Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2023

Hvað er gervigreind?

Eliza 1966

Mynd: Eliza gervigreinda "spjallmennið" frá 1966 (selt til Jósefs Biden 2019)

****

Mikið er rætt um síðustu markaðsfærsluherferð hugbúnaðar-, hálfleiðara-, og örgjörvabransans og sem sumir kalla "gervigreind". En þarna er aðeins um að ræða eldgamla viðleitni til að búa til betri kóða og ekkert annað. Og hver vill ekki betri forritun? Ég vil hana. Til dæmis er forritun í dag oft svo ömurleg að illa tekst til með að láta forrit lýsa myndrænt hlutfallslegri framvindu tölvunaraðgerða með einföldum framvindu-bjálka. Og allir vita að heilum 57 árum eftir að tölvuprentarinn varð til, gengur jafnilla að láta tölvuna "þekkja" slíkt tæki og "kannast við það". Þarna hafa litlar framfarir orðið á tæpum 60 árum, einkum þegar horft er til "hlutfallslegra framfara" því tölvur í dag þekkja bara þau tæki sem seljast best á líðandi smástund og akkúrat engin önnur, - nema að dustað sé rykið af gamla gagnabankanum með reklum og þeim bætt við. Það yrðu rosalegar "framfarir" eða hitt þó heldur

Ekkert markvert hefur gerst í þessum svo kölluðu gervigreindar-efnum (betri kóði) frá því að tölvu-munstursgreining var fundin upp árið 1959. Sást það afar vel um daginn þegar Rússar skutu bandarísku loftvarnarkerfin í spað við Kænugarð, en þá ristuðu þeir svo kallaða gervigreind ratsjáa Patriot-kerfisins kolsvarta, þannig að hún varð eitt stórt núll og hætti að vera einn - í stríði sem algjörlega er NATO-ríkjunum að kenna

Munstursgreiningu þekkja flestir frá vinnslu á svokölluðum OCR-línum á Gíróseðlum. Það er gervigreindin sem allir tala um í dag, þ.e.a.s. um sama prinsipp er að ræða. Lestur skynjara á fyrirfram þekktu og skilgreindu munstri (ath.: ekki skipta um leturtegund, fyrir alla muni!)

Gervigreind er samt fullkomið rangnefni því enn er ekki vitað hvað greind er. Sést það daglega út um allt, sérstaklega þegar málefni líðandi stundar eru "greind" af svokölluðum "fjölmiðlum" sem virðast hafa massífan mannafla af ekta gervigreindum fábjánum í vinnu og næstum enga aðra

Eliza var svo kallaður gervigreindar-spjallari sem forritaður var með tölvuforritunarmáli frá 1964 til 1967, fyrir IBM 7094 kerfið. Hægt var að ræða við spjallarann (rangnefndur "spjallmenni" í dag) í gegnum lyklaborð og svörin komu af "gagna-lager" sem búinn var til fyrir tölvuna til að leita í

Þeir sem hafa gaman af því að ræða við svona tækni í dag hefðu haft miklu meira gaman af því að ræða við símastaurana sem notaðir voru til að halda á lofti símalínum gömlu talsímanna í sveitum landsins - og sem hægt var að hlusta á með því að lyfta tólinu og bera það að öðru eyra af tveimur fyrir sama heilabú. Söngurinn í línunum var oft mjög skemmtilegur og ýmis dularfull hljóð bárust manni til eyrna, væru þau lögð við staurinn (faðma tré, tjargað). Um vissa "nálgun" var að ræða –eins og hjá ofseldu gervigreindinni í dag– og kostaði hún þess utan ekki neitt. Sveitasímastaurar í brakandi norðurljósum var ekkert sem drengur með fullu viti og áhuga á tækni fúlsaði við. En maður varð að passa sig, því annars gat maður fengið riðveikina

"Methinks it is like a weasel"

- er sex orða setning úr 28 latneskum bókstöfum, orðabil meðtalin. Hún inniheldur 10 þúsund milljón, milljón, milljón, milljón, milljón, milljón möguleika. Hægt er að reyna að setja milljón apa við milljón lyklaborð og þeir munu aldrei, svo lengi sem alheimurinn er til, rata á þessa samsetningu né hvað þá heldur merkingu þessara 28 bókstafa í einmitt þessari röð. Menn geta síðan reynt að geta sér til um hve langan tíma það tekur að þróa "greind" í tölvum og hvað þarf til. Forritarar, tölvur meðtaldar, gætu ekki forritað greind sem svarar til greindar býflugu á milljón árum með núverandi steinaldartækni á sviði tölvunar

Gervigreindin í dag er sem sagt sú að láta tölvu þekkja muninn á núlli og einum áfram. Ekkert nýtt er um að ræða og engin bylting hefur orðið. Menn eru aðeins að reyna að búa til betri kóða fyrir gamla tækni. Eftir milljón ár í viðbót, með þessu áframhaldi, mun tölvunartækni sem byggir á núlli og eittum halda áfram að vera bara það sama eða svipað og hún er í dag; löngu úrelt. Vilji menn hins vegar eitthvað nýtt þá verða þeir að koma með nýjar hugmyndir að algjörlega nýrri tækni. Betri kóði er ekki nóg

Vonarfen er gamalt lyf. Stærri gangabunki af meiri þvættingi er það líka

Bjánar!

****

VÖKUDRAUMUR - EFTIR JENNA JÓNS

Snillingurinn Grettir Björnsson frá Bjargi í Miðfirði leikur Vökudraum eftir Jenna Jóns. Þórir Baldursson sér um "undirleik". Þetta lag eftir Jenna Jóns er í mínum huga; seigla, heyskapur í brakandi norðanátt með sprungnar varir af vindþurrki og vökum, síldarplanið á Sigló og landstímið af miðunum, með fullfermi undir rauðamorgun á bjartri sumarnótt. Steypuvinna um sumarnótt á áttunda áratugnum kemur einnig upp í hugann

Fyrri færsla

Kengruglaðir grænkommar


Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband