Leita í fréttum mbl.is

Klíka átti að henda Grikklandi út úr myntbandalaginu

Timothy Geithner, þá fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varð ekki um sel þegar hinn sjálfskipaði þýski fjármálaráðherra yfir Evrópu, Wolfgang Schäuble, sagði honum að hann væri að rotta saman nokkrum mönnum í nokkrum lendum Evrópusambandsins til að sparka Grikklandi út úr myntbandalaginu, sem sjálfkrafa hefði þýtt að Grikkland yrði þurrkað út úr Evrópusambandinu. Þetta kom fram í ensku útgáfu gríska Kathimerini Aþenuborgar um daginn

Þessi útlegð eða brottvísun Grikklands af myntsvæðinu myndi þýða það, sagði Schäuble, að auðveldara yrði að reisa "eldvegg" í kringum stærsta viðskiptahagnað nokkurs lands í heiminum; nefnilega viðskiptahagnaðs Þýskalands, sem vill svo til að er veraldarinnar stærsti ósýnilegi gengisfalsari; "Stealth Currency Manipulator" (eftir Clyde Prestowitz)

Samkvæmt Geithner varð bandaríski fjármálaráðherrann fyrir áfalli við að heyra þetta og flýtti sér heim til að láta forseta Bandaríkjanna vita af þessu, og sem, að hans sögn, hafði djúpar áhyggjur af málinu. Og væntanlega einnig af geðheilsu þýska fjármálaráðherrans yfir meginlandi Evrópu

Hefði þetta orðið raunin, þá hefði Grikkland orðið ríki án myntar. Þýskur maður hefði þá úr fjarlægð tekið einu mynt gríska lýðveldisins af því. Tekið af því sjálft peningakerfið með fjarstýringu

Hverju skyldi sami aðili hafa hótað Írum ef þeir drekktu ekki írsku þjóðinni í skuldum til að halda árfarvegi viðskiptahagnaðar áfram opnum ofaní peningahrúgu Þýskalands gagnvart umheiminum; eldmúrnum gegn Evrópu

Krækja

Geithner describes alarm at Schaeuble plan for Greek euro exit

Fyrri færsla

Skuggamyndasýning ESB = evru_ekkert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband