Leita í fréttum mbl.is

Altari smámunaleika og skammsýni

ESB ræðst til atlögu við ofurlaun

Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag, að ráðast til atlögu við ofurlaun forstjóra og hóta því að leggja sérstaka skatta á fyrirtæki, sem talin eru greiða óhóflega há laun til stjórnenda. 
 

Þá hvöttu fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja verkalýðsfélög einnig til að sýna hóf í kröfum um launahækkanir í ljósi þess að nú er mjög að hægja á efnahagslífi víða um heim. 

Á tveggja daga fundi komust fjármálaráðherrarnir að þeirri niðurstöðu, að ekki væri hafið samdráttarskeið í ESB en rétt væri að ganga hægt um gleðinnar dyr vegna þess að dregið hefur úr hagvexti og á sama tíma fer verðbólga vaxandi vegna hækkandi eldsneytis- og matvælaverðs.  

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, segir að þar í landi áformi stjórnvöld að leggja sérstakan 30% skatt á fyrirtæki sem greiða stjórnendum yfir hálfan milljarð evra, jafnvirði 62 milljóna króna, við starfslok. Sagði Bos, að ráðherrar allra aðildarríkjanna hefðu á fundinum lýst áhyggjum af svonefndum „gullnum regnhlífum" stjórnenda og öðrum starfstengdum greiðslum, sem fréttir hafa verið af að undanförnu.

Í Hollandi fékk Rijkman Groenink, forstjóri bankans ABN Amro, m.a. 22 milljóna evra greiðslu, jafnvirði 2,7 milljarða króna, í vasann þegar bankinn var seldur á síðasta ári. 
 
 
 

Oft sem áður þá er málið "ekki bara svona einfalt".

 

Tökum sem dæmi fyrirhugaðann samruna tveggja stórra og vel stæðra fyrirtækja í t.d. BNA og ESB. Samruni sem ef til vill mun ráða úrslitum um að fyrirtæki X í ESB geti lifað af í hinni hörðu alþjóðasamkeppni og þar með að þeir 80.000 manns sem vinna hjá því geti allir haldið vinnunni sinni og hagur þeirra muni einnig ef til vill vænkast enn meira á komandi árum.  Hvað gerir maður til þess að þetta geti átt sér stað ? 

 

Hvað gerir maður til þess að innbyggður mótþrói og skemmdarverkastarfssemi hlutaðeigandi, hluthafa, yfir- og undirmanna muni ekki eyðileggja þennan samruna? Við verðum jú að muna að það eru margir samrunar sem fara í vaskinn einmitt vegna valdabaráttu, innbyggðum menningarmun og mótþróa eldri fyrirtækja á móti breytingum.  Hvað gerir maður til þess að samruninn geti tekist vel og muni ekki ríða fjárhag allra viðkomandi of illa ??

 

Jú - maður hengir stórann stórann poka fullann af stórum fjármunum fyrir framan nefið á þeim forstjórum og þeim hlutaðeigandi aðilum sem hafa möguleika á að láta þennan stóra samruna fara í vaskinn. Við tryggjum að þeir sem áður voru ekki "okkar menn" verði "okkar menn" og leggi 500% orku og áhrif sín á vogarskálar áhættunnar við að kaupa þetta gamla fyrirtæki í ESB. Svona gerum við þetta.  

 

Hinn valkosturinn er jú að stofna nýtt fyrirtæki og skera undan gamla fyrirtækinu í ESB með  þeim peningum sem annars hefðu verið notaðir í samruna og einnig í gyllt handtök - eða - við stofnum ekkert fyrirtæki í ESB, en flytjum í staðinn fyrirtæki okkar sem núna er staðsett í landi-X í ESB til Sviss, Íslands eða Austur Evrópu - svona eins og Google og Yahoo hafa flutt aðalstöðvar sínar í Evrópu frá London og til Sviss. Það er hægt að geta sér til hversvegna!

 

Eftirfarandi geta svo hálf-kommarnir í ESB lapið sinn dauða úr skel skattfrjálsu launa sinna frá Brussuseli - og sent löngutöng til veðurs framan í nefið á þeim 80.000 manns sem misstu vinnuna á altari smámunaleikans. 

 

 

mbl.is ESB ræðst til atlögu við ofurlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband