Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014

Evruupptaka hamlar vexti, það vitum við

 The lessons from Sweden - Lennart Erixon 

Og já, uppsettu höftin, eða gin- og klaufaveikisgrindurnar sem þrengja aðganginn að gjaldeyrismarkaði, þær hamla vexti. Það er rétt. En það er einnig margt annað sem leggur hömlur á vöxt velmegunar. Til dæmis rangar peningastefnur. Og gengisbindingar, hverju nafni sem þær nefnast. Þær leiða oftast til hagvaxtarstopps og visnunar

Svíþjóð 1992 og sú stefna sænsku ríkisstjórnarinnar sem hún árin eftir 1992-hrunið markaðsfærði sem "ábyrgðar-kúltúr í sænskri pólitík", var bein og eyðileggjandi afleiðing peningalegs súrrealisma þess lands sem náði hámarki með 500 prósent gengisbindingar-stýrivöxtum haustið 1992. Öll var sú stefna eftir hrunið aðeins hið falska flagg reist yfir Svíþjóð í ESB-nafni Carls Bildt og Görans Persson, og fór það flagg hærra en sænski fáninn yfir Svíþjóð.

Það var hins vegar raunveruleika-kalt gengisfall sænsku krónunnar, í kjölfar mölbrotinnar og falskrar gengisbindingar, og þar með endurkoma skynseminnar, ásamt uppsveiflu erlendis, sem bjargaði Svíþjóð þá. Nokkuð það sama gilti um Finnland

En ekkert hamlar þó vexti velmegunar eins mikið og evruupptaka og öll upptaka gjaldmiðils sem ekki er okkar eigin smíði. Þar liggja verstu hagvaxtarhömlurnar. Þegar peningastefna í þágu þjóðríkisins —e. national monetary policy— er ekki lengur til staðar, þá eru það ríkisfjármálin ein, sem eftir eru sem síðustu skaðræðisverfærin í hnífaparaskúffu hins peningapólitíska hluta hagkerfisins; þ.e. hins opinbera. Og sá peningapólitíski hluti hagkerfisins er orðinn tröllarisavaxinn

Þegar peningastefna í þágu þjóðríkisins hefur verið varpað fyrir róða og skaðræðisverfærin úr skúffu ríkisfjármálanna fá ein að njóta sín, þá verða grunnskyldur ríkissjóðs vanræktar, innviðir brotna þá í spón og landið deyr smátt og smátt úr eyðni, fái það ekki frelsið til baka úr klóm hins peningapólitíska hluta hagkerfisins. Úr klóm þeim hluta hagkerfisins sem meðal annars fangelsar lönd með gengisbindingum og upptöku annarra þjóða myntar, ásamt Evrópusambandsaðild, sem þýðir keisaralegt stjórnarfar

Hinn spákaupmennskuknúni (e. speculative driven) hluti fjármálakerfisins er vandamál þegar hann verður of stór miðað við heildarstrauma venjulegs þjóðarbúskaps á gjaldeyrismarkaði. Litlar myntir sveiflast venjulega mun minna en stórar myntir, nema þegar fjármálkerfið —sem er ekki það sama og peningakerfið— verður of stórt miðað við þjóðarbúskapinn

Sjá þarf fyrst og fremst til að svo verði ekki. Þá verða gin- og klaufaveikisgrindurnar felldar niður og þeim með léttleika haldið í skefjum

*** 

Enn einu sinni þakka ég Rolf Englund og hinu viðamikla vefsetri sem á bak við bloggsíðu hans liggur. Hér er sjálf færslan: När Carl Bildt och Göran Persson styrde Sverige - og hér er hægt að nálgast ritgerð Lennarts Erixon sem PDF-skrá (Vinnupappír númer 2013:11)

Tengt

Áhlaupið á íslensku krónuna (tilveraniesb.net) 

Fyrri færsla

Sjálfstætt lýðveldi Íslendinga 70 ára í dag - "setti allt sitt traust á alþýðuna"  


Sjálfstætt lýðveldi Íslendinga 70 ára í dag - "setti allt sitt traust á alþýðuna"

 

Fáninn

Lokaskrefið 

Lýðveldi Íslendinga var stofnað á Þingvöllum þann 17. júní 1944 og varð þar og þá með sjálfstætt fullvalda ríki

Forsenda lokaskrefsins var að Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember 1918

"Jón Sigurðsson taldi sér það til mests gildis mörgum árum síðar, að hann hefði afstýrt innlimun Íslands í Danmörku árið 1851." 

"Hann býst við að til pólitískra tíðinda dragi á Íslandi og skyggnist um eftir liði í landinu til þeirrar baráttu sem framundan er."

Sverrir Kristjánsson - 1961 - Rit og blaðagreinar Jóns Sigurðssonar - setur allt sitt traust á alþýðuna - bls liii 53

Mynd; úr bók Sverris Kristjánssonar - 1961 - Rit og blaðagreinar Jóns Sigurðssonar

- setur allt sitt traust á alþýðuna -

Mikið eigum við Jóni Sigurðssyni að þakka. Hann lét ekki leiða sig inn á hið gráa svæði embættismanna. Mikilleiki Jóns Sigurðssonar forseta var einstakur. Hin víðfeðma stór-sýn hans var sem lindin svala, kristaltær og algerlega einstök. Og stefna hans ógnarstór. Bjargföst frá örlátu upphafi - og áfram alla hina löngu erfiðu leið

**** 

Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda. En ekki öfugt. Þeir höfðu ekkert umboð frá Íslendingum til að senda neina umsókn inn til Evrópusambandsins, fyrir hönd Íslands. Ekki frekar en þröng klíka þingmanna hafði undir handjárnaglamri, pólitískum hótunum og valdasmiti neitt umboð fyrir hönd lýðveldis Íslendinga til að sækja um inngöngu í Bandaríkin

Umsóknina verður umsvifalaust að afturkalla og draga alveg til baka. Óhæfuna og svikin gagnvart þjóðinni verður algerlega að afmáð og þau verða að hætta. Umsóknina á því umsvifalaust að draga til baka, fella niður og afmá - og rífa verður aðlögunarferlið og undirróðursverk þess af Lýðveldinu með lagabandormi

Þeirri íhlutunarstofu sendisveinaveldis Evrópusambandsins á Íslandi sem hér blandar sér í bæði stjórnmálaumræðu sem og líf íslensku þjóðarinnar og sem heldur uppi starfsemi hér á landi, verður að loka tafarlaust. Evrópusambandinu og skósveinum þess verði gert að loka áróðursskrifstofu sambandsins hér á Íslandi strax

Og önnur umsókn inn í Evrópusambandið má aldrei aftur — ég endurtek; má aldrei aftur — koma á dagskrá hins háa Alþingis Íslendinga fyrr en einlægur 75 prósenta meirihluti íslensku þjóðarinnar hafi í samfellt 10 ár sýnt að hún af fullri einlægni og heiðarleika vilji sækja um að Lýðveldið Ísland verði innlimað inn í Evrópusambandið og þar með í skrefum lagt niður. Þetta mál er þess eðlis. Ekkert þessu minna er hægt að sættast á

Sterk rök og hjartahreinar tilfinningar íslenskrar þjóðar ættu hins vegar að krefjast allt að 800 ára umhugsunartíma, eins og síðast

Fyrri færsla

Óhæfur, nema til innlagningar á ESB-geðdeild  


Óhæfur, nema til innlagningar á ESB-geðdeild

Svíþjóð - Aðlögunarskýrsla - EUROPEISKA CENTRALBANKEN - KONVERGENSRAPPORT JUNI 2014

Svensson er samkvæmt nýjustu mælingum Evrópusambandsins óhæfur til að láta setja í sig gervi hjarta, gervi nýru og gervi heila. Hann er talinn óhæfur í allar þessar aðgerðir því hann er með sitt meðfædda hjarta sem er fullkomið. Nýrun eru einnig meðfædd og virka eins og þau eiga að gera. Og heilabú Svenssons sem einnig er hið meðfædda, er næstum því fullkomlega ógeðbilað 

En samt er Svensson veikur. Það segir Evrópusambandið í Brussel. Klikkunardeild Evrópusambandsins hefur gefið út skýrslu um það. Og þær ljúga ekki frekar en fyrri daginn, skýrslunnar frá ESB og peningayfirvöldum þess. Þessi heitir Aðlögunarskýrsla eða Samrunaskýrsla. Útgáfuár skýrslunnar er júní 2014, sem er hið tuttugasta eftir að Svíþjóð var hrætt inn í Evrópusambandið

Skýrslan segir að Svíþjóð hafi brotið af sér því að lög landsins hafa ekki enn gert sænska seðlabankann óháðan Svíþjóð og háðan raðbrotadeild ECB-aukaseðlabanka Þýskalands, sem fyrst landa —sem hinn sjúki maður Evrópu— mölbraut Maastricht-sáttmálann árið 2003. Skýrslan segir ennfremur að laga- og réttarfarsleg innlimun Svíþjóðar í evru-peningakerfi ESB, hafi ekki enn farið fram

Þar sem Svíþjóð sé ESB-land án undantekninga verður það að uppfylla aðlögunarkröfur Evrópusambandsins að fullu og öllu leyti, en það hafi landið ekki gert því sænski seðlabankinn og sænska krónan standi upprétt enn

Svíþjóð hefur því ekki aðlagað öll lög landsins að Evrópusambandinu. En það ber því að gera samkvæmt ákvæðum 131 greinar sáttmálanna. Svíþjóð hefur því frá 1998 brotið ESB-lögin með því að aðlaga ekki öll lög landsins að Evrópusambandinu

Sænskir stjórnmálamenn og ESB-elíta landsins sögðu þjóð sinni að Svíþjóð væri undanþegin því að þurfa að afsala sér öllu fullveldi landsins í peningamálum. Það reyndust í besta falli hvítir lygar til þess eins að hægt væri að troða landinu inn í Evrópusambandið á sínum tíma

Í vesta falli reyndust sænskir stjórnmálamenn og ESB-elíta landsins hinir verstu lygarar, vel vitandi það að ESB-aðildin myndi krefjast þess að öllu fullveldi landsins í peningamálum yrði að varpa fyrir róða ofan í Evrópusambandið. Skuldadagar nálgast. Innheimtan er í gangi. Og það hefur hún verið árum saman þó svo að leynt sé farið með. Borðið fangar. Sænska þjóðin hvað? . . 

Fyrri færsla

D-dagur 6. júní 1944 kl. 0200 - fyrir 70 árum síðan 

Krækja

ECB - Konvergensrapport juni 2014

Tengt

Evrópusambandið er steindautt

Andrómeda er þarna 


D-dagur 6. júní 1944 kl. 0200 - fyrir 70 árum síðan

 Trucks fully loaded with men and supplies leaving a Rhino ferry

Í dag eru liðin 70 ár frá því að Bandamenn gengust í að frelsa meginland Evrópu frá sjálfu sér. Innrásin í Normandý hófst kl 0200 með loftárásum. Undirbúningurinn hafði þá staðið yfir í meira en tvö ár, eða allt frá því að Bretar höfðu einhentir sigrað í baráttunni um Bretlandseyjar og þar með tekist að sannfæra þjóðríki Bandaríkjamanna í Norður-Ameríku um að Evrópa væri þess virði að fórna bandarískum mannslífum til að frelsa meginland álfunnar frá hinum innbyggða barbarisma þess

Án sigurs Breta í lofinu yfir Bretlandseyjum og víðar —undir ósigrandi fastri leiðsögn Winstons Churchill— hefði þjóðríkið Bandaríkin í Norður-Ameríku varla talið Evrópu þess virði að blóði Bandaríkjamanna væri úthellt meginlandsins vegna

Liðsafli innrásarinnar var 3,5 milljónir manns og hafði hann eftirfarandi hergagnaframleiðslu til umráða:

6483 skip

4000 landgöngupramma

6500 sprengjuflugvélar

5500 orrustuflugvélar

2000 svifflugur

1000 fragtflugvélar

5000 skriðdreka

7 orrustuskip

og endalaust meira magn hergagna og vista

Engin þessara tækja voru framleidd í þrælabúðum. Þessi Engilsaxneska framleiðslugeta frelsisins í Vestri og á Bretlandseyjum sendi svo 400 þúsund trukka til Rauða-hers Sovétríkjanna sem réðu úrslitum um herförina austanfrá. Aldrei áður í sögunni hefur eitt þjóðríki orðið eins mikið stórveldi og Bandaríkin eru. Og aldrei mun neitt eitt þjóðríki um aldur og ævi slá þeim við

US Army Center for Military History Seal

Sagnfræðideild bandaríska hersins gaf árið 1951 út rúmlega 400 blaðsíðna myndafrásögn af bæði undirbúningi og framkvæmd innrásarinnar. Hana má nálgast hér sem PDF-skrá hjá US Army Center for Military History (29,7 MB)

Fyrri færsla

Klíka átti að henda Grikklandi út úr myntbandalaginu 


Klíka átti að henda Grikklandi út úr myntbandalaginu

Timothy Geithner, þá fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varð ekki um sel þegar hinn sjálfskipaði þýski fjármálaráðherra yfir Evrópu, Wolfgang Schäuble, sagði honum að hann væri að rotta saman nokkrum mönnum í nokkrum lendum Evrópusambandsins til að sparka Grikklandi út úr myntbandalaginu, sem sjálfkrafa hefði þýtt að Grikkland yrði þurrkað út úr Evrópusambandinu. Þetta kom fram í ensku útgáfu gríska Kathimerini Aþenuborgar um daginn

Þessi útlegð eða brottvísun Grikklands af myntsvæðinu myndi þýða það, sagði Schäuble, að auðveldara yrði að reisa "eldvegg" í kringum stærsta viðskiptahagnað nokkurs lands í heiminum; nefnilega viðskiptahagnaðs Þýskalands, sem vill svo til að er veraldarinnar stærsti ósýnilegi gengisfalsari; "Stealth Currency Manipulator" (eftir Clyde Prestowitz)

Samkvæmt Geithner varð bandaríski fjármálaráðherrann fyrir áfalli við að heyra þetta og flýtti sér heim til að láta forseta Bandaríkjanna vita af þessu, og sem, að hans sögn, hafði djúpar áhyggjur af málinu. Og væntanlega einnig af geðheilsu þýska fjármálaráðherrans yfir meginlandi Evrópu

Hefði þetta orðið raunin, þá hefði Grikkland orðið ríki án myntar. Þýskur maður hefði þá úr fjarlægð tekið einu mynt gríska lýðveldisins af því. Tekið af því sjálft peningakerfið með fjarstýringu

Hverju skyldi sami aðili hafa hótað Írum ef þeir drekktu ekki írsku þjóðinni í skuldum til að halda árfarvegi viðskiptahagnaðar áfram opnum ofaní peningahrúgu Þýskalands gagnvart umheiminum; eldmúrnum gegn Evrópu

Krækja

Geithner describes alarm at Schaeuble plan for Greek euro exit

Fyrri færsla

Skuggamyndasýning ESB = evru_ekkert


Skuggamyndasýning ESB = evru_ekkert

Engin aukning á viðskiptum á milli evrulanda síðan evran kom 
Breyting viðskiptum á milli ESB landa eftir að myntinni evru var ýtt úr vör - Paul Krugman
Mynd: Paul Krugman: ESB_EKKERT

Hvað eru menn hér á landi að æsa sig yfir sovéskum kosningum til þings Evrópusambandsins. Það skil ég ekki. Þetta þing er ekki þing. Það er sovéskur gúmmístimpill fyrir politburo framkvæmdastjórnarinnar. Þetta sovéska þing Evrópusambandsins getur ekki sjálft sett fram nein mál. Það má ekki leggja fram nein frumvörp. Það má bara skoða fúleggjuð frumvörp miðstjórnarinnar í allt að fimm mínútur og samþykkja þau. Ef þingið neitar að samþykkja þá er hið frumverpta sovéska egg politburo framkvæmdastjórnarinnar bara tekið af fangabúðaborði þingsins og það málað í nýjum felulitum þangað til það fæst samþykkt í "þinginu"

Í hléum hlaupa svo þingmen fram til að falsa skattfrjálsu fríðindin sín. Stimpla sig inn sem Evrópuþingmenn en koma út sem afglapar og pólitískir glæpamenn á heimavelli. Þeir eru þarna flestir peninganna vegna
 
Þetta er tveggja hæða kamarinn fyrir sáttmálana. Á efri kamri situr politburo framkvæmdastjórnarinnar og dritar yfir þá sem sitja á neðri kamri. Þetta er sami kamarinn fyrir subbu-sidiari-tetið sem átti að vera "neyðarbremsan" (ha ha ha ha) fyrir þjóðþing aðildarlandanna gegn politburoæði framkvæmdastjórnarinnar
 
Í neyðarbremsu þessa höfðu þjóðþing aðildarlandanna þegar árið 2012 togað 117 sinnum í hana án þess að ESB-lestin stöðvaðist í svo mikið sem eina sekúndu, né hvað þá að hún hægði á sér. Frumverpi sovéskra eggja framkvæmdastjórnarinnar halda bara óstöðvandi áfram að rúlla inn á fangabúðaborð Evrópusambandsþingsins og gera þar með þá sem samþykktu sáttmálana að þeim fíflum sem þeir eru
 
Í öllum aðildarlöndunum kraumar nú reiði allt að mikils meirihlutans, sem aldrei var upplýstur um að verið væri að troða landi þeirra inn í nýtt Evrópusovétsamband. Því í aðildarlöndum sambandsins hefur aldrei nein upplýst umræða farið fram um þetta óskabarn elítunnar. Andstaðan frá upphafi leiðangurs þessa inn í svartnætti ESB-gjaldþrotsins, er að tryllast úr reiði. Svo mikið, að von er á byltingum og brjálsemi
 
Fyrri færsla
 
 
Tengt
 
 

Forysta Sjálfstæðisflokksins á barmi þess að vera orðin Evrópa

Á öllum þeim 25 árum sem ég bjó á meginlandi Evrópu frá 1985 til 2010, rann ekki upp bara eitt einasta ár á meginlandinu sem sannfærði mig persónulega, fjölskyldulega né rekstrarlega séð um að Evrópa væri ekki alltaf og eilíft að tapa. Alltaf að tapa, ár fyrir ár 

Þessi Evrópa er nú orðin heilt meginland tapranna af tvennum ástæðum; 1. vaxandi umboðslausum spennitreyjuvöldum ókjörins Evrópusambands yfir lífi borgara og fyrirtækja; 2. klíku- og elítuvæðing alls með sovéskum misþyrmingarmætti sífellt meiri opinberrar menntunar sem virkar eins og Roundup á frjósemi frelsisins, sem er vöðvabúnt heilans.

Nú er svo komið að meginland Evrópusambandsins mun aldrei ná velmegunarstigi Bandaríkja Norður-Ameríku. Aldrei. Orðið er algerlega útséð um það. Kostnaðurinn vegna tilvistar Evrópusambandsins, ERM og evru þess, er slíkur að hann hefur skrúfað fyrir framtíðina í Evrópu. Svartur skermur blasir við. Inn í þá svörtu nótt ekur meginland Evrópusambandsins

Sjálfstæðisflokkurinn er á barmi þess að vera orðinn að klíkuflokki og Evrópu. Því tapar hann og tapar. Grasrót flokksins er hvað eftir annað fótum troðin og brátt er hvergi stingandi strá eftir af henni, nema strámenn. Forystan er allt að því ónýt. Hún er álíka ónýt og stjórnir þriggja fallinna banka voru allan þann tíma sem þær sátu við völd. Hún er jafn ónýt og allar efnahagsspár allra voru öll bólguárin fram á síðustu hengibrún gjaldþrots klíkubransans, sem gagnkvæmt baktryggir hvern annan með sovéskum misþyrmingarmætti menntunar út í eitt

Ítök samtaka vissra atvinnurekenda —áður bankanna— í Reykjavík eru stórum of mikil. Og með því að framleiða ofan í forystuna skeinipappíra sem betur hefðu aldrei í heiminn verið settir, er eldi að henni haldið

Þvælan um rafmagnssæstreng til útlanda —sem fyrst og fremst og til frambúðar setur risavaxnar og verðmætaskapandi ígangverandi erlendar fjárfestingar á Íslandi í uppnám— til þess eins um leið að ónýtgera tólf strokka þjóðhagslega undirstöðuaflvél sjávarútvegsins sem danskan irrelevans ofan í bláeygða kjósendur, þannig að þar verði ekkert í málum hægt að gera og "hvort sem er engu að tapa" og því taplaust, en samt urgent urgent áríðandi, að þokubakkahrinda lýðveldinu smám saman ofan í Evrópusambandið. Að allt sé "því miður og þar með komið upp á ESB-level" vegna reglu-vatta-verksins sem kála myndi allri raforkufrekri landsframleiðslu íslenska þjóðríkisins

Og þvælan um partasölu Landsvirkjunar sem er gegnheilt rusl í bankabraskarastíl sem sýnir að flokksforystan ætlar sér alls ekki að búa hér. Hún hugsar dæmið þannig að hún ætli að "sjá til", "skoða málið", liggja á pappírum atvinnurekenda og verpa svo núllum. Forystan er með svo stór eyru að hún nær ekki andanum. Hún er að kafna í pappír

Í bakgrunni fyrir aftan forystuna stendur í dag skilti stórt sem á er letrað; "leiðangri lokið" - "mission completed". En forystan skilur alls ekki að það var áhöfnin Landsbyggðin sem bjargaði henni frá drukknun. En skiltið stendur þarna fyrir áhöfnina sjálfa, hún vann sitt verk, en forystan er hins vegar föst á sínu sama pappírs flæðiskeri og ófær um að skilja boðskapinn. En hún fær þó að fljóta með, að sinni

Áhöfnin er hins vegar ekki að "skoða málið". Hún er að sigla. En enginn veit bara hvert. Höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þurfa að finna fjörur sínar þar sem betra og gróðavænlegra verður að hlusta beint á hreint fuglagarg en að hlusta á það sem endurómar til hennar frá meginlandi taparanna, þar sem strandlengjur íbúanna eru seldar á uppboðum til svo kallaðra "fjárfesta" af því tagi sem Round-uppuðu látnu Austur-Þýskalandi ofan í vasavianafélag Treuhand-anstaltsins

Um leið óska ég Framsóknarflokknum til hamingju með landvinninga sína í Reykjavík. Enginn snýr þeirri dömu af leið. En á sama tíma vara ég við því sem vonandi verður ekki strategískt og síðar hægt að kalla: “Verðbólga í einu landi”.

Hamar þjóðhagslegrar peningastefnu — e. national monetary policy — á myntsvæði Lýðveldisins á átjándu stærstu eyju veraldar, yrði þá að hefja á loft. Það tæki hann full fimm ár og jafnvel lengur að berja niður tíu prósent verðbólgu. En hann virkar

Til hamingju íslenskir lýðveldissinnar, með björgunarafrekið!

Kosningasvikaumsókn fyrri ríkisstjórnar inn í Evrópusambandið verður að draga til baka og fella niður. Hana verður að afmá af Lýðveldinu. Hún hvílir sem opinber skömm á lýðveldi Íslendinga og er bein hótun við sjálfstæði Íslands og grunnstólpa lýðræðisins; að þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda í alþingiskosningum, en ekki öfugt 

Fyrri færsla

(á)Réttingarverkstæði ríkisstjórnar 


Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband