Leita í fréttum mbl.is

Skuldastaða Þýskalands þyngist ískyggilega

Tja, nú vandast málin. Ríkiskuldir Þýskalands eru orðnar 82,6 prósent af landsframleiðslu. Hvað er að gerast? Ég spyr. Sjálf fyrirmynd Evrópu. Stræsti ritvélaframleiðandi heimsins. Getur þetta virkilega passað? Hvenær skyldu menn markaðarins uppgötva þýsku ráðdeildirnar. 

Margir velta því fyrir sér af hverju gengi evru falli ekki þegar nú bæði líkamlegir erfðagallar og tilvistarkeppa þessa myntvafnings blasir við öllum sem fylgjast með. Ein helsta ástæðan er auðvitað sú að evran er mynt Þýskalands. Önnur ríki nota þessa mynt einnig og þykjast jafnvel eiga eitthvað í henni. En það er Þýskaland sem ræður öllu í sambandi við þessa mynt. 

Samtök Atvinnulífsins gætu slegið tvær flugur í einu höggi. Tekið upp svissneskan franka, lokað vinnustöðum Íslands sjálfkrafa, komið fyrirtækjum á hausinn og skotið klettabelti Gylfa á hafi úti ref fyrir rass með þrúgandi háu gengi. Ég meina virkilega háu. Háu háu háu. Þetta væri miklu! betra en að taka upp evru því frankinn er enn og aftur miklu miklu miklu miklu hærri. Hreint og beint óbærilega hár hár hár, segja samtök atvinnulífsins í Sviss. 

Í Grikklandi er gengi evru svo hátt (gott!) að hagstofa Grikkja segir að komið sé loksins 18,4 prósent atvinnuleysi í landinu. Mikið var. Loksins, loksins! Þetta gerðist í ágúst sem ætti að vera hápunktur ferðaþjónustu Grikkja í háevrum. En nei. Gengið er svo hátt að þessi atvinnugrein er komin í samtök atvinnulífsins eftir dauðann.

Þýskaland getur ekki farið úr evru nema með því að yfirgefa hana. Landið getur þó ekki verið án myntar þannig að ef það færi úr evru þá myndi það þurfa að fara í einhverja aðra mynt. Aðrir möguleikar eru einnig fyrir hendi. Að flest önnur lönd fari úr evru. En það er ekki hægt án þessa að fremja . . tja . . þið vitið hvað.
 
Munið; Samtök Atvinnulífsins 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vandræði Þjóðverja eru hugsanlega dýpri en þetta. Max Keiser er ekki bjartsýnn fremur en fyrri daginn en hann virðist alltaf hafa haft rétt fyrir sér.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2011 kl. 09:02

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Allt tal um aðra mynt en íslenska krónu er barnaskapur í ljósi þess að Íslendingar eru efnahagslegir örvitar. Sönnun þess eru stéttarfélögin sem leika hér lausum hala til hvaða hryðjuverka sem þeim þóknast. Stjórnvöld lyppast alltaf niður fyrir þessum óaldarlýð. Það eru þau sem eru krónumorðingjarnir. Krónan sjálf er saklaus af öllu.

Halldór Jónsson, 14.11.2011 kl. 22:50

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega

Ég keypti mér hamborgara í dag og borgaði fyrir hann með krónum. Hann var frekar vondur. Er það krónunni að kenna?

Ég hefði átt að fá mér pylsu með öllu. Bregst aldrei. Þarf að læra þetta.

En á morgun fæ ég nýja ýsu með hamsatólg og heimabakað hverarúgbrauð og rauðar kartöflur úr garðinum. Ýsan er úr 200 sjómílna Sumarhúsinu hans Bjarts og hamsarnir eru héðan úr fagra dalnum. Rúgmélið er líklega innflutt. Ætla að elda þetta á íslensku rafmangi.

Lengi lifi íslenska krónan !! Húrra!

Gunnar Rögnvaldsson, 14.11.2011 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband