Leita í fréttum mbl.is

Er Eitt-Kína hrunið?

MANNKYNSSAGA

Lenín í gömlu Sovétríkjunum

Mynd: Rauði dauði kynntur fyrir Rússum 1917

****

Sá mannfjöldi í bæjum og borgum sem samkvæmt Fitch Solutions lokaður er af á sóttkvíasvæðum kommúnistaflokksins í Kína (þvert á það sem ráðlagt er á Vesturlöndum, því að sóttkví eða "lockdown" hræðir veikt fólk til að fela sjúkdóminn og leita sér EKKI hjálpar), svarar til þess mannfjölda sem stendur fyrir framleiðslu tæplega helmings landsframleiðslunnar í landinu. Sem sagt; þau 33 prósent af íbúum landsins sem framleiða næstum helming landsframleiðslunnar, eru í sóttkví. Um 90 borgir er að ræða og þeim fjölgar. Þetta eru tryllingslegar tölur

WSJ: Population and the GDP under lockdown

Mynd: Wall Street Journal/DS 13. febrúar 2020

Ekkert gengur þarna í landinu nema á afturfótum kommúnistískra miðalda, samkvæmt hefðum þess konar banvæns stjórnarfars. Enda ekki nema von, því að um kommúnistaríki er að ræða. Kommúnismi þýðir alræði, plágur, fátækt og örbyrgð til frambúðar. Fasteignasala er aðeins einn tíundi af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Og ef fólkið veikist ekki eða drepst ekki úr kommúnistaveirunni, þá er til dæmis loftmengun fyrirtækja kommúnistaflokksins tilbúin að taka restina að sér, því hún hefur bara versnað og versnað

Mun hlutur Kína í landsframleiðslu veraldar helmingast á þessum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra? Við það stækkar hlutur og vægi annarra ríkja heimsins og áherslur og hugsun manna breytist til frambúðar. Fókus skerpist á önnur ríki heimsins og nýr veruleiki sest að

Og nú kennir elítan í Peking –samkvæmt hefð– tveimur kommúnistum í Hubei fyrir að hafa leynt tölum um fjölda smitaðra. Pekingelítan er þar með að reyna að klína 16 þúsund nýju tilfellunum sem sprengdu línuritið í loft upp í gær, á þær tvær stakkels persónur. Já 16 þúsund ný tilfelli komu á 12 tímum í gær. Wall Street Journal er með þá sögu undir yfirskriftinni:

China Ousts Senior Officials as Beijing Seeks Distance From Outbreak.
Firings of the Communist Party secretaries of Hubei province and Wuhan signal Beijings disapproval of their handling of Covid-19 epidemicWSJ

Ég er orðinn sannfærður um að flest vestræn fyrirtæki munu í kjölfar þessa fíaskós hægt og rólega loka flestu því niður sem þau hafa í gangi í Kína. Þau munu frá og með nú aðeins mæta á staðinn til að klára það sem hægt er að klára, humma sig um tíma, hætta að verpa eggjum, og loka síðan niður og aldrei koma aftur. Þau vita af eigin reynslu, frá og með nú, að þessi þjóð sem er ekki ein þjóð heldur margar, mun aldrei breyta um þá banvænu lifnaðarhætti sem unga út hverri drepsóttinni á fætur annarri, ár eftir ár, öld eftir öld, og árþúsund eftir árþúsund, því að engin ein ríkisstjórnun mun nokkru sinni ná tökum á landinu, alveg sama hversu miklum kommúnisma og alræði er beitt. Eina vongóða framtíðin fyrir Kína er að landið brotni upp í smærri lönd sem samsvara fólkinu og hefðum þess betur, og sem keppa munu innbyrðis um hvert þeirra getur orðið betra land fyrir fólkið sem í þeim býr. Í löndum fólks sem hefur sameiginlegra hagsmuna að gæta

Eitt-Kína kommúnistaflokks er liðin saga sem gekk ekki upp. Nú er bara að bíða eftir hruninu, borgarastyrjöldinni og svo koll af kolli. Fólkið í landinu mun ekki sætta sig við Eitt-Kína kommúnistaflokks mikið lengur. Atburðarrásin verður þó líklega mun erfiðari en þetta. Ókjörin byltingar-glæpaelíta landsins mun loka landinu af og þjarma að fólkinu fyrst, og reyna í leiðinni að breiða yfir innvortis hrunið með hertu valdabrölti erlendis, sem þjappa á þjóðinni saman að baki einræðisherrans. Það mun náttúrlega ekki ganga upp frekar en áður

Bara það eitt að Xi Jinping forseti landsins skyldi þurfa á stórfellt auknum einræðisherravöldum að halda á flokksráðstefnunni í október 2017, segir sína sögu. Það voru sterkustu merkin um að flest væri á leið til fjandans í Kína. Og ég held að stór hluti Kínverja hafi þá þegar skilið að komið væri í nágrenni næstu leiðarloka í sögu landsins. Ding er búið, nú er það dong

Þau Vesturlönd sem liggja hve dýpst í kínversku súpunni, eru hin útflutningsháðustu ríki þeirra. Þar eru Þýskaland, Rússland, Suður-Kórea og OPEC-ríkin fremst í hrunflokki

Fyrri færsla

Veðurstofan fokin um koll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og nú þegar Kína hvell-sekkur, þá er Stóra-Bretland að verða í stakk búið til að taka við mörgu sem þaðan leitar á mun hærri mið, og ofar í virðisauka-keðjunni, sem aldrei gat gengið upp sem "glóbal keðja" án hins lagalega umhverfis og stjórnarfars sem til dæmis Bretland hefur upp á að bjóða.

Boris Johnson er í þann mund að fremja stærsta sjokk og nýstart á breska hagkerfinu síðan að Margrét heitin Thatcher framdi eitt slíkt. Það verður hins vegar öðruvísi sjokk og ekki byggt á Lundúnum.

Þá sést ágætlega á því að Boris sparkaði í gær öllum Bjarna Benum út úr ríki sínu í Downingstræti 10.

Litla hugmynd hefur ESB-steingervingurinn í Berlín, París og Brussel um hvað bíður hans á næstunni. Boris Johnson mun fara í svo grjóthart Brexit með Bretland á þessu ári, að þeir munu svitna.

Og það getur hann án þess að svo mikið sem einn svitadropi komi frá á enni neinna breskra markaða né á gengi Sterlings eða á trausti heimsins til landsins.

Allt þetta er orðið grjóthert frá og með ferlinu sem hófst 2016 og þolir nú allt. Þolir grjóthart Brexit á WTO-skilmálum eins og að drekka vatn. Engar hrakspár um neitt í sambandi við Brexit og markaði Bretlands hafa staðist. Öll háskólamenntun allra bjánanna sem slíkt sögðu var sóun á peningum þeirra skattgreiðenda sem kostuðu menntun þeirra.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2020 kl. 09:40

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Gunnar

Gott að einhver haldi okkur við efnið þegar umferðin í Reykjavík er eins og á Nýársdag. Verðið nú í víkinni ekki verra en á venjulegum Sunnudegi. Nýkominn af unglingsaldri sigldi ég um Atlandshafið. Mestu óveðrin voru alltaf suður af Hvarfi, frá 10-15. febrúar. Á vakinni stýrðum við ýmist upp í vindinn eða það var látið reka. Orkuhvellurinn stóð ekki lengur yfir en nú. Sé ekki að mikið hafi breyst hvað vindstyrk varðar. Nýjar kynslóðir eru nú aldar upp í umhverfisótta og spila á tölvuleiki í leiðindum.

Vandinn í Kína er af svipuðum toga. Hér eru til miðlar sem vara við einstefnu í fréttaflutningi, en mest af fjölmiðlaefni er Fésbókar sóp, því það tikkar best í vinsældum. Jafnvel Vísismenn boða aukna skatta á fiskeldi, en ráðast ekki á hinn raunverulega vanda. Vita gjörla hvernig vinnustaður þeirra var til?

Dýrkun Kínverja á XI Jinping og fjölmiðlabann á ýmsu efni er farið að valda íbúum nýjum vanda. Ofurframleiðsluvandinn nær jafnvel til Straumsvíkur.

Lægðirnar sem myndast suður af Hvarfi halda áfram að koma og færa okkur freskan blæ af Hafi. Súrefni sem er nauðsynlegt. Eins er með þínar útlistanir sem alltaf er fróðlegt að lesa.

Sigurður Antonsson, 14.2.2020 kl. 11:44

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ég er þér 100% sammála um Kína, sem slíkt. Kommúnistarnir þar eru það mesta hroðaverk sem til er.

Til dæmis það sem er að gerast núna ... ef orð þeirra eru sönn, að einungis 1300 manns hafa látist, má líkju þessu við Munchausen syndrom.  Með öðrum orðum, kínverska ríkisstjórnin er band-klikkuð. Það er enginn som lokar inni 60 miljónir manna, vegna þess að 1300 manns dóu á tveimur mánuðum.

Kínverjar kaupa lækna grímur, eins og nýbakaðar pönnukökur. Halda, að með þessu séu þeir að verja sjálfan sig. Að fólk almennt í Kína, sé svona almennt illa menntað ... má algerlega kenna kommúnistum um. Fólkið í Kína, lærir um hvað Evrópa hefur gert Kínverjum (bara illt), en enginn í Kína les um það hvað "boxarar" gerðu (death by a 1000 cuts), og sem var orsökin fyrir því að fleiri þjóðir gengu inn til að stoppa blóðbaðið þar á sínum tíma.

Sannleikur, eða að nálgast hann ... er ekki á borðinu, hjá kommúnistum. Má líkja þessu í dag, við Chernobyl ... þar sem Sovétríkin sögðu "örfá deyja", til staðreyndanna þar sem meir en hundrað þúsund dóu.

Hver sá, sem styður kommúnista í Kína ... er annaðhvort, illa gefinn, illa klikkaður ... eða bara þorskur á þurru landi. En, og hér kemur punkturinn yfir i-ið. Almenningur í Kína, veit ekki það sem við vitum. Kona mín er kínversk og móðir hennar er gamall rauðliði. Að reyna að koma henni í skilning um það að Maó myrti fleiri Kínverja, en öll stríðssaga kínversku þjóðarinnar. Gengur ekki heim í haus hennar.

Kínverjar, eru almennt illa menntaðir ... bæði hvað varðar sögu og annað. Þvert á, við það sem vinstri sinnar hér vestra vilja halda fram.

En vinstri sinna hér vestra, hagnast á að nota bíllega framleiðslu í Asíu.  Nota börn í Indlandi, Indonesíu, Kína eða Kóreu ... er bara ágætt, á meðan maður sér ekki vandamálið. Þeir hagnast, eins og sonur Bidens, eins og Hillary Clinton.

Og peningarnir ráða, þannig að ég myndi nú ekki vera of fljótur að dæma þetta sem er að gerast ... akkúrat núna. Þeir eru margir hér vestra, og sérstaklega kerlingarnar (sem þykjast vera svo góðar) sem standa með öfgamönnum um heim allan.

Örn Einar Hansen, 14.2.2020 kl. 16:07

4 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Maður h stundum a tilf að þ sem rakka kina niður sen ~annars flokks þjoðriki i efnahagsl tilliti se folk sem HEFUR ALDREI FARIÐ TIL KUNA og seð m eigin augum þae sem er að skeð þar..

Veit um mamn sem byr i USA og margt oft buin a fara til kina i erindagjorðum segir að alt se stort i Ameriku .  Gamla maltækið .. en eftir að v buun að sja og kynnast kina að segur hann að maltækið að allt se stort i USA eigi hreinlega ekki við lengur..kv

Usa i allri framl se SMARÆÐI a v kina.

Kv

Lig..

Lárus Ingi Guðmundsson, 14.2.2020 kl. 18:26

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir innnlit og skrif Sigurður.

Já. Tímarnir eru tvennir. Eini munurinn miðað við ungdæmi þitt og tímana núna, er sá að fornrómverska fyrirbærið lúxus er komið á vettvang og er að murka lífið úr mörgum manninum hér á landi. Mannkynssagan býður þeim sem vilja skoða hana upp á mörg dæmi þess að ríki hafa orðið lúxus að bráð.

Um fréttaflutning svo kallaðra "fjölmiðla" má til dæmis reyna að geta sér til um hvað góða fólkið í Frakklandi og á DDRÚV hefði sagt í fréttum ef að um svo kallað "kynlífsmyndband" af Marine Le Pen, Trump eða Boris Johnson hefði verið að ræða, en ekki af manni Macrons í París. Svarið er næstum gefið og hugtakið "lýðræði" væri  þar ekki að finna. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2020 kl. 19:48

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Bjarne fyrir innlit og skrif.

Já Kína er að ganga í gegnum "Tjernobyl andartakið" sitt. Allir vita hvernig það endar. 

Nú hafa kínversk yfirvöld hafið eignaupptöku á eigum fólksins í landinu undir yfirskini kommúnistaveirunnar. Hún verður notuð og endurnotuð til að herða einræðið enn frekar. 

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2020 kl. 19:50

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir innlitið og lesturinn Lárus.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2020 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband