Leita í fréttum mbl.is

Casus belli Evrópusambandsins gegn Írlandi

 
EUTCFW 
 
Ţar kom ađ ţví!
 
Olli Rehn, the EU’s top economic official, has implied that he backs a corporate tax rise, saying Ireland should no longer consider itself a low-tax nation (FT). 
 
 
Fyrst sprengdi ECB seđlabankinn efnahag Írlands í loft upp međ rangri peningastefnu ţessa seđlabanka Evrópusambandsins í tćpan áratug. Ţetta var hćgt ţví ESB stjórnar peningamálum Írlands í gegnum ţennan seđlabanka innri stjórnmála Evrópusambandsins. Pólitískur er hann. Svo kom kreppan ţar sem eins konar innvortis fjárhagsleg borgarastyrjöld á milli landa evrusvćđisins geisađi og fékk ríkisstjórnir evrulanda til ađ yfirbjóđa hverja ađra međ ábyrgđum. Ţetta gerđist ţví myntbandalagiđ fćddist međ stóra fćđingargalla; lagarammi ţess er ónýtur núna, regluverkiđ er verra en ekkert og stjórnsýsla ţess er burtflogin önd. Enda er ţetta fyrirbćri 100 prósent pólitískt. Peningaflćđi og hlutabréfaverđ fjármálastofnana reis og hrundi í takt viđ yfirbođ ríkisstjórna í löndum myntbandalagsins. Ef Írar hefđu ekki bođiđ bankaábyrgđir hefđu fjármunir landsins flutt sig til ţeirra landa sem buđu betri ábyrgđir, og hlutabréfaverđ írskra fjármálastofnana hefđi hruniđ í gegnum gólfiđ - og hvort sem var í fang írska ríkisins. Ţetta var stađan haustiđ og veturinn 2008/9, ţegar Maastricht myntbandalag Evrópusambandsins opinberađist heiminum sem Frankenstein fjármála Evrópu.
 
Sumir hér á Íslandi vilja kenna okkur ESB andstćđinga viđ afdalamenn. En hina virkilegu afdali ţekkingarleysisins er ţví miđur ađ finna í höfuđborgum Miđ- og Suđur Evrópu. Neikvćđ sveitamennskan í hjarta Evrópu er svo hörmuleg ađ einu orđin sem Wolfgang Münchau getur notađ um hana eru ţessi;
 

<<<< >>>>

Wolfgang Munchau says the sheer degree of incompetence at the top level of the German government is breathtaking;

 

In his FT Deutschland column, Wolfgang Munchau makes the point that there is a long tradition of sheer incompetence at the top echelons of the German government, when it comes to the handling of international financial crises. Even after the various currency crises of the 1970s until the 1990s, there is nobody in the finance ministry, let alone the chancellor, with even a rudimentary understanding of global financial markets, and the subtle interactions between finance and politics. Krćkja

<<<< >>>> 
 

Jćja. Nú er evruheilsufar Írlands fariđ ađ ógna tilveru myntbandalagsins. Nú er ţađ ekki Ísland sem er ađ sprengja sólrúnađ samfó bankakerfi myntbandalagsins í loft upp. Nei, ţađ er, segir ESB, sjálft evrulandiđ Írland! Sjálf útstillingargína ECB sem notuđ var á auglýsingaskiltum seđlabankans á góđviđrisdögum. Brussel hrćđist ađ Írar taki allt bankakerfi myntbandalagsins niđur, ásamt ríkissjóđum evrulanda. Ţá vćri úti um Frankenstein fjármála Evrópusambandsins. Seđlabankinn í Frankensteinfürt fćri í ţrot og allar snjóţrúgur, óháđar stćrđ og gerđ, myndu brasa beint í gengum hina nćfurţunnu eggjaskurn myntbandalagsins. Ţar inni bíđur engum neitt góđgćti, vćni minn.     

Málin ţróast. Rannsóknarréttur evrureglunnar er ţegar ţotulentur í Dyflinni. Ţríeyki ESB, AGS og Evrustapó. Nú á, eina ferđina enn, ađ reyna ađ trođa tappanum í Frankenstein ECB - Grikklandiđ var fyrst. Og ţađ á ađ gerast međ ţví ađ ţvinga Íra til ađ taka viđ lyfjum sem lćkna eiga ţann smitsjúkdóm sem sjálft ESB og ECB sýktu landiđ af í upphafi, gegn ţví Írland hćkki skatta á fyrirtćki í landinu. Ţetta er fjárkúgun Evrópusambandsins og ekkert minna en stríđsyfirlýsing.
 
Ađ ţola lyfin 
 
Ţađ sem myntin átti ađ lćkna er nú ađ orđiđ svo slćmt af myntinni sjálfri ađ veriđ er eyđileggja Evrópu. Rífa og tćta hana í sundur. Ţetta svarar til ţess ađ lćknir skammar sjúkling sinn fyrir ađ vera veikur ţví veiki hans eyđileggi virkni lyfsins sem hann gaf sjúklingunum viđ sjúkdómnum. Lćknirinn segir ţví núna ađ sjúklingurinn verđi fyrst ađ verđa heilbrigđur til ađ geta ţolađ lyfin sem áttu ađ lćkna sjúkdóminn sem lyfin voru framleidd til ađ lćkna. Halló!

Mikiđ verđur skattaauđhringur Brussels ánćgđur ţegar sem flest alţjóđleg fyrirtćki eru loksins flúin frá Írlandi - og síđar frá öllu ESB. Ţá vćri til dćmis hćgt ađ viđhalda 25 prósent atvinnuleysi í öllu Evrópusambandinu öldum saman. Atvinnuleysiđ í ESB hefur veriđ ţetta um 8-14 prósent síđustu 30 árin. Ó, ţetta er svo gott, svo gott. 

Doktor Össur Ötker Skarphéđinsson; ţetta er myntin ţín - og massaatvinuleysi frú Jóhönnínu! Og Ţorsteinn minn vćni, segđu okkur eitthvađ hlutlaust hér. Komdu međ ţćr hlutlausu upplýsingarnar sem Írar fengu frá ESB, ţegar írsku ţjóđinni var trođiđ inn í kosningahćnsnabúr Evrópulýđrćđisins, aftur og aftur, ţar til rétt niđurtađa fékkst. Mćldu ţćr nú réttar Ţorsteinn minn. 
 
Tengt

Fyrri fćrsla
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ţetta ćtti líka ađ skođast sem víti til varnađar fyrir okkur, sem hneygjumst ađ ţví ađ byggja efnahaginn á erlendri stóriđju. Slíkir risar ráđa gjölum og sköttum annars fara ţau bara og skilja eftir sviđna jörđ. Ţađ er hluti af vanda Íra.  Ekki myndi ţađ batna hér heima ef EU notađi ţvinganir til ađ ráđskast međ skattlagningu á auđrisanna.

Ţetta hefur veriđ bent á lengi hér fyrir daufum eyrum. Nú er veriđ ađ rćđa viđ Kínverja um eitt áleggiđ í sömu körfuna enn. Way to go Iceland!

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2010 kl. 05:49

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skemmtileg, skelfileg og frćđandi grein frá hinum ţekkta hagfrćđingi, blađamann, bloggara og heimildamyndagerđamanni David McWilliams, skrifuđ í Júlí s.l.

Sagan um Pótemkintjöldin á sér hrollvekjandi hliđstćđu hér heima.

Hér er svo nokkuđ athyglisvert viđtal á Bloomberg.  Bjargráđasjóđurinn mikil er bara Pótemkintjöld og var aldrei fjármagnađur. Ţetta er EU mál og vandinn er evran. Ţetta er langtfrá ţví ađ vera einkamál Íra. Sambandiđ allt er á leiđ fjandans til.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2010 kl. 06:34

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Olli vinur Össa er ađ segja ađ ţađ sé lítiđ gagn ađ hafa kverkatak ef ţví er ekki beitt. Liggur ekki einhver lexía í ţessu?

Ragnhildur Kolka, 19.11.2010 kl. 10:19

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Magnađur lestur Gunnar. Og svo skaltu lesa athugasemdina hans Jóns Steinars um álbrćđslu og erlenda stóriđju međ fullri athygli.

Verđi ekki snúiđ hratt viđ á ţessari braut erum viđ orđin föst í ţriđja heims farinu og ţar verđum viđ litlu betur sett en í greip ESB.

Árni Gunnarsson, 19.11.2010 kl. 17:51

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ţakka ykkur kćrlega fyrir innlitiđ

Ţeir sem eru mikiđ á móti málmabrćđslum hljóta ţá líka ađ vera all mikiđ á móti síldarbrćđslum, fiskibrćđslum, lýsisbrćđslum og sementverksmiđjum.
 
En ţessu máli ráđum viđ Íslendingar sjálfir. Ţess vegna er ég sallarólegur yfir ţessu máli. Umrćđan um nýtingu okkar á náttúruauđlindum lands- og sjávar okkar Íslendinga er og á alltaf ađ vera okkar eigiđ mál. Ţetta mál hefur EKKERT ađ gera međ neina ađra en okkur sjálf. Ţessu VERĐUM viđ ađ halda í okkar eigin höndum.

Svo geta menn rćtt og deilt um ţetta sem önnur mál okkar á milli, hér í ţessu góđa landi okkar. Ţađ er bara algerlega sjálfsagt mál. Ţađ eina sem ţarf ađ passa er ađ viđ göngum aldrei í ESB, og hefjum ţar međ upphafiđ á endalokum íslenska lýđveldisins. Ţví ţá ţurfa menn ekkert ađ rćđa um svona hluti, ţví ţađ mun alltaf enda međ ţví ađ ekkert verđur hér ađ rćđa um. Einungis fullvalda ţjóđir ráđa sínum málum sjálfar.
 
 

Gunnar Rögnvaldsson, 20.11.2010 kl. 05:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband