Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Skipbrot evrunnar undirbúið

Evruaðild hefur sett — og er að setja — mörg evruríki í varanlegt skuldafangelsi. Komið er í ljós að evran hefur að öllu leyti virkað þveröfugt við það sem lofað var frá upphafi. Hún hefur valdið örþrifamiklu atvinnuleysi alla tíð frá því að undirbúningur hennar hófst, því hún hefur jarðsett hagvöxt á myntsvæðinu til langframa í spennitreyju miðstýringar, hafta, ófrelsis og með því að afvopna þjóðríkin af allri sjálfsvörn. Ekkert nema rusl kom í stað gömlu vopnanna. Evrusvæðið er lélegasta hagvaxtarsvæði heimsins á eftir Japan.

Runnið er upp fyrir fjármálamörkuðum heimsins hversu galin hönnun myntbandalagið er og nú skilja þeir til fulls að engin leið er út úr myntinni nema í gegnum samfélags- og efnahagslegt sjálfsmorð þjóðríkja myntbandalagsins. 

Þessa daganna eru loforðin sem Evrópusambandið gaf fólkinu frá upphafi, myrt daginn út og daginn inn. Gerningsmaðurinn er Evrópusambandið sjálft. Þýska Der Spiegel spyr hvort ESB geti yfir höfuð risið úr öskustónni aftur. Blaðið segir Evrópu ESB ónýta. Það veit fjármálamarkaðurinn líka. Hann er hættur að lána peninga til evrulanda. Breskir bankar forða sér svo hratt af evrusvæðinu að fjórðungi viðskipta þeirra þar hefur verið hent á öskuhaugana á þremur mánuðum. Tekið er fast til fótanna burt frá þessu sprengjuklára efnahagslega og pólitíska hættusvæði heimsins. Markaðurinn er að reyna að búa sig undir hrun myntbandalagsins, hvor sem það verður í formi allsherjar myntsprengingar eða gereyðingar þess litla fullveldis þjóðríkjanna sem eftir er — undir yfirskini björgunar — og í kjölfarið, þar af leiddum hugsanlegum ófriði.

Á sama tíma eru svikahrappar á Íslandi að reyna að leiða íslensku þjóðina inn á þetta efnahags- og samfélagslega hættusvæði. Skammist ykkar! Það er leiðinlegt að segja það, en svik, óheiðarleiki og bolabrögð stjórnvalda í þessu máli eru miklu verri en svo að hægt sé að afsaka þau á neinn hátt. Já. Svona lítur vinstri hlið hinnar stjórnmálalegu bankastarfsemi þeirra út. Allt er til sölu fyrir stóla. Pólitísk grægði er alls ekki göfugri efnahagslegri græðgi, þvert á móti.
 

Ný ríkisstjórn peningavaxta installeruð á Ítalíu

dagur daganna
Mynd; stuttu síðar gáfu Bandamenn Þýskalandi nýjan seðlabanka, sem nú heitir Bundesbank. Hann er efst á aftökulista ESB-elítunnar.
 
Jæja, þá hefur ný ítölsk ríkisstjórn vaxtamismunar og bankaskulda verið uppfærð og installeruð með rekli Brussels inn á hinn harða disk Rómarríkis Ítalíu, þar sem sláttmálinn frægi um samruna Evrópu býr, eftir að hann fluttist skyndilega í síðasta hrakviðri frá Berlínarbungu.

Í sæti forsætisráðherra situr tæknimaðurinn Mario Monti; sérþjálfaður ráðgjafi í afleiðuviðskiptum hjá Goldman Sachs og heiðursforseti Bruegel hugveitunnar sem berst fyrir stofnun Bandaríkja Evrópu upp úr rústum þeim sem búið að að klessukeyra Evrópusambandsbrjálæðið í. Bíðið, það er meira. Monti verður líka fjármálaráðherra!

Der Spiegel um þýska seðlabankann
Afleiðuviðskipti með ríkisskuldbindingar voru notuð af mörgum ríkisstjórnum Evrópusambandsins til að flytja fjárskuldbindingar til og frá í rúmi tímans svo ríkisstjórninar gætu þannig svindlað sér upp í myntbandalag Evrópusambandsins, sem er mun ofar eldri himnum herra Himmlers. Aðeins eitt ríki af 11 uppfylltu í raun inngönguskilyrðin upp í myntina, en það var Luxembúrg, sem falsar hins vegar allar hagtölur landsins með því að sækja daglegt vinnuafl hagkerfisins utan landamæra hertogadæmisins. Þannig verður tekjuhliðin svo mikil á hvern íbúa og skuldir stórlega vanreiknaðar miðað við landsframleiðslu.

Corrado Passera bankastjóri Landsbankans Intesa Sanpaolo, sem er stærsti viðskiptabanki Ítalíu, verður súperráðherra yfir efnahagsmálum og innviðum ítalska ríkisins. Hann byrjaði starfið með því að halda fund með fjármálablaðamönnum í Lundúnum. Kaupþing og Price Waterhouse sjá svo væntanlega um afganginn af hagsmunum ítölsku þjóðarinnar, sem hvíla nú tryggt sem minjagripir í líkkistu lýðræðisins í EvrópuSovétSambandinu.
 
Adolf Hitler var þó þjóðkjörinn. En í Evrópusambandinu á slík vitleysa ekki við.
 
Grikkland er einnig að þróa þetta stjórnarform. Portúgal hugsar málið. Nú hljóta Samfylkingin og vinstri-græn að vera ánægð. Allir draumar þeirra eru hér að rætast.
 
 
 
 

Evruálagið

Skuldatryggingaálag á ríkissjóði eftirfarandi mörgu evru- og ERM II ríkja er nú hærra en álagið er á ríkissjóð Íslands undir íslenskri krónu í kjölfar bankahruns (332 punkta áhættuálag);

Ítalía (592)
Spánn (481)
Portúgal (1104)
Írland (754)
Grikkland (6673)
Belgía (343)
Slóvenía (450)

Lettland (337)
Litháen (337)

Eftirfarandi ekki-krónuríki nálgast okkar íslenska bankahrunsálag mjög hratt neðanfrá. Þetta er ekki ósvipað árunum frá 1932 til og með fyrsta september 1939, þegar menn vissu ekki alveg hvað þeir áttu að halda um hið "lofandi nýtískulega" stjórnarfyrirkomulag sem þá var tilkynnt, markaðsfært og komið til sögunnar víða á meginlandi Evrópu. 

Slóvakía (279)
Frakkland (233)
Austurríki (221)  
Eistland (175)

Þetta eru ekki símanúmer ESB-símsvara landanna. 

Þvaðrið um "kosti" nýrrar og stærri myntar er orðið svo útflatt að það sést varla neins staðar í heiminum nema sem rulsahrúga liggjandi á gólfinu í nokkrum kjánaklúbbum á Íslandi. 

Í Evrópu endurspeglar skuldatryggingaálagið á ríkissjóði evrulanda hinn pólitíska evrugeddonkraft sem þar er að verki. Markaðurinn er að verðleggja hættuna sem svarar til þess hvort þáverandi útrás Adolfs Hitlers sé nú í raun og veru — frá byrjun — vænleg fyrir friðinn og hagsældina á meginlandi Evrópu, eða ekki. Komið er í ljós að friðurinn á meginlandinu í dag er í hættu vegna hættunar sem stafar frá Evruríkinu — því fjórða — og blitz-útrásar þess inn í svartnætti framtíðarinnar á þessu sama gamla meginlandi Evrópusambandsins.
 
Markaðurinn veit nú orðið að engar vænlegar útgönguleiðir eru til út úr evrugeddon álagi myntarinnar. Allt sem þar á eftir að gerast, frá og með nú, mun hafa stórkostlega hörmulegar afleiðingar í för með sér.
 

Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn og ESB gjaldþrota í svaði sínu í Grikklandi

Stefna, meðul og svörtu galdrar Sovét-ESB og AGS í Grikklandi hafa haft svo hörmuleg áhrif á þjóðarhag landsins, að verstu spár svartsýnustu manna eru orðnar eins og skemmtiganga í efnahöglum úr höfði utanríkisráðherra Íslands, Össurar Skarphéðinssonar. Landsframleiðsla Grikklands skrapp saman um 5,2 prósent á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er hvorki meira né minna en stórkostlegt skemmdarverk ESB og AGS á landinu.

Ofboðskrísan á ríkisskuldabréfamarkaði evrusvæðisins hefur nú náð til Austurríkis, eftir að Frakkland sogaðist fyrir líklega full og allt inn í öryggissvítu íslenska utanríkisráðherrans á evrusvæðinu. Þar inni strýkur Jóhanna Frakklandi með glóandi hreingjörningatuskunni og umlar evrubænir.
 
Það er ofboðslega dýrt og eyðileggjandi að vera evruland. Eldurinn æðir um hina lokuðu efnahagslegu gúlag byggingu Sovétríkja-ESB. Vænta margir nú að langþráða Fjórða ríkið, Evruríkið, rísi úr öskustó þessari. 
 
 
Hér til fróðlegs undirbúnings eru eldri fréttir af svæði þessu úr Wall Street Journal frá 1930; News from 1930. Við ESB-efasemdarmenn höldum þó áfram að fylgjast grannt með framhaldi því sem breiðir úr sér um meginland Evrópu í dag.  

Óstarfhæfur fjármálamarkaður evrusvæðis

Regluverkamyntin
 
Frá og með síðustu viku er ríkisskuldabréfamarkaður evrusvæðisins óvirkur, ónothæfur og óferjandi (e. non functioning sovereign bond market). Ríkissjóður Ítalíu hefur misst aðgang að alþjóðlegu fjármagni á viðráðanlegum kjörum. Bankar heimsins sturta ítölskum ríkisskuldabréfum í sjóinn eins og um geislavirkan úrgang væri að ræða. Portúgal hefur verið fryst úti frá fjármálamörkuðum heimsins í tæp tvö ár. Írland er í sömu aðstöðu. Spánn stendur og andar í hnakka Ítalíu. Slóvenía er að lokast af frá umheiminum með 200 punkta hækkun á lántökukostnaði ríkisins síðan í október. Slóvakía sá sér ekki fært að samþykja nein tilboð á ríkisskuldabréfamarkaði í gær. Tilboðin voru svo léleg í 5 ára bréf ríkisins. Grikkland er eins og þið vitið; þarf að borga 248 prósent vexti til að fá tíkall að láni í eitt ár. Og Kýpur er á leið í þessa messu. 

Hvað eiga öll þessi lönd sameiginlegt? Jú, þau eru öll í Evrópusambandinu og myntbandalagi þess. Þau ösnuðust öll til að taka upp mynt dauðans; evruna. Það á maður ALDREI að gera. Evran er einstefnu Bifröst til helvítis. 
 
Sem sagt, hér eru evrulöndin í stöðugleikanum. Fleiri varnarlaus fórnarlömb evrunnar bætast í hópinn, bráðum. 
  1. Írland (atvinnuleysi 14,2%)
  2. Ítalía (atvinnuleysi 8,3%)
  3. Spánn ((atvinnuleysi 22,6%)
  4. Portúgal (atvinnuleysi 12,5%)
  5. Grikkland (atvinnuleysi 17,6%)
  6. Slóvakía ((atvinnuleysi 13,5%)
  7. Slóvenia (atvinnuleysi 8%)
  8. Kýpur (atvinnuleysi 7,8%)
"Evrukreppan er bara rétt að byrja", segir danska dagblaðið Børsen. Nú ríður ekki mest á að einangra hin svo kölluðu jaðarlönd evrusvæðis frá kjarnalöndum þess. Það sem skiptir höfuðmáli nú er að setja myntbandalag Evróusambandsins í sóttkví frá umheiminum svo það sprengi ekki efnahag heimsins í loft upp, segir blaðið.
 
Evran er að verða eins konar ebola vírus fyrir þjóðríki evrusvæðisins. Hún leysir löndin upp ellegar gerir kál úr tilveru íbúanna.
 
Bendi hér á ágætis pistil Nouriel Roubini: Down with the Eurozone

Slóvenía; nýtt fórnarlamb evruaðildar

Mynd Financial Times - Teknokrat
Mynd; Financial Times.

Vaxtakostnaður slóvenska ríkisins er nú orðinn svo hár vegna evruaðildar landsins að aðgengi Slóveníu að fjármálamörkuðum heimsins er að lokast. Vandræði þessa tveggja milljón manna smáríkis stafa eingöngu frá tengingu þess við önnur evruríki, eins og til dæmis Ítalíu. Slóvenía er orðið hreinræktað fórnarlamb á evrualtari Evrópusambandsins.

Fjárfestar krefjast nú um það bil sjö prósenta áhættuþóknunar fyrir að lána landinu túkall til tíu ára. Sem eru okurvextir. Samt hefur landið ekkert gert af sér annað en að hafa tekið upp evru. Þau mistök eru nú að verða svo alvarleg, fatal og dýrkeypt að evruaðildin ein getur kostað Slóveníu bæði lýðræðið, allt fullveldi og sjálfstæði landsins til langframa, eins og er að gerast í svo mörgum evruríkjum Evrópusambandsins. 

Segja má að Evrópusambandið og myntbandalag þess séu að leggja grunninn að nýrri stórstyrjöld á meginlandi heimsálfunnar. Enda var það takmark Evrópusambandsins frá upphafi; að rústa þjóðríkjum álfunnar - og setja inn reiknivélar í þeirra stað. Evrópusambandsaðild þýðir eiginlega Bifröst til helvítis.
 
Krækjur
 
Mynd að ofan, Financial Times; Enter the technocrats 


Skuldastaða Þýskalands þyngist ískyggilega

Tja, nú vandast málin. Ríkiskuldir Þýskalands eru orðnar 82,6 prósent af landsframleiðslu. Hvað er að gerast? Ég spyr. Sjálf fyrirmynd Evrópu. Stræsti ritvélaframleiðandi heimsins. Getur þetta virkilega passað? Hvenær skyldu menn markaðarins uppgötva þýsku ráðdeildirnar. 

Margir velta því fyrir sér af hverju gengi evru falli ekki þegar nú bæði líkamlegir erfðagallar og tilvistarkeppa þessa myntvafnings blasir við öllum sem fylgjast með. Ein helsta ástæðan er auðvitað sú að evran er mynt Þýskalands. Önnur ríki nota þessa mynt einnig og þykjast jafnvel eiga eitthvað í henni. En það er Þýskaland sem ræður öllu í sambandi við þessa mynt. 

Samtök Atvinnulífsins gætu slegið tvær flugur í einu höggi. Tekið upp svissneskan franka, lokað vinnustöðum Íslands sjálfkrafa, komið fyrirtækjum á hausinn og skotið klettabelti Gylfa á hafi úti ref fyrir rass með þrúgandi háu gengi. Ég meina virkilega háu. Háu háu háu. Þetta væri miklu! betra en að taka upp evru því frankinn er enn og aftur miklu miklu miklu miklu hærri. Hreint og beint óbærilega hár hár hár, segja samtök atvinnulífsins í Sviss. 

Í Grikklandi er gengi evru svo hátt (gott!) að hagstofa Grikkja segir að komið sé loksins 18,4 prósent atvinnuleysi í landinu. Mikið var. Loksins, loksins! Þetta gerðist í ágúst sem ætti að vera hápunktur ferðaþjónustu Grikkja í háevrum. En nei. Gengið er svo hátt að þessi atvinnugrein er komin í samtök atvinnulífsins eftir dauðann.

Þýskaland getur ekki farið úr evru nema með því að yfirgefa hana. Landið getur þó ekki verið án myntar þannig að ef það færi úr evru þá myndi það þurfa að fara í einhverja aðra mynt. Aðrir möguleikar eru einnig fyrir hendi. Að flest önnur lönd fari úr evru. En það er ekki hægt án þessa að fremja . . tja . . þið vitið hvað.
 
Munið; Samtök Atvinnulífsins 

"Víðtæk lausn" evruríkja entist í þrjá heila viðskiptadaga

Það sem framámenn evruríkja og Brussel kölluðu "víðtæka lausn" (e. a comprehensive solution) á grunnleggjandi tilvistarvandamálum evrusvæðisins, entist í þrjá heila viðskiptadaga. Lausn þessi var niðurstaðan af svo gott sem tuttugasta G20 fundinum í kvikmyndabænum fræga sem stendur við hlið spilavítis á malarströnd Miðjarðarhafs. 

Í vikunni þar á undan hafði ráðstjórn evruríkjanna komið sér saman um "endanlega lausn" fyrir "víðtæka lausn" á vandamálum þeim sem þeir síðustu 20 árin hafa búið til handa Evrópu með bruggun myntbandalagsins, sem án fíkjublaða stendur nú og brennur ljósum logum í kjarnakljúfi tómatsósu og ólífa. Hvað skyldu 77 sardínur frá Möltu segja við þessu? Berja þeim kannski í borðið? Sletta malti? 

Þessi "víðtæka lausn" hefur loksins náð alla leið til Frakklands sem nú þarf að greiða næstum tvöfalt meira fyrir að taka túkall að láni til 10 ára en Þýskaland þarf. Tvöfalt meira er tvöfalt meira. Á 10 árum nemur sú upphæð kannski heilu heilbrigðiskerfi. Ítalía greiðir fjórum sinnum meira. Grikkland greiðir fjórtán sinnum meira. Það er svona sem sameiginlega myntin er orðin. Hún er orðin að skuldafangelsi og dýflissu fyrir þau lönd sem álpuðust þar inn. 

Ekkert getur bjagað Evrópu nema að Bandaríki Evrópu verði stofnuð í einum grænum hvelli. Austurríki er nýjasta fórnarlamb brjálsemi Brussels. Landið hangir í naflastreng pasta kasta banka Ítalíu. Og með tilkomu þeirra frönsku kartaflna sem spíra svo fallega í dag, er verið að fyrirfram dauðadæma hinn svo kallaða björgunarsjóð sem átti að bjarga þessu öllu saman. Ríkin sem áttu að bera hann uppi eru flest á leið í þrot. Þau stukku öll um borð í bátinn með skipbrotsmönnunum sem þau áttu að draga til öruggrar hafnar. Það kom nefnilega þessi hárkal sem ég varaði við.

Evrópusambandið sem Samfylkingin og Vinstri grænir ætluðu að ganga í er horfið.      

Flóamarkaður Evrópusambandsins tekur við sér og stöðugleikinn eykst

GBTPGR10 9. nóvember 2011
 
Í dag er enn ein brunarúst evrusvæðisins komin í ofn hlutfallslega brennandi stöðugleika Evrópusambandsins. Ítalía nýtur nú (á)vaxtanna af 20 ára sköpunarverki evrukrata sem bera fer nafngiftina Mont Evrurest. Vaxtakostnaður ítalska ríkisins í skjólviðarbelti montsins er nú kominn í svo háar hæðir, að hann lýsir himininn upp yfir Evrópu sem norðurneyðarljós. Sjö komma fimm prósent ársvaxtakostnaður á 10 ára pappírum ítalska ríkisins, takk. Og skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Ítalíu er að verða tvöfalt hærra en á Ísland, 550 punktar. Myntin er að detta í sundur.

Á peningagólfi seðlabanka Evrópusambandsins læðast menn um á snjóþrúgum á stærð við trollhlera. Bobbingar í formi svitaperla svífa um loftin. Enginn hreyfir sig né segir neitt nema með leyfi frá manninum á stærstu snjóþrúgunum. Hann er upptekinn í símanum að ræða við Össur. Hvað eigum við að gera!! Taka upp krónu? Á skuturinn að snúa fram??
 
Ding dong. Klukkan slær meira og meira Frakkland
 

Pólitísk hryðjuverk Evrópusambandsins

Á síðasta ári urðu Þjóðverjar og Finnar undir í bankaráði seðlabanka Evrópusambandsins, þegar tekist var á um að fara út í yfirlagt einbeitt brot á grunnreglum myntbandalags Evrópusambandsins.

Meirihluti bankaráðsins ákvað þannig að fara út í stuðningsuppkaup á ríkisskuldabréfum evruríkja sem að þrotum voru komin vegna lokaðs aðgengis þeirra að fjármálamörkuðum heimsins; hægt er að nefna hér til sögunnar Írland, Portúgal, Spán og Grikkland, til að byrja með. Allt myntinni að kenna. 

Úr þessu lögbroti hefur hinni eiginlegu ríkisstjórn landa evrusvæðis, seðlabankanum, orðið til nýtt vopn; pólitískt fjárkúgun. Allt myntinni að þakka. 

Undanfarna mánuði hefur seðlabankinn notað fjárkúgun til þess að fá ríkisstjórnir evrulanda til að hlýða bankanum í einu og öllu. Ef ríkin veigruðu sér við að hlýða þá hætti seðlabankinn að kaupa ríkisskuldabréf þeirra þar til að ávöxtunarkrafan í markaðinum varð þeim ofviða og markaðir lokuðust. Þjóðþingum landanna var þannig stillt upp við vegg; "ef þið makkið ekki rétt þá kaupi ég engin ríkisbréf ykkar í markaðnum". 

Nú hefur Ítalía loksins makkað rétt: þjóðkjörinn forsætisráðherra landsins er flæmdur úr embætti, þingið hernumið og allt er vel, halda fábjánar. Verðlaunin verða veitt í formi einhverrar fyrirgreiðslu frá seðlabanka Sovétríkja Evrópusambandsins. Halda þeir bjartsýnu. 

Nú hljóta allir að verða glaðir. Enginn kjósandi hefur komið nálægt þessu ferli nokkurn tíma. Vél SSE keyrir bara ríkin í Coma.

Ítalía er felld. Bréfið til Silvio Berlusconi frá sovéska seðlabanka ESB er frá því í sumar. Það var myntinni að þakka. Kirkjugarður ríkisstjórna evrulanda stækkar. Það er ekki að ástæðulausu að stýrivextir heita peningapólitískir vextir. Þeir, ásamt útgáfurétti peninga, eru bæði sverð og skjöldur fullveldis. Ítalía hefur misst hvoru tveggja.

Jósef Stalín og Adolf Hitler hefðu öfundað ESB vegna pólitísku myntar seðlabanka Evrópusambandsins. Hún heitir evra. 


mbl.is Berlusconi segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband