Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Að vera klaufhamar Evrópusambandsins

Ávöxtunarkrafa á 10 ára ítölsk ríkisskuldabréf 30. nóv. 2010
Mynd: Bloomberg. Ávöxtunarkrafa á 10 ára ítölsk ríkisbréf: GBTPGR10 
 
 
Paul Krugman segir að þegar maður er hamar, þá líta öll vandamál út fyrir að vera naglar.

Úr nöglum er hægt að sjóða naglasúpu. Það vita allir. En vissuð þið að naglasúpu hefur verið hellt yfir evrusvæðið. Hamarinn er í Þýskalandi og engu hefur verið bætt út í súpuna, hún er alveg tær. Samanstendur bara af nöglum. Það eina sem Þýskaland og yfirmenn myntsvæðisins kunna, eru refsingar og niðurskurður. Ef vantraust kemur upp á eitthvert land á evrusvæðinu, þá fyrirskipar Þýskaland niðurskurð ríkisútgjalda. Ef það dugar ekki, þá fyrirskipar Þýskaland enn meiri niðurskurð ríkisútgjalda. Dugi það ekki, þá fyrirskipar Þýskaland enn meiri niðurskurð ríkisútgjalda. Ef það dugar ekki heldur, þá fyrirskipar Þýskaland enn meiri niðurskurð ríkisútgjalda og að landið taki enn meiri lán á enn verri vaxtakjörum en þau sem buðust áður en hamarinn fór af stað, og sem getur aðeins leitt til ríkisgjaldþrots. Þetta sjáum við í tilfelli Grikklands og Írlands.
 
Allt er þetta gert til að reyna að bjarga myntinni frægu, svo Össur og Jóhanna komi nú ekki að tómum kofa seðlabanka Evrópusambandsins í Frankensteinfurt

Vaxtamismunur ríkissjóðs Ítalíu gegn ríkissjóði Þýskalands er nú sá mesti síðan 1997, eða áður en myntbandalagið fór á fætur. Það er sem sagt verra að vera ítölsk ríkisskuld núna en undir gömlu lírunni.

Vaxtamismunur ríkissjóðs Spánar hefur farið upp í gengum þakið á síðasta sólarhring. Þetta eru hin járnkvæðu áhrif frá óbjörgun Írlands um helgina (sjá; Aftansöngur: Önnur sunnudags hugga myntbandalags Evrópusambandsins og AGS). Alþjóðlegir fjárfestar hafa loksins séð í gegnum Ponzi myntina evru. 

Skuldatryggingaálag á afleiður ríkisskulda Ítalíu (í þýskum evrum, EUR) er að nálgast það íslenska, eða 247 punktar á móti 273 á ríkissjóð Íslands, vel að merkja undir okkar eigin krónu (ISK). Skuldatryggingaálag á Spán er sprungið út í himnaríki evruskjóls Samfylkingarinnar, 350 punktar þar, og ennþá í evrum. Portúgal er með 537 punkta og Írland er í skjaldborgarhæðum Össurar og Jóhönnu forsætisráðherraínu, með 602 punkta.
 
We are now fast approach default time. Yields have been rising in Spain and even Italy yesterday afternoon, and the situation continued to deteriorate overnight. We at Eurointelligence consider a default of Greece, Ireland, and Portugal a done deal. The question is only now whether Spain can scrape through. 

Sjálfur er Wolfgang Münchau á Financial Times og Eurointelligence að springa í loft upp af vonbrigðum og skrifar í dag undir fyrirsögninni "endalok": (aðvörun) Endgame

Og evran fellur. Það, væni minn, til marks um að allt gangi svo rosalega vel með evruna. Hún fellur nú rúmliggjandi um yfir eitt prósent á sólarhring í járnrúmi ESB og Alþjóða Gjaldþrotasjóðsins. Hún er mynt í útrýmingarhættu. Geri aðrir betur. En næstum ekki eitt orð um allt þetta í þýskum blöðum í gær, sem virðast koma út hinumegin á hnettinum. Sælir eru fávísir. Halda mætti að ESB-RÚV réði þar ríki.
 
Fimm yfirskriftir dagsins
 
 
 
Fyrri færsla
 

Björgun Írlands, engin jákvæð áhrif; Grikkland og Írland fallin, næst falla Portúgal, Spánn, Belgía, Ítalía, Frakkland

 
Spánn 10 ára ríkisbréf 29 nóv 2010
 
Mynd: Bloomberg. Spánn í evrufangelsi: GSPG10YR 
 
Róaði ekki-björgun Írlands á okurvöxtum alþjóðlega fjárfesta og hagsmunaaðila? Nei ekki hið minnsta. 
  • Grikkland er fallið
  • Írland er fallið
  • Evran fellur
  • Traustið fellur
  • Evrusvæðið fellur
  • Myntbandalag ESB virkar ekki

Nú er afar slæmt að vera land í fangageymslum myntbandalags Evrópusambandsins. Ávöxtunarkrafan á 10 ára Portúgölsk (7,02%), Spænsk (5,36%) og Ítölsk (4,58%) ríkisskuldabréf hækkaði bara í dag og verðfall varð á þessum ríkisskuldabréfum á mörkuðum. Og evran fellur áfram. 

Nú þarf enn stærri snjóþrúgur þegar gengið er um á eggjaskurn myntbandalagsins. Eru þær að verða uppseldar í þessum trollhlera-stærðum. Næstu stærð fyrir ofan verður ekkert grín að hafa á fótum bankastjórnar seðlabanka Evrópusambandsins, þegar hún þarf að læðast um á næfurþunnu peningagólfi myntbandalagsins. Hún skelfur í angist.
 
 
Paul Krugman í dag
 
“Ireland really can’t afford to pay these debts.”

“Here’s a credit line!”

“No, really, we just can’t afford to pay.”

“Here’s a credit line!”

It really is like watching a car wreck. 
 
 
 
Umboð seðlabanka Evrópusambandsins 
 
Fyrri færsla

Aftansöngur: Önnur sunnudags hugga myntbandalags Evrópusambandsins - og AGS.

Önnur sunnudags hugga myntbandalags Evrópusambandsins og AGS
 
Poppkorn og evruhattar eru við hæfi hér á sunnudagskvöldvöku Evrópusambandsins. Þetta er í annað skiptið á hálfu ári þar sem krafist er aftansöngs við evrusólarlag. Evrópusambandið óttast að markaðurinn sturti myntinni evru í stóra klósettið í nótt, þegar hann, og ESB til hryllings, vaknar til lífsins í Asíu eftir angistarfulla helgarvöku péskarla Brussels. Því varð að halda þessa tónleika núna, strax, immed.

Tónverkið sem spilað var í dag er yfirvofandi írskt ríkisgjaldþrot í evrudúr á okurvöxtum. Ekki var um annað verk að velja og ekki er heldur um frumflutning að ræða, því tónverkur þessi var fyrst fluttur út til Grikklands og afspilaður þar. Níunda rúgbrauðssymfónían var sem betur fer ekki flutt að þessu sinni (hún er enn verri). En fáninn var þó til staðar við blátt evrugrillið sem gaus gulum logum örsmárra væntinga. Stjórnandi er sem fyrr; óttinn við hrun. Treyst er á AGS. Á næstu vikum verður þetta tónverk líklega flutt áfram eða afturábak í Portúgal; Spila tónverkið
 
Hér fyrir neðan, og til uppbótar fyrir leiðindin hér að ofan, er viðtal við fyrrum forseta samtaka þýsks iðnaðar (BDI), Hans-Olaf Henkel. Hann segir að evran sé hræðileg mistök og nú dauður gjaldmiðill. Hann hótar að flytja út þýskan stöðugleika til þess sem enn er eftir af óhlýðnum aularíkjum í Evrópu. Það sé betra en að flytja inn aula-óstöðugleika til Þýskalands í gegnum myntina hræðilegu. Hér með er restin af Evrópu aðvöruð: Þýskur stöðugleiki er gæti zkolliðz á í Evrópu á ný. Þýsk ordnung er á leiðinni (all the way from Stuttgart, ja?)
 
 
Krækjur: Changes og útvarpsviðtal við Hans-Olaf Henkel á ZDF
 
Fyrri færsla
 


Bretland: Losið okkur út úr Evrópusambandinu.

Athyglisverð frétt frá Bretlandi í gær. Daily Express skiptir um skoðun eða flaggar nýrri afstöðu blaðsins og segist hér með hefja "krossferð" gegn ESB-aðild Bretlands undir yfirskriftinni "losið okkur út úr Evrópusambandinu"

Losið okkur út úr Evrópusambandinu

 

Krækjur; GET US OUT OF EUROPE og Barátta fyrir úrsögn Breta úr ESB harðnar með stuðningi Daily Express 

Fyrri færsla

Berlínarmúrverk Evrópusambandsins að hrynja á Brussel. Örk Jóhönnu sækir steina handa Íslandi. Össur handlangar og Steingrímur fjármagnar


Berlínarmúrverk Evrópusambandsins að hrynja á Brussel. Örk Jóhönnu sækir steina handa Íslandi. Össur handlangar og Steingrímur fjármagnar

Michael Pettis segir -
  • Grikkland verður þvingað í ríkisgjaldþrot.
  • Fantasía hjá Ollieuropekkodullendoff frá Rehn að Grikkland geti vaxið út úr evrudýflissunni. 
  • Svipað bíður Spánar, Portúgals, Írlands, Ítalíu, Belgíu og stærsta hluta Austur- Evrópu.
  • Þetta er upphafið á borgarastyrjöld Evrópu, háð með fjármálavopnum.
Þetta eru nokkur af sex atriðum á lista gærdagsins hjá Michael Pettis: Part 1. Will Europe face defaults?
 
NIÐURSTAÐAN
 
This has been said before, but in a way this crisis is the European equivalence of the American Civil War.  Once the dust finally settles Europe will either be a unified country with fiscal sovereignty firmly established in Berlin or Brussels, or it will be fragmented with little chance of reunion. 

Myndskeið; Evrópulýðræðið heimsótt í steypustöð Vinstri grænna og Samfylkingarinnar; múrbrjóta lýðræðis og velfarnaðar Íslands. 
 
 
Tengt
 
Poul Krugman - munurinn á Íslandi og Írlandi er krónan sem er sjálfstæður gjaldmiðill Íslendinga - Eating the Irish 
 
Fyrri færsla
 

Evrópumennin frá Mars. Flytjast aðalstöðvar AGS til Kína? - eftir evrusvaðið?

Vekið forsetann, segir Simon Johnson 
Frá því í apríl 2010 - skömmu áður en Bandaríkin rifu evruna upp á hársverði 16 landa myntbandalagsins
 
Simon Johnson, - hver er hann? Jú hann var áður einn helsti hagfræðingur AGS, en kennir nú við MIT og Peterson stofnunina í Bandaríkjunum. Hann á einnig sæti í ráðgjafahópi fjárlaganefndar þess lands.

Já. Bandaríkin eru alvöru land, Ísland líka, en það er Evrópusambandið ekki, að minnsta kosti ekki ennþá, sama hversu margir kunna að óska sér þess, einmitt núna. En þetta veit ESB ekki ennþá. Kannski vita sumir hér að tæp 30 prósent af árlegri landsframleiðslu Bandaríkjanna eru sett í sameiginlegan ríkissjóð þess lands. Þegar Texas rís og eftirspurn eykst þar mikið, þá flytur vinnuaflið þangað. Þetta forðar Texas frá því að springa í loft upp eins og Írland, Spánn, Grikkland og Portúgal eru að gera núna.
 
En skyldi nú, samt sem áður, allt fara á versta veg í Texas, þá munu fjármunir úr þessum 30 prósenta sjóði streyma til Texas, svo lækna megi þar tekjutap fylkisins. Létta undir með fylkiskassanum og bæta upp þau áföll sem þar verða í formi til dæmis atvinnuleysisbóta og sjúkratrygginga. Þetta er hægt því Bandaríkin og Ísland eru alvöru ekta fullvalda ríki - sem einnig geta gefið út ekta myntir. 

Þetta er ekki hægt á evrusvæði Evrópusambandsins og þess vegna er þetta svæði þess sambands nú á hraðleið niður lyftuhús Heklufjalls, með tilheyrandi braki og brestum. Þar mun það bráðna og verða að engu, því ekki einu sinni Jean-Claude Trichet - trésettið í toppi ESB - veit þetta sem stendur hér fyrir ofan, en sem allir ættu samt að vita. Trésettið í toppi ESB heldur áfram að krefjast þess að ESB sé eins og alvöru ríki sem geti gefið út alvöru mynt. Jean-Claude Trichet er því miður heilaþveginn eins og flestir sem hafa velkst nógu lengi um í heilaþvottavél Brussels.

En hvað um það. Simon Johnson segir að um miklu stærra tafl sé að ræða í málum Evrópusambandsins en mönnum kann að virðast við fyrstu sýn. Stóra spurningin sé þessi: Hver á að bjarga Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum þegar hann er búinn að gjaldþrjóta sig í evrusvaðinu?
 
Bandaríkin eru í engu skapi til frekari björgunaraðgerða. Þeir einu sem eftir eru - og eru nógu stórir - til að endurfjármagna Alþjóða Gjaldþrotasjóðinn, eru líklega Kínverjar. En af hverju leita til þeirra? Þeir eiga jú öngva mynt sem nokkur maður tekur mark á. Jú bíddu aðeins; þeir eiga heilt hlass af Bandaríkjadölum. Alvöru peningum. En ef Kínverjar tíma ekki að eyða sínum alvöru peningum í að bjarga Evrópusambandinu, sem hvor sem er er plat, þá eru það bara mennirnir á Mars sem eru eftir.
 
Ef hins vegar Kínverjar segja já, þá munu aðalstöðvar AGS sjálfkrafa flytjast til Peking. Því þá yrði Kína stærsti hluthafinn í Gjaldþrotasjóðnum. How about that
 
Steingrímur getur þá dílað beint við skoðanabræðslu sína í paradís komma. Og loksins, loksins kemst Már þá heim. 
 
 
Ýmislegt frá Simon Johnson
Fyrri færsla

Lánshæfnismat apóteks Evrópusambandsins lækkar ef . . Glæparannsókn á seðlabönkum evrusvæðisins?

ESB fáni brenndur
Mynd; The Telegraph 
 
Er líklegt að lánshæfnismat björgunarsjóðs Evrópusambandsins verði lækkað? Já, ef Spánn fer í kirkjugarð evrusvæðisins. 

Munið þið eftir álagsprófunum á bankakerfi Evrópusambandsins í sumar? Calculated Risk minnir okkur á einmitt þessi álagspróf. Wolfgang Münchau á FT og Eurointelligence er meira og meira sannfærður um að full ástæða sé til að hefja glæparannsókn á seðlabönkum og fjármálaeftirlitum Evrópusambandsins. Heyrðuð þið þetta? Glæparannsókn á hendur yfirvöldum Evrópusambandsins fyrir að afvegaleiða og ljúga að fjárfestum og almenningi um hið sanna ástand bankakerfis Evrópusambandsins. Búast má að minnsta kosti við hrinu af lögsóknum frá fjárfestum sem tapa fjármunum sínum í fjöldagröfum ríkja evrusvæðis. Sjálfur legg ég til að rannsakaðir verði þeir sem spunnu lygavefinn um ágæti myntbandalagsins sem nú er að eyðileggja Evrópu. Taka mætti sérstaklega fyrir hlutverk ríkisrekinna fjölmiðla í þeirri rannsókn, því enginn sleppur við að borga þeim fyrir óhæfni, lygar og fals 24 klukkustundir dagsins, árið út og inn.

Jean-Claude Vigliant Trichet
"Sérfræðingar" sem massa-fjölmiðlar vitna í hafa næstum alltaf rangt fyrir sér þegar um stór og flókin málefni er að ræða. Þeir stimplast smá saman sem "sérfræðingar" vegna þess að þeir koma svo oft fram í fjöl-miðlum. Fjölmiðlar gera þá að sérfræðingum því svo margir fréttamenn eru latir, illa að sér og eftirá. Átta af hverjum tíu þeirra eru kommar og það eitt gerir þá að öryrkismennum fagsins. Sérfræðingar segja það sem fjölmiðlar vilja heyra. "Ef ég tala við X-mann þá veit ég að við fáum Y-skoðun." Þannig fremja massamiðlar fjöldamorð sín daglega. Fórnarlömbin eru kjarni málsins og heilbrigð gagnrýnin hugsun. Þetta er svo kölluð fréttamennska. Þessir menn fá ekki vinnu við bílaskoðun. Þeir eru því fréttamenn áfram.

Fæðingar- og erfðagallar myntbandalags Evrópusambandsins. The Economist desember 1996
Þið heyrðuð þetta þegar Ólafur Ísleifsson kom og sagði ESB-RÚV-DDR frá því að fólkið á Írlandi hefði þust út úr húsum sínum með evruhatta á hausnum og flaggandi seðlabúntum úr bakhjöllum Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins. Gangandi strássykri og khanel AGS var boðið inn á írsk heimili svo hægt væri að kíkja saman í pakkana. Allir gátu verið með því Írar eru orðnir svo lausir við atvinnu, þeir eru samkeppnishæfðir. 

Fagnaðarlætin yfir að fá að borga skuldir bankanna urðu svo ofboðsleg að lánshæfnismat Írlands var umsvifalaust lækkað, yfir ríkisstjórn landsins riðu gleðiskjálftar og engist hún enn í fullkomnunarhríðum yfir kraftaverkjum Evrópusambandsins. Markaðurinn mátti sín einskis og ákvað þess vegna að pakka saman og loka öllum peningalínum til Írlands. Þar er allt bókstaflega á floti í evruseðlum og bankalíkin hlaðin gulli við hvert stræti og torg. Engin þörf er á alþjóðlegu fjármangi á lágum vöxtum lengur. Ekki þar sem AGS og ESB bjóða svo góð (okur) 7-8% vaxtakjör á peningum sem Írland hefur ekki efni á að taka að láni og mun aldrei geta greitt til baka, því framundan eru áratugir af nútíma hungursneið og flótta manna sem fjármagns.
 
Poul Krugman; The markets don’t seem impressed by the Irish bailout — nor should they be. As I read it, European policy makers are still — still! — viewing the crisis as a confidence problem, not a fundamental problem.

As it is, I don’t see how this is supposed to work. Ireland, like Greece, is now insulated from the need to go to the market. But it still faces an enormous debt load, made worse by deflation and stagnation. The situation has not been resolved. 
 

Olle Rehn í búningi
En sem sagt, svona í lokin: Saxo Bank segir að hnútur geti myndast á naflastrengnum til Írlands sem þýðir að hugarfóstur sérfræðinga þessa máls geti dáið. Fari Spánn til evrulands síns heima, þá mun lánshæfnismat bakhjalla ESB verða lækkað. Þar var og . .
 
Financial Times - EFSF Not saving anything: - Even if a eurozone country were to swallow the high costs of an EFSF loan, and request funds, it might not be enough to stave off a wider eurozone crisis. The potential for an EFSF request to trigger panic and contagion is there, we think. Note that the facility is not pre-funded, which means if a request were made, it would have to issue bonds precisely when markets might be most in turmoil. 
 
Krækjurnar
Tengt efni
Fyrri færsla

Í 28 ár hefur seðlabanki Danmerkur verið í andaglasi

 
Tappatogari ESB

Evrópu-samband; Fyrirbæri þar sem heilbrigð skynsemi er talin óþverri. Þegar ríkisstjórn Poul Schlüters innleiddi fasthengingu . . . ó, fyrirgefið mér . . . innleiddi fastgengi í Danmörku árið 1982, var miklu af hagsæld og velferð Danmerkur fórnað fyrir eitt tómt glas af Evrópuanda. Sem afleiðing eru nú um 800 þúsund Danir komnir í kassann - og þá eru hvorki milljón ellilífeyrisþegar, neinir námsmenn né börn, talin með. 

Það var því ekki seinna vænna, svona áður en allir enduðu örkumla í ríkiskassanum, að sendisveinn Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins hundskaðist loksins hina löngu leið til Danmerkur, liti þar ofaní tómt Evrópuandaglas danska seðlabankans, segði svo Dönum öllum að þeir væru undir álögum. Þetta er jafnvel enn dapurlegra en rauðvínshagfræði Egils á ESB-RÚV-DDR, og er þá mikið sagt. Sendisveinn AGS sagði að fastgengi dönsku krónunnar við hitt andaglasið í Evrópu, evruna, væri engum til gagns og bara peningar út um gluggann. Þetta er einnig samhljóma álit hinna vísu manna í Danmörku. En svona eru hjátrúarbrögð gjaldmiðla, messað er bara áfram.
 
Stýrivextir, verðbólga og atvinnuleysi í Danmörku 1978-2008 
 
A currency peg is “complicated, it requires movements in interest rates, it requires interventions, so this type of issue can be quite costly for the central bank without any clear benefits,” said Mark de Broeck, head of the IMF’s mission to Denmark, in an interview in Copenhagen yesterday.
 
En danska krónan er sem sagt áfram tjóðruð við staur í Þýskalandi og þar mun hennar líklega verða áfram. Engum til gagns en flestum til ógagns, því framtíð dansks útflutnings er ekki á evrusvæðinu. Það svæði er og verður efnahagslegur kirkjugarður Vesturlanda næstu mörg hundruð árin. Eins og þið kannski vitið, þá eru 5 af 27 löndum Evrópu-sambands komin í áskrift hjá einmitt Alþjóða Gjaldeyrissjónum. Hann er að verða eins konar tappatogari í andaglasi Evrópu-sambands. 

Þetta er svo sem ekki sanngjarnt hjá mér, því árið 1986 sagði þessi sami Poul Schlüter í Danmörku að hugmyndin um Evrópusambandið væri andvana fædd. Því varð ESB til sem eins konar sjálfgetinn andi, aðeins nokkrum árum síðar. Svona er að vera áhrifamikill forsætisráðherra í litlu landi í ESB-Evrópu. Maður veit aldrei hvað gerist þar korteri síðar en í gær. En oftast veit maður bara ekki neitt.
 
Í gær gerðist svo það í andaglasi seðlabanka Evrópusambandsins (ECB) að Fernando Teixeria, fjármálaráðherra Portúgals, sagði okkur að ástand portúgalskra banka væri algerlega stöðugt, þ.e.a.s þeir hafa verið, frá því í apríl, og munu áfram verða, algerlega útilokaðir frá því að sækja sér fjármagn á alþjóðlega markaði. Þeir eru komnir andaglasið hjá ECB. Evran er svona góð. Á hana treystir maður. Varla þurfa menn að geta sér til um hvað gerist þar næst. Og svo er það Frakkland (verri alþjóðleg lánskjör en ríkissjóður Chile nýtur) á eftir Spáni (nú hærra skuldatryggingaálag en á ríkissjóð Íslands) sem kemur á eftir Portúgal. Þá þarf maður ekki lengur að taka upp neina evru. Þá labbar maður bara yfir hana. 

Þetta voru þrjú anda(r)tök úr sögu Evrópu-sambands.

 
Tengt
Fyrri færsla

Yfirlýsing Evrópusambandsaðdáanda - "af hverju evrusvæðið þarf að brotna í sundur"

Á vefsetri sínu segir Wolfgang Münchau frá grein Samuel Brittan sem birtist í Financial Times þann fjórða nóvember 2010. Þar segir Samuel Brittan að allar tilraunir til að bjarga myntbandalagi Evrópusambandsins séu til einskis. Þær minni mikið á tilraunir Breta til að bjarga himnagöngu Sterlingspundsins á sjöunda áratug síðustu aldar. 

Samuel segir að brostinn grunnur myntbandalagsins hafi verið sjúkdómsgreindur og gegnumlýstur rækilega af mörgum fremstu hagfræðingnum heimsins og þar á meðal sé Christopher Smallwood, hjá Capital Economics (sjá myndskeið). Greining hans var síðan birt í riti þess fyrirtækis undir titlinum; af hverju evrusvæðið þarf að brotna í sundur (“Why the euro needs to break up”)

Mynstur björgunaraðgerða vegna ólæknandi sjúkdóma af þessu tagi er alltaf hið sama, segir Brittan, þ.e.a.s þegar bjarga á vonlausum hlutum;
 
1) Alþjóðlegum björgunaraðgerðum er hrundið af stað og 2) þær studdar af niðurskurði innanlands þ.e. heima fyrir. Í smá tíma virðist þetta gagnast nokkuð, en þá, 3) og þegar minnst varir brýst sjúkdómurinn út á ný og oft á stöðum sem engum hafði órað fyrir. Þetta leiðir af sér nýja umferð alþjóðlegra stuðningsaðgerða, meiri niðurskurðar heima fyrir og svo nýja pásu í sjúkdómsferlinu. Svona keyrir þetta þangað til menn loksins gefast upp og hleypa heilbrigðri skynsemi að málunum. Hún þvingar síðan stjórnmálamenn til að raka saman rústum sínum.

Einu spurningunni sem enn er eftir ósvarað, er þessi: hvernig mun myntbandalagið leysast upp? Í hvaða mynd munu rústir þess birtast okkur? 

Christopher Smallwood hagfræðingur segir í viðtali, hér að neðan, hagvöxt evrusvæðis síðustu 10 ára vera ömurlegan vegna evrunnar, eða aðeins 1 prósent á ári. Hagvöxtur Þýskalands var enn verri, eða 0,5 prósent á ári á þessum sama tíma (sjálfur hef ég komist að enn lægri tölu eða 0,25 prósenta hagvexti á ári frá 1999 að meðaltali) og hann segir að hagvöxtur á Ítalíu hafi verið enginn á þessum síðustu 10 árum, núll.  

Undir grein Samuel Brittan tekur einn mesti aðdáandi evrunnar í heiminum, og víðar, fréttaskýrandinn og dálkahöfundur Financial Times í Bretlandi og Þýskalandi; Wolfgang Münchau. Hann segist vera að komast á sömu skoðun og Samuel Brittan.
 
Ummæli Wolfgang Münchau - Eurointelligence 
Samuel Brittan on why the euro will break up [...] Witnessing one inept policy response after another, we are beginning to converge  to his view; Ireland on the brink – we are on the verge of the next hot phase of the eurozone crisis
 
Grein Samuel Brittan í Financial Times; The futile attempt to save the eurozone
  
 
Viðtal við Christopher Smallwood á Bloomberg
"Euro Zone Breakup Would Benefit Member States" 
 
 
 
Vel á minnst
 
Eftirfarandi skrifaði ég þann 16. desember 2009 (Pottasleikir), hér: vika 51 - til 19. desember 2009
 
Í leiðara FT Deutschland ásakar ritstjórnin Þýskaland fyrir að hafa stundað undirboð á atvinnumarkaði evrusvæðis og ESB (e. wage dumping). Blaðið hefur tekið eftir því sem ég hef vitað áratugum saman að efnahagslíkan myntbandalagsins og hins svo kallaða "innri markaðar" stenst ekki með 16 ríkisstjórnum, 16 fjárlögum og 15 seðlabönkum. Blaðið segir að á árunum 1999-2009 hafi Grikkland misst mikla samkeppnishæfni því launakostnaður í Grikklandi hafi hækkað um 26% á meðan hann hefur aðeins hækkað um 8% í Þýskalandi á saman tíma; FTD

Eins og ég skrifaði hér á þriðjudaginn í síðustu viku, þá er aðeins til einn móralskur jöfnuður (balance) í efnahagshugum Þjóðverja; nefnilega hagnaður á viðskiptum Þýskalands við umheiminn. En þetta er ekki jöfnuður heldur ójafnvægi (imbalance). Þessi hagnaður Þýskalands við útlönd fer að nálgast 1 billjón evrur á ekki svo löngum tíma (ég man ekki hinn nákvæma árafjölda). Þetta ójafnvægi Þýskalands við umheiminn er ein af helstu orsökum þeirrar efnahagskreppu sem nú ríkir í heiminum okkar. 

Þegar maður er lítið land - kannski Ísland - og rekst á svona land með svona efnahagsstefnu eins og Þýskaland hefur - og stundar hana í skjóli myntbandalagsins - þá er aðeins eitt sem gildir. Það er aðeins eitt sem svona lönd skilja, og það er massíf gengisfelling sem mótleikur gegn "wage dumping"! En það krefst þó þess að maður hafi einhverja mynt til að fella. Ef maður hefur það ekki, þá endar maður líf sitt sem nýlenda, þræll og einka-útflutningsmarkaður Þýskalands, þ.e. sé maður svo vitlaus að hafa álpast inn í ESB í stundar geðveikis- og hræðslukasti. Þá fær maður svona bréf eins og Grikkir eru að fá frá yfirvöldum evrusvæðis núna.

En vandamálið er líka það að löndin eru svo ótrúlega ólík innbyrðis. Það er alveg sama hvað hin löndin á evrusvæðinu gera til að bæta samkeppnishæfni sína við Þýskaland. Þýskaland mun alltaf sigra í þeirri samkeppni (competitive internal devaluations, beggar thy neighbour policy). Þjóðverjar eru meðfæddir snillingar í svona varnarleik (e. defensive fiscal & social strategy). Ef hin löndin skera niður, lækka laun, lækka kostnað, hagræða og breyta hjá sér - þá mun Þýskaland alltaf koma á eftir og skera enn meira niður, lækka laun enn meira, lækka kostnað enn meira og hagræða enn meira - og spara sig jafnvel í hel, ef þörf krefur. Þetta kostar Þýskaland ekki neitt því það eru eingin sameiginleg fjárlög landanna á milli. Því þarf ríkissjóður (via skatta) ekki að greiða neinar millifærslur til þeirra sem verða undir í samkeppninni.  

Svo getur Þýskaland líka sett ranga og heftandi stýrivexti á hjá nágrönnum sínum og þannig skemmt samkeppnishæfni þeirra. Þetta er algerlega fyrirfram vonlaust. Þess vegna má Ísland aldrei sleppa myntvopninu sínu, krónunni. Því þá er Ísland dauðadæmt í samkeppninni. Ísland verður aldrei innfæddur sérfræðingur í innvortis gengisfellingum eins og Þýskaland. Til þess er íslenska þjóðin alltof ung, kröftug og full af lífi. Þýskaland er hins vegar stærsta elliheimili heimsins 
 
 
Tengt efni

Fyrri færsla 

Casus belli Evrópusambandsins gegn Írlandi

 
EUTCFW 
 
Þar kom að því!
 
Olli Rehn, the EU’s top economic official, has implied that he backs a corporate tax rise, saying Ireland should no longer consider itself a low-tax nation (FT). 
 
 
Fyrst sprengdi ECB seðlabankinn efnahag Írlands í loft upp með rangri peningastefnu þessa seðlabanka Evrópusambandsins í tæpan áratug. Þetta var hægt því ESB stjórnar peningamálum Írlands í gegnum þennan seðlabanka innri stjórnmála Evrópusambandsins. Pólitískur er hann. Svo kom kreppan þar sem eins konar innvortis fjárhagsleg borgarastyrjöld á milli landa evrusvæðisins geisaði og fékk ríkisstjórnir evrulanda til að yfirbjóða hverja aðra með ábyrgðum. Þetta gerðist því myntbandalagið fæddist með stóra fæðingargalla; lagarammi þess er ónýtur núna, regluverkið er verra en ekkert og stjórnsýsla þess er burtflogin önd. Enda er þetta fyrirbæri 100 prósent pólitískt. Peningaflæði og hlutabréfaverð fjármálastofnana reis og hrundi í takt við yfirboð ríkisstjórna í löndum myntbandalagsins. Ef Írar hefðu ekki boðið bankaábyrgðir hefðu fjármunir landsins flutt sig til þeirra landa sem buðu betri ábyrgðir, og hlutabréfaverð írskra fjármálastofnana hefði hrunið í gegnum gólfið - og hvort sem var í fang írska ríkisins. Þetta var staðan haustið og veturinn 2008/9, þegar Maastricht myntbandalag Evrópusambandsins opinberaðist heiminum sem Frankenstein fjármála Evrópu.
 
Sumir hér á Íslandi vilja kenna okkur ESB andstæðinga við afdalamenn. En hina virkilegu afdali þekkingarleysisins er því miður að finna í höfuðborgum Mið- og Suður Evrópu. Neikvæð sveitamennskan í hjarta Evrópu er svo hörmuleg að einu orðin sem Wolfgang Münchau getur notað um hana eru þessi;
 

<<<< >>>>

Wolfgang Munchau says the sheer degree of incompetence at the top level of the German government is breathtaking;

 

In his FT Deutschland column, Wolfgang Munchau makes the point that there is a long tradition of sheer incompetence at the top echelons of the German government, when it comes to the handling of international financial crises. Even after the various currency crises of the 1970s until the 1990s, there is nobody in the finance ministry, let alone the chancellor, with even a rudimentary understanding of global financial markets, and the subtle interactions between finance and politics. Krækja

<<<< >>>> 
 

Jæja. Nú er evruheilsufar Írlands farið að ógna tilveru myntbandalagsins. Nú er það ekki Ísland sem er að sprengja sólrúnað samfó bankakerfi myntbandalagsins í loft upp. Nei, það er, segir ESB, sjálft evrulandið Írland! Sjálf útstillingargína ECB sem notuð var á auglýsingaskiltum seðlabankans á góðviðrisdögum. Brussel hræðist að Írar taki allt bankakerfi myntbandalagsins niður, ásamt ríkissjóðum evrulanda. Þá væri úti um Frankenstein fjármála Evrópusambandsins. Seðlabankinn í Frankensteinfürt færi í þrot og allar snjóþrúgur, óháðar stærð og gerð, myndu brasa beint í gengum hina næfurþunnu eggjaskurn myntbandalagsins. Þar inni bíður engum neitt góðgæti, væni minn.     

Málin þróast. Rannsóknarréttur evrureglunnar er þegar þotulentur í Dyflinni. Þríeyki ESB, AGS og Evrustapó. Nú á, eina ferðina enn, að reyna að troða tappanum í Frankenstein ECB - Grikklandið var fyrst. Og það á að gerast með því að þvinga Íra til að taka við lyfjum sem lækna eiga þann smitsjúkdóm sem sjálft ESB og ECB sýktu landið af í upphafi, gegn því Írland hækki skatta á fyrirtæki í landinu. Þetta er fjárkúgun Evrópusambandsins og ekkert minna en stríðsyfirlýsing.
 
Að þola lyfin 
 
Það sem myntin átti að lækna er nú að orðið svo slæmt af myntinni sjálfri að verið er eyðileggja Evrópu. Rífa og tæta hana í sundur. Þetta svarar til þess að læknir skammar sjúkling sinn fyrir að vera veikur því veiki hans eyðileggi virkni lyfsins sem hann gaf sjúklingunum við sjúkdómnum. Læknirinn segir því núna að sjúklingurinn verði fyrst að verða heilbrigður til að geta þolað lyfin sem áttu að lækna sjúkdóminn sem lyfin voru framleidd til að lækna. Halló!

Mikið verður skattaauðhringur Brussels ánægður þegar sem flest alþjóðleg fyrirtæki eru loksins flúin frá Írlandi - og síðar frá öllu ESB. Þá væri til dæmis hægt að viðhalda 25 prósent atvinnuleysi í öllu Evrópusambandinu öldum saman. Atvinnuleysið í ESB hefur verið þetta um 8-14 prósent síðustu 30 árin. Ó, þetta er svo gott, svo gott. 

Doktor Össur Ötker Skarphéðinsson; þetta er myntin þín - og massaatvinuleysi frú Jóhönnínu! Og Þorsteinn minn væni, segðu okkur eitthvað hlutlaust hér. Komdu með þær hlutlausu upplýsingarnar sem Írar fengu frá ESB, þegar írsku þjóðinni var troðið inn í kosningahænsnabúr Evrópulýðræðisins, aftur og aftur, þar til rétt niðurtaða fékkst. Mældu þær nú réttar Þorsteinn minn. 
 
Tengt

Fyrri færsla
 

Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband