Leita í fréttum mbl.is

Drepsóttin: "Evrópusambandið að gera ófyrirgefanleg mistök" [u]

ATHUGIÐ

Kórónaveirusmit á Ítalíu vaxa nú á veldishraða (exponential increase). Um 650 ný smit á síðustu 24 tímum

Þýskaland tilkynnti um 21 nýtt tilfelli í gærkvöldi og þau eru talin stafa frá útiskemmtun í Þýskalandi (carnival)

Miðstöð sjúkdómavarna í Stokkhólmi segir að allt Evrópusambandið verði eins og Ítalía er á leiðinni með að verða, sé ekkert að gert

Wolfgang Munchau á eurointelligence.com fordæmir kæruleysi og hugleysi Evrópusambandsins og er í dag með yfirskriftina:

"The EUs sheer complacency is unbelievable

The biggest threat to the future of the EU is not Donald Trump or a geopolitically ambitious China, but complacency. We saw that during the eurozone crisis, which only ended when the ECB intervened. We are seeing the same now in the discussion on border closures in the Schengen area. The EU has an instrument available to stem the spread of a disease and to save lives, but has decided not to use it."

Hann segir að Evrópusambandið sé að gera ein stærstu og ófyrirgefanlegu mistök sem hægt er að gera; að fórna mannslífum fyrir sjálft sig

Hann segir að það VERÐI AÐ LOKA LANDAMÆRUM ESB-LANDA. Það kostar, já, segir hann, en það mun kosta enn meira að gera það ekki, fyrr en of seint, og sem sambandið neyðist hvort sem er til að gera, og þá verður það margfalt dýrara fyrir alla. WM var ritstjóri þýsku útgáfu Financial Times og er mikill, en iðulega raunsær, forfrömuður ESB-málefna

"There will come a point, for sure, when it will no longer help to close the borders. But the one lesson we learned from China is that lockdown measures were effective even at the time when the disease was getting out of control in Wuhan. We are at a similar stage in Italy now. So, why do the Italian borders remain open?"

Hann segir að Stóra-Bretland muni ekki bregðast þjóð sinni eins og ESB er að bregðast þjóðum sambandsins. Í Bretlandi séu tröllslegar lokanir (e. draconian lockdowns) þegar komnar á dagskrá. Verið sé að skipuleggja lokun skóla næstu tvo mánuði. Samkomur manna og íþróttaviðburðir verði bannaðar. Vitað er að fyrirtæki í Lundúnum fyrirskipa starfsmönnum að vinna heiman frá

"Inaction is not only the result of the in-built complacency that characterises the modern-day EU, but also a consequences of the political and economic weakness of governments."

Þegar stjórnvöld bregðast þjóðum sínum þá verður hver borgari sjálfum sér og fjölskyldu sinni næstur. Bregðist íslensk stjórnvöld Íslensku þjóðinni á sama hátt og ESB er enn og aftur að bregðast núna, mun það hafa í för með sér uppgjör, réttarhöld, sorg og tap fyrir þjóðina og landið okkar. Þið voruð kjörin til að tryggja líf, limi og eigur þjóðarinnar. Þetta eru einu frumskyldur hverrar einustu þjóðkjörnu ríkisstjórnar, þær einu sem að fullu geta réttlætt sjálfa tilvist hennar og fjármögnun. Nota verður allar þær varnir sem hægt er að nota og þær einföldustu, víðtækustu og áhrifamestu fyrst

Hvers vegna er almennt farþegaflug til Íslands enn opið, eins og að um sumarfrístíma sé að ræða? Hvers vegna er ekki lokað á almennt farþegaflug til landsins strax og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að koma þeim sem enn eru staddir sem íslenskir ferðamenn erlendis, inn í landið á öruggan hátt gegnum sóttkví, mælingar og síðan einangrun ef með þarf. Og hvers vegna hefur ekki verið hugað að því sem Kyrrahafsfloti Bandaríkjanna fyrirskipaði í gær; að ekkert skip flotans megi koma til hafnar neins staðar án þess að hafa verið að minnsta kosti 14 daga úti á sjó fyrst. Veiran lifir 10 daga utan mannslíkamans, á vörum, varningi og pósti og það tekur menn allt að 14 daga að veikjast, eftir að þeir hafa smitast

Coronavirus Concerns Prompt PACFLEET to Impose 14-Day Gap Between Port Visits

Eins og dæmin sanna nú þegar, ræðst útkoman, fjöldi dauðsfalla og stærð áfalla af þeim ákvörðunum sem teknar eru á frumstigi málsins. Það var það sem Kínverjar gerðu ekki fyrr en of seint. Þeir tóku engar ákvarðanir í byrjun og reyndu að þagga málið niður, síðan vondar ákvarðanir, en svo betri ákvarðanir. Og það er það sem ESB-Evrópa er að endurtaka núna og að margfalda!, eins og ábyrgðarlausu Evrópusambandinu er von og vísa. Að endurtaka allt það versta sem var gert annarsstaðar

Uppfært föstudagur, 28. febrúar 2020 kl. 22:45

Bandaríkin settu rétt í þessu Ítalíu á rauða (LEVEL-3) listann yfir lönd sem enginn ætti að ferðast til án brýnnar ástæðu:

Krækja: CDC recommends that travelers avoid all nonessential travel to Italy.

Fyrri færsla

Læknir rekinn út af miðilsfundi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þýska DAX-hlutabréfavísitalan er niður um 3,2 prósent bara það sem af er þessum eina degi. Í dag eru það hin hefðbundnu framleiðslu- og iðnaðarfyrirtæki Þýskalands sem falla mest, eftir að veiran hefur á síðustu fimm dögum tekið flugfélög og banka niður um allt að 25 prósentur. Þannig er Lufthansa flugfélagið fallið um 24,8 prósentur í vikunni, Easy Jet og SAS um 31 prósent og Ryanair, og Air-France-KLM á bilinu 20-25 prósent. Í dag eru það iðnaðar- og framleiðslufyrirtækin sem horfa upp á yfirvöld landsins aðhafast ekkert. Eignendur þeirra, hluthafar, vita hvað það þýðir; að fólk kemst ekki til starfa í þeim og viðskiptavinirnir hætta að geta keypt framleiðsluna og fengið kaupin fjármögnuð. Við hvert 10 prósent fall í útflutningi Þýskalands mun landsframleiðsla þess dragast saman um allt að 5 prósentur. Svo útflutningsháður er þýskur efnahagur

Þetta gæti hæglega verið bara byrjunin í Evrópu. Vestanhafs eru lætin enn meiri, því veltuhraðinn, markaðsstærðin, þunginn og átökin þar eru svo óendanlega miklu meiri en á örmörkuðum Evrópusambandsins.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2020 kl. 13:31

2 identicon

Íslensk stjórnvöld guera ófyrirgefanleg mistök.

Íslensk stjórnvöld hlíta í einu og öllu evrópsku yfirvöldum, þeim sem nefnd eru í daglegu tali ESB.

Forysta "Sjálfstæðisflokksins", þingmenn og ráðherrar, er helsti stuðningsflokkur ESB hér á landi.  Hefur margsýnt það í hátterni og undirlægjuhætti gagnvart ESB, upptöku heilu stjórnkerfislegu lagabálka og "pakka" ESB og með margítrekuðum brotum á stjórnarskrá Íslands.

Gleymum ekki þeirri staðreynd.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.2.2020 kl. 13:41

3 identicon

Fyrsti Bretinn er fallinn vegna Sars Covid-19 kórónaveirunnar.

Bretar undir stjórn Borisar munu grípa til allra þeirra ráðatafana sem þarf til að verja Stóra Bretland og íbúa þess, enda lausir undan oki fávisku blýantsnagaranna í Brussel.

En íslensk stjórnvöld munu ekkert aðhafast, einungis það sem blýantsnagarnir í Brussel leyfa.

Við erum hvorki sjálfstæð né fullvalda þjóð, meðan lyddur og aumingjar ráða hér ríki.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.2.2020 kl. 14:53

4 identicon

Fyrsta tilfelli Sars Covid-19 kórónaveirunnar hefur nú greinst hér á landi.  Það er staðfest.

En sem ég sagði:

Við erum hvorki sjálfstæð né fullvalda þjóð, meðan lyddur og aumingjar ráða hér ríki.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.2.2020 kl. 15:01

5 identicon

"Þórólfur leggur áherslu á að smit í flugvél séu fátíð.  Smitsvæði sé í mesta lagi tvær sætaraðir."

Svo sagði sóttvarnarlæknir í lok "upplýsingafundar" í dag.

Maðurinn virðist gjörsneyddur heilbrigðri skynsemi.  

Fólk gengur um ganga flugvélar, þarf að pissa og er á rápi.  Veit hann það ekki?

Flugfreyjur ganga til beina um þessa sömu ganga.

Farþegar ganga um ganga þegar þeir koma í vélina og þegar þeir fara.  Útgangur er venjulega aðeins einn.

Sóttvarnalæknir getur ekki staðhæft það sem hann segir.  

Sóttvarnalæknir heldur að lífið sé excel.

Farþegi kom frá borg X. Farþegi býr í Y.

Sóttvarnalækni skortir heilbrigða skynsemi til að taka á málum af festu og dug.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.2.2020 kl. 17:31

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Símon Pétur.

Það er ekkert að marka það sem þetta fólk segir. Ég tek að minnsta kosti ekkert mark á því. EKKERT!

Tilfelli á Ítalíu standa eins og er á milli 900 og 1000 og 21 dauðsfall er þegar komið í líkhúsin.

Á fimmtudag voru tilfellin komin í 3

Á föstudag voru tilfellin komin í 20

Á laugardag voru tilfellin komin í 62

Á sunnudag voru tilfellin komin í 155

Á mánudag voru tilfellin komin í 299

Á þriðjudag voru tilfellin komin í 322

Á miðvikudag voru tilfellin komin í 453

Í gær voru tilfellin komin í 655

Í dag verða þau sennilega 950

Á morgun verða þau sennilega 1.500

Og eftir viku verða þau Guð má vita hvað

Svona verður þetta í öllu ESB

Í Bandaríkjunum virðast enn sem komið er aðeins vera um 62 tilfelli, og þar af eru 44 frá skemmtiferðaskipinu fræga sem Japansstjórn klúðraði.

Sem sagt í Bandaríkjunum virðast aðeins vera um 18 tifelli. Þetta finnst mér furðulegt miðað við helvítið sem er að blómstra í ESB.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2020 kl. 20:29

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

föstudagur, 28. febrúar 2020 kl. 22:45

Bandaríkin settu rétt í þessu Ítalíu á rauða (LEVEL-3) listann yfir lönd sem enginn ætti að ferðast til án brýnnar ástæðu:

CDC recommends that travelers avoid all nonessential travel to Italy.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2020 kl. 22:44

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

laugardagur, 29. febrúar 2020 kl. 03:09:22

Dani númer tvö er greindur með kórónaveiruna. Sá var einnig í skíðafríi á Ítalíu og er búinn að sveima um í Danmörku í 10 daga eftir að hann kom heim.

En til Ítalíu flýgur vél Icelandair frá Keflavík kl. 07:30 í dag, laugardag. Hún flýgur til landsins sem Bandaríkin hafa sett á rauða listann (þann versta), en sem sóttvarnarlæknir hér heima gaf ekkert fyrir, þremur stundum áður, og sagði að ekki kæmi til greina að vera með "ferðatakmarkanir inni í myndinni", sem hann sjálfur er nú hluti af. Manni blöskrar sinnu- og kæruleysið. Já blöskrar, en það er samt of vægt til orða tekið. Manni hryllir!

Undantekningarástandi hefur verið lýst yfir á Hokkaidoeyju Japans. Íbúarnir eiga að halda sig innandyra um helgina, en undantekningarástandið mun halda áfram til að minnsta kosti 19. mars.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.2.2020 kl. 03:16

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

laugardagur, 29. febrúar 2020 kl. 04:58:01

Það er eins og að lesa geimferðafrétt þegar lesin er frétt á blaðsíðu 6 í Morgunblaðinu í dag, þar sem segir:

"Snúið er að banna fólki að koma hingað til lands vegna alþjóðlegra skuldbindinga en heimildir til að loka landinu með vísan til almannaheilbrigðis eru þó taldar ótvíræðar. Í þeim efnum koma til skoðunar t.d. ákvæði laga um sóttvarnir, um loftferðir og ákvæði laga um útlendinga."

Viðhorf stjórnvalda þessa lands er sem sagt það, að þau líta fyrst og fremst á sig sem hagsmunagæsluapparat útlendinga gagnvart Íslendingum.

Maður froðufellir af bræði þegar ljóst er að þetta lið er eins og barn sem reynir að halda einu horni baðkars á þurru og skilur ekki að með því að skrúfa fyrir vatnið sem rennur í allt baðkarið, mun það ekki drukkna.

Það eru ekki nema nokkur ár síðan að enginn fékk að koma inn í neitt gott alvöruland án þess að hafa sérstaka heimild til þess með vegabréfaáritun. Hvað er að heilabúið þess fólks. ESB-heilabilun?

Á sama tíma talar forsætisráðherra Svíþjóðar um að nauðsynlegt verði að setja upp sóttvarnargirðingar og lokanir innan í Svíþjóð, á meðan drepsóttin sturtast inn í landið erlendis frá, og hreiðrar þar um sig eins og til dæmis með þeim Dana sem kom frá Ítalíu, og ráfaði um landið sitt, og kannski Svíþjóð líka, í 9-10 daga, áður en hann varð að leita sér læknisaðstoðar við því sem hann fékk í óheftan ESB-heimamund á Ítalíu. Gæti verið búinn að smita hundrað manns.

Er hægt að bjarga svona liði frá sinni eigin sjálfsútrýmingu? Nei, greinilega ekki, svo lengi sem það fær launin sín!

Þetta fólk þarf að reka. Moka því út!

Gunnar Rögnvaldsson, 29.2.2020 kl. 05:02

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er ekki svo gott að ESB sé eins og einhver loftfullur kokkáll sem gerir hosur sínar grænar á okkar höfuðbóli; þá gætum við leyst mál græningjanna; Út!Strax!! Og við efnum loforð okkar við Ísland,að haldi öllu sem það hefur unnið til og við erum eiginlega skyldug til að grípa til ráðstafana núna.  

Helga Kristjánsdóttir, 29.2.2020 kl. 07:08

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

laugardagur, 29. febrúar 2020 kl. 11:39:05

Þriðja kórónatilfellið greindist í Danmörku í dag, en það er karlmaður sem starfar á háskólasjúkrahúsinu í Árósum. Einnig hann mun hafa fengið sjúkdóminn afhentan frá ESB í Ítalíu; eða nánar; frá ítölskum manni í Munchen.

Hefur maðurinn síðan starfað í þrjá daga við að breiða sjúkdóminn út á sjúkrahúsinu, þar sem talið er að hann hafi umgengist 30 manns. Öll þrjú tilfellin í Danmörku hafa komið frá Ítalíu, sem sett var því á rauða listann í Bandaríkjunum síðdegis í gær.

Þarna gengur allt eins og á miðöldum. Engar breytingar virðast hafa átt sér stað í heilastarfsemi manna síðan þá, nema þá helst að henni hefur hrakað verulega.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.2.2020 kl. 11:39

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

laugardagur, 29. febrúar 2020 kl. 12:08:06

ESB-Ítalía er nú þriðja versta plagaða land heimsins þegar að fjölda kórónuveirutilfella kemur. Aðeins Kína og Suður-Kórea eru verri. Hefur nú verið staðfest að frá Ítalíu hefur sjúkdómurinn með aðstoð opinna landamæra ESB borist til 28 annarra landa.

En hugmyndin um Evrópusambandið er hugmyndafræði sem nær þannig tökum á fólki að það gengur ekki með hana, heldur gengur hugmyndin með fólkið. Slíkt hefur ekki sést síðan á dögum svartasta kommúnisma á borð við  þann sem var í sovétríkjunum og er núna við völdin í Kína. Í öllum þessum löndum fellur fólk ekki fyrir hugmyndinni, heldur fellur það af völdum hennar. Þess vegna er til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn fallinn. Hann dó úr EES og Schengen.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.2.2020 kl. 12:09

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

laugardagur, 29. febrúar 2020 kl. 12:20:36

Flestir atvinnurekendur á opnu dauðasvæði Evrópusambandsins munu innan skamms koma grátandi til svo kallaðra stjórnvalda landanna og biðja um að hið pólitíska mannfall ESB- og Schengen hugmyndafræðinnar verði stöðvað, til að stöðva hrun atvinnuvega landanna. Því lengur sem það dregst, því minni fjárfestingar munu þora að skjóta rótum í grafreitum ESB-hugmyndafræðinnar, þegar upp er staðið. Það sem við erum að horfa á núna er pólitískt mannfall af völdum ESB-veirunnar, þar sem fólk er notað sem fallbyssufóður stjórnmálamanna. Það er hinn nakti sannleikur málsins.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.2.2020 kl. 12:22

14 identicon

Algjörlega sammála, Gunnar:

"Sjálfstæðisflokkurinn er fallinn.

Hann dó úr EES og Schengen."

Hann hafði fyrir EES og Schengen um 40-45% fylgi.

Hann er nú liðið lík, í farþegalest ESB.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.2.2020 kl. 12:35

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Símon Pétur.

Já. ásamt ýmsum öðrum flokkum, sérstaklega þeim til vinstri.

Og þakka þér fyrir innlitið og athugasemd Helga.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.2.2020 kl. 12:48

16 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður Gunnar!Og takk fyrir allt saman.

Íslenskir ráðamenn svíkjast til að flytja inn hermenn Óvinanna gegn ÞJÓÐINNI.

Þvílíkir aumingjar, þvílíkir aumkunarverðir vesalingar.

Talandi um að læra af,hvað og hvar hafa þessir aumingjar lært????

Óskar Kristinsson, 29.2.2020 kl. 16:43

17 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Óskar fyrir að undirstrika það sem allir með augu sjá.

Hinn innri markaður drepsóttarinnar í ESB virkar eins vel og þeir rétttrúandi bjánar sem settu hann upp. Hann glampar sem sá ekta kattaskítur í tunglsljósi sem hann er.

Já aumingjar þeir eru. Og vesalingar. Og plebbar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 29.2.2020 kl. 17:49

18 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

laugardagur, 29. febrúar 2020 kl. 21:27:24

Noregur: Fjöldi tilfella kínversku kórónaveirunnar í Noregi rúmlega tvöfaldaðist í dag, frá sjö upp í fimmtán. Um er að ræða þá sem voru í heilögum Schengen-veirugígum trúarfélags Evrópusambandsins á Ítalíu.

Bandaríkin: Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna lokaði Bandaríkjunum fyrir öllum þeim erlendu ríkisborgurum sem verið hafa í Íran á síðustu 14 dögum. Hann ráðlagði einnig Bandaríkjamönnum að ferðast ekki til Ítalíu og Suður-Kóreu. (hattur ofan)

Trump forseti tilkynnti í dag um fyrsta dauðsfallið af völdum kínversku veirunnar í Bandaríkjunum. Það var kona seint á fimmtugsaldri sem lést. Starfaði hún við heilbrigðismál. Sagðist Trump búast við að loka landamærunum Bandaríkjanna upp að Mexíkó og að taka upp lokanir á ferðir manna frá Ítalíu til Bandaríkjanna.

Aðvörun um ferðir Bandaríkjamanna til svæða á Ítalíu voru hækkaðar upp á stig 4 eða jafngildandi ferðabanni: Ferðist ekki (Level4; Do not travel.(hattur ofan)

Frakkland: Macron forseti þess sem eftir er af Frakkland, bannaði í dag stærri Schengenguðsþjónustur en fyrir 5000 manns í landinu. Reyndist það óþarfi því enginn Frakki með virðingu fyrir landi sínu mætir á þær lengur.

Ísland: Landlæknir barnahræðsludeilar skrípamynda um veirur, og Sóttsóknarlæknir Íslands, hafa gefið út nýjar leiðbeiningar til Vestmannaeyinga um að reyna ekki aftur að stöðva hraunflæði. Slíkt gæti skaðað eldgos annars staðar í heiminum.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.2.2020 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband