Leita í fréttum mbl.is

Óstarfhćfur fjármálamarkađur evrusvćđis

Regluverkamyntin
 
Frá og međ síđustu viku er ríkisskuldabréfamarkađur evrusvćđisins óvirkur, ónothćfur og óferjandi (e. non functioning sovereign bond market). Ríkissjóđur Ítalíu hefur misst ađgang ađ alţjóđlegu fjármagni á viđráđanlegum kjörum. Bankar heimsins sturta ítölskum ríkisskuldabréfum í sjóinn eins og um geislavirkan úrgang vćri ađ rćđa. Portúgal hefur veriđ fryst úti frá fjármálamörkuđum heimsins í tćp tvö ár. Írland er í sömu ađstöđu. Spánn stendur og andar í hnakka Ítalíu. Slóvenía er ađ lokast af frá umheiminum međ 200 punkta hćkkun á lántökukostnađi ríkisins síđan í október. Slóvakía sá sér ekki fćrt ađ samţykja nein tilbođ á ríkisskuldabréfamarkađi í gćr. Tilbođin voru svo léleg í 5 ára bréf ríkisins. Grikkland er eins og ţiđ vitiđ; ţarf ađ borga 248 prósent vexti til ađ fá tíkall ađ láni í eitt ár. Og Kýpur er á leiđ í ţessa messu. 

Hvađ eiga öll ţessi lönd sameiginlegt? Jú, ţau eru öll í Evrópusambandinu og myntbandalagi ţess. Ţau ösnuđust öll til ađ taka upp mynt dauđans; evruna. Ţađ á mađur ALDREI ađ gera. Evran er einstefnu Bifröst til helvítis. 
 
Sem sagt, hér eru evrulöndin í stöđugleikanum. Fleiri varnarlaus fórnarlömb evrunnar bćtast í hópinn, bráđum. 
  1. Írland (atvinnuleysi 14,2%)
  2. Ítalía (atvinnuleysi 8,3%)
  3. Spánn ((atvinnuleysi 22,6%)
  4. Portúgal (atvinnuleysi 12,5%)
  5. Grikkland (atvinnuleysi 17,6%)
  6. Slóvakía ((atvinnuleysi 13,5%)
  7. Slóvenia (atvinnuleysi 8%)
  8. Kýpur (atvinnuleysi 7,8%)
"Evrukreppan er bara rétt ađ byrja", segir danska dagblađiđ Břrsen. Nú ríđur ekki mest á ađ einangra hin svo kölluđu jađarlönd evrusvćđis frá kjarnalöndum ţess. Ţađ sem skiptir höfuđmáli nú er ađ setja myntbandalag Evróusambandsins í sóttkví frá umheiminum svo ţađ sprengi ekki efnahag heimsins í loft upp, segir blađiđ.
 
Evran er ađ verđa eins konar ebola vírus fyrir ţjóđríki evrusvćđisins. Hún leysir löndin upp ellegar gerir kál úr tilveru íbúanna.
 
Bendi hér á ágćtis pistil Nouriel Roubini: Down with the Eurozone

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Hér sést hvernig "ávinningur" af sameiginleigu myntinni er horfinn:

Og svo REUTERS: EFSF denies report that it bought its own bonds

"The EFSF did not buy its own bonds and the book was 3 billion euros," an EFSF spokesman said, referring to the 3 billion euros raised in last Monday's 10-year bond issue.

Viđbrögđin: EFSF Denies It Is An Illegal Pyramid Scheme

Og sjá nánar TV Tropes: Suspiciously Specific Denial

http://www.lighthouseinvestmentmanagement.com/wp-content/uploads/2011/11/broker-Euro.jpg

Guđmundur Ásgeirsson, 15.11.2011 kl. 02:31

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Gott ađ sjá, ţótt tilvera íbúanna sé aumkunarverđ, Ţakka ykkur.

Helga Kristjánsdóttir, 15.11.2011 kl. 03:00

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kćrar ţakkir fyrir innlitiđ Guđmundur og kveđjur ţínar Helga.

Ţađ versta viđ efri myndina Guđmundur er ţađ ađ evruađildin gerđi ţessum ríkjum kleift ađ stofna til skulda á ţeim forsendum ađ evran vćri ţeirra eigin mynt sem veitti ţeim sömu kosti eins og ţau lönd njóta sem skulda alfariđ í sinni eigin mynt og geta prentađ hana ađ vild og stýrt vöxtum í hagkerfi sínu.

Ţessi evruríki hefđu međ réttu átt ađ fá sömu međferđ á ríkisskuldamarkađi eins og nýmarkađslönd, sem mega helst ekki skulda meira en 30-50 prósent af landsframleiđslu sinni í mynt sem ţau eiga ekki sjálf. Ađ komast út úr ţessum vanda getur kostađ ţau sjálfstćđiđ.  

Gunnar Rögnvaldsson, 15.11.2011 kl. 17:31

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Og hvađa ríki og landsvćđi eru ţetta Gunnar? Jú ţau sem hafa hvort sem er veriđ fátćkust í Evrópu frá lokum síđari heimsstyrjaldarinnar og reyndar löngum áđur.

Gústaf Níelsson, 16.11.2011 kl. 00:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband