Leita í fréttum mbl.is

Deutsche Bank: kreppan verður dýpst á evrusvæði

Fyrir aðeins tveim vikum kom Deutsche Bank með mjög neikvæða hagspá fyrir öll hagkerfi heimsins. Þessi hagspá gerði ráð fyrir að hagvöxtur í heiminum yðri aðeins 2.0% næsta ár.

Núna kemur Deutsche Bank hinsvegar með nýja hagspá sem byggir á atburðum undanfarinna vikna og sem er næstum helmingi verri útlits

Hagspá Deutsche Bank:

  • Heimsvöxturinn verður ekki nema 1,2 % árið 2009
  • Evrusvæði verður versta efnahagsvæði í heimi
  • Hagvöxtur evrusvæðis fellur um 1,4%
  • Verst verður ástandið í Þýskaland með 1,5% fall í þjóðarframleiðslu
  • ásamt Spáni sem mun upplifa 2.0% fall í þjóðarframleiðslu
  • Bandaríkin sleppa með 1% fall í þjóðarframleiðslu
  • Japan mun frá 1,2% fall í þjóðarframleiðslu

Vöxtuinn í Kína mun hrynja og bendir margt til að það sé einmitt nú þegar orðin raunin því á undanförnum vikum hafa t.d. aðeins 3.000 leikfangaverksmiðjur orðið gjaldþrota í Kína. Baltic Dry Ship vísitalan hefur fallið kröftuglega að undanförnu og bendir allt til þess að vöruflutningar frá Kína hafði fallið mjög mikið og harkalega. Það berast einnig fréttir um að bankar hlaupi frá útgefnum bankaábyrgðum til handa sumum þeirra fyrirtækja sem flytja inn vörur frá Kína og fleirum nýmarkaðslöndum.

Bankakreppan er nú þegar farin að herða kyrkingarólina um hálsa hinna raunverulegu grunnatvinnuvega heimsins. Svipuð saga veður með Indland, Brasilíu og Austur Evrópu.

Heimild: Deutsche Bank: Kraftig recession venter 

Forsíða þessa bloggs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Að mínu mati er þessi spá Deutsche Bank fáránlega bjartsýn. Ég sé ekki betur en sagan frá því fyrir 80 árum sé að endurtaka sig.

Alþjóðavæðingin er búin að vera og efnahagsundur Kínverja heyrir sögunni til. Nú hugsa allar þjóðir bara um sjálfa sig og EB verður enn ein ein misheppnuð tilraun til að sameina Evrópu.

NATO er líka búið að vera, því allar þjóðir átta sig á tilgangsleysi bandalags, þar sem einni (raunar tveimur) bandalags-þjóð leyfist að TRAÐKA á annari, eins og Bretland og Bandaríkin hafa sammælst um að gera.

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.10.2008 kl. 14:09

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Spár Deutsche Bank eru nú venjulega taldar þær bestu í heiminum. En 1,5 % fall í Þýskalandi og 1,2 % fall í þjóðarframleiðslu Japans, eru bjartsýnar tölur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.10.2008 kl. 18:52

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innleggin.

Ef haft er í huga að það eru aðeins 2 vikur á milli þessara hagsspádóma Deutsche Bank þá má gera ráð fyrir að það sé enn meira eftir af neikvæðum spádómum í garðslögunni. Já ég held að þetta verði ennþá verra, mun verra.

Silvio Berlusconi var að segja núna í vikunni að Ítalía hefði ekki lengur efni á að vera með í evrubandalaginu.

Já, góð spurning Jón Arnar. Verðum við ekki að hinkra aðeins við og sjá hvað gerist á næstu vikum og hvernig stjórnvöld meta ástandið? En já það ríður á að það verði mótuð sterkt og eigingjörn efnahagsstefna fyrir næstu 12 mánuði strax. Stefna sem ber hag Íslands og allra Íslendinga fyrst og fremst fyrir brjósti sér - 210%. Það verður varla hægt að þéna mikið á fljúgandi pappírum fram og til baka á næstunni.

Það verður að halda atvinnuleysi í algeru lágmarki, það er svakalega mikilvægt, og fólk verður að geta haldið eignum sínum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.10.2008 kl. 23:44

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Áður en bankarnir fóru á hausinn tilkynnti fjármálaráðuneytið 2. október að hagvöxtur á Íslandi yrði neikvæður eða - 1,6%. Ég held að enginn hafi hugmynd um hversu neikvæður hagvöxturinn í raun verður og öll kurl ekki komin til grafar. Árið 2002 - í síðustu efnahagslægð - var hagvöxturinn 1%. Ástandi núna er mörgu sinni verra en þá og og fjöldagjaldþrot og atvinnuleysi upp á 5-10% blasir við.

Ef að evru svæðið og Kína er að fara illa út úr þessu, hvað er þá hægt að segja um Ísland?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.10.2008 kl. 23:46

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Guðbjörn þetta verður erfitt, enginn vafi á því. Það er þó hægt að hugga sig við að atvinnuleysi var mjög lítið fyrir á Íslandi áður en ósköpin dundu yfir.

Hér í ESB er atvinnuleysi í sögulegu lágmarki en er samt 7,5% (hækkað frá 7,2% í febrúar) svo það verður fróðlegt að fylgast með hvort það mun fara uppí 12%, 15% eða 20% í Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og víðar á næstu 24 mánuðum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.10.2008 kl. 23:58

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég hef ekki fundið þessi ummæli Gunnar, sem þú hefur eftir Berlusconi, en ég fann eftirfarandi ummæli, sem ekki eru síður merkileg:

I consider Russia to be a Western country and my plan is for the Russian Federation to be able to become a member of the European Union in the coming years

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.10.2008 kl. 01:31

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það verður varla rokið til og allt sett í botn á næstunni, en ef við ætlum að komast út úr þessu ástandi verðum við að hugsa í framkvæmdum. Arðbærum framkvæmdum.

Boris Johnson minnti á stórframkvæmdirnar sem Roosevelt hrinti af stað í Kreppunni miklu á síðustu öld, í grein í Daily Telegraph um daginn. Hoover stíflan í Bandaríkjunum er kannski stærst þessara verkefna, en að auki var gert stórátak í vegaframkvæmdum, brúarsmíði og opinberum byggingarframkvæmdum í Bandaríkjunum og víðar.

Sjálfur vill hann að nú verði tekið á járnbrautasamgöngum auk gríðarlegra gangnagerðarframkvæmda undir Thamesánni m.a.a til að hreinsa ána. Þetta yrði ekki bara arðbær framkvæmd heldur myndi hún veita fjölda fólks atvinnu. 

Eflaust hljóma þessar tillögur gamaldags í eyrum fólks sem menntað hefur sig til hinna fjölbreytilegu verkefna sem heimur síðustu 20-30 ára hefur kallað eftir - en nú þurfum við menn með skóflur. Og við stöndum betur að vígi nú en við gerðum 1930. Við höfum allar þær tækninýjungar sem síðustu ár hafa skilað okkur og það ætti bæði að létta verkefnin og flýta þeim. 

Ragnhildur Kolka, 19.10.2008 kl. 14:20

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Loftur:

Varðandi ummæli ítalska forsætisráðherrans.  

The real test for the euro area is still ahead
In a comment for Der Standard Michael Maravec  warns that the real test for the euro area is not the financial crisis but the dooming stagnation or even recession. At the EU summit Italian prime minister Silvio Berlusconi already warned that the Italian industry can no longer afford the EU objectives on climate change amid the sharp slowdown of the economy. In those times politicians at the far left and the far right in structurally weak countries call for an exit of the euro area. This will of course not solve their problem, but remaining inside the euro area means that they have face increased  competition pressure. 

Ef Rússland verður hluti af ESB, eigum við þá ekki að taka upp rúblur strax og ganga svo í . . . hmm . . . já í hvað?  Það er greinilegt að histótt leiðtoga ESB er farin að nálgast suðumark. Það verður enginn hagvöxtur í ESB næstu mörg árin, og afburða lélegur var hann fyrir. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvað kjósendur munu segja. Skrýtið að íslendingum detti aldrei í hug að ganga í Bandaríkin því þau eru miklu ríkari - fliss.

Elskan mín, taktu nú sleðann og skrepptu eftir súrum agúrkum niður til Niznji

Gunnar Rögnvaldsson, 19.10.2008 kl. 16:10

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Ragnhildur, það þarf að semja plan ! og helst að lækka heildar skattbyrðina í leiðinni.

Gunnar Rögnvaldsson, 19.10.2008 kl. 16:14

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þakkir fyrir þetta Gunnar. Ég hafði séð að Berlusconi ætlar að beita neitunarvaldi gagnvart heimskulegum áætlunum EB varðandi útslepp á lífsanda (CO2). Það er frábært hjá honum og ef Evrópa ætlar að hleypa inn öllum múslimum sem þess óska, má ekki þrengja hengingarólina að framleiðslunni.

Ég er sannfærður um að Rússland er land framtíðarinnar. Þar er víðáttan og auðlindirnar. Nú þegar áþján kommúnismans er liðin (vonandi), er framtíðin björt á þessum slóðum. Ætlum við að notfæra okkur tækifærin í Rússlandi, eða ætlum við að halda áfram að kjafta um Aumingja-bandalag Evrópu (EB).

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.10.2008 kl. 16:42

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Við skulum vona að Rússnesku þjóðinni gangi allt í haginn og ég hef alltaf haft mikla samúð með þegnum þessa stóra lands. En ég er nokkuð viss um að afleiðingar 70 ára morðræðis kommúnista í gamla USSR séu langt því frá til lykta leiddar. Held að það sé enn mjög langt í land fyrir Rússa. En já, ef vel til tekst þá eiga Rússar bjarta framtíð fyrir sér. En fólkið og landið er ennþá mikið laskað og lýðræði enn á brauðfótum. Þetta mun taka langan tíma í viðbót.

Ísland á einnig bjarta framtíð fyrir sér ef það velur sjálfstæðið og fullveldið áfram. Annars mun það verða aumingjaskapnum að bráð.

Gunnar Rögnvaldsson, 19.10.2008 kl. 17:26

12 identicon

Þú túlkar þessa frétt úr Børsen vissulega með þínu nefi...

En úr því að þú ert að benda á greinar í Børsen, er þá ekki gráupplagt að ræða þessa grein líka: http://borsen.dk/okonomi/nyhed/142428/

Eða þessa: http://borsen.dk/okonomi/nyhed/143111/

Eða kannski þessa: http://borsen.dk/privatokonomi/nyhed/142883/

BigBrother (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 14:23

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Eða þá staðreynd að vextir hafa verið lægri í Danmörku heldur en á evrusvæði í nokkuð langann tíma: árangur 0,00. Þetta ættir þú einnig að geta þefað uppi á netinu.

-------------

Evru trúboðið í Danmörku er auðvitað að notfæra sér ástandið núna eins og það gerir á Íslandi.

En seðlabanki Danmerkur hefur ítrekað varað við lántökum til íbúðarkaupa í evrum, alveg eins og Seðlabanki Íslands hefur einnig gert margoft.

Kveðjur

Galdramaður Galdrapappír

Gunnar Rögnvaldsson, 20.10.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband