Leita í fréttum mbl.is

Púff... og horfið: Alþjóðavæddur miðdepill einskis virði án þjóðríkis

"RE-SHORING"

Níu mínútna yfirlýsing Donalds J. Trump Bandaríkjaforseta um meðal annars Kína, Hong Kong og WHO, föstudaginn 29. maí 2020

****

Hong Kong virðist bara sí svona gufað upp, með meira að segja allan þann glóbal-galdrakassa innanborðs sem hefja átti borgríkið yfir vestræn ríki þjóðaríhaldsmanna, sem um tíma þóttu of rúgbrauðs- og hamsatólgarlega ómerkileg, er gauksheiður líberalista á Vesturlöndum tóku upp á því að halda að sagan hefði endað þegar Sovétríkið féll og Evrópusamband stofnað í þess æðri-stað. Að allt yrði svo ofsagott, jafnrétt og friðsamlegt í veröldinni til endaloka tímans. Að jörðin væri þar með orðin flöt, eins og þá var skrifað og peningar fyrir þau marklausu skrif teknir inn í búntum. Ja hérna. Í verkfærakassa Hong Kong fannst því miður engin hamsatólg, þegar að var gáð. Aðeins turnar fullir af Traders, en engin Thames. Þ.e. bara pappírsríkið

Dauði Hong Kong verður töluvert flókinn og smitáhrifa er að vænta. Sem dæmi má nefna að 300 þúsund íbúar þar eru með breskt aflands-vegabréf. Hvað á að gera við það fólk? Á að veita því breskan ríkisborgararétt eða ekki. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Bretlands vinna nú saman í málefnum Hong Kong, ásamt hinum five-eyes ríkjunum, Ástralíu, Kanada og Nýja Sjálandi

Vissuð þið að Bandaríkjamenn skutu á loft NROL-151 gervihnetti frá Nýja Sjálandi í janúar. Nýja Sjáland er sem sagt með geimskotstöð, en ekki Ísland, því hér heima er það metnaður ríkisstjórnarinnar að steiktir verði fyrst og fremst hamborgarar. Til þess byggðum við jú háskóla, ekki satt

Og svipað er að gerast með Evrópusambandið ásamt hinum svo kölluðu alþjóðastofnunum á borð við WHO, þ.e. hið þjóðhættulega lygabæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, þar sem steinn stendur varla yfir steini lengur

En það er meira. Næstum allur hinn svo kallaði björgunar- og endurreisnarpakki Evrópusambandsins hefur á síðustu dögum verið afhjúpaður sem slagandi upp í sjónhverfingapakka Jean-Claude Junckers frá 2014, þá nefndur Juncker-áætlunin. Aðeins smá brotabrot af pakkanum er ekki lán, og uppgíruð lán, og þegar tölurnar eru lagðar saman þá stenst einfaldlega of lítið af því sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir. Pakkinn og planið er að mestu hókus pókus og útsent fréttaþvætti, sem aðeins fjölmiðlar falla fyrir

Og svo er það allt hitt sem kraumar og sýður og við munum koma að síðar. Mikið er að gerast víða án þess að tekið sé eftir. Til dæmis eru Bandaríkin að draga sig alveg út úr heimshluta er kallast Miðausturlönd. Í stað þeirra verða heimshlutaveldin þar, með Bandaríkin í bakið, látin um að hafa þar mest áhrif á gang mála. Þeir sem fara fyrir heimshlutanum frá og með nú, og fara með áhrifavöldin þar, er bandalag Ísraelsmanna, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Tyrkland. Sádí, sem gjarnan vildi vera með, en hefur varla efni á því lengur, treystir nú orðið einna helst á Ísraelsmenn

Bandaríkin snúa sér þess í stað að Kína og Rússlandi – og þar með einnig óbeint að Evrópu og er ekki von á neinni skemmtiferð þar. Því nær grafarbakkanum sem hið nýja Rússland Pútíns færist, en þangað stefnir það, því hættulegra verður það sem ríki. Hið sama gildir um Kína og samspilið þar á milli, leikandi sér með loftlausa fótboltann Evrópu

Andlát: Just-in-Time supply-chain
Endurfæðing: Just-in-Case on-shore supply-chain

SIR HUMPHREY LÁTINN

"this misunderstands the core of the Johnson-Cummings project. It is not that they disagree with experts’ forecasts, or that they are attempting to be populist. They actively reject this model of government, believing it to be systemically and empirically flawed. They argue that Britain needs to free itself from centralized bureaucratic control, rather than rely on it, to be able to react both to domestic crises and the ever-changing international environment."Tom McTague

Fyrri færsla

Hnattrænt framleiðsluóöryggi og "útboð"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo sannarlega lifum við áhugaverða tíma.

Og aldrei mikilvægara fyrir okkur hér á landi 

að treysta vinaböndin við Bandaríkin og NATO.

Júrókrata og kínakomma flokkar hér á landi

standa þó hér sem þvergirðingar

sinnar eigin sjálfumglöðu forheimskunar.

Núna er tíminn að gera hið rétta:

Treysta og efla vinaböndin við Bandaríkin.

Það þýðir þrennt:

- Út með Bjarna Ben.úr bankaráði AIIB

- Burt með kínverska fjarskiptakerfið

- Burt með allt sem tengist Belti og braut.

Ef "sjálfstæðismenn" geta ekki séð til þess

að koma þessum málum í gegn, svo skýlaust sé,

þá eru þeir réttnefnd viðrini.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.5.2020 kl. 11:01

2 identicon

Það er svo afar athyglisvert að verða vitni að því

að Björn Kígong Bjarnason kýs sér núna helst

að efna til sýndarátaka við Þorstein Pálsson

í stíl smjörklípunnar og moðreyksins.

Nær væri honum, að berja vit í frænda sinn,

kínverska bankaráðsmanninn Bjarna Ben.

og utanríkisráðherrann, Rauða lóns Gulla.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.5.2020 kl. 11:28

3 identicon

Chris Patten, síðasti landstjóri Breta í Hong Kong, segir að Vesturveldin verði að hætta barnaskap (naivitet) sínum um ætlun kínverska kommúnistaflokksins, sem er heimsyfirráð, með öllum tiltækum ráðum.

Svo miklir menn sem Bjarni og Rauða lóns Gulli eru

taka vitaskuld ekki mark á manni, eins og Chris Patten, sem gjörþekkir til.

Má ég þá enn minna á varúðarorð Þorsteins Siglaugssonar sem hann hefur ritað um í tengslum við stríðslist Sung Tzu, sem ég dreg hér saman á þennan hátt, að valt er hverjum þeim sem eru svo forheimskir að ætla að viðsemjandinn hafi það sama í huga og þeir, aularnir sem ekkert þekkja til.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.5.2020 kl. 13:17

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Símon Pétur.

B-deildar veikingarstefna Bjarna Ben um að veikja Sjálfstæðisflokkinn það mikið að með tímanum geti hann lagt Sjálfstæðisflokkinn af og pissað sjálfan sig og þrotabú sitt af yfir í Viðreisn, tekur á sig hinar ýmsu afkróga ómyndir uppgjafarinnar. Til samans mynda þessir eina en óheildstæða B-deild úr því sem áður var og hét.

Þetta er þá að verða samskonar sullum sullur og á vinstri vængnum, þar sem kommu-kommar berjast um hver nær því fyrstur að verða ekta-komma kommanna.

Þorsteinn og Bjarni eru tákngervingar bé-deilda stjórnmála, þ.e. pappírsdýrategundin Traders án Thames.

Þetta endar að sjálfsögðu ekki vel, og sést það nú þegar langar leiðir að. Þarna er engin von.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 30.5.2020 kl. 15:44

5 identicon

Þakka kjarnyrt svar þitt Gunnar.

Tek undir, að þetta sé meðvituð veikingarstefna.

Það er skelfilega komið fyrir þannig flokki.

Hann er ekki á vetur setjandi.

Mbkv.

Símon Pétur.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.5.2020 kl. 16:48

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Símon Pétur.

Eins og Hong Kong er nú að verða eins og hver önnur vesæl borg í kommúnistaríki alræðisklíku Kína, þá er xD á vakt Bjarna Bé-deildarinnar orðinn eins og hvert annað pólitíska rekaldið hér heima, eða jafnvel sjálft meginland taparanna.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.5.2020 kl. 17:31

7 identicon

Nú berast fregnir af vaxandi útþenslu- og árásarstefnu hers kínverska kommúnistaflokksins gegn Indverjum í Kashmir.  Frá þessu er greint á BBC.

Skyldi Bjarni bankaráðsmaður "innviðafjárfestingarbankans" kínverska hafa verið hafður þar með í ráðum?

Nei, auðvitað ekki.  Hann er bara nytsamur auli, sem væri allt í lagi,

ef það væri ekki allt á kostnað íslenska ríkisins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.5.2020 kl. 18:09

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er ekki björgulegt hjá okkur með Bjarna vingul í fjármála dótinu og Gulla flæking í utanríkis dótinu og Dag Gnarr í höfuðborgar ruglinu.

Hrólfur Þ Hraundal, 6.6.2020 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband