Leita í fréttum mbl.is

Tíu ţýsk frostmörk

Hagvöxtur í Ţýskalandi byggist mest megniđ á útflutningsgreinum Ţýskalands. Ţýskaland er hugsanlega ađ verđa Japan Evrópu, -land međ nánast engum hagvexti og neikvćđum spíral verđhjöđnunar (deflation).

Hagkerfi og útflutningur Ţýskalands einkennist mikiđ af ţví ađ hann byggir ađ miklum hluta til á framleiđslu og sölu á vörum sem notađar eru til ađ byggja upp innviđi vanţróađra ţjóđfélaga sem eru ađ ţróast og byggja upp innviđi sína. Ţetta eru oft nákvćmnistćki (precision tools) og innviđa-vörur sem minna ţróađar ţjóđir geta ekki apađ eftir eđa fjölfaldađ. Ţess vegna er Ţýskaland ađ mörgu leyti ólíkt hinum Evru-ţjóđunum og útflutningur oft ónćmur fyrir ţeim sveiflum sem önnur lönd ESB verđa fyrir.

En peningamála- og stýrivaxtastefna seđlabanka Evrópu (ECB), sem gildir jú fyrir allar evru og EMS ţjóđinrar, byggist ađ miklum hluta til á ţörfum ţýska iđnađarins. ECB er ţví nánast einkaseđlabanki fyrir ţýska iđnađarţjóđfélagiđ. Ţetta er oft afar slćmt fyrir hinar Evru-ţjóđirnar. Margar ţjóđir ESB hafa liđiđ mikiđ undan stýrivaxtastefnu ECB og Deutsche Bundesbank.

 10araDEfrostmark 


mbl.is Vöxtur umfram vonir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guđmundsson

Ţýzki stjórnlagadómstóllinn í Karlsruhe mun hafa sett ţađ sem skilyrđi fyrir ţví ađ leggja blessun sína yfir Maastricht-sáttmálann ađ evran myndi aldrei skapa verri efnahagsskilyrđi í Ţýzkalandi en ţýzka markiđ hefđi gert. Seđlabanski Evrópusambandsins er ţví í raun skuldbundinn til ađ taka sérstakt tillit til ađstćđna í Ţýzkalandi. Ţrátt fyrir ofuráherzlu bankans á ţýzkaland hefur ţó ekki tekist betur til ţar í landi efnahagslega en raun ber vitni og ţví gćtu Ţjóđverjar í raun sagt sig frá evrunni núna á ţeim forsendum ađ ekki hafi veriđ stađiđ viđ áđurnefnt skilyrđi.

Kćrar ţakkir annars fyrir öll ţessi upplýsandi skrif ţín. 

Hjörtur J. Guđmundsson, 19.5.2008 kl. 11:51

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ţetta eru vissulega athyglisverđar upplýsingar Hjörtur. Mjög umhugsunarvert, og í takt viđ ţá raun-reynslu sem ég hef haft sem gísl ţýskrar stýrivaxta- og peningastefnu í ESB-Danmörku frá 1989, er ég hóf rekstur.

Kćrar ţakkir

Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2008 kl. 13:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband