Leita í fréttum mbl.is

Danskir hagfræðingar: Danir munu ekki taka upp myntvafninginn evru

Mikill meirihluti bankahagfræðinga í úrvalshópi "Ritzaus og RB-Børsens Økonomiske Panel" segja að Danmörk muni ekki taka upp myntvafninginn evru á næstu 10 árum og eigi heldur ekki að gera það.

Aðalhagfræðingur Sydbank, Jacob Graven, segir líklegt að evrusvæðið muni ekki verða til eftir 10 ár, að minnsta kosti ekki í núverandi mynd. Eitt eða fleiri lönd munu þá hafa yfirgefið myntbandalagið.

"Í ljósi vandamála Grikklands með skuldir og fjárlagahalla langt umfram það sem leyfilegt er, og með Spán og Portúgal á sömu leið, er víst óhætt að segja að það braki og bresti hressilega í sökklinum undir myntbandalaginu."

Danir hrylla sig yfir því sem er að gerast í Grikklandi og álíta að ekki sé sniðugt að ganga í þennan vandamálaklúbb, segir Jacob Graven.

"Hinir efnahagslegu ávinningar við að taka upp evru eru svo að segja engir. Ástæðurnar væru eingöngu stjórnmálalegs eðlis."

Í tilefni fréttarinnar á Børsen er lesendum gefinn kostur á að kjósa um hvort þeir vilji taka upp evru í Danmörku eða ekki: Tæp 60% þeirra 2841 lesenda sem kusu voru andvígir evruupptöku. Tæplega 60 af 4450 lesendum voru orðnir meira neikvæðir út í myntvafninginn evru eftir að vandamál Suður-Evrópu og Írlands opinberuðust þeim; Børsen

Meira um málefni ESB og Íslands hér í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri þrjár færslur:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband