Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkin á leið úr endurreisnar-hlutverki

Wilbur Ross viðskiptaráðherra Donalds Trump, segir að tímabilið frá 1945 sé liðið og að fyrir höndum sé að vinda ofan af því. Þann 4. mars síðastliðinn sagði hann:

- - - 

"Frá lokum Síðari heimsstyrjaldar höfum við [Bandaríkin] einliða gefið og veitt allskonar ívilnanir. Í byrjun var sú stefna sennilega af hinu góða ... ívilnanir sem til dæmis sanngjarnt var að veita Þýskalandi og Japan 1945, en sem ekkert vit er í að veita lengur", sagði hann. "Þessi lönd standa sterkt, eru þróuð hagkerfi og þarna er mikið af sögu [history] sem þarf að vinda ofan af"

- - -

Þetta fellur að þeirri skoðun minni að Bandaríkin séu að enda hlutverk sitt sem endurreisnarveldi heimsins og hafi frá og með 2008 farið inn í sitt eigið endurreisnartímabil, sem hefst með verkstjóranum Donald Trump 2017

Heimurinn allur er því að renna inn í nýtt enduruppsetningartímabil sem hefst með, já hverjum öðrum en Donald Trump Bandaríkjanna og Brexit Stóra-Bretlands

Síðast tók það Repúblikana sjö áratugi forseta úr flokknum að koma Bandaríkjunum úr rústum borgarastyrjaldar og í það að vera öflugasta framleiðsluveldi sem mannkynið hafði nokkru sinni séð. Tímabilið hóst með Abraham Lincoln 1861 og verkið stóð klárt þegar Calvin Coolidge yfirgaf Hvíta húsið 1929

Endurreisn Bandaríkja Norður-Ameríku er hafin. Og ekkert smá stykki mun koma út úr henni

Fyrri færsla

Vísindafélagið Vanþekking fær á sig drit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Flott Grein og við erum áfram að reyna að alþjóðavæða okkur og flytjum inn fólk bak og fyrir ásamt túristum og ráðum ekki við kerfið lengur.

Valdimar Samúelsson, 8.3.2018 kl. 11:03

2 Smámynd: Hrossabrestur

Ekki horfir vel fyrir Evrópu þegar Bandaríkin hætta að anda ofan í hálsmálið á Evrópu, þá eru nú aldeilis líkur á að ófriðurinn sem ESB var stofnað til að koma böndum á sjóði upp úr öllu valdi í boði ESB.

Hrossabrestur, 8.3.2018 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband