sem vinna eingöngu að því að finna lausn á málum hins íslenska, og nú alþjóðavædda, fjármálageira Íslands. Ef Sviss og Noregur geta það, þá geta Íslendingar það einnig. Seðlabanki Íslands mun einnig vaxa sínu hlutverki, en hann þarf tíma til þess. Stóru viðskiptabankarnir hafa ferðast all hratt undanfarin ár.

Ég efast sterklega um að Íslendingar hafi áhuga á að ganga í hinn vaxandi fátæktkar-klúbb sem heitir ESB. Klúbbur 27 þjóða sem eru alltaf að verða fátækari og fátækari miðað við Bandaríkin.

Og já, - það er alveg rétt að einhliða binding við Evru væri óðs manns æði. Svíar reyndu að verja einhliða bindingu sænsku krónunnar við EMS árið 1992. Sænski Riksbanken þurfti að hækka stýrivexti sína í 500% í því tilefni í október 1992. En allt kom fyrir ekki - sænska króna féll eins og steinn.

Kæru Íslendingar, takið ykkur góðann umhugsunartíma áður en nýju föt keisarans í Evrópu verða mátuð.


mbl.is Íslensku bankana vantar lánveitanda til þrautavara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband