Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2020
Föstudagur, 28. febrúar 2020
Drepsóttin: "Evrópusambandið að gera ófyrirgefanleg mistök" [u]
ATHUGIÐ
Kórónaveirusmit á Ítalíu vaxa nú á veldishraða (exponential increase). Um 650 ný smit á síðustu 24 tímum
Þýskaland tilkynnti um 21 nýtt tilfelli í gærkvöldi og þau eru talin stafa frá útiskemmtun í Þýskalandi (carnival)
Miðstöð sjúkdómavarna í Stokkhólmi segir að allt Evrópusambandið verði eins og Ítalía er á leiðinni með að verða, sé ekkert að gert
Wolfgang Munchau á eurointelligence.com fordæmir kæruleysi og hugleysi Evrópusambandsins og er í dag með yfirskriftina:
"The EUs sheer complacency is unbelievable
The biggest threat to the future of the EU is not Donald Trump or a geopolitically ambitious China, but complacency. We saw that during the eurozone crisis, which only ended when the ECB intervened. We are seeing the same now in the discussion on border closures in the Schengen area. The EU has an instrument available to stem the spread of a disease and to save lives, but has decided not to use it."
Hann segir að Evrópusambandið sé að gera ein stærstu og ófyrirgefanlegu mistök sem hægt er að gera; að fórna mannslífum fyrir sjálft sig
Hann segir að það VERÐI AÐ LOKA LANDAMÆRUM ESB-LANDA. Það kostar, já, segir hann, en það mun kosta enn meira að gera það ekki, fyrr en of seint, og sem sambandið neyðist hvort sem er til að gera, og þá verður það margfalt dýrara fyrir alla. WM var ritstjóri þýsku útgáfu Financial Times og er mikill, en iðulega raunsær, forfrömuður ESB-málefna
"There will come a point, for sure, when it will no longer help to close the borders. But the one lesson we learned from China is that lockdown measures were effective even at the time when the disease was getting out of control in Wuhan. We are at a similar stage in Italy now. So, why do the Italian borders remain open?"
Hann segir að Stóra-Bretland muni ekki bregðast þjóð sinni eins og ESB er að bregðast þjóðum sambandsins. Í Bretlandi séu tröllslegar lokanir (e. draconian lockdowns) þegar komnar á dagskrá. Verið sé að skipuleggja lokun skóla næstu tvo mánuði. Samkomur manna og íþróttaviðburðir verði bannaðar. Vitað er að fyrirtæki í Lundúnum fyrirskipa starfsmönnum að vinna heiman frá
"Inaction is not only the result of the in-built complacency that characterises the modern-day EU, but also a consequences of the political and economic weakness of governments."
Þegar stjórnvöld bregðast þjóðum sínum þá verður hver borgari sjálfum sér og fjölskyldu sinni næstur. Bregðist íslensk stjórnvöld Íslensku þjóðinni á sama hátt og ESB er enn og aftur að bregðast núna, mun það hafa í för með sér uppgjör, réttarhöld, sorg og tap fyrir þjóðina og landið okkar. Þið voruð kjörin til að tryggja líf, limi og eigur þjóðarinnar. Þetta eru einu frumskyldur hverrar einustu þjóðkjörnu ríkisstjórnar, þær einu sem að fullu geta réttlætt sjálfa tilvist hennar og fjármögnun. Nota verður allar þær varnir sem hægt er að nota og þær einföldustu, víðtækustu og áhrifamestu fyrst
Hvers vegna er almennt farþegaflug til Íslands enn opið, eins og að um sumarfrístíma sé að ræða? Hvers vegna er ekki lokað á almennt farþegaflug til landsins strax og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að koma þeim sem enn eru staddir sem íslenskir ferðamenn erlendis, inn í landið á öruggan hátt gegnum sóttkví, mælingar og síðan einangrun ef með þarf. Og hvers vegna hefur ekki verið hugað að því sem Kyrrahafsfloti Bandaríkjanna fyrirskipaði í gær; að ekkert skip flotans megi koma til hafnar neins staðar án þess að hafa verið að minnsta kosti 14 daga úti á sjó fyrst. Veiran lifir 10 daga utan mannslíkamans, á vörum, varningi og pósti og það tekur menn allt að 14 daga að veikjast, eftir að þeir hafa smitast
Coronavirus Concerns Prompt PACFLEET to Impose 14-Day Gap Between Port Visits
Eins og dæmin sanna nú þegar, ræðst útkoman, fjöldi dauðsfalla og stærð áfalla af þeim ákvörðunum sem teknar eru á frumstigi málsins. Það var það sem Kínverjar gerðu ekki fyrr en of seint. Þeir tóku engar ákvarðanir í byrjun og reyndu að þagga málið niður, síðan vondar ákvarðanir, en svo betri ákvarðanir. Og það er það sem ESB-Evrópa er að endurtaka núna og að margfalda!, eins og ábyrgðarlausu Evrópusambandinu er von og vísa. Að endurtaka allt það versta sem var gert annarsstaðar
Uppfært föstudagur, 28. febrúar 2020 kl. 22:45
Bandaríkin settu rétt í þessu Ítalíu á rauða (LEVEL-3) listann yfir lönd sem enginn ætti að ferðast til án brýnnar ástæðu:
Krækja: CDC recommends that travelers avoid all nonessential travel to Italy.
Fyrri færsla
Læknir rekinn út af miðilsfundi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 27. febrúar 2020
Læknir rekinn út af miðilsfundi
"Læknir rekinn út af fundinum: Fundinum er lokið en hann var eingöngu fyrir blaðamenn og kom það skýrt í ljós í upphafi fundar þegar lækni var vísað út af fundinum. Sá var með nokkrar spurningar til þeirra sem þar fluttu erindi en fékk ekki að bera þær upp." | Mbl
Greinilegt er að ekki mátti trufla Freud-legu sóttvarnarlæknis á legubekknum sem íslenskir blaðamenn eru þekktir fyrir að starfrækja. Til dæmis eins og þegar kínverski sendiherrann kom á kórónaveiru-legubekkinn hjá DDRÚV og lét "fréttamenn" stofnunarinnar nudda sig - og krjúpa
Sagt er að Sigmundi Freud hafi tekist að drepa allt að 100 milljón klukkustundir á síðustu öld á meðan veira kommúnisma í Kína og Sovétríkjunum tókst að kála 100 milljón manns
Já hérna. Annað var uppi á teningnum þegar ekki mátti henda framíkallandi erlendum flökkulýð út af fundi Sjálfstæðisflokksmanna í Kópavogi
Þetta var mokfrétt, frá einum skurðinum yfir í annan
Fyrri færslur
Verður kórónaveiran verri í Evrópu en í Kína?
Bretland mun ekki semja við Evrópusambandið
Rósrautt Þýskaland var aldrei rósrautt, er skrifað
Beint: Fundur almannavarna um kórónuveiruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Miðvikudagur, 26. febrúar 2020
Verður kórónaveiran verri í Evrópu en í Kína?
Í Evrópu munu málin sennilega enda á sama hátt og kæruleysis-smitin yfir landamæri í fjármálageiranum 2009 gerðu það að verkum að sú krísa er varla búin enn. Aldrei að vanmeta kæruleysi og ábyrgðarleysi núlifandi valdastéttar, sérfræðinga og embættismanna Evrópu, sem eru mestu aumingjar mannkynssögunnar og sem ekkert annað hafa lagt af mörkum til sögunnar en að skríða um á því yfirborði jarðar sem forfeður okkar sköpuðu og byggðu upp. Þetta fer ekki vel. Enda skrifar Wolfgang Munchau á eurointelligence.com meðal annars eftirfarandi í dag:
"The complacency of policymakers reminds us of the early phase of the eurozone crisis. That was based on backward-looking economic analysis at the time, and a lack of understanding how a financial crisis can spread across borders. We are seeing the same complacency at work again. We reported yesterday about an assertion by the ECBs chief economist, Philip Lane, who relied on the spread of Sars in 2003 for his analysis. You should not use mathematical projections on historic data that related to other viruses. The coronavirus is not Sars. [..]
[..] Nobody is in a position to predict the scale of the outbreak in Europe. What we can say, given the generalised state of complacency in the EU, is that the situation is unlikely to come under control any time soon."
Í Evrópu verður þetta sennilega enn verra en í Kína. Enn verra. Allt bendir til þess þegar hlustað er á stjórnmálamen og embættismenn núna, sem neita að lyfta svo mikið sem litla fingri þjóð sinni til varnar. Þeir vita ekki einu sinni enn hvernig sjúkdómurinn breiðist út. Ítalski veirufræðingurinn Ilaria Capua sagði í morgun að tilgangslaust væri að reyna að halda áfram að finna sjúkling númer eitt, þar sem vírusinn hefði sennilega komið til Ítalíu um miðjan janúar og að menn viti ekki enn hver meðgöngutíminn sé í reynd. Ítalska elítan að koma með flugi frá Kína, giska ég á, og svo þeir Kínverjar sem auðgast hafa á því að kaupa upp lítil ítölsk fjölskyldu- og merkjavörufyrirtæki og flytja framleiðslu þeirra til Kína, en halda tómri Potemkim framhlið þeirra opinni á Ítalíu og búa þar, til að þykjast
Sagt er að þessi kínverska veira geti lifað í 10 daga utan mannslíkamans, á til dæmis hörðum flötum eins og málmi og gleri. Mér sýnist að lítið sé enn með öryggi vitað um fyrirbærið, og að enn minna sé gert til að varast það. Áhættutaka, afneitun og kæruleysi virðast ráða för
Það eina sem hægt er að gera strax og kostar minnst eru tröllslegar lokanir á öllu sem stöðvað getur ferðir fólks. Enda segir WHO að tröllslegar lokanir í Kína hafi skipt mestu máli. En þeir reyndu að þagga þetta niður eins og nú er verið að gera í Evrópu
Og ekki nóg með það þá eru litlar eða engar birgðir til í stórborgum Evrópu af þeim lyfjum sem lindrað/linað geta veikindin (anti-malaríu og anti-vírus lyf). Borgarstjórar hafa reynt að halda því fram, en orðið að bakka með þá staðhæfingu, þegar málið var skoðað
Á fundi í ECB-seðlabankanum í gær voru menn mættir til þykjustuleiks með reiknilíkön sem byggja á SARS. Þessi vírus er ekki SARS. Kæruleysið og aumingjaskapurinn ríður nú um alla Evrópu og er við það að lenda hér hjá okkur
Ef ég væri íslenskur ráðherra í dag, þá myndi ég loka landinu algerlega strax (immed!). Banna allt flug til landsins og heimta að engin skip né póstur fengju að leggja að landi nema að hafa verið minnst 12-15 daga á leiðinni hingað. Þeir sem vilja fljúga frá landinu mættu það, en myndu ekki fá að koma til landsins aftur, fyrr en að þessu er lokið. Allir sem hér búa en eru erlendis núna, fengju að koma heim með því skilyrði að þeir væru settir í einangrunarbúðir sem ég myndi skaffa með því að hertaka allt íbúðarhúsnæði á Miðnesheiði, þar sem herstöð Bandaríkjamanna var. Þar yrðu þeir að vera í minnst tvær vikur áður en þeim yrði hleypt inn í þjóðfélagið á ný
Með þessum aðgerðum værum við að verja þjóðina sjálfa og hagkerfi hennar. Ferðaþjónustan er nú þegar steindauð vegna veirunnar erlendis og greinin myndi sennilega hafa það mun betra við að geta tekið á móti Íslendingum í landinu okkar, sem þá hefðu enn ferðafrelsi, takist okkur vel upp með landslokun. Fólk kæmist almennt frekar til vinnu sinnar og hjól atvinnulífsins þyrftu ekki að haltra eða jafnvel stöðvast. Það gera þau, ef grípa þarf til aðgerða of seint. Við höfum engu að tapa. Við getum þetta miklu betur en aðrir, þökk sé legu landsins, séu réttu ákvarðanirnar teknar á meðan enn er hægt að taka þær. Annars verður okkur ýtt út í mörgum sinnum erfiðari, dýrari og að því er virðist óhjákvæmilega stöðu síðar. Alltaf er hægt að fella flugbann úr gildi sé það óhætt
Eins og dæmin sanna nú þegar, ræðst útkoman, fjöldi dauðsfalla og stærð áfalla af þeim ákvörðunum sem teknar eru á frumstigi málsins. Það var það sem Kínverjar gerðu ekki. Þeir tóku engar ákvarðanir í byrjun og síðan vondar ákvarðanir. Og það er það sem ESB-Evrópa er að endurtaka núna
Við vitum hvað er mögulegt. Best er að snúa sér að því sem er mögulegt og láta það koma þjóðinni til góða. Enginn ferst hér þó svo að hann komist ekki til útlanda í hálft ár. Aukin viðvera landans myndi bæta ferðaþjónustunni upp tapið á núll komma fimm, þ.e. sé hægt að varðveita ferðafrelsi Íslendinga innanlands. Útflutningur/innflutningur gæti haldið áfram og ljósleiðari fær nýja merkingu, þ.e. þá sem hann á skilið
Ef til er þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland þá myndi ég virkja hana. Þjóðaröryggisstefnur byggjast alltaf á því versta sem getur gerst, því annars eru þær þjóðaróöryggisstefnur. Þetta kostar okkur minnst. Dýrast er að gera ekkert
Þetta myndi ég gera strax í dag, þ.e. samstundis!
Fyrri færsla
Bretland mun ekki semja við Evrópusambandið
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 25. febrúar 2020
Bretland mun ekki semja við Evrópusambandið
Á þessu ári eiga að fara fram svo kallaðar "samningaviðræður" milli Stóra-Bretlands og Evrópusambandsins um hvernig hið nú fullvalda og sjálfstæða ríki Stóra-Bretland og annars vegar ósjálfstæð og að hluta til ófullvalda lönd Evrópusambandsins munu eiga samskipti og viðskipti þeirra á milli í framtíðinni
Evrópusambandið, sem aldrei hefur skilið Stóra-Bretland og allra síst á síðustu fjórum árum, hefur sett sér það samningsmarkmið að Bretland verði áfram skuldbundið til að lúta þeim lögum og reglum sem það hefur steypt löndin innan þess föst í. Bretland, sem er að yfirgefa sambandið vegna þess að það telur að slíkt sé óviðunandi staða fyrir fullvalda ríki að vera í, hefur sem samningsmarkmið að ná fram viðskiptasamningi sem fullvalda ríki gera sín á milli, þar sem báðir aðilar njóta góðs af; og þar sem útkoman er ekki núll miðað við áður. Útilokað er því að Bretland muni semja við Evrópusambandið á þeim nótum sem sambandið krefst, því þar er útkoman núll miðað við áður, fyrir Bretland
Samningsmarkmið Evrópusambandsins er hins vegar svona eins og það er, vegna þess að sambandið veit innst inni að dagar þess eru nú þegar taldir: 1) Bretland er farið, Evrópusambandið er að minnka, en ekki að stækka, vegna þess að það er vont fyrr ríkin sem í því eru að missa sjálfstæði sitt og fullveldi. 2) Það er því tilvistarlega vont að vera í sambandinu fyrir langsamlega flest ríki þess. 3) Sambandið getur ekki rekið mynt sem gagnast neinum. Hún gerir því að mestu ógagn í flestum ríkjum þess. 4) Evrópusambandið getur heldur ekki varið sig, því ekkert ríki þess vill borga fyrir varnir annarra ríkja sambandsins, og flest ríkin í því væru því fegnust að önnur ríki sambandsins myndu leggjast af og deyja út, vel að merkja á undan þeim sjálfum, og þar er samkeppnin því virkust á milli þeirra. Ekkert ESB-ríki vill hins vegar að öðru ESB-ríki vegni betur en því sjálfu. Terror-balance ræður ríkjum
Danmörk væri til dæmis mjög ánægð með að Þýskaland splundraðist, því þá fengi hún Slésvík-Holstein til baka. Þannig er staðan hins vegar ekki innan Danmerkur, því þar vill Jótland af fúsum, frjálsum og áköfum vilja verja Sjáland, því að á Sjálandi eru Jótar Danir. Danmörk er nefnilega ríki Dana, en ekki Þjóðverja. Líklegt er því að Kristjánsborg sé mjög ánægð með upplausnarferlið sem þökk sé ESB er í gangi í Svíþjóð. Skánn gæti hugsanlega aftur komið heim til Danmerkur
Koll af kolli hugsa nær öll ríkin í Evrópusambandinu þessar hugsanir og ég persónulega skil þær mjög vel. Hvaða Dana litist illa á 20 þýsk smáríki sem öll fyrirlíta hvort annað. Það væri yndislegasti draumur hvers einasta Dana, því þar með myndi Danmörk hætta að vera bóla á rassi Stór-Þýskalands. Enginn Frakki mun verja Pólland, skyldu Rússar ráðast þar inn, því að innrás Rússa í Pólland myndi létta pressuna á landamærum Frakklands að Þýskalandi. "Gerið svo vel, takið það sem ykkur sýnist. Það kemur ekki til greina að við eyðum einum franka í að tryggja austurlandamæri Þýskalands. Því fyrr sem étið er úr Póllandi upp að Þýskalandi austanverðu, því betra fyrir okkur". Þarna fara tilvistarlegir hagsmunir ríkjanna einfaldlega ekki saman - og geta aldrei farið saman. Þess vegna eru Bandaríkin enn í Evrópu. Þau eru eini tilvistarlegi bandamaður Póllands, ásamt Stóra-Bretlandi. Þýskalandi væri einnig sama um innrás Rússlands í Pólland því það hefur áður gert samninga við Rússa um að gleypa Pólland, saman með Rússum, vegna þess að Þýskaland álítur að á milli þess og Rússlands sé bara 120 milljón manna rusl, og Rússland því næsti nágranni þess í austri. Þess vegna reynir Pútín saman með Þýskalandi að búa til "aggressor" eða árásargjarnan nágranna úr Póllandi þessi árin. Pútín rær að því að skapa þann nýsannleika að Pólland hafi startað Síðari heimsstyrjöldinni á meðan Þýskaland rær að því að láta líta svo út að Pólland sé ríki villimanna í dóms-, laga,- og réttarfarslegum skilningi, til að undirbyggja áróður Pútíns. Þarna vinna Rússar og Þjóðverjar mjög vel saman samkvæmt gömlum sáttmála þeirra á milli, sem þau þar með sameiginlega segja að hafði átt rétt á sér. Þarna mun draga til tíðinda á næstu árum. Hvítarússland er því þegar byrjað að hitna, því auðvitað verður herra algóður Pútín að vernda það gegn hinu nýsögulega vonda Póllandi, með því að innlima það í sambandsríki Rússlands. Ekki eitt hár mun af því tilefni rísa á kansleríinu í Berlin. Þar munu menn smjatta og segja; "okkar maður áfram" - og Rússadindlar Vesturlanda taka undir
Úr síðustu færslu er því vert að endurtaka það sem sameinar Rússland og Þýskaland hve mest - og aðskilur þau þar með frá Stóra-Bretlandi. Þýskaland hefur aldrei tilheyrt Vesturlöndum, nema að hluta til, svipað og Rússland:
"Það er líka Gyðingaandúð í Bretlandi og Frakklandi, en þýska útgáfan er allt annars eðlis, því hún er hvorki bundin við ysta hægrið né ysta vinstrið, heldur liggur þýsk Gyðingaandúð djúpt í öllu þjóðfélaginu. Þýsk Gyðingaandúð er einnig blanda af Ameríkuhatri og anti-kapítalisma, bæði til hægri og vinstri" | hér
Samningsmarkmið Evrópusambandsins er því örvæntingarfull tilraun til að reyna að gera öllum núverandi ríkjum þess það ljóst, að þó svo að þau yfirgefi sambandið, þá muni þau áfram verða undir hæl ESB, þó svo að þau standi utan þess. Þetta er að sjálfsögðu ofureðlilegt markmið pappírsbunkafyrirbæris stórtapara, sem ófært er um að ná fram samningsmarkmiði sínu á eigin spýtur. ESB þarf aðstoð Stóra-Bretlands til þess, og hún er ófáanleg
Samningsmarkmið Stóra-Bretlands er hins vegar þannig skrúfað saman, að það getur sjálft náð því upp á eigin spýtur. Markmiðið er það, að Bretland fari hörðu leiðina út úr ESB án samninga við sambandið, til þess síðar að geta gert þá hefðbundnu viðskiptasamninga sem fullvalda ríki gera sín á milli. Fyrst þarf Stóra Bretland að losna og varpa um koll því sem Evrópusambandið þolir ekki að varpað sé um koll. Það er ekki fyrr en þá að hægt er að gera samninga sem gefa báðum aðilum eitthvað sem er stærra en núll, miðað við áður
Bretland mun því fara út án samninga við ESB og stunda viðskipti við það undir tollareglum WTO. Kostnaðurinn við það er ekkert miðað núverandi fyrirkomulag og miðað við það að læsa Bretland áfram fast við það sem þeir kusu um að losna frá. Það er fyrst þarna sem að samningsaðilarnir verða jafningjar. Og aðeins samningar milli jafningja gefa báðum aðilum eitthvað sem er stærra en gamalt núll. Þess má geta hér í leiðinni, að fyrstu formlegu tvíhliða viðskiptasamningar mannkynssögunnar voru gerðir af Bretum og Frökkum. Og það skal undirstrikað hér að ekkert fullvalda alvöru ríki veraldar myndi gera EES-samning við Evrópusambandið í dag, né hvað þá að ganga í það. Reynslan af slíkum fullveldis-tortímandi samningum er orðin nær öllum ljós í dag. Heimur þeirra tíma er liðinn, eins og rústaheimurinn sem skapaði Evrópusambandið er horfinn líka. Hann var aldrei annað en stundarfyrirbæri. Allar þær tímabundnu aðstæður og persónur sem ofan frá sköpuðu Evrópusambandið, eru dauðar í dag. ESB passar ekki við nútímann og allra síst rímar það við framtíðina
Stóra Bretland er stærsti einstaki útflutningsmarkaður Þýskalands. Og það sem meira er, viðskiptajöfnuður Evrópusambandsins gagnvart Bretlandi er í krónískum hagnaði sambandinu í vil. Allt þetta getur sambandið misst. Og því hefur verið lekið að fari Bretland út úr ESB á harða mátann, sem ég hef lýst hér að ofan, að þá muni bílaframleiðandinn Nissan loka Micra-verksmiðjum sínum í Frakklandi og flytja framleiðsluna til Sunderland í Bretlandi. Ég undirstrika að þetta er leki, en ekki staðfest frétt
Á hinum fjórum síðustu árum frá Brexit-kosningunum sem löðurmannasveit sérfræðingaveldisins sem klessukeyrði veröldinni 2009 sagði að myndi þýða endalokin fyrir Bretland, og sem nú situr við að reikna út nýjasta CDO-klessuverk sitt um svo kölluð "loftslagsmál" hafa milljón ný störf orðið til í Bretlandi og atvinnuleysi lækkað niður í það lægsta síðan 1974. Í Wales er atvinnuástandið það besta síðan að mælingar hófust. Og laun hinna lægst launuðu í Bretlandi hafa hækkað mest, eins og hjá Trump í Bandaríkjunum
Ekkert af því sem löðurmannasveit sérfræðingaveldisins á ofurlaunum spáði um Brexit hefur staðist. Ekkert! Hið sama mun verða uppi á teningnum varðandi loftslagsmál hins sama ónýta og vísvitandi forstokkaða reiknistokks þess löðurmannlega sérfræðingaveldis. Þetta eru sömu sérfræðingarnir og síðast, en nú í leit að nýjum verkefnum til blása sig upp með
Fyrri færsla
Rósrautt Þýskaland var aldrei rósrautt, er skrifað
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 23. febrúar 2020
Rósrautt Þýskaland var aldrei rósrautt, er skrifað
Myndskeið Bandaríkjahers: Bandaríkjamenn sem sífellt eru ásakaðir um að hafa "yfirgefið", tja gott ef ekki alla í "Evrópuheiminum", sjást hér hlaða þeim 20 þúsund tækjum og stykkjum um borð í skip í höfninni í Savannah í Georgíufylki, sem þeir senda síðan yfir hálfann hnöttinn til að verja meginland Evrópu. Verið er að lesta risaskipin sem sigla með græjurnar sem taka þátt í Denfender-Europe-20 heræfingunni. Síðan munu skipin leggja að í Þýskalandi og í Póllandi. Um 20 þúsund bandarískir hermenn taka þátt í æfingunni, þar sem Stóra-Bretland fer með næst stærsta hlutverkið á eftir Bandaríkjunum
****
ÞÝSKALAND
Viðbrögð fjölmiðla á meginlandi Evrópu við morðseríunni í Hanau í Hesselandi Vestur-Þýskalands í síðustu viku, hafa verið fyrirsjáanleg að því leytinu sem blaðamenn geta kallast venjulegt fólk, sem þeir eru ekki, eins og sést hefur til þeirra hin síðustu skilnaðarár líberalista og íhaldsmanna á Vesturlöndum. Þeir pólitísku armar skildu eftir að sameiginlegri hjónabandsbaráttu þeirra við alræðisöflin lauk með hruni kommúnismans, nema í Þýskalandi, þar sem hinn gamli flokkur Erich Honeckers mælist nú með 40 prósent fylgi í Thüringen í dag. Og hefur meira að segja bætt við sig heilum níu prósentum frá því í kosningunum þann 27. rauða október síðasta haust
Þannig segja til dæmis ítalskir blaðamenn Corriere della Sera, í hóflegri fjarlægð frá þungamiðju þýska pendúlsins sem sló nýjum efnahagslegum miðöldum yfir Ítalíu á síðustu 30 árum, að eitthvað sé rotið í Þýskalandi, og nefna "hugmyndafræðilegt deleríum" sem orsakavald. Ha?, sagðirðu hugmyndafræðilegt deleríum, og síðan kannski tremens í Þýskalandi? Þér getur varla verið alvara, blaðamaður góður. Slíkt gerist aldrei í Þýskalandi. Ertu frá þér!
Dagblaðið Die Tageszeitung, sem er málgagn ný-vinstris burgeisagræningja í hverfi í Berlín, segir að sprungur séu komnar í sjálfsmynd Þýskalands og að landið hafi aldrei verið eins vingjarnlegt né "líberal" og Þjóðverjum hafi langað til að halda. Síðan er náttúrlega internetið nefnt til sögunnar sem framköllunarvél morðingjans. Þjóðverjar eru nefnilega að uppgötva að til eru tæki sem heita tölvur, þessi árin
Hér þarf að skjóta inn leiðréttingum: Leiðrétting-1: líberalismi er hægfara vinstrimennska. Leiðrétting-2: lönd eru ekki vingjarnleg, heldur fólkið sem í þeim býr. Þjóðverjar hafa alltaf verið mjög vingjarnlegir við mig og mína, en ég er náttúrlega hvorki geimvera af himnum Merkels yfir Sýrlandi né Ameríkani
Fleiri fjölmiðlar á meginlandinu skrifa um morðin og kenna "hægrisinnuðum öfgamönnum" um þau og Hitler gamli er dreginn upp úr skúffum skyldurækni og fávisku. Þó hefur enn ekkert komið í ljós sem bendlar morðingjann við þýska sósíalista né sósíaldemókrata, því Adolf Hitler var sósíalisti sem bauð fram undir merkjum hins Þýska verkamannaflokks þjóðarsósíalista: þ. Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei, með rauðum fána eins og verkalýðshreyfingin og með svörtum hakakrossi á hvítum bakgrunni. Ríki hans hefði orðið nákvæmlega eins og Austur-Þýskaland varð undir flokk Ulbricht og Honecker, sem nú eru með 40 prósentin í Thüringen. Afar fróðlegt er að lesa um hina pólitísku greiningu Sebastian Haffner á stjórnmálamanninum Hitler í bókinni Anmerkungen zu Hitler, þar sem niðurstaða hans er einmitt þessi. Þykir sú greining hans sú mest allsgáða sem gerð hefur verið á kanslaranum með rauða fánann
Ég tek hins vegar meira mark á evrusjúklingnum Wolfgang Munchau, en á flestum blaðamönnum varðandi Þýskaland nútímans, því hann hefur frekar á þurru hugmyndir sínar um landið sitt Þýskaland, og álítur það að miklu leyti misheppnað ríki, sem það vissulega er
Þannig skrifar Munchau í tilefni af ræðu þýska forsetans (og sósíaldemókratans) Frank-Walter Steinmeier við minningarathöfnina um Helförina í Ísrael um daginn (ræðan var áfall fyrir Þjóðverja), að hin landlæga andúð á Gyðingum í Þýskalandi hafi tekið þeim breytingum að andúð á Bandaríkjunum og kapítalisma sé að verða að minnsta kosti jafn lamandi sterkt afl í Þýskalandi í dag. Munchau segir þann 24. janúar eftirfarandi á vefsetri sínu eurointelligence.com:
"Það er líka Gyðingaandúð í Bretlandi og Frakklandi, en þýska útgáfan er allt annars eðlis, því hún er hvorki bundin við ysta hægrið né ysta vinstrið, heldur liggur þýsk Gyðingaandúð djúpt í öllu þjóðfélaginu. Þýsk Gyðingaandúð er einnig blanda af Ameríkuhatri og anti-kapítalisma, bæði til hægri og vinstri"
Þessu er ég sammála hjá Munchau. Mér finnst einnig að svipuð þróun í Ameríkuhatri og anti-kapítalisma hafi átt sér stað meðal of margra hægfara vinstrimanna sem kenna sig við hruninn og botnfrosinn Sjálfstæðisflokkinn í dag. Á meðan svo er, mun sá flokkur aldrei aftur rísa til íslenskra dáða
Það kemur hvergi fram í máli þeirra blaðamanna sem ég hef séð skrifa um morðin í Hanau, að því austar sem dregur í Þýskalandi, því sterkari verður sú vinstrihreyfing sem Adolf heitinn nærðist á. Og þar virðast því andstæðunum slá hve harðast saman, því Angela Merkel hefur svo gott sem útrýmt því litla hægri sem til var í landinu, nema hjá þeim sem yfirgáfu hana og DDR
En um Þýskaland er almennt það að segja að vonlaust er að reyna að halda heilli þjóð við það efni að hatast við og fyrirlíta fortíð sína og sjálfa sig. Þýskaland verður ávallt föðurland Þjóðverja og það er ekki gerlegt fyrir neinn að láta heila þjóð nærast á því að fyrirlíta sjálfa sig, sérstaklega ekki þá þýsku, því það hefnir sín. Slíkt er bara ekki framkvæmanlegt
Þýskaland verður því um aldur og ævi vandræðaland, því til þess var stofnað á rögnum forsendum árið 1871: þ.e.a.s. það var stofnað sem samkeppnis-kartel dulbúið sem þjóðfélag í furðuríki, svipað og Evrópusambandið er að reyna að vera, en tekst aldrei. Heldur ekki með tilskipunum (diktat)
PS: NATO var stofnað til að 1) halda Rússlandi úti úr Evrópu, 2) Bandaríkjunum inni og 3) Þýskalandi niðri
Hvað gerist næst? Rússland er komið með annan fótinn inn og Bandaríkin næstum út. Þeir sem halda að þetta endi vel, rétti upp hönd (ekki með nasistakveðju þó, heldur bara svona eins og við gerum hér heima)
Fyrri færsla
Merkel hrekkur í DDR-gírinn - Kína og WSJ
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 21. febrúar 2020
Merkel hrekkur í DDR-gírinn - Kína og WSJ
Mynd ARD, þingkosningarnar í Þýskalandi 2017: Hvar sótti AfD fylgisaukningu flokksins frá 4,7 prósentu fylgi hans í kosningunum 2013 og upp í 12,6 prósentur í kosningunum 2017. Í dag mælist flokkurinn með 15 prósentu fylgi á landsvísu, sem er meira fylgi en SDP-sósíaldemókratar mælast með (14,4%). AfD mælist því þriðji stærsti stjórnmálaflokkur Þýskalands núna. Virðist fylgi flokksins vera stöðugt og frekar þokast upp en niður, á meðan flokkur Græningja hefur hins vegar misst 6,5 prósentustig eða rúmlega fimmtung þess fylgis sem sá flokkur mældist með síðasta sumar (26,5%), er hann sveiflaðist hve tísku-hæst í könnunum. Græningjar fengu hins vegar aðeins 8,9 prósent atkvæða í kosningunum 2017
****
ÞÝSKALAND
Maður í Þýskalandi skaut sennilega allt að níu manns af erlendum uppruna til bana í landi sínu og endaði ógjörning sinn á því að reyna að taka móður sína af lífi. Þetta gerðist í Hanau-miðju landsins rétt norðaustan við Frankfurt
Þrásetinn kanslarinn Angela Merkel sem sagði áhyggjufullri þýskri konu að fara og lesa í bók þegar sú sama lýsti á borgarafundi yfir áhyggjum vegna boðskorta-útsendinga Merkels til meira en milljón geimvera um að koma inn í Þýskalandið sem konan hélt að hún ætti smá ríkisborgararétt í kennir strax þeim sem þá yfirgáfu flokk hennar um að hafa æst morðingjann upp með kynþáttahatri
Lögreglan segir hins vegar að um geðveikan mann hafi líklega verið að ræða. Þá sagði Norbert Röttgen keppandi um hrunleiðtogahlutverk Merkels þegar hún loksins fer frá í hratt minnkandi CDU-flokk hennar (26,5 prósentu fylgi miðað við 41,5 prósentur 2013), að það væri þýski hægriflokkurinn AfD (Valkostur fyrir Þýskaland) sem sprautað hefði morðingjann með eins konar "eitursprautu" innihaldandi það sem fékk hann til að taka níu manns af lífi. Og aðrir líka!, bætti hann svo við. Þetta þýðir auðvitað að allar byssur verða bannaðar í kvikmyndum (amerískum!) í Þýskalandi og tölvuleikir afskaffaðir, og jafnvel slæmar veðurspár gerðar refsiverðar, svo að fólk fari nú ekki að drepa hvort annað vegna kólnandi eða hitnandi veðurs, eða ofsarauðum veðurförsum hinna rétttrúandi (DDR-veðurfar)
Þremur árum áður en ég flutti aftur til Íslands eftir 27 ár í Evrópusambandinu skrifaði íslenskur blaðamaður mér og spurði mig hvernig mér litist á "Evrópumálin" (siðferðilega dulkóðað hugtak yfir ESB-einræðismálin). "Það væri forvitnilegt að fá að heyra það frá þér", sagði hann. Þetta var árið 2007. Svaraði ég honum því til, að á góðum degi sæi ég í besta falli ekkert annað en algera stöðnun og hægfara upplausn. Og að á slæmum dögum sæi ég fyrir mér hrun og nýjar etnískar úthreinsanir (ættbálka-úrhreinsanir)
Sem betur fer er ég ekki þarna lengur, og Stóra-Bretland reyndar ekki heldur. Þar í landi var því í gær kynnt uppkast að nýrri og hertri innflytjendalöggjöf, sem ætlað er að draga úr til dæmis hættunni sem Angela Merkel bauð heim til Þýskalands - sem einráður keisari yfir öllu ESB og EES. Nýja breska löggjöfin mun taka gildi í janúar 2021 og bara gilda fyrir Stóra-Bretland, sem endurheimt hefur þá löggjafarvald sitt frá útlöndum og hættir þar með að vera ESB-nýlenda
Svo seint sem í gær var um það skrifað í blöðum, að norskur ráðherra, Sylvi Listhaug, hefði sagt að Svíþjóð væri nú stjórnlaust land. Ég segi það sama um Þýskaland. Landið er komið á nýtt stjórnleysisstig. Það gerist á 80 ára fresti og ekkert ESB getur komið í veg fyrir það, né seinkað þeirri pendúlsveiflu. Þannig er Þýskaland og menn verða að skilja það. Ef eitthvað er, þá hefur Evrópusambandið verið hraðall þýska pendúlsins
Enginn veit með vissu hvort að ríkisstjórn Þýskalands ráði við sjálfa sig þessi árin í landinu, því þeir sem leiddu hana til valda eru farnir. Búnir að gefast upp og farnir, allt annað, næstum því, nema náttúrlega til Svíþjóðar, Ítalíu, Frakklands, Grikklands, Póllands og svo framvegis. Óþarfi er því að láta sem svo að þýska ríkisstjórnin hafi stjórn á landinu, fyrst að hún hefur ekki stjórn á sjálfri sér
Alexander Gauland þingleiðtogi AfD flokksins brást hinn versti við og kallaði morðtengingu Merkels, við flokk hans, absúrd og subbulega tilraun til að nota svona atburð til að ná sér niðri á pólitískum andstæðingum
KÍNA OG BANDARÍKIN
Kínverska kommúnistastjórnin rak alla þrjá blaðamenn Wall Street Journal úr landi í gær, vegna greinar hófsemdarmannsins Walter Russell Mead um Kína í blaðinu, og sem starfar ekki einu sinni hjá því. Þar benti Russel Mead á að Kína væri "hinn sjúki maður Asíu". Í Kína hefur vefsíða blaðsins verið bönnuð síðan 2014 (lok, lok og læs á bak við "millistéttina", þ.e. Kínamúrinn)
Í gær voru hins vegar kínverskir fjölmiðlar og apparat þeirra í Bandaríkjunum skilgreindir sem "útsendarar ríkis" og falla þar með í sama flokk og sendiráð. Þetta þurfum við Íslendingar að gera líka. Leiðari WSJ um málið í gær: Banished in Beijing
Fyrri færsla
Kínverski einræðisherrann, xD-fráherrann, og Brexit
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 18. febrúar 2020
Kínverski einræðisherrann, xD-fráherrann, og Brexit
KÍNA
Einræðisherra kínverska veiruveldisins reyndi í ræðu um helgina að ljúga sig frá verustað sínum sem abtraksjón í málum þjóðar sinnar. Hann sagðist þvert ofan í útkomnar opinberar flokksyfirlýsingar hafa tekið kórónuveirumálið yfir þann 7. janúar í stað 20. janúar, eins og fréttamiðlar kommúnistaflokksins höfðu áður tilgreint, á meðan "allt er í stakasta lagi" merkið blakti við hún flokksins, sem einnig er veira. Þar með er einræðisherrann orðinn bæði hluti og hraðall vandamálsins sem hann nú reynir að kenna öðrum og lægra settum um. Þeim í landinu sem gagnrýna einræðisherrann í veirumálinu er miskunnarlaust þaggað niður í með því að kommúnistaflokkurinn kemur þeim fyrir í einangrun, sem orðin er svo víðtæk að 760 milljón Kínverjar hafa nú verið settir í farbann og einangrun. Þar hírast þeir á meðan kórónuveira kommúnistaflokksins sótthreinsar landið af þið vitið hverju. Heimildum til eignaupptöku hefur einnig verið komið fyrir hjá flokksapparatinu
EKKERT-LANDIÐ
Þetta er hið margrómaða millistéttarfélag Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra. Stjórnmálamanns sem áunnið hefur sér réttindi sem verkalýðurinn í utanríkisráðuneyti í málefnum Kína en ekki Íslands. Frú Mannbjörg á loftinu í ráðuneytinu tekur sig af ástandi Filippseyja á meðan Guðlaugur Þór laugar sig í kínversku millistéttinni
Það virðist koma svona sérfróðu kínafólki ráðuneyta afskaplega á óvart að það vilji svo til að einræðisríki kommúnismans í Kína hafi verið og er enn einn helsti óvinur hins frjálsa hluta veraldar. Það kemur Trump Bandaríkjaforseta hins vegar ekki á óvart, því nú hyggst hann leggja sölu á örgjörvum og þotuhreyflum til Kína á ís og jafnvel banna slíkt
ÍSLAND
Á meðan var Miðflokknum hér heima kennt um hot-lips varaafl ráðherra Ósálfstæðisflokksins í orkumálum. Hinn ráðherra flokksins þornar nú sem strekkt skinn á sundurskotinni barhurð flokksins í abstrakt hælismálum. Strekkist hún þar í takt við leðurblak kommissars herra Ímat Úrmat í Brussel. Þannig hefur allur EES-samningurinn þornað upp líka. Og öll skotin í barhurð ósjálfstæða flokksins hafa því miður komið innan frá
HUGSIÐ YKKUR!
"It is central to our vision that we must have the ability to set laws that suit us," Frost said. "To think that we might accept EU supervision on so-called level playing field issues simply fails to see the point of what we are doing." David Frost 17. febrúar 2020 | Reuters
Svo virðist sem að kaldur hrollur sé að byrja að hríslast um skilningsvana ráðamenn Evrópusambandsins vegna Brexit. Þeir eru byrjaðir gera sér ljóst að skilningarvit þeirra hafa aldrei virkað. Svo er nefnilega í Brexit pottinn búið að aðalsamningamaður Bretlands í útgöngumálum, David Frost, kveikti á einni einfaldri ljósaperu í hinum lokaða esb-heimi gær. Það gerði hann með því að segja efnislega að Bretland fór út úr Evrópusambandinu vegna þess að það er vont fyrir ríki að vera þar. Það er vont fyrir ríki að missa fullveldi sitt og það er vont fyrir ríki að missa sjálfstæðið. En það sem er allra verst er að þurfa að kyngja lögum sem við Bretar sjálfir höfum ekki að fullu samið sjálfir og sem gilda bara fyrir okkur í okkar eigin landi. Það er með öðrum orðum algerlega óásættanlegt að missa löggjafarvaldið úr landi
Við erum að yfirgefa Evrópusambandið til þess að aðeins okkar eigin lög gildi í okkar eigin landi. Við þolum ekki að lög Evrópusambandsins gildi í Bretlandi. Við erum því ekki að fara úr Evrópusambandinu til að fá neinn "annan samning" við það um eitt né neitt. Við erum að fara þaðan út til þess að við sjálfir ráðum því hvernig viðskipti við eigum við önnur lönd. Það kemur aldrei til greina að við gerum viðskiptasamning við Evrópusambandið á þeim forsendum að við þurfum að samþykkja lög þess og reglur. Þeir sem skilja þetta ekki, skilja ekki neitt. Við erum farin. Og þegar við erum farin þá gerum við á ný viðskiptasamninga við önnur lönd án þess að gangast undir lög þeirra og reglur. Viðskipti eru bara viðskipti. Þeir sem vilja ekki eiga viðskipti við okkur á þeim forsendum sem við viljum semja um, þeir geta þá gert það undir skilmálum WTO. Takk fyrir þetta Frost. Svona frost líkar mér!
Bretland getur þar með náð sínu samningsmarkmiði sjálft á eigin spýtur, á meðan Evrópusambandið getur ekki náð sínu samningsmarkmiði, nema með aðstoð Bretlands. Mikilvægt er að hafa þetta í huga
Ekkert land í Evrópusambandinu né Brusselelítan getur stöðvað innflutning landa sambandsins frá Bretlandi á WTO skilmálum (WTO er Alþjóðaviðskiptastofnunin). Og vert er að geta þess að Bretland er stærsti einstaki útflutningsmakaður Þýskalands
Samningsmarkmið Bretlands er einfalt og á bak við það er fullur pólitískur vilji landsins. Það gengur ekki út á að viðhalda nú þegar orðnu flæði viðskipta á milli þess og Evrópusambandsins. Það gengur út á að bresk lög, breskar reglur og fullveldi komi ofar milliríkjaviðskiptum. Ef með þarf, er Bretland viljugt að fara út án nokkurs sérstaks samnings við Evrópusambandið um eitt né neitt; þ.e. fara í svo kallað hart Brexit
Við fullveldismenn Íslands gerum sömu kröfur. EES gengur ekki lengur fyrir lýðveldi vort. Það sjá allir sem augu hafa. Það fyrirbæri er að enda í algjörum og óásættanlegum óförum - fyrir okkur Íslendinga!
Fyrri færsla
Loftslagsmálin eru trúarbragðastríð nútímans
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.2.2020 kl. 03:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 15. febrúar 2020
Loftslagsmálin eru trúarbragðastríð nútímans
ÓÁÞREIFANLEGT LOFT
Sjálfstæðisflokkurinn ýtir kristinni trú frá sér og þjóðríkinu sem hún byggði upp, og tekur nýja trú sem hann heyir nú trúarbragðastríð fyrir. Þar með gerist flokkurinn fánaberi og gangandi sönnunargagn fyrir tilgangsleysi hans sjálfs og þeirrar menntunar sem skattgreiðendur á Íslandi hafa greitt fyrir til handa forystu flokksins og þingmönnum. Flokkurinn hefur þar með sagt skilið við nútíma (e. modernity) sem er afrakstur kristni, og gert sjálfan sig að stjórnmálaafli ríkis-sértrúar á borð við isma 20. aldar (kommúnisma, sósíalisma, nasisma og samrunaisma esb+ees). Sést það nú langa vegu að á ferli flokksins síðustu ellefu árin
Hvar skyldu næstu nothæfu hindurvitni opinbera sig. Skyldi ný lægð eða hæð vera á leiðinni. Koma þær ekki í DDRÚV. Hvar skyldi kvikna í heilögu tré næst. Hefurðu séð nýju hitamælana. Fæ ég ekki styrk út á þetta. Hér geta allir verið með og fengið peninga út á það. Stofnum nýja loftslagstrúardeild
Hægfara vinstrimennska* lofslagstrúarbragða, sem í daglegu felutali er kölluð "frjálslyndi" eða "jafnaðarmennska", passa því orðið best við hraðfara vinstrimennsku ofsatrúarhrópsins sem Vinstri grænir standa fyrir, sem æðstu loftslagsmálaprestar. Trúarbragðastríð er það sem venjulegt fólk þolir ekki við hámenntaða stjórnmálamenn. Sjálfstæðisflokkurinn ætti því að taka lokaskrefið og skilja sig alveg frá íslenska ríkinu og ganga í ríkislaust loftslagsríki Sameinuðu þjóðanna á himnum uppi. Ekki mun jarðsamband flokksins minnka við það, því í dag er það ekkert, enda er flokkurinn ekki kosinn. Hann er stiginn upp af kjörseðlinum
* (© Matthías Johannessen)
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 14. febrúar 2020
Er Eitt-Kína hrunið?
MANNKYNSSAGA
Mynd: Rauði dauði kynntur fyrir Rússum 1917
****
Sá mannfjöldi í bæjum og borgum sem samkvæmt Fitch Solutions lokaður er af á sóttkvíasvæðum kommúnistaflokksins í Kína (þvert á það sem ráðlagt er á Vesturlöndum, því að sóttkví eða "lockdown" hræðir veikt fólk til að fela sjúkdóminn og leita sér EKKI hjálpar), svarar til þess mannfjölda sem stendur fyrir framleiðslu tæplega helmings landsframleiðslunnar í landinu. Sem sagt; þau 33 prósent af íbúum landsins sem framleiða næstum helming landsframleiðslunnar, eru í sóttkví. Um 90 borgir er að ræða og þeim fjölgar. Þetta eru tryllingslegar tölur
Mynd: Wall Street Journal/DS 13. febrúar 2020
Ekkert gengur þarna í landinu nema á afturfótum kommúnistískra miðalda, samkvæmt hefðum þess konar banvæns stjórnarfars. Enda ekki nema von, því að um kommúnistaríki er að ræða. Kommúnismi þýðir alræði, plágur, fátækt og örbyrgð til frambúðar. Fasteignasala er aðeins einn tíundi af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Og ef fólkið veikist ekki eða drepst ekki úr kommúnistaveirunni, þá er til dæmis loftmengun fyrirtækja kommúnistaflokksins tilbúin að taka restina að sér, því hún hefur bara versnað og versnað
Mun hlutur Kína í landsframleiðslu veraldar helmingast á þessum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra? Við það stækkar hlutur og vægi annarra ríkja heimsins og áherslur og hugsun manna breytist til frambúðar. Fókus skerpist á önnur ríki heimsins og nýr veruleiki sest að
Og nú kennir elítan í Peking samkvæmt hefð tveimur kommúnistum í Hubei fyrir að hafa leynt tölum um fjölda smitaðra. Pekingelítan er þar með að reyna að klína 16 þúsund nýju tilfellunum sem sprengdu línuritið í loft upp í gær, á þær tvær stakkels persónur. Já 16 þúsund ný tilfelli komu á 12 tímum í gær. Wall Street Journal er með þá sögu undir yfirskriftinni:
China Ousts Senior Officials as Beijing Seeks Distance From Outbreak.
Firings of the Communist Party secretaries of Hubei province and Wuhan signal Beijings disapproval of their handling of Covid-19 epidemic | WSJ
Ég er orðinn sannfærður um að flest vestræn fyrirtæki munu í kjölfar þessa fíaskós hægt og rólega loka flestu því niður sem þau hafa í gangi í Kína. Þau munu frá og með nú aðeins mæta á staðinn til að klára það sem hægt er að klára, humma sig um tíma, hætta að verpa eggjum, og loka síðan niður og aldrei koma aftur. Þau vita af eigin reynslu, frá og með nú, að þessi þjóð sem er ekki ein þjóð heldur margar, mun aldrei breyta um þá banvænu lifnaðarhætti sem unga út hverri drepsóttinni á fætur annarri, ár eftir ár, öld eftir öld, og árþúsund eftir árþúsund, því að engin ein ríkisstjórnun mun nokkru sinni ná tökum á landinu, alveg sama hversu miklum kommúnisma og alræði er beitt. Eina vongóða framtíðin fyrir Kína er að landið brotni upp í smærri lönd sem samsvara fólkinu og hefðum þess betur, og sem keppa munu innbyrðis um hvert þeirra getur orðið betra land fyrir fólkið sem í þeim býr. Í löndum fólks sem hefur sameiginlegra hagsmuna að gæta
Eitt-Kína kommúnistaflokks er liðin saga sem gekk ekki upp. Nú er bara að bíða eftir hruninu, borgarastyrjöldinni og svo koll af kolli. Fólkið í landinu mun ekki sætta sig við Eitt-Kína kommúnistaflokks mikið lengur. Atburðarrásin verður þó líklega mun erfiðari en þetta. Ókjörin byltingar-glæpaelíta landsins mun loka landinu af og þjarma að fólkinu fyrst, og reyna í leiðinni að breiða yfir innvortis hrunið með hertu valdabrölti erlendis, sem þjappa á þjóðinni saman að baki einræðisherrans. Það mun náttúrlega ekki ganga upp frekar en áður
Bara það eitt að Xi Jinping forseti landsins skyldi þurfa á stórfellt auknum einræðisherravöldum að halda á flokksráðstefnunni í október 2017, segir sína sögu. Það voru sterkustu merkin um að flest væri á leið til fjandans í Kína. Og ég held að stór hluti Kínverja hafi þá þegar skilið að komið væri í nágrenni næstu leiðarloka í sögu landsins. Ding er búið, nú er það dong
Þau Vesturlönd sem liggja hve dýpst í kínversku súpunni, eru hin útflutningsháðustu ríki þeirra. Þar eru Þýskaland, Rússland, Suður-Kórea og OPEC-ríkin fremst í hrunflokki
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 13. febrúar 2020
Veðurstofan fokin um koll
Vefur Veðurstofu Íslands er búinn að vera í steik það sem af er degi. Ekki bara aðal-html-vefur stofnunarinnar, heldur einnig hinn einfaldi og notadrjúgi farsímavefur hennar, og í annað skiptið á tveimur árum. Ekki fer mikið fyrir öryggishugsun þarna. Edge-léttur gagnavefur á einföldu html-máli ætti alltaf að geta keyrt, sama hvað á gengur, og hann ætti að vera á sjálfstæðum þjóni. Honum ætti ekki að hrúga á þjón sem hýsir glingurvef stofnunarinnar. En þar sem um 50 ára gamla stafræna tækni er að ræða, þá geri ég ráð fyrir að hún sé dauð úr elli
Stafræn tækni byggð á örgjörvum og hálfleiðurunum er nefnilega orðin gömul og þreytt tækni. Hún er ekki "high tech" lengur. Hún er eins "ný" og bíllinn var árið 1965. Aðeins þarf einn mann með kaffibolla glápandi út um glugga og sem óvart smellir á einn eitraðan tölvupóst, til að taka niður allt fyrirtækið, bankann, landið, flugumferð, og sennilega miðin líka. Arion banki var læstur niðri í stafrænni líkkistu í morgun og í gær hætti nýi ljósleiðarinn minn að komast í samband við símafélagið sem ég er internet-kúnni hjá, því þar á bæ voru allir steinsofandi á meðan öll internetþjónusta til margra kúnna félagsins lá niðri í fimm klukkustundir
Og eins og að þetta sé ekki nóg þá, virkar stafrænt útvarp bara fyrir hina útvöldu í landinu og langbylgjan er rekin með rasshendinni. Þetta drasl er maður skyldaður að borga fyrir. Og við skulum ekki minnast á póstþjónustuna í dag, því hún var betri árið 1870. Örlítið betri en í Danmörku í dag, þar sem hún er komin aftur til ársins 1700
Er þetta ekki yndislegt. Þetta er "fimmta iðnbyltingin". Byltingin þar sem ekkert apótek neins staðar í öllu landinu er opið á nóttunni í "þjónustuhagkerfinu", eins og það ranglega er kallað
Við skulum vona að rafmagnið hangi inni. Annars eru það bara tólgarkertin. Þau virka alltaf, þ.e. fáist sæmilegar eldspýtur í landinu, sem þær gera ekki
Og svo fjölgaði kínversku kommúnistaveirutilfellunum um fimmtán þúsund á hálfum degi í gær. Kúrvan sem menn héldu að væri byrjuð að halla sér, þeyttist bara beint upp í loftið á ný. Þar gengur allt eins og á miðöldum
Þetta var útfjólublá viðvörun og lýsi ég hér með vasaljósi yfir allskonar ástandi
Best að taka saman það sem fokið getur - á meðan það er "ófokið"
Fyrri færsla
AfD er hinn nýi hægriflokkur Þýskalands
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 13
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 429
- Frá upphafi: 1389049
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 245
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008