Leita í fréttum mbl.is

Evruupptaka hamlar vexti, það vitum við

 The lessons from Sweden - Lennart Erixon 

Og já, uppsettu höftin, eða gin- og klaufaveikisgrindurnar sem þrengja aðganginn að gjaldeyrismarkaði, þær hamla vexti. Það er rétt. En það er einnig margt annað sem leggur hömlur á vöxt velmegunar. Til dæmis rangar peningastefnur. Og gengisbindingar, hverju nafni sem þær nefnast. Þær leiða oftast til hagvaxtarstopps og visnunar

Svíþjóð 1992 og sú stefna sænsku ríkisstjórnarinnar sem hún árin eftir 1992-hrunið markaðsfærði sem "ábyrgðar-kúltúr í sænskri pólitík", var bein og eyðileggjandi afleiðing peningalegs súrrealisma þess lands sem náði hámarki með 500 prósent gengisbindingar-stýrivöxtum haustið 1992. Öll var sú stefna eftir hrunið aðeins hið falska flagg reist yfir Svíþjóð í ESB-nafni Carls Bildt og Görans Persson, og fór það flagg hærra en sænski fáninn yfir Svíþjóð.

Það var hins vegar raunveruleika-kalt gengisfall sænsku krónunnar, í kjölfar mölbrotinnar og falskrar gengisbindingar, og þar með endurkoma skynseminnar, ásamt uppsveiflu erlendis, sem bjargaði Svíþjóð þá. Nokkuð það sama gilti um Finnland

En ekkert hamlar þó vexti velmegunar eins mikið og evruupptaka og öll upptaka gjaldmiðils sem ekki er okkar eigin smíði. Þar liggja verstu hagvaxtarhömlurnar. Þegar peningastefna í þágu þjóðríkisins —e. national monetary policy— er ekki lengur til staðar, þá eru það ríkisfjármálin ein, sem eftir eru sem síðustu skaðræðisverfærin í hnífaparaskúffu hins peningapólitíska hluta hagkerfisins; þ.e. hins opinbera. Og sá peningapólitíski hluti hagkerfisins er orðinn tröllarisavaxinn

Þegar peningastefna í þágu þjóðríkisins hefur verið varpað fyrir róða og skaðræðisverfærin úr skúffu ríkisfjármálanna fá ein að njóta sín, þá verða grunnskyldur ríkissjóðs vanræktar, innviðir brotna þá í spón og landið deyr smátt og smátt úr eyðni, fái það ekki frelsið til baka úr klóm hins peningapólitíska hluta hagkerfisins. Úr klóm þeim hluta hagkerfisins sem meðal annars fangelsar lönd með gengisbindingum og upptöku annarra þjóða myntar, ásamt Evrópusambandsaðild, sem þýðir keisaralegt stjórnarfar

Hinn spákaupmennskuknúni (e. speculative driven) hluti fjármálakerfisins er vandamál þegar hann verður of stór miðað við heildarstrauma venjulegs þjóðarbúskaps á gjaldeyrismarkaði. Litlar myntir sveiflast venjulega mun minna en stórar myntir, nema þegar fjármálkerfið —sem er ekki það sama og peningakerfið— verður of stórt miðað við þjóðarbúskapinn

Sjá þarf fyrst og fremst til að svo verði ekki. Þá verða gin- og klaufaveikisgrindurnar felldar niður og þeim með léttleika haldið í skefjum

*** 

Enn einu sinni þakka ég Rolf Englund og hinu viðamikla vefsetri sem á bak við bloggsíðu hans liggur. Hér er sjálf færslan: När Carl Bildt och Göran Persson styrde Sverige - og hér er hægt að nálgast ritgerð Lennarts Erixon sem PDF-skrá (Vinnupappír númer 2013:11)

Tengt

Áhlaupið á íslensku krónuna (tilveraniesb.net) 

Fyrri færsla

Sjálfstætt lýðveldi Íslendinga 70 ára í dag - "setti allt sitt traust á alþýðuna"  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband