Leita í fréttum mbl.is

ESB hefur þrjá daga til að forðast viðskiptastríð

Donald Trump er þessa dagana að hlusta á vol og væl sendinefndar Þýskalands með Brussel-hatta á höfðunum í betliferð til Washington. Óðir hattarar ESB hafa nú þrjá daga til að komast hjá viðskiptastríði við Bandaríki Norður-Ameríku

Þýskaland er með 9 prósent af landsframleiðslu í viðskiptahagnað við umheiminn. Það er stærsti hagnaður í heiminum í krónum og aurum talið og klafi á bæði heiminum sem og öðrum esb-ríkjum, og langt fyrir ofan það sem sáttmálar esb heimila. Nema á Rússlandi. Þar er smá útflutningsplús fyrir Rússland vegna rússnesku orkunnar sem Þýskaland er algerlega háð. En útflutningur Þýskalands til Rússlands hefur samt og þrátt fyrir svo kölluð "höft" vaxið svo að hann er nú á pari við það sem var árið 2007. Þessi útflutningur Þýskalands til Rússlands tryggir að sérhver samstaða Þýskalands með Stóra-Bretlandi og Bandaríkjunum er aðeins í orði, en ekki á borði. Enda er rúmur meirihluti Þjóðverja hlynntur frekari nálgun Þýskalands við Rússland, á sama tíma og 82 prósent Þjóðverja hræðast Donald Trump, en aðeins 44 prósent segjast hræðast Pútín hinn Góða

Ef ESB gengst ekki að tollaáformum Trumps á stál og ál og þrengingum að Kína, þá skellir hann tollum á alla bílaframleiðslu ESB-ríkjanna. Og ef Donald Trump á yfirhöfuð að skoða hinn afar slæma málstað ESB-landanna, þá þurfa þau fyrst að leggja skothelda áætlun á borðið fyrir framan hann, yfir hvernig þau sem NATO-ríki ætla að mæta NATO-sáttmála-skuldbindingum sínum um að þau leggi tvö prósent af landsframleiðslunni af mörkum til varnamála. Bandaríkin borga 70-75 prósent af varnarútgjöldum NATO, en meginland Evrópu næstum ekkert

Þetta geta ESB-ríkin auðvitað ekki, því þau eru ófullvalda efnahagslegir krypplingar og færu í þrot ef þau ættu að verja sig sjálf. En kannski Rússland geti aðstoðað Þýskaland við að klæða sig í svona eins og einn drullusokk eða svo. Hver veit. Hver veit hvenær Þýskaland tryllist á tollunum og reiknar sig aftur austur. Svar: það veit enginn

Þeir sem trúa ekki eiturefnaárás upp á Rússland, eru annað hvort með hlátursgaslögn í heilann eða sjá sýnir, þó svo að rjúkandi sannanir skorti. Það er bara ein ástæða fyrir því að Vladímír Pútín er forseti Rússlands núna; 1a. hann er hvorki væskill að nafni Mikhail Sergeyevich Gorbachev, né 1b. volæðingurinn Boris Nikolayevich Yeltsin. Pútín er það sem menn óttast. Og þess vegna er hann einmitt forseti Rússlands. Hann er það sem rússneska fólkið óskar sér; Varðstöðumaður Rússlands sem menn taka mark á. Fjórar innrásir úr vestri gleymast ekki svo hratt. Rússland er ekki hvaða ríki sem er og verður það aldrei. Það verður aldrei eins og menn í vestri óska sér að það sé. Eins gott er að horfast í augu við þá staðreynd og standa sig á verðinum gagnvart Rússlandi, því annars fer illa. Þeir einu sem staðið geta þá vakt eru Bandaríkin, saman með vissum löndum Austur-Evrópu

En eins og er, hefur Rússland aðeins efni á lyklaborðs-aðgerðum, hersýningu í Sýrlandi og pólitískum púðurdósamat. Ef olíuverðið hefði ekki hrunið, þá hefði Rússland nú þegar haft efni á Úkraínu. En efnahagsstaðan núna er sú, að það er rétt svo að Rússland hefur efni á að niðurgreiða olíuna til Hvíta-Rússlands um 2,5 milljarða dali á ári, undir heimsmarkaðsverð. Og meira að segja rússneskt dagblað kvartar yfir því "tekjutapi" rússneska ríkisins

Fyrri færsla

Spái Sjálfstæðisflokknum 34 prósent fylgis í næstu kosningum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð greinagerð og tek undir þetta.

Valdimar Samúelsson, 20.3.2018 kl. 17:40

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Valdimar.

Mig langar að undirstrika það hér, að þó svo að ég trúi eiturvopnaárás upp á rússnesk stjórnvöld, þá þýðir það samt ekki að þau séu sek um slíka árás á Bretland um daginn. Að trúa er ekki það sama og vita. En ég yrði samt ekki hissa ef sú verður sannanleg niðurstaða, ef hún þá yfir höfuð er fáanleg, sem ég óttast að verði aldrei.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.3.2018 kl. 20:59

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Satt Gunnar en mér finnst það svo asnalega tímasett hafi Putin gert þetta. Kv v 

Valdimar Samúelsson, 20.3.2018 kl. 21:41

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þvert á móti Valdimar. Ég held að tímasetningin sé mjög vel valin. Hún er vel valin til að þrýsta fleyg á rétta staði til að knýja fram rof í samstöðu um refsiaðgerðir gegn Rússlandi.

Helmingur ítalska þingsins eru nú kommar sem styðja Kreml.

Bretland er á leið út úr ESB en segist vilja halda fast í þétt varnarsamstarf við meginlandið. Það hentar Rússlandi ekki vel. "Hvað á það að kosta okkur mikið að standa með þessum fíflum þarna í Bretlandi sem kjósa sjálfstæði", eru eflaust margir á meginlandinu sem hugsa með tilliti til viðskipta við Rússland ó ljósi þeirrar staðreyndar að þeir geta misst af viðskiptum við Bretland. "Hvað þykjast Bretar vera betri en við. Við þurfum ekki á Bretlandi að halda" - er niðurstaða sem nú þegar er orðin að staðreynd.

Stór hluti þýskra stjórnmálmanna styður Kreml.

Þýski iðnaðurinn styður Kreml.

"Pólland er að reyna að standa uppi í hárinu á Rússlandi og okkur líka", segja þeir sem hafa peningapólitísku lyklavöldin í ESB. "Niður með Pólland. Látum okkur ofsækjum Pólland".

Utanríkisráðherrar ESB-landa héldu fund í gær. Samþykkt var samstaða með Bretlandi, en ekkert verður aðhafst. Ekkert aðhafst.

Ég myndi segja að tímasetningin hafi verið fullkomin. Ef það kemur ekkert út úr fundi forsætisráðherra ESB-landa á fimmtudaginn, þá veit Rússland að aðgerðin hefur heppnast. Bein braut er þá fyrir Moskvu til að kýla enn frekar á enn fleiri fleyga inn á milli ESB-landa hér og þar.

Gunnar Rögnvaldsson, 21.3.2018 kl. 00:02

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Gunnar,ég sé sýnir en gott að lesa þetta.

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2018 kl. 01:04

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Helga.

Já. Við skulum vona að sýn þín sé rétt, að minnsta kosti þar til annað kemur í ljós.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.3.2018 kl. 01:50

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

 Ég fæ ekki séð hvernig þú finnur út að Ítalskir og Þýskir stjórnmálammenn styðji Kreml,auk þýska iðnaðarins.

Þessir aðilar eru hins vegar farir að styðja sjálfa sig.

Þeir sjá ekki lengur neinn hag í að styðja atlögu Bandaríkjanna að Rússum ,tapa fullt af pening í leiðinni og græða ekki neitt. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ekki barátta þessara ríkja hvort sem er. Evrópuríkin eiga ekkert sökótt við Rússa.Og Rússar áttu ekkert sökótt við Evrópu fyrr en ESB fór í Úkrainuleiðangurinn fræga.

Ég er hræddur um að leiðtogar Evrópu séu farnir að naga sig illilega í handarbökin fyrir þá Bjarmalandsför. Og þeir eiga eftir að naga miklu meira ,af því einn góðann veðurdag verður ekki lengur hjá því komist að díla við afleiðingarnar. Ástandið í 'Ukrainu verður sífellt hættulegra fyrir Evrópu með hverjum deginum sem líður. Ég er hræddur um að Rússar skeri þá ekki niður úr þessari snöru.

Varðandi eitrunina.

Það er ekki gott að segja af hverju Bretar eitruðu fyrir feðginunum. Það kemur sennilega aldrei í ljós.Hugsanleg skýring gæti verið að fylgi við ríkisstjórn Theresu May var í frjálsu falli og ráðaleysi hennar og kjarkleysi í afgreiðslu BREXIT var orðið í meira lagi pínlegt. Hvað er þá betra en að beina reiði almennings í aðrar áttir. Og þetta tókst,allavega í bili.

Þessi aðgerð sýnir enn og aftur hvað leiðtogar okkar eru veikir og vanhæfir,nánast sama hvar er borið niður. Þarna fer May út í stórkostleg slagsmál við Rússa, bara til að losna við óþægilega gagnrýni í augnablik. Hún er ekki fær um að hugsa neitt lengra.

Þvert á það sem hún hafði vonast eftir ,eru Evrópubúar og jafnvel ekki  Bandaríkjamenn neitt sérlega áfjáðir í að fara út í frekari átök við Rússa vegna upploginna saka frá London. Stuðningsyfirlýsingar þeirra eru meira fyrir siðasakir,en að þeir hafi nokkurn hug á að láta aðgerðir fylgja orðum.

Nú situr May uppi með timburmennina. Allir bíða nú eftir einhverjum sönnunum frá Bretum og Rússar þjarma miskunnarlaust að henni. Ég gæti trúað að áður en yfir líkur munii hún óska þess heitast að hún hafi tekist á við reiði kjósenda ,frekar en að baka sér reiði Rússa.

Þessi aðgerð er sama eðlis og þegar Trump gerði eldflaugaárásina á Sýrland fyrir upplognar sakir. Henni var ætlað að létta í augnablik álaginu af árásum Demókrata. Það virkaði í nokkra daga,en svo fór allt í sama horf. Munurinn er samt sá að þetta afði engar neikvæðar afleiðingar fyrir Trump.

Þetta verður samt að teljast plagsiður að vestrænir stjórnmálamenn drepi í sífellu saklaust fólk sem er algerlega ótengt málinu, til að komast hjá óþægindum.

Okkur vesturlandabúa skortir tilfinnanlega stjórnmálamenn sem eru færir um að hugsa meira en viku fram í tímann.

Borgþór Jónsson, 21.3.2018 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband