Leita í fréttum mbl.is

Hæstiréttur Bandaríkjanna aftur á réttri leið

Oath Ceremony - The Honorable Brett M Kavanaugh

Mynd, Hæstiréttur Bandaríkjanna: Ashley eiginkona Brett M. Kavanaugh heldur á Biblíunni á meðan eiginmaður hennar sver embættiseið hæstaréttardómara. Dætur þeirra fylgjast með

****

Í fyrsta sinn frá því í Kreppunni miklu 1934, er hæstiréttur Bandaríkjanna nú skipaður íhaldssömum dómurum að meiri hluta til. Allar götur frá því að New Deal stefna Roosevelt forseta var sett, hefur rétturinn að meiri hluta til verið skipaður dómurum sem hölluðu sér meira til vinstri og gerðu ríkinu mögulegt að þenja sig meira og meira út og yfir líf borgaranna. Fyrir Bandaríkin hefur þetta þýtt meiri völd til alríkisstjórnarinnar í til dæmis efnahagsmálum, með þeim afleiðingum að ríkið blés út, skattlagning, opinber eyðsla og skuldasöfnunum jókst, því rétturinn jók völd ríkisins yfir þeim málum. Margir, en samt of fáir, vita að stjórnarskrá Bandaríkjanna gengur að miklu leyti út á að halda ríkisvaldinu í skefjum. Það mun líklega gerast í meira mæli en verið hefur hin síðustu 84 ár, frá og með í gær, þegar efri deild þingsins skipaði Brett Kavanaugh sem nýjan hæstaréttardómara. Þetta mál er ein af ástæðunum fyrir því að Donald J. Trump var kjörinn 45. forseti Bandaríkjanna í nóvember 2016, þrátt fyrir reynsluleysi í stjórnmálum og opinberum störfum

NATO

Fastafulltrúi Bandaríkjanna í NATO, frú Kay Bailey Hutchison frá Galveston í Texas, sagði að Bandaríkin myndu íhuga með fyrirbyggjandi hernaðaraðgerðum að granda meðaldrægum eldflaugum Rússlands á jörðu niðri í Rússlandi, haldi Rússar áfram að brjóta 1987-ABM INF-eldflaugasáttmálann með þróun nýrra meðaldrægra eldflauga sem ná til landa Evrópu. En það er það sem Rússar hafa verið að gera. Fyrirbyggjandi hernaðaraðgerð gegn Rússlandi í Rússlandi er því á borðinu. Þarna eru Bandaríkin að segja við NATO-lönd Evrópu og sérstaklega Þýskaland; takið ykkur saman og leysið þetta mál sjálf, eða við sláum til, og þá er úti um viðskiptahagsmuni ykkar og Rússlands

KÍNA

Screen Shot 2018-10-05 at 09.10.42

Mynd: Wall Street Journal

Fréttir um að kínverski herinn hafi komið fyrir njósna- og hryðjuverkabúnaði í tölvuvélbúnaði sem framleiddur er í Kína og sem seldur er um allan heim, geisa nú víða um jörð. Hlutabréfin í kínverska Lenovo tölvuframleiðandanum hrundu samstundis um 20 prósent á markaði í Hong Kong. Um er að ræða örgjörva á stærð við hrísgrjón á tölvumóðurborðum og sem er á valdi kínverska hersins, sem nær þannig algerlega valdi yfir tölvubúnaði og stýrikerfum, reynast fréttirnar réttar. Tæknileg forskrift og forsendur nútíma-tölvunar eru fyrir löngu brostnar. Þar hefur lítið tæknilega nýtt gerst síðan 1950 er bandaríski herinn fann tæknina upp. Framtíðin mun ekki byggja á þeirri tölvun sem uppfundin var í Kalda stríðinu

GAMLI HEIMURINN

Allar þrjár meiriháttar pólitísku einingar á landmassa Evrópu-Asíu eru nú runnar inn í óafturkræft upplausnarferli, að Indlandi undanskildu. (1) Rússland sem leystist upp 1918 og 1991 er á ný að leysast upp sem ríki. Því er spáð að Rússland leysist upp á ný sem ríki árið 2025, eða jafnvel fyrr. Hvort að Rússland endar þá lífdaga sína sem misheppnað ríki, er ekki gott að segja, en of margt bendir því miður til þess. (2) Haustrið 2008 afhjúpaði, eins og hendi væri veifað, tilgangs- og getuleysi Evrópusambandsins sem pólitísku yfirríkis- og efnahagslegu misfóstri yfir flestum löndum Evrópu. Sambandið rann þá inn í óafturkræft upplausnarferli og sem er að verki hvern einasta dag ársins í öllum löndum þess núna. Þannig verður ástandið þar áfram, þar til sambandið að mestu leyti er uppleyst. Styttist í að aðvörunarmerki eins og eru á sígarettupökkum prentist á evruseðla í hugum fólksins. (3) Kína fór inn í upplausnarferli sitt í beinni útsendingu á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Þar valdi Kommúnistaflokkurinn skilgetið afkvæmi sitt án samráðs við fólkið. Kína er því komið inn í upplausnarferli sem endar með því að landið klofnar í minni einingar. Það ferli er að verkum hvern einasta dag ársins núna og næstu mörg árin. Einkennin eru meðal annarra sívaxandi einræði, kúgun, efnahagsleg eyðni og upplausn, fjármagnsflótti og hersýningar gagnvart nágrannalöndunum. Svo seint sem í síðustu viku var blaðamanni hins evrópska brandarablaðs Financial Times um efnahagsmál, neitað landgöngu í Kína

STRAUMHVÖRF

Bandaríska hagkerfið hefur nú kúplað sig frá þeirri efnahagsþróun sem ríkir á hinum pólitískt misheppnaða landmassa Evrópu-Asíu. Engin vötn Bandaríkjanna renna nú til sjávar þar. Svona klár aðskilnaður hins Nýja heims frá Gamla heiminum í stjórnmála- og efnahagsþróun, hefur ekki sést frá því að Ronald Reagan var forseti Bandaríkjanna. Leita þarf jafnvel enn lengra aftur eftir samanburði. Margt bendir til að krypplandi afturhaldsfjötrar hnattvæðingar hafi nú þegar að töluverðu leyti slitnað. Landmassar hins Gamla og Nýja heims eru því að skiljast að. Gamli heimurinn er brotna upp og er byrjað að rjúka úr honum einu sinni enn. Frámunalega barnaleg stefna íslenskra stjórnvalda í utanríkismálum, hina síðustu áratugi, liggur því sem ein samfelld og rjúkandi rúst núna

Fyrri færsla

Repúblikanar að vakna upp við 1984-ástand?


mbl.is Kavanaugh samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þetta með Rùssa er ekki alveg rétt með farið. Það er rétt, að Rússar eru að framleiða meðaldrægar. En þessar flaugar eru í raun af sömu gerð, og bandaríski herinn (NATO) hefur stillt upp við landamæri Rússlands.

Vandamálið er, að Rússar eru hálf barnalegir í mörgum málum. Til dæmis samningsins sem þú bendir á. Þessi samningur er gerður við Sovétríkin, og bandaríkin virða hann ekki ... en krefja Rússa um að fylgja honum.

Rússar eru að þessu til að "þvinga" fram nýjan samning. Al röng aðferð, þeir eiga að hafa manndóm til að opinberlega segja að samningurinn sé ekki gildur, sem hann ekki er ... því Sovétríkin eru ekki lengur til. Og þannig fara í málin ... þeir er alltaf hálfgerðar skræfur, sem labba í skúmaskotunum. Þeir höfðu meiri virðingu á tímum Sovét en í dag ... vegna þess að á tímum Sovét, þorðu þeir að standa á sínu.

Að öllu öðru leyti er ég sammaála ... en vil bæta við, að Kína er stóri bófinn í öllum málum. Einhvern veginn þarf að fá Rússa til að hætta að styðja Íran og Kína.

Örn Einar Hansen, 7.10.2018 kl. 11:11

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Gunnar

Flottur dómarinn og hans fjölskylda sem er verið að setja í embætti.

Hræðsluáróður vinstrimanna varð að víkja, en hversu of skeður það? Þú veist að við sannleiksmenn viljum ekkert nema sannleikann. Ævinlega þakklátur fyrir ef einhver reynir að sjá lengra í því fjölmiðlafári sem nú ríkir. Ófrjáls yfirtaka á fjölmiðlum, lífeyrissjóðum og öðru sem er í sameign tröllríður þjóðfélaginu. 

Á meðan lífeyrissjóðirnir eru ekki gegnumstreymissjóðir á nafni launamanns má alltaf búast við að einhver hrifsi völdin og tæmi kassann. Eins og nú er ræður fámennisstjórn sem ekki þarf að sækja víðtækt umboð. Margir lífeyrissjóðir hafa farið á hausinn og enginn ábyrgur. Þá fá ég og kannski þú engar lífeyris- greiðslur.

Embættisflokkastjórnin sem nú situr eru ekki venjulegir pólitíkusar sem þurfa að berjast fyrir lífinu. Líkt og gerist á Norðurlöndunum. Svara kalli kjósenda?

Dæmigert er hvernig ein fjölmiðill sem lengst af hefur verið á ábyrgð sjálfstæðis- og samtryggingarflokka tekur völdin. Ekki þarf nema einn rótækur vinstri maður og marxista til að róta upp moldvirði. Oft ósönnum rógburði, nokkur kvöld í sprengiþætti rúfsins. Þá er eins og fjandinn sé laus, misvitrir ráðherrar hlaupa upp til handa og fóta og hrópa: Sérsveitir, sérsveitir ekki seinna en í gær. Alveg eins og á uppgangi nasista.

Í bíó er nú sérsveitarmynd, Johnny English strikes again. Þar er talsverð gagnrýni á hræðsluáróður. Fyndni frá Englandi sem oft hefur verið góð söluvara fyrir ungvið. Þeir sem eru 5 ára og til þrítugs hópast á myndina og finna spenning James Bond mynda. Þegar þetta unga fólk loks hefur tíma og víðsýni til að nota takmarkaðan kosningarétt kann það að vera orðið of steint.

Sigurður Antonsson, 7.10.2018 kl. 13:31

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur, Bjarne og Sigurður.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 9.10.2018 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband