Leita í fréttum mbl.is

Gott ráð til fjárfesta í ríkisskuldum evrusvæðis

Vaxtakostnaður evrulandsins Grikklands í dag; 5 ára ríkisskuldabréf í  
Mynd: vaxtakostnaður ríkissjóðs Grikklands, 5 ára ríkisskuldabréf - Bloomberg 
 
Mín skoðun
 
Jæja, eftir að forsætis- og fjármálaráðherrar evrulanda hafa gefið út þá yfirlýsingu að þeir ætli að útbúa c.a 30 miljarða evru lánapakka sem muni hugsanlega standa ríkissjóði Grikklands til afnota nú þegar Grikkland siglir sennilega inn í evru-ríkisgjaldþrot, þá ættu fjárfestar vinsamlegast að hafa eftirfarandi í huga;
 
Frá og með nú vitum við að hjá gríska ríkinu getum við fengið ca. 7-8% ávöxtun á peningum okkar. Af hverju ættum við þá að vera að kaupa ríkisskuldabréf af ríkissjóði Þýskalands með 3% ávöxtun þegar við vitum að við getum fengið 7-8% hjá ríkissjóði Grikklands og að ríkissjóður Þýskalands og annarra evru-landa muni ofaní kaupið ábyrgjast að við fáum peningana okkar greidda til baka frá gríska ríkinu?
 
Ef við ættum að halda áfram að kaupa skuldir af ríkissjóði Þýskalands þá verða þeir að bjóða okkur betri ávöxtun en þetta, því nú getum við bráðum fengið "þýskar ríkisskuldir" hjá gríska ríkinu á 7-8% ávöxtun. Er þetta ekki frábært?  

Er það ekki einhvern veginn svona sem menn hugsa? Það myndi ég gera. Ef þetta er rétt þá mun þetta þýða að vaxtakostnaður ríkissjóðs Þýskalands mun bara hækka og hækka í takt við hversu mörgum gjaldþrota löndum evrusvæðis mun verða staflað upp á framfærslubyrði hans.
 
Ef þetta verður reyndin þá munum við í orðsins fyllstu merkingu getað talað um gjaldþrotabandalag Evrópusambandsins - og þá undir ónýtri mynt.
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Utan þessa, þá langar mig að benda á grein Jóhannesar Bjarnar á vald.org, þar sem hann ræðir skilyrði þjóðverja og frakka fyrir aðstoð við grikkland. Hergagnakaup! Kafbátar freygátur og þyrlur. Þá ætla þeir að sjá auman á þeim.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2010 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband