Leita í fréttum mbl.is

Þýska ríkisstjórnin enn við það að springa í tætlur

Angela Mekel hefur samkvæmt þýskum fréttum ákveðið að reka Hans-Georg Maassen forseta BfV-innanríkis-leyniþjónustu Þýskalands, sem meðal annars á að vernda stjórnarskrá landsins

Þetta má Merkel samkvæmt stjórnarskránni ekki gera. Aðeins innarnaríkisráðherrann má reka njósnameistara Maassen. Og sá maður heitir Horst Seehofer. Eftir að þetta komst upp, hafa aðstoðarmenn þýsku kanslaraínunnar ekki átt sjö dagana sæla. Merkel spyr þá pólitískra frétta á tveggja mínútna fresti, niðri í bunker hennar gegn þjóðinni

Maassen er eini maðurinn sem gengið hefur í það verk að reyna að upplýsa um glæpagengi þeirra milljóna manna sem Merkel vinkaði inn í landið og allt esb. Honum tókst meira að segja að kría út peninga til þess og að koma á fót samvinnu við bandaríska kollega sína í vestri í þeim efnum, Merkel til mikillar gremju

Og svo framdi njósnameistari Maassen þann ofurglæp að segja að upptökur sem sýna áttu "hægri öfgamenn" í Karl-Marx-Stadt Chemnitz ráðast á innflytjendur, vera falskar fréttir. Slíkt er náttúrlega jafn ófyrirgefanlegt og að spyrja af hverju "fjölbreytni" ætti að vera af hinu góða, nú þegar hið upprunalega latneska heiti þess orðs segir að hún sé af því slæma. Kúrdar styrkja ekki Tyrkland, þvert á móti, og Sýrland á í borgarastyrjöld við sig, vegna einmitt fjölbreytni

AfD andar hér í hnakka ríkisstjórnarinnar og eru jafnframt að éta fylgið í Bæjaralandi frá CSU-flokki Horst Seehofers, en þar fara fram fylkiskosningar í næsta mánuði

Kannski springur þýska ríkisstjórnin núna, eða ekki. Það veit enginn. En Merkel leitar nú stuðnings hjá þýskum sósíaldemókrötum sem sitja með henni í ríkisstjórn og eru of veikir til að hafa neina skoðun sem stangast á við þá stóla (svipuð staða og Bjarni hefur komið Sjálfstæðisflokknum í hér heima). Kannski labbar CSU út núna eða ekki. Hver veit. Þetta er jú Evrópusambandið mikla: stöðugtlekinn sjálfur

Fyrri færsla

Vesturlönd voru auðtrúa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband