Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Evrópumál

Síðasta skip frá Kína í smíðum [u]

Uppfært: Tímamótaræða Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna um Kína, hinn 4. október 2018, sem haldin var á meðan leikskólaveldi fjölmiðla voru önnum kafin við slúður og falskar fréttir

****

Nú eru ekki nema örfá ár þar til að Kína kemst aftur á bak við það járntjald sem kínversk stjórnvöld elska svo heitt. Að halda að kommúnistískt Kína geti haldið áfram að vera kommúnistískt Kína nema innan veggja síns eigin múrs, var ávallt svo skrýtin hugsun að í dag er hún farin að virka sem móðgun við skynsemi þeirra sem yfir höfuð höfðu bara smáskammt af slíku í sínum höfðum. Aðeins útópískar nálastungur af 1991-árgangi náðu svo langt inn í heilabú manna á Vesturlöndum að formalínið sem í þeim var, steypti heilabú of margra Vesturlandabúa föst í ólæknandi kratisma eins og sést svo víða á þeim vestrænu stjórnmálaflokkum sem eru hnignandi flokkar í dag, en sem ættu bara alls ekki að vera það, heldur ættu þeir flokkar að vera að styrkjast. Dómgreindarskortur og pólitískt hug- og getuleysi er það sem ræður hnignunarför slíkra flokka inn í smjattpattísk grasker

Kína er því að læsast inni í sjálfu sér eins og náttúrulögmál og Bandaríkin munu varla hleypa því út aftur eins og það er. Ekki verður hlustað á væl bandarískra fyrirtækja, né heldur á vol og væl þeirra bandamanna sem byggja þjóðaröryggi sitt á efnahags- og hernaðarlegu heilsufari Bandaríkjanna

Flokksrústir Demókrata í Bandaríkjunum eru því akkúrat núna að byrja að skríða upp úr gígaröð eigin sjálfskaparvíta og leita hælis hjá þeim sem sem halda höfði. Fyrst að Rússlands-harka var demókratísk dyggð, þá hlýtur ný Kína-stefna Trumps og Pence að þýða nýtt pólitískt himnaríki fyrir sanna Demókrata. En til að komast þangað verða þeir að styðja eða kjósa Repúblikana. Annars er það bara hin gamla gígaröð þeirra sjálfra til helvítis, sem bíður

Nýr kafli í endalokum evrunnar er nú að hefjast. Vaxtaálagið á dauðvona ítalska ríkið er orðið slíkt að ítalskir ríkispappírar eru við það að týna húsbónda sínum fyrir fullt og allt. Beðið er með öndina í hálsinum eftir næstu lækkun lánshæfnismats ítalska ríkisins. Og ef matsfyrirtækin setja mínus fyrir aftan nýtt og lægra mat, sem þýðir neikvæðar horfur, þá er næsta þrep þar fyrir neðan, ruslatunnan sjálf

Á meðan dunda S.þ sér við nýjustu súperstrengja-kenningar þeirra "vísindamanna" sem þá misstu vinnuna - og æruna. Við skulum ekki minnast á alla þá sem misstu vinnuna þegar súperstrengja-kenningar vísindamanna peningamála fuðruðu upp árið 2008 og urðu að loftslagi

****

Svo hér að lokum, eitt gott mix eftir einn Kanadamann, frá sumrinu 2003, eiginlega eina mixið sem ég hef haldið upp á. En þá reyndu ýmsir menn að skapa eitthvað nýtt á tónlistarsviðinu. Þessum tókst það ágætlega

Bein krækja: Crystal Tokyo | Allt með Masaki

Fyrri færsla

Hæstiréttur Bandaríkjanna aftur á réttri leið


Eyðileggjandi fólksflutningar að rústa Evrópu

Svíþjóð er komin í pólitíska kreppu sem ekki sér fyrir endann á um langa og svarta framtíð fyrir Svía, sem einu sinni voru þjóð í sínu eigin landi. Í dag er það stjórnarkreppa sem er nýjasti tilvistar-kreppuréttur dagsins í landi hnefarétta sænskra sósíalista

Þar sem Svíþjóð, eins og Evrópa, er byggð á Biblíunni, þá hefði þetta ekki átt að geta endað svona, því þar segir í Rutarbók: "þitt fólk er mitt fólk og þinn guð er minn guð"

Það er stór og mikil ástæða fyrir því að þetta stendur í Gamla testamentinu. Þetta er hvorki meira né minna en niðurstaðan úr þeim hörmungum sem stjórnlausir fólksflutningar leiddu til. Þetta er aðvörun til þeirra sem á eftir komu

Það fólk sem fær að gerast borgarar í nýju landi verður að skipta um bæði þjóð og guð ef hið nýja heimili á ekki að enda eins og það heimili sem farið var frá. Bandaríkin eru eina landið á jörðinni þar sem ein ósundrandi þjóð af mörgum ættbálkum og litum varð ein velmegandi heild og þjóð. En jafnvel því tókst Obama að reyna klúðra með því að byrja að tala um "týpískan hvítan borgara". Slíkt hugtak hafði ekki verið notað í bandarískum stjórnmálum frá því á forsetatímum Wilsons, sem var einn misheppnaðasti forseti Bandaríkjanna. Þarna atti Obama öllum upp á móti öllum með þeim ættbálkaauðkennum sem eru að leika bandarísk stjórnmál svo grátt í dag

Í Evrópu verður hryllingurinn hins vegar hundraðfaldur. Evrópa þolir ekki svona innflæði eins og vakúm-pökkunarvélin Angela Merkel frá Austur-Þýskalandi lifir í og pakkar þeim vandamálum inn með, sem hún á að leysa, en getur ekki, vegna þess að hún sjálf er pólitískt tómarúm af verstu sort sem hugsast gat. Hún er uppgjafarvélin sem framleiðir þær útópísku þvælur sem koma af því að sökum þess að við (Vesturlönd) erum ekki fullkomin, að þá erum við ónýt ef við erum það ekki

Það eina sem Vesturlönd þurfa á að halda er að vera eru nógu góð en ekki fullkomin, og það er það sem Donald Trump er. Hann gerir og framkvæmir á meðan hún getur ekkert nema fórnað Svíþjóð, og svo fórnað Póllandi fyrir að vera ekki vesalingaland eins og hún er sjálf, og sem Svíþjóð er á leið með að verða. Þegar svona vakúmpökkunarvélar eins og frú Merkel eiga ekkert eftir til að fórna og henda fyrir úlfana, þá stígur lítill maður með yfirvaraskegg inn á leiksviðið til að brenna þær Biblíur sem hún hvorki skildi né hugsaði um. Þetta hlýst af að láta þann sjálfsákvörðunarrétt og það fullveldi þjóða sem Biblían boðaði, af hendi. Slíkt er banvænt og þess vegna er Evrópusambandið að kveikja í álfunni eins og sér-evrópskir ismar gerðu á 20. öld. Evrópuisminn er sama þvæla

Pólitískar lausnir Íhaldsmanna byggja á Biblíunni þar sem það er mögulegt, eins og til dæmis stofnun og stjórnarskrá Bandaríkjanna gerðu. Að öðrum kosti er lausnir fundnar með sögulegum fordæmum sem staðist hafa þrotlaust álag tímans og virka. Evrópusambandið er einungis enn eitt imperíal misfóstrið sem Biblían varar við, með því að sýna fram á hörmungar þeirra sem hús fjötranna, og með því að setja þjóðum landamæri og fá þeim sjálfsákvörðunarrétt til að vera nógu góðar, en ekki fullkomin þvæla eins og frú Merkel og ESB. Þegar Trump er búinn að framkvæma nógu gott fyrir Bandaríkin, þá verður Evrópa enn fullkomin þvæla evrópskar líberalisma-heiðni sósíalista á borð við ESB, Merkel, Pútín, Lenín, Hitler, Stalín, Mússó og annarra biðstofumanna útópískrar fullkomnunar. Rúst eða himnaríki og ekkert þar á milli, það var lagið. Eftirstríðsfriðurinn er því búinn, hann þótti nefnilega ekki nógu góður fyrir þetta vesæla imperíal-valdapakk

Fyrri færsla

Lygaferð Pútíns að enda á vegg sanninda


Lygaferð Pútíns að enda á vegg sanninda

Klesst

Til að gera langt mál stutt þá vísa ég á endursögn Varðbergs um þá frétt í gær að sannleiksást Pútíns Rússlandsforseta í Skrípalmálinu hafi nú klesst á vegg. Reyndar segi ég sjálfur að allt frá byrjun alls hans ferils, hafi sú ást verið komin langt fram yfir síðasta söludag. Hér má líka sjá frétt Telegraph um málið

Næst

Leiðari Morgunblaðsins vitnar í Václav Klaus annan forseta Tékkneska lýðveldisins. Sá segir að Trump sé að gera það sem þarf að gera. Svo kemur þetta hjá honum eins og hjá flestum á hinum bónuðu gólfum:

"Klaus segir að Trump sé sennilega ekki maður sem hann myndi sækjast eftir að fá sér kaffibolla eða bjórkollu með. „Stíll hans og nálgun er ekki endilega að mínum smekk. En stefnumál hans og skilningur á stöðunni var nauðsyn fyrir Bandaríkin og reyndar heiminn allan."

Sem sagt

Við hér í húsinu erum að kafna út skít, klósettið er stoppað, vaskurinn flæðir yfir og amma er hætt að geta andað því lyktin er svo hrikaleg. Píparinn er kominn, við verðum þakklát, en við getum svo sannarlega ekki drukkið með honum hvorki kaffi né bjór

Ef um Pútín hefði verið að ræða þá kæmi rullan um að "mér líkar ekki pólitík hans" en hann er svo geðþekkur maður að við dönsum samt valsinn með honum. Pútín er of landfræðilega nálægur til að fá ekki það kaffi sem Trump er neitað um, vegna þess að píparinn Trump lyktar

Hér er sama gamla evrópska friðþægingartuggan á ferð og 1930. Staðreyndin er auðvitað sú að Rússlandsforseti, sama hvert nafn hans er, mun alltaf taka allt það sem Vesturlönd leyfa honum að taka. Og inn á milli mun hann taka það með vopnum. Svo klárast kakan, kaffið er tekið af borðunum og sovétið dekkar það til með sínu stelli. Eru menn fæddir í gær, eða hvað?

Ekki minn fyrsti valkostur, en..

Um daginn kom Bandaríkjamaður í heimsókn á góðan stað og spurði hvert álit Íslendinga væri á Trump. Þá var honum sögð frá persónulegri skoðun einnar persónu: Sú sagði "hann er að gera margt gott fyrir Bandaríkin, en ég er ekki hrifinn af persónu hans" (lyktinni)

Daginn eftir sagði ég við Íslendinginn: engin persóna sem getur gert það sem Trump er að gera, getur verið það sem öllum fellur við. Það er ekki hægt. Enginn með þessa hæfileika, getu og orku mun falla í geð þeirra sem vilja fá verkgetu píparans en ekki lyktina

Ég myndi drekka kaffi með Trump alla daga ef ég gæti. Svona elítu-snobb þoli ég ekki

Svíþjóðarklessan

Enn ein Svíþjóðar-heimtunin birtist sem grein blaðamanns í Mogganum í dag. Sama er á ferðinni þar. Ekkert er að í Svíþjóð og desímaltölur þínar passa ekki. Þar náði ég þér

Allir vita að Svíþjóð er ein klessa. Landið er óþekkjanlegt miðað við 1980. Landið stiknar af hinni gömlu nasistapólitík sænskra Sósíaldemókrata, sem eins og sósíaldemókratískur rúmfélagi þeirra, gorgonsólaður borgarstjórinn í Reykjavík, rústuðu öllum meiriháttar borgum og bæjum Svíþjóðar með eyðileggingu og illvilja. Þar hefur flestu verið tortímt og þar er hið nakta torg veraldarhyggjunnar svo nakið að fólk þarf að loka sig inni á heimilum sínum til að spyrja hvað klukkan sé. Trúmal, pólitík eða allt það sem með skoðanir hefur að gera, er bannað á hinum nöktu torgum Svíþjóðar. Þar er það RÍKIÐ sem er guð. Til fjandans með þennan nýmarxisma, segi ég bara. Svona naktir ryðdallatogarar sökkva þegar á þá reynir. Svíþjóð er að sökkva og slíkt kemur aldrei fram í gagnabönkum sænsku hagstofunnar, þvi ef það gerði það þá væri heiminn ekki eins klesstur og hann varð 2008, - af öllum fjandans sérfræðingunum sem klessu honum: Jáh, það voru þeir!

Næstum allt það meginland Evrópu sem Htiler hernam ekki, var pró-nazi, þ.e. aðhylltist stefnu Hitlers, ljóst og leynt. Öll Íbería, Sviss, Svíþjóð og svo Tyrkland og stór hluti Norður-Afríku og Mið-austurlanda. Þessi Evrópa er enn sú sama og þá. Og hún er að staðfestast í gömlum gloríum í dag. Þar er flest enn vont og ekki gott. Jafnvel Þýskaland er að bakka inn í gamla og mislita fjóshauginn sinn á ný. Það er byrjað á að gefa út diktöt til hægri og vinstri á ný um; efnahagsmál, peningamál, skuldamál, stjórnarfar og hvaða skoðanir löndum leyfist að hafa eða ekki. Hver á þá að vera Píparinn þegar salernið fyllist?

Já Winston var kallaður öllum illum nöfnum og er það enn. Þannig er það með þá sem brjóta samhljóminn í heimi taparanna. Evrópa er meginland taparanna

Hmpf! Hvort er það. Gott eða slæmt?

Afstæðiskenning meginlands Evrópu, Rússlands og Kína um muninn á Guði (gott/rétt) og Djöflinum (rangt/slæmt), er að kála þeim öllum. Og sú gamla kálun 20. aldar hefur verið áratugi í smíðum. Ekkert getur stoppað afstæðiskenningar landmassa Evra-Asíu lengur. Hið opinbera torg er nakið. Þið vitið hvað kemur næst

Fyrri færsla

Bretland hefur skellt á Evrópusambandið


Bretland hefur skellt á Evrópusambandið

Ávarp Theresu May, föstudaginn 21. september 2018

****

Breski forsætisráðherrann átti erfitt með að leyna reiði sinni eftir prússneska fundinn með Evrópu-diktat-sambandinu í Salzburg í síðustu viku. Andúðin og hrokinn sem hún mætti af hálfu ESB og sérstaklega Donalds Tusk -sem steig eins og fíll til jarðar á svo kölluðum (sam)félagsmiðlum- var hreint ótrúlegur. Siðaðar þjóðir haga sér ekki svona. Aðeins ókjörnir veruleikafirrtir embættismenn í vösum annarra gera það. Og það er það sem Evrópusambandið snýst nú um

Theresa May forsætisráðherra er hér að segja að Bretland sé hætt samningaviðræðum. Þar með hefur hún líklega sameinað flokk sinn á ný að baki sér. Nú fer Bretland á fullt með að undirbúa útgöngu úr Evrópusambandinu sem þýðir tolla á til dæmis eina milljón innflutta þýska bíla á ári. Enginn alþjóðleg fjármálastofnun í Bretlandi með fullu viti vill flytja sig úr fullvalda og öruggasta stjórnarskrárbundna lýðræðislega stjórnarfari veraldar, yfir til sértrúarsafnaðar á borð við Frankfurtborg Þýskalands, eða Parísarbyltingar Frakklands, þar sem enginn er samkeppnishæfur nema í miðbæjum annarrar hvorrar þeirra borga. Áttatíu prósent allra viðskiptadómsmála sem koma fyrir breska dómstóla, innihalda málsaðila á erlendri grund. Í fjörutíu prósentum þeirra eru allir málsaðilar af erlendri grund. Bresk lög eru ómetanleg útflutningsverðmæti

Viðskipti Bretlands við fyrrum nýlendu þess sem fékk nafnið Bandaríki Norður-Ameríku, hófust árið 1784 með átta böllum af bandarískri baðmull á ári. Fimmtán árum síðar voru þeir orðnir 40 þúsund og árið 1900 voru þeir orðnir sjö milljón stykki á ári. Bretland getur selt ýmislegt bandarískt gott til breska samveldisins, sem Bandaríkin geta ekki. Singapúr, Hong Kong og Tokyo gætu einnig þurft að skerpa á bankalingum sínum þegar City of London Bretlands er komið í gírinn, með alla bresku þjóðina sér að baki, loksins lausa úr viðskiptahlekkjum ESB. Norðvestrið og norðaustur Lundúnir eru klár og að þessu sinni í sameiginlegu átaki með City, um allan heim. Evrópusambandsaðildin reyndist Bretlandi ávallt sem fleygur á milli alls baklands Bretlands og City of London. Hagsmunir Liverpool, Manchester, Aberdeen, Glasgow, Grimsby og Hull annars vegar og hins vegar City of London, fara loksins aftur saman, eins og á tímum heimsveldisins. Og Bretland er enn stærsti erlendi fjárfestir Bandaríkjanna

Nýtt skattaumhverfi fyrir alþjóðleg fyrirtæki gæti þess vegna verið í smíðum hjá frú May, sem flutt gæti fjöll frá meginlandinu yfir í virkilega alþjóðlegt viðskiptaheimsveldi Bretlands í smíðum, og sem sett verður í gang þegar útgöngunni er lokið. Viðskipta- og fjármálaleg prússnesk diktöt eins og ESB hefur lagt stund á frá því að Þýskaland sameinaðist, getur Evrópusambandið sparað handa sjálfu sér, því það mun þurfa á öllu hinu svarta rúgbrauði Þýskalands að halda á hið sísúrnandi umhverfi þeirra landa sem eftir sitja í sambandinu. Þau munu vita hvert á að leita þegar þau ætla út. Og valkosturinn við aðild að ESB er þar með kominn fyrir Danmörku, þegar Bretland er komið út, eins og Kristian Thulesen Dahl, formaður danska Þjóðarflokksins sagði á flokksfundi 8. ágúst 2018. Það eina sem við þurfum er valkostur, sagði hann. Þá leggjum við útgöngu til

Fyrri færsla

Þýska ríkisstjórnin lifði helgina af [u]


Þýska ríkisstjórnin lifði helgina af [u]

Það sortnaði seinni part föstudags. Skoðanakönnun ARD-ríkissjónvarpsins úthlutaði þýskum sósíaldemókrötum (SPD) aðeins 16,5 prósentum. Límósína var í hættu. Formaðurinn Andrea Nahles sá strax að um alvarlega kynferðislega óáreitni kjósenda var hér að ræða og annúlleraði því samstundis þriggja daga gömlu ríkisstjórnarsamkomulagi við CDU-Merkel og CSU-Seehofer um að njósnameistari Maassen yrði hækkaður í tign upp í aðstoðar-innanríkisráðherra, vegna þess að sá maður hafði drýgt þann ofurglæp, að segja að upptökur sem sýna áttu "hægri öfgamenn" í Karl-Marx-Stadt Chemnitz ráðast á innflytjendur, vera falskar fréttir. Í staðinn, samkvæmt þriggja daga gömlu samkomulaginu, að kröfu SPD, léti hann af embætti yfirmanns þýsku innarnríkis-leyniþjónustunnar, sem verja á stjórnarskrá landsins gegn til dæmis árásum stjórnmálamanna

Afneitun SPD-Nahles féll á þurran blett því frú CDU-Merkel mældist með síst minni aukna kynferðislega óáreitni í sömu könnun. Aðeins 27,5 prósent kjósenda gátu hugsað sér að kjósa hana og flokksbandalag hennar með bæverskum. 72,5 prósent vildu það ekki

Svo var sest að samsæri á ný og nýtt næturfyllt samkomulag hamrað saman seint í gær og sem gerði fyrrverandi njósnameistara Maassen að fyrrverandi aðstoðarráðherra og að núverandi alþjóðlegum og ESB-málalegum ráðgjafa innanríkisráðuneytisins. Stjórnarskránni var þar með borgið í bili. Stóra skrefið niður í forsetastöðu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hlýtur að styttast enn frekar um næstu helgi, því þá kemur ný skoðanakönnun út. En svo er aldrei að vita hvað gerist með þýsku ríkisstjórnina eftir hádegi í dag, eða á morgun

AfD (Valkostur fyrir Þýskaland) mælist því annar stærsti stjórnmálaflokkurinn í Þýskalandi í dag. Njósnameistara Maassen hafði með einni setningu tekist að sameina þrjá ríkisstjórnarflokka um að halda AfD niðri. Gera má því ráð fyrir að AfD njóti heldur betur frekara góðs af þessu eina máli sem þýska þriggja flokka ríkisstjórnin getur sameinast um; að minnka öryggi borgranna með þöggun. Hið sama gildir um stjórnarskránna sem Merkel lætur höggin dynja á til að halda sér á floti, en þjóðinni niðri. Sú skrá nýtur líka góðs af því, eða hitt þó heldur

Uppfært: Ný könnum sem birtist áðan hækkar óáreitni kjósenda enn frekar. SPD mælist þar með 16 prósentur og Merkel lækkar niður í aðeins 27 prósentur. Aðeins níu prósentur skilja nú CDU/CSU-flokksbandalagið og AfD að. Samkvæmt formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benedikssyni, er ekkert að marka svona mælingar, enda ekki um ísjaka- og lofslagsspár að ræða

Aðeins er ár síðan að helstu kynferðislausu -en nú allslausu- blaðamenn veraldar krýndu Angelu Merkel sem verandi "leiðtoga hins frjálsa heims"

Á meðan á þessu stóð í Þýskalandi, hélt Donald J. Trump samkomu með kjósendum sínum í Missouri. Hún var haldin í stærsta íþróttaleikvangi sem hægt var að fá, en samt þurfi að vísa 20 þúsund manns frá vegna plássleysis, en sem fylgst gátu þó með á stórskjáum utandyra. Hafði fólk byrjað að bíða í röð klukkan tvö um nóttina

Fyrri færsla

Leikurinn í Kína að verða búinn


ESB: Peningaþvottastöðin Danske Bank [u]

Þá hefur rannsókn Danske Bank á sjálfum sér í Evrópusambandinu fætt af sér skýrslu. Bankinn lét lögfræðifyrirtækið Bruun og Hjejle rannsaka sig í ESB. Aðeins er um eins árs rannsóknarvinnu að ræða og birti fyrirtækið skýrslu yfir hana í morgun. Þar kemur fram að Danske Bank í ESB hefur í bankastarfsemi sinni í Danmörku og Eistlandi möndlað með 200 milljarða dala færslur sem flestar liggja undir grun um að vera tengdar peningaþvætti. Af þessum 200 milljörðum dala eru 100 milljarðar dala með mikilli vissu peningaþvottur í Evrópusambandinu. Já en sérfræðingar sögðu..

Uppfært: Skýrslan bendir til dæmis á að árið 2007 þegar Danske Bank útrásar-keypti Sampo Bank í Finnlandi ásamt útibúi hans í Eistlandi, að þá hafði bankinn alla möguleika á að afla sér þekkingar á því sem bankinn í Eistlandi hafði innanborðs. En þá var Björn Wahlroos núverandi stjórnarformaður Nordea Bank stjórnarformaður Sampo og toppmaðurinn í Sampo-stamsteypunni um svipað leyti. Danske Bank gerði ekkert í málinu þrátt fyrir rauð ljós og aðvaranir og lét rannsóknar-tækifærið renna sér úr greipum, skrifar Berlingske

Forstjóri Danske Bank hefur nú sagt af sér og stórhluthafinn Mærsk froðufellir af bræði. Þetta er sennilega stærsta peningaþvættismál mannkynssögunnar, enda staglast ESB stanslaust á því að vera mjög stórt. Og þetta þvættismál á líklega eftir að vinda hressilega upp á sig. Holan ofan í jörðina þar sem danska fjármálaeftirlitið stóð, sést alla leið frá Helgenæs. Hlutabréfin í Danske Bank í Evrópusambandinu falla og falla. Bréf sem ég aldrei nokkru sinni myndi snerta, ekki frekar en hlutabréfin í Deutsche Bank í Evrópusambandinu. Hvernig skyldi annars ganga með hið nýja greiðslukerfi ESB í smíðum, sem koma á í stað Bandaríkjanna. Það væri fróðlegt að vita. Er þetta kannski það?

Uppfært: Hollt er að muna að Perestroika-armur sovéska kommúnistaflokksins keypti olíu af ríkinu á 1 prósent af heimsmarkaðsverði, og seldi hana úr landi á heimsmarkaðsverði, og flutti hagnaðinn til baka inn í Rússland með aðstoð 100 nýrra banka sem Perestroika-armur kommúnistaflokksins hafði stofnað innanlands og svo 600 banka sem hann hafði stofnað erlendis til að þvo svona peninga sem "vestræna fjárfestingu" inn í Rússland. Bara þetta eina atriði þýddi 30 prósent tap í landsframleiðslu Rússlands. Perestroika-armur sovéska kommúnistaflokksins og Glasnost gluggarnir sem opnaðir voru vestur til að hrinda henni í framkvæmd, var að miklu leyti í KGB-umsjá núverandi forseta Rússlands. Engar umbætur fóru fram á KGB þegar það var umskírt FSB. Perestroika gekk út á að framlengja lífi Sovétríkjanna. Það tókst og heita þau Rússland í dag. Þökk sé að mestu Perestroika-hagkerfinu, sem Danske Bank sést hér glíma við í dag

Forseti Póllands var í heimsókn í Hvíta húsinu í gær. Þar var meðal annars rædd varanleg bandarísk herstöð í Póllandi sem pólska ríkisstjórnin hefur boðist til að borga tvo milljarða dala fyrir að fá. Donald J. Trump bandaríkjaforseti sagðist vera að íhuga málið. Sé Varsjáryfirlýsing Trumps skoðuð, sérstaklega með tilliti til þróun mála í Rússlandi og Þýskalandi, þá er slíkt ekki ólíklegt

Angela Merkel lét verða af því að reka njósnameistara Maassen eftir hádegi í gær. Hér er fyrir hádegi. Hvað gerist hins vegar í þýsku ríkisstjórninni eftir hádegi í dag, er enn ekki vitað. Þetta er jú Evrópusambandið

Fyrri færsla

Þýska ríkisstjórnin enn við það að springa í tætlur


Þýska ríkisstjórnin enn við það að springa í tætlur

Angela Mekel hefur samkvæmt þýskum fréttum ákveðið að reka Hans-Georg Maassen forseta BfV-innanríkis-leyniþjónustu Þýskalands, sem meðal annars á að vernda stjórnarskrá landsins

Þetta má Merkel samkvæmt stjórnarskránni ekki gera. Aðeins innarnaríkisráðherrann má reka njósnameistara Maassen. Og sá maður heitir Horst Seehofer. Eftir að þetta komst upp, hafa aðstoðarmenn þýsku kanslaraínunnar ekki átt sjö dagana sæla. Merkel spyr þá pólitískra frétta á tveggja mínútna fresti, niðri í bunker hennar gegn þjóðinni

Maassen er eini maðurinn sem gengið hefur í það verk að reyna að upplýsa um glæpagengi þeirra milljóna manna sem Merkel vinkaði inn í landið og allt esb. Honum tókst meira að segja að kría út peninga til þess og að koma á fót samvinnu við bandaríska kollega sína í vestri í þeim efnum, Merkel til mikillar gremju

Og svo framdi njósnameistari Maassen þann ofurglæp að segja að upptökur sem sýna áttu "hægri öfgamenn" í Karl-Marx-Stadt Chemnitz ráðast á innflytjendur, vera falskar fréttir. Slíkt er náttúrlega jafn ófyrirgefanlegt og að spyrja af hverju "fjölbreytni" ætti að vera af hinu góða, nú þegar hið upprunalega latneska heiti þess orðs segir að hún sé af því slæma. Kúrdar styrkja ekki Tyrkland, þvert á móti, og Sýrland á í borgarastyrjöld við sig, vegna einmitt fjölbreytni

AfD andar hér í hnakka ríkisstjórnarinnar og eru jafnframt að éta fylgið í Bæjaralandi frá CSU-flokki Horst Seehofers, en þar fara fram fylkiskosningar í næsta mánuði

Kannski springur þýska ríkisstjórnin núna, eða ekki. Það veit enginn. En Merkel leitar nú stuðnings hjá þýskum sósíaldemókrötum sem sitja með henni í ríkisstjórn og eru of veikir til að hafa neina skoðun sem stangast á við þá stóla (svipuð staða og Bjarni hefur komið Sjálfstæðisflokknum í hér heima). Kannski labbar CSU út núna eða ekki. Hver veit. Þetta er jú Evrópusambandið mikla: stöðugtlekinn sjálfur

Fyrri færsla

Vesturlönd voru auðtrúa


ESB reynir að hanga á nöglunum í klerkaveldinu Íran

Tausend kronen monetray union exit note - stimplaður

Mynd: Uppleyst mynt Austurrísk-ungverska keisaradæmisins, með stimplun. Sömu aðferð var beitt til að leysa upp myntbandalagsmynt Tékklands og Slóvakíu eftir að Tékkóslóvakía hætti að vera til (PDF)

****

Diktat í smíðum

Evrópusambandið reynir í örvæntingu að klóra með nöglunum í bakkann í Íran, svo að evrópsk fyrirtæki geti haldið áfram að eiga viðskipti við íslamíska klerkaveldið. Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran taka gildi eftir tvo mánuði. Eftir þann frest geta þau evrópsku fyrirtæki sem eru í viðskiptum við klerkaveldið ekki verið í viðskiptum við Bandaríkin á sama tíma. Markmiðið er að reyna að hefta og koma í veg fyrir kjarnorkuvopnaþróun íslamíska klerkaveldisins

Hugmynd Frakklands er sú, að það, Þýskaland og Bretland, og jafnvel Ítalía, noti Evrópusambandið til að koma á fót greiðslukerfi sem hvergi snertir Bandaríkin né bandarísku myntina dal og sem þannig myndi gera evrópskum fyrirtækjum mögulegt að sneiða hjá öllum bandarískum kerfum sem sjá um (i) greiðslumiðlun, (ii) uppgjörslok færslna og (iii) peningajafnvægi á alþjóðlegum mörkuðum. Telja ESB-menn sig geta gert þetta með einföldu diktati eins og Mússolini notaði til að stýra framkvæmd fasisma á Ítalíu, eða með tilskipunum

Sést á þessu hversu mikil örvænting Evrópusambandsins er orðin vegna evrunnar. Lítið gengur með að gera hana að alþjóðlegum gjaldmiðli vegna vantrausts heimsins á evrópskum stofunum eins og til dæmis stjórnarskrárbundnu þingræði hvílandi á þjóríkislegum stofnunum sem frumforsendum fyrir framkvæmd lýðræðis í lýðveldi. Og þess utan er stutt síðan að seðlabanki Bandaríkjanna bjargaði mynt Evrópusambandsins í tvígang með gjaldmiðlaskiptasamningum í fjármálakreppunni. Heimurinn veit að Bandaríkjadalur er ekki vafningur. Þeirri staðreynd var slegið fastri með þeirri niðurstöðu sem fékkst úr bandarísku borgarastyrjöldinni, sem lauk 1865 og kostaði Bandaríkin hálfa milljón mannslífa. Þar var því slegið föstu að bandaríska þjóðin er ein órjúfanleg heild og það er sú heild ein, sem er fullvalda, en ekki einstakir hlutar hennar. Ekkert fylki getur því yfirgefið Bandaríkin. Þau geta ekki leysts upp. Þau eru ekki vafningur og mynt þeirra er því ekki vafningur, eins og mynt Austurrísk-ungverska keisaradæmisins var, og sem leystist upp í margar myntir

Frekar furðulegt er að sjá Bretland í þessum hópi. Annaðhvort er um einhverskonar fjárkúgun að ræða vegna Brexit, eða þá að örvænting Bretlands vegna 200 alþjóðlegra banka í því landi er orðin meiri en hún ætti að vera. Heimurinn vill einfaldlega ekki hafa peningalega mikilvægar stofnanir sínar í Evrópusambandinu

En hér sést greinilega hluti hins undirliggjandi geopólitíska þema sem er í gangi á Vesturlöndum. Bandaríkin eru ábyrgðarmaður Vesturlanda og það þola gömlu stórveldin á meginlandi Evrópu ekki. En þau eru samt getulaus og geta hvorki varist né unnið saman. Meginlandið er að klofna því sameiginlegir hagsmunir eru of litlir til að geta borið tilvistarlega samvinnu uppi. Lönd Austur-Evrópu eru að skilja sig frá löndum Vestur-Evrópu. Austur-Evrópa óttast Rússland og hugsanlegt hjónaband sérstaklega Þýskaland og Rússlands, því lýðræðisstofnanir Þýskalands hafa aldrei haldið um stjórnvölinn í því landi, heldur eru það fyrst og fremst banka- og viðskiptahagsmunaöfl sem halda um stjórnvölinn í Þýskalandi, því Þýskaland verður að hafa jaðarsvæð þess undir sínu áhrifavaldi, og í dag er það hinn innri-markaður-ESB sem er stuðpúða- og jaðarsvæði Þýskalands, en sá markaður er hins vegar kominn í upplausnarhættu og er reyndar kominn í upplausnarferli líka, sbr. Brexit. Stjórnmál í Þýskalandi mótast að miklum hluta til af landfræðilegu varnarleysi Þýskalands í austri, norðri og vestri. Suðurtappinn einn er landfræðilega öruggur. Þau öfl horfa til Rússlands og það veit Austur-Evrópa vel og Bandaríkin líka. Þess vegna fara hagsmunir Austur-Evrópu meira saman með Bandaríkjunum en hagsmunir Þýskalands og Frakklands passa við hagsmuni Bandaríkjanna. Bandaríkin munu ekki líða hjónaband Rússlands og Þýskalans því þannig samsteypa myndi ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þátttöku Bandaríkjanna í tveimur heimsstyrjöldum á meginlandi Evrópu ber að skoða í þessu ljósi

Meginland Evrópu, það er að segja Evrópusambandið, er bæði varnarlaust og orkulaust. Það sækir í ódýra orku og það var von sambandsins að frá Íran fengist ódýr olía í skiptum fyrir sameiginlegt hatur beggja á Bandaríkjunum. En hér spilar Austur-Evrópa ekki með og það er að verða stórt vandamál fyrir Evrópusambandið. Og Austur-Evrópa getur neitað að spila hér með, þrátt fyrir hættuna frá Rússlandi, vegna þess að tilvistarlegir hagsmunir Bandaríkjanna og Austur-Evrópu fara mjög svo vel saman. Þess vegna kom Varsjáryfirlýsing Donalds J. Trump síðasta sumar. Hún var staðfesting á því að bygging Intermarium, sem er hugmynd hins pólska Józefs Pilsudski, er í smiðum. Varsjá verður með tíma eins konar ný Berlín fyrir Bandaríkin á meginlandi Evrópu. Bretland er enn að melta nákvæma staðsetningu sína í tilverunni eftir Brexit. Enginn nema breski almúginn hafði gert ráð fyrir Brexit. Og breska valdastéttin var ekki í sambandi við almúgann. Brexit-niðurstaðan kom valdastéttinni því algerlega í opna skjöldu

Engin evrópsk fyrirtæki nema smáfyrirtæki munu halda áfram í viðskiptum við Íran. Það er að segja, bara þau fyrirtæki sem eiga ekki í neinum viðskiptum við neitt annað land í heiminum nema Íran og ESB, munu taka diktat-tilboði Frakka, Þjóðverja og ?Breta. Viðskipti við Íran eru örverpi miðað við viðskipti við Bandaríkin, sem standa fyrir þremur til fjórum hlutum af hverjum tíu sem verða til í hagkerfum heimsins. Og svo er það þannig, að það eru fyrst og fremst Bandaríkin sem búa til raunverulega eftirspurn í heiminum. Evrópusambandið og Kína skapa ekki raunverulega eftirspurn í heiminum heldur nærast þau á henni. Það sést á viðskiptajöfnuði þeirra við umheiminn

Fyrri færsla

Macron missir stuðning hægrimanna eins og Bjarni [u] 


Sveik NATO Rússland?

SUNNUDAGUR

Svik?

Sumir segja það, því þegar verið var að reyna að komast til botns í því hvað fyrirvara- og umsvifalaust fall Sovétríkjanna myndi hafa í för með sér, þá minna sumir okkur á að Vesturveldin lofuðu því að Rússland þyrfti ekki að óttast NATO í túnfæti sínum. Í leiðinni má minna á að Helmut Kohl lofaði Bandamönnum því að þýsku löndin tvö, yrðu ekki eitt sameinað ríki, heldur ríkjasamveldi

Útópía

En hvað gerðist svo. Jú hin gamalkunna útópía bjartsýnismanna tók við. Nú átti hinn eilífi-friður, frelsandi og pelsklæðandi hnattvæðing að taka við og Kína skyldi meira að segja einnig mótað til, samkvæmt útópíu hins nýja eilífðar-friðar. Evrópusambandið notaði tækifærið til að breyta sér úr tollabandalagi í yfirríki, og fékk til þess verks hluta úr gömlu stjórnarskrá Sovétríkjanna að láni, þar sem kommúnismi var hið eina löglega lífsskipulag, innan landamæra þess ríkis. Evrópusambandið breytti þeim köflum hennar í að; innan hins nýja Evrópusambands væri það Evrópu-samruni sem væri hið eina löglega lífsskipulag innan landamæra þess. Að ýmsu öðru leyti var stór hluti sovéska réttakerfisins tekinn upp í ESB og hæstiréttur þeirra líka. Þetta ferli endaði sem Maastrichtsáttmálinn, sem aðeins 51 prósent Frakka samþykktu. Það var þarna sem flestir kommar Evrópu stukku um borð í ESB, því verandi þeir kerfiskarlar sem þeir eru, þá sáu þeir þarna mikla og nýja möguleika komandi ESB-ofríkis í nýju ljósi. Í ljósi nýs totalitarian alræðis með gúrkuaðferð. Allt þetta vissu og skildu ekki þau lönd í Austur-Evrópu sem flúðu öskrandi þegar Sovétríkin hrundu. Þau vildu því ganga í Evrópusambandið. En þau skilja þetta samt núna, en komast að sjálfsögðu ekki út aftur

En svo kom það

En svo gerist þetta: Rússar drepa 300 þúsund manns í Téténíu, sem í tvígang reyndi að komast undan hinu nýja Sambandsríki Rússlands. Þetta skelfir löndin í Austur-Evrópu sem um þær mundir voru rétt svo að sleppa undan rússneskum áhrifum. Og þær ríkisstjórnir í Austur-Evrópu sem skildu og studdu ekki óskir og áhyggjur borgara sinna um aðild að varnarbandalaginu NATO, voru einfaldlega kosnar út. Þær voru kosnar frá völdum. Átti þá nýfenginn sjálfsákvörðunar-réttur þeirra kannski bara að vera upp á punt? Ég spyr. Þegar Jeltsin og Pútín ganga svona til verks heima hjá sér, hverju megum við þá ekki eiga von á hér heima, í túnfæti svona manna, hugsaði fólkið sem þekkti Rússland bara af slæmu. Segja má að sá svo kallaði fjölbreytileiki sem háskólareykt uxahalamenni dýrka á Vesturlöndum í dag, sé risavaxið vandamál í Sambandsríki Rússlands sbr. 300 þúsund manna slátrun í Tjéténíu. Og hamingja fjölbreytileikans í Sýrlandi sem Rússland hefur nú stokkið til að bjarga, er ekki beint það sem menn hoppa hæð sína af hamingju yfir þar. Sama má segja um Tyrkland sem hoppar ekki um af hamingju yfir því að hafa líka Kúrda í sínu ríki. Við skulum ekkert vera að minnast á sjálft Evrópusambandið í þessum efnum. Tölum frekar um fjölbreytileika í steinsteypu, til dæmis um hin yfirþyrmandi jákvæðu áhrif alkalívirkni sem beina afleiðingu fjölbreytileika

Hrunið

Og svo eru það Mið-Austurlönd: Það var múr Sovétríkjanna sem skildi að þau ríki. Það var sovéski múrinn frá Balkanskaga til Indlands sem hélt þeim ríkum aðskildum sem frosnum einingum. Og þegar hann féll rann ríkjaskipan þeirra inn í upplausnarferli sem ekki sér enn fyrir endann á. Við fall sovétmúrsins hófust íslamistar handa við að reyna að mynda jihadistaríki og kveiktu í Bandaríkjunum, til að reyna að efla samstöðuna um málstað sinn innan hins íslamíska heims. Bandaríkin brugðist við með því að reyna að koma á einhverskonar lýðræði eins og þau gerðu í Þýskalandi, Japan og Suður-Kóreu. Það mistókst að miklu leyti, en samt ekki að öllu. Staðan í Mið-austurlöndum er því enn frekar óbreytt. Tuggan um að Bandaríkin hafi "sáð þessum fræjum" er byggð á vanþekkingu. Varla eru menn búnir að gleyma innrás Sovétmanna í Afganistan á hátindi olíuverðs á aðfangadag jóla 1979. Þá stóð olíuverð í 110 dölum á 2013-verðlagi og Sovétmenn héldu að þeir gætu keypt heiminn. Svo tók verðið upp á því að hrynja viðstöðulaust næstu tíu árin. Þetta hrun olíuverðs átti stóran og oft vanmetinn þátt í hruni Sovétríkjanna tíu árum síðar. En olíuverðið heldur svo áfram að hrynja og skolar bæði Gorbachev og Jeltsin út á öskuhauga sögunnar og kallar Pútín til valda rétt fyrir aldamót. Vill svo til að þá byrjar olíuverð Eyjólfs að braggast og Vladímír Pútín ríður á hækkun olíuverðs frá árinu 2000 og fram til sumarsins 2014, þegar það byrjar að hrynja á ný, og er enn að hrynja í dag. Þarna klessir Rússland á vegg og hugsanleg innrás í Úkraínu verður að minnsta kosti að bíða betri tíma og olíuverðs. Peningarnir eru búnir í bili. Þetta er staða Rússlands í dag. Rússneski ríkiskassinn er er næstum tómur. Landið er hætt að geta greitt opinberum starfsmönnum laun, langt fjarri Moskvu og það sem verra er, það er hætt að geta sent lífsnauðsynlega peninga út í jaðrana (stuðpúðana). Alveg þveröfugt við Þýskaland, þá sendir Rússland aðstoðarfé út í jaðarríkin, á meðan Þýskaland mergsýgur sín jaðarríki í Evrópusambandinu

Móðgandi?

Hvort að þetta hafi verið móðgandi framkoma við Rússland, þetta með NATO-aðild Austur-Evrópu, er spurning sem á frekar lítinn rétt á sér. Rússar sviku alla samninga við alla í Síðari heimsstyrjöldinni. Það var til dæmis olía frá Rússum sem knúði loftárásir Nasista á Bretland. Rússland neitaði löndum Austur-Evrópu um að kjósa um sína eigin framtíð eftir stríð. Þá sögðu þau sínu eigin fólki, til heimabrúks, að þeir væru enn að berjast gegn fasisma Vesturlanda í Evrópu, vel vitandi það að Nasistar voru ekki fasistar heldur sósíalistar. Rússum féll illa að Bandaríkin og Bretland skyldu bjóða Þýskalandi og Ítalíu sem nýjum vinum inn í samfélag vestrænna þjóða og fyrir að þvinga Frakka til að samþykkja það. Fyrri heimsstyrjöldin hafði nær kostað Frakkland lífið, og enginn hirti um að standa með hamar yfir Þýskalandi í kjölfar Versalasamninganna. Því fór sem fór. Bandamenn hefðu átt að setjast ofna á Þýskaland þá og láta það éta Weimarlýðveldi næstu 80 árin. Fara alla leið til Berlínar. Þess vegna kom ekkert annað til greina í Síðari heimsstyrjöldinni en skilyrðislaus uppgjöf og hernám

Landfræðilegar staðreyndir lífsins

Rússland verður alltaf Rússland, því það getur einfaldlega aldrei orðið annað en það sem landfræðileg staðsetning landsins þvingar það til að vera. Rússland er hart, landlæst og risavaxið ríki sem mun aldrei geta notað stóran hluta landsvæðis síns til neins annars en sem stuðara, því Rússland skortir náttúrleg landamæri, sérstaklega í suðri og vestri. Síberíu er haldið sem óplægðu feni til að torvelda innrásarherjum yfirferð til Moskvu. Dreifing matvæla í þessu tröllvaxna ríki er næstum ómöguleg sökum víðfeðmi og innviða sem geta ekki orðið góðir sökum skorts á náttúrulegum landamærum. Þeim verður að halda fumstæðum og litlum, svo að illa gangi fyrir innrásarheri að komast fram. Rússland á mörgum sinnum auðveldara með að flytja út matvæli til annarra landa en að fæða og klæða sína eigin borgara fjarri Moskvu, sökum innvortis fjarlægða á vísvitandi lélegum innviðum. Og að stjórna þessu ríki pólitískt séð, er ekki hægt nema með terror, hörðu eftirliti og litlu frelsi, sem kallar á enn meiri terror til að koma í veg fyrir að heilu stuðarasvæðin í jöðrum Rússlands yfirgefi ríkið. Það er náttúran sem mótar rússneskt stjórnarfar og lítið annað

Dæmi

Sem einstakt útskýringardæmi er hægt að taka Bandaríkin. Ef að landnámsmenn hefðu komið að því landi úr vestri, Kyrrahafsmegin, þá hefðu þeir rekist beint á hin hrikalegu Klettafjöll. Sú ríkisstjórn sem þar hefði myndast og mótast hefði þurft að vera miklu harðari og óvægari sem stjórnvald í þannig landfræðilegum aðstæðum. Vatnsskortur, eyðimerkur, illa klífanlegir fjallgarðar og harðneskja kallar á harða ríkisstjórn. En Bandaríkin voru sem betur fer numin frá austri til vesturs. Stigið er á land sem er opið og að stórum hluta til siglanlegt á ofboðslegum og lygnum fljótum. Stigið er svo að segja beint inn í stærsta samhangandi og frjósamasta landbúnaðarsvæði jarðar í einu ríki, sem er svo stórt og gjöfult að það eitt og sér gæti brauðfætt allan heiminn í dag. Bóndi inn í miðju landi, þúsundum kílómetra frá sæ, getur skipað afurðum sínum út til annarra landa, ef honum þóknast það. Meira en sex hundruð milljón tonn eru flutt um þessi 40 þúsund kílómetra löngu siglanlegu fljót á ári, fyrir bara smábrot af því sem það kostar með járnbrautum. Lengd siglanlegra fljóta Bandaríkjanna er meiri en lengd allra annarra siglanlegra fljóta heimsins samanlagt. Allar ár renna í réttar áttir, til sjávar úthafa, og einstaklingsfrelsið blómstrar því Bandaríkin eru eyja, með bæði Atlantshaf og Kyrrahaf sér til varnar og verndar. Þau eru því örugg og með veika og milda ríkissstjórn eins og sést svo vel í dag. Það eina sem koma þurfti stjórn á var Karabíska hafið. Ef að norður-endinn á Bandaríkjunum væri ekki einn risavaxinn frosinn tappi, þá væri Kanada ekki sjálfstætt ríki í dag. En vegna þessa frosna norðurenda, fær Kanada meira að segja að tala frönsku í einu fylki. Annars myndi ríkisstjórn Kanada ekki heimila slíkt. Kanada er ríkt vegna þess að það er vinur Bandaríkjanna og Ísland er ríkt vegna þess að það er vinur Bandaríkjanna. Og Rússland er fátækt af því að það er staðsett þar sem það er. Og það er oftast óvinur of margra, vegna landfræðilegrar legu þess. Þar er allt frosið fast mestan hluta ársins og landið er of norðarlega staðsett fyrir of margt, og flest fljót þess renna til vitlausra staða

Hart kallar á hart

Rússland verður aldrei annað en Rússland, vegna þess að það er staðsett þar sem það er. Þetta þarf að virða, því landið verður aldrei annað en það sem það er í dag; harðstjórnarríki. En þau ríki sem búa við hlið Rússlands verður landið einnig að virða. Og Rússland þarf að muna að það var fyrir tilstilli Bandamanna að þeir urðu stórveldi á sínum tíma. Geopólitísk staða Rússlands árið 1945, var bein afleiðing stuðnings og trausts Bandaríkjanna og Bretlands. Og Síðari heimsstyrjöldin var að miklum hluta til bein afleiðing svika Rússlands. Þeir sviku bestu banamenn sína og þeir sviku sitt eigið fólk. Ávallt þarf að mæta hörðu Rússlandi með hörðu. Annars tekur útópían völdin og milljónir manna missa frelsi sitt og líf. Hið sama á við um Stór-Þýskaland. Hin gamla pólitíska villimennska Þýskalands sést nú þegar á Evrópu í dag. Sú staða hefði þótt óhugsandi á tímum Margrétar Thatcher. Algerlega óhugsandi. Þess vegna kemur friðþægingarstefna af hálfu Vesturlanda gagnvart Rússlandi ekki til greina. En það var þannig stefna sem gaf Þýskalandi banvænar hugmyndir í aðdraganda Síðari heimsstyrjaldarinnar. Aðeins öflugur fælnimáttur kemur í veg fyrir að ríki fái þannig hugmyndir

Fyrri færsla

Pantaðir þú þessa jarðýtu? 


Einangrunar-forseti Bandaríkjanna

WSJ Daily Shot - Mælaborð Credit Suisse fyrir Bandaríkin 5 september 2018

Mynd: WSJ Daily Shot í gær: Mælaborð Credit Suisse fyrir Bandaríkin lítur vel út um þessar mundir

****

Þeir sem kallast stundum bestu íslensku höfuð pólitískrar greiningar og sem oft segjast vera blaðamenn líka, en eru þó alveg sérstaklega háskólaðir nýmarxistar, já þeir hafa sagt að Donald J. Trump 45. forseti Bandaríkjanna sé einangrunarsinni sem er að einangra Bandaríkin frá heiminum sem þetta fólk lifir í og of oft á kostnað skattgreiðenda. Þetta mál skulum við kíkja aðeins á, launalaust:

1. Donald J. Trump er að endursemja um viðskipti milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada. Þau eru stærri en öll viðskipti í Evrópusambandinu og um er að ræða 500 milljón manna markaði. Samið er um þessi viðskipti upp á nýtt. Þessu lofaði Trump kjósendum. Slíkt er óhugsandi í Evrópusambandinu, því það tæki sambandið 20 ár og myndi kosta það lífið, samkvæmt nýjustu hótunum Carls Bildt um að ESB gæti hrunið ef Svíar kjósa rangt nú um helgina. Þar má ekkert útaf bera, því þá hrynur allt 

2. Donald J. Trump er að endurskilgreina viðskiptasamband Bandaríkjanna við Kína. Kína hefur stundað óheiðarlega viðskiptahætti miðað við alþjóðasamninga, sturtað grjóti á viðskiptagötur í formi viðskiptahindrana og stundað dulda gengisfölsun. Þetta sættir Donald J. Trump sig ekki við og bregst við með tollum. Þessu lofaði hann kjósendum

3. Donald J. Trump hefur sett Bandaríkin í viðbragðstöðu gagnvart Norður-Kóreu, sem er að reyna að þróa eldflaugatækni sem sent getur kjarnorkusprengjur beint á Bandaríkin. Trump hefur haldið fund með leiðtoga Norður-Kóreu til að reyna að tala hann á sitt band. Árangur þess fundar gæti verið að gufa upp eða ekki. Það er ekki hægt að vita enn. Bandaríski flotinn er því í viðbragðstöðu í Japan, á Guam og í Suður-Kóreu eru 30 þúsund bandarískir hermenn á vakt. Barack Obama skildi þetta vandamál eftir handa Trump og sagði honum að það yrði erfitt, vegna þess að það reyndist of erfitt fyrir hann sjálfan. Sambandi hefur nú verið komið á milli hins diplómatíska starfsliðs ríkjanna. Forsetinn þarf því ekki að standa í öllu sjálfur, eins og til dæmis Carter og hinn breski Wilson með reiknistokk

4. Á þessari stund eru 86 af 284 bardagaskipum bandaríska flotans á sjó um allan heim. Þau sjá meðal annars um að alþjóðaviðskipti geti farið fram með siglingum á heimshöfunum

5. Donald J. Trump hefur aukið og hert siglingafrelsisaðgerðir í Suður-Kínahafi. Hann hefur einnig rétt Taívan hjálpandi hönd og stutt við bakið á Ástralíu og Nýja Sjálandi í viðleitni þeirra við að halda aftur af Kína þar um slóðir eyjaþjóða eins og Tonga. Á sama tíma hefur forsetinn stutt byrjun fjórhliða samstarfs Indlands, Japans, Ástralíu og Bandaríkjanna. Víetnam og Bandaríkin eru enn fremur að samhæfa heri sína fyrir samvinnu í varnarmálum, því öll þessi ríki óttast Kína

6. Donald J. Trump stendur í samningum við Taliban um að enda einhvern vegin 17 ára stríð í Afganistan

7. Donald J. Trump er að endurskilgreina stefnu Bandaríkjanna gagnvart Íran og er á fullu stími með öðrum þjóðum í heimshlutanum við gerð slíkrar stefnu. Því lofaði hann kjósendum

8. Donald J. Trump á í nokkurri glímu við Tyrkland sem er að reyna að egna Rússlandi og Bandaríkjunum saman, sér sjálfu til framdráttar, því spenna hefur lengi ríkt í samskiptum Tyrklands og Rússland. Trump hefur ekki gengið í gildru Tyrklands og er nú að móta samband landanna til með tollum. Halda þarf Tyrklandi á mottunni, því það hefur því miður pólitíska framtíð helstu leiðtoga Evrópu nokkuð mikið í sínum vösum. Og sem kunnugt er hafa Bandaríkin skuldbundið sig til að verja nánast alla Evrópu, en þó ekki gegn sjálfri sér

9. Donald J. Trump er með bandarískt varnarlið í Póllandi og Rúmeníu til varnar löndum Austur-Evrópu . Sá herafli er þar samkvæmt sömu strategíu og viðhöfð var í Kalda stríðinu: að kaupa með því tíma til að geta sent hernaðarlegt ofurefli yfir hálfan hnöttinn frá Bandaríkjunum og lent því þar. Bandaríkin eru með 90 þúsund menn staðsetta í Evrópu núna. Um 70 þúsund hermenn og 20 þúsund borgaralega starfsmenn á vegum Bandaríska varnarmálaráðuneytisins

10. Donald J. Trump tók Bandaríkin út úr svo kölluðu Parísarsamkomulagi, því hann vissi að það var einskis virði og myndi virka einangrandi fyrir Bandaríkin. Þýskaland er að guggna á þessu samkomulagi líka og er á leið út. Og Kína hafði aldrei neinar áætlanir um að halda það

11. Donald J. Trump bað um og hélt fund með forseta Rússlands til að reyna að bæta samskipti ríkjanna. Því hafði hann lofað kjósendum. Ekki er enn vitað hvort það takist

12. Donald J. Trump berst í því að styrkja grundvöll NATO. Hann hvílir á því að um fullmannað og fjármagnað hernaðarbandalag sé að ræða, en ekki sjálftektar-hlaðboð annarra ríkja á kostnað Bandaríkjanna. Takist það ekki, verður NATO lagt niður, veikir hlekkir þess bræddir úr keðjunni og ný varnarkeðja viljugra þjóða smíðuð

Þetta voru 12-fréttir af einangrunar-forseta Bandaríkjanna, Donald J. Trump. Og nú snúum við okkur yfir til Séð-og-heyrt háskóla- og fræðimannaliðs íslenskra fjölmiðla, þar sem þeir njóta launa sinna í friði sem Bandaríkin halda, á meðan beðið er eftir læknisaðgerðum marxismans í Austur-Berlín Reykjavíkurborgar

Fyrri færsla

40 prósent evru-svæðis með lægra lánshæfnismat en Ísland


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband