Leita í fréttum mbl.is

Fyrrv. bankamaður segir krónuna haldna sömu veiki og evran er haldin

Kæru lesendur

Sjá hér að neðan þá frétt sem þessi pistill er tengdur við: (Krónan stærsta vandamálið) 

Þetta er sama gamla sagan. Núna á að kenna gjaldmiðlinum um vanhæfa bankastjórn viðskiptabankanna.

Þetta er allt myntinni að kenna 

 

Hinn þekkti hagfræðingur Paul De Grauwe við Leuven and Centre for European Policy Studies segir svipaða sögu af þrautum efnahags Evrópusambandsins, en það er bara ekki gert á eins fáránlegum nótum og gert er í grein Morgunblaðsins, þar sem gert er ráð fyrir að það sé hægt að panta stýrivexti eftir hentugleika og eftir þörfum viðskiptabankanna. Ég læt greinina flygja með hér að neðan.

En stýrivextir koma því miður eftir verðbólgustigi og engu öðru. En kanski væri hægt að segja sem betur fer því sjálfur hef ég prófað að reka fyrirtæki og heimili í 1,2% verðbólgu með innfluttum 11,5% stýrivöxtum því þeir miðuðust við verðbólgu í öðru landi. Þessir innfluttu stýrivextir komu af stað einni stærstu gjaldþrotahrinu í Dönsku efnahagslífi nokkurntíma. 

Saga Íslenskra stórbanka er sú að þeir köfnuðu í eigin vanhæfni. Þessi vanhæfni var ekki léleg stjórnun eða rekstur. Nei nei, vanhæfnin fólst í alþjóðlegri stefnumörkun bankanna. Það var léleg stefnumörkun sem kom bönkunum á þann stað sem þeir eru núna: á ruslahaugana. Þann 27. ágúst skrifaði ég nokkrar línur í varðandi þetta, en þá var enn einn bankamaðurinn að kenna myntinni um allt: Alþjóðleg vaxtarstefna íslenskra stórbanka reyndist blindgata

 

The Bank must act to end the euro’s wild rise 
By Paul De GrauwePublished: September 4 2008 18:51 | Last updated: September 4 2008 18:51. The downturn of economic activity in the eurozone has come as a surprise to many observers. The credit crisis appeared to be less severe in the eurozone than in the US and, apart from Spain and Ireland, none of the eurozone member countries experienced serious problems in the housing market. Yet the eurozone now comes close to a full-fledged recession. What happened to cause such a rapid and intense deterioration in the eurozone business cycle? The key to answering this question is the exchange rate of the euro. From the start of 2007 until July 2008 the euro appreciated by about 14 per cent on average against its main trading partner s. This exchange rate shock came on top of a protracted appreciation in the preceding five years. The second shock hitting the eurozone was the doubling of crude oil prices since early 2007. The effect of the exchange rate shock on the profitability of the eurozone companies that compete internationally has been of the same order of magnitude as the oil price shock. Take an average eurozone exporting company selling a product worth €100 ($144, £81). Energy costs prior to the oil price shock represented €10. Now comes the doubling of oil prices leading to a doubling of the energy costs to €20. This would squeeze profits by the same amount, unless the company could raise its price in foreign markets. But let us assume the exporting firm “priced to market” so as not to lose market share. Now let us look at the implication of the appreciation of the euro during the same period. Our prototype exporting company has experienced a drop in revenues of 14 per cent; that is, the euro value of its export dropped from €100 to €88. This squeezed profits even more than the doubling of the oil price. Our company recuperated part of the revenue loss because the euro appreciation led to a drop in the euro price of oil, reducing the energy cost. But this effect was small given that the energy costs are a relatively small fraction of the total value of the product. There are many other effects of these two shocks, but they all point to the same conclusion. Since the start of 2007 the export sector in the eurozone has been hit by a twin shock – an oil price shock and an exchange rate shock – of approximately equal magnitudes. These two shocks squeezed profits of exporting firms twice. The opposite has happened in the US since the start of 2007. The effect of the oil price shock on export companies’ profitability was fully compensated by the depreciation of the dollar, which on average amounted to 11 per cent against the big trading partners. Thus the dollar depreciation allowed the US export companies to offset the profit squeeze resulting from higher oil prices. No wonder that the US export sector is booming and the exports of the eurozone countries are stalling. The oil price shock was an event that eurozone policymakers could not influence. The same cannot be said of the exchange rate shock. This occurred because the eurozone monetary authority, the European Central Bank, allowed it to happen. The simple fact is that the ECB neglected the exchange rate. The ECB was influenced by a theory that says that exchange markets are efficient and that therefore the exchange rate always reflects economic fundamentals. In this view it is both undesirable and futile to fight market forces, which are always right. In addition, the ECB managed to sell a minimalist interpretation of its mandate. In this view, the ECB is responsible only for price stability. Only if exchange rate movements threaten price stability are they worth looking into. Since 2001, the euro has more than doubled in value against the dollar. This appreciation can be interpreted only as a bubble driven by speculation gone wild. During the whole period of massive euro appreciation, the ECB stood by and watched approvingly. It did not threaten price stability so there was no reason to do anything. This neglect harms the competitiveness of the eurozone export sector and is an important cause of the slowdown in economic activity. The ECB has abdicated its responsibility to intervene in the foreign exchange market and to oppose exchange rate developments that are out of touch with economic forces. It is time to revise this minimalist view of its responsibilities. One way the ECB could do this today is by giving a forceful signal (including intervention) aimed at reinforcing the recent small downward correction in the value of the euro. The writer is professor of economics at the university of Leuven and Centre for European Policy Studies

 

Niðurstaðan hlýtur að vera sú að Evrópusambandið taki upp einhverja aðra mynt. Til dæmis norskar eða sænskar krónur eða svissneskan franka. Þetta gefur augaleið, þetta er allt evrunni að kenna

Bankarekstur næstu ára

Fjármála og bankageirinn mun hörfa 30-40 ár aftur í tímann um allan heim og sérstaklega í ESB. Millibankamarkaður mun hverfa eins og við þekkjum hann í dag. Fjármögnun verður eins og hún var fyrir átatugum síðan. Í ESB munu aðeins sterkustu og best fjármögnuðu stofnanir lifa af. Hvernig mun ESB takast á við þetta? Munu það eiga sér von?

Bankar í ESB eru núna að reyna að komast í gegnum lausafjárkreppu dagsins í dag, og það með risa-hjálp ríkisábyrgða og með risa-fjármagni frá ríkisstjórnum. Þegar þessi akút kreppa mun verða yfirstaðin þá mun þurfa að fjármagna bankana uppá nýtt því það verða settar miklu strangari kröfum um hærra eiginfé bankanna. Það mun flestum þeirra reynast mjög svo erfitt. Því munu þeir flestir deyja eða verða sameinaðir öðrum bönkum. Svo munu ríkisstjórnir ESB þurfa að fara út í stórkostlega skuldabréfaútgáfu og er þessi útgáfa nú þegar orðin mjög erfið fyrir mörg ríki í ESB. Það er alls óvíst að myntbandalagið muni þola þennan jarðskjálfta. Mestu erfiðleikarnir munu koma í ljós á næstu árum þar sem meðalatvinnuleysi í ESB mun hækka upp í 12-15% og því í 15-25% innan sumra ríkja ESB því húsnæðismarkaður er núna í frjálsu falli og á eftir að falla um 30-50% í sumum löndum. Þá verður ekki gott að hafa Ísland galopið með Shengen samningnum. Það verður hreint skelfilegt.

Það var enginn séns að íslensku bankarnir gætu staðið af sér þessar hörmungar. Enginn séns! Það vitum við núna og munum vita enn betur á næsta ári.

Slóð: Paul de Grauwe: ECB must act to end the euro’s wild rise

Tengt efni:

Alþjóðleg vaxtarstefna íslenskra stórbanka reyndist blindgata

Gagnrýni á seðlabanka færist í aukana

Ónýtir gjaldmiðlar

Lenín verðbólga 

Forsíða þessa bloggs 


mbl.is Krónan stærsta vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Þá er bara að svara því, hvers vegna IMF vill hækka stýrivexti hér á landi? Þeir skyldu þó aldrei hafa hlustað á DO?

Júlíus Valsson, 25.10.2008 kl. 17:57

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér Gunnar, fyrir að halda okkur á jörðinni. Innsýn í Evruparadísina er ekki á borðum okkar hversdags. 

Ég er ekki búin að lesa þetta Morgunblaðsviðtal en er eiginlega búin að fá mig fullsadda af setningunni "ekki benda á mig". Sökin verður á endanum ekki heimfærð á einhverja einn einstakling. Of margir koma að málinu og langt í frá allir íslenskir. En hið íslenska viðhorf er alltaf að nafli heimsins sé hér. 

Hér er Evran orði að trúarbrögðum; hún er frelsarinn  sem á að leysa okkur úr ánauð eigin ábyrgðar. Krafan um Evruna sligar nú alla umræðu og engu skeytt um afleiðingarnar. Ég hef séð afleiðingar atvinnuleysis á fullfrískt fólk og kýs það því ekki fyrir mína þjóð.

Ragnhildur Kolka, 25.10.2008 kl. 18:50

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Vörn Björgólfs í þessum úrdrætti Aganesar er afspyrnu slök. Ég veit ekki betur en Landsbankinn, banki Björgólfs, hafi tekið fullan þátt í að dæla fjármagni inn í Íslendskt hagkerfi. Það var sá gerningur sem styrkti Krónuna, en ekki stýri-vextirnir. Hátt gengi Krónunnar var því Björgólfi að kenna, en ekki Davíð sem árangurslaust reyndi að hemja hamagang bankanna.

Það var löngu orðið ljóst, að stýri-vextirnir virkuðu ekki til að kæla hagkerfið, einmitt vegna "dugnaðar" bankanna við að útvega öllum viðskiptavinum sínum lán sem þeir vildu taka. Ummæli Björgólfs benda til vanhæfni stjórnenda bankanna, enda eru margar aðrar vísbendingar um að svo hafi verið.

Það sem Björgólfur segir um Krónubréfin (Jöklabréfin) er líka bull og vitleysa. Krónubréfin voru ekki orsök eins eða neins heldur afleiðing af vaxtamun, sem aftur stafaði af "dugnaði" bankanna við að dæla inn fjármagni og "dugnaði" almennings við að taka lán.

Krónubréfin voru raunar hið eina vitræna í erlendum lántökum bankanna, vegna þess að þau gáfu færi á lánum í Krónum, en ekki erlendum gjaldeyri. Það voru erlendir kaupendur Krónubréfanna sem tóku gengisáhættuna, en ekki innlendir lántakendur. Ef öll erlend lán Íslendinga hefðu verið í framhaldi af sölu Krónubréfa væri ekki svona komið fyrir fjármálum Íslendinga.

Þegar Krónan lækkaði og tók stöðu þar sem Björgólfur segir að hún hafi átt að vera, hækkuðu eðlilega lánin í erlendum gjaldmiðlum. Takið eftir að lánin í Krónum, sem tekin voru erlendis í framhaldi af sölu Krónubréfa hafa ekki hækkað.

Sönnun þess að Íslendingar eru haldnir kaupæði er hin óhemjulegi yfirdráttur sem viðgengist hefur í landinu. Kostnaður við þennan yfirdrátt var langt umfram stýrivextina og allir ættu að átta sig á, að hátt vaxtastig er enginn hemill á brjálæðið. Það eina sem getur stöðvað þetta fólk er minna framboð á fjármagni og það eru bankarnir sem eiga að sjá um það með ströngum veðkröfum og yfirdráttar-takmörkunum.

Það er svo annað mál, að þetta ástand hefði getað fengið mjúka lendingu ef erlendir "vinir og bandamenn" hefðu ekki farið að kröfum Breta og neitað okkur um aðstoð, þegar við vorum komnir upp að vegg með vitleysisgangi. Bretar kórónuðu síðan atlöguna með stöðvum Kaupþings og beitingu hryðjuverkalaga á okkur.

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.10.2008 kl. 22:49

4 identicon

Mikið er þetta döpur lesning Loftur að reyna að verja þessa peningastefnu bæði seðlabanka og ríkisstjórnar. Tækin til að hemja bankana eru til staðar, en það er ekki í anda frjálshyggjunar að nota þau. Best að hafa þetta bara allt stjórnlaust, bera enga ábyrð og "VERA SVO BARA VITUR EFTIR Á". það er bara ekki hægt að vera vitur eftir á í stjórnun á heilu landi.

Jón bróðir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 01:18

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tækin til að hemja bankana, segir Jón bróðir; hver eru þau? Eru þau ekki á hendi viðskiptaráðherra? Rétt eins og FME er á hendi viðskiptaráðherra. Eigum við ekki að lofa þeim sem ábyrgir eru fyrir þessum málaflokki að standa undir sinni ábyrgð?

Mér leiðast nornabrennur en sé ekki að neinn sé undanskilin ábyrgð í þessu máli. Valdarán forseta Íslands árið 2004 er undirrót þess að ekkert pólitískt afl var tilbúið að fara geng viðskiptavaldinu sem tók þá við stjórn íslenska ríkisins úr hendi forsetans.

Við þetta megum við búa og sitjum nú uppi með að vera leiksoppar örlaganorna sem há sinn grimma leik á taflborði heimsins.  

Ragnhildur Kolka, 26.10.2008 kl. 18:57

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jón bróðir virðist hafa einhverja skýringu á falli bankanna. Fróðlegt væri að sjá útskýringu hans og ekki bara fullyrðingar um, að peningastefnu seðlabanka og ríkisstjórnar sé um að kenna.

Ég held því fram, að bæði lántakendur og lánveitendur verði að vera færir um að stíga á bremsuna, áður en ökutækið endar úti í móa. Sérhver lántakandi fyrir sig, verður að fær um að stöðva sínar lántökur áður en í óefni er komið. Stórfelldur yfirdráttur á bankareikningum bendir ekki til slíkrar hófsemi. Hefði tvöföldun stýrivaxta einhverju breitt ?

Þarna erum við að tala um einkaneytsluna. Annað gildir um fjárfestingar fyrirtækja, því þær eru reiknaðar og ákveðnar á grundvelli arðsemi. Einkaneytslan er hins vegar spurning um langanir neytenda og þær virðast ekki hafa haft neina tengingu við skynsemi.

Bankarnir verða að horfa til greiðslugetu einstaka lántakenda og veðmarka, en að auki verða þeir að horfa til hagkerfisins í heild. Allir vita, að gengdarlaus inn-spýting fjármagns í lítið hagkerfi leiðir til bólu sem mun springa. Bankarnir virðast algjörlega hafa vanrækt að gæta hófs við útlán sín innanlands. Samráð bankanna þriggja hefði verið auðvelt og hefur oft verið viðhaft á Íslandi, af minni nauðsyn.

Hafði ríkisvaldið tæki til að hemja bankana og neytendur ? Jú það kann vel að vera, en líklega hefði þurft einræðisherra til að framkvæma það. Jón stóri-bróðir hefði ekki verið í vandræðum með viðfangsefnið, en hvað var hann að gaufa síðustu árin ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.10.2008 kl. 00:39

7 identicon

Loftur 

Þar sem þú spurðir hvað ég væri búinn að vera að gera síðustu árin.

þá var ég vinna fyrir konu og 2 börnun tókst meira að segja að borga  30% út í stærra húsnæði. hef aldrei verið yfirdrátt og er á gömlum bíl. peningarnir sem ég á í húnsæðinu eru að brenna upp og ég er REIÐUR.

þáttur Seðlabanka:

Eftir bankarnir voru einkavæddir gerðu þeir þá kröfu að  binskylda yrði afnumin eða lækkuð svo þeir geti starfað á erlendri grundu. Það var samþykkt enda ekki í anda stefnunar að vera með eitthvað regluverk til að flækjast fyrir og jú öllum er nú einu sinni treystandi til að hámarka sinn gróða. Afnám bindiskyldu gerir það nú líka að verkum að margfeldisáhrif hverrar krónu eykst svo að allir ættu nú að verða ánægðir. Mig minnir að hún hafi verið um 4% (svona til gamans þá er það um 40 milljarðar af innlánum Landsbankas bara í Bretlandi)

Svo ef við höldum áfram þá í siðmenntuðum löndum er mjög algengt að seðlabanki kaupi gjaldeyri fyrir bindiskyldu peningana og safni í gjaldeyrisvarasjóð. .Akvörðunin! nei við þurfum sko engan gjaldeyrisvarasjóð enda höfum við íslensku krónuna sem er næst trúverðuleikasta mynnt á eftir svissneska frankanum. Hún mun sko aldrei falla.

þáttur Ríkistjórnar.

Reisir samtímis 2 álver, 3 raforkuver, 3 jarðgaung og selur símann. Tek það sérstaklega fram að það er nú ekki á hendi ríkistjórnar að tímaraða og hafa afskipti af atvinnulífi. Það er nú einu sinni svo að það er ekki í anda stefnunar.

já og til hvers að lækka skatta í bullandi góðæri og þegar langaflestir hafa peninga til þess kaupa nánast allt sem hugurinn girnist. Í þessari aðgerð eru skilaboðin "farið og eyðið meiru".

ok restina vita allir vöruskipti ójafn, verðbólga, háir stýrivextir, jöklabréf, of hár gjaldmiðill, meiri innflutningur, verðbólga, úpps engin lán lengur KRASS.

Það er nú bara þannig að mannskepnan sem slík er gráðug, eigingjör og siðblind. Bankarnir fóru nákvæmlega eins langt og reglurnar leyfðu. Það keyrir enginn á 50 ef hann má vera á 90.

Starfsemi banka á að hafa þá kvöð að þar sé allavega 10% bindiskylda og í leiðinni stórauka lausafjárkvöð þeirra. Einhverjum reglum um gjaldeyrisjöfnuð þyrfti sjálfsagt að breyta. Og svo set ég stórt ? um hversvegna heimilt er notast við hlutabréf sem skráð eru á markaði sem nothæft veð í útlánum (þetta er jú bara pappír sem fer upp og niður á mörkuðum). Ef þetta hefði verið gert ættum við annað hvort engan banka í útrás eða ríkasta bankerfi heims með fjallmyndlega gjaldeyrisvarasjóð.

Annars er ég er alveg sammála þér um krónubréfin, neitandann, bankabullið ofl. en það er afleyðing ekki orsök.

Orsökin er allt of mikið frjálshyggja hjá þessum sem eru hnýttir eru  saman á rassahárunum í ríkstjórn, seðlabanka, fjármálaeftirliti ofl. Þeim stjórna og eiga að búa til leikreglur.

Einræðisherran er nú til staðar því miður hann er með krullur og heldur úti sértrúarsöfnuði sem boðar frjálshyggju.

Geir segir:  það er nú gott að vera vitur eftir á.

Ég segi: þetta er læriföður þínum að kenna. 

Annars má lesa allt um bindiskyldu hér

www.sedlabanki.is/uploads/files/Ft98-1_1.pdf 

visindavefur.hi.is/svar.asp?id=841 - 17k

 

Jón bróðir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband