Leita í fréttum mbl.is

Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt

Upptaka: Frækileg för Rússa, en vestrænar bifreiðar á jörðu niðri glíma í dag við sama skynjarahelvíti og Rússar glímdu við þarna úti í geimnum árið 1985

****

SKULDIR, VERÐBÓLGA OG STÖÐNUN HNIGNUN

Skuldastaða hins opinbera í Bandaríkjunum er smámunir miðað við flest önnur verst-rænd lönd vesturlanda vegna þess hversu lágir skattar í Bandaríkjunum eru sem hlutfall af landsframleiðslu. Greiðslugeta Bandaríkjanna er því óendanlega stór miðað við til dæmis næstum öll ríki ESB-Evrópu

Skattar sem hlutfall af landsframleiðslu Bandaríkjanna eru í kringum 27 prósentur. En í löndum Evrópusambandsins –þar sem kúlakar (sjálfseignarbændur) valda pólitískum usla í dag með því að standa í vegi fyrir nýja rauðkommagræna evrópumenninu– eru skattar komnir upp í og yfir 40 prósentur af landsframleiðslu. Greiðslugetan í erfiðu árferði er því ekki lengur til staðar í ESB-löndunum, nema þá með því að dauðrota þá sem enn hafa fyrir því að standa fyrir landsframleiðslunni - og þá um leið einnig þá sem neyta hennar og nota. Þannig er það ekki í Bandaríkjunum, enn sem komið er

Ef það er eitthvað sem Bandaríkin þurfa ekki að hafa áhyggjur af núna, þá er það skuldastaðan. Margt annað er hins vegar orðið þannig að Bandaríkjamenn ættu frekar að hafa þungar áhyggjur af því. Til dæmis hafa Bandaríkin fyrir langa löngu tapað vopnakapphlaupinu við Rússland og eru á leið með að tapa því gagnvart fleiri ríkjum. Þau hafa einnig tapað tækni-, menningar- og menntakapphlaupi. Bandaríkin eru að því leytinu í innvortis hrunferli

Álykta því ég; að seðla-Powell sé hér frekar að undirbúa komandi 20-ára verðbólgutímabil þar sem skuldir verða brenndar niður, því hann veit ofurvel að ekkert þýðir að eiga við stjórnmálamennina. Þannig losuðu því sem næst þjóðargjaldþrota Bretar sig við skuldirnar vegna Síðari heimsstyrjaldarinnar. Með verðbólgubruna. Jerome Powell stendur því við vaskinn núna og þvær hendur, fyrirfram; "seðlabankinn varaði ykkur við, en þið stjórnmálamenn sinntuð málinu ekki"

Verðbólgan er ekkert á förum á hratt innvortis rotnandi Vesturlöndum, þó svo að pásur myndist inn á milli. Bíðið þið bara...

BEINTENGT ?

Victor Davis Hanson - um fall Rómarveldis - í vestri

Fyrri færsla

Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn


mbl.is Skuldastaða Bandaríkjanna ósjálfbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Alltaf hressandi pislarnir þínir en skuldirnar hafa samt aukist stjarnfræðilega á 4 árum. Langar að heyra álit þitt á greiðslukortaskuldum og bílalánum. Greiðslukortaskuldir hafa aukist mikið og léleg bílalán (ekki borgað) hefur líka aukist. Segir það ekki að almenningur hafi minni pening milli handanna?

Það jákvæða frá Bandaríkjunum er að þeir eru að draga sig úr rafbíla(fávita)væðingu. Almenningur hefur takmarkaðan áhuga og meira segja í Suður-Kóreu hefur sala rafbíla dregist mikið saman.

Svo er auðvitað Kína með sitt falda fall.

Rúnar Már Bragason, 7.2.2024 kl. 10:12

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir innlitið og áhugaverðar spurningar Rúnar. 

, greiðslukortaskuldir sem hlutfall af ráðstöfunartekjum bandarískra heimila hafa hækkað mikið, en þær eru þó enn sem komið er undir því sem þær voru áður en kínversku Wuhanveirunni sló niður í Bandaríkjunum. Og kortavextir eru í sögulegum hæðum, um eða yfir 20 prósentur. Og vanskil á bílalánum hafa mjakast upp. Þekki þó ekki umfang þeirra í bókhaldi bandarískra heimila.

skuldir hins opinbera í Bandaríkjunum eru í sögulegum hæðum eða í kringum 100-120 prósentur af landsframleiðslu. En mesta hækkunin á þeim kom í kjölfar fjármálakreppunnar sem hófst 2008, en þá stóðu þær í 60 prósentum og þutu upp í 100 prósentur af VLF. Wuhanveiran þ.e. covid-19 tók þær svo enn hærra með þyrlupeninga-austri Bidens yfir landið. Bandarísk heimili eru því enn sem komið er að éta sig niður úr þeim "umframsparnaði" sem þá myndaðist í bókhaldinu hjá þeim. Þau lifa að sumu leyti enn þá á gufunni frá þeim austri.

En hafa verður í huga að miðað við hið ótæmda skattagrunnlag landsins er greiðslugeta Bandaríkjanna því sem næst ótæmandi þegar að skuldum hins opinbera kemur, miðað við t.d. lönd ESB-Evrópu. Ég mæli ekki með svona skuldasöfnun, en setja verður samt hlutina í rétt samhengi þegar rætt er um þá. Það sem því gildir fyrir Bandaríkin er að halda þessari greiðslugetu uppi, en það  verður sífellt erfiðara eftir því sem forskot þeirra á sviði tækni, menningar, menntunar og varnarmála gufar upp í allsherjarþvælu hins geðvillta rauðgræna sjálfsmorðs-vinstris.

Bretar skulduðu um og yfir 260 prósentur af landsframleiðslunni í stríðslok 1945. Og fyrir stríð eða á millistríðsárunum voru skuldirnar einnig himinháar, eða í kringum 180-200 prósentur af landsframleiðslunni. En þá voru Bretar ekki orðnir sjálfsmorðsgrænir í framan, eins og þeir eru orðnir á Co2-altarinu í dag.

Fullvalda ríki með sína eigin mynt og ógeðbilaða og ógræna stjórnmálastétt verða ekki skuldum hins opinbera svo glatt að bráð. Þau geta því gripið til hallareksturs á ríkissjóði þegar brýna nauðsyn krefur. Þau hafa það sem kallað er vald yfir eigin málum. En þannig er það ekki með evrulöndin í lokuðum pyntingarklefum evrunnar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.2.2024 kl. 11:51

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mjøg fróðleg færsla og athugasemdir. En hvað segir þú þá Gunnar um orð Putins um hvernig BNA eru að fremja sjálfsmorð með afdollaravædingunni (sorry dedollarization). Med øðrum orðum ekki bara skjóta sig í fótinn heldur beint í hjarta stað. 

Ragnhildur Kolka, 11.2.2024 kl. 12:05

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ragnhildur.

Það hefur aldrei verið algjör samstaða um það hvort að útbreiðsla Bandaríkjadals í alþjóðaviðskiptum sé örugglega Bandaríkjunum sjálfum í hag eða óhag.

Að sumu leyti gerir alþjóðastaða dalsins Bandaríkjunum erfitt fyrir við hagstjórn heima fyrir, meðal annars að glíma við svo gott sem krónískan stjórnlausan viðskiptahalla.

En þar sem Bandaríkin eru eini svo gott sem algjörlega frjálsi kapítalmarkaður heimsins, þá held ég ekki að hlutverk eða hlutskipti dalsins breytist hratt (nema náttúrlega að allt innvortis í Bandaríkjunum sjálfum fari á hvolf, sem auðvitað getur gerst). 

Ég held að sjálf geopólitíkin og sjálf alþjóðaviðskiptin muni breytast mun hraðar en sjálf notkunin á dalnum í alþjóðaviðskiptum, og er það er bæði gott og slæmt fyrir Bandaríkin. Flekamyndun mun hins vegar verða, bæði í viðskiptum og strategískum efnum. Það er að gerast nú þegar.

En það er bara svo erfitt fyrir restina af veröldinni að líta fram hjá Bandaríkjunum þegar til kapítalmarkaða er litið. Allar þjóðir heimsins henda umframsparnaði sínum í hausinn á Bandaríkjunum, til ávöxtunar. Það er enginn alvöru valkostur til við bandaríska fjármálamarkaði enn sem komið er. En jafnvel það mun breytast, en það mun þó taka mun lengri tíma en umpólunin yfir í viðskiptablokkir og margpóla heim.

Ég held að Donald J. Trump viti þetta mjög vel og geri sér grein fyrir því að undirbúa verður nýtt hlutverk Bandaríkjanna í heiminum, og þá fyrst og fremst sem heimshlutaveldi í stað þess að reyna að halda í hlutverkið sem hnattrænt heimsveldi (e global superpower). Eiginlega þolir pólitísk og stjórnarfarsleg uppsetning Bandaríkjanna, frá upphafi, ekki hlutverkið sem alheimslögga. Og það sést.

Vladímír Pútín hefur rétt fyrir sér að flestu leyti, en þetta mun þó gerast í þrepum. Eftirstríðsheimurinn ER að enda => og þess vegna öll þessi læti. 

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.2.2024 kl. 12:45

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Stóru mistøk Kanans við fall sovét var sjalbirgingshátturinn. Að telja sjálfum sér trú um að þau væru nú sjalfskipud løgregluvald heimsins. Setja heiminum reglur (rule based order) en fara svo ekki eftir þeim sjálf. Það opnaði augu margra. Ein afleiðing er að menn fara að sniðganga ofurvaldi og leita annarra leiða til að eiga í samskiptum. En ég tek undir með þér að þetta mun allt taka sinn tíma. 

Ragnhildur Kolka, 11.2.2024 kl. 14:35

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Bandaríkin stóðu upp úr eftir stríð. En ekki vegna þess að þau væru svona frábær, heldur vegna þess að allir aðrir lágu aðframkomnir í rúst.

Fyrir Rússland voru afleiðingarnar af Síðari heimsstyrjöldinni eins og afleiðingarnar af kjarnorkustyrjöld. En það voru þeir sem unnu stríðið í Evrópu, og þeir hefðu unnið það aleinir hefði þess þurft með, það hefði einungis tekið um það bil ári lengur.

Já tek undir með þér með sjálfbirgingsháttinn - og hann mun verða endurtekinn af öðrum ríkjum sem komast í sömu aðstöðu.

En hvað mig varðar þá sé ég heiminn ganga í samt lag aftur með því að pólum fjölgi. Þannig hefur hann ávallt verið. Eftirstríðsástandið í heimsmálum var undantekningarástand.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.2.2024 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband