Leita í fréttum mbl.is

Sterling biður um gjaldþrotameðferð

Það er leiðinlegt að segja frá þessu. En baráttan í loftinu hefur verið óheyrilega hörð undanfarið ár og mörg flugfélög um allan heim hafa átt um sárt að binda og einnig þurft að hætta rekstri. Eldsneyti trylltist í verði og kreppan er komin til Evrópu núna. Djúp kreppa sem mun ekki lagast í bráð. Núna er komið að flugfélaginu Sterling að lenda, loka og slökkva á hreyflunum. Þetta er leiðinlegt og því sendi ég hér með mínar innilegustu samúðarkveðjur til allra hlutaðeigandi.

Saga Sterling

  • 1962 Ejlif Krogager, maðurinn á bak við Tjæreborg ferðaskrifstofuna stofnar Sterling Airways
  • 1986: Sterling Airways verður sjálfstætt fyrirtæki

  • 1993: Sterling Airways verður gjaldþrota
  • 1994: Úr þrotabúi Sterling Airways er stofnað Sterling European Airlines
  • 1999: Sterling verður 100% norskt fyrirtæki

  • 2005: Íslenska Fons Eignarhaldsfélag kaupir Sterling

  • 2005: Sterling sameinast Maersk Air

  • 2006: Íslenska fjárfestingafélagið FL Group kaupir Sterling

  • 2006: Northern Travel Holding kaupir Sterling. Á bak við félagið stendur Eignarhaldsfélag Fons

Mikli vinna, erfiði og fjármagn fara þarna í súginn. Ég hef oft flogið með félaginu innan Evrópu á meðan það var í eigu Íslendinga, og raunar fyrst eftir að það komst í eigu Íslendinga. Miðinn sem við pöntuðum og greiddum verður sennilega ekki notaður, því miður. En skítt með það því hann var ódýr. Ég mun sakna mikið hinna þægilegu brottfara frá Billund flugvelli til áfangastaða innan Evrópu, ásamt góðu verði á flugmiðum. Að sögn Börsen mun SAS hlaupa undir bagga með strönduðum farþegum, eftir bestu getu. Þar sem laus sæti eru munu Sterling farþegar geta flogið heim með SAS sér að kostnaðarlausu.

Þakkir til Sterling, ég mun sakna ykkar!

Sterling går konkurs

Fréttatilkynning frá Sterling

SAS vil hjælpe Sterlings kunder 

Nú þarf að hugsa og gefast ekki upp!

Nú þurfum við allir Íslendingar góðir að leggja hugann alvarlega í bleyti. Hugsa og hugsa og nota tímann vel. Síðan þarf að kveikja undir eldfærunum aftur, setjast við steðjann og smíðar nýtt og HERT STÁL. Stál sem þolir 10.0+ á Richter! Það þýðir ekkert annað! Tonn af nýju hertu atvinnu- og viðskiptastáli.   

Tengt efni: fleiri gjaldþrot í Danmörku og í Evrópu

Eitt stærsta fasteignafélag Danmerkur bíður gjaldþrots í dag. Þetta er félagið Centerplan A/S sem á fasteignir fyrir 12 milljarða danskar krónur í Danmörku og Svíþjóð og þar sem stærsti hluthafi er fjármálamaðurinn Carsten Leveau sem m.a. á Scala fasteignina í Kaupmannahöfn. Það er Roskilde Bank sem fer fram á gjaldþrotið. Í gær voru einnig fjárfestinga og fasteignafélögin Griffin Holding, Griffin Ejendomme og Griffin Finans lýst gjaldþrota í Danmörku. Bankar, fjármálastofnanir og fjárfestar munu þurfa að bera þungrar byrðar vegna þessa. Þar á meðal eru bæði Kaupþing og Glitnir sem eru á lista lánadrottna. Einnig hefur þýski hjólhýsaframleiðandinn Knaus-Tabbert Group AG beðið um gjaldþrotameðferð með endurreisn í huga. Knaus-Tabbert var stofnað 1934 og hefur framleitt hjólhýsi frá árinu 1937. Félagið leitar núna að hugsanlegum fjárfestum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) óttast einnig að margir bankar í Evrópusambandinu verði gjaldþrota á næstunni  

Ejendomsselskab begæret konkurs

IMF: EU-banker i knibe - konkurser truer 

Deutsche Bank: kreppan verður dýpst á evrusvæði

Forsíða þessa bloggs 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband