Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Nota þarf snjóþrúgur þegar gengið er á eggjaskurn myntbandalagsins


Foknar fjaðrir af höfðum örfoka hugmyndafræðinga Samfylkinga myntbandalagsins sjást nú dansa í 50 þúsund feta hæð yfir gígum Eyjafjallajökuls. Þegar loðnar fjaðrirnar hafa safnað nægilegri ösku knýr fallþungi agalegrar hugmyndafræði Samfylkinga Evrópu þær ofaní gíginn. Þar munu þær fuðra upp á broti úr millisekúndu. Engin mun sjá eftir þessum fjöðrum. Skalli Samfylkinga er þrátt fyrir allt skárri. 

Í dag læðist yfirstjórn seðlabanka Evrópusambandsins um á snjóþrúgum. Óttinn ræður ríkum. Snjóþrúgurnar stækka dag frá degi því eggjaskurn myntbandalagsins þynnist svo hratt. Bankastjórnin er lafandi hrædd við að detta ofan í það drullumall sem hún bjó til handa löndum evrusvæðis, sem nú eru að verða gjaldþrota.

Allt skelfur nú og nötrar innan í egginu. Kostnaðurinn við að þrífa óþverra ECB-seðlabankastjórnarinnar upp verður einhverjar billjónir af Bandaríkjadölum því evrur teljast þá ekki lengur vera með og lítils virði. Kallað verður á mikla hjálp - að vestan frá
 
Fyrri færsla
 
 

Yfirmaður OECD: ebólavírus geisar á evrusvæði

Lánshæfnismat ríkissjóðs Spánar lækkað 28 apríl 2010
Lánshæfnismat ríkisjóðs Spánar var lækkað í dag  
Lánshæfnismat ríkissjóðs Portúgals var lækkað í gær 
Lánshæfnismat ríkissjóða Grikklands var lækkað í gær 
Lánshæfnismat bankakerfis Grikklands var lækkað í gær 
 
Aðalforstjóri OECD, Angel Gurria
 
"Þetta er ekki spurning um hvort gríska skulda- og ríkisfjármálakreppan breiði sig út til annarra landa á evrusvæði. Það hefur nú þegar gerst. Þetta er eins og ebólavírus. Þegar þér verður ljóst að þú ert smitaður þá þarf að skera útlimi af ef þú vilt lifa áfram." Bloomberg | FT 
 
Danske Bank aðvarar nú fólk sem fær laun eða hefur tekjur sínar í evrum. Þeir álíta að evran sé að fara . . ég veit hvert, en ekki hvenær . . en fara samt: Danske Bank: "Det er et kæmpe, kæmpe problem" 
 
Fyrri færsla
 

Skuldabréf Grikklands í ruslflokk. ESB íhugar að taka upp þýsk mörk

Frétt Mbl:- Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfiseinkunn gríska ríkisins í ruslflokk. Gríska fjármálaráðuneytið brást ókvæða við og sagði að þessi lækkun væri ekki í samræmi við raunverulegar hagstæðir í Grikklandi. 

 

Ja vel

Þetta batnar bara með hverri evrunni sem tekin er upp í Grikklandi. S&P henti líka bankakerfi Grikklands í ruslið, - þrátt fyrir evruna. 

Það glæsilega gerðist einnig í dag að lánshæfiseinkunn portúgalska ríkisins var lækkuð líka. Nú er staðan þannig að vaxtakjör portúgalska ríkisins á hinum "eftirsótta" fjármálamarkaði Evrópusambandsins eru HÆRRI en þeir vextir sem Brussel ætlar að skipa Portúgölum að lána Grikkjum peningana sem þeir eiga ekki á. Þetta er kölluð ESB-skynsemi. Maður er næstum á hausnum og tekur peninga að láni hjá alþjóðlegum fjárfestum á meira en 5,45% vöxtum (3ára bréf) og lánar þá svo út til næstum gjaldþrota Grikklands á 5% vöxtum. Svo fer maður í skiptaréttinn og segir dómaranum hafa þetta hafi allt saman verið gert í ákaflega göfugum tilgangi. Maður fer bráðum að sakna áætlunargerðarmanna Sovétríkjanna sálugu. 

FT: The three-year Portuguese yield, by the way, was last seen trading at 5.45 per cent, according to Reuters. 

Hvað gerir Brussel núna? Þá vantar alveg bráðnauðsynlega opinn aðgang að AAA greiðskorti Þýskalands. Það er eina landið sem á ennþá smá pening á evrusvæði. Brussel vantar marga skipsfarma af ferskum ný prentuðum þýskum mörkum því evran þeirra er að verða gjaldþrota.  

Børsen sagði í dag að það væru komnar 58% líkur á að evran myndi gera Grikkland gjaldþrota fyrir fullt og allt.

Í gær gat sænska ríkið fengið lán á lægri vöxtum en stóð þýska ríkinu til boða. Fjárfestar verðlauna lönd sem hafa sína eigin mynt og sjálfstæða peningapólitík. Þau verða ekki atvinnulaus því þau geta leiðrétt klessukeyrslur sínar á réttingarverkstæði gengisfellinga. Tekjur ríkissjóða þeirra þorna því síður upp. Svona lönd keyra áfram þó klesst séu um stundarsakir. Svo rétta þau úr sér og glansa á ný. 

En þannig virka peningaleg klessumálverk Samfylkingarinnar á evrusvæði því miður ekki. Þar fara klessukeyrð lönd bara beint í pressuna og svo er þeim hent á haugana.

Roubini: Scandinavian Currencies: New Safe Havens? 

Hvað skyldi seðlabankastjóri gjaldþrotabandalags evru segja núna? Og Olli Rehn?

FT: Oh dear.


mbl.is Skuldabréf Grikklands í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Endgame? Evru-þrotabú kaupir hlut í öðru evru-þrotabúi. ESB-aðför að danska húsnæðislánakerfinu

Vill að Írland verði sett í gjaldþrotameðferð

David McWilliams: hagfræðingur og fyrrverandi seðlabankamaður á Írlandi

Írski hagfræðingurinn David McWilliams segir að Írland eigi að fara fram á að verða tekið til gjaldþrotameðferðar. Stuttur úrdráttur: Nú er svo komið að Írland hegðar sér eins og óábyrgt útrásar?fyrirtæki. Það safnar skuldum til að halda sér á floti. Salan (landsframleiðslan) hefur verið fallandi árum saman. Það ríkir verðhrun (verðhjöðnun). Fólkið er að fara á hausinn. Skuldastaðan miðað við framleiðslu er að springa. Hvar eigum við að fá peninga til að borga allar þessar skuldir?

 
Unfortunately, that buyer of Greek bonds is our government using borrowed money to buy Greek bonds when even the Greek public is selling. How mad is that?
 
 
Hvað kemur svo? Jú, rétt í þessu vorum við að tapa 480 miljón evrum sem við ætlum að gefa Grikklandi. Ríkisstjórn Írlands ætlar að kaupa grísk ríkisskuldabréf af þeim fjárfestum sem þora ekki lengur að eiga þessi bréf. Ríkisstjórn okkar ætlar að taka fleiri lán til að getað gefið ríkisstjórn Grikklands peningana? Jafnvel grískur almenningur vill ekki lengur eiga grísk ríkisskuldabréf. Hversu geðbilað er þetta?

Næst þarf að bjarga Spáni. Þetta er eins og á gullfótarárunum. Ríkin reyndu að bjarga gullforðanum sem tryggði myntina með því að skera niður útgjöld. Þar var það gullið sem átti að binda löndin saman á einu gengi. Það gekk ekki upp og löndin yfirgáfu gullfótinn til að bjarga sér. Nú er það pólitík sem á að binda gengi landanna saman á einum fæti (evru). Þessa pólitík þarf að leysa upp. Hvar ættum við að fá tvo miljarða af evrum til að bjarga Spáni? Við þurfum að undirbúa ríkisgjaldþrot Írlands; David McWilliams
 
ESB-aðför að danska húsnæðislánakerfinu

Nýjar ESB-reglur (CRD directive) um aukið eigið fé lánastofnana sem gefa út skuldabréf sem eru veðhæf (covered bonds) verða þess sennilega valdandi að hin svo nefndu dönsku "flexlán" til húsnæðiskaupa verða að láta lifið, eða þarf að breyta verulega. "Flexlán" eru lán þar sem samið er um vexti til eins til fimm ára í senn. Menn eru ennþá ósammála um hverjar afleiðingarnar verða, en talið er víst að húsnæðislán munu þurfa að verða mun dýrari en þau eru núna, svo þau eigi séns sem söluhæf vara á skuldabréfamarkaði.
 
PA Consulting hefur gert þá útreikninga fyrir dagblaðið Børsen að til dæmis eins árs flexlán yrðu tveimur prósentustigum dýrari í vöxtum en þau eru núna. Þessi breyting á regluverkinu mun þýða að húsnæðisverð í Danmörku verður sprengt til baka í tíma um 18 ár, segir PA Consulting. Það yrði það mikið dýrara að taka lán eftir að reglum ESB verður breytt. Børsen segir að danska ríkið sé nú þegar búið að tapa málinu. Að útför "flexlána" hafi þegar farið fram; Børsen

Nýjar ESB reglur munu kosta 40.000 manns vinnuna í DK

Samtök fjármálastofnana í Danmörku (Finansrådet) segja að nýjar og hertar kröfur ESB til fjármálastofnana muni kosta Danmörku 40.000 atvinnutækifæri og því til viðbótar munu reglurnar kosta hvern Dana um 4.000 DKK á ári. Lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja munu minnka, hagvöxtur verður lélegri fyrir vikið og samfélagshagkerfið mun því rýrna um 20 miljarða danskar krónur á hverju ári. Kaupmáttur mun einnig lækka vegna nýju reglna ESB um húsnæðislán og eignir fólks munu lækka að verðmætum. Þetta verður samtals um það bil 16.000 danskra krónu tekjutap á fjögurra manna fjölskyldu á ári. Einkaneysla mun dragast saman; Berlingske | Folkebevægelsen mod EU
 
Fyrri færsla
 

Úr kennslustund Litlu gulu hænunnar í Evrópusambandinu

Eplaverksmiðjan 
- run Forrest, run - 
 
Úr kennslustund Litlu gulu hænunnar

Þeir sem halda ennþá að Evrópusambandið sé "tolla- og efnahagsbandalag" rétti upp hönd. Þetta gæti orðið spurning í kennslustund í sjö ára bekk í barnaskólum Evrópu eftir aðeins nokkur ár. Þeir sem réttu upp hönd fengju annað hvort rétt eða væru reknir út.

Ég get ekki séð neitt tollabandalag í dag. Og ég sé heldur ekki neitt efnahagsbandalag. Það sem ég sé er stórslys. Eitt stykki Evrópusamband sem hriktir í eins og gömlum Sovétríkjum. Evrópusamband sem varð einni myntinni of ákaft og sem gleymdi að ráðfæra sig við fólkið. Alveg eins og gerðist í Sovétríkjunum. Við völtum yfir fólkið.

Þegar Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar kom til Íslands til að predika, sagði hann Íslendingum frá því að "sænska fólkið" hefði ekki skriðið gengið í nein "sambandsríki Evrópu" þegar það ákvað í hræðslukasti og með 2,8% meirihluta kjósenda að ganga í ESB árið 1994. Verður Göran Persson rekinn úr sjö ára bekknum?

Það er nú þegar búið að reka Poul Schlüter fyrrum forsætisráðherra Danmerkur úr skólanum og senda hann til Síberíu. Hann sagði nefnilega að Evrópusambandið myndi aldrei verða til. Það sagði hann árið 1986. "Evrópusambandshugmyndin er steindauð", sagði hann. "Kjósið já. Ekkert að óttast. ESB verður aldrei til." Evrópusambandið var því stofnað sjö árum seinna með einum Maastrichtsáttmála. Tveir litlir menn í tveim litlum löndum sem þá héldu að þeir vissu hvað þeir voru að gera.

Grikkland á leið í ríkisgjaldþrot. Portúgal fylgir í humátt á eftir. Írland er í tætlum. Spánn riðar, Eystrasaltsríkin í djúpri neyð og Ítalía lifandi grafin í skuldum. Á meðan myntbandalag Evrópusambandsins sprengir lönd þess í loft upp, sitja evrufíklar Brussels niðri í kjallara og sjúga þumalputta með lokuð augu. Skjálfandi af hræðslu eins og óvitar sem kveikt hafa í húsi nágrannans um miðja nótt. Þeir vona að pabbi og mamma vakni ekki. Vona að þau taki ekki eftir að hús nágrannans verður horfið á morgun.

Seðlabankastjórinn sem stjórnaði sprengjuhleðslunum á evrusvæði þorir varla að láta sjá sig opinberlega lengur. Hann er skjálfandi af hræðslu. Seðlabanki Evrópusambandsins er orðinn seðlabanki þar sem öll bankastjórnin mætir með magapínu í vinnuna á hverjum morgni af ótta við að myntin sem þeir eiga að passa muni hrynja við hvert einasta fótatak þeirra á peningagólfi heimsins. Það sem stýrir ECB núna er óttinn einn.

Spurningin er sem sagt þessi: hverjir verða reknir úr skólanum fyrir að koma með rangt svar? Hvert verður rétta svarið? Í tilfelli Sovétríkjanna vitum við nú hvert varð hið rétta svar. En lengi vel vissi enginn hvert hið rétta sovéska svar yrði. En það kom þó að því.

Hér eru nokkrar fréttaslóðir stór-fyrra dagsins

Evran er dauðadæmd segja bankamenn (þ.e. án stórríkis) á vef Heimssýnar

Grikkland í dauðadans segir Geroge Soros (þ.e. án stórríkis) í CNBC

Grikkland á enga von segir Soros í grísku viðtali (þ.e. án stórríkis) í Kathimerini

Aðeins efnahagslegur fáráðlingar eða stórríkissinni segir að Bretland eigi að taka upp evru segir Anatole Kaletsky í Times. 



Absúrd að Þýskaland eigi að bjarga 16. launamánuði Grikkja sem hætta að vinna 57 ára gamlir. Brussel gerir ekkert. Engin neyðaráætlun hefur verið gerð, engar ráðstafanir gerðar til að Grikkland komist lifandi út úr evru-fangelsinu. En það má ekki tala um þetta, þetta heitir nefnilega evrópsk samstaða, segir tékkneska blaðið Lidové noviny.

AGS kom með skýrslu sem segir að evrusvæðið sé vænleg og líkleg útungunarvél fyrir nýja heimskreppu vegna ríkisgjaldþrotaáhættu landa þess. 

Forrest Gump er ennþá ánægður með að hafa fjárfest í eplaverksmiðju en ekki í Brussel. Hann þarf ekki að vinna meira.

Gleðilegt sumar !
 
Fyrri færsla
 

Statement by IMF Managing Director Dominique Strauss-Kahn on Greece

Fjórða Evrópusambandslandið fer í umsjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins

 

Evrópusambandinu föstudaginn 23. apríl 2010 eKf.

 

USSE  

 

EVRU-LANDIÐ GRIKKLAND LEITAR TIL ALÞJÓÐA GJALDEYRISSJÓÐSINS

  

13 prósent af landsframleiðslu Grikklands fara í að greiða vexti á lánum ríkisins. Engin lán eru greidd niður, en ný lán eru hins vegar tekin til að geta greitt vexti á gömlum lánum. Árið 2007 eyddi Grikkland 9,1 prósentum af landsframleiðslu í heilbrigðiskerfi landsins

 

<<<< + + + >>>>

 

Statement by IMF Managing Director Dominique Strauss-Kahn on Greece

 

Press Release No. 10/168 April 23, 2010

 

Mr. Dominique Strauss-Kahn, Managing Director of the International Monetary Fund (IMF), issued the following statement today on Greece:

 

“We have received Greece’s request for a Stand-By Arrangement. We have been working closely with the Greek authorities for some weeks on technical assistance, and have had a mission on the ground in Athens for a few days working with the authorities and the European Union. We are prepared to move expeditiously on this request.”

 

 

EMU-Ríkisgjaldþrotadagbók

 

Fæðingar- og erfðagallar myntbandalags Evrópusambandsins. The Economist desember 1996 

Brusseldagar 1996 

 

Þá voru 155 hagfræðingar sammála um eitt

 

Fyrri færsla

 

Sovétríki Samfylkingar í upplausn. Vinstri grænir glotta 


Sovétríki Samfylkingar í upplausn. Vinstri grænir glotta

Á meðan Brussel brennur. 

Evrópusambandið riðar og skelfur

Þetta er alltaf alveg að koma. Alltaf handan við hornið. Bara ef við fáum sameiginlega bolla, sameiginlegar könnur, salerni, rúm, mynt, landhelgi, lofthelgi, löggjöf, dómstóla og endalaust hitt og þetta. Þetta er alltaf að reddast. Alveg að koma. Á meðan Brussel er að redda þá leggst Evrópa í Blaupunkt öndunarvél í vesturbæ kratverja. Aðeins í vesturbænum eru ennþá til peningar.

Það eina sem vantar upp á til að Brussel geti reddað þessu, er nýtt fólk í Evrópu. Það býr nefnilega vitlaust fólk í Evrópu. Það passar ekki við Sovétríki Samfylkingarinnar. Ekkert af þessu er nýtt. Þetta er gömul reynsla. Hún virðist þó vera ný fyrir sumum.

Eins og sjá má keyrir evrópska tilraunastofan ennþá á fullu. Fyrst var það marxismi, kommúnismi, nasismi, fasismi og nú síðast ESB&#39;ismi. Samfélagslegir Frankensteinar eru ennþá made in Europe

Sovétríki Vinstri grænna fóru sömu leið

Þau eru dauð, svona næstum því. Vinstri grænir glotta nú og flissa að barnalegum óvitaskap Samfylkingarinnar. Þeir hafa reynsluna. Reynslu af því að trúa of létt á nýja hugmyndafræði. En hafa þeir sjálfir lært algerlega af reynslunni? Eg leyfi mér að efast. Steingrími er tíðrætt um hugmyndafræði þessa dagana. Hver veit hvað er í bígerð á þeim bæ. 

Engin evra handa Eistlandi?

Hagfræðingurinn Edward Hugh segir frá stóru og frekar skyndilegu spurningarmerki við aðgengi Eistlands að myntbandalagi Evrópusambandsins. "Ekki svona hratt" hefur hann eftir eistlenska blaðamanninum Mikk Salu. Sá hefur hins vegar eftir "áreiðanlegum heimildum" að á síðasta lokaða-fundi málfundarfélags málefna myntbandalagsins í ESB þinginu (Economic and Monetary Affairs Committee of the European Parliament) hafi viss Stark-þýskur stjórnarmaður seðlabanka Evrópusambandsins verið viðstaddur og sagt að Eistland færi ekki inn í myntbandalagið. Punktur hér: EH

Rúmenía hættir við evruupptöku, í bili, segja þeir kurteislega

Seðlabankastjóri Rúmeníu, Mugur Isarescu, sagði að Rúmenía muni líklega salta það að sækja um inngöngu í myntbandalag ESB. Það er m.a. verbólga sem dregur fyrir möguleika Rúmeníu á að fara inn í tveggja ára biðstofu ERM II pyntingarklefa Evrópusambandsins. Seðlabankastjórinn segist ekki hafa getað farið á veitingahús síðastliðin tvö ár því hann fái engan frið fyrir fólki sem spyrji sífellt á hvaða gengi Rúmenía fari inn í evru. Í síðustu viku var það Búlgaría sem tilkynnti það sama; EA

Hvenær skyldi trúarráð Samfylkingarinnar taka sönsum í bili?

Fyrri færsla

Urmull Jónsson félagsmaður vill læra hvernig á að halda atvinnuleysi himinháu í marga áratugi á Íslandi eins og í Finnlandi 


Urmull Jónsson félagsmaður vill læra hvernig á að halda atvinnuleysi himinháu í marga áratugi á Íslandi eins og í Finnlandi

Félagsmálaráðherra Ísland vill fara "finnsku leiðina".  

Um verður að ræða svo nefnt finnskt samfélagslegt heljarstökk

Atvinnuleysi í Finnlandi er 9,2% núna. Finnland er þar af leiðandi í Evrópusambandinu eins og sést. Þar er atvinnuleysi alltaf svona hátt og verður alltaf svona hátt því Evrópusambandið sér um að halda því svona háu, alltaf. Þetta er jú heljarstökk.  

Stöðugleiki. Alltaf viðvarandi hátt atvinnuleysi 

Hagstofa Finnlands sagði að 9,2 prósent af Finnum á vinnumarkaði hefðu verið atvinnulausir í febrúar. Þetta er sama hlutfallið og í janúar. Það var 10,1% atvinnuleysi hjá karlmönnum og 8,2% hjá konum. Atvinnuþátttaka var 65,4% og 21.000 Finnar höfðu helst úr lestinni sem þátttakendur á vinnumarkaði á síðustu 12 mánuðum; Hagstofa Finnlands

Atvinnuleysi Finnlands hefur ekki farið niður fyrir 7% frá árinu 2000 til 2009 nema á árunum 2007 og 2008 þegar það fór niður í 6,4% fyrir árið 2008 í heild. Frá árinu 2000 til 2005 var atvinnuleysi alltaf yfir 8% í Finnlandi. 

ESB-aðild þýddi mesta efnahagshrun Finnlands síðan 1918 

Finnska hagstofan gerði grein fyrir árinu 2009 í heild þann 1. mars. Landsframleiðsla Finnlands féll um hvorki meira né minna en 7,8% á árinu í heild. Þetta er mesta hrun í landsframleiðslu Finnlands á einu ári frá því að mælingar hófust árið 1975. Í frægu finnsku kreppunni 1991-1993, þegar Finnland upplifði erfiða bankakreppu samhliða hruni Sovétríkjanna, þá féll landsframleiðsla Finnlands "aðeins" um 6% á árinu 1991 þegar verst lét. Til að fá fram tölur um svipað hrun og varð á árinu 2009, þurfa Finnar að leita aftur til áranna 1917-1918. Mynt Finnlands er evra. 

Útflutningur Finnlands hrundi alls um 24% frá 2008-2009, fjárfestingar hrundu um 13%, innflutningur hrundi um 22% og einkaneysla féll um 2,1%. Rekstrarafkoma fyrirtækja hrundi um 39%. Þau greiddu því 44% minna í skatta og greiddu út 34% minna í arð: Hagstofa Finnlands

Bara ef einhver í Samfylkingunni væri læs 

Þetta er hin svo kallaða finnska leið sem mikið hefur verið í ríkisfjölmiðlum og háskólum á Íslandi og kynnt þar sem fyrirmynd fyrir Ísland. Nú er hún hlaupin í ráðherra.

Ef forsætisráðherra Ísland væri læs þá myndi hún vita þetta. En það er hún sem sagt ekki. Þetta eru jú félagsmálaráðherrar. Urmull af þeim.  Þetta er sama fólkið og klappaði þegar því var sagt að klappa fyrir snillingunum. Vanhæft fólk. Klappliðið. 

Fyrri færsla

Gott ráð til fjárfesta í ríkisskuldum evrusvæðis 


Gott ráð til fjárfesta í ríkisskuldum evrusvæðis

Vaxtakostnaður evrulandsins Grikklands í dag; 5 ára ríkisskuldabréf í  
Mynd: vaxtakostnaður ríkissjóðs Grikklands, 5 ára ríkisskuldabréf - Bloomberg 
 
Mín skoðun
 
Jæja, eftir að forsætis- og fjármálaráðherrar evrulanda hafa gefið út þá yfirlýsingu að þeir ætli að útbúa c.a 30 miljarða evru lánapakka sem muni hugsanlega standa ríkissjóði Grikklands til afnota nú þegar Grikkland siglir sennilega inn í evru-ríkisgjaldþrot, þá ættu fjárfestar vinsamlegast að hafa eftirfarandi í huga;
 
Frá og með nú vitum við að hjá gríska ríkinu getum við fengið ca. 7-8% ávöxtun á peningum okkar. Af hverju ættum við þá að vera að kaupa ríkisskuldabréf af ríkissjóði Þýskalands með 3% ávöxtun þegar við vitum að við getum fengið 7-8% hjá ríkissjóði Grikklands og að ríkissjóður Þýskalands og annarra evru-landa muni ofaní kaupið ábyrgjast að við fáum peningana okkar greidda til baka frá gríska ríkinu?
 
Ef við ættum að halda áfram að kaupa skuldir af ríkissjóði Þýskalands þá verða þeir að bjóða okkur betri ávöxtun en þetta, því nú getum við bráðum fengið "þýskar ríkisskuldir" hjá gríska ríkinu á 7-8% ávöxtun. Er þetta ekki frábært?  

Er það ekki einhvern veginn svona sem menn hugsa? Það myndi ég gera. Ef þetta er rétt þá mun þetta þýða að vaxtakostnaður ríkissjóðs Þýskalands mun bara hækka og hækka í takt við hversu mörgum gjaldþrota löndum evrusvæðis mun verða staflað upp á framfærslubyrði hans.
 
Ef þetta verður reyndin þá munum við í orðsins fyllstu merkingu getað talað um gjaldþrotabandalag Evrópusambandsins - og þá undir ónýtri mynt.
 
Fyrri færsla
 

Einsdæmi: farið var á bak við Þýskaland í málefnum myntbandalagsins

Nrc Handelsblatt
 
Þau óhugnanlegu tíðindi hafa borist til eyrna þýskra fjölmiðla að Frakkland, Ítalía og embættismenn seðlabanka Evrópusambandsins hafi farið á bak við kanslara Þýskalands og þar á eftir þvingað hana til að samþykkja stærsta ríkislánapakka mannkynsögunnar í síðustu viku. Hollenska NRC Handelsblatt lýsir með óhug þeirri atburðarrás sem fáir virðast ennþá hafa gert sér grein fyrir, varðandi hinn svo kallaða "hjálparpakka" til Grikklands.
 
“Between phone calls, the French and Italian presidents met face to face. They worked out a deal with ECB chairman Jean-Claude Trichet . . " 
 
 
Á sunnudaginn höfðu Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti, Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu og bankastjóri seðlabanka Evrópusambandsins þegar samið sín á milli um að fara í gang með að útbúa björgunarpakka handa Grikklandi. Þeir sögðu svo Angelu Merkel kanslara Þýskalands frá þessu í símtölum sem áttu sér stað á sunnudag. Þeir stilltu málinu þannig upp að það yrði að finna lausn á málunum áður en markaðir opnuðu á mánudag. Samt hafði engin formleg beiðni borist frá Grikklandi. Það sem er enn skuggalegra er það að á milli símtala hittust Sarkozy og Berlusconi andliti til andlits án þess að kanslarinn vissi af því eða væri upplýst um það. Einungis hafði verið ákveðið að símaráðstefna ætti að fara fram þennan dag á milli leiðtoga evrulandanna.
 
"The German reaction to the Greek rescue plan is one of a sheer horror"
 
 
Hér var sem sagt rúllað yfir kanslara Þýskalands sem seint og síðar meir skildi að ekki var hægt að koma sér undan þátttöku án þess að setja myntbandalags-sprengjuvörpuna í skotstöðu. Þetta er jú líka mynt Þýskalands. Nú er sem sagt búið að skuldbinda Þjóðverja til að axla stærstu byrðar þessa máls með skammbyssupólitík. Merkel vildi hafa samráð við öll 27 lönd ESB áður en nokkuð væri ákveðið; Nrc Handelsblatt | Eurointelligence
 
Viðbrögðin í Þýskalandi eru hörð og sár

Frank Schaeffler (frjálsir demókratar): - sagði við Dow Jones Newswires að þetta væri brot á sáttmálum myntbandalagsins og væri efnahagslega óheillavænleg ákvörðun. Hann hvetur Grikkland til að yfirgefa myntbandalagið af frjálsum og fúsum vilja vegna þess að það sé eina leiðin fyrir Grikkland til að verða samkeppnishæft land aftur.

Schaeffler segir að björgunaráætlunin fresti aðeins vandamálum Grikklands, hún leysir þau ekki. Fjárþörf Grikklands sé 86 miljarðar evrur fram til 2012. Þetta samkomulag brýtur í bága við það sem samþykkt var í mars, þ.e. að ekki megi niðurgreiða hjálp til Grikklands með aðstoð skattgreiðenda í öðrum evrulöndum. "Þetta skapar falskt myntbandalag þar sem ríki þurfa að bera ábyrgð á ríkisfjármálum annarra landa."   

Hið leiðandi Börsen-Zeitung: - viðskiptadagblað segir að þetta sé upphafið á endalokum evrunnar. Seðlabanki Þýskalands ætti að hefja prentun og útgáfu Deutsch-marks aftur.

Hagsmunasamtök þýskra skattgreiðenda: - eru reið og segja að Þýskaland sé nú þegar skuldsett upp fyrir axlir því landið skuldi 73,1% af landsframleiðslu eða sem svarar til 1,6 billjón evra. Þetta yrðu hrein og klár brot á Maastricht sáttmálanum, sagði Karl Heinz Daeke hjá samtökunum. "Hinn venjulegi launþegi mun ekki skilja af hverju hann ætti að bera ábyrgð á lélegum ríkisfjármálum Grikklands á meðan verið er að aflýsa skattalækkunum til hans hér heima. Allt í einu eru 8,4 miljarðar evrur til á lausu handa Grikkjum."

Hagfræðiprófessor Wilhelm Hankel: -  segir að hann muni stefna ríkisstjórninni ef Grikkland fær lánið. Í opnu bréfi til Angelu Merkel sagði Hankel að kanslarinn ætti að vinna að því að evrulöndin gætu fengið sínar gömlu myntir aftur. Evran hefur ekki verndað löndin gegn alþjóðlegri spákaupmennsku heldur hefur hún boðið uppá spákaupmennsku gegn löndunum.

Hankel segir að evran verði aðeins til svo lengi sem Þýskaland borgar brúsann. "Gefðu löndum evrusvæðis sína gömlu mynt til baka, það er eina leið þeirra til hagsældar," skrifaði Hankel.

Hagfræðiprófessor Ekkehard Wenger: - við háskólann í Wuerzburg segir að Þýskaland ætti að íhuga að yfirgefa myntbandalagið áður en fleiri veik lönd evrusvæðis skaði landið ennþá meira; DJ Newswires
 
Fyrri færsla
 
 

Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband