Leita í fréttum mbl.is

Annar hluti: björgun myntbandalags ESB vorið 2010. Kvöldverður á gjábakka hyldýpis

Annar hluti: Björgun evru 

Hyldýpisvor myntbandalags ESB 2010
Í þessum öðrum hluta frásagnar Financial Times er rakið hvernig Bandaríkin opnuðu augu Evrópusambandsmanna fyrir því að myntin þeirra væri í þann mund að falla saman um sig sjálfa, væri erfðafræðilega ónýt og að hrun hennar ógnaði heimsbyggðinni allri. Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn tekur þátt í að vekja óábyrga draumóramenn ESB af værum 15 ára svefni og neyðist til að koma myntbandalaginu til björgunar. Myntbandalagið lifir nú örvæntingarfullri tilveru sinni í vernduðu umhverfi AGS og annarra. 

Hér sýnir það sig líka að aðal stjórnmálaleiðtogi Evrópusambandsins er embættismaður sem stundar stjórnmál sín úr höfuðstöðvum seðlabanka Evrópusambandsins. Þessi stjórnmálamaður var ekki kosinn af neinum og hefði verið tekinn af lífi í aðalstöðvum Samfylkingarinnar á Íslandi, hefði hann starfað innan íslenskrar lögsögu undir Samfylkingu Vinstri Grænna. Nafn mannsins er Jean-Claude Trichet.

Hér er þessi annar hluti greinaseríu Financial Times: Evrumyntinni bjargað frá hruni. Hluti tvö:
 
 
Í leiðinni er ekki úr vegi að geta þess að í Morgunblaðinu í dag er birt bréf frá framliðnum manni handan sólkerfis okkar. Sundrungarstjórnmál ríkisstjórnar Íslands halda áfram af fullum þunga. Bréfið er að ég held frá utanríkisráðherra Íslands (ráðherra utan Íslands), Össuri Skarphéðinssyni (er það ekki það sem hann heitir, það held ég). Þessa grein eftir þennan helsta sölumann Íslands utan sólkerfis okkar ættu allir að lesa. Þetta er sjálfur maðurinn sem sagði rannsóknarnefnd Alþingis að hann hefði ekki "hundsvit á peninga- og bankamálum".
 
En erindi Össurar að þessu sinni er að selja Íslendingum þessa hrundu evru sem Financial Times er að fjalla um. Össur skrifar um að festa fé, bankamál, peningamál og vexti. Kórónan á verki ráðherrans að þessu sinni er hin fræga atvinnusköðun myntbandalagsins á löndum þess. Að fá framlengt því ástandi sem ríkir á Íslandi núna: 30 ára Evrópusambandsástandi með massífu og enn hærra atvinnuleysi en það er hér núna, hrikalegum nauðungaruppboðum yfir almenningi árum saman, fátækt, vonleysi, gengishruni, mynthruni, eyðni sjálfstæðis og fullveldis, hvarf og eyðni velmegunar og velferðar, mannlegri hnignun og hvarfi hagvaxtar til frambúðar. 
  • Grikkland þoldi ekki evru
  • Spánn þoldi ekki evru
  • Portúgal þoldi ekki evru
  • Írland þoldi ekki evru
  • Eystrasaltslöndin þoldu ekki pyntingarklefa ERM II
  • Ítalía hangir enn á nöglunum
  • Ísland þoldi ekki umsókn inn í Evrópusambandið 

Ef ég væri ritstjóri Morgunblaðsins hefði ég neitað að birta þessa grein. Ekki vegna þess hversu léleg hún er, ósvífin og lygin. Heldur vegna þess hversu ömurlegt innræti höfundarins er. Í krafti embættis síns reynir ráðherrann að að ljúga skelkaða Íslendinga til hlýðni við glataðan málstað viss hluta Samfylkingarinnar í tveim flokkum. Hann er svona eins og innheimtumaður á slysstað þar sem blóð fórnarlambsins flæðir og aðstandendur eiga um sárt að binda. Greinin sýnir fávísan vanhæfan Össur Skarphéðinsson í svo ákaflega réttu ljósi: sem sölumann án samvisku.
 
En auðvitað gat Morgunblaðið ekki neitað að birta grein eftir sjálfan utanríkisráðherra Íslands þó löngunin hafi eflaust verið afar sterkt til staðar. Já. Það er kannski svona sem það er að vera aumingjagóður.
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband