Leita í fréttum mbl.is

Yfirlýsing Evrópusambandsaðdáanda - "af hverju evrusvæðið þarf að brotna í sundur"

Á vefsetri sínu segir Wolfgang Münchau frá grein Samuel Brittan sem birtist í Financial Times þann fjórða nóvember 2010. Þar segir Samuel Brittan að allar tilraunir til að bjarga myntbandalagi Evrópusambandsins séu til einskis. Þær minni mikið á tilraunir Breta til að bjarga himnagöngu Sterlingspundsins á sjöunda áratug síðustu aldar. 

Samuel segir að brostinn grunnur myntbandalagsins hafi verið sjúkdómsgreindur og gegnumlýstur rækilega af mörgum fremstu hagfræðingnum heimsins og þar á meðal sé Christopher Smallwood, hjá Capital Economics (sjá myndskeið). Greining hans var síðan birt í riti þess fyrirtækis undir titlinum; af hverju evrusvæðið þarf að brotna í sundur (“Why the euro needs to break up”)

Mynstur björgunaraðgerða vegna ólæknandi sjúkdóma af þessu tagi er alltaf hið sama, segir Brittan, þ.e.a.s þegar bjarga á vonlausum hlutum;
 
1) Alþjóðlegum björgunaraðgerðum er hrundið af stað og 2) þær studdar af niðurskurði innanlands þ.e. heima fyrir. Í smá tíma virðist þetta gagnast nokkuð, en þá, 3) og þegar minnst varir brýst sjúkdómurinn út á ný og oft á stöðum sem engum hafði órað fyrir. Þetta leiðir af sér nýja umferð alþjóðlegra stuðningsaðgerða, meiri niðurskurðar heima fyrir og svo nýja pásu í sjúkdómsferlinu. Svona keyrir þetta þangað til menn loksins gefast upp og hleypa heilbrigðri skynsemi að málunum. Hún þvingar síðan stjórnmálamenn til að raka saman rústum sínum.

Einu spurningunni sem enn er eftir ósvarað, er þessi: hvernig mun myntbandalagið leysast upp? Í hvaða mynd munu rústir þess birtast okkur? 

Christopher Smallwood hagfræðingur segir í viðtali, hér að neðan, hagvöxt evrusvæðis síðustu 10 ára vera ömurlegan vegna evrunnar, eða aðeins 1 prósent á ári. Hagvöxtur Þýskalands var enn verri, eða 0,5 prósent á ári á þessum sama tíma (sjálfur hef ég komist að enn lægri tölu eða 0,25 prósenta hagvexti á ári frá 1999 að meðaltali) og hann segir að hagvöxtur á Ítalíu hafi verið enginn á þessum síðustu 10 árum, núll.  

Undir grein Samuel Brittan tekur einn mesti aðdáandi evrunnar í heiminum, og víðar, fréttaskýrandinn og dálkahöfundur Financial Times í Bretlandi og Þýskalandi; Wolfgang Münchau. Hann segist vera að komast á sömu skoðun og Samuel Brittan.
 
Ummæli Wolfgang Münchau - Eurointelligence 
Samuel Brittan on why the euro will break up [...] Witnessing one inept policy response after another, we are beginning to converge  to his view; Ireland on the brink – we are on the verge of the next hot phase of the eurozone crisis
 
Grein Samuel Brittan í Financial Times; The futile attempt to save the eurozone
  
 
Viðtal við Christopher Smallwood á Bloomberg
"Euro Zone Breakup Would Benefit Member States" 
 
 
 
Vel á minnst
 
Eftirfarandi skrifaði ég þann 16. desember 2009 (Pottasleikir), hér: vika 51 - til 19. desember 2009
 
Í leiðara FT Deutschland ásakar ritstjórnin Þýskaland fyrir að hafa stundað undirboð á atvinnumarkaði evrusvæðis og ESB (e. wage dumping). Blaðið hefur tekið eftir því sem ég hef vitað áratugum saman að efnahagslíkan myntbandalagsins og hins svo kallaða "innri markaðar" stenst ekki með 16 ríkisstjórnum, 16 fjárlögum og 15 seðlabönkum. Blaðið segir að á árunum 1999-2009 hafi Grikkland misst mikla samkeppnishæfni því launakostnaður í Grikklandi hafi hækkað um 26% á meðan hann hefur aðeins hækkað um 8% í Þýskalandi á saman tíma; FTD

Eins og ég skrifaði hér á þriðjudaginn í síðustu viku, þá er aðeins til einn móralskur jöfnuður (balance) í efnahagshugum Þjóðverja; nefnilega hagnaður á viðskiptum Þýskalands við umheiminn. En þetta er ekki jöfnuður heldur ójafnvægi (imbalance). Þessi hagnaður Þýskalands við útlönd fer að nálgast 1 billjón evrur á ekki svo löngum tíma (ég man ekki hinn nákvæma árafjölda). Þetta ójafnvægi Þýskalands við umheiminn er ein af helstu orsökum þeirrar efnahagskreppu sem nú ríkir í heiminum okkar. 

Þegar maður er lítið land - kannski Ísland - og rekst á svona land með svona efnahagsstefnu eins og Þýskaland hefur - og stundar hana í skjóli myntbandalagsins - þá er aðeins eitt sem gildir. Það er aðeins eitt sem svona lönd skilja, og það er massíf gengisfelling sem mótleikur gegn "wage dumping"! En það krefst þó þess að maður hafi einhverja mynt til að fella. Ef maður hefur það ekki, þá endar maður líf sitt sem nýlenda, þræll og einka-útflutningsmarkaður Þýskalands, þ.e. sé maður svo vitlaus að hafa álpast inn í ESB í stundar geðveikis- og hræðslukasti. Þá fær maður svona bréf eins og Grikkir eru að fá frá yfirvöldum evrusvæðis núna.

En vandamálið er líka það að löndin eru svo ótrúlega ólík innbyrðis. Það er alveg sama hvað hin löndin á evrusvæðinu gera til að bæta samkeppnishæfni sína við Þýskaland. Þýskaland mun alltaf sigra í þeirri samkeppni (competitive internal devaluations, beggar thy neighbour policy). Þjóðverjar eru meðfæddir snillingar í svona varnarleik (e. defensive fiscal & social strategy). Ef hin löndin skera niður, lækka laun, lækka kostnað, hagræða og breyta hjá sér - þá mun Þýskaland alltaf koma á eftir og skera enn meira niður, lækka laun enn meira, lækka kostnað enn meira og hagræða enn meira - og spara sig jafnvel í hel, ef þörf krefur. Þetta kostar Þýskaland ekki neitt því það eru eingin sameiginleg fjárlög landanna á milli. Því þarf ríkissjóður (via skatta) ekki að greiða neinar millifærslur til þeirra sem verða undir í samkeppninni.  

Svo getur Þýskaland líka sett ranga og heftandi stýrivexti á hjá nágrönnum sínum og þannig skemmt samkeppnishæfni þeirra. Þetta er algerlega fyrirfram vonlaust. Þess vegna má Ísland aldrei sleppa myntvopninu sínu, krónunni. Því þá er Ísland dauðadæmt í samkeppninni. Ísland verður aldrei innfæddur sérfræðingur í innvortis gengisfellingum eins og Þýskaland. Til þess er íslenska þjóðin alltof ung, kröftug og full af lífi. Þýskaland er hins vegar stærsta elliheimili heimsins 
 
 
Tengt efni

Fyrri færsla 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það var einstaklega athyglisvert að heyra í Bernard Li* (man ekki eftinafnið og nenni ekki að fletta því upp) í Silfrinu á sunnudaginn. Sem einn af höfundum Evrunnar, sem vekur eitt og sér athygli, kom hann fram með athyglisverðar hugmyndir. Hann vill miklu fleiri myntir....jafnvel sérmynt fyrir Reykjavík. Hvað sem því líður....eins og ég les hans orð...jú jú Evran gæti hentað sem viðskiptamynt í sumum tilfellum, í öðrum hentar krónan betur...nú eða Reykvíska-Markið.
Sem sagt undir strikið blind skurðgoðatrúa á Evruna er alls ekki það sem einn höfunda hennar ætlaði henni.

Haraldur Baldursson, 22.11.2010 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband