Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

CEPR: Hrun íslenskra banka: ófært og gallað viðskiptalíkan

CERP (Centre for Economic Policy Research) birtir uppfærða útgáfu af áliti þeirra á því sem varð íslensku bönkunum að falli. Þetta er álit tveggja hagfræðinga og ber í hlutarins eðli einungis að túlkast sem einmitt álit. Hvort það er rétt eða ekki mun koma í ljós á næstu mánuðum og árum þegar eignasafn bankanna verður gert upp í peningum.

Kjarninn í grein CEPR er þessi

Það er alveg sama hvort Ísland hefði verið með í myntbandalagi Evrópusambandsins eða ekki ef bankarnir voru með slæma eignastöðu (solvency). Ef eignasafn bankanna var ófullnægjandi og stóð ekki undir skuldbindingum þeirra þá hefði evru-aðild ekki hjálpað þeim eða íslenska ríkinu. Hún hefði hugsanlega, og einungis hugsanlega, hjálpað til við að liðka lausafárstöðu þeirra. Evra hjálpar ekki uppá ófullnægjandi eignastöðu og vantraust. Það gera ríkisábyrgðir hinsvegar.  

Í ljósi nýjustu atburða fjármálakreppunnar hefur komið betur og betur í ljós að stjórnendur banka um allann heim hafa ofmetið eignasafn og eignastöðu banka sinna. Núna eru því bankar út um allan heim að feta í fótspor Roskilde Bank. Þetta eru bankar sem eru ekki fullir af eitruðum pappírum (e. toxic papers: eins undirmálslán og fleiri vafasamir og uppblásnir vafningapappírar eru oft kallaðir). En það sem varð Roskilde Bank að falli var það að eignasafn bankans rotnaði svo að segja undir fótum bankastjórnarinnar á fáum mánuðum. Þetta virðist einnig vera að gerast hjá þrotabúum hinna íslensku banka. Eignirnar falla í verði, meira og meira, og alveg í takt við hrun fjármálageira hagkerfa hins vestræna heims. Núna er það sveppagróðurinn sem mun éta upp eignasöfn fjármálastofnana um allan heim. Eignir þeirra voru (og eru enn) því stórlega ofmetnar þegar á reyndi.

Greinin segir

Ef við gefum við okkur þá forsendu að bankarnir áttu ekki fyrir skuldum, þá hafði ríkisstjórn Íslands um tvo möguleika að velja: 1) að gangast í ábyrgð fyrir skuldbindingum bankanna og bjarga bönkunum og þar með leggja þær byrðar á herðar skattgreiðenda. 2) að gera það sem Alþingi og ríkisstjórn Íslands einmitt gerði þ.e. að láta bankana fara á hausinn og láta þrotabú þeirra um að að standa undir öllum skuldbindingum annarra en þeirra lögbundnu skuldbindingar sem hvíla á tryggingasjóðnum, og sem ríkisstjórn hefur möguleika á að styðja við að fremsta megni. Í ljósi þess sem við vitum núna tók Alþingi og ríkisstjórn einu réttu ákvörðunina.

Þau lönd sem standa í svipaðri hættu, en þó umfangslega minni hættu, eru lönd bæði innan og utan evrusvæðis. Eðli áhættu þeirra er sú sama og blasti við stór-bönkum á Íslandi og við íslenskum stjórnvöldum

Sviss, Danmörk, Svíþjóð, Bretland - Írland, Belgía, Holland og Lúxemburg

Öll þessi lönd hafa takmarkaða möguleika og takmarkaða þjóðhagslega getu til að styðja við bakið á stórum bankageirum sínum - innan sem utan evru.

Svo mörg voru þau orð. Það sem er hægt að læra af þessu er það að gömlu reglurnar um fyrirtækjarekstur gilda ennþá. Hringrás er hringrás og tap er tap. Galdurinn við peninga er og verður alltaf: að hafa þá NÚNA ! Sama hvað myntin heitir

Er hægt að læra eitthvað af þessu?

Jú, það ætti að vera hægt, en það eru samt ekki öll kurl komin til grafar ennþá. Það sem mætti leiða líkum að er þetta:

Hvað varðar bankamálin þá held ég að það megi segja að ef Ísland hefði verið í myntbandalagi Evrópusambandsins þá hefðu bankanir sennilega getað lifað aðeins lengur því þeir hefðu haft aðgang að meira lausafé (liquidity) frá Seðlabanka Íslands sem sennilega hefði haft stærri aðgang að lausafé gjaldeyrismarkaðs gegnum stærri gjaldeyrisskiptasamninga við fleiri seðlabanka. En þó aðeins í takt við skuldastöðu viðskiptabankana, og einnig aðeins í takt við greiðslugetu íslenska lýðveldisins. Það er ekki hægt að gefa út óútfyllta víxla þó svo að myntin heiti evra.  

En á sama tíma hefði myndast gífurlegur pólitískur þrýstingur á íslensk stjórnvöld um að gefa út ótakmarkaða ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum bankakerfisins því í Evrópusambandinu fóru ríkisstjórnir út í það að yfirbjóða hverja aðra með ríkisábyrgðum. Ef ríkisstjórn Íslands hefði ekki gert þetta hefðu íslensku bankarnir einfaldlega verið tæmdir, því fjármagnið leitaði jú þangað sem ríkisábyrgðirnar voru mestar og bestar. Þessi þrýstingur hefði þýtt það að ef bankarnir hefðu farið í svipað þrot og Roskilde Bank gerði þá sætu íslenskir skattgreiðendur núna með allar ábyrgðir á öllum skuldbindingum bankakerfisins í heild: öllum innistæðum, og öllum lánum á millibankamarkaði, öllum skuldabréfum og öllum skuldbindingum bankana við alla þeirra lánadrottna um allan heim. Ef þetta hefði orðið raunin þá hefðu bankarnir verið teknir yfir af ríkinu og allir hluthafar verið þurrkaðir út. Íslenska ríkið væri þá sannarlega orðið gjaldþrota núna, þ.e. ef það hefði verið í myntbandalaginu.

Þegar björgunarpakki ESB, eða réttara sagt, skortur á björgunarpakka, var ákveðinn af herra og frú G1 og G2 þ.e. Sarkozy & Merkel þá var Finnland ekki nógu stórt. En staðreyndin varð sú að það kom einmitt enginn sameiginlegur björgunarpakki. Hvert land þurfti að sjá um sig sjálft. En Finnland var samt ekki nógu stórt til þess að það tæki því að spyrja þá. Þeir fengu því fax. Finnar voru því miður ekki með neitt G-merki því þeir eru einungis Finnar. 

