Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkin rifu evruna upp á hársverði 16 landa myntbandalagsins

EFTA 1960

Björgun evrunnar: fyrsti hluti

Eins og lesendum er ef til vill ekki kunnugt, þá hrundi hið rúmlega 10 vetra myntbandalag Evrópusambandsins í fang embættis og stjórnmálamanna í löndum sambandsins síðasta vor. Bjarga þurfti því sem hægt var að bjarga, þ.e.a.s hindra þurfti að þetta myntbandalag Evrópusambandsins, sem byggt er á regluverki embættismanna, myndi falla sem efnahagslegt gereyðingarvopn ofan á alla heimsbyggðina.

Bandaríkjamenn sem þekkja ekta Evrópumenn afar vel frá fyrri tímum, vissu að án íhlutunar þeirra myndi Evrópa ekki standa sig, frekar en fyrri daginn. Þeir vissu líka að eina landið sem nokkurn tíma myndi hirða um þetta myntbandalag væri Þýskaland. Allir vita að ef Þýskalands nyti ekki við í myntbandalaginu væri mynt þess orðin að gallsteinum í mörgum magasekkjum Brussels. En nú er allt myntbandalagið sem sagt komið í umsjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins að hluta til. Bandaríkin og Þýskaland kröfðust þess. 

Á síðustu þrem vikum birti Wall Street Journal greinar um björgunina sem varð að gera á þessu myntbandalagi Evrópusambandsins í maí síðastliðnum. Þessar tvær greinar og nýrri grein Irwin Stelzer má lesa hér:


Í gær birti svo Financial Times fyrstu af þremur greinum blaðsins um björgun m.a. Bandaríkjanna á þessu myntbandalagi Evrópusambandsins:

 

Einnig er vert að minnast nokkurra greina Simon Johnson's á Baseline Scenario um þetta efni og sem báru yfirskriftirnar:

Fyrri færsla

Er Þorsteinn Pálsson jafnaður maður? Dæmigert Evrópusamband


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband