Föstudagur, 22. maí 2020
Hvað á hrun ferðaþjónustu sameiginlegt með hruni í banka- og fjármálaþjónustu?
Er Tokkata ELP frá 1973 lýsandi fyrir ástand eða stemmingu alþjóðamála í dag? Á plötunni Brain Salad Surgery gat maður allaf huggað sig við að næsta lag á eftir tokkötunni er Still...You Turn Me On. En hljómplata er þó aðeins hugarfóstur. Hvernig verður sjálfur veruleikinn eftir Wuhan-veiruna sem kom ofan í hrun alþjóðlegra fjármála? Það er stóra spurningin. Tvö meiriháttar hrun á aðeins 12 árum og allt glóbalisma að kenna...
****
BANKABÓLAN OG FERÐAMANNABÓLAN (SEM BÝR INNAN Í NÁTTÚRUBÓLUNNI)
Jú fyrir það fyrsta eru bæði fyrirbærin þjónustugreinar. Og fyrir það annað þá byggðust bæði fyrirbærin á því-sem-næst óheftu flæði yfir landamæri sem voru af tveimur gerðum og styrkleikum. Landamæri þjóðríkja og hins vegar landamæri hugarfóstursfyrirbæra prómilluelíta á borð við Schengenbrunagildru hagkerfa
Fyrir bankahrun var flæði fjármagns á milli landa næstum óheft um tíma. En svo kviknaði í vissum geymslustöðvum þess og þá fossaði fjármagnið til þeirra ríkja sem buðu mestu og bestu þjóðríkisábyrgðirnar. Ríkin í Evrópusambandinu yfirbuðu hvort annað með ríkisábyrgðum til að reyna að koma í veg fyrir að allt fé myndi flýja löndin og skilja þau eftir á borð við mergsogið lík sem vampíra hefur tæmt af blóði. Aðeins hársbreidd munaði að sum lönd í pappírstrúarfyrirbærinu Evrópusambandinu yrðu þjóðargjaldþota, því þau höfðu látið glepjast og leigt vopnabúr sín út til aðila sem notuðu þau síðan til að ráðast að þeim sjálfum. Þau voru algerlega varnarlaus og hlekkjuð
Næstu 5-10 árin frá fjármálahruni fóru síðan í að smíða varúðarráðstafanir af ýmsum toga sem koma eiga í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Mikið, stórt og nýtt lagaverk fæddist um þá þjónustugrein
Eins verður það með hina alþjóðlegu-ferðaþjónustu. Næstu árin munu fara í að smíða girðingar sem koma eiga í veg fyrir tryllingslegan hagkerfisbruna á borð við þann sem Kínverski kommúnistaflokkurinn kom af stað með frjálsu og óheftu flæði Wuhan-veira út yfir heimsbyggðina, innan í trójönskum líkömum ferðamanna, sem fluttu bálkestina á milli heimshvela á aðeins 14 tímum. Er Kínverski kommúnistaflokkurinn og álíka gangster-pólitísk element jaðar nú kominn á bragðið og sér hversu öflugt vopn hann hefur í höndunum til að beita á beinlausa grænfugla Vesturlanda af líberalistakyni, sem búa innan í náttúrubólu
Íslenska bankakerfið er aðeins svipur hjá sjón í dag miðað við árin 2000-2009. Það var minnkað því það reyndist þjóðhættulegt. Ferðaþjónustan mun einnig minnka mikið, því óheft flæði fólks yfir landamæri ektaríkja hefur sýnt sig að vera þjóðhættulegt fyrirbæri. Greinin verður enduruppsett á nýjum forsendum. Og einnig hún, verður ekki nema svipur hjá sjón miðað við ferðabóluárin 2010-2020. Þeir sem halda annað eru að bíða eftir síldinni eins og hún var, en varð aldrei aftur
Næsta lag á plötunni er því.. hvað?
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 20. maí 2020
Rangt: Tapast ekki
Þetta er beinlínis rangt. Engar gjaldeyristekjur tapast. Það kostar gjaldeyrisforðann ekkert að missa af komum erlendra ferðamanna
Og ef ferðanjálgur Íslendinga sjálfra til útlanda er dreginn frá, þá missum við sennilega ekki af miklu hér, eins og staðan er núna. Íslendingar þurfa ekki lengur að flýja sitt eigið land vegna erlendra ferðamanna hér heima
Þetta er eins og að segja að fyrst að ríkisbáknið hafi ekki lagaheimild til að hrifsa til sín öll laun launþega í landinu, að þá hafi ríkið tapað því fé. Það er ekki hægt að tapa því sem ekki var
Ég er ekki einu sinni viss um að nettójöfnuður gjaldeyrisviðskipta með ferðaþjónustu sé svo mikið síðri án hennar þegar að allt sem tengist framleiðslugetu hennar er reiknað með. Flugvélakaup og flugvélaleiga fara fram í erlendri mynt og kosta foss af erlendum gjaldeyri - og heimsendingar hins innflutta erlenda þrælavinnuafls greinarinnar af gjaldeyri (e. remittance) er stór hluti af útflæði gjaldeyris. Og markaðsfærslan erlendis kostar líka, plús slit á innviðum í landinu
Ferðaþjónustan er þess fyrir utan einn lélegasti skattgreiðandinn í hagkerfinu því henni hefur aldrei græðst fé. Hún er fyrst og fremst tapsgefandi veltugrein með ekkert eigið fé og sem leggur hald á vinnuafl til tapreksturs. Það er nú ekki beint til þess sem skattgreiðendur lýðveldisins fjármagna framhalds- og háskóla: til að útskrifa fólk til starfa í tap- og núllrekstri
Þess utan er ferðaþjónustan að mestu komin niður í undanrennuna erlendis, þannig að hver erlendur ferðamaður núna gefur lítið af sér miðað við þá sem komu á árunum áður en geirinn bólugróf sig með aðstoð misvitra stjórnmálamanna
Á mektarárum Nokia í Finnlandi, GSM-símar, varð viðskiptajöfnuður vegna framleiðslugetu þess neikvæður, því flytja þurfti íhlutina inn og framleiðsluapparatið líka. Álverið í Straumsvík er til dæmis þjóðhagslega mikilvægara fyrir okkur en Nokia var fyrir Finnland
Engir erlendir ferðamenn vaxa í íslenskri langhelgi. Og þeir vaxa ei heldur neins staðar úr íslenskri mold. Það verður að flytja þá alla inn. Hvernig væri nú að læra loksins að gera út á Íslendinga sjálfa - og leyfa hinu innflutta að grasrótarspretta af sjálfu sér og að halda þessari atvinnugrein eins og hún var hugsuð, sem fyrst og fremst aukabúrgrein sem allir geta verið án ef út í það er farið. Þetta verður hvort sem er ávallt láglaunabæli og taprekstrargeiri með lítið sem ekkert eigið fé
Sjálfum líst mér betur á að beita milljón eða tveimur af sauðfé á landið og vera með hátæknivæddan ullar og tískuullariðnað og alþjóðlegar tískusýningar og stefnur á íslenskri ullarframleiðslu, hönnun og litum. Þetta gæti orðið sérgrein sem til dæmis Marel tæki tæknilegan þátt í. Sauðkindin græðir landið og betra er að veita ríkisstyrk í góðar girðingar en í salernispappírsrúlluvöxt af asparkyni út í loftið
Fyrri færsla
Ríkisstjórnin að smíða fallöxi á restina af ferðaþjónustunni?
![]() |
1,5 milljarðar tapast á hverjum degi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mánudagur, 18. maí 2020
Ríkisstjórnin að smíða fallöxi á restina af ferðaþjónustunni?
VANVITAR?
- Halda mætti að afglapahátturinn innan ríkisstjórnarinnar sé vegna hagsmunatengsla ráðherra sjálfra og embættismanna inn í ferðaþjónustuna
Manni ofbýður heimska ráðamanna í sambandi við ferðaþjónustuna sem atvinnugrein. Þeir hafa gert hana að eins konar útgerðarfélagi í ætt við nektardansmeyjarekstur rússnesku ólígarkanna upp úr 1995
Íslensk ferðaþjónusta samkvæmt eðli málsins um Ísland á að vera alger aukabrúgrein og sem hagkerfið vel getur lifað án, já, en hún er fyrir vikið orðin lággildis fyrirbæri sem kostar orðið þjóðina meira en hún nokkru sinni mátti. Ekki nóg með það að greinin sé efnahagslega ein hættulegasta grein í heiminum í dag, þá hefur hún skrumskælt og vanskapað hagkerfið okkar á hinn versta veg
Allur bransinn sem heild er á hausnum eins og hann leggur sig, og það sem verra er, hann hefur alltaf verið því sem næst á hausnum og frekar tapað fé en að græðast það. Eiginfjárstaðan er núll og engir peningar eru til til að mæta áföllum og allra síst til fjárfestinga í niðurslitnu bambuskofadrasli sem lán voru tekin fyrir svo velta mætti fé en ekki græða það, þ.e. ferðaþjónustan er að mestu veltugrein með enga arðsemi
Öll lönd sem eiga eitthvað undir þessari atvinnugrein komið í dag, munu fara verst úr úr hamförunum núna og búa við hæsta atvinnuleysi um mörg ókomin ár (sjá nýja rannsókn BIS). Þessi lönd voru flest á hausnum fyrir og er ferðaþjónusta samnefnari fyrir þau. Hún er í senn bæði orsök og afleiðing fátæktar og fellibylja gjaldþrota næstum hvert einasta "normal" ár, fyrir utan hryllingsstöðuna núna og næstu árin
Mynd WSJ 8. maí 2020: Hrun í bókunum veitingageirans í nokkrum löndum í aðdraganda lokunar-aðgerða stjórnvalda. Það voru því ekki stjórnvöld sem lokuðu þessum bransa. Það voru kúnnarnir. Um engar náttúruhamfarir er að ræða, ekki frekar en þegar tilkoma internetsins og glóballarseríngin tók milljónir fyrirtækja af lífi um alla jörð
****
Staðreyndin er sú að í aðdraganda aðgerða stjórnvalda vegna Wuhanveiru-faraldursins í mars 2020, höfðu pantanir og sala á til dæmis veitingahúsum í mörgum löndum þegar hrunið um 50-90 prósent. Það þurfti ekki aðgerðir stjórnvalda til. Fólk kunni alveg að hugsa sjálft og það hætti því sjálft að koma
Mynd: WSJ-DS 18. maí 2020. Hvers hlakka Bandaríkjamenn mest til að geta gert þegar landið opnar
****
Það sem Bandaríkjamenn hafa saknað allra minnst og hlakka minnst til að gera þegar hagkerfið opnar á ný, eru utanlandsferðir. Aðeins 17 prósent landsmanna hlakka til þess að slíkar ferðir verði mögulegar. Á sama tíma hlakkar 40 prósent þjóðarinnar til að geta ferðast innanlands í sínu eigin landi. Svona er staðan líklega í flestum löndum. Fólk kann enn að hugsa sjálft
Meira að segja tapararnir Demókratar með Trump á heilanum trúa á landamæri og lokun þeirra núna, en það gerðu þeir ekki áður en kínverska Wuhanveiran skall á landi þeirra. Þá hötuðust þeir út í alla og allt sem hafði með landamæri þjóðríkja að gera og fólk að sunnan flæddi stjórnlaust inn í landið og ekkert mátti gera í því. Nú heimta þeir hins vegar að öllu sé haldið læstu og lokuðu til helst eilífðarnóns
En landamæri virka og það hafa þau alltaf gert, sé þeirra gætt. Þeirra vegna erum við þjóðin komin með næstum 100 prósent Wuhanveiru-öruggt umhverfi hér í okkar ríki og þjóðin er að endurheimta þjóðfrelsið til athafna í sínu eigin landi, eftir að hafa fært miklar fórnir. Þeim fórnum á ekki að kasta fyrir róða eins og að þær hafi ekkert kostað og séu einskis virði. Schengen virkar hins vegar ekki, og mun aldrei gera, eins og sást og sést enn
Ef að íslensk stjórnvöld ætla að opna fyrir erlenda ferðamenn til Íslands í sumar þá mun það þýða að Íslendingar halda sig heima við og kaupa ekki þessa þjónustu, því einnig þeir kunna að hugsa. Erlendir ferðamenn útiloka Íslendinga
Með því að opna fyrir erlenda ferðamenn sem næstum allir koma frá löndum sem ekkert hafa skimað fyrir veirunni miðað við Ísland, þá eru ráðamenn að hætta því sem Ísland getur ekki verið án, þ.e. flestum öðrum atvinnuvegum landsins, fyrir það sem þegar í ljós er komið að missa má sig og við getum vel verið án og verðum þar að auki að geta verið án í framtíðinni miðað við furðutímana fyrir faraldur
Og fyrst við erum að þessu, þá var það fáránleg heimska að skattleggja ekki erlendu gæsirnar inn í helvíti á meðan þær voru hér. Nú sitja ráðamenn hins vegar tómhentir með burtflognar gæsir í loftsósu, gapandi upp í gnauðandi vindinn plús atvinnubransa sem í heild aldrei græddi krónu
Hið strategíska efnahagslega þrotabú einkum ráðherra Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum, getur varla verra orðið. Hið sama virðist gilda um geopólitíska staurblindu þess forystulausa flokks. Hún fer að jafnast á við staurblindu Samfylkingarflokkanna, þ.e. krataplágur
Fyrri færsla
NATO-afneitunardæmi Vinstri grænna nálgast landráð
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 15. maí 2020
NATO-afneitunardæmi Vinstri grænna nálgast landráð
Þetta NATO-afneitunardæmi Vinstri grænna nálgast það að vera landráð. Og er það því miður einnig enn eitt dæmið um eyðimerkurgöngu Sjálfstæðisflokksins undir núverandi gervigrasrótarforystu hans, og sem gólfmottudregill undir gamla vinstripólitíska ruslatunnusöngnum sem sunginn hefur verið alla tíð frá upprisu vestrænnar menningar
Í Rómarríki hinu forna voru það Vinstri-grænir sem kenndu lýðveldinu um að það væri að eyðileggja umhverfið, byggjandi þetta og hitt út í loftið og að Róm væri svo svifryksmettuð af skít, rusli og spillingu að allt væri þar handónýtt, og ráðlögðu því fólki að líkjast frekar frumbyggjum utan lýðveldisins, sem væru í nánara sambandi við náttúruna og tilbáðu tré og voru því ekki að eyðileggja umhverfið. Svertingjar í bambuskofum eða villimenn austan Rínarfljóts voru fyrirmynd Vinstri grænna þeirra tíma
Kvenþjóðin undir Vinstri fóstureyðingargrænum á Rómartímanum varð svo úrkynja að hún fór að meika og mála sig hvíta eins og barbararnir í norðri og barnsburðargetan fór niður í núll, og dó hún því úr sjálfri sér
Þetta endurtók sig á ný þegar hinn franski vinstrikammerkór Upplýsingarinnar komst í samband við frumbyggjana í hinum nýju nýlendum Vesturlanda beggja megin Atlantsála, því þá voru það Indíánar og endurfundnir bambuskofar svertingja, nákvæmlega eins og þeir gömlu, sem urðu fyrirmyndin, því íbúarnir þar föðmuðu tré, átu gras, gengu um í "náttúruklæðum" og voru því allt það sem hinir gráðugu fjárfestar Vesturlanda sem bjarga munu okkur upp úr veiruhernaðarkreppu Kínverska kommúnistaflokksins í dag voru ekki, sagði Voltaire, hinn útópíski yfirstrumpur sem afneitaði jarðskjálftanum mikla í Lissabon
Þessu þverhausa lýðveldi útópískra blábjána hefur innheimsk núverandi aulaforysta Sjálfstæðisflokksins gifst meira eða minna og má þar varla sjá hvort gerpitrýnið hefur tætt örfoka heilabúið úr sér hraðar og troðið því upp í afturendann á hvort öðru, þannig að út kemur lítið nema endalaus grænmygluð þvæla af allra verstu sort, og sem er svo bambuskofasvört að landið og lýðveldið okkar er komið í stórkostlega útrýmingarhættu
Til fjandans með svona útópísk sníkjudýr vinstrisins sem hanga jafnvel enn fastar á ríkisjötunni en hin grábölvaða veruleikafirrta alþjóða verkalýðshreyfing nalla, á leið úr lúxusferð erlendis í sóttkví hér heima, og sem aldrei framleitt hefur annað en vandræði á ofurlaunum, og hangir nú sem forhert sýkla- og hernaðarplága aumingja á launþegum. Allt má þetta missa sín og enginn myndi sakna þess
- Gunnar er þjóðaríhaldsmaður í Sjálfstæðisflokknum
Fyrri færsla
Wuhan-veiran: Schengensvæðið mun opna síðast í heiminum
![]() |
Þungt högg að verða af hundruðum starfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 12. maí 2020
Wuhan-veiran: Schengensvæðið mun opna síðast í heiminum
Þýska FAZ hefur komist yfir 21-blaðsíðna skjal framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem lagt verður fram miðvikudaginn 13. maí 2020
Þar verður tilkynnt úr abstrakt og fjarlægu miðstýrðu austri að Schengensvæðið mun líklega opna síðast allra svæða í heiminum, sökum þess að innan þess eru ríki sem hvorki eru á sömu blaðsíðunni né heldur að lesa sömu bókina. Þau eru jafnvel ekki á sömu plánetunni þegar að Wuhan-veirufaraldrinum kemur. Það sama gilti að sjálfsögðu um fjármálakreppuna 2008, sem þess vegna þróaðist yfir í varanlega kreppu innan ytri landamæra Evrópusambandsins, og geisar hún þar því enn
Hvorki Evrópusambandið né Schengensvæðið eru klár til opnunar á ytri landamærum þeirra. ESB og Schengensvæðið munu ekki opna ytri landamærin fyrr en að öll landamæri landanna innan þeirra hafa verið opnuð og það mun taka marga mánuði. Og sú opnun mun ráðast af lægsta sameiginlega nefnaranum innan svæðisins, sem er mjög lágur því að um síversnandi gjaldþrotasvæði á hnjánum er að miklu leyti að ræða
Byrjað verður á því að opna aðeins örfá og sérstök landamærahlið þar sem til dæmis árstíðavissum farandverkamönnum í landbúnaði ásamt fólki sem vinnur utan heimalands síns verður heimilað að komast til og frá vinnu. Hið sama mun gilda um heilbrigðisstarfsmenn
Þarna er aðeins um að ræða brotabrot þeirrar umferðar sem var áður en heimurinn hóf Whuanveiru-hamskiptin, sem að miklu leyti eru komin til að vera. Lönd verða einfaldlega að koma sér upp veiruþolgóðum atvinnuvegum og hætta að gera þjóðarbú sín út á tapsgefandi engisprettufaraldra, með ekkert eigið fé og sem aðeins fáir vilja starfa við úr þessu
Eitt mikilvægt atriði sem horft verður til, er að hægt sé að fylgja eftir sóttvarnareftirliti með farþegum í lestum yfir landamæri; til dæmis að tryggja að þeir séu með andlitsgrímur alla leið frá upphafi til enda ferðar
Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi stærstu sumarfrísmánuðina ágúst og september. Enn fremur mun Schengensvæðið ekki heimila að fólk á ferð um svæðið sé látið undirgangast skimun eða sýnatökur á ferð þess um það, því lögin um Schengen banna að sóttvarnareftirlit sé viðhaft við innri landamærin
Þetta hefðu stjórnmálamenn átt að kynna sér áður en þeir gengu í Schengengildruna og lokuðu lönd sín af inni í því svartholi ESB-elíta
Allt þetta þýðir að Evrópusambandið og Schengen verða lokaður heimshluti lengur en flestir aðrir hlutar jarðar, því innan þess er óreiðan, getu- og stjórnleysið slíkt að þar hefur aldrei neitt virkað til eins né neins; ekki frekar en að hinn svo kallaði "innri markaður" ESB hefur virkað umfram það að vera alls ekki aðili að honum [hann er einungis kenning á blaði]. Hann er aðeins geðþótta- og kúgunartól þýsk-franskra elíta, sem veifa þurfa bara litla fingri og lokast þá markaðurinn allur þegar þeim einum sýnist svo eða ekki enda er Stóra-Bretland að breyta hafnarinnviðum sínum á austurströndinni svo að hægt verði að skrúfa Dover-Calais hlekkinn sem liggur inn í sósíalisma Frakklands og hins hnignandi Þýskalands úr sambandi við hinn innri gervimarkað ESB, og þar með auka viðskiptaöryggi Bretlands gagnvart umheiminum öllum
Og flestir Íslendingar vita einnig allt of vel hversu ömurlegar bankageira-reglurnar voru og eru enn innan EES+ESB. Ekkert ríki með fullu viti getur lengur átt neitt mikilvægt undir Evrópusambandinu né Schengensvæðinu komið og sem Bandaríkin neyddust til að loka á vegna getuleysis beggja við að hefta útbreiðslu kínverskra Wuhanveira. Loka varð á það allt til að ná til nokkurra fárra landa sem náðu að smita meira en 50 önnur lönd
Allt þetta ófrelsi og meira til virðist forysta Sjálfstæðisflokksins ganga hve mest upp í af öllum hugsanlegum málum, á meðan hún buktar sig og kyssir afturendann á Kínverska kommúnistaflokknum. Ég skammast mín orðið fyrir flokkinn minn og það fólk sem afflutt hefur hann í kaf. Það hefur fórnað þjóðfrelsinu fyrir ekki neitt
Aðeins þjóðfrelsið gerir okkur Íslendingum kleift að lifa Wuhan-veirufríu lífi í okkar eigin landi, á meðan þjóðir sem litla eða jafnvel enga stjórn hafa í sínu eigin landi, falla vegna farsótta og pólitískra plága
INNRI PLÁGUR VESTURLANDA
Þegar forsætisráðherra vor kemst upp með að ávarpa þjóð sína og taka sér aldrei í munn orðið þjóðfélag hennar, en staglast hins vegar 13 sinnum á tísku- og gufuhugtakinu samfélag, þá veit maður að kommagrænmeikuð pólitísk tískudrós er við völd í landinu. Hún er að sjálfsögðu úr fóstureyðingarliðinu mikla er kvartar hve mest yfir Vesturlöndum, og heimtar í sífellu skilnað um leið og eitthvað bjátar á. Gefum VDH orðið:
UM GAGNRÝNENDUR VESTURLANDA
Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur segir frá
Hafi menn frekari áhuga, má horfa á bóndann frá Selma í Kaliforníu og prófessor í klassískum fræðum og hernaðarsögu útskýra hvers vegna heimsveldi glóbalista Rómar féll, eftir að það flæddi út fyrir hið upphaflega lýðveldi; fall Rómarveldis
Fyrri færsla
General Motors kreistir hagnað út úr heimsfaraldri
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.5.2020 kl. 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 6. maí 2020
General Motors kreistir hagnað út úr heimsfaraldri
Mér líst betur og betur á pallbílinn. Kannski verður það þetta sem tekur við af gamla SRT8 Jeep mínum
****
Hagnaður GM á fyrsta fjórðungi 2020 var 292 milljón dalir og er fyrirtækið eini bílaframleiðandinn sem skilar hagnaði á tímabilinu
"GM was the only Detroit auto maker to report a quarterly profit, while it, Ford and Fiat Chrysler seek to manage cash crunch and plunging demand." WSJ
Eins og Apple sem tókst hið ómögulega á fimmtudaginn í síðustu viku, þá tókst bílaframleiðandanum General Motors í Detroit í Michiganríki að að kreista framgang og hagnað úr úr fyrsta fjórðungi núverandi pestar-helvítis-árs, þökk sé góðri sölu á pallbílum sem hægt er að nota til bæði raunverulegra hluta og í neyðarástandi. Betra að vera um borð í pallbílnum sínum en að vera læstur inni í tveggja herbergja íbúð á 31. hæð með tvö börn í stórborg. Þarna kom pallbíllinn sér vel þegar flýja þurfti pestarvíti stórborganna og koma sér burt, því öll þekkingin sem átti að vera svo mikil þar, reyndist aðeins vera hlutfallsleg heimska. Íbúðarháhýsi með garð og sundlaug á þakinu í ofurþéttum heilabyggðum stórborga og þeirra borgar-stjóra sem þar sarga úr sér vitið, varð skyndilega það allra versta sem nokkur lifandi frjáls maður gat hugsað sér. Pestin lokaði túllanum á háskólunum sem ekkert höfðu fram að færa í faraldrinum, nema þras og fjas. Hinir fyrirlitlegu e. deplorables sem kusu Trump héldu í þeim lífinu með því að skaffa matinn á borðið og sem þeir hlóðu verslanir fullar af á nóttunni, beint frá heildsölum, trukkum, bændum og afurðarstöðvum. Sjómenn sáu um fiskinn
Mér líst betur og betur á þetta fyrirbæri, þ.e. ameríska pallbílinn. Kannski mun hann koma í stað flugvéla á næstu árum. Hver veit?
En það er þannig með hana blessaða Ameríku, að allt sem þeir taka til sín þar og sem Evrópa frussar við næstu tíu árin, tekur gamla Evrópa til sín á endanum og kennir Ameríku um - og súrmúlast yfir því, þar til það næsta nýjasta nýja kemur að vestan
Gott hjá ykkur hjá GM. Svona á að fara að því!
En fyrir nokkrum árum ákvað fyrirtækið að draga sig að mestu út úr framleiðslu á litlum fólksbifreiðum, því þar er samkeppnin öll um lægsta sameiginlega nefnarann vörusvik og pretti og því eitt stórt blóðrautt haf. GM ákvað að loka miklu af þessu niður, draga sig út úr gjaldþrota Evrópu og einbeita sér í staðinn að því sem allir Ameríkanar elska; þ.e. að stórum og dýrari bílum með mikið notagildi þar sem pláss er til að komast að með verkfærin í bílskúrnum. Allir Ameríkanar kunna að skipta um þetta og hitt í svona tækjum og gera við stóra bíla, skriðdreka líka. Sú kunnátta er þeim í blóð borin. Þetta vissi GM og þetta veit bandaríski herinn. Hver þýskur Tiger skriðdreki þurfti 7-10 tíma viðhaldsvinnu miðstýrðs sérfræðiteymis fyrir hverja klukkustund sem hann var í notkun
Er þetta ekki frábært?: Nú hafa Íslendingar nefnilega lært að panta vörur og í matinn á netinu, og þurfa því aldrei aftur að koma niður í þéttibyggð Reykjavíkur, þar sem aðeins veirur hafa það best. Nú er bara að panta pallbílinn, stækka bílskúrinn og stofna fyrirtæki með pallbílinn sem stjórnarformann - og hefja bílskúrskapítalismann til vegs og virðingar á ný, því þetta með háskólana gengur ekki upp. Enga háskólamenntun þarf til
Fyrri færsla
Wuhan-veiran: hvað er að frétta?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.5.2020 kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 24. apríl 2020
Wuhan-veiran: hvað er að frétta?
Sleppti Kína veirunni lausri á Vesturlönd?
Þegar að kommúnistastjórn Kína komst að því að Wuhan-veiran sem annað hvort eða ekki slapp út úr rannsóknarstöð í höndum kínverska hersins sem er einkalífvöður kommúnistaklíkunnar gegn fólkinu í landinu þá varð rauðu kommúnistastjórninni í Peking fljótlega ljóst að loka þyrfti landinu strax með því að banna allar ferðir og flug til og frá Wuhan til annarra staða í Kína og að hólfa yrði landið af og stöðva allar ferðir fólks inn eða út úr þeim sóttvarnarsvæðum sem sett voru upp. Á þessum tímapunti vissi Peking að Kína hafði tapað viðskiptastríðinu við Bandaríkin og að lokanir vegna veirunnar ásamt viðskiptahallokinu gagnvart Trump myndi leggja hagkerfi þess svo að velli, að allir Kínverjar myndu sjá rautt-á-hvítu að kommúnistaveira alræðisflokksins, frá 1921, var algerlega nakinn, og lítið annað en default-endurtekning á sovéskum gereyðingarstjórnmálum fyrir alla þá sem þannig veiru koma nálægt, innanlands sem erlendis
En hvað gera rauðir Kína-kommar þá? Jú þeir ákveða að halda beinu flugi frá Wuhan til Bandaríkjanna og Evrópu opnu næstu 10 dagana eftir að Kína hafði verið lokað niður, því klíkan í Peking hugsaði sem svo, að fyrst að við sjálfir höfum lagt efnahag landsins í rúst með okkar eigin klodsmajor-fávisku, svipað og ómálga barn heldur að það hafi náð aldri til að hafa stjórn á vesturlenskt uppfundinni fólksbifreið, þá ætlum við sko ekki að fara einir niður með flaggið. Við tökum hina með okkur í fallinu. Við látum útflutning Wuhan-veirunnar með beinu flugi til Vesturlanda ganga óáreitt fyrir sig næstu 10 dagana og það mun tryggja okkur að Vesturlönd falli eins mikið og mögulegt er
Japan
Japanska ríkisstjórnin hefur þegar hafist handa við að aðstoða fyrirtæki landsins við flutning frá Kína, með beinni ríkisfjárhagsaðstoð. Fyrsti fjárstuðningur japanska ríkisins var kynntur í vikunni. Nikkei
Olíuharmleikur Rússlands
George Friedman, strateg, segir að Karl Marx hafi haft rangt fyrir sér. Endurtekning sögunnar gengur þannig fyrir sig að farsinn kemur fyrst og síðan kemur harmleikurinn, en ekki öfugt
"I think Marx got it wrong. The farce came first. The tragedy may come second"
Rússland er enn þriðjaheimsland með fyrstaheims herafla. Já, Pútín er sterkur leiðtogi miðað við Brjésnjéff og Yeltsin, en Rússland er samt enn það sem Marx sagði að það væri: Vonlaust afturúr fyrstaheims ríkjum, og enn algerlega háð verðinu á þeirri hrávöru sem fyrstaheimsríkin verðleggja með eftirspurn þeirra. Spáir dr. Friedman því að Rússland sé annað hvort á tröppum nýs og endurreists stalínisma eða "einhvers annars". Þetta "eitthvað annað" er ekki strategía, frekar en ferðamannaiðnaður Valhallar, sem flaðrað hefur upp um Kína eins og kjölturakki sem gengur fyrir túkalli með gati. Enginn hefur áhuga á pípulögnum Rússlands lengur og allra síst á NordStream2. GPF
Kína eitrar fyrir Spáni
Meira en þúsund starfsmenn í spánsku heilbrigðskerfunum hafa verið settir í sóttkví vegna hlífðarbúnaðs sem keyptur var frá Kína. Hann reyndist jafn gallaður og stjórnarfarið í Kína og er verið að reyna rekja smitleiðir þess hjúkrunarfólks sem notaði búnaðinn. En það er afar erfitt, því enginn veit enn hversu mikið notað var af honum í heilbrigðiskerfum sjálfsstjórnarhéraða Spánar. El Pais
Það er hörmulegt og jafnframt grátbroslegt að sumir á Vesturlöndum skuli enn trúa bara einu orði sem frá Kommúnistaflokks-Kína kemur, og að fjölmiðlar hér í löndum skuli jafnvel leggja slíkt til jafns við það sem frá lýðræðisríkjum Vesturlanda kemur. Það sýnir hversu glataðar menntastofnanir Vesturlanda eru orðnar. Engu sem frá Kína kemur ætti neinn að trúa. Ekki einu sinni dagsetningum
Marel stendur sig og sannar í Bandaríkjunum
Á meðan matvælavinnslustöðvar reknar með ódýru og innfluttu þræla-vinnuafli í Bandaríkjunum hafa hrunið niður eins og spilaborgir vegna Wuhan-veiru smita, þá halda vinnslustöðvar knúnar íslensku hugviti Marels áfram að færa Bandaríkjamönnum mat á borðið úr kjúklingaversmiðju Costco í Nebraska
"Costco bought much of the production technology from Marel, a firm in low-population, high-wage Iceland where engineers had to develop labor-saving machines to strip the expensive meat from fish and poultry." Breitbart
Þarna eru tvær milljónir kjúklinga verkaðar á dag, þökk sé snilli Marels og laun starfsmanna eru þar af leiðandi miklu betri. Geri aðrir betur!
Við ættum frekar að beita tveimur milljónum óinnflutts suðfjár á landið okkar, en sískítandi erlendum ferðamönnum, og koma okkur upp hátæknivæddri ullar- og matvælaframleiðslu og skipa frystum matarafurðum út til Vesturheims, ásamt því að þróa frystitækni til hins ýtrasta, eins og Marel hefur tekist með vinnsluna. Betra er að styrkja girðingar sauðfjárbænda en að styrkja hraðvöxt klósettpappírsrúlla af aspartegund upp í loftið. Nóg er komið af lítilsnýtri hobbý-snobb trjárækt út um allar trissur. Sauðfé græðir landið og étur kannski lúpínuhörmungar okkar í leiðinni. Úr þessu gæti orðið ný atvinugrein á sviði matvæla- og textíltísku sem byggt gæti upp nýtt Herning-Ikast-svæði að jóskri fyrirmynd, en sem Danir glutruðu á gólfið með því að flytja framleiðsluna úr landi til þrælanda. Þetta er ekki hægt að flytja úr landi. Tísku- og textílsýningar á sviði ullarframleiðslu og vefnaðar gætu orðið árviss viðburður á Íslandi, í stað gargandi látalæta á klikksvæði vinstrimanna í 101. Sjálfur borða ég aðeins ærhamborgara og lít ekki við öðru. Þeir eru ófáanlegir um allan heim, nema hér um sveitir
Grænland á leið til sjálfstæðis
Danir sem hvorki hafa efnahags- né varðstöðulega burði til að gæta öryggis Grænlands, og ekkert vita hvað fram fer í því landi, sem er 21-sinnum stærra en Ísland, sjá nú póstkorta-nostalgíu dönsku 120-manna elítunnar og krúnunnar sem flestu sannarlega ræður í því ósjálfstæða landi í klóm ESB hrynja eins og þá spilaborg sem sem hún er. Bandaríkin eru að opna ræðismannaskrifstofu í Grænlandi og koma með 1,7 milljarð króna með sér í heimamund, sem Grænland á skallanum í klóm danskrar 120-manna elítu þiggur með þökkum. Bandaríkin fara að mestu framhjá dönsku póstkortaelítunni og eru einbeitt í því að styðja Grænlendinga til fullveldis og sjálfstæðis undir bandarískum verndarvæng á sviði tilvistarlegra öryggishagsmuna, eins og Ísland, en með aðstoð Íslands, þ.e. sé þessu kalli svarað með öðru en reiðikasta- og bjálfaháhoppum Bjarna Ben og Guðlaugs Þórs, sem virðast algerlega utanveltu og vitsmunalausir gervimenn þegar að strategískum þjóðaröryggis,- og utanríkispólitískum málefnum íslenska lýðveldisins kemur. Hafa þeir sannað sig sem verstu leiðtogar Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Þeir eru reyndar ekki sjálfstæðismenn, heldur meira í ætt við fyrrverandi sjálfstæðismenn á borð við Þorgerði, Þorstein Pá og Benedikt Jóhannesson evrumenni. En nú fá þeir fyrrnefndu um stundarsakir tækifæri til að afsanna dugleysið í þessum efnum. Allir vita hins vegar að Bjarni Ben er ágætur fjármálaráðherra, en það er bara ekki nóg fyrir Ísland, komi hin höndin og rústi öllu á 12 ára fresti með þvælu kratisma og glóbalista. Hér er tækifæri, því allir loftkastalar vinstrimanna standa nú tómir. Bergmálandi 30-ára þvælur þeirra úr austri. WSJ
Ferðamannaiðnaður er ekki undirstöðuatvinnugrein
Furðulegt er að heyra stjórnmálamenn halda því fram að ferðamannabransinn sé undirstöðuatvinnugrein. Þetta lýsir átakanlegri fávisku, því að um afleidda aukabúgrein er að ræða og sem björgunarbátar Íslands sjávarútvegur, landbúnaður og fullveldi hafa skaffað skilyrðin og undirstöðurnar fyrir. Ferðamannaiðnaður er af engisprettutegund og öll þau lönd sem satsa á hann verða fátæktarríki til frambúðar. Þetta verða menn að muna og þetta glapræði má ekki endurtaka
Er Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO búin að vera?
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í fyrradag að það sé alls óvíst að Bandaríkin komi aftur að fjármögnun WHO OG jafnvel ekki að sjálfum þeim stofnunum sem sú stofnun hangir á. Auðvitað hlaut að koma að þessu því að stofnun Sameinuðu þjóðanna átti alls ekki að verða vasapókerstofnun einræðisherraríkja. Fari Bandaríkin, er WHO búið að vera og S.þ. breytist í Þjóðarbandalagið sem nú er til húsa í einu kjallaraherbergi í tómu húsi við Genfarvatn
Ísland hefur staðið sig best af Norðurlöndunum
NORÐURLÖND
Dauðsföll á hverja MILLJÓN íbúa af völdum Wuhan-veirunnar:
föstudagur, 24. apríl 2020
=============
Svíþjóð 213 (Bandaríkin sem heild eru með 152)
Danmörk 70
Noregur 36
Finnland 32
Ísland 29
=============
Láum oss ekki glopra þessu niður. Förum varlega. Stríðið er ekki búið. Leyfum ekki mission-kreep að eyðileggja sigurvonir okkar. Við fórum í þetta stríð til að hafa sigur. Enn sem komið er standa 14 ríki Bandaríkjanna sig þó enn betur en Ísland
Svíþjóð
Næstum daglega deyja nú álíka eða fleiri af völdum Wuhan-veirunnar í Svíþjóð, en öll þau dauðsföll sem orðið hafa í Noregi, af hennar völdum. Hér erum við að horfa á eins konar nómenklattúrískt og hálf-sovéskt gjaldþrot Svíþjóðar, þar sem fólki er fórnað á altari perverta pólitískra hugmynda. Aðalsstöðvar gjaldþrota sóttvarnarstofnunar Evrópusambandsins og Schengenfirrunnar er einmitt staðsett þarna. Frystigámar með látnum Svíum sem alla æfi hafa borgað hæstu skatta í heimi, hrannast nú upp sem spilaborgir stjórnmála- og embættismanna, fyrir utan sjúkrahús landsins. Alls hafa 2152 Svíar látið lífið og á sú tala kannski eftir að tvöfaldast. Síðasta sólarhringinn misstu 131 Svíar lífið: sjá hér
Fyrri færsla
Wuhan-veiran: Blaðamannafundur Hvíta hússins 8. apríl 2020
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.4.2020 kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Fimmtudagur, 9. apríl 2020
Wuhan-veiran: Blaðamannafundur Hvíta hússins 8. apríl 2020
Frá vefsetri Hvíta hússins á YouTube; Blaðamannafundur 8. apríl 2020; Heimsfaraldur kínversku Wuhan-veirunnar
****
Alríkisteymi Donalds J. Trump forseta hélt enn einn blaðamannafundinn vegna kínversku Wuhan-veirunnar í dag. Fundarstaður er að sjálfsögðu Hvíta húsið. Alla daga situr forsetinn með teymi sínu og hlustar á ráð þess ásamt þau sem ráðherrar ríkisstjórnar hans koma með. Síðan tekur forsetinn þær ákvarðanir sem taka þarf og bræðir daglega saman þá heildstæðu hernaðaráætlun sem Bandaríkin síðan keyra málið samkvæmt. Passa þarf að valda ekki fleiri dauðföllum síðar með því að taka rangar ákvarðanir núna, sbr. hið harkalega niðurskurðarprógramm sem viss stór evrulönd í evruskuldakreppunni ákváðu að þvinga yfir Grikkaland og sem leiddi til bylgju af sjálfsvígum er fjórðungur gríska hagkerfisins var sviðinn burt undan Grikkjum á evrubálinu
Blaðamannafundir Trumps ná því til allra áhrifasviða faraldursins á öll 50 ríki Bandaríkjanna. Allt er að gerast þarna; og "ef þið eruð með ríkisstjóra sem er að bregðast ykkur, þá leitið til mín, því ég er hér til að bjarga ykkur", sagði forsetinn en bætti um leið við að þess sæjust sem betur fer lítil merki. Blaðamaður reyndi að spyrja forsetann um hráolíumál Bandaríkjanna, en fékk ekki að spyrja spurningarinnar því hann vissi ekki hvað hún kostaði. "Ef þú veist ekki hvað olían kostar þá ættir þú ekki að spyrja um þau mál", sagði Trump og snéri sér að næsta blaðamanni
Meirihlutaleiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, Nancy Pelosi, heimtar til dæmis STRAX rannsókn á fölsunar-þætti Kína í málinu og hvernig Bandaríkin ýti því landi sem lengst út í hafsauga. Rúsínubóndinn og prófessorinn Victor Davis Hanson segir að það svari til þess að krafist hefði verið rannsóknar á mannfalli Bandaríkjamanna í innrásinni í Normandý á meðan á innrásinni stóð. Þetta mun koma síðar sagði hann
Steve Mnuchin fjármálaráðherra Trumps sagðist í viðtali ekki búast við því að bandaríska þingið þurfi að setja sérstök lög sem skipa bandarískum fyrirtækjum að loka niður í Kína og koma sér heim. Hann sagði að þau myndu sennilega sjá um það sjálf. Þau ummæli hans munu væntanlega æsa Demókrata enn meira upp, þannig að hver veit hvað gerist næst
En þarna má sjá alríkisteymi Trumps segja bandarísku þjóðinni frá því hvað verið er að gera á öllum sviðum, hver staðan er og hvernig horfurnar eru. Sumar stóru bandarísku sjónvarpsstöðvarnar sem ná til alls landsins hafa valið að sýna ekki suma þessa blaðamannafundi eða klippa hluta þeirra burt, því þær óttast að fundirnir auki vinsældir forsetans sem þær fá flestar tekjur sínar frá fyrir að hata og eru jafnvel ekkert að fela það og segjast gera út á að vera á móti forsetanum, eins og CNN hefur til dæmis sagt
Dánartalan í Þýskalandi tók óvæntan kipp upp á við í dag, þannig að þar létust 333 og nýjum tilfellum fjölgaði um 5633 manns. Skilst mér að fáir hafi búist við þessari aukningu. Frá Ítalíu berast þær fréttir að varaforseti ítalska þingsins hafi tætt Evrópusambandsfánann niður af skrifstofu sinni og að margir bæjar- og sveitastjórar Ítalíu hafi gert hið sama, skrifar Ambrose Evans-Pritchard á breska Telegraph. Segir hann jafnframt að ný hægri-ríkisstjórn bíði í hliðarsölum með um 50 prósent stuðning þjóðarinnar í bakið og að hún sé með bara-ítalskar en ekki Brusselskar lausnir í töskunni. Ansa segir að kafli-tvö á Ítalíu þýði að enginn ferðist um landið í sumar. Varðberg skrifar að 93 þúsund manns séu fastir um borð í nú óskemmtiferðaskipum í annað hvort bandarískum höfnum eða undan ströndum landsins
Ennfremur berast fréttir af því að faraldurinn hafi blossað upp að nýju í Hong Kong, og að Japan sé enn á ný á leið inn í hertar aðgerðir. Telegraph segir í Front Bench tölvupósti blaðsins að Kínverska ríkisstjórnin hafi ekki hugmynd um smit- og dánartölurnar í landinu því landshéruð kommúnistaríkisins þori ekki að senda slæmar fréttir inn til aðalstöðva Kommúnistaflokksins í Peking. Óstaðfestur orðrómur um að 12 milljón símaáskrifendur séu skyndilega horfnir úr uppgjörum hafa verið á sveimi. Sem kunnugt er fást fáar tölur frá Kína staðfestar, svipað og reglan var um Sovétríkin sálugu. Kommúnistastjórnin hefur meira að segja orðið uppvís að því að láta verksmiðjur ganga tómar til að reyna að blekkja hagtölumenn með tölum um raforkunotkun
Þeir sem sjá fyrir sér að breska ríkisstjórnin standi við þá ákvörðun sína að heimila kínverska Huawei-fyrirtækinu að bjóða í bara hluta af innviðum 5G-netverks Stóra-Bretlands í smíðum, rétti upp þriðju höndina
Enn sem komið er standa 30 af 50 ríkjum Bandaríkjanna sig betur en Ísland þegar að mannfalli á hverja milljón íbúa kemur; sjá hér. En þetta kann að sjálfsögðu að breytast þar vestra og hér heima, miðað við það að páskar eru framundan, og lönd og ríki eru stödd á mismunandi stað á tímaás heimsfaraldurs kínversku Wuhan-veirunnar
Fyrri færsla
Hvernig er staðan í heimsfaraldri kínversku Wuhan-veirunnar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 7. apríl 2020
Hvernig er staðan í heimsfaraldri kínversku Wuhan-veirunnar?
WUHAN-VEIRU MARTRÖÐIN
Mynd: Dauðsföll í Wuhanveiru-heimsfaraldrinum á hverja milljón íbúa. Staðan þann 6. apríl 2020. Smellið vinsamlegast á myndina til að sjá hana skýra (eða hér: bein krækja). Nánar hér
****
NÚ JÆJA. HVERNIG ER STAÐAN?
Þessi mynd sýnir samanlögð dauðsföll á hverja milljón íbúa. Hún er ekki falleg. Nei, hún er sorgleg. Ísland er ekki að standa sig sérlega vel miðað við landfræðilegar aðstæður og þjóðarhætti. Við erum með aðeins einn inngang inn í landið okkar, og hann er fullkomlega auðveldur og framkvæmanlegur til herts eftirlits og viðeigandi sóttvarna, og við erum afar strjálbýlt land. Og hér býr þjóð sem yfirleitt er öll á sömu blaðsíðunni þegar eitthvað bjátar á. Við erum heldur ekki land "almenningssamgangna" og þurfum sem betur fer ekki að hýrast í pestartúbum lestar- og neðanjarðarbrauta tvisvar á dag. En það er samt það sem vinstri-borgarstjórnin í Reykjavík hefur efst á sinni pervertu pólitísku dagskrá, með fyrirbærinu "þéttingu byggðar" - plús eitt síldartunnupakkað sjúkrahús út í mýri fyrir heila þjóð á 18. stærstu eyju veraldar. Ef ekki væri fyrir einkaframtak Kára DeCode þá væri sýnataka okkar á hverja milljón íbúa á borð Gíbraltar og Lúxemborg, og þar með hvergi nándar nærri eins mikil og hjá bræðrum okkar, hinum skynsamlega íhaldssömu Færeyingum. Og Svandís-sovét hefur notað allar sínar vökustundir til að koma einkaframtakinu í heilbrigðismálum endanlega fyrir kattarnef. Það vita allir, og sést það langa vegu að
Menn verða að horfast í augu við að blossi faraldurinn upp aftur verður ekki tekið á honum með sömu silkihönskum og eyrnapinnum og gert var hér og víða annars staðar á Vesturlöndum í byrjun þessa máls. Ekkert þróað ríki mun þola né líða að þurfa að fara í gegnum þessa sömu martröð vanrækslu og sofandaháttar á ný. Öllum gömlum og gildum sögubókum um sóttvarnir og skynsamlega almenna varúð hafði verið hent fyrir róða. Þau lönd, sem enn sem komið er skara fram úr, eru til dæmis Vísegrád löndin fjögur og Færeyjar. En það kann auðvitað að breytast, því lönd og heimshlutar eru alls ekki stödd á sama staðnum á tímaás kínversku Wuhan-drepsóttarinnar
Þannig; að það er ýtrast mikilvægt að hlustað sé á skynsamar raddir eins og þeirra Frosta Sigurjónssonar og Ólínu Þorvarðardóttur. Það er mjög brýnt. Ekki þýðir að stinga hausnum í sandinn og láta sem svo að Landlæknir sem að mestu leyti aðeins er Borgarlæknir og Sóttvarnarlæknir, séu neitt annað en ófullkomnir embættismenn. Þetta er ekki gagnrýni heldur staðreynd. Ég sjálfur er til dæmis ekki fullkominn, eins og flestir lesendur kannast við. Það er hroðalega leiðinlegt að vera fullkominn, því þannig manneskja, sé hún til, getur ekki tekið framförum. Ég vona því að ég verði aldrei fullkominn
HVAÐ ER AÐ?
En sé myndin hér fyrir ofan höfð í huga þá er áberandi hversu illa lönd Vestur-Evrópu standa sig í þessu máli, en þó sérstaklega ferðamannalöndin. Það kann þó að breytast í takt við faraldursferðina á tímaásnum. En ég efast samt um það. Lönd geta ekki verið þróuð ríki svo lengi sem þau ætla sér að lifa á erlendum ferðamönum að miklu leyti. Þau lönd verða alltaf smám saman vanþróaðri og vanþróaðri og hlutfallslega fátækari og fátækari
BANDARÍKIN
Bandaríkin standa sig enn sem komið er mjög vel. Mega-stórborgir á borð við París og New York eru erfiðir staðir þegar að farsóttum kemur. Í gær var staðan í Bandaríkjunum þannig að 36 af 50 ríkjum þeirra höfðu staðið sig betur en Ísland, þegar að dauðsföllum á hverja milljón íbúa kemur. Á síðustu 8 dögum hafa Bandaríkjamenn tekið milljón sýni til viðbótar og eru nú komin upp á tvær milljónir sýna. Mjög stutt er síðan að skriffinnskuveldi embættismanna í heilbrigðismálum viðurkenndu og samþykktu sýnatökugræjur og aðferðir við greiningu sýna. Í þeim efnum eru aðferðirnar margar og mismunandi eftir löndum, sem sýnir að embættismenn eru auðvitað mismunandi eftir því hvar þeir eiga heima og gengu í skóla
Þeir sem hafa haft fyrir því að fylgjast með blaðamannafundum forseta Bandaríkjanna og alríkisteymi hans í glímunni við kínverska Wuhan-veiru málið, vita að fátt af því er rétt sem Trump-truflaða haturspressan á Vesturlöndum skrifar í sneplum sínum um kínverska Wuhan-veirumálið í Bandaríkjunum. Besta sönnun í þeim efnum var þegar hinn upplýsti einræðisherradæmis-aðdáandi ESB-Bifrastar kom út úr kalkkofahýði sínu í gær og lýsti yfir algleymishamingju með að ókjörnir embættismenn séu við næstum öll völd í málinu hér á Íslandi
Þeir sem hafa fylgst með blaðamannafundum embætta Land- og Sóttvarnarlæknis og Víðis löggu, vita einnig að þar hafa menn unnið mjög gott verk, en sem alls ekki er hafið yfir hvorki endurskoðun né gagnrýni, enda hefur sóttvarnalæknir okkar ítrekað undirstrikað að þannig á það að vera. Og Víðir lögga hefur frábeðið sér "Ísland er best" hjal í þessu máli. Við erum góð já, en gætum hins vegar vel verið mun betri
Mynd: Wall Street Journal
****
TVÖ NÝ HUGTÖK
Tvö enskumælandi hugtök eru nú að komast í notkun í heiminum:
1. Post-Plague Order (eftirpestar-heimurinn)
2. Economic Ice Age (efnahagsleg ísöld)
Henry Kissinger skrifar í WSJ að með tilurð heimsfaraldursins sé heimurinn breyttur til frambúðar og um alla eilífð. Vesturlönd voru tekin í rúminu og verða að bregðast við með því að byggja aftur á þeirri góðu og upplýstu hugmynd frá upphafi siðmenningar, að borgarmúrar voru reistir til að vernda þá sem þar búa. Þeir voru síðan færðir út þar til að þeir umluktu allt ríkið. Sé þetta ekki gert og meira til mun kvikna í veröldinni. Endurheimta veður þjóðaröryggið í lýðræðisríkjum og sjá fyrir því að líf okkar sé í okkar eigin höndum, en ekki annarra. Sóttvarnir verður að ofur-efla og birgðum af öllu í þeim efnum verður að hrúga upp á algerum stórskala og það getur ekki gerst nógu hratt. Kissinger sér yfirleitt stóru myndirnar manna best. Lesa má grein hans hér
GOS-KATLA xD GÝS Á NÝ
Önnur af tveimur Gos-Kötlum Sjálfstæðisflokksins, ráðherrann Þórdís Kolbrún, er enn með höfuð sitt fast í strategískum öskubakka þess sem eftir er af Sjálfstæðisflokknum í Valhöll og sem virðist óendanlega stór bakki. Séu fyrstu viðbrögð Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs skoðuð, þá sést þar mjög svo gjörla hversu takmarkaðar tengingar við veruleikann þeir hafa. Næstum alls engar. Enda var það Bjarni sem tók Ísland inn í AIIB-veiruhreiður kínverska kommúnistaflokksins og gafst fyrirfram upp í raforkumálum þjóðarinnar, eins og í Icesave
Mynd: Wall Street Journal
****
FRÉTTIR AF BJÁNUM
Nú er það sem dýrkað var á altari glóbalismans orðið að "tail-risk-event" (fyrirsjáanlega ófyrirsjáanlegri áhættutöku) sem matsfyrirtækin eru að byrja að kortleggja. Skuldbindingar stórfyrirtækja í "glóbal-supply-keðjunni" hafa ekki verið bókfærðar rétt og alls ekki færðar á réttu "risk weighted" reikningana í bókunum. Þetta á sennilega eftir að verða "credit-event mega-strúktúr" sem fer að byrja að falla eins og spilaborg í kjölfar kínverska Wuhan-veiru-faraldursins. Á fagmálinu þýðir "credit event" greiðslufall. Flækjustig keðjunnar þýðir einnig aukna hættu á deilum og styrjaldarátökum, eins og sést ágætlega í Evrópusambandinu í dag, þar sem skammta verður jafnvel verkjalyf fyrir sjúklinga í heilbrigðiskerfum landa, á meðan þau ásaka hvort annað um að stela nýjum birgðum af einföldum hlutum á borð við andlitsgrímum frá hvort öðru. Samþætting, samruni og samhæfing er ófriðarvaldur
Venjulegur bíll er til dæmis gerður úr 25 þúsund hlutum. Enginn bílaframleiðandi í "Post Plague World" mun lengur sætta sig við að þeir hlutir séu framleiddir hjá 2000 til 2500 birgjum um allan heim (suppliers). Fáir en öflugri birgjar í næsta og nánasta nágrenni verður krafan, og þeir verða að vera í löndum sem eru strategískir bandamenn "okkar" vegna sameiginlegra þjóðarhagsmuna, og sem "við" getum treyst. Það mun líka minnka pappírsvinnuna, því hún er ofboðsleg eins og er. Algerlega óstjórnanlega rosaleg, sagði til dæmis Toyota, sem nýlega lét rannsaka þetta mál og fann út að um 2000 til 2500 birgja/suppliers var að ræða þegar að framleiðslu einnar venjulegrar bifreiðar kemur
Það tekur sig ekki að minnast á ferðamannabransann hér. Hann er einfaldlega steindauður til margra næstu ára. Enda má hann aldrei verða annað en sjálfsprottin aukabrúgrein sem öll lönd geta verið án, og ættu að setja sér sem markmið að vera án, nema að markmið þeirra sé að verða kryppluð fátæktarríki til frambúðar
Mynd: Wall Street Journal
****
WHO: ALÞJÓÐASTOFNUNIN SEM BRÁST
Leiðari Wall Street Journal í gær var ómyrkur í máli. Þar eru lygar og svik kínverska kommúnistaflokksins raktar í Wuhan-veirumálinu og sagt er frá því að á Bandaríkjaþingi sé rætt um að hefja rannsókn á þeim óskapnaði og hvernig hann teygir sig inn í innsta og rotna búr Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þar situr pólitíkus við völd og sem spilar með Kína á móti heiminum. Bandaríkin ættu að taka alþjóðasamtök í gegn og best væri að byrja það verk með því að stöðva fjármögnun WHO
World Health Coronavirus Disinformation
The coronavirus pandemic will offer many lessons in what to do better to save more lives and do less economic harm the next time. But theres already one way to ensure future pandemics are less deadly: Reform or defund the World Health Organization (WHO).
Last week Florida Senator Rick Scott called for a Congressional investigation into the United Nations agencys "role in helping Communist China cover up information regarding the threat of the Coronavirus." The rot at WHO goes beyond canoodling with Beijing, but thats a good place to start.
The coronavirus outbreak began in Wuhan, China, sometime in the autumn, perhaps as early as November. It accelerated in December. Caixin Global reported that Chinese labs had sequenced the coronavirus genome by the end of December but were ordered by Chinese officials to destroy samples and not publish their findings. On Dec. 30 Dr. Li Wenliang warned Chinese doctors about the virus, and several days later local authorities accused him of lies that "severely disturbed the social order. [..]
On Jan. 30 Dr. Tedros also said that "WHO doesnt recommend limiting trade and movement." President Trump ignored the advice and announced travel restrictions on China the following day, slowing the spread of the virus. U.S. progressive elites echoed WHO and criticized Mr. Trump. WHO didnt declare the coronavirus a pandemic until March 11. Allur leiðarinn er hér
ÞJÓÐARSTOFNUNIN THE FEDERAL RESERVE
Stjarnan í efnahagsmálum veraldar núna er sennilega bandaríski seðlabankinn. Menn og lönd virðast sammála um það. En sá banki er sem kunnugt ekki nein "alþjóðastofnun". Hann er þjóðríkisstofnun og þess vegna virkar hann. Segja má að í þessu heimsfaraldursmáli hafi alþjóðastofnanir fallið fyrstar af öllu sem fyrir honum falla. Það er gott, því þær eru orðnar fullar af einræðisherradæmum og oft mun verri en engar. Við þurfum að segja skilið við þær margar og líka þá stjórnmálamenn sem dýrka þær. Númer eitt er að losna við EES og Schengen áður en þær tvær stofnanir glóbalista taka okkur af lífi
****
Pete Drake: Lagið Forever 1964
EITT LAG ENN
Eitt ljúft lag í lokin. Það varð vinsælt um víða veröld svo seint sem 1964. Sjálfur heyrði ég hins vegar ekki þessa tækni í notkun fyrr en sennilega hjá Peter Frampton í laginu Show Me the Way 1975. Það var líklega Bell Telephone Laboratories sem fann tæknina upp, svo að Winston Churchill og Franklin D. Roosevelt gætu talað saman á öruggan hátt í Síðari heimstyrjöldinni, með aðstoð fyrstu stafrænu samskiptatækni veraldar. Hún hét SIGSALY og vó 50 tonn:
Fyrri færsla
Wuhan-veiran: Öllum bókum var hent og fálmað er í blindni
![]() |
Ég vil að þetta sé rætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Mánudagur, 30. mars 2020
Wuhan-veiran: Öllum bókum var hent og fálmað er í blindni
NÚ JÆJA
Áfram stækkar kínverski Wuhan-veirupottur Schengen- og EES-glóbalismans á Íslandi. Fyrir Vesturlönd í heild verður þetta ef til vill dýrasti heimsfaraldur nokkru sinni. Öllum bókum áðurgenginna kynslóða hafði verið hent á ofsatrúarbálköst alþjóðaismans. Var það gert af svo miklum trúarpólitískum ofsa að Frank Snowden sagnfræðingur við Yale og höfundur bókarinnar Svarti dauði og samfélag, segir að engum fullvita manni frá Endurreisnartímabilinu hefði dottið í hug að slíkt ætti eftir að gerast miðað við allt það sem á undan var gengið:
"Yet with a mix of intuition and luck, Renaissance Europeans often kept at bay a gruesome plague whose provenance and mechanisms they didnt understand. Today science is capable of much more. But modernity has also left our societies vulnerable in ways 14th-century Venetians could never have imagined." WSJ
Sem sagt: Öllum bókum var hent og fálma menn nú í blindni. Eftir engum bókum er því farið. Vita menn nú miklu miklu minna en það sem á eftir að koma í ljós. Það eina sem almenningur hefur til að virða fyrir sér núna eru hvellsprungnir uppgjafarsáttmálar alþjóðaismans á borð við ESB plús EES og Schengen, sem bannar að sóttvarnir séu viðhafðar við svo kölluð innri-landamæri þess. Og síðan hrúguna WHO sem leðurblökuétandi Kína, sem missti af Gamla testamentinu, vefur um fingur sér og sinnir ekki skyldum sínum gagnvart. Og síðan að sjálfsögðu Evrópusambandið sem liggur í rúst og hugsar aðeins um hvernig það geti notfært sér drepsóttarástandið til að fremja enn frekar ófremdarástandinu sem það sjálft bjó til. Kínakallar ESB og EES ásamt aðildarlönd álfunnar að Kínverska AIIB-fjárfestingarbankanum, horfa með skelfingu á það ástand sem geisar á Norður-Ítalíu, þar sem yfir hundrað þúsund kínverskum þrælum hafði samkvæm Kínaáætlunum AIIB verið skipað á land
Þegar upp verður staðið munu þjóðir Vesturlanda spyrja stjórnmálamenn sína eftirfarandi spurningar: "Af hverju gerðuð þið ekkert til að verja okkur þjóðirnar gegn því að þetta gæti gerst. Við erum ein ríkasta og þróaðasta þjóð veraldar, en samt látið þið eins, og hagið þið ykkur á þann hátt, að hér sé ekkert þess virði að það sé varið af fullum þunga. Já, að þjóðin sé varin af fullum þunga. Þið voruð með gimstein í höndunum en fóruð með hann eins að um gólftusku sé að ræða. Og þetta er glóbalista-hrun ykkar númer tvö á aðeins rétt rúmlega tíu árum. Hvað er að ykkur? Af hverju komuð þið ekki í veg fyrir að þetta gæti gerst?" Að þessu verður spurt, og af því meiri þunga sem mannfallið eykst, og því stærri hlut sem kínverska Wuhan-veiran heggur burt af hagkerfinu. Búast má við því að allt að þriðjungur sumra ríkustu hagkerfa hverfi og sérstaklega þeirra sem enga mynt eiga til að verja sig með
Bandaríkin hafa nú tekið meira en milljón veirusýni úr þjóðinni, þegar þetta er skrifað og eru komin upp á yfir hundrað þúsund sýnatökur á dag. Yfirmenn heilbrigðismála þar í landi hafa þó ekki enn komið á fót alríkisvef yfir sýnatökur í heilbrigðiskerfum landsins, enda leita og horfa íbúarnir fyrst og fremst til heilbrigðisyfirvalda í sínu eigin fylki, en ekki í Washingtonmýri. En sögðu Washingtonmenn á síðasta blaðamannafundi í Hvíta húsinu að enn sem komið er séu sýni aðeins tekin með það fyrir augum að lækna fólk og koma því undir læknishendur, en ekki til að framkvæma skoðanakannanir á því hversu útbeidd kínverska Wuhan-veiran er meðal hinna grunlausu í landinu. Slík skimun komi í annað sætið í forgangsröðuninni. Á Íslandi hafa íspinnapróf Kára fundið 66 tilfelli, eða um 6 prósentur af þeim staðfestu tilfellum sem greind hafa verið. Þau segja ekkert sérstakt til um hversu útbreidd Wuhan-veiran er á hverjum stað í landinu, né meðal þjóðfélagshópa. Og eins og allir vita, eru sjúkraflutningar á sýktu fólki í þessum aðstæðum afar erfiðir vegna smithættunnar
Norskir fjölmiðlar útskýra hið mikla mannfall á Norður-Ítalíu með því að um útbreitt sýklalyfjaónæmi sé þar að ræða meðal íbúanna, sem búa við ESB-landbúnaðarhernað sem gengur fyrir sýklalyfjagjöf. Þá óværu hafa íslensk stjórnvöld sagt já og amen við á altari ESS-samnings og Schengenfirru sem er að reynast þjóðinni afar dýrkeypt trúarofstæki og á borð við verstu pólitísku plágur mannkynssögunnar í okkar landi
Segja má annars að fjölmiðlar í kjarnalöndum Evrópusambandsins sameinist nú um þá áberandi einu-heitu ESB-ósk að Bandaríki Norður-Ameríku fari sem allra verst út úr heimsfaraldri Wuhan-veirunnar þrátt fyrir sjúkrahúsáætlanir Bandaríkjahers í Þýskalandi á borð við þessar hér og þá sem opin er núna og svipað á við um ESB-sýkta glóbalkrata hér á landi líka, sérstaklega í takt við að Mueller-Rússafóbíu-fólkið, sem þeir trúðu eins og nýju neti, lendir á bak við lás og slá. Fyrst að Mueller-gengið náði ekki Trump er vonast til að kínversku Wuhan-veirunni takist það
Lítið heyrist ennfremur af kafbátaferðum Svandísar-sovéts með íslenska sjúklinga í hefndaraðgerðir gegn einkageiranum í hvellsprungnum heilbrigðiskerfum Evrópulanda. Þökk sé meðal annars henni og Steingrími er Ísland með einna fæst sjúkrarúm á hverja þúsund íbúa á Vesturlöndum, aðeins sovétbiðraðakerfin á hinum Norðurlöndunum eru verri; sérstaklega Danmörk og Svíþjóð
Olíuverð nálagst nú 10 dali tunnan. Það skaust um stund niður fyrir 20 dalina nú í morgun. Bankakerfi sex ESB og evrulanda setti Fitch á neikvæða listann á föstudag. Um var að ræða bankakerfi Frakklands, Spánar, Ítalíu, Danmerkur (gengisbinding), Hollands og Belgíu. Bættust þau við þann neikvæða lista sem meðal annars bankakerfi Þýskalands er á
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.3.2020 kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Nýjustu færslur
- Kína komið til "ósubbulegs" sálfræðings
- ESB og Kína þekkja ekki bandaríska miðvestrið
- Bóndinn og prófessorinn í Selma um tolla Trumps. Grænland
- Evrópa er á leiðinni á nauðungaruppboð: Kaninn unir ekki að G...
- Svo lengi sem Grænland er viðriðið Danmörku mun heimurinn ekk...
- Landsölupakkhús Þorgerðar fúlt út í JD Vance
- Kannski hægt að byrja á farsímavef Veðurstofunnar - strax í d...
- Hamast við moksturinn í Reykjavík
- Grunnvextir hækka á evrusvæðinu - varanlega
- Fallbyssur Trumps í tollamálum
- Bandaríkin eru tilbúin að fjárfesta milljörðum dala í Grænlan...
- Já, Pólverjar verða að vakta landamærin upp að Þýskalandi. Þa...
- Á Ísraelsríki þá líka að leggja kosningar af?
- Njótið: Evrópa loksins home alone
- Þorgerður Katrín styður Pútín
Bloggvinir
-
Heimssýn
-
Samtök Fullveldissinna
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Ragnhildur Kolka
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Haraldur Hansson
-
Haraldur Baldursson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Halldór Jónsson
-
Valan
-
Samstaða þjóðar
-
Frjálshyggjufélagið
-
Sigríður Laufey Einarsdóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Jón Valur Jensson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Jón Ríkharðsson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Valdimar Samúelsson
-
Fannar frá Rifi
-
Bjarni Jónsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Gunnar Ásgeir Gunnarsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Örvar Már Marteinsson
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Gestur Guðjónsson
-
Ingvar Valgeirsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Guðmundur Helgi Þorsteinsson
-
Lísa Björk Ingólfsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Bjarni Harðarson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
gudni.is
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Tryggvi Hjaltason
-
ESB
-
Marinó G. Njálsson
-
Baldvin Jónsson
-
Elle_
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Johnny Bravo
-
Jón Finnbogason
-
Rýnir
-
Þórarinn Baldursson
-
P.Valdimar Guðjónsson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Ívar Pálsson
-
Júlíus Björnsson
-
Guðjón Baldursson
-
Baldur Fjölnisson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Einar Ólafsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Vilhjálmur Árnason
-
gummih
-
Sveinn Tryggvason
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Jóhann Elíasson
-
Baldur Hermannsson
-
Kristinn D Gissurarson
-
Magnús Jónsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Aðalsteinn Bjarnason
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Þorsteinn H. Gunnarsson
-
Haraldur Pálsson
-
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
-
Bjarni Benedikt Gunnarsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Ægir Óskar Hallgrímsson
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Óskar Sigurðsson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Hörður Valdimarsson
-
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Ásta Hafberg S.
-
Erla J. Steingrímsdóttir
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Árni Bragason
-
Jón Lárusson
-
Högni Snær Hauksson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristinn Snævar Jónsson
-
Sigurður Ingólfsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Sigurður Þórðarson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Vaktin
-
Sigurjón Sveinsson
-
Dóra litla
-
Arnar Guðmundsson
-
Jörundur Þórðarson
-
Rafn Gíslason
-
Hjalti Sigurðarson
-
Kalikles
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Egill Helgi Lárusson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jón Pétur Líndal
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Reputo
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Als
-
Friðrik Már
-
Gísli Sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Rauða Ljónið
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Kári Harðarson
-
Sigurður Antonsson
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Dagný
-
Guðmundur Pálsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Birgir Viðar Halldórsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Tíkin
-
Jón Þórhallsson
-
Íslenska þjóðfylkingin
-
Erla Magna Alexandersdóttir
-
Óskar Kristinsson
-
Dominus Sanctus.
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 15
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 147
- Frá upphafi: 1402353
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 102
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008