Leita í fréttum mbl.is

Hvað á hrun ferðaþjónustu sameiginlegt með hruni í banka- og fjármálaþjónustu?

Er Tokkata ELP frá 1973 lýsandi fyrir ástand eða stemmingu alþjóðamála í dag? Á plötunni Brain Salad Surgery gat maður allaf huggað sig við að næsta lag á eftir tokkötunni er Still...You Turn Me On. En hljómplata er þó aðeins hugarfóstur. Hvernig verður sjálfur veruleikinn eftir Wuhan-veiruna sem kom ofan í hrun alþjóðlegra fjármála? Það er stóra spurningin. Tvö meiriháttar hrun á aðeins 12 árum – og allt glóbalisma að kenna...

****

BANKABÓLAN OG FERÐAMANNABÓLAN (SEM BÝR INNAN Í NÁTTÚRUBÓLUNNI)

Jú fyrir það fyrsta eru bæði fyrirbærin þjónustugreinar. Og fyrir það annað þá byggðust bæði fyrirbærin á því-sem-næst óheftu flæði yfir landamæri sem voru af tveimur gerðum og styrkleikum. Landamæri þjóðríkja og hins vegar landamæri hugarfóstursfyrirbæra prómilluelíta á borð við Schengenbrunagildru hagkerfa

Fyrir bankahrun var flæði fjármagns á milli landa næstum óheft um tíma. En svo kviknaði í vissum geymslustöðvum þess og þá fossaði fjármagnið til þeirra ríkja sem buðu mestu og bestu þjóðríkisábyrgðirnar. Ríkin í Evrópusambandinu yfirbuðu hvort annað með ríkisábyrgðum til að reyna að koma í veg fyrir að allt fé myndi flýja löndin og skilja þau eftir á borð við mergsogið lík sem vampíra hefur tæmt af blóði. Aðeins hársbreidd munaði að sum lönd í pappírstrúarfyrirbærinu Evrópusambandinu yrðu þjóðargjaldþota, því þau höfðu látið glepjast og leigt vopnabúr sín út til aðila sem notuðu þau síðan til að ráðast að þeim sjálfum. Þau voru algerlega varnarlaus og hlekkjuð

Næstu 5-10 árin frá fjármálahruni fóru síðan í að smíða varúðarráðstafanir af ýmsum toga sem koma eiga í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Mikið, stórt og nýtt lagaverk fæddist um þá þjónustugrein

Eins verður það með hina alþjóðlegu-ferðaþjónustu. Næstu árin munu fara í að smíða girðingar sem koma eiga í veg fyrir tryllingslegan hagkerfisbruna á borð við þann sem Kínverski kommúnistaflokkurinn kom af stað með frjálsu og óheftu flæði Wuhan-veira út yfir heimsbyggðina, innan í trójönskum líkömum ferðamanna, sem fluttu bálkestina á milli heimshvela á aðeins 14 tímum. Er Kínverski kommúnistaflokkurinn –og álíka gangster-pólitísk element jaðar– nú kominn á bragðið og sér hversu öflugt vopn hann hefur í höndunum til að beita á beinlausa grænfugla Vesturlanda af líberalistakyni, sem búa innan í náttúrubólu

Íslenska bankakerfið er aðeins svipur hjá sjón í dag miðað við árin 2000-2009. Það var minnkað því það reyndist þjóðhættulegt. Ferðaþjónustan mun einnig minnka mikið, því óheft flæði fólks yfir landamæri ektaríkja hefur sýnt sig að vera þjóðhættulegt fyrirbæri. Greinin verður enduruppsett á nýjum forsendum. Og einnig hún, verður ekki nema svipur hjá sjón miðað við ferðabóluárin 2010-2020. Þeir sem halda annað eru að bíða eftir síldinni eins og hún var, en varð aldrei aftur

Næsta lag á plötunni er því.. hvað?

Fyrri færsla

Rangt: Tapast ekki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Stóra-Bretland, Kína og Bandaríkin

Telegraph segir í dag að Boris Johnson forsætisráðherra hafi skipað breskum embættismönnum að þurrka öll kínversk fyrirtæki úr úr öllum áætlunum Bretlands um uppbyggingu 5G-netverksinnviða í landinu. Ákvörðunin kemur í aðdraganda heimsóknar breska forætisráðherrans til Bandaríkjanna í næsta mánuði þar sem einnig G7-ríkin munu funda á sama tíma. Boris Johnson hefur kallað eftir því að Bretland verði meira sjálfu sér nægt í vörum og minna háð Kína. Á sama tíma leggur hann áherslu á viðræður Bretlands og Bandaríkjanna um viðskipti í framtíðinni, og minni áherslu á samningaviðræður við Evrópusambandið, um sama efni. Ólga hefur verið innan breska Íhaldsflokksins yfir því að kínversku fyrirtæki skyldi hafa verið ætlað heimilt að bjóða í suma þýðingarminni hluta 5G netsins. Nú verður hlutur þeirra hins vegar  minnkaður niður í núll. Segir Telegraph að Boris Johnson hafi sjálfur ávallt verið mótfallinn þátttöku hins kínverska Huawei, en að það hafi verið Thersa May sem hleypti því í áætlanir landsins.

Brexit-ferlið

"The prospect of extra customs checks are nothing compared to the airport queues, travel quarantine and temperature checks which may ensue once countries come out of lockdown. The shift towards "supply chain security" means that cross-border supply chains will become less important. The prospect of a WTO Brexit has never been less intimidating." - James Forsyth, the Spectator

James Forsyth segir efnislega í Spectator á morgun að breska ríkisstjórnin hafi engan áhuga á að semja neitt sérstaklega við Evrópusambandið um viðskipti né annað. Það mál allt er farið að líkast sandkorni að stærð miðað við það sem Wuhan-veirufaraldurinn hefur og mun hafa í för með sér varðandi viðskipti, flutninga og samgöngur Stóra-Bretlands við umheiminn. Alþjóðleg viðskipti munu skipta minna máli frá og með nú því afhendingaröryggi innanlands er ekki lengur hægt að fá og treysta á með því að nota alþjóðlegar framleiðslu- og afhendingarkeðjur. Að eiga viðskipti við heiminn á WTO-skilmálum er því eins og að drekka vatn miðað við ærandi upphringingar-áhrifin vegna kínversku Wuhanveiru-faraldursins - og þau breytingaráhrif sem hann mun hafa á milliríkjaviðskipti um allan heim um ókomna framtíð.

Gunnar Rögnvaldsson, 22.5.2020 kl. 23:02

2 identicon

Svo sannarlega.

Og svo það sé á hreinu, þá erum við vestrænt ríki og eigum samleið með USA & UK

ásamt Ástralíu, Nýja Sjálandi og Kanada.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.5.2020 kl. 22:10

3 identicon

Og sagt í eitt skipti fyrir öll:

Norsk stjórnvöld þurfa að fá ærlegt pungspark.

Hvernig þau hafa nýtt sér EES samninginn til að gera okkur umdirsáta sína er gjörsamlega óhæft.

Segja verður upp EES samningnum.

Norsk stjórnvöld þurfa að fá ærlegt pungspark!

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.5.2020 kl. 22:17

4 identicon

Hér þarf Sigmund Davíð til valda.

Hann er okkar Boris Johnson.

Það er jafn augljóst og

Bjarni er hins vegar Theresa Blair May.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.5.2020 kl. 22:36

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Símon Pétur.

Í dag var ég alveg laus við EES-samninginn. Við konan fórum út á Mýrar með nesti og nýtt kaffi og sóluðum okkur á ljósri sandströnd í goluþyt og sautján stiga hita. Í nestiskörfunni voru brauðsneiðar með heimagerðri kindakæfu ásamt kaffi. En fyrst var stoppað við ekkert á miðjum Mýrum, þar sem ekkert heyrðist nema hrossagaukarnir stingandi sér, vellandi spóar og frjóvgandi flugnasuð. Ekkert heyrðist til EES-ómenningarinnar. Ekkert!

Á leið heim var allt uppselt í versunum Borgarness þannig að á grillið henti ég hvítlaukstungnum framparti af lambi úr dalnum mínum góða, sem reyndar átti að vera í matinn síðar (súpukjöt).

Við enduðum kvöldið á tveimur þáttum af Krúnunni, enda kemur EES hvergi nálægt neinu þar, ei heldur kemur það nálægt Netflix né tölvunar- og streymistækni nútíðar. Löggan gat meira að segja sinnt landanum sjálfum eins og hann er, þjóðfrjáls sem fuglinn í sínu eigin landi, einn á vegunum, farandi aðeins of hratt.

Þetta var góður dagur

Já já, SDG er maðurinn!

Niður með EES!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 23.5.2020 kl. 23:57

6 identicon

Takk fyrir þetta Gunnar

Já, ég og mín kona gerðum svipað og þið,

keyrðum að Reykjum í Ölfusi, gengum um klukkustundarhring þar og ókum því næst Suðurstrandarhringinn, niður í Selvoginn og áðum við Strandakirkju og gengum þar niður að brimóttu fjöruborðinu og já, settumst á steina þar og borðuðum nesti, horfðum á hið gjöfula haf og fugla himins, jarðar og sjávar sem svifu þar um.  Gengum því næst að Strandakirkju og þá hvarf EES og ESB.

Svona höfum við báðir notið dagsins sem best má vera í blíðskaparveðri og enga sáum við erlenda túrista og söknuðum þeirra ekki.  Við leituðum gamla landið okkar uppi og það er hérna enn, og fær vonandi að vera í friði.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 24.5.2020 kl. 00:40

7 identicon

Meistari Bach hefði ekki getað skilað þessu betur. 

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 24.5.2020 kl. 09:59

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Jósef Smári.

Já það er mjög svo vel hægt að taka undir þetta með þér.

Mér skilst að Tokkata ELP komi úr penna hins argentínska tónskálds Alberto Ginastera, og upphaflega sem píanókonsert. Mörgum finnst hún koma áhugaverðari út úr vopnabúri ELP, og reyndar gilti það sama um sumt af því sem ELP lánuðu hjá Copland og Bartok.

Aukalag: Hin endalausa ráðgáta sem hin blinda Rachel Flowers flytur svo afskaplega vel, skrifuð af Keith Emerson og Greg Lake sjálfum, af plötunni Þrenna.

Flowers er hreint ótrúleg. Hér leikur hún sér að bandaríska þjóðsöngnum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.5.2020 kl. 22:34

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Símon Pétur.

Mikið góður dagur hjá ykkur líka, sýnist mér.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 24.5.2020 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband