Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Miðvikudagur, 27. janúar 2010
Aðalvandamálið er evran - að segja sig úr myntbandalaginu og ESB á einni nóttu
Miklar vangaveltur.
Grikkland; nú eru góð ráð dýr, eins og venjulega. En slæm ráð geta líka verið alveg eins kostnaðarsöm. Forsætisráðherra Grikklands segir að engar líkur séu á að Grikkland yfirgefi myntbandalag Evrópusambandsins. Fjármálaráðherra Grikklands segir að landið þurfi ekki hjálp. Seðlabankastjóri Grikklands er einnig sendur út með skriflega tilkynningu í FT - sem sennilega að mestu er stíluð á forsætisráðherra Grikklands. Seðlabankastjórinn er einnig á sama tíma fulltrúi Grikklands í stjórn seðlabanka ESB. Óvíst er hvort markaðirnir trúi á orð grísku ríkisstjórnarinnar.
En hvað nú? Fyrir það fyrsta, ef ég væri forsætisráðherra Grikklands, myndi ég hafa sagt nákvæmlega það sama og haldið áfram að segja þetta sama á meðan ég auðvitað gerði eitthvað allt annað. Íbúar Grikklands eru um 11,3 milljónir. Þessir íbúar eru nýlega búnir að kjósa þessa ríkisstjórn Grikklands til valda. Hún var kosin vegna þess að hún lofaði betri opinberri þjónustu og meiri velferð. Ef Grikkland er sent í það erfiða ferðalag að skera niður stóran hluta opinberra útgjalda, lækka laun stórkostlega og þrengja að almenningi, ungmennum, börnum og gamalmennum, frá öllum hliðum, þá held ég að það ferðalag muni reynast hvaða grísku ríkisstjórn sem er ákaflega erfitt - og jafnvel ómögulegt. Nema menn vilji aftur fá her- og/eða einræðisstjórn til valda í Grikklandi.
Flestir sem hafa vit á efnahagsmálum segja að það sé óðs manns æði að ætla að reyna að koma á jafnvægi í ríkisfjármálum á krepputímum án þess samtímis að hafa fulla möguleika á að auka samkeppnishæfni hagkerfisins og þar með láta stóraukinn útflutning um að vinna stóran hluta þess erfiða verks. Það getur Grikkland ekki gert með evru sem gjaldmiðil landsins. Grikkland virðist því sitja fast. En mun Grikkland gera það? Mun það láta setja sig fast?
********************
If a country left the eurozone abruptly, it would need to find temporary ways to separate its share of the euros from the rest. In the early 1990s, the Czech Republic and Slovakia chose to stick distinguishing stamps on their banknotes. We had thousands of people working day and night, putting tiny stamps on nearly 80 million old Czechoslovak banknotes, Mathes said. The Czechs affixed different stamps to their portion of the old notes and the currency was thus divided. Each side eventually printed its own currency, and the stamped notes were withdrawn and destroyed.
********************
Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla sem haldin var í Grikklandi var haldin árið 1974. Þá ákvað þjóðin að leggja niður konungsembættið. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni þar á undan, 1973, var ákveðið að leggja konungsveldið niður og stofna lýðveldi. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni þar á undan, 1968, samþykktu 92% kjósenda nýju stjórnarskrá herstjórnar Grikklands. Síðan 1974 hafa ekki verið haldnar neinar þjóðaratkvæðagreiðslur í Grikklandi. Ekki ein einasta um ESB eða evru. Ekki um svoleiðis smámál. Því auðvitað er bæði ESB-aðild og evra smámál miðað við stofnun gríska lýðveldisins.
Því segi ég aftur og aftur eins og forsætisráðherra Grikklands segir núna, að engar líkur séu á að Grikkland yfirgefi myntbandalag Evrópusambandsins. En svo kemur nýr dagur á morgun. Ef menn eru duglegir á milli daga, þ.e. á nótunni, þá er hægt að gera ýmislegt á einni nóttu - og hvað þá yfir eina heilaga helgi. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að spyrja þjóðina um neitt í sambandi við ESB. Svo hér höfum við alveg frjálsar hendur á heimavelli. Það er algerlega það mikilvægasta, að hafa fulla stjórn í eigin húsi. Það mun því koma sér vel að hafa aldrei spurt þjóðina að neinu í sambandi við ESB. Það gerir þetta allt miklu auðveldara.
********************
The value of the currency of the country leaving the eurozone is certain to plunge vis-à-vis the euro, so its citizens would remove stamps en masse, thus converting them to the more valuable original euros. Another physical solution, Mathes says, it to laser-engrave distinguishing marks onto the portion of the euros, which would have been allocated to the country departing the eurozone. This can be done relatively quickly and would make the currencies irreversibly different, said Mathes, adding but I suspect that the European Central Bank will not look kindly on a state burning holes in its currency.
********************
Líklega myndu engin lagaleg atriði flækjast fyrir úrsögn Grikklands úr ESB á einni nóttu. ESB hefur varla hirt um að búa til nein sérstök lög þar að lútandi því engum var ætlað að komast þaðan út aftur. Það er svo margt sem ESB hefur aldrei dottið í hug að myndi koma og því síður hefur ESB hlustað á þá sem vöruðu við einmitt þessari stöðu.
Nei, stærstu vanamálin yrðu peningamálin og fjármálamarkaðirnir. Hvernig getum við lagt niður evruna á einni nóttu eða á einni helgi. Það er aðal málið. Er það yfir höfuð hægt? Ég spyr. Við vitum að eftirleikurinn yrði líklega hryllingur. En hann myndi þó ganga yfir. Grikkland á líka her og er í NATO. Auðvitað yrði erfitt að fela þann undirbúning sem einnar náttar úrsögn krefðist. Sennilega mun erfiðara en að fela 10% fjárlagahalla í 10 ár fyrir Brussel. Bankar, hraðbankar, sjálfsalar, stöðumælar, bílastæði, leigubílar, búðarkassar - og svo að koma nýjum seðlum og mynt í umferð strax. Ekkert smá mál, en þó kannski ekki óviðráðanlegt. Grikkland er ekki öfundsvert. Aðstaða landsins ómöguleg í alla staði.
Ég rakst á 11 ára gamla ritgerð um þetta efni og datt í huga að áhugavert væri að skoða hana. Þetta er ritgerð um upplausn ríkja- og myntbandalags þeirra tveggja ríkja sem áður mynduðu ríkið Tékkóslóvakíu. Ritgerðin heitir "Stability of Monetary Unions: Lessons from the Break-up of Czechoslovakia". Hún er eftir Jan Fidrmuc, Julius Horvath og Jarko Fidrmuc. Hér er einnig slóð á bloggfræslu Tomas Valasek sem ræðir við meðlim úr stjórn Slovak National Bank, Ján Mathes, um hvernig seðlar voru aðgreindir þegar myntbandalag Tékklands og Slóvakíu var leyst upp þann 3. febrúar 1993; Ritgerðin PDF | Bloggsíðan
Já. Fleiri svona og oft daglegar fréttir hér í glugganum á tilveraniesb.net
Fyrri færsla
Evran að verða Lehmansbræðra mynt Evrópu. Aðalritarar miðstjórnar ESB undirbúa nýja 10 ára áætlun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 24. janúar 2010
Evran að verða Lehmansbræðra mynt Evrópu. Aðalritarar miðstjórnar ESB undirbúa nýja 10 ára áætlun.
Sir, Is Greece the Lehman Brothers of the eurozone?
Spurt er. Herra, er Grikkland Lehmansbræður evrusvæðis? FT
Upplausn og óðaverðbólga?
Aðalhagfræðingur Deutsche Bank, Thomas Mayer, segir í viðtali við Die Welt að evrusvæðið standi frammi fyrir upplausn eða óðaverðbólgu ef ástandið í fjármálum Grikklands fari alveg úr böndunum; Die Welt
Wall Street Journal spyr hvort evrusvæðið stefni í skipbrot?
Umræðan um upplausn myntbandalags Evrópusambandsins er fyrir alvöru komin upp á yfirborðið og inn í umræðuna um efnahagsvandamál Evrópusambandsins. Það fer að verða fýsilegur kostur að segja skilið við myntbandalagið og að taka upp sína gömlu mynt svo sum lönd evrusvæðis geti einhvern tíma unnið sig út úr vandamálum lélegs hagvaxtar vegna glataðrar samkeppnishæfni. Einnig til að geta betur raðið við að greiða upp skuldir sem hlóðust upp vegna rangra stýrivaxta á röngum tíma á röngum stöðum undir rangri stjórn seðlabanka Evrópusambandsins. WSJ. En ólíklegt er að það sé hægt að ganga úr myntbandalaginu. Lík(legi) möguleikinn fyrir mörg lönd er því að deyja saman með myntbandalaginu.
Gætu verið mistök fyrir Eistland að taka upp evru
Greinandinn Raivo Sormunen skrifar í dálk sínum að það geti verið mistök fyrir Eistland að taka upp evru. "Eistland er að vonast eftir hagsæld með því að ganga í myntbandalagið. En mörg þau minni lönd sem nú þegar eru með evru hafa mun slakari mynt- og peningalega stöðu en Eistland. Hættan getur verið sú að stærri lönd evrusvæðis gefist upp á myntbandalaginu og taki aftur upp sinn eigin gjaldmiðil."; BBN
Síðasta 10 ára áætlun Evrópusambandsins er runnin á enda
Nú er ný 10 ára áætlun í smíðum í aðalstöðvum lýðræðisins í Brussel. En hvernig gekk með síðustu 10 ára áætlun ESB hin svo kölluðu Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins? Jú, svona: Evrópusambandið er nú 30 árum á eftir Bandaríkjunum
Fyrri færsla
Óttast að evran hrynji | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 19. janúar 2010
Smjörfjöll Evrópusambandsins vega nú 2,5 milljón tonn. Danskir bændur á félagsmálastofnun og á leið í gjaldþrot
Smjörfjöll Evrópusambandsins hækka
Hvort sem menn eru vanir að tala um smjörfjöll, kornfjöll eða kjötfjöll þá eru þessi fjöll oft nefnd einu nafni hér í ESB, þ.e. einungis smjörfjall. Nú er svo komið að þetta smjörfjall ESB vegur 2,5 milljón tonn og þar af er korn 2,4 milljón tonn af fjallinu. Mest af fjallinu er ræktað í landbúnaðargeira Þýskalands (850.000 tonn), Frakklandi (390.000 tonn), Póllandi (230.000 tonn) og í Finnlandi (216.000 tonn). Það er landbúnaðarframleiðsla bænda í Evrópusambandinu sem fer í að byggja þetta fjall embættismanna ESB í Brussel. Þessa framleiðslu geta bændur ekki selt og því er það hin sameiginlega landbúnaðarstefna ESB sem kaupir framleiðsluna og býr til úr henni fjall. Skattgreiðendur í löndum ESB borga; Land
Bændur á félagsmálastofnun
Sem dæmi um eyðileggingu þessarar stefnu má nefna að landbúnaður í Danmörku er núna, samkeppnislega séð, orðinn svo illa staddur að 62% af tekjum bænda koma frá því að vera á bótum hjá félagsmálastofnun ESB, þ.e. frá styrkjum; Børsen
Kveikja í dýra korninu - gjaldþrot bænda blasir við
Smjörfjall ESB hefur lengi verið tákn fyrir sóun á auðæfum Evrópusambandslanda. Sóunin er víða. Í Danmörku nota bændur t.d. kornið sem þeir rækta til að kynda upp með því. Hveiti, hafrar og bygg eru í svo lágu verði að það borgar sig betur að kveikja í því en að selja það. Reiknað er með að 3500 danskir bændur muni verða gjaldþrota á þessu ári og um 25% af öllum 13.000 dönskum bændum muni hætta búskap innan næstu fárra ára. Að meðaltali skuldaði hver danskur bóndi 27 milljón danskar krónur á síðasta ári. Núna er matur dýrastur í Danmörku af öllum 27 ríkjum ESB og enn dýrari en á Íslandi; BB | Land | Børsen | DST
Fleiri og oft daglegar fréttir hér í glugganum
Fyrri færsla
Pólitísk rétttrúarbrögð: Af hverju er Finnland yfir höfuð með í myntbandalagi Evrópusambandsins?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 14. janúar 2010
Pólitísk rétttrúarbrögð: Af hverju er Finnland yfir höfuð með í myntbandalagi Evrópusambandsins?
Þegar horft er til þess efnahagssamdráttar sem nú er í gangi í Finnlandi hann er ennþá meiri en á Íslandi er þá ekki alveg örugglega hægt að fullyrða að hagkerfi Finnlands sé bæði óhæft og algerlega óhentugt til að vera í myntbandalagi Evrópusambandsins? Að Finnland sé að fremja eins konar efnahaglegt sjálfsmorð með því að vera með evru sem gjaldmiðil?
Ég spyr vegna þess að seðlabanki Finnlands sagði nýlega að samdráttur í Finnlandi væri núna sá mesti og versti frá því mælingar hagvaxtar hófust fyrir meira en 50 árum. Spurningin er þá þessi. Af hverju er Finnland yfir höfuð með í þessu myntbandalagi?
Ef Finnland hefði verið í myntbandalagi Evrópusambandsins þegar stóra finnska kreppan kom á árunum 1991-1993, væri Finnland þá ennþá velmegunarsamfélag eða væri það vanþróað ríki núna? Í stóru finnsku kreppunni 91-93 varð Finnland fyrir utanaðkomandi áföllum þegar Sovétríkin og austantjaldslöndin hrundu. Finnland átti mikil viðskipti við þessi lönd. Til þess að verjast áföllunum í þeirri kreppu gat Finnland fellt gengið og gerði það líka, massíft. En núna hefur Finnland ekkert gengi, enga sjálfstæða mynt, enga peningastefnu og ekkert stýrivaxtavopn. Landið Finnland verður því bara að gera sig ánægt með að þýsk/franski gjaldmiðill þess hafði hækkað um 86% í júlí 2008 gagnvart Bandaríkjadal frá því í júní árið 2001. Sem sagt 86% hækkun á gengi Finnlands á 7 árum og ekkert hægt að gera. Þetta er glæsilegt og auðvitað dásamlegt.
Hefur þetta eitthvað með hagfræði að gera, eða eru þetta bara hin sömu pólitísku rétttrúarbrögð elítu Finnlands sem virka á nákvæmlega sama hátt og þau rétttrúarbrögð sem írski hagfræðingurinn David McWilliams segir að hafi stjórnað því að Írland gekk í myntbandalag Evrópusambandsins?
Nú eru viðskipti Finnlands við Rússland væntanlega komin í blóðrauðan sólmyrkva eina ferðina enn. En þau viðskipti höfðu verið að jafna sig að nokkru aftur á undanförnum árum.
Hvað nú Finnland?
Hvernig fóruð þið að því að klúðra málunum svona hrikalega? Á að sjóða óskotna bjarnarsúpu og baka burtflogið skógarbrauð á sjóðandi heitu ruslatunnuloki Evrópusambandsins áfram? Hvítglóandi er ruslakista ESB. Það er kviknað í Grikkland og eldstungurnar frá Aþenu sleikja burstirnar á afdalabæjum Portúgals og Spánar. Írlandið er skokkið í hafið og tröllum gefin fjármál þess týnd ofaní logandi ruslatunnu í Brussel. Í EvruVíetnam styrjöldinni fyrir botni Eystrasalts er efnahagslegur ísavetur að flytja efnahag þriggja landa til Síberíu, því þar munu þær þjóðir enda.
Þeir sem vilja gerast áskrifendur á ruslabandalagi Evrópusambandsins í Brussel rétti upp hönd - og segi um leið já og amen við frú lafði barónessu Brussel.
Spurningin var þessi: Af hverju er Finnland yfir höfuð með í þessu myntbandalagi? Svar: vegna þess að það álpaðist þar inn og kemst aldrei þaðan út aftur. Þess vegna
En Olli Rehn í Brussel hefur örugglega engar áhyggju af þessu. Hans laun koma nefnilega ekki frá Finnlandi, þau koma frá lafði barónessu í Brussel. Er þetta ekki dásamlegt.
Fyrri færsla
Papandreou; Efnahagslegt kynþáttahatur í Evrópusambandinu
Glugginn
Oft daglegar fréttir hér í glugganum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 12. janúar 2010
Papandreou; Efnahagslegt kynþáttahatur í Evrópusambandinu
one market, one money
© 1991 Jacques Delors; President of the EUC
Þýðing: minn markaður og minn peningur
Forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou, lét þau orð falla á ríkisstjórnarfundi að gagnrýni og lýsingar erlendra embættismanna, stjórnmálamanna og fjölmiðla á efnahagsmálum Grikklands sé að nálgast kynþáttahatur. Við verðum að varðveita sjálfstæði og rétt okkar til að taka okkar eigin ákvarðanir án erlendrar íhlutunar sagði forsætisráðherrann; balita
Sprengja sprakk fyrir utan gríska þinghúsið á laugardaginn á meðan hluti af þinginu var að störfum. Enginn slasaðist; WAIS
Grikkland er ekki Þýskaland
Grikkir verða aldrei þýskir. Spánverjar verða aldrei þýskir. Ítalir verða aldrei franskir. Portúgalar verða aldrei franskir. Írland verður aldrei þýskt og Írar verða aldrei þýskir. Að troða öllum löndum Evrópu ofaní þýsk/franska skóstærð í hallærisbandalagi ESB er ofbeldi með nöglum sem snúa inná við í skónum.
Er hún ekki dásamleg þessi nýja nýlendustefna í Evrópu! Maður kallar hana bara fyrir myntbandalag og fær út nýja og ótakmarkaða uppsprettu til nýs ófriðar og sundrungar. Svona gerir maður allt evrusvæði ESB að sínum einkaútflutningsmarkaði - og hlær svo alla leiðina í bankann með peningana - þeirra. Ha ha ha ha, þarna lékum við á ykkur. Kjánar! Tralla lalla la (gott er að spila hér undir með níundu rúgbrauðssymfóníu Beethovens). Fleiri ESB-fréttir hér í glugganum
Fyrri færsla
Blind Evrópusambandshollusta, Samfylkingin og hið steindauða "alþjóðasamfélag Evrópu Plc"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 10. janúar 2010
Blind Evrópusambandshollusta, Samfylkingin og hið steindauða "alþjóðasamfélag Evrópu Plc"
Mynd: Atvinnuleysi í löndum evrusvæðis frá 1991. Næstum 20 ára stanslaus eymd, getuleysi og volæði
Blind Evrópusambandshollusta og "evrópska alþjóðasamfélagið Plc"
Uffe Ellemann-Jensen, fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur skrifar frekar barnalega og ferkantaða bloggfærslugrein um Icesave málið á Berlingske Tidende. Ég hef alltaf haldið frekar mikið upp á Uffe Ellemann nema að því leyti hve krónískt og gagnrýnislaust hann situr fastur á ESB önglinum. Þar engist hann núna hneykslaður á hugrekki Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Hollusta Uffe Ellemann við stóra Evrópusamrunann blindar og stýrir hugsun þessa ágæta manns. Þetta hefur örugglega verið hrikalega erfið ákvörðun fyrir forseta Íslands. En ákvörðun tók hann í samræmi við það sem á undan var gengið.
Það var einmitt Poul Schlüter forsætisráðherra Danmerkur og yfirmaður Uffe Ellemann-Jensen sem lýsti því yfir að Evrópusambandið væri steindautt í þjóðar-atkvæðagreiðslunni um EF-pakkann í febrúar 1986. Þá var Uffe Ellemann utanríkisráðherra. Þegar Danir sögðu nei við Maastricht sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 2. janúar 1992, varð allt vitlaust hér í því Evrópusambandi sem Poul Schlüter hafði lýst yfir að myndi aldrei verða til aðeins 7 árum áður. Þá sagði hið svo kallaða "Alþjóðasamfélag-Evrópu" að Danmörk hefði "sagt nei" við allri Evrópu og hefði engan rétt til að "stöðva" alla Evrópu. Þetta var náttúrlega bara notað sem þrýsti- og hræðslutæki til að hræða Dani aftur á sinn stað í ESB. Þá var það Uffe Ellemann sem tók mest undir þessi sjónarmið og barðist hvað harðast fyrir því að Danmörk myndi halda áfram að hanga á fingurgómunum inni í því ESB sem átti ekki að vera til, en sem samt var orðið til. Allt var sett á fullt til að finna málamiðlun svo Danmörku yrði ekki refsað fyrir að stoppa Evrópu, eins og það var kallað, og gæti haldið áfram að dingla á nöglunum inni í ESB sem þá var orðið að raunveruleika, þrátt fyrir loforð forsætisráðherrans 7 árum áður.
Nú eru það Íslendingar sem eru orðnir foot dragging í Evrópu. Menn geta ímyndað sér hvernig staðan væri ef Ísland væri í ESB og ætlaði að segja "nei við Evrópu". En Danir voru kallaðir the foot dragging Danes í bæði ESB og NATO árum saman. Mest vegna þokukenndar afstöðu sinnar til stórra mála en sem þó átti að mestu rætur sínar að rekja til innbyrðis slagsmála hinna borgaralegu- og vinstri afla í dönskum stjórnmálum. Sósíaldemókratar gerðu allt til að eyðileggja fyrir ríkisstjórn Poul Schlüters. Þetta tímabil var dönskum sósíaldemókrötum til lítils sóma.
Afstaða Uffe Ellemann sannar að mínu mati hversu illa málið er kynnt og hversu illa ríkisstjórn Íslands hefur barist fyrir málstað Íslands. Það hefur hún ekki viljað gera af fullu afli vegna ESB-umsóknar Samfylkingarinnar. Ef svona gungustefna hefði alltaf verið viðhöfð í utanríkismálum Íslands þá hefðum við varla neina landhelgi að ráði í dag.
Samfylkingin: flokkur með aðeins eitt mál á dagskrá
Að mínu mati er það ESB-þráhyggjustefna Samfylkingarinnar sem kemur í veg fyrir að íslenska þjóðin geti staðið saman á þessum örlagatímum. Þessi þráhyggja sprengdi síðustu ríkisstjórn í miðri bankakreppu og hefur sú aðgerð nú komið af stað stjórnmálakreppu sem eyðileggur Ísland innan frá. Þessi þráhyggja hefur líklega komið í veg fyrir þá þjóðstjórn sem hefði verið svo æskileg þegar bankarnir hrundu. Þráhyggja Samfylkingarinnar klýfur íslensku þjóðina í herðar niður, lamar varnir landsins, stuðlar að sundrungarstjórnmálum og skemmir fyrir Íslandi á örlagaríkan hátt um allar jarðir. Engin sátt, samlyndi og endurreisn mun komast á fyrr en umsókn Samfylkingarinnar inn í ESB hefur verið dregin til baka. Þá verður fyrst hægt að virkja varnar- og sóknaröfl Íslands til hins ýtrasta. Samstaða er bráðnauðsynleg. Samfylkingin er sennilega mesta sundrungarafl í íslenskum stjórnmálum frá upphafi.
Það er örugglega mjög erfitt fyrir Vinstri græna að vera saman í stjórn með þessum flokki sem kallar sig Samfylkingin en sem virkar sem fylking sundrungar. En þó ekki erfiðara en svo að einræðisherra VG hefur megnað að gera flokk sinn að einu virkasta gereyðingarvopni á Íslandi í höndum Samfylkingarinnar. Sundrungarstjórnmálin eru alls ráðandi. Aðeins sprengjugígar munu verða minnisvarðar Samfylkingarinnar.
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 8. janúar 2010
Það er fyrst og fremst stjórnmálaástandið á Íslandi sem olli lækkun Fitch á lánshæfnismati ríkissjóðs Íslands
Í viðtali við Bloomberg segir talsmaður Fitch Rating að það sé fyrst og fremst hin pólitíska stjórnun og óvissa á Íslandi sem olli lækkun á lánshæfnismati ríkissjóðs Íslands. Fitch á greinilega erfitt með að setja tölur og tákn sín á Ísland. Því er best að lækka matið til að vera á öruggu hliðinni. Þessi lækkun matsins, segir talsmaðurinn, hefur enga praktíska þýðingu fyrir ríkissjóð núna því hann þarf ekki að endurnýja lán eða greiða af lánum næstu tvö árin. Talsmaður Fitch sagði að lán Norðurlandanna í gegnum AGS sé sérstaklega skilyrt Icesavemálinu. Viðtalið við Fitch; Credit Writedowns
Það bætti aðeins við snjóinn hér í nótt og frost var um 10 gráður í morgun. Ekkert til að tala um miðað við Noreg og Svíþjóð. Vatnavegir Þýskalands eru að frjósa til og stoppa prammaflutninga á kolum og birgðum. Kallt verður áfram.
Fleiri fréttir í glugganum
Fyrri færsla
Hið fullkomna vantraust. Eru Þjóðverjar að gefast upp á lýðræði?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 7. janúar 2010
Hið fullkomna vantraust. Eru Þjóðverjar að gefast upp á lýðræði?
I have never understood why public opinion about European ideas should be taken into account Raymonde Barre, French Prime Minister and Commissioner
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 5. janúar 2010
Prófessor við háskólamiðstöðina í Suður-Danmörku; hárrétt gert hjá forseta Íslands
Prófessor við háskólamiðstöðina í Suður-Danmörku sagði í fréttatíma dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 kl. 19:00 að forseti Íslands hefði gert hárrétt í að samþykkja ekki lagasmíði ríkisstjórnarinnar á Alþingi Íslands í Icesave málinu. Hann sagði að það væri ekki hægt að dæma heila þjóð til að borga innistæður ríkra innistæðueigenda í bönkum úti í heimi. Ég náði því miður ekki nafninu á prófessornum.
Í fréttatíma danska ríkissjónvarps sagði hins vegar hinn velkunni Carsten Valgreen það sem hann er vanur að segja, þið vitið, "alþjóðasamfélagið Plc", IMF osfv. Hann gat þó ekki svarað spurningu fréttmannsins um hvað hann myndi sjálfur gera ef hann væri Íslendingur. Hann vék sér undan að svara þeirri spurningu, enda hefði heiðarlegt svar sennilega þýtt umsvifalausa kauplækkun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 5. janúar 2010
Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda. Peningavirkjun ESB-illviðrahnjúka ríkisstjórnarinnar gat ekki afhent henni rafmagnið
Ríkisstjórn Íslands er rafmagnslaus.
Ríkisstjórn Íslands er ekki í sambandi við kjósendur sína. Aðeins kjósendur geta skaffað henni rafmagn. Ríkisstjórnin er úti að aka próflaus því þingmenn fá ökuleyfi sitt hjá kjósendum. Þingmenn ríkisstjórnar Íslands seldu strax þetta umboð kjósenda á útsölu til Evrópusambandsins - með ákefð Samfylkingar-Munchausens Íslands - og með dyggri aðstoð Vinstri grænna sem lufsuðu og urðu að gjalli í flór Samfylkingarinnar. Þjóðin var svo fótum troðin í valdagleðinni. Þess vegna erum við núna stödd í miðju drullusvaði illviðrahnjúka ríkisstjórnar Íslands. Sölumennska með fullveldið og framtíð þjóðarinnar borgar sig ekki. Sölumennska smánar og kosningasvik borga sig ekki. Að skríða fyrir erlendu afar valdi borgar sig aldrei. Pakkið vinsamlegast saman eða skaffið ykkur umboð þjóðarinnar á ný. Þið eruð skömm Íslands og athlægi um allan heim núna. Enda er forsætisráðherrann álfur inni í hól. Hvernig gat þetta farið öðruvísi.
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 166
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008