Leita í fréttum mbl.is

Evran fallin um 17%

Gjaldmiðill seðlabanka Evrópusambandsins ECB er fallinn um rúmlega 17% gagnvart bandaríkjadal á síðastliðnum þrem mánuðum

Evran fallin um 17 prosent 

Mynd: Google Finance: EUR in USD 

 

Aðrar stórar hreyfingar gjaldmiðlapara það sem af er þessum mánuði

AUD-JPY-23.51%
CAD-JPY-21.25%
AUD-USD-16.63%
NZD-JPY-16.02%
EUR-JPY-13.92%
USD-CAD+12.74%
GBP-JPY-11.59%
GBP-AUD+9.61%
NZD-USD-9.61%
CHF-JPY-8.95%
GBP-CAD+7.99%
EUR-AUD+7.74%
EUR-USD-7.61%

Peso: mynt 110 miljón manna þjóðar
 
Gengi peso
Þess er einnig hægt að geta að Mexíkó hefur um tíma átt í erfiðleikum með að halda uppi eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum með peso. Markaðurinn hefur ekki trú á peso og fáir vilja kaupa eða eiga mynt mexíkönsku þjóðarinnar sem telur 110 miljón manns. Peningarnir flúðu yfir til myntar Bandaríkjanna. Gegnið peso gangvart dollara féll um 12% á einum degi. Á tímabili var fallið 15% innan sama dags

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Var evran ekki lægri en dollarinn fyrir nokkrum árum síðan.

Er þetta að gerast innan ESB:

"Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að SA geri nú ráð fyrir því að íslenska hagkerfið muni dragast saman um allt að 10% í kjölfar hruns fjármálakerfisins"

Svar óskast sem fyrst.

Samkvæmt forstjóra Vinnumálastofnunar mun atvinnuleysi margfaldast og fra úr 1% í 4-5% til að byrja með.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.10.2008 kl. 18:39

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Guðbjörn

Tja, ef þið væruð í ESB núna þá væri þetta náttúrlega "að gerast" í ESB já. En já, þetta gæti vel orðið raunin víða í ESB á næstu 24 mánuðum. En sjálfur tek ég eingöngu mark á hagspá Seðlabanka Íslands því þeir eiga og hafa byggt upp bestu macro-líkönin fyrir íslenska hagkerfið. Hinir hafa einfaldlega ekki þekkingu, kunnáttu eða næga einbeitingu til að þróa jafn fullkomin líkön og Seðlabanki Ísland hefur. Svo ég bíð með spenningi eftir hagspá frá Seðlabanka Íslands og þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin mun koma með til að láta spáina ekki rætast.

Vaðrandi atvinnuleysið. Þá er allt atvinnuleysi af hinu illa svo það verður að berjast gegn því. Ég er viss um að það mun takast betur á Íslandi en í ESB því í ESB er það mjög hátt eins og er, og mun verða skelfilegt, og hefur verið skelfilegt í samfleytt 25 ár.

Euro Area- harmonised unemployment rate

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 21.10.2008 kl. 19:37

3 identicon

Til gamans þá var ég nýfluttur til Mexikó 1994 þegar gengið féll líklegast um 250% í allt á 2 - 3 vikum. Eftir að Mexíkó gekk í NFTA held ég nú að gengið hafi stabiliserast töluvert. Hagkerfið þar er alveg tvöfalt og stór hluti landsins borgar enga skatta. Það ætti því að vera sæmilega einfalt fyrir þá að hafa stjórn á þessu. en,,,,

sandkassi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 20:28

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Allir Íslendingar verða að viðurkenna að allar forsendur hafa gjörbreyst á undanförnum vikum og mánuðum.

Þótt ég hafi verið sammála þér og Hirti og Heimssýn í Evrópumálum fyrir um ári síðan hefur allt breyst frá því snemma í vor.

Útrásin og draumar Íslendinga um að verða fjármálastórveldi eru brostnar og þar með margir aðrir draumar landsmanna. Margir þeirra drauma, sem fólk hafði munu þó vakna á ný á næstu mánuðum og árum.

Okkur hefur bókstaflega verið grýtt niður á jörðina á undanförnum vikum. Sem betur fer höfum við enn hin gjöfulu fiskimið umhverfis landið, þar sem nýir nytjastofnar á borð við makríl hafa komið fram og síðan er síldin auðvitað farin að jafna sig og sömuleiðis má búast við að hægt og sígandi  veiðiheimildir auknar í þorski. Þá má ekki gleyma orkunni allt í kringum okkur og möguleikum á að nýta hana til stóriðju og annarra nytsamlegra hluta, s.s. samgangna. Síðan höfum landið sjálft og náttúru þess og möguleika á að nýta það til ferðaiðnaðar. Að auki er hægt að halda uppi landbúnaði til sjálfsþurftarbúskapar.

Þjóðin er ung og vel menntuð og dugleg. Kerfið okkar er í grunninn ekki helsjúkt, líkt og "sósíaldemókratísk" kerfi Norðurlandanna og mörg hagkerfi ESB voru og að hluta til enn eru.

Það, sem hefur hins vegar komið í ljós eftir að Bandaríkjamenn fóru - og í raun fyrr - er að við erum vinafá ef ekki næstum vinalaus örþjóð í hrjóstrugu landi í Norður-Atlantshafi alveg við heimskautabauginn. Á síðustu vikum og mánuðum hefur orðið ljóst að enginn vill hjálpa okkur nema Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, en það er einungis af því að það er skylda hans að aðstoða gjaldþrota þjóðir og þjóðir í miklum erfiðleikum. 

Við höfum komist til efna með viðskiptum við aðrar þjóðir en ekki með einangrunarhyggju á borð við þá, sem margir vinstri menn boða núna.

Frekari tækifæri felast í enn meiri og dýpri samvinnu við frændþjóðir okkar á Norðurlöndunum og frændþjóðir okkar Þjóðverja, Hollendinga í Mið-Evrópu. Sú samvinna verður einungis styrkari og betri göngum við alla leið og hefjum strax ESB aðildarviðræður.

Aðeins ef þær viðræður skila okkur ekki viðunandi árangri eigum við að skoða aðra leið. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.10.2008 kl. 21:16

5 Smámynd: haraldurhar

   Gunnar það væri mun fróðlegra að fá spá þína á gjaldeyrikrossum næstu vikna, heldur en að vera sífellt að þilja um það sem liðið er. Það er meira en hálft ár síðan allir þeir er ég umgengst eða að yfirgnæfandi líkur væri á að dollarinn styrkti sig gangvart Evru.  Þar sem þú virðist vera afar fróður og upplýstur um alþjóðafjármál og fjármálastjórn, væri fróðlegt að þú fjallaðir um þá þjóð er stýrir í raun öllum fjármálum heimsis, Kína.  Sérstaklega hvers vegna þeir vilja styrkja Dollarann.

   Þetta endurlausa tuð um ESB og hversu skítt þú hefur það í Evrulandi, er komið til skila.   Það sem mig undrar hversu lengi þú þurfir að afplána lengi ég hélt að útlegðardómar væru ekki svona langir.

haraldurhar, 21.10.2008 kl. 23:44

6 identicon

hvaða hvaða

sandkassi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 23:56

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Í lok dags: gegni evru féll -1.714%  í dag.
 
Haraldur Har spyr
 
fróðlegt að þú fjallaðir um þá þjóð er stýrir í raun öllum fjármálum heimsis, Kína.  Sérstaklega hvers vegna þeir vilja styrkja Dollarann
 
Svar: ha ha ha, China who? Ég vona okkar allra vegna að þú vinnir ekki í greiningadeildum íslenskra banka Haraldur.
 
 
Í byrjun nætur
NEW YORK (AFP) — The euro skidded to a 19-month low against the dollar Tuesday on rising hopes that the US economy may pull out of its tailspin in the global financial turmoil. A gloomy economic outlook for Europe, where several countries are forecast to enter recession, also weighed on the euro. China who?
 
 
Mr G1
Brautryðjandi fréttir úr Evrópusambandinu
 
Herra G1, eins og gárungar í Frakklandi kalla hinn ofvirka Nicolas Sarkozy forseta sinn, er að leggja til að stjórnmálamenn á ríkislaunum í ESB taki þátt í rekstri iðnfyrirtækja í Evrópu. Sjáið þið ekki fyrir ykkur nýjan Mecedes Benz hannaðan af Angelu Merkel og G1 manninum í sameiningu, rúlla út af færibandinu? - ein hurðin opnast út og hin inn.  Hluthafarnir yrðu svo ánægðir að þeir myndu bjóða uppá íslenskt brennivín því það yðri það eina sem þeir hefðu efni á.  

Gunnar Rögnvaldsson, 22.10.2008 kl. 00:39

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það eru hinir raunverulegu landráðamenn sem með linnulausum afflutningi, rangfærslum og hræðsluáróðri að ónefndum landráða- og svikabrigslum hafa staðið gegn því að við leituðum aðildar að hinu efnahagslega varnarbandalagi fullvalda Evrópuþjóða ESB. - Nú blasir eyðileggingin við. Enn heldur þessi maður hér áfram áróðri sínum talandi um gengisfall Evru þegar hann klippir úr 3ja mánaða tíma einmitt frá því þegar Evran reis hæst gagnvart afar vesælum dollar sem til þess að nú er hann eins og hann var í ársbyrjun 2007.

Atvinnuleysi er afar misjafnt í ESB.

Í Evrópu er þó ekki viðhöfð sú fráleita og blekkjandi regla sem USA notar að þegar menn sem sækjast eftir vinnu hafa verið á atvinnuleysisskrá í tiltekna mánuði er einfaldlega hætt að telja þá til vinnuafls, þeir falla út sem vinnuafl og því af hlutfallstölu um atvinnuleysi og því leiðréttist/lagast atvinnuleysi þar af sjálfu sér þó enginn fái vinnu.

Helgi Jóhann Hauksson, 22.10.2008 kl. 03:12

9 identicon

Euro (EUR) in United States Dollar (USD)

 
Find more results for EURUSD
  
 1 EUR = 1.286 USD  -0.0200 (-1.531%) Oct 22, 9:00AM - View USD in EUR
Tip: You can drag the chart.Disclaimer
Er ekki frekar dollarin loksins að styrkjast? Þetta er tímabilið sem BNA hefur verið í vandræðum með gjaldmiðilinn og er að komast á aðeins betra jafnvægi. Dollarinn var bara alltof ódýr í veikleika sínum.

SH (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 08:42

10 identicon

Auðvitað er BNA dollarinn að styrkjast (sem betur fer!) en ekki evran að falla. Það hins vegar hentar ekki málflutningi Gunnars!

Til dæmis má benda á kanadíska dollarann en hann hefur einmitt líka "fallið" um 17% gagnvart BNA dollar. Gunnar skrifar ekki um að kandadíski dollarinn "hrapi eins og steinn" vegna þess að það hentar ekki í áróðrinum.

Bandaríkin eru mikilvæg fyrir Evrópu m.t.t. útflutnings og má m.a. rekja gríðarleg vandræði Volvo og SAAB í Svíþjóð til lágs gengis dollars ásamt fjölda annarra útflutningsatvinnugreina í Evrópu.

BigBrother (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:55

11 identicon

Helgi. "landráðamenn" er ekki allt í lagi?

sandkassi (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 12:17

12 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Samkvæmt upplýsingum frá Þýska viðskiptaráðuneytinu var evran um 85% af verðgildi dollars um mitt árið 2000 og mér sýnist myndin hjá Gunnari sýna að hún var í 150% fyrir skömmu. Ljóst er að sveiflan í gengi dollars og evru hefur verið mikil allt frá innleiðingu evrunnar. Þetta má rekja til innrásarinnar í Írak og veikingu dollarsins í kjölfar þess og vegna gífurlegs viðskiptahalla Bandaríkjanna, m.a.

Ríki myntbandalagsins hafa ekki verið hrifin af allt of háu gengi evrunnar að undanförnu, þar sem það torveldar útflutning út fyrir ESB landamærin, líkt og Gunnar Waage útskýrir vel.

Þá eru líklega um 70% þjóðarinnar landráðamenn og Helgi verður bara að sætta sig við það.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.10.2008 kl. 13:56

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Evran hefur því miður verið leiksoppur gjaldeyrismarkaða undir óstjórn seðlabanka Evrópusambandins. Seðlabanka sem er gersamlega veruleikafirrtur og blindur á ástand efnahagsmála á evrusvæði. Þetta bendir hinn þekkti hagfræðingur Paul De Grauwe á hér í grein sinni fyrir Financial Times The Bank must act to end the euro’s wild rise

Síðust tvær vaxtahækkanir ECB munu sennilega fara inn í sögubækurnar sem ein stærstu mistök í efnahagssögu nýrri tíma því þær hafa étið upp mikla pólitíska viðskiptavil fyrir evru og ECB sem stofnun.

Fallið á evru núna stafar ekki af velgengni í Bandaríkjunum. Það stafar af óförum efnahags Evrópusambandsins. Dollar er núna einskonar "safe haven" því Evrópa er að fara mikið á hausinn og Kína og flest nýmarkaðslönd eru einnig að hrynja miklu hraðar en menn áttu von á. Hrunið í ESB kemur einnig mörgum mjög á óvart því auglýsingabæklingarnir frá ESB voru búnir að mála svo flotta mynd af áætlunarbúskapnum í ESB. Földu massa atvinnuleysi ásamt háu opinberu atvinnuleysi sem er eitt helsta aðalsmerki ESB. Það er alltaf tryggt hátt og mikið atvinnuleysi í ESB. Evrópusambandið og evran sjá sjálfkrafa fyrir því.

Bandaríkin munu væntanlega koma fyrst út úr kreppunni - ásamt Íslandi ef vel er haldið á spöðum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 22.10.2008 kl. 14:26

14 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Við virðumst vera að skrifa undir 1.300 milljarða lán og einhversstaðar las ég að afborganir og lán af því láni næmu um 20-25% af útgjöldum ríkissjóðs eins og þau eru í dag.

Heildarskuldir þjóðarbúsins (óreiðumannanna) nema líklegast um 8.000 milljörðum?

Hvar byrjaði þessi katastrófa nema í Bandaríkjunum og hvar hafa flestir bankar farið á hausinn og þá er ég að tala um ristastóra banka nema í Bandaríkjunum.

Það er hins vegar rétt hjá þér að Kína mun fara mjög illa út úr þessari krísu, bæði vegna þess að þeir hafa stólað á útflutning til BNA og ESB og síðan vegna útlána þeirra til banka í BNA og annarra rikja.

Ég sé ekki þessi teikn á lofti, sem þú sérð að efnahagskerfi ESB sé að riða til falls og það sjá ekki margir nema þú.

Ég ætla samt ekki að segja að þú hafir rangt fyrir þér, því það hafa svo margir óhugsandi hlutir gerst á undanförnum mánuðum að maður á von á öllu!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.10.2008 kl. 14:38

15 identicon

ah, það fyrsta væri frekar, ekki gleyma kanarífuglskenningunni. Það munu nú líklega fleiri lönd fylgja í kjölfarið, ekki kannski með jafn stókostlegum hætti og Ísland, en helvíti nálægt því.

sandkassi (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 15:35

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Á það verður aldreigi of oft bent, að það eru væntingar sem stýra gjaldeyrismörkuðum, eins og öllum öðrum mörkuðum. Þetta brýtur auðvitað í bága við þá grundvallar-kenningu hagfræðinnar, að verðþróun á mörkuðum ráðist af framboði og eftirspurn. Hvar stendur þá fræðigreinin hagfræði ?

Hnattvæðingin er því skrýmsli sem menn munu ekki ráða við. Nýjar bólur rísa og samdráttur og kreppur fylgja í kjölfarið, þegar þær springa.

Höfum hins vegar í huga, að kreppan á Íslandi er fyrst og fremst afleiðing pólitísks hryðjuverks Breta, en á sér ekki efnahagslegar orsakir, nema óbeint með því að gefa Krata-bullunum tækifæri til að vinna sín skemmdarverk.

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.10.2008 kl. 18:35

17 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur öllum fyrir innleggin

ah, það fyrsta væri frekar, ekki gleyma kanarífuglskenningunni. Það munu nú líklega fleiri lönd fylgja í kjölfarið, ekki kannski með jafn stókostlegum hætti og Ísland, en helvíti nálægt því.

Sammála !

Gunnar Rögnvaldsson, 22.10.2008 kl. 19:33

18 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Loftur: Hagfræði er kannski fræðigrein en alls ekki vísindagrein, allavega ekki í hefðbundnum skilningi hugtaksins vísindagrein.

Ég hafði mjög gaman af hagfræði í Verslunarskólanum á sínum tíma. Síðan tók ég meiri hagfræði í Háskóla Íslands og tókst bara mjög vel til og hafði gaman af.

Auðvitað er ég ekki hagfræðingur, heldur stjórnsýslufræðingur, en Guð minn almáttugur - hagfræði sem vísindagrein? Hagfræðingar eru aldrei sammála um neinn hlut. Sumir segja, að fljótandi gengi sé gott, aðrir ekki. Sumir segja að evran sé góð, aðrir að hún sé á hverfandi hveli. Sumir segja að viðskiptahalli sé góður, aðrir að hann sé slæmur, o.s.frv. Ég er feginn að hjartasérfræðingurinn hennar mömmu eða tannlæknirinn minn eru ekki svona!

Hagfræðingar eru menn og konur, sem rembast við að koma öllum hlutum inn í einhver "líkön" og formúlur, sem eiga síðan að "líkjast" eðlilegu efnahagsumhverfi, en gera það því miður aldrei, þar sem svo margir óvissuþættir eru til, sem ekki er hægt að koma inn í formúlur. Núna hafa þeir eflaust bætt við verkfræðingum til að bæta líkönin. Kannski að einhvern tíma hægt að segja til um þessa hluti af einhverju viti - líkt og hjá veðurfræðingum, sem eru komnir með sæmilega módel.

Það sem hagfræðingar gleyma í öllum þessum líkönum sínum er að þeir eru - líkt og í mörgum öðrum fræðigreinum á borð við sálarfræði, stjórnmálafræði eða öðrum félagsvísindum - að stærstum hluta að eiga við mannshugann, sem hreinlega lætur ekki setja sig inn í einhver líkön eða formúlur. Kannski að framtíðar hagfræðingum verði mögulegt að segja inn í formúlur og líkön "hræðslu" - "traust" - o.s.frv. en svona langt erum við ekki komin og erum langt frá því.

Núverandi kreppa er frábært dæmi um hvernig mannshugurinn vinnur. Að mínu mati ættum við Íslendingar að sýna smá skynsemi og vantreysta hreinlega flestu sem hagfræðingar segja, en hlusta samt vel á þá. Hefðum við vantreystu greiningardeildum bankanna og fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans undanfarin ár og aðeins horft í kringum okkur, mátti okkur vera ljóst að ekki var allt með felldu. Mér hefur ekki liðið vel undanfarin ár og vantreyst þessu liði. Ég setti séreignarsparnaðinn minn til Allianz í Þýskalandi, af því að ég treysti þessum gaurum ekki. Ég ráðlagði mömmu minni að setja sparnaðinn á sparisjóðsbækur, en ekki í hlutabréf.

Reyndar voru nokkrir hagfræðingar, sem virtust sjá í gegnum þetta, en mér finnst þeir hafa meira unnið með mannlegt innsæi en einhver líkön og kenningar!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.10.2008 kl. 19:52

19 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég sé Guðbjörn, að viðhorf okkar til hagfræði eru mjög svipuð. Vonandi hætta hagfræðingar að blekkja sjálfa sig og aðra, með valdmannlegu yfirbragði og tilvísunum í vísindi.

Ég sé ekki að stjórnun í þessu landi komist til betra horfs, fyrr en verkfræðingar og annað tækni- og vísindamenntað fólk tekur við taumunum. Fyrst af öllu, verðum við að losa okkur við klækjafræðingana (lögfræðingana) úr mikilvægum stjórnunarstöðum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.10.2008 kl. 21:02

20 identicon

" Ríki myntbandalagsins hafa ekki verið hrifin af allt of háu gengi evrunnar að undanförnu, þar sem það torveldar útflutning út fyrir ESB landamærin, líkt og Gunnar Waage útskýrir vel. "

Spakur, ég var nú ekki að útskýra neitt sérstakt enda nokkur ár síðan ég hef fylgst með gengi peso.

Aðild Mexíkó að NFTA tók gildi í framhaldi af mótunarferli sam staðið hafði í langan tíma á vegum ríkisstjórnar Salinas de Gortari. Haustið 1994 fer Salinas frá völdum og kom þá í ljós að hann hafði stolið stórum fjárhæðum frá hinu opinbera. Þar á meðal komist yfir stór ríkisfyrirtæki.

NFTA er mjög ólíkt fyrirbærinu ESB og því engan vegin hægt að gera þar neinn samanburð. Einnig ber að hafa í huga að ástæðurnar fyrir þessu gengishruni 1994 voru ekki þær sem gætu talist eðlilegar.

sandkassi (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 21:26

21 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég er alls ekki sammála því að hagræði sé ekki vísindagrein. Ef veðurfræði er vísindagein þá er hagfræði það ennþá meira. En hagfræði (bæði þjóðhagfræði og rekstrarhagfræði) er samfélagsvísindagrein sem notar verkfræi raunvísindanna einna mest af öllum vísindagreinum samfélaga okkar (prófið econometrics).

En hagfræði er ekki raunvísindi af því að við manneskjur erum ekki vélmenni. Þess vegna stóðust aldrei 5 ára áætlanir Sovétríkjanna því þær gerðu ráð fyrir að við værum vélmenni.

Sjálfur lærði ég hagfræði í 4 ár en varð "drop out" því ég mátti ekki vera að því og fór útí hagrafæði í paraxís = atvinnurekstur. Þessutan var ég lélegur námsmaður.

.

Staðreyndir um kreppur

Hagfræðingar og seðlabankar geta ekki séð kreppur fyrir því þá væru þær ekki kreppur heldur einungis verkefni á borð við annan daglegan rekstur. Raunverulekinn er sá að enginn gat séð þessa kreppu fyrir, því ef allir hefðu séð þetta fyrir þá værum við öll betur sett í dag og það væri engin fjármálakreppa í gangi núna, en svo er alls ekki. Þetta er alltaf sagt um allar kreppur og krísur sem koma.

En það sem kanski á betur við um marga er það að t.d. þá ÓTTUÐUST hagfræðingar og seðlabankar kreppu. En það er allt annað en að sjá hlutina fyrir. Að óttast er ekki það sama og sjá fyrir.

útúrdúr . . . .

----------------------------------------------

GRUNNATRIÐI ÓVISSU, ÓTTA og ÁHÆTTU

----------------------------------------------

Áhætta: þegar talað er um áhættu í fjármálaheiminum þá þarf að hafa í huga að í þeim heimi taka einungis fáir stórir aðilar áhættu nema að það sé hægt að reikna hana út (calculated risk)

Óvissa: þetta er alger andstæða áhættunnar. Óvissa er ástand þar sem enginn tekur áhættu því það er ekki hægt að reikna hana út. Öll áhættutaka hættir. Það ríkir því óvissa. Enginn tekur áhættu fyrr en það er hægt að reikna hana út. Því þarf að útrýma óvissinni fyrst áður en menn fara að taka áhættu aftur.

Bankar í kreppu: Enginn banki mun lána öðrum banka peninga nema að hann sé viss um að lánþeginn verði á lífi þegar það þarf að greiða lánið til baka. Bankar vilja ekki þurfa að eiga við þrotabú. Í óvissuástandi mun því enginn lána neinum neitt nema viðkomandi geti fært sönnur fyrir að hann verði á lífi þegar það þarf að greiða lánið til baka. Þetta er fjármagnsþurrðin sem ríkir núna. Allir halda að allir verði dauðir eftir óákveðinn tíma. Þeir bíða því og sitja á peningunum. Bíða eftir að það drepist nógu margir til að óvissan geti minnkað og breytst í áhættu aftur. Þetta er ástandið núna og það er búið að ríka í eitt ár. Það getur ríkt í eitt ár í viðbót.

----------------------------------------------

. . . . útúrdúr lokið.

Sá (hagfræðingar/seðlabankar/ríkisstjórnir) sem óttast eitthvað getur aldrei getað tekið upp mótvægisaðgerðir byggðar á ótta sínum einum því þá hefði hann verið kominn út í spámennsku. Það er í raun miklu erfiðaða að spá fyrir um næstu 3 mínúturnar í fjármálaheiminum en að spá fyrir um veðrið, því veðrinu er alveg sama um hverju þú munt spá. En á fjármálamörkuðunum þá munu allir bregðast við spám allra og 1900 miljón heilar, hver um sig með miljarða af hugsanamöguleikum - sem hugsa á 400 tungumálum samtímis - munu einnig hefja aðgerðir einmitt byggðar á þessari spá um framtíðina.

Það var vegna þessa sem eðlisfræðingurinn Isaac Newton gafst upp á hlutabréfabraski sínu í gamla daga því hann sagðist geta reiknað út gang himintungla og pláneta af miklu öryggi fyrir næstu þúsundir ára, en hann gat ekki reiknað út aðgerðir "hálf-brjálaðra og öskrandi" manna í kauphöllum næstu þrjár mínúturnar. Svo Isaac Newton yfirgaf markaðinn og fór út í svartagaldur.

Gunnar Rögnvaldsson, 22.10.2008 kl. 22:14

22 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hahahahhahahahahahhahahahahhahaha!!

Guðbjörn segist hafa verið sammála mér og Heimssýn fyrir ári síðan. Eitthvað hefur það nú verulega mikið farið framhjá mér. Góður þessi

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.10.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband