Færsluflokkur: Evrópumál
Miðvikudagur, 28. mars 2018
Pólland kaupir bandarískt Patriot-eldflaugavarnarkerfi
Mynd: Reuters: Pólski varnarmálaráðherrann, Mariusz Blaszczak, undirritar Patriot-kaupsaming við Bandaríkin
****
Andrzej Duda forseti Póllands hefur undirritað stærsta vopnakaupasamning Póllands nokkru sinni. Um er að ræða Patriot eldflaugavarnarkerfi sem kostar 475 milljarða króna. Kerfið mun snúa að Rússlandi. Pólland hefur verið að byggja upp landvarnir sínar frá því að það komst undan tortímandi hernámi Sovétríkjanna, sem varaði í 44 ár, eftir fyrst að hafa verið hernumið og eyðilagt af Þjóðverjum í 7 ár. Bandaríska varnarmálaráðuneytið samþykkti í nóvember vopnasölu til Póllands fyrir að minnsta kosti 1050 milljarða króna á næstu árum. Þetta er fyrsti hlutinn. Næsti hluti verður stækkun á Patriot-eldflaugavarnarkerfinu ásamt 360-gráðu ratsjárkerfi. Yfirmaður pólska hersins, Leszek Surawski, segir að með þessu sé Pólland að færast nær fyrsta flokks landvörnum og verði hér með sterkari hluti NATO-vængsins sem snýr austur. Rúmenía ákvað einnig í nóvember að festa kaup á Patriot-eldflaugavarnarkerfinu, sem alls sex NATO-ríki hafa. Pólland er eitt af þremur NATO-ríkjum Evrópu sem uppfylla sáttmálabundnar fjárframlags-skyldur sínar við NATO. Hin ríkin eru Bretland og Rúmenía. Tvö önnur evrópsk NATO-ríki teljast vera nálægt því að uppfylla skuldbindingar sínar. Þau eru: Eistland og Grikkland
Sama dag, en hinum megin landamæra Póllands í vestri, gáfu þýskar stofnanir út leyfi fyrir nýrri gaslögn á milli Rússlands og Þýskalands. Hún auðveldar Rússlandi að hertaka Úkraínu og Pólland, ef til þess skyldi koma. Lögnin liggur um Eystrasalt og gefur Þýskalandi kost á að þrífast vestan við pólskan varnarmúr, þó svo að Pólland og Úkraína séu undir rússneskri árás. Orkuleiðslan kyndir upp tilvistaráhættu fyrir Pólland. Pólsk yfiröld hafa gagnrýnt Þýskaland harðlega fyrir að haga málum sér í hag á þennan hátt, en Póllandi og Úkraínu viðvarandi í óhag
Breska innanríkisráðuneytið er nú að hefjast handa við að endurskoða dvalarleyfi 700 rússneskra auðmanna sem leyft var að búsetja sig í fjárfestingaskyni í Bretlandi á árunum fyrir 2015, uppfylltu þeir kröfur um minnst tveggja milljón punda fjárfestingar í landinu. Bretar eru nú að yfirgefa Evrópusambandið og lögsögu þess
Í dag er Evrópusambandið á lífi vegna annarra. Það lifir á náð annarra í flestum efnum. Það hefur ekki þá eftirspurn sem þarf til að geta lifað í hagsæld og öryggi. Hagsæld verður ESB að sækja til viðskiptavina fyrir utan sambandið og veltir það þar með efnahagslegum byrðum yfir á aðra í formi eigin viðskiptahagnaðar, sem til verður með því að aðrir eru látnir sitja uppi með mikinn viðskiptahalla. Þýskaland er verst í þessum efnum. Það er með stærsta viðskiptahagnað nokkurs ríkis í heiminum og er það fyrst og fremst vegna gengisfölsunar og innvortis gengisfellinga gagnvart þeim ríkjum sem eru í handjárnuðu gengisfyrirkomulagi við það (evran). Evrópusambandið hefur ekki orku til að halda hita á fólki og fyrirtækjum landanna gangandi. Rússland sér sambandinu fyrir orku að miklu leyti. Evrópusambandið getur heldur ekki varið og verndað líf borgarana og eigur þeirra gegn ógnum utan frá, og heldur ekki gegn ógnum sem koma innan frá og svo þeim ógnum sem illa grunduð tilvist sjálfs Evrópusambandsins skapar
Dagar Evrópusambandsins eru nú brátt taldir, því enginn bað um það nema fámenn elíta og nokkrir falskir þýskir fræðimenn, sem töluðu þjóðríkin miskunnarlaust niður sem göfugar stofnanir á sjötta áratug síðustu aldar, í einmitt þeim rústum sem þýsk heimspeki þeirra hafði komið til leiðar. Hefur sambandið nú skapað svo margar hættur og grafið undan velmegun, öryggi og friði í álfunni að ríkin eru hætt að taka mark á Evrópusambandinu vegna skaðsemi þess. Nú er svo komið að afkastið af eignarhlutum í 500 stærstu fyrirtækjum evrusvæðis á síðustu 12 mánuðum, er mínus eitt prósent. Helmingur tekna þessara 500 stærstu fyrirtækja evrusvæðis koma frá löndum utan myntsvæðisins og eru í Bandaríkjadölum, sem undirstrikar aðeins fáránleika og gagnsleysi evrunnar sem myntar. Hefur evran eftir aðeins 17 ár í umferð þrýst mörgum evru-löndum fram að brún þjóðargjaldþrots. Sum þeirra eru svo veikluð og sködduð að óvíst er að þau lifi af án þess að fara í nauðsynlegt þjóðargjaldþrot
****
Myndband: Rick Wakeman flytur í einleik hluta verks síns Leyndardómar Snæfellsjökuls, sem samið er í kringum samnefnda sögu Jules Verne. Þetta verk hans var á sínum tíma frumflutt og hljóðritað á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Lundúna og Enska kammerkórnum árið 1974. Rick Wakeman styður útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hér er eitt stuð í viðbót með Wakeman, og svo hér í Lincoln dómkirkjunni
Fyrri færsla
Hvað stýrir Rússlandi - og Bretlandi ?
Evrópumál | Breytt 29.3.2018 kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 27. mars 2018
Hvað stýrir Rússlandi - og Bretlandi ?
Mynd: Ulysses S. Grant (U.S. Grant); hermaður og forseti. Vinstrisinnaðir sagnfræðingar reyndu síðar að skrifa þennan Repúblikana niður og næstum út úr sögunni, en tókst það ekki. Þeir eru enn gulir og grænir af öfund. Demókratar eignuðust aldrei neinn eins og Grant og geta líklega aldrei, því þeir eru næstum alltaf á rangri hlið mikilvægra mála og orðnir alþjóðlegir þrælahaldarar í dag; glóbalistar
****
Tyrkjaveldið (Ottoman-heimsveldið) féll saman í lok Fyrri heimsstyrjaldar. Bretland, Frakkland og Rússland deildu herfanginu upp í lönd - og landamæri þeirra snérust um olíu
Þegar U.S. Grant, hershöfðingi Lincolns forseta, lét af embætti sem einn mikilvægasti maður í sögu Bandaríkjanna og einn besti forseti þeirra, sem hinn átjándi, þá fór hann í heimsreisu og varð um leið fyrsti forseti Bandaríkjanna sem heimsótti Jerúsalem,- staðinn sem Lincoln dreymdi um að komast til, en komst ekki. Þá var borgin að þrotum komin, sagði Grant, og að mestu rústir einar eftir að hafa verið undir og í umsjá Tyrkjaveldis hundrað sinnum of lengi. Íbúarnir voru þá orðnir aðeins um 20 þúsund manns og rétt helmingur þeirra voru Gyðingar. Allt var í niðurníðslu sagði Grant. Þetta var 1869. Í dag er Ísrael, í umsjá Gyðinga, einn verðmætasti blettur jarðkringlunnar, með eigin geimferðastofnun og alles
Stuttu síðar byrja Vesturlönd að fara af kolum og yfir á olíu, en himnaríki heldur að sjálfsögðu áfram að keyra á réttlætinu einu saman, eins og það hefur alltaf gert. Fríðarráðstefnan í París 1919 gekk að miklu leyti út á að draga landamæri Mið-Austurlanda upp á ný, upp úr rústum Tyrkjaveldis. En áður en til ráðstefnunnar kom höfðu Bretar, Frakkar og Rússar mótað pólitískar stefnur sínar í þessum heimshluta með tilliti til olíu, sem þá var nýfundin og var að finnast í hreint ofboðslegum mæli. Það fór þó svo að Rússar komust ekki á Friðarráðstefnuna í París. En danski sendiherrann í Moskvu komst þó þangað, við illan leik, og reyndi að segja ráðstefnugestum frá því sem var að gerast í Rússlandi. Enginn trúði honum. En það var samt uggur í mönnum - og staðan enn óráðin, hvað varðaði framtíð Rússlands
Bretar, Frakkar og Rússar erfa sem sagt fall Tyrkjaveldis. Hinn iðnvæddi heimur er að fara úr kolum yfir á olíu. Svo kemur Síðari heimsstyrjöldin sem háð er á olíu. Og olíuverð fellur síðan niður í einn dal og sautján sent í febrúar 1946, að styrjöld lokinni, tunnan
Við tekur lágt olíuverð og þar af leiðandi miklar hörmungar í Sovétríkjunum, alveg fram til Yom Kippur stríðsins 1973. En þá byrjar hagur Sovétríkjanna heldur betur að vænkast, því þá, já þá, nota arabísku olíuríkin olíu sem vopn á Vesturlönd í fyrsta sinn. Þá settu þau vestrænu ríkin sem studdu Ísrael í olíubann og tóku efnahag Vesturlanda hálstaki. Þarna lifnaði heldur betur yfir Leonid Brezhnev-genginu í Kreml, því olíuverð rauk frá 10 dölum tunnan og upp í 110 dali á næstu 12 árum (á 2013 verðlagi). Þarna var Sovétríkjunum loksins gert kleift að kaupa sér inn stóran hluta heimsins. Gekk sovéski olíuiðnaðurinn svo vel að Brezhnev-gengið réðst inn í Afganistan á hundheiðinni sovéskri jólabensíngjöf 1979
Og í kjölfar Yom Kippur lifnaði heldur betur yfir Bandaríkjamönnum líka, en þó á dapurlegum nótum. Þeir gerðu sér þá í fyrsta sinn fyllilega ljóst mikilvægi breska arfsins sem þeir höfðu erft. Þeir urðu að gerast verndari Sádi Arabíu, fyrst að Bretland, sem fór næstum því með sig í þrot til varnar hinum siðmenntaða heimi, gat ekki lengur sinnt hlutverkinu sem verndari olíubirgða Vesturlanda. Bandaríkin urðu að taka að sér verndarhlutverkið sem áður var á breskum höndum og gæta olíubirgða Vesturlanda í Arabíu. Og það gerðu þeir. Bandaríkin vörðu þær gegn Sovétríkinu. Vörðu þær gegn Klerkaveldi Íran. Og vörðu þær gegn Saddam Hussein - og aftur
Aftur yfir til sovétríkjanna: En svo tók að halla undan sovéskum gullfæti olíunnar, því olíuverð byrjaði að falla snemma árs 1982 og hélt áfram að falla -næstum án afláts- næstu 17 árin. Á því tímabili hrundu Sovétríkin eins og spilaborg. Fyrst dó Brezhnev og getulaus Andropov tók við. Síðan dó hann og þá tók getulaus Chernenko við og dó í hvelli. Svo kom vesalings Gorbachev og fúttaði Sovétríkjunum af á 38 dölum tunnan, árið 1991. Og þá kom svo Boris Yeltsin keyrandi á vodka til hörmungarvalda því olíuverðið var komið niður í 28 dali tunnan og Rússland að brasa saman sem ríki. Það er svo ekki fyrr en Pútín kemst til valda að um einhver veruleg völd er að fást, því hann er svo heppinn að olíuverið hafði byrjað að hækka -eins og hjá Brezhnev- árinu áður, eða 1998. Pútín ríður svo á hækkandi olíuverði sem veitir honum síaukin völd fram til ársins 2012 og hann réðst inn í Georgíu og meira til, frá og með 8. ágúst 2008 (en Medevev var svo látinn taka samdráttinn í olíuverði 2009 til 2013). Þegar svo Pútín mætir aftur í vinnuna árið 2012, þá er olíuverið byrjað að falla úr 118 dölum tunnan og það hélt áfram að falla niður 28 dali tunnan 2016. Rússland er því komið í álíka stöðu og í aðdraganda falls Sovétríkjanna. Þurrkur er hroðalegur í rússneska ríkissjóðnum
En svo gerist það árið 2016 að Bretland ákveður að yfirgefa Evrópusambandið. Bretland hafði gengið í Evrópusambandið árið 1972 til að sundra því innanfrá. Það tókst ágætlega og svo fór, að árið 2016 sýnist Bretlandi þannig vera komið, að betur gangi að stúta restinni af Evrópusambandinu utan frá. Og það er það sem við sjáum í dag. Blekið er meira að segja varla byrjað að þorna á nýjum varnarsamningi Bretlands og Póllands - og engin flothæf skip verða því byggð í Stettin fyrir nein ESB-ríki. Deilum vér í sundur sundur og drottnum. Þetta! er gaman
Pútín potar úr austri í Vesturlönd og Bretland leiðir pot Pútíns með jarðkapli áfram beint yfir í ESB. Þar fær ESB eins konar endastuð frá Bretlandi í gegnum kapal sem ætti ekki að vera til, en er það samt. Sprikla svokölluð yfirvöld Evrópusambandsins nú kjarnaklofin á þriggja fasa kapli breska heimsveldisins, sem telur Bandaríkin líka. Og það styttist í að Þýskaland bregðist reglubundið við og hefji þann vígbúnað sem Trump kallar svo á. Og þá flýr restin af meginlandinu öskrandi burtu úr þrotabúi ESB. Svo hlægja Bretar, Rússar og Bandaríkjamenn saman um leið og Tyrkland breiðir úr sé upp Balkanskagann á ný, en sem er ekki í Evrópu, eins og ESB tilkynnti umheiminum þegar það hentaði því. En verður það þá svo? Mun þá Balkansagi ekki skyndilega tilheyra Evrópu á ný? Ég bara spyr
Flest í sambandi við olíubirgðir Vesturlanda í Arabíu er nú búið mál. Arabía hefur misst olíuvopnið á Vesturlönd, vegna tækniframfara í U.S.-landi Grants. Það vopn er nú aðeins hægt að nota til að koma tímabundnum verðhækkunum í kring. Og það vopn verða Rússar helst að komast yfir sem fyrst, því annars er Rússland búið að vera. Hvað skyldi nú Sádí ætla að gera fyrst að hið bandaríska vogarstangarafl þeirra er að hverfa svona hratt?
Pota ég því og pota - og gengur það bara ansi vel .... pota ég og pota
Hreyfimynd 18 þúsund hestafla: Borgar(a)lína Donalds J. Trump - á bandarískum dísil. Hver skriðdreki vegur 65 tonn. Á sex mánuðum flutti bandaríski herinn 12 milljón tonn hergagna til varnar olíubirgðum Arabíuríkja - hinum megin á hnettinum. Þau eru eina ríki jarðar sem fært er um slíkar aðgerðir, hvar sem er, hvenær sem er
****
Fyrri færsla
Ísrael viðurkennir að hafa grandað kjarnorkuvopnasmíði Sýrlands 2007
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. mars 2018
Angela Merkel kom skríðandi til Póllands
Fyrir kosningar lét hún höggin dynja á Póllandi. Og ef Pólland væri á evrum þá væri komin krísa í peningamál landsins. En svo er ekki, þökk sé sjálfstæðri mynt Póllands
En svo komu þýskar kosningar og þar tók það kanslarann heila esb-pólitíska miðöld að mynda nýja ríkisstjórn. Þar lafir persóna hennar nú á tíu atkvæða meirihluta í kanslaraembætti. Það var því lágreist Merkel með blauta púðurdós í vasa sem kom til Póllands á fyrsta erlenda stoppi hennar sem endurkjörin, ef litið er burt frá Lotharinga-ferð hennar á biðstofuna í París
En hvað er hún að gera til Póllands? Jú hún vonast til að Weimar-þrennan geti veitt henni pólitískt vogarstangarafl gegn þýska miðflóttaaflinu sem er að tæta Evrópusambandið í tætlur. Hún vonast til að þrennan -Frakkland, Þýskaland og Pólland- geti orðið vettvangur fyrir pólitískan stuðning við UHU-límtúbuna sem hún er að reyna kreista síðustu endurlífgunartilraunina á Evrópusambandinu upp úr. Vonast er til að Pólland geti kallað önnur ríki Austur-Evrópu með í örvæntingar-hoppið ofan á límtúbunni
Ekkert land í Evrópu er eins háð Evrópusambandinu og Þýskaland. Hinn svokallaði "innri-markaður" er efnahagslegt einka öryggis- og nýlendusvæði Þýskalands (e. buffer-zone). Án þess er efnahagur Þýskalands búinn að vera, því það verðmætasta sem til er á Vesturlöndum í dag er eftirspurn. Hana hefur Þýskaland alls ekki
Það hefur þó ekki enn físað inn hjá Merkel að Pólland, en ekki Þýskaland, er á leið að verða ný-mikilvægasta ríki meginalands Evrópu. Sá skilningur kemur síðar, með flugpóstinum frá Washington, því talandi hausar Þýskalands segjast geta samþykkt Rússland upp að landamærum Póllands. Og svo er það Nord-stream leiðslan sem keisari Merkel er vel hugsanlega að kveikja í Úkraínu með og þar með Póllandi líka
Mánudaginn 25. apríl 2005 sagði Vladímír Pútín að hrun Sovétríkjanna hefði verið "stærsta pólitíska katastrófa 20. aldarinnar". Þessi fyrrverandi agent KGB sagði þetta í ávarpi til þingsins. Og það er ekki tilviljun að þessi forseti Rússlands skuli hafa komið úr röðum KGB-manna. Rússlandi hefur alltaf verið haldið saman með þannig "öryggis-apparati". Ekkert annað afl en leyndur og ljós terror getur haldið Rússlandi saman sem ríki
Hvað hugsar maður sem sér fall Sovétríkjanna sem stærstu pólitísku katastrófu 20. aldarinnar. Já það er nú það. En ef forseti Rússlands héti ekki Pútín í dag, þá héti hann bara öðru nafni, en Rússland væri samt alveg eins; þ.e. Rússland, byggt á rússneskum hefðum
Fyrri færsla
ESB hefur þrjá daga til að forðast viðskiptastríð
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 20. mars 2018
ESB hefur þrjá daga til að forðast viðskiptastríð
Donald Trump er þessa dagana að hlusta á vol og væl sendinefndar Þýskalands með Brussel-hatta á höfðunum í betliferð til Washington. Óðir hattarar ESB hafa nú þrjá daga til að komast hjá viðskiptastríði við Bandaríki Norður-Ameríku
Þýskaland er með 9 prósent af landsframleiðslu í viðskiptahagnað við umheiminn. Það er stærsti hagnaður í heiminum í krónum og aurum talið og klafi á bæði heiminum sem og öðrum esb-ríkjum, og langt fyrir ofan það sem sáttmálar esb heimila. Nema á Rússlandi. Þar er smá útflutningsplús fyrir Rússland vegna rússnesku orkunnar sem Þýskaland er algerlega háð. En útflutningur Þýskalands til Rússlands hefur samt og þrátt fyrir svo kölluð "höft" vaxið svo að hann er nú á pari við það sem var árið 2007. Þessi útflutningur Þýskalands til Rússlands tryggir að sérhver samstaða Þýskalands með Stóra-Bretlandi og Bandaríkjunum er aðeins í orði, en ekki á borði. Enda er rúmur meirihluti Þjóðverja hlynntur frekari nálgun Þýskalands við Rússland, á sama tíma og 82 prósent Þjóðverja hræðast Donald Trump, en aðeins 44 prósent segjast hræðast Pútín hinn Góða
Ef ESB gengst ekki að tollaáformum Trumps á stál og ál og þrengingum að Kína, þá skellir hann tollum á alla bílaframleiðslu ESB-ríkjanna. Og ef Donald Trump á yfirhöfuð að skoða hinn afar slæma málstað ESB-landanna, þá þurfa þau fyrst að leggja skothelda áætlun á borðið fyrir framan hann, yfir hvernig þau sem NATO-ríki ætla að mæta NATO-sáttmála-skuldbindingum sínum um að þau leggi tvö prósent af landsframleiðslunni af mörkum til varnamála. Bandaríkin borga 70-75 prósent af varnarútgjöldum NATO, en meginland Evrópu næstum ekkert
Þetta geta ESB-ríkin auðvitað ekki, því þau eru ófullvalda efnahagslegir krypplingar og færu í þrot ef þau ættu að verja sig sjálf. En kannski Rússland geti aðstoðað Þýskaland við að klæða sig í svona eins og einn drullusokk eða svo. Hver veit. Hver veit hvenær Þýskaland tryllist á tollunum og reiknar sig aftur austur. Svar: það veit enginn
Þeir sem trúa ekki eiturefnaárás upp á Rússland, eru annað hvort með hlátursgaslögn í heilann eða sjá sýnir, þó svo að rjúkandi sannanir skorti. Það er bara ein ástæða fyrir því að Vladímír Pútín er forseti Rússlands núna; 1a. hann er hvorki væskill að nafni Mikhail Sergeyevich Gorbachev, né 1b. volæðingurinn Boris Nikolayevich Yeltsin. Pútín er það sem menn óttast. Og þess vegna er hann einmitt forseti Rússlands. Hann er það sem rússneska fólkið óskar sér; Varðstöðumaður Rússlands sem menn taka mark á. Fjórar innrásir úr vestri gleymast ekki svo hratt. Rússland er ekki hvaða ríki sem er og verður það aldrei. Það verður aldrei eins og menn í vestri óska sér að það sé. Eins gott er að horfast í augu við þá staðreynd og standa sig á verðinum gagnvart Rússlandi, því annars fer illa. Þeir einu sem staðið geta þá vakt eru Bandaríkin, saman með vissum löndum Austur-Evrópu
En eins og er, hefur Rússland aðeins efni á lyklaborðs-aðgerðum, hersýningu í Sýrlandi og pólitískum púðurdósamat. Ef olíuverðið hefði ekki hrunið, þá hefði Rússland nú þegar haft efni á Úkraínu. En efnahagsstaðan núna er sú, að það er rétt svo að Rússland hefur efni á að niðurgreiða olíuna til Hvíta-Rússlands um 2,5 milljarða dali á ári, undir heimsmarkaðsverð. Og meira að segja rússneskt dagblað kvartar yfir því "tekjutapi" rússneska ríkisins
Fyrri færsla
Spái Sjálfstæðisflokknum 34 prósent fylgis í næstu kosningum
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 13. mars 2018
Hverjir fengu best borgað fyrir að sjá inn í framtíðina?
- Stjórnmála- og embættismenn
- Háskólar
- Fjölmiðlar
- Sérfræðingar
- Bankar
- Seðlabankar
- Lögfræðingar
- Hagfræðingar
- Viðskiptafræðingar
- Fjárfestar
- Félagsfræðingar
- Borgarstjórar
- Bæjarstjórar
****
Allir áttu það sameiginlegt að hafa verið í háskólum. Næstum án undantekninga. Þar voru allir þessir verðlaunaðir fyrir að hugsa þráðbeint í þráðbeinum línum. Þeir komu því út úr háskólunum með þá sannfæringu að þeir væru gáfaðir og snjallir. Og þaðan gengu þeir í hópinn sem fékk best borgað fyrir að sjá inn í framíðina. Fóru á þing, fóru í bankana, fóru í ráðuneytin og háskólana. Þeir fóru í allsherjar gáfna-think-tank þeirra sem hugsa eins. Þeir sáu ekkert, gátu ekkert og geta ekkert enn. Á þessa leið sagði Írinn David McWilliams á SIC ráðstefnunni um daginn (Strategic Investment Conference)
En launin fá þeir enn. Og það eina sem þeim dettur í hug í dag er að kalla þá populista sem eru ekki í gáfumannafélagi þeirra
Heimsstyrjöldin fyrri skall á. Rétt á undan hafði öllum verið sagt að slíkt ætti ekki að geta gerst, vegna þess hversu "samofin viðskipti" á milli landa væru orðin í Evrópu. Bretland varð næstum undir vegna fríverslunar. Engu mátti muna
Svo skall Heimsstyrjöldin síðari á. Það átti heldur ekki að geta gerst vegna þess að Þýskaland átti jú að vera búið að vera. Enginn sá neitt, nema Winston
Svo skall Kalt stríð á, því hálf-sovéskir háskólar gáfnafélags Vesturlanda héldu að Sovétríkin væru eins konar Sameinuðu þjóðir embættismanna. Og þeir menn gátu ekki haft rangt fyrir sér, var það nokkuð? En aftur var það samt íhaldsmaðurinn Winston sem vissi betur og sagði svo í litlum bæ í Missouri fylki Trumans
Svo féllu Sovétríkin þráðbeint ofan á gáfumennafélag Vesturlanda. Þau féllu beint ofan á háskólana. Þráðbeint. Enginn sá neitt koma. Ekki einu sinni viku fyrir fall þeirra
Og svo hrundi yfirríkislegt Evrópusambandið og alþjóðavæðingin haustið 2008 og eru enn að hrynja. Ekkert múkk heyrist úr útvarpsturnum háskólanna. Þvert á móti, útvarpsstjórarnir ganga áfram í Viðreisn og Samfó
Síðan er Donald Trump kosinn til valda, og þá, já þá veit turnspíruveldi gáfumannafélagsins loksins hvað er að gerast, eða svo halda þeir. Þeir klína merkimiða á ófögnuðinn og á honum stendur popúlismi (lesist: ekki einn af okkur). En þeir vita samt ekkert enn. Hah ha ha ha. Þeir halda að málið snúist um "alþjóðleg viðskipti" (prump) og nokkur prósent til eða frá í landsframleiðslunni (meira prump). Þetta er sprenghlægilegt, hah ha ha ha
Það eina sem dugar við svona varanlegri vitskerðingu er að lækka launin, eða loka háskólunum. Það er því lítið undarlegt við það að stuðningur við háskóla sem menntastofnanir meðal Repúblikana, sé kominn undir fimmtíu prósentin. Því miðað við háskólana í dag var Kaþólska kirkjan þegar orðin Apollo-11 á miðöldum
En þetta hafa ungir drengir þegar séð. Þeir sjá að háskólarnir eru að mestu orðnir að hellum á heiði hundheiðinna frummanna, en nú með blúndum og bróderuðum gardínum fyrir gluggunum. Gluggatjöldin eru komin aftur
Fyrri færsla
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 12. mars 2018
Auðlegð þjóðanna
Mynd; Bandaríska varnarmálaráðuneytið. USS Carl Vinson (CVN-70) varpaði akkerum í Víetnam þann 5. mars, 2018. Þetta er fyrsta slík heimsókn frá lokum Víetnamstríðsins 1975. Eitt stykki af öllu strategískt mikilvægu hjá mesta þjóðríki mannkynssögunnar, kostar minnst einn milljarð dala. Millistéttin er burðarstólpinn
****
Já, Adam Smith skrifaði Auðlegð þjóðanna. Hann skrifaði hvorki Örbyrgð Sameinuðu þjóðanna né Fátækt Evrópusambandsins, því hann vissi að auður gæti aðeins orðið til hjá þjóðum. Þess vegna heitir bókin Auðlegð þjóðanna. Auðlegð getur aðeins orðið til meðal þjóða. Þær einar hirða um sitt fólk og sinn auð. Þeir sem vilja þjóðirnar og þjóð-ríki þeirra feig, nota auð þeirra til að kaupa sér völd til að tortíma sinni eigin þjóð. Það sést ágætlega á til dæmis Viðreisn þessa dagana, sem er á leið út úr þjóðinni, en sem krefst þess að fá auð hennar sem pólitíska skiptimynt með sér í ferðatöskunni, til að kaupa sér inn völd hjá þeim sem hugsa eins. Viðreisn vill þannig eignast verndara valda sem tortíma auðlegð þjóðanna
Fyrri færsla
Tollar: Aðeins fyrsti áfanginn segir Donald J. Trump
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. mars 2018
Tollar: Aðeins fyrsti áfanginn segir Donald J. Trump
Hvíta húsið: Forseti Bandaríkjanna leggur tolla á tvo málma í gær
****
Efnahagsaðgerðir Donalds Trump forseta Bandaríkjanna halda áfram og tollur á innflutt stál og ál sem hann setti á í gær, eru aðeins fyrsti áningarstaðurinn á langri leið, sagði hann. Hér er ekki um að ræða aðgerðir sem hægt er að bera saman við þá tolla sem til dæmis Ronald Reagan og Bush hinn fyrsti gripu til á innflutta málma í tíð þeirra sem forsetar. Báðir voru sannfræðir og "trúðu" á "frjálsa verslun" sem kenningu. Og til að sanna sig sem verandi á varðbergi gagnvart því sem nú hefur kallað Donald Trump til valda, og sem mistókst því hrapallega, þá skelltu þeir tollum á til að sannfæra bandaríska kjósendur um að fríverslun í þeirra höndum væri ekkert sem óttast þyrfti. Þeir væru mjög svo á verði. Sextíu þúsund horfnum verksmiðjum síðar, er mönnum ljóst, að þeim var einmitt ekki treystandi í þeim efnum. Þeir voru ekki á verði
Í síðustu færslu nefndi ég að Bandaríkin væru að mínu mati að enda hlutverk sitt sem endurreisnarveldi heimsins og hafi frá og með 2008 farið inn í sitt eigið endurreisnartímabil, sem hófst með kjöri Donalds J. Trump veturinn 2016 í forsetaembættið. Sumum hefur kannski þótt þetta hjákátleg staðhæfing, því það er að sjálfsögðu ekki hægt að endurreisa það sem aldrei hefur áður verið. Bandaríkin voru ný af nálinni og byggja varð þau upp algerlega frá grunni. En það er nú samt ekki rétt, því að sjálft stjórnarfarið sem komst á og sem sigraði og byggði síðan upp öflugasta og voldugasta þjóðríki mannkynssögunnar, var ekki nýtt af nálinni. Það stjórnarfar kom frá Englandi og hét Íhaldsstefna (Conservatism). Það sem flestir kalla Bandarísku byltinguna frá 1765 til 1783, var ekki bylting, því að um endurreisn var sannarlega að ræða, dregið af þeirra tíma enska hugtaki sem þýddi "revolve". Enska orðið "revolution" er það þegar jörðin hefur lokið eins árs göngu sinni um sólu. Engu hefur verið kollvarpað, heldur var stjórnarfar Íhaldsmanna endurreist í Norður-Ameríku. Málið hafði ekkert með byltingu að gera, þó svo að kollvarpandi og niðurrífandi byltingaröfl Líberalista væru vissulega til staðar. Málið sem þetta tímabil í Bandaríkjunum snérist um, var sjálf endurreisn þess frelsis og réttinda sem stjórnarskrárbundin og þingræðisleg ríkisstjórn Englands hafði skaffað Englendingum, frá og með Sir John Fortescue (13941479) og John Selden (15841654), sem eru brautryðjendur Íhaldsstefnunnar. Bygging Bandaríkjanna frá Abraham Lincoln 1861 til Calvin Coolidge 1929, var næstum því að öllu leyti sjö áratuga verk forseta Bandaríkjanna sem allir nema tveir voru Repúblikanar - og þar með Íhaldsmenn. Strax um aldamótin 1900, aðeins tæplega fjörutíu árum eftir borgarastyrjöldina, var helmingur alls þess sem framleitt var í heiminum, framleiddur í Bandaríkjunum. Aldrei í mannkynssögunni hafði annað eins afrek sést - og það var stjórnarfarinu að þakka. Stjórnarfari Íhaldsmanna með Biblíuna sem hornstein
Donald J. Tump er þannig Íhaldsmaður. Á hann virka ekki rök eins og þau að viðskiptastríð sé "skaðlegt". Því þau rök svara til að krefjast þess að vagninn sé spenntur fyrir hestinn og ferðalagið hefjist innan tíðar, ... sannið þið til, aðeins er um tímabundið ekkert-mjakast að ræða. Donald Trump hugsar ekki þannig. Stríð verður ekki nema að menn berjist á móti því sem hann var kosinn til að gera. Gott og vel, látum þá viðskiptastríðið koma, hugsar hann, en ég mun vinna það. Ég ætla að sigra. Og það mun hann gera, því hann hefur svo litlu að tapa, en hinir mestu. Það mun því verða viðskiptastríð og það mun kosta efnahagslegt blóðbað. Patton sem las í Biblíunni "hvern einasta helvítis dag", hefði sagt að markmiðið væri að láta andstæðinginn um að kála sér fyrir sinn málstað. Og þannig mun það verða. Nema að menn úti í heimi þegi og bíti endurreisn Bandaríkjanna í sig og viðurkenni að hún er þeim sjálfum fyrir bestu. En hér eru þó vissar undantekningar á og flestir vita hverjar þær eru
Það var ekki af tilviljun sem Bretar fengu Winston Churchill, en meginland Evrópu fékk hins vegar Stalín, Hitler, Mussolini, Sovétríki, DDR og ESB. Og án Bandaríkja íhaldsmanna og Winston Churchill, hefði íslenska öldin þá orðið allt önnur en hún varð 1944
Fyrri færsla
Bandaríkin á leið úr endurreisnar-hlutverki
Evrópumál | Breytt 10.3.2018 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. mars 2018
Glímt við Guð - og Trump
SUNNUDAGUR
Yoram Hazony - "Wrestling with God" at Shalem Center Conference, June 2011 from The Shalem Center on Vimeo.
****
Yoram Hazony leggur fram glímusöguna við Guð. Það skondna er að orðið "að hlýða" var ekki til í Hebresku, heldur átti maður að "hlusta á Guð" og taka eftir, en ekki hlýða blint. Lána þurfti orðið "að hlýða" úr Arameísku þegar Hebreska var endurreist sem tungumál Ísraela nútímans. Sömu götuskiltin og fyrir þrjú þúsund árum síðan vísa þar í landi vegfarendum á skyndibitastaði. Biblían er kennslubók í óhlýðni, segir Hazony. Þar var umskornum ungdómnum kennt að spyrja spurninga á meðan Grikkir drápu Sókrates fyrir að spilla honum, með því að kenna ungum þann glæp að spyrja spurninga. Gamla Testamentið er að miklu leyti lýsandi björt kennslubók í óhlýðni og pólitík sem varð svo að Vesturlöndum, en það Nýja laut að sjálfsögðu lögum um grískan harmleik - sem á tíðum var tekinn svo alvarlega að atóm kristni klofnuðu og viss jörð hætti að snúast. Okkur vantar saftmikla Spámenn, því nóg höfum við af bókfærslumönnunum. En þetta vill Framsókn auðvitað banna og líma íslensku atómin föst á Egyptaland aftur
****
Laskaða þýska iðnaðar-módelið á leið í Trump-tætarann
Þýskir óttast nú að hið efnahagslega iðnaðarlíkan landsins sé á leið í tætlur. Fyrst mútuðu þeir með aðstoð Brusselveldisins stjórnmálamönnum Evrópu til að reka áróður fyrir dísilbílum í álfunni. Hliðslá ESB-regluverks var sett á svið úr plasti svo allir í ESB kæmust undir. Svindltækni var komið fyrir í bílunum og þeim smyglað undir bommuna á markað. En svo illa tókst til að upp um svindl þeirra komst í sjálfri Ameríku. Bandaríska stjórnvaldið, sem treystir á Guð, var fært á bak við svart þýskt dísilljós. Enginn boss þýskra bílaverksmiðja þorði að stíga fæti niður í Bandaríkjunum í nokkur ár, af ótta við handtöku. En svo var samið um sekt, sem þýskir óttuðust á tímabili að myndi ríða þeim að fullu. En þá var algóður Obama forseti, og kom þeim til bjargar. Sektin stóð því ekki í þýskum þó svo að hikstað væri
En svo byrjaði þýska ESB-díslinum bara að rigna niður í ESB-borgarana, líka í sjálfu Þýskalandi, og bann við dísil-druslum í þýskum borgum er í smíðum. Þýska kanslaraínan Merkel skelfur og titrar með allt niðrum sig á leið í pólitíska ruslatunnu. Iðnaðurinn er æfur og vill sjá blóð. Og ekki batnar það við að Donald J. Trump forseti neitar að spila lengur með í fölsun Þýskalands og Kína á gengisskráningunni og er að skella handjárnum á ESB og Kína í formi tolla á stál og sennilega ál
Upphefst þá skerandi vein úr þýskum iðnaði sem í riðuveikiskasti hringir í kanslara sinn Merkel og heimtar hefnd. Gular og bláar blöðrur voru þá sprengdar í Brussel og hæsta fjall Hollands klofið í tvennt
En hvað gerðist svo? Jú Donald J. Trump man vel eftir dísilsvindli þýskra og hann veit vel að pólitískt bankahólf Þýskalands í Bandaríkjunum er galtómt, ekki síst eftir svindl Deutsche Bank með undirmálslánin á húsnæðismarkaði þar vestra, sem bankinn hljóp frá
Og ekki liðu því nema nokkrir tímar þar til gagntilboð við sprengdri blöðru í Brussel kom úr nýjum heimi í Vestri. Það er svona: Ef þið hafið ykkur ekki hæga, þá skelli ég tollum á bílana ykkar, framleiddum í ESB sem og annarsstaðar í veröld á leið heim
Svartur reykur liðast nú upp úr blöðruhálsi Brussels. Tætlur Trumps eru þær að Þýskaland er útflutningsháðasta ríki veraldar, en Bandaríkin geta þrifist vel án útflutnings til ESB og Kína. Þau eru nettóinnflytjandi. Þau eru alheims-kúnninn. Og hann hefur fengið nóg. Fengið nóg sem síðasti neytandi ESB til þrautarvarna, því flest innan landamæra ESB er brennt til ösku, og allir peningar niður-brunninna evrulanda hvíla nú á kistubotninum heima í Stór-Þýskalandi í pólitísku lömunarveikiskasti
Mjálm um afléttingu á Rússland mun nú brátt heyrast hátt úr Berlín. Í komandi aðsvifi munu þýskir nú þykjast ætla austur, til síns gamla genetíska draums. En þangað er bara lokað og næstum því læst. Tætarinn Trump er nefnilega að byggja. Hann er að byggja Intermarium austan við blöðruháls Brussels. Og þar er Pólland, sem er einn fremsti sérfræðingur Vesturlanda í óhlýðni með krossinn okkar á lofti. Póllandið, sjálf átta strokka bremsan á öllum sprungnum hjólum Berlínar til austurs
Já, á Guð við treystum í Vestri, take that. Og þið hafið hvað..?
Jæja. Best að koma sér út að pissa, standandi, og huga að veðri
Fyrri færsla
Ætti að fangelsa grænmetisætur í 6 ár?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 1. mars 2018
Eru vinstrimenn fórnarlömb LED-lýsingar?
Manni gæti svona dottið það í hug, því þeir hafa alltaf neitað að sjá manninn eins og hann er, og veröldina líka. Og það er nú þannig að LED-ljósaperur sýna aðeins 70-80 prósent af þeim litum sem sólin baðar heiminn í. Mjög oft finnst mér LED-lýsing svara til þeirrar lýsingar sem ég held að sé í líkhúsum og hef séð í sláturhúsum
Einu sinni kvartaði starfsfólk mitt yfir því að liturinn á tískufötunum sem við seldum í Skandínavíu væri á engan hátt líkur þeim litum sem við kynntum þau í á 4-5-valsa arkar,- offset,- og djúpprentverkum okkar. Þá vorum við nýflutt inn í húsnæði gamallar gluggaverksmiðju, sem hafði lokað og við gerðum upp. Hvað gerðum við í þessu vandasama máli? Jú það reyndist nóg að skipta bara um ljósrörs-perur í pökkunardeildinni, það hafði nefnilega ekki verið gert, þær voru enn þær sömu köldu og þegar gluggar heimsins voru smíðaðir þar
En er nóg að skipta um perur í hinum lokaða heimi vinstrimanna eða ekki. Hvað segið þið um það?
En kannski eru það mannréttindi að sjá heiminn í þessu ljósi. En hvers vegna þarf sérstök lög um mannréttindi ef allir í heiminum eru eins. Það ætti þá að nægja að vísa bara til sköpunarverksins. Því samkvæmt mannréttinda-stjórnmálamönnum, eru allir menn eins. Og að einmitt vegna þess, sé hægt að koma þeim öllum undir ein og sömu lögin, sem þar með eru látin gilda um alla menn. Af hverju þarf að setja slík alheims lög, ef allir menn eru eins? Getur það verið að "mannréttindalögin" séu í raun ekki mannréttindalög, heldur aðeins ný gömul lög til að ráða yfir heiminum öllum? Slíkt hefur verið reynt áður
Um leið og ég get, mun ég hætta að kaupa sovéskar ljósaperur Evrópusambandsins, sama hvaða nafni þær nefnast, og kaupa mér glóðarperur og halogen sem sýna alla 100 prósent litavísitölu heimsins. Aka mun ég svo aftur og aftur yfir LED-ljósin á 10 ára gamla V8 SRT8 kagganum mínum með drifi á öllum og njóta þess í botn. En fyrst mun ég klæðast lopapeysunni góðu, fá mér svið, og stíga svo bensíngjöfina í botn (nýju 2018-árgerðina má sjá hér). Mig langar að sjá heiminn minn eins og hann er. Meira að segja afgreiðslufólk í verslunum heldur að um LED-galdralýsingar sé að ræða þegar talað er við það um ljósið í heiminum. En þar sem ég er íhaldsmaður, þá sé ég muninn. Íhaldsmenn hafa nefnilega alltaf viljað sjá manninn eins og hann er, og heim hans líka. Um það snýst íhaldsstefnan
Meira að segja mánaskin og belgmyrkur er flottara en LED. Já, það er enn hin gamla glóð í minni peru. En hvað með þína?
Við skulum enn sem komið er halda ísnála-jólaskreytingum LEDismans fyrir utan málið, því það er þess eðlis að jólin lýsa sér sjálf - hafa alltaf gert og gera alltaf
Gunnarsdottir Dogg Silja komin í New York Times
Hefur ekki umboð, segja "þeir"
Nú er Ísland að birtast á síðum fjölmiðla heimsins, vegna Framsóknaryfirumsjónarmanns barna og marxískra bandalagsmanna þeirra á Alþingi Íslendinga. Gunnarsdottir sem var ekki spurð að því hvar hún vildi fæðast, fær ekki þær glóballar-undirtektir sem hún sennilega hafði vonast til, því varla getur verið um mikið annað að ræða, þar sem svo örfá umskurðartilfelli eru "skráð" í kennitölu-stasi-musteri Íslands
New York Times er að taka við sér og er byrjað að fjalla um málið. Vinsældir Íslands koma svo væntanlega fram á bankareikningi þeirra sem jafnvel ekkert hafa lagt inn, heldur bara tekið út og fjárfest því í framtíð Íslands. Lítil er hrifningin í grein blaðsins á hetjustöðutöku Gunnarsdottir án áhættu. Þetta er bara byrjunin
Annar sjálfstæður miðill spyr hvar Gunnarsdottir hafi fengið umboð til að tala fyrir hönd barna sem geta ekki talað. Hvar hefur hún fengið það umboð
Annar spyr hvort það sama eigi ekki líka að gilda um Kaþólsku, því það sé barna-níð að láta börn alast upp í Kaþólsku. Sá maður heitir víst Richard Dawkins og er sagður einn heittrúaðasti heiðingi heims
Annar segir að með þessu sé verið að höfða til tilfinninga fólks en ekki skynsemi þess. Engin heilsufarsleg rök er hægt að finna sem styðja hetjuskap Gunnarsdottir (fornaldarlegar beygingar og sértrúartákn stafasetta bönnuð)
Skírnin verður svo væntanlega tekin fyrir næst, barnaskólar bannaðir, því ekkert má kenna án samráðs við framtíðina, sem er ekki runnin upp
Bólusetningar ungbarna að þeim forspurðum verða svo væntanlega lagðar niður líka og nýjar miðaldir hefjast, því þrátt fyrir allt er hin heilsufarslega áhætta við þær líklega betur skjalfest en í umskurðarmáli Gunnarsdottir. Sagt er líka að Gyðingar fái bara alls ekki krabbamein í penis. Það las ég í læknablaðinu. Foreldrar hafa samt sem betur fer viljað taka áhættuna við bólusetningar, því annað gengur varla upp, heldur niður. En jafnvel það mál er að taka á sig nýja Framsóknarmynd. Kannski fangelsun verði líka látin gilda um þær þegar fram líður í framfaraheimi númennskunnar
Eina leiðin til að koma í veg fyrir nýjar miðaldir verður væntanlega sú að láta ÖLL BÖRN (ekkert barn má sleppa því Gunnarsdottir Silja Dogg segir í New York Times að bara eitt tilfelli sé einu tilfelli of mikið) alast upp í geimstöð á sporbraut um sólu án nokkurrar trúar- og menningamengunar frá foreldrum sínum né neinum öðrum. En það má auðvitað bara vera eitt barn í hverri geimstöð, því annars gætu þau haft áhrif á hvort annað og jafnvel myndað tengsl og einhver í hópnum gæti tekið upp á því að verða flugnahöfðingi yfir hinum. Einöngrum því börnin frá öllu mannlegu og látum Framsóknargeimstöðina um restina
En Gunnarsdottir veit þetta allt, því hún er réttargæslumaður Framsóknar yfir öllum börnum allra foreldra Íslands og á endanum víðar. Hún höfðar nefnilega til úniversal-sósíalisma John Locke, því á honum byggja mannréttinda-stjórnmálin pólitík sína. Og þegar þau úniversal lög voru innleidd fyrst, þá fengu þeir franskmenn sem vildu ei samþykkja þau, ekki að vera með í hinni nýju frönsku þjóð, heldur var höfuð þeirra með fallöxi höggvið af og út úr nýju þjóð úniversalismans. Ekki umskornir, heldur niðursneiddir. Líberalistinn John Locke skaffaði þarna hinu nýja Frakklandi skilgreininguna á því hverjir máttu að vera í þjóðinni og hverjir ekki. "Allir í heiminum" áttu að hafa sömu "réttindi" í fyrstu grein frönsku stjórnarskrárinnar eftir byltinguna, en strax í þriðju grein hennar kemur mótsögnin og algera þversögnin við úníversalisma Locke í fyrstu grein, sem rústað hefur 15 stjórnarskrám og fimm lýðveldum Frakklands, síðan þá. Þetta er sjálfur grundvöllur mannréttinda-stjórnmálanna í dag. Fúinn, lúinn og fullkomið fíaskó frá fyrsta degi
Líklega er eina leiðin til að komast sæmilega frá þessu sú, að fjölga fóstureyðingum upp í 100 prósent eða láta meðgönguna standa yfir í 18 ár
Það bragð er að læðast í munn manns að viðbendlun Framsóknarflokksins við fasisma hafi verið rétt en ekki röng. Hvað eruð þið að gera með svona í ykkar hjörð Framsóknarmenn? Þetta er ekki forystukind, heldur eitthvað annað, en sem ég get ekki séð hvað er. Draugur?
En hvað með bændur. Eruð þið alveg búnir að gefast upp á þeim? Fjárhirðunum Abraham, Jakob, Móses og Davíð. Allir sauðfjárbændur sem halda hjörð sinni saman, en sundra henni ekki. Sama hvaða baráttu það kostar. Þrjú þúsund ár takk
Meira kaffi?
Fyrri færsla
Mun ESB loksins skaffa Evrópu nýjan Hitler?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. febrúar 2018
Mun ESB loksins skaffa Evrópu nýjan Hitler?
Wolfgang Munchau spurði athyglisverðrar spurningar í gær:
Er (CDU) Kristilegi Demókrataflokkur Angelu Merkel íhaldsmannaflokkur?
Hann segir að öndvert við bæði Bandaríkin og Bretland, sé aðeins einn íhaldsmaður til í gjörvallri þýsku pressunni og að sá maður sé Jasper von Altenbockum á FAZ (Frankfurter Allgemeine Zeitung). Það sem gerir hann athygliverðan í okkar augum, segir Munchau, er það að hann sér flokksátökin innan CDU með skarpari augum en allir aðrir sem við höfum fylgst með
CDU leikur aðalhlutverkið í þýskum stjórnmálum eins og er, segir Munchau. En það er fyrst og fremst vegna þess að þýskir sósíaldemókratar liggja nú þegar dauðir á gólfinu. CDU er ennþá frekar stór flokkur, hann mælist enn með rúmlega 30 prósent fylgi, en sem er á hraðri niðurleið. Altenbockum, segir Munchau, spyr hvers vegna CDU bregðist með svo miklu ofnæmi við því áliti að flokkurinn sé, eða ætti minnsta kosti að vera, flokkur íhaldsmanna
Altenbockum segir að í þröngum skilningi séu allir stjórnmálaflokkar Þýskalands íhaldsflokkar. Þeir vilja allir halda fast í það sem skiptir þá máli; markaðshagkerfið, velferðarkerfið og gott heilbrigði skóga landsins. Viðhorf þeirra eru með öðrum orðum hin dæmigerðu viðbrögð flestra við frönsku byltingunni 1798, og í þeim þrönga skilningi er CDU íhaldsflokkur
En CDU er ekki íhaldsmannaflokkur í hinum djúpa og breiða skilningi sem bandarískir Repúblikanar eru, né heldur í þeim breiða og altumfaðmandi Ensk-Ameríska-arfleiðar skilningi sem Breski íhaldsmanaflokkurinn er. Þeir flokkar þekja bæði í dýpt og breidd allt hið pólitíska litróf hægri vængsins (og hugmyndafræði þeirra er massíf og ritningalega klassísk, GR)
Og skörp augu Altenbockum sjá þetta; AfD-flokkurinn (Valkostur fyrir Þýskaland) hefur ekki bara fyllt þetta pólitíska tómarúm CDU-flokksins upp með sinni stefnu, heldur hefur AfD einnig þrýst CDU enn frekar inn á hina pólitísku miðju stjórnmála (þar sem þýskir sósíaldemókratar liggja nú í valnum, GR). Altenbockum endar röntgenlýsingu sína á Þýskalandi með þessum orðum: Hið pólitíska lykilmál í Þýskalandi í dag er ekki efnahagsmál, heldur innflytjendamálið, þar sem Þjóðverjum finnst þeir vera orðnir útlendingar í sínu eigin landi
*****
Það er nefnilega það. Og þar sem síðasti Hitler Evrópu var sósíalisti og jafnvel sósíaldemókrati og sem þjóðnýtti stjórnmálin í landinu (þau máttu aðeins snúast um einn málstað; útþenslustefnu sem var sú að gleypa helst allan heiminn og hreinsa Gyðinga og annað "óæskilegt" úr honum), þá er vert að minnast þess að í dag hefur Evrópusambandið einnig þjóðnýtt næstum öll stjórnmál álfunnar, því þau mega aðeins snúast um einn málstað; sameiningu Evrópu. Öll önnur stjórnmál eru því sem næst bönnuð. Það sést ágætlega á þrotlausum bardaga Bretlands við hin nýju alræðisöfl ESB yfir Evrópu, þessi árin, og sem eru að reyna að búa svo tryggilega um ESB-rimlana, að enginn annar reyni nokkru sinni við þá aftur
Angela Merkel er nú á fullu við að útnefna "eftirmann" sinn í CDU-flokknum, sem er á leið í hrúguna á gólfinu. Og sennilega vegna þess að hún er alin upp í kommúnistaríki, þá lítur hún svo á að flokkurinn sé hennar eign. Að hún en ekki flokksmenn viti hvað flokknum er fyrir bestu varðandi næsta mann í brúnni. Þessu hafa sumir núið Davíð Oddssyni um nasir, sem aldrei virðast nógu stórar fyrir allt vont úr beinlausu nefi svo margra. Að hann gerði ekki eins og keisari Merkel gerir, heldur lét flokksmenn ráða í sínum flokk
Við vitum vel að með Angelu Merkel við einræðisstjórn í hvaða flokki sem er, hefði Donald Trump aldrei komist á blað sem "eftir-maður" eins né neins. Því fer fjarri. En mannkynssagan sjálf er hins vegar að skrifast sú, að það er einmitt þess vegna að tímatalið mun ekki bara segja fyrir og eftir Krist, heldur einnig fyrir og eftir Donald Trump og Brexit á nýöld manna - sem svo margir menn virðast bara alls ekki ráða við
Og það virðist Sjálfstæðiflokkurinn bara alls ekki gera. Hann er því á leið í hrúguna, nema að ég sé sá sem ekkert sér. Leiðir Íhaldsmanna og Líberalista eru að skilja. Þeir eru ekki lengur ein og sama skepnan og voru það aldrei
Þeir sem vilja vita hvað hin Ensk-Ameríska hefð Íhaldsmana er og um hvað hún snýst, ættu að lesa þá merku sögu frá og með brautryðjendum hennar, sem eru Sir John Fortescue (dæmi: Praise of the Laws of England) 1394-1479 og John Selden (dæmi: no taxation without representation) 1584-1654, og fram til dagsins í dag; sem er Donald J. Trump og Brexit. Sú merkilega saga er eftir Ofir Haivry og Yoram Hazony, og hún er hér: Hvað er Íhaldsstefna?. Þetta verða sem flestir Sjálfstæðismenn að vita ef þeir ætla að lifa af. Annars geta þeir ekki með góðum árangri glímt við neitt mál sem miklu skiptir á nýöld okkar manna í dag. Án þessa skilnings enda Sjálfstæðismenn ekki á söguloftinu mikla, heldur í kústinum á sögugólfinu stóra
Fyrri fræsla
Loftið byrjað að síga úr Gorgeir Íslandus
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- Tilvistar-vandamál meginlands Evrópu komin í meðferð 7300 km ...
- Kalda stríðið orðið að leit Evrópu eftir alþjóðlegri vernd [u]
- Gunnar Bragi hefur rétt fyrir sér
- Eitthvað sem ekki passar hér [u]
- Kristrún stígur ekki í vitið, svo mikið er nú víst
- Þorgerður mín
- Kína komið til "ósubbulegs" sálfræðings
- ESB og Kína þekkja ekki bandaríska miðvestrið
- Bóndinn og prófessorinn í Selma um tolla Trumps. Grænland
- Evrópa er á leiðinni á nauðungaruppboð: Kaninn unir ekki að G...
- Svo lengi sem Grænland er viðriðið Danmörku mun heimurinn ekk...
- Landsölupakkhús Þorgerðar fúlt út í JD Vance
- Kannski hægt að byrja á farsímavef Veðurstofunnar - strax í d...
- Hamast við moksturinn í Reykjavík
- Grunnvextir hækka á evrusvæðinu - varanlega
Bloggvinir
-
Heimssýn
-
Samtök Fullveldissinna
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Ragnhildur Kolka
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Haraldur Hansson
-
Haraldur Baldursson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Halldór Jónsson
-
Valan
-
Samstaða þjóðar
-
Frjálshyggjufélagið
-
Sigríður Laufey Einarsdóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Jón Valur Jensson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Jón Ríkharðsson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Valdimar Samúelsson
-
Fannar frá Rifi
-
Bjarni Jónsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Gunnar Ásgeir Gunnarsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Örvar Már Marteinsson
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Gestur Guðjónsson
-
Ingvar Valgeirsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Guðmundur Helgi Þorsteinsson
-
Lísa Björk Ingólfsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Bjarni Harðarson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
gudni.is
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Tryggvi Hjaltason
-
ESB
-
Marinó G. Njálsson
-
Baldvin Jónsson
-
Elle_
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Johnny Bravo
-
Jón Finnbogason
-
Rýnir
-
Þórarinn Baldursson
-
P.Valdimar Guðjónsson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Ívar Pálsson
-
Júlíus Björnsson
-
Guðjón Baldursson
-
Baldur Fjölnisson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Einar Ólafsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Vilhjálmur Árnason
-
gummih
-
Sveinn Tryggvason
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Jóhann Elíasson
-
Baldur Hermannsson
-
Kristinn D Gissurarson
-
Magnús Jónsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Aðalsteinn Bjarnason
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Þorsteinn H. Gunnarsson
-
Haraldur Pálsson
-
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
-
Bjarni Benedikt Gunnarsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Ægir Óskar Hallgrímsson
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Óskar Sigurðsson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Hörður Valdimarsson
-
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Ásta Hafberg S.
-
Erla J. Steingrímsdóttir
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Árni Bragason
-
Jón Lárusson
-
Högni Snær Hauksson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristinn Snævar Jónsson
-
Sigurður Ingólfsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Sigurður Þórðarson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Vaktin
-
Sigurjón Sveinsson
-
Dóra litla
-
Arnar Guðmundsson
-
Jörundur Þórðarson
-
Rafn Gíslason
-
Hjalti Sigurðarson
-
Kalikles
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Egill Helgi Lárusson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jón Pétur Líndal
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Reputo
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Als
-
Friðrik Már
-
Gísli Sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Rauða Ljónið
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Kári Harðarson
-
Sigurður Antonsson
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Dagný
-
Guðmundur Pálsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Birgir Viðar Halldórsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Tíkin
-
Jón Þórhallsson
-
Íslenska þjóðfylkingin
-
Erla Magna Alexandersdóttir
-
Óskar Kristinsson
-
Dominus Sanctus.
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 90
- Frá upphafi: 1407424
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008