Það berast núna þær fréttir að banki Kaupþings í Kaupmannahöfn sé aðeins brot þess virðis sem áætlað var fyrir aðeins nokkrum vikum. (Nu er prisen to milliarder for FIH Erhvervsbank). Rotnunin gerist hratt núna þegar verið er að sprengja bankabóluna (deflating & delverageing process). Þetta verður sársaukafullt ferli. 

Þess má geta að grein CEPR segir einnig að ef sagan um hann Gosa okkar sé einhvers virði að þá sé nef breska fjármálaráðuneytisins orðið töluvert lengra en það var. Kanski er það orðið svo stórt og langt að það nái alla leið inn í hægri hlið breska þinghússins og svo út úr því aftur vinstra megin - a bloody nose

Niðurstaða

Skjaldarmerki Íslands

Það að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð og sjálfstætt ríki forðaði íslensku þjóðinni frá örlögum margfaldra Versalasamininga við erlenda lánadrottna bankanna. Klafi sem hefði sligað skattgreiðendur nútíðar og framtíðar. Okkur öll, börn okkar og börn þeirra og börn þeirra. En þökk sé sjálfstæðinu þá mun þetta ekki gerast. Þess vegna þarf ég ekki að borga þegar ég flyt mig og fyrirtæki mitt heim til Íslands með næstu vorskipum. Þú munt heldur ekki þurfa að greiða. En við þurfum þó öll að vinna við að bæta þann skaða sem óumflýjanlega verður. 

En jafnvel sjálfsæðið getur ekki hindrað menn í að reka fyrirtæki sín illa og óábyrgt í skjóli frelsisins. Þess vegna þurfa fyrirtækin að fá að bera fulla ábyrgð á sínum rekstri og fá að fara á hausinn gangi reksturinn ekki upp. Það er forsenda markaðsþjóðfélags okkar. Að breyta lánaáhættutöku bankana yfir í áhættu þjóðarinnar var sem betur fer stöðvað með virku vöðvaafli frelsisins - af Alþingi Íslendinga og af íslenskum stjórnvöldum. Sjálfstæðið virkar. It just plain works

Þetta varð ekki raunin hér í Evrópusambandinu. Núna eru mistök bankakerfisins í Evrópusambandinu orðin mistök okkar skattgreiðenda í Evrópusambandinu. Við skuldum núna það sem bankarnir skulda og það er einungis byrjunin fyrir okkur því svo þarf að endurfjármagna bankana á næsta ári og hýða stjórnendur þeirra opinberlega. 

Bankarekstur næstu ára um allan heim

Fjármála og bankageirinn mun hörfa 30-40 ár aftur í tímann um allan heim og sérstaklega í ESB því þar gengur skuldabréfaútgáfa þeirra ekki eins vel og í Bandaríkjunum. Millibankamarkaður mun hverfa eins og við þekkjum hann í dag. Fjármögnun verður eins og hún var fyrir átatugum síðan. Í ESB munu aðeins sterkustu og best fjármögnuðu stofnanir lifa af. Hvernig mun ESB takast á við þetta? Munu það eiga sér von?

Bankar í ESB eru núna að reyna að komast í gegnum lausafjárkreppu dagsins í dag, og það með risa-hjálp ríkisábyrgða og með risa-fjármagni frá ríkisstjórnum. Þegar þessi akút kreppa mun verða yfirstaðin þá mun þurfa að fjármagna bankana uppá nýtt því það verða settar miklu strangari kröfum um hærra eiginfé bankanna. Það mun flestum þeirra reynast mjög svo erfitt. Því munu þeir flestir deyja eða verða sameinaðir öðrum bönkum. Svo munu ríkisstjórnir ESB þurfa að fara út í stórkostlega skuldabréfaútgáfu og er þessi útgáfa nú þegar orðin mjög erfið fyrir mörg ríki í ESB. Það er alls óvíst að myntbandalagið muni þola þennan jarðskjálfta. Mestu erfiðleikarnir munu koma í ljós á næstu árum þar sem meðalatvinnuleysi í ESB mun hækka upp í 12-15% og því í 15-25% innan sumra ríkja ESB því húsnæðismarkaður er núna í frjálsu falli og á eftir að falla um 30-50% í sumum löndum. Þá verður ekki gott að hafa Ísland galopið með Shengen samningnum. Það verður hreint skelfilegt.

Það var enginn séns að íslensku bankarnir gætu staðið af sér þessar hörmungar. Enginn séns! Það vitum við núna og munum vita enn betur á næsta ári.

Grein CEPR 

The collapse of Iceland’s banks: the predictable end of a non-viable business model 

Tengt efni

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins: þriðja ríkasta þjóð Evrópu hefur ekki lengur efni á að vera sjálfstæð 

Gengið á gullfótum yfir silfur Egils

Ónýtir gjaldmiðlar

Breytt mynd af ESB - höfuðstefna

Alþjóðleg vaxtarstefna íslenskra stórbanka reyndist blindgata 

Efnahagsleg borgarastyrjöld geisar í Evrópusambandinu 

Ný-dönsk skattahækkun: Roskilde Bank Festival 

Forsíða þessa bloggs 


Sterling biður um gjaldþrotameðferð

Það er leiðinlegt að segja frá þessu. En baráttan í loftinu hefur verið óheyrilega hörð undanfarið ár og mörg flugfélög um allan heim hafa átt um sárt að binda og einnig þurft að hætta rekstri. Eldsneyti trylltist í verði og kreppan er komin til Evrópu núna. Djúp kreppa sem mun ekki lagast í bráð. Núna er komið að flugfélaginu Sterling að lenda, loka og slökkva á hreyflunum. Þetta er leiðinlegt og því sendi ég hér með mínar innilegustu samúðarkveðjur til allra hlutaðeigandi.

Saga Sterling

  • 1962 Ejlif Krogager, maðurinn á bak við Tjæreborg ferðaskrifstofuna stofnar Sterling Airways
  • 1986: Sterling Airways verður sjálfstætt fyrirtæki

  • 1993: Sterling Airways verður gjaldþrota
  • 1994: Úr þrotabúi Sterling Airways er stofnað Sterling European Airlines
  • 1999: Sterling verður 100% norskt fyrirtæki

  • 2005: Íslenska Fons Eignarhaldsfélag kaupir Sterling

  • 2005: Sterling sameinast Maersk Air

  • 2006: Íslenska fjárfestingafélagið FL Group kaupir Sterling

  • 2006: Northern Travel Holding kaupir Sterling. Á bak við félagið stendur Eignarhaldsfélag Fons

Mikli vinna, erfiði og fjármagn fara þarna í súginn. Ég hef oft flogið með félaginu innan Evrópu á meðan það var í eigu Íslendinga, og raunar fyrst eftir að það komst í eigu Íslendinga. Miðinn sem við pöntuðum og greiddum verður sennilega ekki notaður, því miður. En skítt með það því hann var ódýr. Ég mun sakna mikið hinna þægilegu brottfara frá Billund flugvelli til áfangastaða innan Evrópu, ásamt góðu verði á flugmiðum. Að sögn Börsen mun SAS hlaupa undir bagga með strönduðum farþegum, eftir bestu getu. Þar sem laus sæti eru munu Sterling farþegar geta flogið heim með SAS sér að kostnaðarlausu.

Þakkir til Sterling, ég mun sakna ykkar!

Sterling går konkurs

Fréttatilkynning frá Sterling

SAS vil hjælpe Sterlings kunder 

Nú þarf að hugsa og gefast ekki upp!

Nú þurfum við allir Íslendingar góðir að leggja hugann alvarlega í bleyti. Hugsa og hugsa og nota tímann vel. Síðan þarf að kveikja undir eldfærunum aftur, setjast við steðjann og smíðar nýtt og HERT STÁL. Stál sem þolir 10.0+ á Richter! Það þýðir ekkert annað! Tonn af nýju hertu atvinnu- og viðskiptastáli.   

Tengt efni: fleiri gjaldþrot í Danmörku og í Evrópu

Eitt stærsta fasteignafélag Danmerkur bíður gjaldþrots í dag. Þetta er félagið Centerplan A/S sem á fasteignir fyrir 12 milljarða danskar krónur í Danmörku og Svíþjóð og þar sem stærsti hluthafi er fjármálamaðurinn Carsten Leveau sem m.a. á Scala fasteignina í Kaupmannahöfn. Það er Roskilde Bank sem fer fram á gjaldþrotið. Í gær voru einnig fjárfestinga og fasteignafélögin Griffin Holding, Griffin Ejendomme og Griffin Finans lýst gjaldþrota í Danmörku. Bankar, fjármálastofnanir og fjárfestar munu þurfa að bera þungrar byrðar vegna þessa. Þar á meðal eru bæði Kaupþing og Glitnir sem eru á lista lánadrottna. Einnig hefur þýski hjólhýsaframleiðandinn Knaus-Tabbert Group AG beðið um gjaldþrotameðferð með endurreisn í huga. Knaus-Tabbert var stofnað 1934 og hefur framleitt hjólhýsi frá árinu 1937. Félagið leitar núna að hugsanlegum fjárfestum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) óttast einnig að margir bankar í Evrópusambandinu verði gjaldþrota á næstunni  

Ejendomsselskab begæret konkurs

IMF: EU-banker i knibe - konkurser truer 

Deutsche Bank: kreppan verður dýpst á evrusvæði

Forsíða þessa bloggs 


Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins: þriðja ríkasta þjóð Evrópu hefur ekki lengur efni á að vera sjálfstæð

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins segir að Ísland hafi ekki lengur efni á krónu: Við höfum ekki efni á krónunni lengur 

Á sama tíma og Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu segir að Ítalía hafi ekki lengur efni á að vera með í myntbandalagi Evrópusambandsins, þá segir Reykjavíkurbréf stærsta dagblaðs þriðja ríkasta lands Evrópu, að lýðveldið Ísland, sem varð sjálfsætt fyrir nákvæmlega 64 árum, hafi ekki lengur efni á að vera sjálfstætt ríki. Það ætti eiginlega að snúa spurningunni á haus og spyrja Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins hvort lýðveldið Ísland hafi ennþá efni á Morgunblaðinu?

Þetta gerist eftir að íslenska þjóðin hefur notið óslitins, mikils og samfellds hagvaxtar undanfarin 16 ár. Kaupmáttur Íslendinga hefur aukist um 80% frá 1994 (verðbólga hreinsuð út) og einkaneysla Íslendinga hefur aukist um 50% á síðustu 10 árum að raunvirði. Á meðan hefur einkaneysla í Þýsklandi aukist um 0,00% og um 20% í Danmörku.

Tíu þýsk frostmörk

Atvinnuleysi hefur verið næstum óþekkt á Íslandi öll þessi ár en á sama tíma hefur atvinnuleysi í Evrópusambandinu verið um og yfir 10% í áratug eftir áratug og hagvöxtur næstum enginn. Atvinnuleysi í Evrópusambandinu er núna í sögulegu lágmarki en er samt 7,5% og hefur hækkað um 0,4% á fjórum síðastliðnum mánuðum. Það á eftir að hækka í 12-15% á næstu misserum og árum. Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri er 15%. Í sumum löndum nálgast það heil 30%. Er það þetta sem Reykjavíkurbréf vill Íslendingum? Er það þetta sem ASÍ vill íslenskum launþegum? Það er nefnilega þetta sem mun gerast ef Ísland gengur í Evrópusambandið. Það er eins öruggt og að sólin kemur upp á morgun. 

Nýjir innfæddir fátæklingar í Evrópu sækja nú í auknum mæli í súpueldhús fyrir fátæklinga þar sem hægt er að fá ókeypis heita máltíð hjá hjálparsamtökum. Þetta er fólk í fullri vinnu sem fær laun sín útborguð í evrum. Sem dæmi má nefna hann Stefano G. sem er afgreiðslumaður í verslun á Ítalíu. Hann sér einnig fyrir öldruðum foreldrum sínum og er í fullri vinnu. En hann hefur samt ekki efni á mat. Það er meira um Stefano G. í frétt Rauters hér að neðan 

Þeir Íslendingar sem halda að það drjúpi smjör á hverju strái í Evrópusambandinu eruð haldnir sambandsleysi við umheiminn. Því spyr ég: til hvers var verið að eyða peningum í að mennta sum ykkar? Sum ykkar kunnið greinilega ekki að lesa lengur. Menntamenn ykkar geta ekki lengur lagt saman tvo og tvo. Og núna fór allt til helvítis hjá þeim sem gerðu út á Evrópusambandið, já allt fór á hausinn hjá þeim í Evrópusambandinu, eins og beljum á svelli. Hvað ályktar Reykjavíkurbréf þá? Jú við þurfum að fara á hausinn öll saman. Fara í Evrópusambandið! Eða er þetta einungis sófakynslóðin sem er að skrifa sitt fyrsta Reykjavíkurbréf og sem fæddist á fyrsta farrými og sem er í timburmönnum núna og kallar á ferskan afréttara, strax. Mamma gefðu mér fix. 

Reykjavíkurbréfið segir einnig að enginn hafi áhuga á að fjárfesta á Íslandi. En þá spyr ég. Telur Alcoa ekki með, ásamt annari stóriðju? Eða á kanski að gera eitthvað annað núna, einu sinni enn? Teljast þeir ekki með sem fjárfestu í íslenskum bönkum sem núna eru komnir á hausinn í sjálfu Evrópusambandinu? Var það vantraustið sem fékk þá til að tapa miljörðum á því að fjárfesta í fjármálageira Íslands með lánum og lánafyrirgreiðslu?

Svo segist Reykjavíkurbréfið ekki skilja af hverju Sjálfstæðisflokkurinn hendi ekki Íslandi strax inn í Evrópusambandið og þar með afsali þjóðinni stórum hluta af sjálfstæði sínu. Bara sísvona strax. Skilur Reykjavíkurbréfið ekki að þá þyrfti að skipta um nafn á flokknum því Evrópusambandið er nýtt ríki í smíðum og Sjálfstæðisflokkurinn heitir Sjálfstæðis-flokkurinn. Þá yrði því miður enginn sem nennti að lesa Reykjavíkurbréfið eða fjárfesta á Íslandi því það verður orðið eins og restin af Evrópusambandinu með massífu atvinnuleysi, vesæld og fiskimiðin hvort sem er komin í eigu þjóða Evrópusambandsins, og fiskiskipaflotinn einnig. Þá geta Íslendingar fengið leyfi til að flytja inn fisk sér til matar, fisk frá Íslandsmiðum, og það verða sennilega gullfiskar samkvæmt hugsunarhætti Reykjavíkurbréfsins. 

Evrópusambandið er ekki mynt 

Þetta var stutt orðsending úr Evrópusambandinu til ofdekurdýra Reykjavíkurbréfs og nágrennis - og til menntamanna Alþýðusambands Íslands. Er ekki hægt að loka einhverjum af þessum skólum og menntastofnunum því þær skila greinilega út of miklu af "gerum eitthvað annað, förum öll á hausinn saman" - engum til gagns

"New poor" in Italy line up for free food  þetta er alls ekki einsdæmi í ESB.


Forseti Tékklands segir Evrópusambandið sé að verða háborg kommúnisma

Vaclav Klaus forseti Tékklands í blaðagrein þann 22. október 2008

 

The attempt to get rid of recessions and business cycles once and for all has already been undertaken. It was called communism 

 

Árið 2000 var Austurríki sett í pólitíska einangrun af rétttrúandi sósíal-demó-krötum í Evrópusambandinu vegna þess að þeim líkaði ekki úrslit kosninga þegna í Evrópusambandshéraðinu Austurríki.

Svona refsi og hefndaraðgerðir eru réttlættar á hæsta valdastigi í Evrópusambandinu. Gott að Ísland var ekki með í ESB núna því þá stæði Ísland pólitískt einangarð vegna rétttrúnaðarmanna í þessu nýja kommúnistabandalagi Evrópu. Bankar, sem önnur fyrirtæki, eiga að fá leyfi til að fara á hausinn. Skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að borga brúsann fyrir vanhæfni Samfylkingarkónganna.

Klaus attacks Merkel and Sarkozy

Vaclav Klaus wrote an article in the Czech daily Mlada Fronta Dnes (aka Frankfurter Allgemeine, which has a summary), in which he attacked the bank rescues as an attempt to bring back socialism. He said crises were part of the market economy system. The attempt to get rid of recessions and business cycles once and for all has already been undertaken. It was called communism. Klaus blames specifically three factors for this crisis: excessive government intervention in the financial industry, high indebtedness, and bad regulation. He wrote that politicians had introduced rules (Basle I) that forced banks to hide their risks by creating ultra-complex financial instruments. He also warned against the fiscal implications of the crisis. The Maastricht criteria at least attempted to put a lid on excessive government spending. Now these criteria are being thrown overboard with great enthusiasm.

Íslenska lýðveldið er einungis túlkað sem hérað í gögnum Evrópusambandsins 

 

Úrdráttur úr ræðu Petr Mach ráðgjafa Vaclav Klaus forseta Tékklands á European Voice ráðstefnunni 2004

 

The main objective of the Lisbon Agenda, that Europe should become "the most competitive and most dynamic economy in the world by 2010," might sound like an innocent or even a good idea to the people who have been living in the West for decades. But to those who used to live under the Communist rule in Central Europe, such slogans about catching up with the United States sound all too familiar. The difference is that instead of promoting information technology, the communist planners put more emphasis on heavy industry. Whereas coal and steel used to be the fashion fifty years ago, now it is computers. But the principle remains the same – the politicians believe that they are better qualified than the people in a free market to decide how much money should be invested and in what industries. This principle did not work under communism, and it will not work this time either.

 

Ræðan í heild: Petr Mach ráðgjafi Vaclav Klaus forseta Tékklands  - á European Voice conference

Tengt efni:

Paul de Grauwe: ECB must act to end the euro’s wild rise 

Alþjóðleg vaxtarstefna íslenskra stórbanka reyndist blindgata

Gagnrýni á seðlabanka færist í aukana

Ónýtir gjaldmiðlar

Lenín verðbólga 

Forsíða þessa bloggs  


mbl.is Aðildarviðræður við ESB strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrv. bankamaður segir krónuna haldna sömu veiki og evran er haldin

Kæru lesendur

Sjá hér að neðan þá frétt sem þessi pistill er tengdur við: (Krónan stærsta vandamálið) 

Þetta er sama gamla sagan. Núna á að kenna gjaldmiðlinum um vanhæfa bankastjórn viðskiptabankanna.

Þetta er allt myntinni að kenna 

 

Hinn þekkti hagfræðingur Paul De Grauwe við Leuven and Centre for European Policy Studies segir svipaða sögu af þrautum efnahags Evrópusambandsins, en það er bara ekki gert á eins fáránlegum nótum og gert er í grein Morgunblaðsins, þar sem gert er ráð fyrir að það sé hægt að panta stýrivexti eftir hentugleika og eftir þörfum viðskiptabankanna. Ég læt greinina flygja með hér að neðan.

En stýrivextir koma því miður eftir verðbólgustigi og engu öðru. En kanski væri hægt að segja sem betur fer því sjálfur hef ég prófað að reka fyrirtæki og heimili í 1,2% verðbólgu með innfluttum 11,5% stýrivöxtum því þeir miðuðust við verðbólgu í öðru landi. Þessir innfluttu stýrivextir komu af stað einni stærstu gjaldþrotahrinu í Dönsku efnahagslífi nokkurntíma. 

Saga Íslenskra stórbanka er sú að þeir köfnuðu í eigin vanhæfni. Þessi vanhæfni var ekki léleg stjórnun eða rekstur. Nei nei, vanhæfnin fólst í alþjóðlegri stefnumörkun bankanna. Það var léleg stefnumörkun sem kom bönkunum á þann stað sem þeir eru núna: á ruslahaugana. Þann 27. ágúst skrifaði ég nokkrar línur í varðandi þetta, en þá var enn einn bankamaðurinn að kenna myntinni um allt: Alþjóðleg vaxtarstefna íslenskra stórbanka reyndist blindgata

 

The Bank must act to end the euro’s wild rise 
By Paul De GrauwePublished: September 4 2008 18:51 | Last updated: September 4 2008 18:51. The downturn of economic activity in the eurozone has come as a surprise to many observers. The credit crisis appeared to be less severe in the eurozone than in the US and, apart from Spain and Ireland, none of the eurozone member countries experienced serious problems in the housing market. Yet the eurozone now comes close to a full-fledged recession. What happened to cause such a rapid and intense deterioration in the eurozone business cycle? The key to answering this question is the exchange rate of the euro. From the start of 2007 until July 2008 the euro appreciated by about 14 per cent on average against its main trading partner s. This exchange rate shock came on top of a protracted appreciation in the preceding five years. The second shock hitting the eurozone was the doubling of crude oil prices since early 2007. The effect of the exchange rate shock on the profitability of the eurozone companies that compete internationally has been of the same order of magnitude as the oil price shock. Take an average eurozone exporting company selling a product worth €100 ($144, £81). Energy costs prior to the oil price shock represented €10. Now comes the doubling of oil prices leading to a doubling of the energy costs to €20. This would squeeze profits by the same amount, unless the company could raise its price in foreign markets. But let us assume the exporting firm “priced to market” so as not to lose market share. Now let us look at the implication of the appreciation of the euro during the same period. Our prototype exporting company has experienced a drop in revenues of 14 per cent; that is, the euro value of its export dropped from €100 to €88. This squeezed profits even more than the doubling of the oil price. Our company recuperated part of the revenue loss because the euro appreciation led to a drop in the euro price of oil, reducing the energy cost. But this effect was small given that the energy costs are a relatively small fraction of the total value of the product. There are many other effects of these two shocks, but they all point to the same conclusion. Since the start of 2007 the export sector in the eurozone has been hit by a twin shock – an oil price shock and an exchange rate shock – of approximately equal magnitudes. These two shocks squeezed profits of exporting firms twice. The opposite has happened in the US since the start of 2007. The effect of the oil price shock on export companies’ profitability was fully compensated by the depreciation of the dollar, which on average amounted to 11 per cent against the big trading partners. Thus the dollar depreciation allowed the US export companies to offset the profit squeeze resulting from higher oil prices. No wonder that the US export sector is booming and the exports of the eurozone countries are stalling. The oil price shock was an event that eurozone policymakers could not influence. The same cannot be said of the exchange rate shock. This occurred because the eurozone monetary authority, the European Central Bank, allowed it to happen. The simple fact is that the ECB neglected the exchange rate. The ECB was influenced by a theory that says that exchange markets are efficient and that therefore the exchange rate always reflects economic fundamentals. In this view it is both undesirable and futile to fight market forces, which are always right. In addition, the ECB managed to sell a minimalist interpretation of its mandate. In this view, the ECB is responsible only for price stability. Only if exchange rate movements threaten price stability are they worth looking into. Since 2001, the euro has more than doubled in value against the dollar. This appreciation can be interpreted only as a bubble driven by speculation gone wild. During the whole period of massive euro appreciation, the ECB stood by and watched approvingly. It did not threaten price stability so there was no reason to do anything. This neglect harms the competitiveness of the eurozone export sector and is an important cause of the slowdown in economic activity. The ECB has abdicated its responsibility to intervene in the foreign exchange market and to oppose exchange rate developments that are out of touch with economic forces. It is time to revise this minimalist view of its responsibilities. One way the ECB could do this today is by giving a forceful signal (including intervention) aimed at reinforcing the recent small downward correction in the value of the euro. The writer is professor of economics at the university of Leuven and Centre for European Policy Studies

 

Niðurstaðan hlýtur að vera sú að Evrópusambandið taki upp einhverja aðra mynt. Til dæmis norskar eða sænskar krónur eða svissneskan franka. Þetta gefur augaleið, þetta er allt evrunni að kenna

Bankarekstur næstu ára

Fjármála og bankageirinn mun hörfa 30-40 ár aftur í tímann um allan heim og sérstaklega í ESB. Millibankamarkaður mun hverfa eins og við þekkjum hann í dag. Fjármögnun verður eins og hún var fyrir átatugum síðan. Í ESB munu aðeins sterkustu og best fjármögnuðu stofnanir lifa af. Hvernig mun ESB takast á við þetta? Munu það eiga sér von?

Bankar í ESB eru núna að reyna að komast í gegnum lausafjárkreppu dagsins í dag, og það með risa-hjálp ríkisábyrgða og með risa-fjármagni frá ríkisstjórnum. Þegar þessi akút kreppa mun verða yfirstaðin þá mun þurfa að fjármagna bankana uppá nýtt því það verða settar miklu strangari kröfum um hærra eiginfé bankanna. Það mun flestum þeirra reynast mjög svo erfitt. Því munu þeir flestir deyja eða verða sameinaðir öðrum bönkum. Svo munu ríkisstjórnir ESB þurfa að fara út í stórkostlega skuldabréfaútgáfu og er þessi útgáfa nú þegar orðin mjög erfið fyrir mörg ríki í ESB. Það er alls óvíst að myntbandalagið muni þola þennan jarðskjálfta. Mestu erfiðleikarnir munu koma í ljós á næstu árum þar sem meðalatvinnuleysi í ESB mun hækka upp í 12-15% og því í 15-25% innan sumra ríkja ESB því húsnæðismarkaður er núna í frjálsu falli og á eftir að falla um 30-50% í sumum löndum. Þá verður ekki gott að hafa Ísland galopið með Shengen samningnum. Það verður hreint skelfilegt.

Það var enginn séns að íslensku bankarnir gætu staðið af sér þessar hörmungar. Enginn séns! Það vitum við núna og munum vita enn betur á næsta ári.

Slóð: Paul de Grauwe: ECB must act to end the euro’s wild rise

Tengt efni:

Alþjóðleg vaxtarstefna íslenskra stórbanka reyndist blindgata

Gagnrýni á seðlabanka færist í aukana

Ónýtir gjaldmiðlar

Lenín verðbólga 

Forsíða þessa bloggs 


mbl.is Krónan stærsta vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn hrynur evran

Sælir kæru lesendur

Duisenberg

Enn heldur evran áfram að hrynja

Evran er núna fallin um tæp 19% gagnvart Bandaríkjadal á þrem mánuðum og um heil 19.27% gagnvart japanska yen á aðeins 22 dögum. Fréttaskýrendur, fjárfestar og peningamenn ræða núna sín á milli hvað muni verða eftir og uppistandandi á fjármálamörkuðum árið 2010. Þeir vilja vita hvar þeir eiga að geyma fjármuni sína núna. Spurningin um hvort evra verði ennþá til árið 2010 er meðal þessara spurninga. Það er því mikill stöðugleiki á þessari stöðugleika-mynt. Ég velti vöngum yfir því hvort svona stór mynt hafi nokkurntíma fallið eins hratt áður? Þetta mun gera nauðsynlega vaxtalækkun erfiðari fyrir seðlabanka ESB. Nú er því töluverð hætta á "stagflation" í ESB

Heims visistolur 22 oktober 2008

En það fellur fleira en evra. Flestir hlutabréfamarkaðir Evrópu voru blóðrauðir í dag. Dagurinn í dag er næstversti dagur nokkurntíma í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Skuldabréfamarkaður húsnæðislána í Danmörku á í miklum erfiðleikum með að skaffa fjármögnun fyrir danska húskaupendur á viðráðanlegum kjörum. Búist er við að þessi markaður muni sprengja stóra holu í ársreikninga Danske Bank á næstunni. Hlutabréf vindmylluframleiðandans Vestas misstu næstum 1/4 af verðgildi sínu í dag

Staðan á húsnæðismörkuðum í Evrópu er sú að þessi markaður á eftir að krefjast mun meiri fórna og skakkafalla en hin vel þekktu bandarísku undirmálslán hafa skapað fram að þessu. Fréttir berast af miljón tómum íbúðum á Íberíuskaga, 300.000 tómum íbúðum á Írlandi og grafalvarlegu ástandi á fasteignamörkuðum fleiri landa í Evrópu

Nú held ég að þetta sé að verða mörgum ljóst. Sú uppsveifla sem við höfum séð undanfarin ár mætti kalla fyrir bankabóluna. Upptök hennar mun ég hugsanlega reyna að fjalla um seinna. Að magra mati eru böndin farin að berast að vissum stjórnmálamönnum í BNA sem þvinguðu fjármálastofnanir til að veita þeim húsnæðislán sem ekki áttu að geta fengið svona lán undir venjulegum forsendum ásmt lélegu áhættumati lánastofnana í Evrópu. Óheilbrigt áhættumat lánveitenda ásamt illa reknum bönkum og fjármálastofnunum blésu upp fasteignabólur - bólur og bólusóttir. Núna erum við að borga brúsann. Þetta hrun verður kanski síðar hægt að kalla "hrun móralistanna". En englar hins hreina ríkisvalds eiga sér dýrðardaga núna, svo mikið er víst. Komma-væðing fjármálakerfisins er hafin hér í Evrópu, og jafnvel í Bandaríkjunum einnig. Þetta er vægast sagt pathetic!

150 dollara olíuverðið sem átti að vera komið til að vera. Nú er það 66 dollarar 

Olia 22 oktober 2008

En hvar mun olíuverðið enda á næstunni. Mun það enda í 30 dollurum eða 35 dollurum. Ef svo fer þá meiga okkar kæru frændur í Noregi fara að biðja bænirnar, hækka stýrivexti til að verja norsku krónuna og finna sig í miklum verðlækkunum á húsnæði.

Norska króna er núna fallin um tæp 30% gagnvart dollar á þrem mánuðum og hún er einnig fallin um 12% gagnvart evru á síðustu 7 vikum og um 7% gagnvart sænsku krónunni á sama tímabili  

Hvernig munu málin þróast á næstunni? Það veit ég ekki. Hreint ekki. 

Fyrri færsla: Evran fallin um 17%

Tengt efni:

Germany rejects idea of eurozone 'economic government': report

Gleðifréttir úr gamla heiminum í ESB

Ónýtir gjaldmiðlar

Evruspá Jyske Bank frá 4. júlí 2008: úrelt

Gullna hliðið lokast - gengishrun evru yfirvofandi ?

Forsíða  


Evran fallin um 17%

Gjaldmiðill seðlabanka Evrópusambandsins ECB er fallinn um rúmlega 17% gagnvart bandaríkjadal á síðastliðnum þrem mánuðum

Evran fallin um 17 prosent 

Mynd: Google Finance: EUR in USD 

 

Aðrar stórar hreyfingar gjaldmiðlapara það sem af er þessum mánuði

AUD-JPY-23.51%
CAD-JPY-21.25%
AUD-USD-16.63%
NZD-JPY-16.02%
EUR-JPY-13.92%
USD-CAD+12.74%
GBP-JPY-11.59%
GBP-AUD+9.61%
NZD-USD-9.61%
CHF-JPY-8.95%
GBP-CAD+7.99%
EUR-AUD+7.74%
EUR-USD-7.61%

Peso: mynt 110 miljón manna þjóðar
 
Gengi peso
Þess er einnig hægt að geta að Mexíkó hefur um tíma átt í erfiðleikum með að halda uppi eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum með peso. Markaðurinn hefur ekki trú á peso og fáir vilja kaupa eða eiga mynt mexíkönsku þjóðarinnar sem telur 110 miljón manns. Peningarnir flúðu yfir til myntar Bandaríkjanna. Gegnið peso gangvart dollara féll um 12% á einum degi. Á tímabili var fallið 15% innan sama dags

Standa í fæturnar: Bandaríkin munu ná sér fljótt aftur og Ísland einnig. Bréf frá frænda

Nú hrynja gamlir blá- og rauðbirknir sófa-vitringar út úr skápunum í öllum flokkum. Nú er það gamla 78 snúninga hljómplatan sem er sett á fóninn aftur: Bandaríkin eru nefnilega búin að vera og hinn frjálsi markaður og hin svokallaða frjálshyggja er búin að vera. Frelsið og sjálfstæðið er ekki vinsælt lengur því það krefst að staðið sé fast í eigin fætur.

Leonid Brezhnev

Á stöðnunartímabili áttunda áratugs síðustu aldar þá sprungu út bústnar kinnar akademískra sófamanna sem básúnuðu að Bandaríkin væru að tapa leiknum og það yrðu Sovétríkin sem myndu sigra og verða þjóðfélagsskipan framtíðarinnar. Gerum eitthvað annað. En nú eru Sovétríkin hrunin til grunna sem þjófélagsskipan og eftir standa Bandaríkin sem eina stórveldið í heiminum sem virkar, sterkari og öflugri en nokkru sinni fyrr.

Svo kom fjármálakreppa sparisjóða í Bandaríkjunum í enda níunda áratugs síðustu aldar. Þá komu bústnu sófa-kinnarnar aftur úr úr skápnum og nú var það Japan sem var viðundrið. Gerum eitthvað annað. En nei. Japanska undraverkið reyndist vera byggt á sandi. Þar hafði markaðurinn misst sjónar á eiganda sínum, þ.e. misst sjónar á hinum samfélagslegu undirstöðum sínum. Japanska viðundrið reyndist því miður vera bóla. Japan fór inn í varanlega kreppu á meðan Bandaríkin fóru inn stóru í hagvaxtarárin fram til 2001. Þessu missti ESB alveg af eins og öðrum framfaratímabilum

Ronald Reagan

Bandaríkin yfirvinna yfirleitt kreppur og krísur mjög hratt. Það er vegna þess að markaðurinn er virkur, samkeppni er virk og skattalækkanir eru framkvæmdar þegar þess er þörf. Skattalækkanir sem lítil fyrirtæki á borð við litla Microsoft nutu góðs af á sínum sokkabandsárum. Hvaða þjófélag vill ekki eiga fyrirtæki á borð við Microsoft í dag? Eða Apple eða Cisco eða Intel eða AMD og IBM. Já skattalækkanir og hvatning til lítilla fyrirtækja sem vaxa sig stór og öflug. Nú þurfa fyrirtæki á borð við Microsoft og Apple ekki að leita til banka því þau eiga tonn af fjármunum sem þau hafa lagt fyrir í góðæri. Þau eru því það sem við köllum "stöndug". Þau standa á eigin fótum, standa sterk til að mæta erfiðum árum. Já tonn af peningum

Davíð Oddsson

Á Íslandi gerðist það sama og í Bandaríkjunum. Fjárhúsin voru opnuð og búfénaðurinn stökk bjartsýnn út í vorið. Ríkisvaldið var sett í megrun og frelsi okkar allra aukið. Flestum gékk vel og Ísland varð miklu ríkara fyrir vikið. Landið nötraði af orku og athafnagleði þegnana. En sum fyrirtæki gerðu afdrifarík og stefnumótandi grundvallarmistök í uppsetningarferli sínu og því eru þau dauð núna, eða í andaslitrunum. Þetta voru stór fjármálafyrirtæki sem gerðu afdrifarík mistök í stefnumótun sinni. Þau máluðu sig inni í horni og köfnuðu úr súrefnisleysi. En án mistaka munu aldrei koma neinar framfarir. En sjálft Ísland er ekki hlutaféalg heldur frjálst og sjálfstætt samfélag okkar mannana og mun því lifa að eilífu á meðan svo er. Þetta verðum við að muna

Öll fyrirtæki eiga eftirfarandi sameiginlegt: Þau eiga sér upphaf og endi. Fjarlægðin frá upphafi fyrirtækis til enda fyrirtækis er háð hæfileikum fyrirtækisins til að breyta og aðlaga sig að nýjum aðstæðum. Í stuttu máli – hæfileikinn til að breyta fyrirtækinu á réttann hátt og á réttum tíma er afgerandi fyrir lífslengd þess

Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind

Sveigjanleg hagkerfi munu vinna sig hraðar út úr erfiðlekum en önnur hagkerfi, miklu hraðar. Það er nefnilega frelsið, sterk sjálfsbjargarviðleitnin og sjálfsæðið sem vinnur verkin. Í núverandi ástandi er hætta á að stjórnmálamenn fari út í það að gefa út straum af nýjum og illa skilvirkum reglugerðum sem munu hefta virkni markaðssamfélags okkar og einnig hefta virkni sjálfstæðis okkar. Ef svo verður þá mun það einungis leiða til verri virkni hins frjálsa markaðar og til verri virkni okkar sjálfra sem þeirra einstaklinga sem skapa verðmætin sem allir aðrir munu njóta góðs af. Þetta ber að varast því annars munu allir verða fátækari

 

Geir H Haarde

Það borgar sig alltaf að standa í eigin fætur. It just plain works

Við Íslendingar erum töffarar, það vita allir. Þessvegna mun Ísland taka sig saman og töffa sig út úr núverandi vandræðum - saman

Bréf frá frænda 

Ég fékk bréf frá ungum frænda mínum. Mér finnst það svo gott að ég tek mér það bessaleyfi að birta það hérna:

Kæri frændi. Já, það er af svo mörgu að taka að maður veit ekki hvar skal byrja. Það er svona helsta ástæðan að ég hef ekki haft samband fyrr en nú. Alltaf endað með að froðufella og rífa í hár mitt og skegg yfir heimsku og "nævisma" fólks áður en ég gat sett niður nokkur orð. Hlakka mjög til að heyra frá þér á morgun og vona svo sannarlega að Ísland verði enn inn á heims kortinu þegar þið komið næsta vor! Ef rétt verður staðið að hlutum hér þá er engin spurning að við munum koma okkur út þessu með slíkum hraða að það verður tilefni til enn frekari endurskoðunar á hagkerfum heimsins og virkni þeirra. Eftir að hafa legið yfir þessum kreppu og hagkerfis málum undanfarnar vikur verða ég að segja að ég sé Ísland í allt öðru ljósi en áður. Ég er vægast sagt stoltur af þjóðerni mínu og þessu dýrmæta og einstaka landi sem Ísland er. Að hugsa til þess að við gætum endað sem bara smá hérað í ESB er sorglegra en tárum tekur. Við mundum missa allt. ALLT. Nóg höfum við látið vaða yfir okkur núna. Ef við færum í ESB yrði okkur einfaldlega bara nauðgað og sagt að halda kjafti á meðan. Já já og jamm . . við skulum bara biðja um svipuna hjá IMF svo við getum síðan farið rakleitt á hreppinn hjá ESB. HVAÐ ER AÐ ÞESSU FÓLKI?? Spurning hvort Gunnar í Krossinum geti ekki bara af-ESBÉAÐ þetta fólk? Þetta ESB lið ætti að lesa Íslandsklukkuna eftir Laxness. Og spyrja sig síðan hvort við værum betur sett nú í ESB en þá, þegar Jón Hreggviðsson á Rein var dæmdur til hýðingar fyrir að stela snærisspotta.Manstu þegar Ísland var síðast í sviðsljósi heimspressunnar? 320.000 manna þjóð að keppa um gull í hóp-íþrótt á Ólympíuleikunum í Peking. Nokkuð sem ætti að vera tölfræðilega útilokað. Við munum aldrei gefast upp. Gordon Brown á eftir að komast að því.
ÁFRAM ÍSLAND!!!!

 

Eftirmáli: við verðum að muna þetta:

Vikings Good Guide to Business Guðrún Forlag

Þurfa Íslendingar að laga eitthvað hjá sér? Nei, ekkert að ráði. Þeir voru einungis að lenda á flugvelli frjálsra hagkerfa nútímans í fyrsta skipti, og það með braki og brestum. Það er erfitt að lenda á nýjum flugvelli í fyrsta skiptið. Það gerist aðeins einusinni í lífi hverrar þjóðar. Frá með núna munu Íslendingar aldrei fá tækifæri til að haga sér á sama hátt og þeir gátu síðan hið litla opna og alþjóðavædda hagkerfi þeirra var tekið í notkun, án þess að nokkur tæki eftir því. Einusinni kunnu Íslendingar lítið í fiskveiðum. En núna kunna þeir þær. Eins verður með það að reka opið og frjálst hagkerfi í ólgusjó alþjóðafjármála nútímans. Íslendingar mega fyrir alla muni aldrei hætta að vera þeir sjálfir, því þá myndu þeir hætta að virka. Íslendingar þurfa ekki á neinni fjarvistarsönnun að halda vegna svartar fortíðar. Það er ekkert að fela. Þeir þurfa ekki að dulbúa sig sem nýtt og fallegt heimsveldi sökum þess að gamla heimsveldi þeirra er runnið þeim úr greipum. Nýi Heimurinn er ekki þannig

Við skulum ekki gera eitthvað annað. Allt um þetta mál stendur í Sögum okkar því þetta er ekki neitt nýtt tilbrigði af raunveruleikanum. Okkar fólk hefur reynt þetta margoft áður - saga okkar er þarna til að læra af henni 


Deutsche Bank: kreppan verður dýpst á evrusvæði

Fyrir aðeins tveim vikum kom Deutsche Bank með mjög neikvæða hagspá fyrir öll hagkerfi heimsins. Þessi hagspá gerði ráð fyrir að hagvöxtur í heiminum yðri aðeins 2.0% næsta ár.

Núna kemur Deutsche Bank hinsvegar með nýja hagspá sem byggir á atburðum undanfarinna vikna og sem er næstum helmingi verri útlits

Hagspá Deutsche Bank:

  • Heimsvöxturinn verður ekki nema 1,2 % árið 2009
  • Evrusvæði verður versta efnahagsvæði í heimi
  • Hagvöxtur evrusvæðis fellur um 1,4%
  • Verst verður ástandið í Þýskaland með 1,5% fall í þjóðarframleiðslu
  • ásamt Spáni sem mun upplifa 2.0% fall í þjóðarframleiðslu
  • Bandaríkin sleppa með 1% fall í þjóðarframleiðslu
  • Japan mun frá 1,2% fall í þjóðarframleiðslu

Vöxtuinn í Kína mun hrynja og bendir margt til að það sé einmitt nú þegar orðin raunin því á undanförnum vikum hafa t.d. aðeins 3.000 leikfangaverksmiðjur orðið gjaldþrota í Kína. Baltic Dry Ship vísitalan hefur fallið kröftuglega að undanförnu og bendir allt til þess að vöruflutningar frá Kína hafði fallið mjög mikið og harkalega. Það berast einnig fréttir um að bankar hlaupi frá útgefnum bankaábyrgðum til handa sumum þeirra fyrirtækja sem flytja inn vörur frá Kína og fleirum nýmarkaðslöndum.

Bankakreppan er nú þegar farin að herða kyrkingarólina um hálsa hinna raunverulegu grunnatvinnuvega heimsins. Svipuð saga veður með Indland, Brasilíu og Austur Evrópu.

Heimild: Deutsche Bank: Kraftig recession venter 

Forsíða þessa bloggs


Myntsamstarf við raunveruleikann

Það væri einnig athugandi fyrir Íslendinga að kanna möguleikana á því að taka upp myntsamstarf við Íslendinga sjálfa þ.e. við raunveruleikann. Horfurnar líta mun betur út þegar maður skoðar þetta í ljósi sprunginnar bankabólu sem svo knúði allsherjarbóluna, með hjálp alþjóðabólunnar, og sem núna einnig er spurngin. Ef maður horfir gagnrýnum augum á eftirfarandi mynd þá sést þar ákveðið orsakasamhengi við það sem við vitum núna - bæði í tíma og í rúmi og í peningum

Myntsamstarf við raunveruleikann og bólusóttir

 

Verðlagsþróun 

Núna eru allar bólur sprungnar

  • Fjármagns-bólan
  • Banka-bólan
  • Húsnæðis-bólan
  • Olíuverðs-bólan
  • Hrávöruverðs-bólan
  • Matvælavöruverðs-bólan
  • Global-warming-bólan
  • Öryggisráðs- og heimsveldis-bólan 
Mr & Mrs Deflator & deleveraging
 
Seðlabanki Íslands:Verðlagsþróun 
 
Forsíða þessa bloggs  

mbl.is Norðmenn afar vinsamlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband