Leita í fréttum mbl.is

Evruálagið

Skuldatryggingaálag á ríkissjóði eftirfarandi mörgu evru- og ERM II ríkja er nú hærra en álagið er á ríkissjóð Íslands undir íslenskri krónu í kjölfar bankahruns (332 punkta áhættuálag);

Ítalía (592)
Spánn (481)
Portúgal (1104)
Írland (754)
Grikkland (6673)
Belgía (343)
Slóvenía (450)

Lettland (337)
Litháen (337)

Eftirfarandi ekki-krónuríki nálgast okkar íslenska bankahrunsálag mjög hratt neðanfrá. Þetta er ekki ósvipað árunum frá 1932 til og með fyrsta september 1939, þegar menn vissu ekki alveg hvað þeir áttu að halda um hið "lofandi nýtískulega" stjórnarfyrirkomulag sem þá var tilkynnt, markaðsfært og komið til sögunnar víða á meginlandi Evrópu. 

Slóvakía (279)
Frakkland (233)
Austurríki (221)  
Eistland (175)

Þetta eru ekki símanúmer ESB-símsvara landanna. 

Þvaðrið um "kosti" nýrrar og stærri myntar er orðið svo útflatt að það sést varla neins staðar í heiminum nema sem rulsahrúga liggjandi á gólfinu í nokkrum kjánaklúbbum á Íslandi. 

Í Evrópu endurspeglar skuldatryggingaálagið á ríkissjóði evrulanda hinn pólitíska evrugeddonkraft sem þar er að verki. Markaðurinn er að verðleggja hættuna sem svarar til þess hvort þáverandi útrás Adolfs Hitlers sé nú í raun og veru — frá byrjun — vænleg fyrir friðinn og hagsældina á meginlandi Evrópu, eða ekki. Komið er í ljós að friðurinn á meginlandinu í dag er í hættu vegna hættunar sem stafar frá Evruríkinu — því fjórða — og blitz-útrásar þess inn í svartnætti framtíðarinnar á þessu sama gamla meginlandi Evrópusambandsins.
 
Markaðurinn veit nú orðið að engar vænlegar útgönguleiðir eru til út úr evrugeddon álagi myntarinnar. Allt sem þar á eftir að gerast, frá og með nú, mun hafa stórkostlega hörmulegar afleiðingar í för með sér.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú er tími teknokratanna runnin upp og Brussel bindur vonir sínar við þá.

En skriðan heldur áfram og Moody´s lækkaði matið á 10 þýskum bönkum í kvöld. Þetta fékk DJ til að hrökkva í kút og lækka um 1.5% í lok dags.

Rússibaninn heldur því áfram en risið verður sífellt lægra.

Ragnhildur Kolka, 16.11.2011 kl. 22:34

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Aah Ragnhildur takk, lánzhupfnungsmatið lækkað all the way from Stuttgart, ja?

Lakkaðir um þrjú þrep;

  1. Bayerische Landesbank Galeanstalt
  2. Deutsche Hypothekenbank AG
  3. Landesbank Baden-Wuerttemberg
  4. Norddeutsche Landesbank GZ
  5. Norddeutsche Landesbank Luxembourg S.A
  6. Bremer Landesbank Kreditanstalt Oldenburg GZ

Lækkaðir um tvö þrep

  1. Landesbank Hessen-Thueringen GZ
  2. Landesbank Saar
  3. HSH Nordbank AG
Lækkaður um eitt þrepz
  1. DekaBank Deutsche Girozentrale 

Krækja; Moody's Cuts 10 German Bank Ratings After Adjusting Support Assumptions 

Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2011 kl. 23:39

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Lengi er von á einum

Stúfur 15. desember 2009: Ríkisbanki eins evru-ríkis þjóðnýttur af evru-ríkinu í öðru evru-ríki

Landesbankar eru bankar þýskra stjórnmálamnna. Svo gott, svo gott.

Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2011 kl. 23:50

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Obama var spurður um Evruna í Ástralíu, og Þjóðverjar og Frakkar verða að  því yfir að þeir ábyrgist allra evrur 100%, ef þeir ætla bjarga henni.  Það er engin með viti sem fjárfestir í uppgangi EU næstu 100 árin: niðurgangur er staðreynd að landfræðilegum ástæðum og vegna menningararfleiðarhæfs meirihluta í fjármálum í EU.  Þjóðverjar plana að fækka sínum neytendum[ríkisborgurum með réttindi] í takt við minna af hráefnum og orku. Þetta er rökrétt.  Ísland  ráðgerir fjölgun og aðfluttir haldi áfram í framtíðinni að vera fleiri en burtfranir. Manni verður flökurt að fara inn á vef Hagstofunnar.  Það eru til getnaðavarnir á Vesturlöndum.  Heilsuhraustir eldriborgar geta aukið þjóðartekjur(PPP).

Þetta eru vísbendingar um endurfjármögnum hvað þarfa að greiða staðgreitt fyrir framlengingu. Inn á evru svæðið.

Obama sagði líka rólega að hryndi EU þá mynda það lenda á öllum hinum 92% líka. EU flytur bara á út takmarkaðan hávirðauka. Þess vegna skiptir hún engu máli fyrir 98% heimsins.  Lávirðsauki eru tækfæri Litlu gulu Hænunar.

USA er að leita eftir vöru-viðskiptum til að auka störf í USA, og er Asía og Ástralía[hugsa eins með svipað menningararfleið] aðalatriði hjá USA.

 USA fjárfestar [ekki endurfjármögnunar aðilar] voru byrjaðir að flýja EU um 2000.  Mac Donalds gerir ekki út á EES Ísland.  

Júlíus Björnsson, 17.11.2011 kl. 00:57

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Gunnar fyrir fróðlegar upplýsingar.

Sigurður Þórðarson, 17.11.2011 kl. 11:53

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jæja, Rompi hefur talað.  Hvað ætli ESB trúboðið haldi það út lengi að þræta fyrir fjórða ríkið í ljósi þessa?

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2011 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband