Leita í fréttum mbl.is

Veðurstofan fokin um koll

Vefur Veðurstofu Íslands er búinn að vera í steik það sem af er degi. Ekki bara aðal-html-vefur stofnunarinnar, heldur einnig hinn einfaldi og notadrjúgi farsímavefur hennar, og í annað skiptið á tveimur árum. Ekki fer mikið fyrir öryggishugsun þarna. Edge-léttur gagnavefur á einföldu html-máli ætti alltaf að geta keyrt, sama hvað á gengur, og hann ætti að vera á sjálfstæðum þjóni. Honum ætti ekki að hrúga á þjón sem hýsir glingurvef stofnunarinnar. En þar sem um 50 ára gamla stafræna tækni er að ræða, þá geri ég ráð fyrir að hún sé dauð úr elli

Stafræn tækni byggð á örgjörvum og hálfleiðurunum er nefnilega orðin gömul og þreytt tækni. Hún er ekki "high tech" lengur. Hún er eins "ný" og bíllinn var árið 1965. Aðeins þarf einn mann með kaffibolla glápandi út um glugga og sem óvart smellir á einn eitraðan tölvupóst, til að taka niður allt fyrirtækið, bankann, landið, flugumferð, og sennilega miðin líka. Arion banki var læstur niðri í stafrænni líkkistu í morgun og í gær hætti nýi ljósleiðarinn minn að komast í samband við símafélagið sem ég er internet-kúnni hjá, því þar á bæ voru allir steinsofandi á meðan öll internetþjónusta til margra kúnna félagsins lá niðri í fimm klukkustundir

Og eins og að þetta sé ekki nóg þá, virkar stafrænt útvarp bara fyrir hina útvöldu í landinu og langbylgjan er rekin með rasshendinni. Þetta drasl er maður skyldaður að borga fyrir. Og við skulum ekki minnast á póstþjónustuna í dag, því hún var betri árið 1870. Örlítið betri en í Danmörku í dag, þar sem hún er komin aftur til ársins 1700

Er þetta ekki yndislegt. Þetta er "fimmta iðnbyltingin". Byltingin þar sem ekkert apótek neins staðar í öllu landinu er opið á nóttunni í "þjónustuhagkerfinu", eins og það ranglega er kallað

Við skulum vona að rafmagnið hangi inni. Annars eru það bara tólgarkertin. Þau virka alltaf, þ.e. fáist sæmilegar eldspýtur í landinu, sem þær gera ekki

Og svo fjölgaði kínversku kommúnistaveirutilfellunum um fimmtán þúsund á hálfum degi í gær. Kúrvan sem menn héldu að væri byrjuð að halla sér, þeyttist bara beint upp í loftið á ný. Þar gengur allt eins og á miðöldum

Þetta var útfjólublá viðvörun og lýsi ég hér með vasaljósi yfir allskonar ástandi

Best að taka saman það sem fokið getur - á meðan það er "ófokið"

Fyrri færsla

AfD er hinn nýi hægriflokkur Þýskalands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Minn heitt elskaði farsímavefur Veðurstofunnar er kominn upp úr fimmta iðnbyltingarkafinu. Svo það er að minnsta kosti gott!

Ég sé að 35 m/s eru komnir niður í 32 m/s hjá mér, sem er viss framför. Dettur ekki í hug að gá hvort að glingurútgáfa appelsínu-veður-vefs Veðurstofunnar sé komin upp líka.

Þegar rafmagnið fer þá er straumur á stafrænu sendunum í 1 tíma fyrir 4G-hraða og svo í ca. tvo tíma fyrir 3G-hraða og síðan er það bara EDGE eða ca. 15-25k módemhraði, og þar sólar farsímaútgáfan sig.

Gunnar Rögnvaldsson, 13.2.2020 kl. 23:37

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Fyrir þá nörda sem hafa gaman af samskiptatækni, svona á meðan veðrið er þolanlegt og beðið er eftir stóra rauða kommúnistaverðinu, þá er hér Internet sem notar heiðhvolfið sem flutnings- og endurvarpsstöð; þ.e.a.s. internet sem keyrir á stuttbylgju. Það heitir Olivia MFSK. Þarna þarf ekkert símafélag að koma nálægt neinu til að komast í netsamband við til dæmis einhvern í Ástralíu. Stafræna merkið sem þú sendir fer upp í heiðhvolfið og niður til jarðar aftur, og skoppar síðan þangað upp á ný, og svo koll af kolli þar til það nær móttakara persónunnar í Ástralíu sem þú ert í sambandi við. Enginn ISP (símafélag) og engir milliliðir (DNS vald) þarf til. Að vísu er hraðinn ömurlegur. En ef allt færi til fjandans á landinu þá þarftu ekki nema 1-watt sendiorku til að komast i netsamband við fólk hinumegin á jörðinni. Stuttbylgja er eina kerfið sem virkar þegar allt annað er til fjandans farið. Þess má geta að Vatíkanið sendir auðvitað enn út á stuttbylgju.

Þessi athugasemd er í útúrdúr.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2020 kl. 00:48

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Í hinum enda samskiptatækninnar um heiðhvolfið, eru þau samskipti sem ekki er hægt að svara, nema með því að hafa megavatta-sterkan sendir á sér. Þetta eru svo kallaðar lágtíðnisendingar og "mjög-lágtíðnisendingar" (VLF) og "hroðalega-lágtíðnisendingar" (ELF). Þær eru einkum notaðar til að senda merki til kafbáta sem eru á allt að nokkur hundruð metra dýpi. Sjá útskýringar hér. Aðvörun: þetta er verulega nörðað.

Er enn að bíða eftir rauða kommúnistaveðrinu. Bara ca. 10 m/s enn sem komið er. 

Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2020 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband